Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.08.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 16. ÁGÚST 1917 jú^tvery íOc^^ y Packet of WILSON’S V (FLY PADS willkillmorefliesthan/ ' V$8°-°W0RTH OF ANY / \ STICKY FLY CATCHER^ Ilrein í meðferð. Scld í hverrl lyfjabúð og I matvörubúðum. Rœða flutt á samkomu að Baldur 20. júlí. Hofundur fæðunnar, Tó,-annes Ei- liksson keunari. hefir gó8f'tslegra skrifað hana upp oe: leyft “Lögbergi að birta hana. — Ritstj. Herra forseti og heiðruðu tilheyr- endur! Mér finst eg vera feiminn. Já, eg veit hver orsökin er. Þegar a<5 menn, eins og aðal-ræðumaðuriAn ykkar hér í kveld, er nýbúinn að halda ítarlega ræðu, þá er ekki árennilegt fvrir smælingja eins og mig, að fara upp á ræðupallinn til þess að reyna að skemta fólki. Það verður þá litið úr því sem mínir líkar segja. Þegar minst var á það við mig að tala nokkur orð á þessari samkomu, þá lagði eg fram spurninguna: “Hvað ætti eg helzt að tala um ?” Svarið var: “Það ert þú alveg sjálfráður um.” Ekki var mögulegt að sína meira frjálslyndi. Hvað átti eg svo að tala um? Ekki mátti eg tala um félögin sem sam- komuna halda hér í kveld. Eg vissi að aðal-ræðumaðurinn myndi gera bað svo rækilega að alt myndi þar verða tekið fram, sem mér gæti dott- ið í hug, og meira að segja margt sem mér hefði aldrei getað dottið ; hug. Ætti eg að tala um “Þránd í Götu,” hugsaði eg mér. Nei, það mátti ekki Þrándur tilheyrði Faereyjum; en íss lendingar viljum vér allir veraf?) /Etti eg að tala um stjórnmál; Nei, um þau mál vissi eg svo harla lítið, þau mál ætíð strembin, og svo mikið af ósannindum saman við þau, að ekki væri slíkt boðlegt á svona samkomu. Um stríðið mætti auðvitað tala; en allir hlutu nú þegar að vera búnir að fá nóg af svo góðu og virtist mér því ósanngjarnt að bæta nokkru við frá minni hálfu. Ýmislegt um íslendinga virtist mér ekki fjarri sanni, sem umtalsefni. Jú, þar kom það; því ajlir þeir sem samkomuna sækja hér í kveld eru að einhverju leyti Islendingar. “Ymislegt um íslendinga” virtist samt nokkuð óákveðið og breytti eg þvi þannig: “Um kosti og lesti ís- lendinga fyr og síðar.” Viðbætirinn, “fyr og síðar”, er raunar nokkuð óheppilegur, því með slíkum viðbæti varð málið óviðráð- anlegt, að minsta kosti á einu kveldi. “En það gjörir ekki svo mikið til,” hugsaði eg, eg má ekki halda langa ræðu vfir fólkinu í svo miklum hita, sem nú gerist á degi hverjum, jafn- vel þó eg hér ávarpaði þrautseiga Is- lendinga. Eg læt mér því nægja að minna.st stuttiega á sex kosti og jafnmarga lesti, sem virðast auðkenna okkur sem íslendinga. Fyrst mætti telja: Námfýsi. ís- lendingar hafa verið og eru enn nám- fúsir menn. Þvi mun enginn nær- staddur neita. Það hefir sýnt sig fyr og síðar, að margir þeirra hafa verið rejðubúnir að fara nærri alls á mis annars, ef þeir að eins fengu tækifærið að nema, að læra. Þeir hafa unnið það til að vera svangir, klæðlitlir, eiginlega allslausir, ef þeir í staðinn gátu notið ánægunnar af því að fræðast um eitthvað bóklega og stundum verklega. Til þess að sann- færast um þetta, þarf ekki annað en líta til baka og athuga veru íslendinga við Kaupmannahafnar háskólann og ýmsar mentastofnanir hér í Vestur- heirni, bæði “sunnan og vestan línu.” Einstök dæmi þarf eg ekki að gefa. Þau geta íslendingar fundið sjálfir. Já, löngunin til þess að nema hefir oft verið ákaflega sterk. Eg man eftir dreng, sem var smali um mörg ár og flæktist út um haga, stundum nótt og dag, svo árum skifti. Hanr. grét oft og tíðum mörgum tárum yfir þvi að mega ekki læra eitthvað og hætta við smalamenskuna. Einhver góður maður kendi honum að draga til stafs, og hann lærði að lesa á þann hátt, að setjast á baðstofugólfið með einhverja bók, ekki stafrófskver, og spyrja þá, sem f.ram hjá gengu hvað þessi og þessi stafur héti. Hann hélt dauðahaldi í hvern staf —reyndi að muna hvað hann hét — og þegar hann liaföi þannig lært að þekkja flesta stafina, fór hann að setja þá saman sjálfur, án hjálpar, og lærði þannig að lesa. Að skrifa lærði hann l'tka, tals- vert í trássi við húsbónda sinn, sem sí og æ atyrti hann fyrir leti við tó- vinnuna. Hann nenti hvorki að tæja né tvinna. Hann hafði engin áhöld nema rúmfjalir og krít; en hann not- aði ahöldin Kappsamlega. Er það þá kostur að vera námfús? Já, með því að læra með sterkum vilja, læra menn