Lögberg - 29.08.1917, Page 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞÁ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Þetta auglýsinga-pláss
er til sölu
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 29. AGÚST 1917
NÚMER ■Xr-2
HERSKYLDA LÖGLEIDD I CANADA.
---- 'S'_________________
Þegar blaöiS er svo aS segja prent-
aö koma þær fréttir að herskyldu-
lögin hafi verið undirrituS í gær af
ríkisstjóranum, annars var ákveöiS
eftir frétt, sem höfö var eftir
Bbrden sjálfum aö þaö yröi ekki
gert fyr en i kveld.
Ríkisstjórinn var ekki heima og
átti því Duff dómari aö undirrita
lögin í fjarveru hans, sem aöstoöar
ríkisstjóri, en á elleftu stundu haföi
verið tekin sú aöferö aö senda lögin
til Toronto, þar sem ríkisstjórinn
var, til þess aö hann gæti sjálfur
undirskrifað þau. Hefir þaö
víst þótt óviðurkvæmilegt aö lögin
væru hvorki undirskrifuð af ríkis-
stjóranum sjálfum né hinum rétta
vararíkisstjóra, Sir Charles Fits-
patrich, sem er einnig fjarverandi á
sumarbústað sínum í St. Lawrence.
Duff dómari undirritaði lögin í gær
í efri málstofunni, en vafasamt þótti
hvort það væri löglegt að hann rit-
aði undir í nafni konungsins. Var
Þangaö til í dag hefir mönnum
Verið nokkurn veginn frjálst að ræöa
um herskyldumálið. Þaö hefir verið
til umræðu i þingi landsins og í blöö-
um, þótt það hafi þar verið rætt svo
að segja á einn veg.
Aðalágreiningsatriðið hefir verið
það að Laurier og yfir höfuð allir
sannir fjálslyndir menn hafa krafist
þess að fólkinu gæfist kostur á að
greiða atkvæði um málið. Þeir hafa
haldið því fram að þetta væri mál,
sem alla varðaði og enginn flokklir
eða flokksbrot ættu að leiða til lykta.
Afturhaldsmenn og þeir svokölluðu
frjálslyndu sem þeim fylgja, vildu
þar á móti gera herskyldu að lögum
án þjóðaratkvæðis og hafa þeir orðið
hlutskarpari með því að þeir höfðu
fleiri sín megin í þinginu og voru
lögin sett í gegn um það með atkvæða -
magni. Þannig þó að t. d. sömu
mennirnir voru látnir greiða atkvæði
með því tvisvar, fyrst í neðri deild
og síöan skipaðir í þá efri til þess að
geta notað þar atkvæði sitt aftur.
“Lögberg” hefir fylgt þeim að tnál-
um, sem töldu sjálfsagt að levfa
þjóðinni atkvæði um lögin; hefir það
blað reynt að berjast eftir mætti með
fólkinu og móti hinum, er hrifsa Vildv.
völdin og fyrirlíta þjóðina. Seinni
tímar sýna það hvort hér hefir ekki
verið barist fyrir réttu máli og sann-
gjörnu.
“Lögberg” hefir verið að birta
ræðu eftir Sir Wilfrid Laurier, er
hann flutti um þetta mál, en nú verð-
ur því hætt, ræðan er á móti her-
skyldulögunum og eitt ákvæði þéirra
er það að ekkert má segja eða skrifa
á móti þeim. Undir þetta verða öll
blöð að beygja sig, og því að sliðra
sverðin upp frá þessum degi og þegja
Þjóðin verður hér eftir að styðjast
við það, sem hingað til hefir verið
sagt á báðar hliðar og dæma sjálf
um það, hver blöðin hafi verið henni
holl og hver ekki.
Þetta er seinasta blað “Lögbergs”
sem minnist á herskyldumálið. Hvert
blað, sem á móti þeim lögum mæilr
verður gert upptækt og hver maðut
sem það gerir settur í fangelsi.
Vér þurfum ekki aö lýsa skoðun
vorrí á málinu, hún er öllum kunn,
en vér viljum vara alla góða íslend-
inga við því að andæfa lögunum og
stofna sér og sínum þannig i hættu.