fljótar og betur. Vegurinn til þess að öðlast þekkjingu á ýmsum svið- um verður greiðfærari en ella, og tækifærið til þess að standa mentuð- um mönnum jafnfætis skapast. Næst mætti nefna: Drenglyndi. Drenglyndir voru íslendingar til/foma Eg vona að þeir scu það enn. Að v’ega aftan að manní, í orði eða verki, var álitið níðingslegt, ódrenglegt. Að rjúfa eiða, eða svíkja loforð sin, var álitið hörmlega ódrengilegt. Forn- sögurnar okkar sanna það. Hefir okkur farið aftur í nýja heiminum í þessu efni ? Meira um það síðar. Þá mætti nefna: Göfuglyndi, sem einkenni íslendinga. Göftíglyndi kalla eg það, sem knýr menn til að rétta hjálparhönd fúslega. par sem slíks er þörf, þegar það er gjört á þann hátt að telja það ekki eftir seinna, og ekki gert til þess að auglýsa nafn gefanda með stórum stöfum. Félög- in, sem vinna að samkomunni hér í kveld, sina göfuglyndi í því að safna peningum og gefa, og gefendurnir i því að gefa peningana. i þ- í skyni að rcyna að hjúkra frænduin okkar og vint.m fyrir handan haíið. þar sem beir horfast i augu við bráðan dauða eða hörmulegar kvalir. seni afleiðinf liins ömur’cga hrottaleiki stórþjóð- anaa. Ta, það er göfugt verk, þó það gæti ekki orðið annað en það sem torsetinn benti á svo ijómandi snot- urlega, að þegar þeir, eftir að hafa vaðið aur og leðju um marga daga og verið kaldir og þreyttir, drengirnir okkar, finna þá í fórum sinum al- íslenzka, þessa mjúku prjónuðu, ull- arsokka til þess að “hleypa sér í”, þeim myndi þá liða vel dálitla stund. Sokkarnir myndu minna þá á vini og vandamenn og kanske einhver gpeti sagt þeim söguna af “Hvíta bandinu” og “Voninni”, hinum sigursælu fé- lögum í Argyle-bygð. Það myndi verða þeim, drengjunum, skemtistund Þeir mundu gleyma hörmungum sín- um þá stundina. Til forna voru allir velkomnir, hvar sem þá bar að hús- um, það var reglan. Hungraðir fengu að eta; þreyttir að hvíla sig; og hjálp af hvaða tagi sem var, var í té látin. Oft var lítið til, en það sem til var, var velkomið hverjum sem var. Góð- gjörðarsemi er ávöxtur göfuglyndis- ins. Gestrisni íslendinga bendir í göf- uglyndisáttina. F.kki má gleyma: Kappguni ís- lendinga og tel eg það kost. Að vera ekki minni en aðrir hefir ætíð vakað fyrir íslendingum yfirleitt. Forn- sögurnar okkar sanna það hundrað sinnum fyrir eitt, að svo var íslend- ingum farið fyrrum. Að svo er enn sést bezt á því, hvernig íslendingar hafa komið ár sinni fyrir borð við mentastofnanir, þar sem þeir stund- uðu nám, bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Við Westley College hafa íslendingar stundað nám ár eft- ir ár og Iöngum hefir það verið við- kvæðið, þegar minst hefir verið á verðlaun þau, sem gefin hafa verið við vorprófin: “íslendingar sópuðu dckkið.” Islendingar tóku öll bezu prísana.” Islendingar tþku öl! beztu verðlaunin. Voru íslendingar betur undirbúnir en hinir? Nei. Voru þeir bétri hæfileikum gæddir? Getur verið; erf ekki æfinlega. Höfðu þeir minni áhyggjur en hinir. — Það er . var efnahagur jæirra betri? Nei, efnahagurinn var oft mjög lélegur. Það var kappgirnin sem dreif jiá á- fram — gaf þeim vængi. Til þess að verða ekki minni en hinir, fórn Jieir alls á mis. Þeir neituðu sér um skemtanir. Þeir sátu fram á nótt yfir lærdómi sinum og reyndu að skilja og muna. Hugurinn var allur við þetta eina að verða ekki minni en hinir við vorprófin. Þá má nefna: þrautsegju sem ein- kenni íslendinga. Ef til vill hefir ís- land sjálft átt þátt í því að gera menn þrantseiga. Þar er svo margt ervitt. Að fara gangandi yfir fjöll og fyrn- indi og bera þunga bagga á baki er ervitt. “Að berjast móti birstum bi! og bera af ægisdætrum” er ervitt. Að vera “hundrennandi votur” dag eftir dag og viku eftir viku er hart. Að berjast við blindösku byljina sem koma svo oft á íslandi er ægilegt. að berjast við hin erviðu og óblíðu náttúruöfl stælir vöðvana og gerir menn þrautseiga, bæði andlega og !ík- dmlega. Þrautsegir roenn láta ekk- ert hindra sig frá þvl að framkvæma áform sín, nema dauðann. Það er því ekki að undra þó þeir komi ein- hverju í verk. Að lokum vil eg Ieyfa mér að nefna hugprýSi, sem kost í fari íslendir.ga. I fornöld var sagt um þá sem ekki kunnu að hræðast að þeir væru hug- prúðir. Yfirleitt voru forfeður okk- ar hraustr menn — hugprúðir — þcir kunnu ekki að hræðast. Sumir nmnu kannast við söguna um Hjalta htig- prúða. Það yrði oflang mál að segja hana hér í kvöld; en þegar maður rennir huganum til vígvallar, eins og nú er ástatt, getur manni ekki dulist að margir eru þar, Iandar okkar, likir Hjalta hugprúða. Hugprýðin ein- kennir Islendinga að fornu og nýju. Þá er að minnast á lestina næst. um J)á má eg ekki vera mjög fjol- orður. Það hefir oft verið sagt um fslend- inga að þeir væru tortrygnir. Fitt- hvað mun satt i þvt og er þá tortrygn- in eitt sem virðist emkenna þá sem þjóð. Ef einhver hefir sagt eða gert eitihvað, siin álitið hefir verið nýtt og sem menn hafa ekki skilið full- komlega í hráðina, þá hefir einhver spurt: Hvað skyldi hann eiginlega meina, að taka sig svona út úr? Gaman væri að vita hvað nú er um að vera. Já, líklega ætlar hann karl- inn að græða á því ? Og svarið hefir verið, mjög oft: Það er enginn efi á því, að hann ætlar að maka krókinn á einhvern hátt. Eitt er vist og það er það að honum hefir ekki gengiö gott til, Að ætla mönnum ílt fremur en goit, hefir verið reglan, Fyrir nokkuð mörgum árum síðan lásdm við i sambandi við lýsingu á vissum fé- lagsskap, að þeir sem tilheyrðu þeim féiagsskap hefðu verið svo sannir Is- lendingar, að þeir hefðu adrei getað setið á sárshöfði hverjir við aðra Auðvitað gat fleira borið til þess en tortrygnin ein, til dæmis, öfundssýki maður má ekki segja illgirni; en hvað sem 'því líður þá er lýsingin á með- Iimunum í Þorbrandsstaðahreppnum nokkuð sláandi og ekki fjarri sanni Þá er: öfundsýkin, býsna algcngt Unkenni meðal íslendinga. Scrstak- iega kemur það fram viö }>á, sem rricrm álíta af lágum stigum, jregar sT.kir menn reyna að “komast áfram” sem kallað er, eitthvað lengra en al- ment gerist. Þá er gamla ópið end- urtekið: “Grípi nú allir fimm fingr- um í rass bónda.” “Og svei hvað skyldi hann (eða húnj vera að trana sér fram? Þetta er sonur hans Jóns í kotinu, þykir þér hann ætla að verða á buxum drengtetrið? Eg hefi heyrt að hann ætli sér að verða ‘studiosus’ og seinan kannske—.ja, eg veit ekki hvað—máske læknir, hálærður. — Skárra er það nú. Heldurðu ekki að J>að væri eins fallegt fyrir hann að vera heima, hlynna að kotinu og verða svo bara bóndaræfill eins og faðir hans og afi og það slekti, sem við þekkjum svo vel?” “Jú, eg held j>að nú kannske. Við skulum gjöra honum alt til bölvunar, sem við getum. Hann skal svei mér ekki eiga upp á pallborðið eins lengi og við megum ráða.” Eg má ekki vera margorður, en eg leyfi mér að segja að viðfeldnara v'æri að hjálpa slíku fólki áfram, og þannig leggja skerf til framsóknar þjóðarinnar, heldur en að gjöra þeim alt til bölvunar, sem mönnum getur hugsast. Þá skal næst talin: Óorðheldni. Forfeður okkar stóðu við orð og eiða. Þeir voru ekki óorðheldnir. Það er því ekki að fornu, heldur að nýju, sem íslendingar gjörast óorðheldnir. Eg á bágt með að trúa því að íslend- ingar séu þannig breyttir í seinni tíð: en maður heyrir ]>etta svo víða að, að maður neyðist til að trúa því; því “sjaldan lýgur almennings rómur”. Eg á hér við íslendinga vestan hafs. Eg skal ekkert segja um Islendinga heima á Fróni t þessu efni. Það liggur mjög nærri að geta sér til að íslendingar hafi drukkið í sig þessa óorðheldni úr aðal ]>jóðlífinu vestan hafs. Óorðheldnin er ljótur löstur, sem sýrir og sýkir viðskiftalífið svo að það verður í mesta máta ömurlegí og óviðráðanlegt. Engum er hægt að trúa fyllilega, ekki hægt að reiða sig á neitt. Þá skal nefna: Kjarkleysi, sérstak- lega til stórræða. Þetta virðist samt vera að lagast í seinni tíð. Mætti hér benda á: Eimskipafélag íslands, sem dæmi um kjark íslendinga í seinni tíð. Ekki skal eg segja hvaðan alda sú er runnin; en ekki mundi mér koma á óv'art þó einhver hvíslaði að mér: Vestmenn áttu töluverðán þátt í þeirri lofsverðu hreyfingu. Já, lofs- vert er fyrirtækið og myndarlegt. Látum landa okkar ráðast í fleiri slík fyrirtæki. Kjarkleysið, því miður, einkennir okkur íslendinga býsna al- ment. Við megum ekki vera mjög kjarklausir; ef við viljum verða rík- ir, þá verður við að voga einhverju. Allir þeir landar okkar sem nú eru eða hafa verið velmegandi, hafa vog- að talsverðu. Til þess að verða ríkir á stuttum tíma verður við að voga einhv'erju; en það álít eg réttast að sjá um að verða ríkur svo “snemma” að maður geti notið þess sjálfur. — Ekki að líkjast maurapúkanum á neinn hátt. Það er