Með því er ekkert unnið og þögnin
eða fangelsið eru það eina sem þeir
hafa nú um að velja hér eftir, sem
ekki telja lögin heppileg eða sann-
gjörn.
Vér viljum alls ekki og ætlum ekki
að stofna oss né eigendum blaðsins
í neina hættu með því að minnast á
þetta mál hér eftir; það væri tilgangs-
laus heimska, en vér munum óhikað
andmæla þeim Pilatusar og Herodes-
ar samtökum, sem hér í landi eiga
sér stað í því skyni að ræna fólkið
þeim rétti að rnega kjósa sér stjórn
og fulltrúa í stað þess að fáeinir
valdafíknir auðmenn taki alt í sínar
hendur að fólkinu fornspurðu.
Það að nokkrir afturhaldsmenn
gangi í satnband við nokkra svo-
kallaða frjálslynda menn með al-
veldis og einveldis stefnu eins og nú
á sér stað er svartasti bletturinn i
allri Canada-sögunni af sama tagi,
sem v'ér munum eftir.
Eina ráðið nú fyrir fólkið er það
að þegja, að því er herskylduna
snertir, en vinna á tnóti því leynt og
ljóst, seint og snemnia að samsteypu-
stjórn komist á. Þjóðin á að kjósa
alla sína fulltrúa og líða ekkert annað
Þjóðin á að fylkja sér einhuga með
þeim manni, sem henni hefir reynst
mestur maðurinn og ærlegastur — Sir
Wilfrid Laurier, og þótt öll eða flest
blöð séu snúinn gegn þjóðinni og í
höndum áuðvalds og kúgunar, eins
og á sér stað hér í Winnipeg um þetta
leyti, þá er það áríðandi að láta ekki
blekkjast.
Blöðin í YVinnipeg glamra um þjóð-
frelsi og þjóðstjórn; þau segja að
því búið til annað eintak af lögunum,
ntaður sendur með þau til ríkisstjór-
ans og hann látinn undirrita þau og
maðurinn fór með þau aftur til
Ottawa í gærkveldi, en kom þangað
með þau í dag og verða lögin sam-
þykt að síðustu í efri málstofunni
dag kl. 4 e. h.
Herskyldulögin koma því í gildi kl.
fjögur í dag.
Talið er þó víst að almenn yfir-
lýsing verði gerð frá stjórninni um
þær hegningar, sem við brotum eru
lagðar, áður en þeim verði framfylgt
og þess vegna koma þau að likindum
ekki í framkvæmd í nokkra daga enn.
Samt sem áður er það sjálfsagt fyr-
ir alla að hafa það í hyggju að frá
klukkan fjögur í dag má samkvæmt
lögunum banna allar ræður og öll
rit á móti þeim að viðlögðum þungum
hegningum. Lögin banna ekki að
vera á móti herskylduhugmyndinni,
en hegning liggur við því að eggja
aðra til þess að brjóta eða koma í
bága við þessi sérstöku herskyldulög.
og er hegningin 1-5 ára fangelsi.
fólkið eigi að taka völdin í sinar
hendur, en svo halda þau áfram o<
krefjast þess að fólkið fái ekki að
ganga til kosninga; fái ekki að kjósa
sína eigin fulltrúa. Hverjir eru það
sem þessi blöð kalla fólkið ? Eru
það fáeinir auðmenn, sem skoði þjóð-
ina eins og blinda sauði ? Eða eru
fáeinir harðstjórar, sem hugsa eins
og Lúðvík Frakka konungur sagði.
‘Ríkið, það er eg?’ Blöðin hafa yfir
höfuð brugðist fólkinu og það verð-
ur að fara sinna eigin ferða, án þess
að taka hið minsta tillit til þeirra
blaða, sem þykjast vera málsvarar
fólksins en segjast samt ekki vilja
leyfa því aö greiða atkvæði um mik-
ilsvarðandi mál af því að það muni
fella annan dóm, en eigendum blað-
anna fellur í geð.