kjarkleysi sem hcfir valdið því að jafnvel í þessu landi hafa býsna margir landar okkar verið seinir að breyta til í ýmsum efn- um. Þeir hafa slitið sér út við “orfið”, í stað þess að voga að fá sér sláttuvél. Þeir hafa í fleiri ár borið saman heyið á renglum, og út- þvælt sér þannig sjálfum, í stað þess að reyna—voga—að nota uxa eða hesta til sliks. Þetta á sér nú lík- lega ekki stað lengur vestan hafs, er; lengi brast menn kjarkinn til ]>ess að breyta til. Margir hafa vogað tals- verðu á mentasviðinu, en miklu fleiri, sem höfðu sama tækifæri og hinir, voguðu engu. Kjarkinn brast. Fá- einir hafa vógað sér út á “verzlunar hála svellið” og farnast vel. Margii aðrir hefðu getað fetað í þeirra fót- spor, en hafa aldrei v'ogað ]>að og þessvegná “aldrei farnast” öðruvisi en að höggva altaf i sama farið. Svo er ein hlið á málinu enn, sem vert er að athuga. Eg heyrði hérna um daginn mjög góða og kjarnyfta ræðu um siðferð islegt kjarkleysi. íslendingur flutti ræðuna og ávarpaði íslendinga. Mað- urinn hélt því fram að íslendingar væru margir hverjir siðferðislega kjarklausir, að þoir þyrðu ekki að segja áannleikann ná gjöra rétt, af • ía fyrir ]>ví að með því kynnu þeir að móljga meðbræður sína, sem hefðn aðra Aoðun á málunum. Hann benti á að þessir menn vildu fremur eiga það á hættu að móðga guð almáttug- an með því, að segja ósatt eða g'"ra. rangt heldur en að móðga einhvern þessara stórbokkalegu náunga í mann- heimi. Hann sagði víst eitthv'að á þá leið að menn hneigðu sig fyrir hundaþúfunni en fyrirlitu fjallið. Þetta var fallega sagt; en eg þarf ekki að verja þessa skoðun; það gera prestarnir. Eg vil aðeins segja. Okkur er illa farið ef við, yfirleitt, þorum ekki að segja satt né gjöra rétt, af hræðslu við einhverja stór- bokka, sem hafa tilhneigingu til þess að stinga okkur í vasa sinn. Þá mætti nefna: Fákccnsku. Eg' hefi oft fundið til þess sjálfur hvað bágt eg á með að halda uppi samtali við ókenda menn, sem eg hefi mætt á mannamótum og annars staðar. Það virðist ekkert vera sameiginlegt með mér og þeim. Ekkert? Það er nú nokkuð mikið sagt. Réttara væri að segia að það væri einkennilega fátt sameiginlegt með þeim og mér. Eg hefi ekki lag á að tala um neitt nema það sem eg veit eitthvað um. Eg hefi fremur sorglega reynslu í þvi efni að margir bændur eru miklu bet- ur að sér en eg. Það er ekki til neins að leyna því. — Þeir geta haldið býsna góðar ræður um það, sem eg v'eit býsna lítið um—kannske ekki neitt—á sumum sviðum. Ætlast mætti nú til að eg vissi meira en sumir aðrir i ýmsum efnum; en það er ekki því að heilsa nema í einstöku tilfellum. Það er ógeðfelt að tala um sjálfan sig, en af því eg er ís- lendingur og vegna þess að eg er að líkindum ekki algjörð ‘undantekning’, tók eg mig sjálfan til dæmis. Hvað er svo að? Er þessi fákænska sama sem fávizka? Ékki held eg það sé beiniínis; en svo mun vera að parti. íslendingar eru ekki fjölfróðir menn. Það stafar af því að þeir eru ekki verkfróðir menn og svo verður að bæta því við að þeir eru ekki félags- fróðir menn, ef svo mætti að orði komast, að undanteknum fáeinum körlum og konum. Að íslendingar séu ekki verkfróðir munu flestir héi innan Veggja samþykkja viljugir. Verkfræðin var ekki mjög margbrot- in heima á gamla landinu, segjum upp til dala eða út með fjörðum jafnvel þegar eg man eftir. Það er ekki von að þeir hafi lært mikla “vélfræði” eða verkfræði síðan þeir komu ti! þessa lands. Það hefir verið svo margt að læra á sama tíma. Yfirleitt eru því Islendingár fáfróðir verklega og geta ekki talað um slík efni af neinu viti; en það er einmitt það, sem hérlendir meiin vilja tala um og geta talað um skemtilega og greinilega í mörgum tilfellum, og verklega svíðið er býsna viðáttumikið í þessu landi. Á því sviði verð eg að mestu leyti að sitja hjá og hlusta á. Það er samt nokkuð annað, sem gjörir enn stærra stryk í reikninginn og það einmití kalla eg fákænsku. Eg hefi tekið eftir því að þar sem fólk kemur sam- an sérstaklega til að skemta sér, inn- lent fólk sem kallað er, þá halda karlar ok konur þar langar hróka- ræður—um, að mér virðist, ekki neitt og hafa góða skemtun af. Það get eg ekki, og svo er um marga aðra íslendinga. Við íslendingar erum ekki nógu kænir til þess að halda uppi fjörugum samræðum um ekki neitt. Sú kænska v'irðist nú samt nauðsyn- leg í félagslífinu, því, sá