Það er vonandi að fólkið minnist
þess þegar til kosninga kemur, hversu
mikið ]iað má treysta ensku blöðun-
um með Kringlótta Ijósið í rófunr.i:
og fara eftir sínum enginn innra og
betra manni,
“Lögberg” sliðrar nú sverðið —
eftir þann bardaga sem um herskyldu-
málið og atkvæða greiðsluna hefír
staðið. Lesendur blaðsins þurfa ekki
að vænta þess að sjá eitt einasta orð
um það mál hér eftir á meðan 'ier-
skyldulögin eru í gildi.
tslendingar eru lögltlýðnir menu;
þeir berjast ærlega og duglega gegn
því að þau lög verði samþykt, sem
þeir telja ranglát, en þegar þau eru
komin- á, þá beygja þeir sig undir þau
þannig að beir hlýða þeim að ölltt
leyti meðan þau Vara, þótt þeir tel.ú
það að sjálfsögðu skyldu sína aö
gera alt leyfilegt og sæmilegt til þess
að breyta þeim lögurn eða afnema
þau, sem þeir telja þjóðinni til ógæfu.
Þetta ltefir ávalt verið stefna allra
ærlegra íslendinga og þess vegna
munum vér fylgja þeirri stefnu nú að
láta lögin í friði meðan þau gilda.
Og vér endurtökum þá aðvörun til
allra tslendinga að stofna sér ekki í
neina hættu, sem af þessum lögum
getur stafað, en hafa það jafn framt
í huga að berjast með öllum ærlegum
vopnum gegn auðvalds- einvalds-
a f turhalds- samsteypu-st j órnarhug-
myndinni.
Fallnir og særðirlandar
1. Oli G. Olason; átti heima að
840 Ingersoll St., fór með 108. her-
deildinni og féll 16. ágúst.
2. G. J. Johnson frá Winnipegosis
fór með 108. deildinni, er særður.
3. W. Sigurðson, Agnes St., fall-
inn.
4. P. Johnson frá Westbourne,
dáinn af sárum.
5. T. S. Sigurðson frá Lundar fór
með 108. deildinni, er særður.
6. G. Thordarson frá Gimli
særður.
7. T. Thorleifson, 486 Williám
Ave., særður.
8. S. Thorwaldson frá Stoney
Hill, særður.
9. O. Johannson, Winnipeg, veik-
ur af gasi.
10. Þórarinn Björnsson rakari frá
Winnipeg, fallinn.
11. W. Stevenson, Selkirk, særður.
12. Sigurbjörn Pálsson, Winnipeg,
sagður særður.
Kelly laus.
Thomas Kelly hefir verið látinn
laus og er hann nú kominn heim til
sín. Ástæðan er sögð sú að hann sá
heilsuveill og þurfi nákvæma hjúkr-
un, hefir því dómsmálastjórinn í
Ottawa leyft honum heimför.
Þetta er einkennileg aðferð; þeg-
ar fátækir menn veikjast hér í fang-
elsinu þá er þeim anna'ðhvort ekk-
ert skevtt eða þeir eru undir hendi
fangelsislæknisins; þar annaðhvort
batnar þeim eða þeir deyja og eru
grafnir sem íangar. Hvernig stcnd-
ur á þvi að ekki er eins farið með
þennan mann'
Islenzki skólinn,
Nýlega var birt í “Lögbergi”
skýrsla yfir próf nemendanna á
íslenzka skólanum. Var mörg-
um forvitni á að sjá hvernig þau
yrðu, því ekki skorti spádóma
um það að prófin mundu skipa
skólanum neðar en í miðju heið-
ursstigans þegar allir samskon-
ar skólar fylkisins væru bornir
saman. En reynslan varð önnur
Prófin eru þegjandi dómar um
það hversu vel sé kent og um
hvers konar skóla sé að ræða.
Harward háskólinn byrjaði
ekki sem nein risastofnun, en
hann er orðinn heimsfrægur nú
Og vegna hvers sérstaklega ?
Einkum vegna þess fyrst og
fremst að hann fékk brátt á sig
það orð að nemendur hans stæðu
sig vel við prófin.
Um námstímann vinnur hver
skóli út af fyrir sig að mestu
leyti; enginn veit hvaða verk er
verið að vinna innan hinna
fjögra veggja stofnananna. En
að vorinu þegar námi vetrarins
er lokið og nemandinn á að sýna
og sanna hvað hann hefir lært
þá kemur það frarri hver árang-
urinn hefir verið.
pá koma saman nemendur
allra skólanna af sama tagi og
verða að standast nákvæmlega
sama próf undir stjórn sömu
dómenda.
pað er með skólana eins og
hermennina. Ekki reynir á
hreysti kappans fyr en á hóhn-
inn er komið, og hólmurinn í
þessu tilfelli er prófsalurinn og
orustu tíminn prófdagarnir.
pað er undir tvennu komið að-
allega hversu vel hermennimir
reynast þegar til orustu kemur
Fyrst og fremst undir því hversu
mikið þrek þeir hafa og dugnað
og í öðru lagi hversu vel þeir
hafa verið æfðir — hversu
snjallir herforingjarnir hafa ver-,
ið meðan þeir voru að búa sveitir1
sínar undir.
Orustan er um garð genginn
í þetta skifti; íslenzka herdeild-
in fór sigri hrósandi af orustu-
velli prófanna.
íslenzku nemendurnir á ís-
lenzka skólanum, æfðir af ís-
lenzkum kennurum hafa sýnt
það 1 ár að þeir þurfa engu að
kvíða sem þennan skóla sækja.
íslenzki skólinn hefir orðið
þjóð vorri til heiðurs og gleði í
ár, þar sem nemendur hans hafa
gengið frá prófborðinu talsvert
hærri en aðrir að meðaltali.
petta er ánægjuefni. pessi unga
þjóðemisstofnun hefir þegar
sýnt það að ekki er nein hætta
fyrir námsfólk vort að sækja
hana, heldur þvert á móti.
pað orð er að komast á að
þeim sé borgið, sem fara á ís-
lenzka skólann og stundi nám
sitt á honum; enda eykst að-
sóknin að honum miklu meira en
hægt var að gera ráð fyrir; sér-
staklega þegar tillit er tekið til
þess að skólinn hóst rétt um það
leyti sem nemendum fækkaði til
muna í öllum skólum vegna
stríðsins, og fjöldamargir nem-
endur hans eru í herklæðum
austur á Frakklandi og Englandi
Hinn góðkunni maður séra
Runólfur Marteinsson hefir ver-
ið stjómandi skólands síðan
hann hófst og er það enn; ljúka
allir upp einum munni með það
að föðurlegri leiðtoga geti æsku-
fólk vort ekki fengið, og er það
eitt hið allra nauðsynlegasta
hverri skólastofnun að yfir-
stjórnandi hennar njóti þar bæði
ástar og virðingar. Vitnisburð-
ur og þakklæti það, sem nem-
endur létu í ljósi til séra Mar-
teinssonar við skólauppsögnina
í vor bar þess ljósan vott hversu
hlýjan blett hann átti í hjörtum
þeirra.
Nú hafa að skólanum komið
tveir nýir kennarar; það er séra
Hjörtur J. Leo og ungfrú por-
stína Jackson, bæði há mentuð
og æfð við kennarastörf.
“Aldrei hefi eg átt betri kenn-
ara en hann Leo,” segja þeir
sem notið hafa fræðslu hans
bæði í Selkirk og á Gimli.
pess má vænta að í haust
byrji margir íslenzkir nemendur
á því námi sem í þessum skóla
er veitt, og er það svo að segja
sjálfsagt að þeir sæki allir ís-
lenzka skólann, eftir þeirri sönn-
un sem fyrir því hefir fengist
að hann búi fólk vort undir próf
Sverðið sliðrað,
CIUU ClIlUllglö CIIIÖ
betur en aðrir samskonar skólar.
Og það er víst, eftir því sem
nemendur þaðan bera skólastjór-
anum orð, að undir lífið býr
þessi skóli íslenzku unglingana
ekki síður en þeir skólar sem
beztir eru.
pað er gleðilegt að sönnun er
fengin fyrir því að þessi stofn-
un ætlar að verða þjóð vorri til
sóma og óefað einn sterkasti
þátturinn þjóðerni voru og
tungu til viðhalds og stuðnings.