sem ekk: tekur þátt í samtali í samkvæmum er álitinn fávitur fáráðlingur, hvað men'taður og vitur sem hann kann að vera. Innlendum mönnum er nokkur vorkunn, þó ]>eir fái þessa hugmynd um þessa fáræninga. Hvernig eiga þeir að vita hvað í þeim býr, ef þeir sega varla nokkurt orð. Þessi ræðú- höld um lítið efni lærast víst i félags- lífinu. En hvernig er félagslífi ís- lendinga farið? Eg man ekki eftir neinu félagslífi þar sem eg ólst upp, ekki því sem gæti eiginlega heitið því nafni. Þegar við strákarnir fórum á aðra bæi, þá reyndum við með öllu móti að fá tækifæri til þess að fljúg- ast á við hina strákana. Við töluðum sjaldan mikið um það. Við bara rukum á hina og ef eitthvað kom fyrir sem okkur ekki líkaði þá töluð- um við Ijótt. Sv'o þegar við vorum búnir að detta nokkrum sinnum, og ná okkur niðri á ('stundum) nágrönn- um okkar, þá fórnm við heim aftur. Þetta getur vara kallast félagsskap- ur. Jú, það var ein félagsskapartil- raun, sem eg tók eftir, nefnilega: “dansinn” eða “hoppið”, eins og gamla fólkið kallaði það. Til þess að “dansa” urðu karlar og konur að koma saman og var þá “masað” eitt- hvað; en slikt kom ekki fyrir nema helzt á hátíðum og tillidögum. Um félagsskap heyrði eg aldrei talað. Félög þau sem eg heyrði nefnd voru ýmist í Reykjavík eða i útlöndum. Eg held við séum fárænir og fákænit vegna þess að við höfum aldrei verið í verulegum félagsskap. Við höfun. ekki, sumir hverjir, lært enn sem komið er að tala létt og fjörugt um almenn málefni. Auðvitað eru und- antckningar miklar; þvi kirkjulegur félagsskapur, Goodtemplara félags- skapur og jafnvel stjórnmála félags- skapur hefir kent mönnum talsvert \ þessu efni. En, athugavert er að fjöl- margir Islendingar vestan hafs “standa utan” við allar þéSsar félags- deildir og eiginlega utan við allan félagsskap og eru því börn í þeirn sökum. Þá er að athuga: Stœrilœtið. Okk- ur íslendingum hættir við að finna nokkuð mikið til okkar. Drambið ei vist arfur frá víkingunum forfeðrun; okkar. Þeir voru stórbokkar og svo eruir við margir hverjir enn. Sumir íslendingar halda því fram að ís- land sé ekki aðeins fegurra en nokkurt annað land í heimi, heldur líka björgulegasta landið á hnettin- um. Slíkt er þó nokkuð mikið sagt. AB vísu er landið skínandi fallegt að sjá það af sjó utan í sólskini; en gangi maður um Ódáðahraun og skoði það nakvæmlega, ætti maður að sannfærast um að “ekki er alt sem sýnist”. Að “landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar” viðurkennir maður; en fleiri lönd eru fögur og fríð’ því má ekki gleyma. Eg skal viðurkenna að ísland er mjög björgulegt land þegar tíðin er góð; en tíðin er ekki góð nema stujidum á þvi landi. Þegar tíðin er svo vond að allar bjargir sýnast bannaðar, þá fer að þrengjast um bjargræðið. Að halda landinu fram til jafns við önn- ur lönd að fegurð og hagsæld væri má>-ke að einhverju levti sanngjarnt. Lengra ætti maður ekki að ganga í ]>ví efni. “íslendingar standa öllum öðrum þjóðum framar á mentasvið- inu“ segja föðurlandsvinirnir stund- um Þegar tekið er tillit til þess hvað þjóðin er fámenn, þá virðist sem þetta >sé ekki of sagt. Nú á seinni tíð úir og grúir af lærðum mönnum og ment- uðum heima á gamla landinu. Þar er víst meir ;• en tylft af mönnum sem teljast doktorar í heimspeki, fyrir utan alla aðra mentamenn, “æðri” og “lægri”. Slíkt gerir námfýsin að verkum. Sumir halda því fram að íslendingar séu rneiri atgerfismenn bæði líkamlega og andlega en nokkr- ir aðrir menn. Látum okkur halda þeim til jafns við aðra menn. Meira er ekki sanngjarnt. AS íslendingar hafi meira siðferðisþrek en aðrir menn jafnmargir, er- vafasamt; en til jafns við aðra menn getum við haldið þeim í þeim efnum ófeimnir. Við íslendingar ættum að láta svo sem við stæðum öðrum jafnfætis á ýmsum sviðum mannlífsins, en ekki að gefa í skyn að við séum vissir un; að v’ið stöndum öllum öðrum þjóðum framar á öllum sviðum. Það liggur víst í blóði okkar að vera raupsamir. F,g man það nú að eg sagði í byrjun máls míns í kveld, að cg hefði verið að hugsa um hvað eg ætti að tala um. Svo taldi eg upp ýmislegt, og gaf þannig í skyn að eg gæti svo sem talað um hvaða málefni sem væri; en ekki er nú því að fagna Svona kom eg upp um sjálfan mig. — Eg man eftir ritdóm um kvæði Þ. Þ. Þ., þar sem höfundur greinarinn- ar er að skýia fyrir