Vér væntum þess að hinir
námfúsu íslendingar hlynni svo
að þessari vorri eigin stofnun að
frá henni megi koma þeir menn
er mikið kveði að framvegis og
að sýna megi og benda á með
réttlátu stolti að þessir menn og
þessar konur hafi hlotið mentun
sína á íslenzka skólanum.
Til starffærra manna. --'
Uppskerutíminn stendur vfir. Und-
ir því er framtíð lands og þjóðar að
miklu leyti komin að afurðirnar
verði að sem mestum notum.
Kvartanir koma úr öllum bygðum
þessa lands um þaS að þörf sé á
mönnum til þess að taka þátt í að
bjarga^ uppskerunni og koma henni
i marléaðsvóru.
Fjöldi manna úr bygðunum er far-
inn i striðið og vinnukrafturinn þvi
tilfinnanlega takmarkaður, en í bæj-
unum er ef til vill nokkuð af mönnum
sem losnað gætu og tekist á hendur
bænda vinnu um tíma á meðan mest
er þörfin.
Kaup þaö sem bændur borga nú
mun vera $3.00—$3.50 á dag og fæði.
Þeir sem ekki hafa stöðuga vinnu
hér, sem þeir verða að sinna ættu að
nota þetta tækifæri. Þeir vinna þar
tvent í einu; afla sjálfum sér atvinnu
og taka þátt í velferðarmálum lands-
ins, því engum getur dulist það að
framleiðslan er eitt af því sem allra
mest ríður á nú sem stendur.
t Vatna-bygðum, í Argyle, í Þing-
valla-nýlendunni og víðar er oss sagt
að manneklan sé tilfinnanleg og að
nóg vinna sé fyrir þá er héðan kynnu
að koma.
Margir þeir menn, sem burtu geta
komist frá skriístofustörfum og
vinnufærir eru b- L jiegar farið út á
land í þessu skyni.
Þeir íslendingar sem tnögnlega
geta komið því við ættu að gera það
sama; oss er það áriðandi að ís-
lenzku bændurnir, ekki síður en hinir,
komi uppskeru sinni þannig undan
áður en frost og snjóar hamla, að
hún geti orðið sem bezt markaðsvara.
Til lesenda Lögbergs
Vér höfum tekið upp þá aðferð,
sem aldrei hefir verið höfð fyr i is-
lenzkri blaðamensku svo nokkru nemi
Það er að skifta blaðinu i vissa kafla
Þannig höfum vér einn partinn fyrir
börn og unglinga; “Glaðar Stundir”,
“Sorgir”, “Heilbrigði” “Bita” o. s.
frv., og hefir það áunnið blaðinu
mikla hylli. Vér höfum komist að þvi
og sannfærst um það að þetta fyrir-
komulag fellur fólki vel í geð. Hér
eftir verður þessi flokkun eða niðuj-
röðun í blaðinu gerð yfirgripsmeiri
að þvi leyti að byrjað verður á aö
flokka einnig allar fréttir, bæði inn-
lendar og útlendar.
Eftir því sem vér vitum bezt er
öll alþýða manna hjartanlega ánægð
með blaðið, að því undanskildu að ein-
stöku mönnum finst þar vera of litið
af almennum fréttum. Þær verða því
auknar að mun framvegis.
Bæjarfréttir.
Nöfn gefendanna í Sólskinssjóð-
inn verða auglýstj eftir röð. Fjölda-
nörg nöfn komu í gær og i dag, sem
verða að biða næsta blaðs.
Halldóri Sigurðssyni trésmiði hér
í bænumhefir verið veitt viðbót sú
sem verið er að byggja við King’s
George sjúkrahúsið. Nokkrir aðrir
buðu i verkið, e:s hans boði var tekið;
er það nálega $10,000 verk.
Sesselja ísfeld frá Wynyard kom
norðan frá Selkirk í dag og fer heim
í kveld. Hún hefir dvalið i Selkirk
í tvær vikur.
J. G. Jóhannsson kennari fór út til
Oak River í vikunni sem leið og
kennir þar framvegis; flytur þangaS
bráðlega með konu sína.
12. þ. m. andaðist í Álftavatns-
bygðinni húsfrú Ingibjörg Hallson,
kona Eiríks bónda Hallsonar frá
manni og fimm börnum.
Miss Nina Goodman, sem kom
vestan frá Vatnabygðum fyrir
skömmu biður Lögberg að færa bygð-
arbúum beztu þakkir fyrir góðar við-
tökur og sérstaklega þó þeim hjón-
um Bjarna St’urlaugssyni og konu
hans i Kandahar.
Eirikur H. Bergmann frá Gardar
og F. B. Bergmann sonur hans komu
hingað norður á laugardaginn og
dvelja hér um tima hjá H. A. Berg-
mann lögmanni.
Fjárdráttarmál á þipgi
Ottawaþingið hefir til umræðu
eitthvert stærsta fjárdráttarmál, sem
þar hefir komið upp. C. N. R. félagið
hefir verið einhver þyngsta byrði
þjóðarinnar um langan aldur; hafa
því félagi terið veittar, lánaðar og
gefnar miljónir dala í tugatali hvað
eftir annað.
Nú loksins Ieggur stjórnin það til
að félagið sé styrkt áfram með gif-
urlegum fjárframlögum á þann hátt
að þjóðin kaupi eignir þess og taki
að sér skuldir þess og borgi þvi
$60,000,000 (sextíu miljónir dollara).
En þ að er sýnt og sannað að félagið
er gjaldþrota og á alls ekki neitt.
Með þessu eru allir þeir, sem stjórn-
it>ni fylgja, og fáeinir menn sem þai
hafa svikið f-rjálslynda flokkinn, eins
og t. d. Turriff.
Málinu var þannig komið samþyktu
i ceen um aðra umræðu i gær að
tekið var af þingmönnum málfrelsi
og hnefarétti atkvæðamagns beitt.
Þetta mál er svo samvafið þeirri
uppástungu emstakra manna að vilja
neita fólkinu um kosningar að þjóðin
setur upp stór augu þegar sú saga
verður sögð; hún er bæði flókm,
löng og ljót.
S. D. B. Stephenson ráðsmaður
Heimskringlu er nýlega kominn vest-
an frá Vatnabygð.
}. Adamson lögmaður og þingmannsefni til sambandsþings.
Akveðið þingmannsefni
Adamson heitir sá, er frjálslyndi flokkurinn hefir útnefnt sem þing-
mannsefni sitt fyrir Selkirk kjördæmi. Eins og kunnugt er verða lang-
flestir íslendingár sem i Manitoba búa utan Winnipegbæjar, i þessu kjör-
dæmi. í því er alt Nýja ísland, að Mikley meðtalinni, Selkirk, Lundar-
bygðirnar og Narrowsbygðirnar.
Vér vitum ekki hversu margir kjósendur af íslenzku bergi brotnir eru
innan þessa kjördæmis, en vér vitum það að þeir gcta nálega ráðið þvi
hvér kosinn verður, ef þeir eru samhentir og einhuga og aðrir kjósendur
skiftir.
Vér vitum það lika að i þetta skifti er engin hætta á því að atkvæði
þeirra skjftist svo að noklcru ncmi. Sá maður ;em þar er útncfndur, hefir
sýnt það svo ómótmælanlega að honum má fyllilega treysta svo að tæpast
getur komið til nokkurra mála að menn líti við öðrum í þetta skifti.
Og hvers vegna? í hverju hefir Adamson sýnt einlægni sína? f
hverju er það fólgið að hann á fylgi manan skilið öðrúm fremur? Hvenær
hefir reynt á einlægni hans eða staðfestu?
Þessar spurningar eru eölilegar þegar um mann er að ræða eins og
hér, sem aldrei hefir verið á þingi áður, en svarið er auðvelt, fyrir þá sem
þekkja og kunnugir eru. Framsóknarflokkurinn hefir skifst í tvent; mikill
meiri hluti hans með Sir Wilfrid Laurier í broddi fylkingar hefir haldið
fram þeirri stefnu að fólkið ætti að fá atkvæði um herskyldumálið og kosn-
ingin ætti að fara fram til þess að þjóðinni gæfist kostur á að kjósa full-
trúa sína. Aðrir vildu fyrir hvern mun neita fólkinu um kosninguna og
láta nokkra menn taka völdin án samþykkis þess og mynda þannig það sem
þerr kölluðu “þjóðfulltrúastjórn” JNational Government), sem alls ekki
hefði verið réttnefni með þvi fyrirkomulagi.