Þ. Þ. Þ. hvernig hann eigi að hugsa Jtegar hann sé að setjj. saman bögur sinar. Ritdómar- inn sem hér er átt við er víst lélegt skáld, en vegna þess að hann hafði “bein að bíta” við skáldið þá hikaði hann ekki við að sýna almenningi að hann v'issi nokkuð mikið meira en þeir, sem menn kölluðu skáld. Það var líka hérna um daginn að íslend- ingur komst þannig að orði: Að “sínar beztu ritgerðir’’ hefðu komið út þar sem hann tiltök. Hvorugur þessara manna hefir líklega meint að sýna stórmensku í framkomu sinni; en stærilætið er svo ríkt í eðlinu að við verðum óafvitandi að athlægi vitrari manna og jafnvel gárunga. Er þá tilvinnandi að reyna að vera íslendingur eins lengi og maður get- ur? TÞað er auðvitað aðeins tima- spursmál). Svarið . virðist mér vera bæði já og nei. Að svo miklu leyti sem við erum námfúsir, drenglyndir, göfuglyndir, ^aPP?jarn*r. þrautseigir og hugprúð- ir, þá eigum við sannarlega að vera Isleadingar eins lengi og unt er. Slík þjóðareinkenni eru þess virði að flytia þau inn í þá ]>jóðarheild, sem v'ið fyr eða siðar hljótum að samein- ast. Á8 svo milku Ieyti sem við erum tortrygnir, öfundsjúkir, óorðheldnir, kjarklausir, fákænir og stærilátir mætti svarið vera: nei. Ef það er rétt álitið að slíkir lestir eða veik- leikar loði v;ð okkur enn sem íslend- ing þá ættum við að losa okkur við slíkt sem fyrst. En eigum við að reyna að læra málið, Islen/ku ? Já, og við ættum að læra það vel. Málið er lykill að bókmentum vorum, sem innifela fjársjóðu þá sem uppi munu halda heiðri þjóðarinnar um ókomnar aldir, að svo miklu leyti sem þær verða mentaða heiminum kunnar. Foreldrarnir verða að kenna ís- lenzkuna í hemahúsum. Hérlendir skólar geta aðeins kent eitt mál ve! og það hlýtur að verða Enskan. öðrum málm er ekki að dreifa á al- þýðuskólunum vestanhafs. Nei, íslenzkunni megum við ekki tapa. Það mál ættum við að læra og kunna, og geyma sem dýrgrip um ó- komnar aldir: “Ástkæra, ilhýra málið rem öllu er fegra.J. E. SORGIR Kona nokkur í Chicago, sem Maria Palany heitir á sex börn á aldrinum frá 1 til 9 ára. Hún var ekkja og bláfátæk; hafði hún átt í alls konar basli um dagana, en þráði það eitt að búa börnum sínum bjartari fram- tíð, en hún hafði átt sjálf. Nektin, hungrið, mentunarskortur- inn og allsleysið sýndist henni að hlyti að verða hlutskifti þeirra, me'ð því að krafta hennar þraut til þess að vinna. Tók hún því það ráð að auglýsa í blöðunum að sex efnileg börn væru til boðs hverjum þeim er fóstra vildi. Fjöldi fólks kom til hennar og leizt flestum vel á börnin, því þau voru einkar vel gefin. Voru þau öll tekin í fóstur innan fárra daga. Móðirin kvaddi börn sín eitt eftir annað og má nærri geta tilfinningum hennar og því hversu eyðilegt hefir vfirið heimilið á eftir; en móðurástin er ó- eigingjörn og með þessu móti einu sá hún börnunum borgið. Daginn eftir að börnin fóru kom elzti pilturinn sem Jón heitir heim aftur; sagðist hann heldur vilja vera heima“ hjá mömmu og vera svangur, en v'era annarsstaðar og vera sadd- ur”. En móðir hans fékk hann til þess 'með góðu að fara aftur til fóst- urforeldra sinna. Frá Gimli. “Og sólin hneig og kveldið kom með kyrð og sælu blíða. Og fagur roði reifði fold, sem rauða- gullið fríða.”—Runebefg. Þannig var ástatt að Gimli þann 6 ágúst nú 1917, þegar eg fylgdi fá- einum gestum, sem hér höfðu komið um daginn á járnbrautarstöðina. Þessi dagur var “Civic day” ('borgar- dagur), sem þeir kalla í þessu landi og nota fyrir skemtidag. Hér kom fjöldi fólks að heimsækja Gamal- mennaheimilið og þar á meðal stjórn- arnefndin frá Winnipeg með Dr. Brandson í broddi fylkingar. En einn vantaði samt í þann prúða hóp, sem hefði átt að vera þar, og ekki hefði ónýtt flokkinn, það var séra C. J. Olson prestur hér á Gimli ('skrifari nefndarinnar), hann var norður í Mikley að messa þar, eða gjöra ýms önnur prestverk. Þegar nefndin gekk með jöf,rFum fetum tignarlega inn í skrautsalinn, sem við köllum hér, til að halda fund sinn, datt mér í hug, það sem sagt var um guðina í gamla flaga, þegar vandamál bar að hönd- Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum um: “Þá settust regin öll á rökstóla”. En hvað gjörðist þar fyrir luktum dyrum veit eg ekki. — Sem sagt, kom hér þenna dag mikill fjöldi fólks að sjá heimilið og vini sína. Þar á meðal v'ar Mr. Arnór Árnason, sem eitt sinn kallaði heimilið hér eða stofnunina í mjög góðri grein er hann skrifaði: “Óskabarn fólksins”. Mr. Árnason er gamall gullhreinsari frá Chicago. 