Þeir vildu að afturhaldsmenn og framsóknarmenn—aðeins fáeinir
þeirra—ókosnir kæmu saman til þess að leggja þessari samsteypustjórn veg
og koma henni á, og þeir vildu að hún tæki völdin í hendur án þjóðarat-
kvæðis, og svo átti að kalla hana þjóðfulltrúastjórn. Þessir sömu menn
\ í tou lögieiða herskylduna, -*n þess að fólkið fengi að láta skoðun sina í
ljósi á henni með atkvæðum.
Foringjar þeirra manna, sem þannig höfðu vikið frá grundvallarat-
riðum frjálslyadu stefnunnar voru Dafoe ritstjóri “Free Press”, Richard-
son ritstjóri “Trifeunes”, Dr. Clark í Alberta og Turriff þingmaður. Sá
síðastnefdni var flutningsmaö;:r þessara kenninga á flokksþinginu í Winnij-
peg og hefir verið hinn alha ákveðnasti talsmaður þeirra.
Frá sjónarmiöi sannfrjálsra manna er hann að spila öllu í hendur
Siftons, Bordens og annara auðvaldstóla og beitir öllum sinum miklu hæfi-
leikum og víðtæku áhrifum á móti stefnu Lauriers og fólksins.
Turriff þessi cr tengdafaðir Adamsons og hefir ávalt verið með þeim'
hin mesta vinátta. \
/
Til þess þarf ekkert þrek að ganga fram gegn andstæðingum sínum,
þegar þeir eru manni óviðkomandi, en að koma beint og einarðlega fram
móti sínum allra nánustu og leggja út í opinbera, hlífðarlausa baráttu við
þá, það er ekki gert nenu af þeim mönnum, sem bæði liafa hugrckki, ein-
lægni og áhuga fyrir máli sínu.
Þetta gerði Adamson; þegar Turriff hafði haldið sína löngu og miklu
ræðu á móti frelsi fólksins og með ofríkisstefnunni, þá lýsti Adamson þvi
vfir skýrt og skorinort að hann fylg- emöregið og ohikað fólkinu og Laurier
að málum. Hann krefst þess að fólkið fái að ráða, bæði að því er kosn-
ingu fulltrúa sinna snertir og atkvæði um herskyldu.
Þetta mislíkaði hinum háu og voldugu í flokki hans og þeir hafa
gengið í saurugt samband til þess að reyna að koma honum fyrir kattarnef.
Svo kallaðir frjálslyndir menn í Selkirk hafa gengið í samband við aftur-
haldsflokkinn þar í því skyni að vinna á móti Adamson og stefnu han.s.
Hugmyndin er sú að útnefna annan mann, sem báðir geti verið einhuga
um og unnið geti fylgi fólks undir því yfirskyni að hagur þess og heill sé
borin fyrir brjósti.
En vonandi er að kjósendur i Nýja íslandi, Narrows og öðrum bygðum
Islendinga, svo og í Selkirk, sjái þar úlfseyrun útundan sauðargærunni og
láti ekki ginnast.
Vér getum sagt öllum íslendingum það með sanni að Adamson lætur
ekki vefja sér um fingur; snýr ekki hársbreidd frá stefnu sinni og Lauriers,
hversu mikið afl sem sett verður af stað á móti honum.
Sönnunin fyrir þvi að hann er fólksins maður í þessu máli er sú, að
auðvaldið í báðum flokkunum og sá partur beggja flokkanna, sem berst á
móti fólkinu hefir gengið í félag á móti honum. Sönrtunin fyirr þvi að
hann þykir vera hættulegur maður er sú að auðvaldið þaut einmitt Upp til
handa og fóta og sameinaði sig gegn honum, ]>egar hann hafði lýst því
yfir að hann yrði Lauriers maður eða fylgdi stefnu hans hvað sem á móti
kæmi.
Fólkið þarf ekki annað en spyrja: “Fylgir þú Laurier eða ertu á móti
honum?” Sá sem fylgir Laurier fylgir fólkinu, sá sem er á móti honum er
á móti þvi.
Það er ekki líklegt—vér vitum að það er ómögulegt—að íslendingar
snúist gegn Adamson. Hann verður þeirra næsti fulltrúi á sambandsþing.
En minnist þess góðir íslendingar að vera vakandi: Ekkert verður til þess
sparað að leiða yður afvega og villa yður sjónir; gætið þess vel ef lömb
verða send út á meðal yðar til þess að- jarma á móti Laurier og Adamson
1 að fletta upp gærunni og vita hvort ekki sést á úlfshárin. Verið varir um
yöur, því hafi nokkru sinni verið snörur á vegum vorum, þá eru þær nú.
BITAR
“Eg get ekki skilið það frjálslyndi
sem segir að þjóðin myndi fella her-
skyldumálið og þess vegna megi ekki
leyfa henni atkvæði um það.”—
Sidney Fisher.
“Eg get ekki skilið það að til þess
að sigra prússneskan hnefarétt verð-
um vér að innleiða hann hjá oss.”—
Sidney Fisher.
Alþýðufólkið ætti að lesa nöfn
þeirra manna í suður Winnipeg og
ananrsstaðar, sem vilja hafa sam-
steypustjórn. — Nöfnin út af fyrir
sig segja alla söguna.
“Sjálfboðaliðsaðferðin i Canada
hefir alls ekki mishepúast; hún hefir
hepnast framúrskarandi vel”. —
Robert Borden, 29. júní 1917.
1911 sagði Borden, Hanna og fleiri
að hættulegt væri fyrir Canada að
hafa nokkuð saman við Bandaríkin
að sælda. Nú sendir Hanna í sam-
ráði við Borden-til Bandaríkjanna til
þess að fræðast þar.
1911 var Bordenstjómin kosin með
styrk þeirra manna, sem höfðu það
að aðalstefnu sinni að Canada færi
aldrei í stríð 1 með Englandi.
Ottawastjórnin lét banka einn hafa
hátt á fjórðu miljón dala fyrir það
að annast um lán er stjórnin fékk í
Bandarikjunum. Hví annaðist stjóm-
in ekki um lánið sjálf? Er ekki
þetta þjófnaður?
Robert Rogers er kominn úr stjórn-
inni; fer vist ekki i hana aftur fyr en
eftir kosningar—það er að segja þá
með því móti að Borden vinni.
Sagt er að Robert Rogers hafi lagt
niður embætti sitt sem ráðherra op-
inberra verka og sé nú ráðherra
leynilegra kosningabragða.
Herskyldulögin eru að komast í
gildi; þetta er að líkindum seinasta
tækifærið að segja sannleikann, ef
menn vilja sleppa við tukthúsið.
N.ú lialda menn að honum sé dillað
stóra hnefanum í Litla Rússlandi;
keisarinn í Ottawa er að lögleiða
fangelsi fyrir alla sem ekki tali eða
riti að hans vilja.
Úr þreskingunni.
Mauntain N. D. 26.—T7.
Fyrir hvern fer eg að yrkja?
Fólkið það langar í “Bita”.
Þessvegna þríf eg nú pennan,
Það mega “stórskáldin” v'ita.
Þegar eg þreyttur og hrakinn
Þvælist í bælið á kveldin,
Dreymir mig kolsvarta djöfla
Sem dansa i kring um eldinn.
Svipillir, svínfættir árar
Sveiflast um loftið í hringa
Fullir af fítons anda,
Með forkum þeir allir mig stinga
Horaðir, hálíbrunnir skrokkar
Ilausana glottandi skóku.
Eg þekti þar bindindis böðla,
Sem bjórinn frá okkur tóku.
Eg hrekk upp og veit þá með vis
Að víst hefir einhver mig stungið
Tjaldið er fult af flögðum
Á flugi, og þá er nú sungið.
K. N.