1 sjálfum sér segir hann að sé mikið meira grjót en gull, en svo er hann sjálfur til frásagnar um það eins og allir gullhreinsarar. Hér kom einnig Mr. Ólafur Thorlacius frá Dolly Bay P.O., mikill áhugamaður fyrir öllum kirkjumálum, stjórnmál- um og “stríðinu”. Vanalega geymir maður alt það bezta þar til seinast. Hér kom einnig margt af kvenfólki langt og skamt að, og allar komu þær með eitthvað gott, til að hressa og gleðja gamla fólkið, þar á meðal 3 konur frá Glenboro. Varð eg að fylgja þeim á járnbrautarstöðina lítið áður en hæfilegur tími var kominn, því þær voru svo áhyggjufullar og kviðnar yfir því að missa af lestinni, því þær áttu menn hejma, sem voru nú einir að berjast við búskapinn og húshaldið. Eg gat sannarlega ekki láð þeim það þó þær langaði heim, heldur skoðaði eg það eins og hverja aðra stórdygð. Því oft hefi eg sagt giftum mönnum það: að hörmulegri sjón vildi eg helzt ekki þurfa að sjá, en þá að þeir væru konulausir að sjá um heimilið. Og hefi eg oft vorkent þeim, en glaðst undir niðri yfir þeirri dygð, sem þá kemur í ljós hjá þeim, því þó mennirnir kunni stundum í gletni og striði að afneita þeim, segir þó innri tilfinning alt annað. — Á svona helgidögum, þegar C.P.R. lýkur upp náðardyrunum, koma hér oft menn frá ýmsum stöðum: Víðar og víðar um heim. Víst yrði um of að skýra frá þeim. Gimli 7. ágúst 1917. orðinn mjög vel stæður maður, hefir mikið og gott bú og víst tvö eða þrjú lönd ef ekki meira. Þau hjón eru mestu heiðursmena og vel látinn af öllum nágrönnum sínum, sem bezt lýsti sér í því, að einn góðan veður- dag veittu þeir honum, fjölda margir, heiðurs-heimsókn og slóu þar upp C gætri veizlu, ýmsir héldu þar snjall- ar of laglegar tölur til lofs og þakk- lætis við þau hjón. Líka færðu þeir þeim að gjöf mjög vandaða stunda- klukku, fátta daga verký. Þessir töl- uðu, sem eg man eftir: Grímur Laxdal, sem stýrði samkomunni, Wil- helm Paulson, Þorlákur Björnsson. Jón Thorlacíus, Jónas Samson og að siðustu húsbóndinn sjálfur, Sigurður sem færði mönnum innilcgar þakkir fyrir heimsóknina og vinahótin öll. Fleiri hafa maske talað þó eg muni ekki að tilgreina þá. Samsæti þetta var hið myndarlegasta og skemtileg- asta, síðan fór hver heim til sín á- nægður að sjá og glaður í anda. Þá er að minnast á sveitina hvern- ig hún kom mér fyrir sjónir, og er það í einu orði sagt að mér leist hið bezta a hana. En auðvitað brestur mig kunnugleika til að lýsa henni ná- kv'æmlega, þó eg dveldi þar þenna stutta tíma. Plássið er að mínu á- liti ljómandi fagurt og gagnauðugt að sjá. Sem fyr segir er bygð Islend- inga milli 50 og 60 mílur á lengd og sumstaðar um 18 mílur á breidd. Er hún því víst langstærsta íslenzk bygð her.vestra. Land er þar alt sem eg sá smá-öldumyndað en hvergi mar- flatt. Er þar því víða mjög fagurc útsýni. Að austan eru víða dálitlar skógarblakkir af smáum “Poplar”. Er þar því gott skjól fyrir gripi á vetrum, en aftur er ekki eins mikið viðsýni eins og í vesturparti bygðar- innar, því þar er að' mestu skóglaust, eru því sumir bændur þar farnir að planta skóg í kringum bústaði sína. Vestur parturinn liggur með fram all- I. Briem. Ferð mín til Vatnabygða í Sask. Jafnvel þó eg hafi ekki hingað til lagt í vana minn að skrifa langar ferðasögur, þó eg brigði mér út úr bænum, get eg í þetta sinn ekki með öllu leitt hjá mér að láta í ljósi skoð- un mína um það hvernig mér kom fyrir sjónir land og lýður þar vestra í fyrsta sinni er eg kom þangað, og eins hvaða viðtökum eg mætti þar hjá löndum mínum. En ekki þurfa menr; að búast við að saga mín verði eins fróðleg eða eins ítarleg og nákvæm- lega sögð, sem saga nafna míns Sig- urðar Ingjaldssonar, enda er mír. saga talsvert efnisminin og þar af leiðandi styttri. Saga mín byrjar þá þar sem eg að kveldi þess 5. júlí nær kl. 12, lagði af stað af C.P.R. stöðinni með eimlest- inni sem gengur til Edmonton í Al- berta. Ferðin gekk fljótt og vel og komum vér til Leslie um miðjan dag daginn eftir, og er sú vegalengd un; 350 mílur. Þar fór eg af lestinni, eins og eg hafði ætla6 mér, þvi eg hafði ásett mér að finna fyrstan að máli fornvin minn sem þar býr, herra Wilhelm H. Pálsson þingmann bygð- arinnar. Mér hepnaðist fljótt að ná fundi hans og eins og eg hafði átt von á, tók hann mér með opnum vin- arörmum og bauð mér að hafa þar aðsetur mitt og álíta þar heimili mitt meðan eg dv'eldi þar á slóðum, hvað eg þáði með beztu þökkum. Síðan—' eftir að hafa kastað ferðamæðmni þar—fór eg að ferðast fram og aftur úm sveitina, sem er á milli 50 og 6Ó mílur á Iengd og flutti bæði hr. Páls- son og fleiri mig í bifreið sinni hvert sem eg vildi fara, því nálega allii bændur og bæjarbúar þar eiga bifreið. Eg hitti þar fjölda mesta af gömlum kunningjum, sem allir tóku mér me'ð opnum örmum vinsemdar og velvilja, og jafnvel hinir sem eg hafði aldre: fyr kynst, sýndu mér hina mestu alúð og vinahót og get eg ekki tilgreint þá sérstaklega, því það yrði of lang- ur nafnalsti fyrir eina stutta blaða grein. Eg var staddur þar á tveimur sveitasýningum, bæði að Foam Lake og Wynyard; voru sýndar mjög fallegar skepnur af ýmsu tagi ásamt haúnyrðum kvenna, sem mér virtust prýðilega gerðar. Á báðum þessum stöðum var mesti fjöldi fólks saman- komin og hvergi hefi eg séð slíkan fjölda af bifreiðurrí saman komin á einum stað, sem þar, sérstaklega í Wynyard. Enn fremur var eg staddur á sam- komu einni á bóndabýli einu ekki all- langt fyrir norðan Leslie. Býr þar Sigurður bóndi Stefánsson. Þekti eg foreldra hans heima á Islandi áður en eg flutti vestur. Voru þau úr minni sveit og man eg eftir honum þá sem Iitlum dreng. Hann er kominn hing- að vestut fyrir nokkuð löngu, en hafði verið á sífeldum hrakningi þar til hann kom í þetta bygðarlag fyrir fáum ár- um og náði þar í land, var hann þá að kalla mátti félaus, en nú er hann stóru vatni og prýðir það mikið út- sýnið. Járnbraut rennur eftir endi- langri bygðinni, og eru allstaðar vagnstöðvar með 8 til 9 mílna milli bili. Er því hvergi langt til markað- ar, því — eins og menn vita — mynd- ast við hverja stöð þorp eða smá kauptún, með korngeymsluhúsum ('Elevators) og sölubúðum. Hvergi sá eg land, sem ekki er vil brúklegt til einhvers: akuryrkju, heyskapar eða hagabeitar, ! og yfir það heila tekið mun landið vera mjög frjótt og gott. Bændur þar hafa allir blandaðan bú- skap, sem kallað er, og hafa sumir fjölda gripa af öllu tægi. Um einn bónda heyrði eg getið, sem hefði vana- lega um þrjú hundruð nautgripi og uiú tvö hundruð hross, ]>ví sunúr þar ala upp hross bara til að selja. Það sem við kemur fólkinu, leist mér það sérlega vel ánægt og vongott með framtíðina, enda ríkir þar vissulega velsæld og velmegun yfir höfuð,* og er stór furða hvað bygð sú er komin vel á veg, jafn ung sem hún er. Ekki nema 8 ár síðan járnbraut rann þar í gegn. En þess ber að geta að sum- ir munu hafa komið þangað með tals verð efni. Einkum þeir er komu úr eldri nýlendunum. En aftur komu margir svo að segja félausir, sem nú eru komnir í góð efni. Og allir munu hafa komið með talsverða reynslu og verklega þekkingu, sem er margr-* peninga virði. og dug og kjark hefir þá ekki brostið. Með trausti á guð, mátt sinn og megin, ásamt frjósemt og gæði landsins. Húsakynni bænda eru alment orð- in í bezta lagi, bæði íveruhús og gripa- hús. Viða eru og komnar mjög stór- ar og vandaðar hlöður, en fyrstu hí- býlin eru nú notuð fyrir fuglabúr og ruslakistur. Vegir mega heita þar góðir i samanburði við víða annars- staðar og óðum verið að endurbæta þá, enda er fremur auðvelt að gera þar góða vegi. Bygð þessi hin fagra, má heita al- íslenzk. Þjví þótt fáeinir annara þjóðamenn kunni að vera á stangli innan um, þá gætir þess mjög lítið, því Islendingar hafa þar alt vald í sinum höndum. Þeir eiga og reka flest allar verzlanir í bæjunum. Þeir hafa íslenzkan þingmann, íslenzkan prest, íslenzkan lækni og yfirráð í öllum sveita- og bæjarstjórnum og em- bættum. Þann 31. júlí sneri eg heimleiðis aftur, í samfylgd með hr. W. H. Paul- son, sem átti leið hingað til bæjarins, og kom eg heim til mín næsta morgun mjög ánægður yfir ferðinni og sér- lega þakklátur í huga til allra minna heiðruðu landa þar vestra við vötnin, fyrir meðferð á mér og alla þá alúð er J>eir auðsýndu mér þann stutta tima er eg dvaldi meðal þeirra. Eg árna þeim svo allra heilla í bráð og lengd. Um leið og eg skildi við sveitina datt mér í hug staka þessi: Þessa mætu blómabygð bið eg guð að stoða;' hún sé ætíð yfirskygð auðnusólarroða. Winnipeg 7. ágúst 1917. S. J. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.