Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ Þ Á! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta auglýsinga-pláss er til sölu 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1917 Yfirvöldin í Moníreal Koma í veg fyrir samsœri Samsæri mikið hefir komist upp í Montreal í vikunni sem leið. Ein» og lögberg gat um síðast var tilratin gerð til þess að. sprengja upp bústa'c Atholstans lávarðar, en það mistókst. Maður sem Joseph Leduc hét var tekinn fastur og grunaður um þátt- töku í því, en hann slapp og, ætlaöi að synda yfir á þegar hann var eltur af lögreglunni og hermönnum, en þeir skutu á hann á sundi og varö það honum að bana. Annar af þeim sem grunaðir eru heitir Henri Monette og er nú verið að elta hann. Ellefu menn hafa verið teknir fastn, og hafa þeir margir skotvopn; er tal- ið víst að niyndað hafi verið félag til ]tess að myrða ýmsa leiðandi menn, er herskyldunni séu fylgjandi; þar a Bæjarstjórnin. Kosningar fara fram í haust nokkru fyr en venjuléga. Útnefning verður 20. nóvember en kosningar þann 30. Sagt er að F. H. Davidson bæjarstjóri muni verða kosinn gagn- sóknarlaust; þó er það engin vissa. Sú regla að sæti yfirráðsmannanna v'erði nefnd A. B. C. D. eins og verið hefir að undanförnu verður numinn úr gildi og verða þeir allir kosnir af öllum eins og bæjarstjórinn. Um það verða greidd sérstök atkvæði jafn- hliða kosningum hvort þeir tveir yfir- ráðsmenn sem flest atkvæði fá verði til tveggja ára eða það skuli ákveðið á annan hátt. Sömuleiöis fara fram atkvæði unt það hvort afnema skuli það ákvæði að sá er s^ekir um bæjar- ráðsstöðu eigi að minsta kosti $300 virði af skuldlausum fasteignum. f>á er sú breyting gerð að allír kjörgengir og kosningabærir bæjar- menn verða að rita nöfn sín á skrá- setningaskjai; er það til þess gert að síöur sé hætt við óreglu líkt. og átti sér stað i fyrra, þar sem annar mað- ur vat' lýstur borgarstjóri og settur í það ernbætti en sá sem kosinn var. Yfir höfuð eru gerðar ýmsat ráð- stafanir af þetsari bæjarstjórn til þess að kosningarnar geti fariö rétt frani. Nýlega er koniinn út skýrsla sem sýnir jtað að árið sem leið græddi bærinn $84,574.53 á ljósum og aflstöð. Voru tekjurnar alls $1,020,480.23 en útgjöldm $935,905.72. Eignir þessar- ar deildar nema $9,070,627.57, sam- kvæmt skýrslu |. G. Glasscos, sem er umsjónarmaðvr hennar. Talsvert tap- ast á þessari deild aö sumrinu vegna þess hvcrsu rniklu minna er þá notað af ljósum og afli. en það jafnast upp að vetrinum þannig að ársútkoman verður sú er að ofan er skýrt. Nefnd sú er umsjón hefir yftr skemtigörðum bæjarins tekur sé'- venjulega einn dag á sumri til þess að skoða alla skemtigarðana. úetta gerði nefndin nú á föstudaginn. Fór hún i bifreiðum frá einum stað til annars og alls milli 40 og 50 mílur; stóð sú ferð og skoðun yfir frá kl. 10 f. h. til 5 e. h. J. J. Vopni er einn þeirra er þessa nefnd skipa. Skemtigarðarnir vortt allir vcl hirtir og i bezta ásigkomu- lagi. Borg brennur. Borgin Kazan á Rússlandi brann að mestu léyti í vikunni sem leið og varð alltnikið manntjón. Um ástæð- ur brunans vita menn ekki en líklegt þykir að þar sé um viljaverk að ræða og herstjórn var sett á í bænum taf- arlaust. Herskyldulögin. Stfjórnin í Ottawa hefir útnefnt 11IK) nefndir til þess að undirbúa herskyldulögin og standa fyrir fram- kvæmdum þeirra. f>etta eru eigin- lega nokkurskonar dómstólar og eru tveir menn i hverjum. Ueim er skift niður í fylkjunum sem hér segir: Quebec .. .. .. 300 Ontario .. ..437 Manitoba • .. ^ 93 Alberta . . . . 110 British Columbia .... 74 New Brunswick .... 47 Nova Scotia .... 91 Prince Edward Island .. . . .. 15 Y ukon ; Vínbannsmálið. Eins og kunnugt er reyna bannmenn nú af öllum kröftum að koma á al- gerðu vínbanni í Canada. Nefnd hef- ir verið kosin til þess að framfylgja þvi og hefir hún aðsetur sitt í Ottawa. Aðal skrifari þeirrar nefndar t bráð- ina er D. B. Ilarkness ritari “Sið- bótafélagsins í Manítoba. Hann er flutttir til Ottawa um tima og verður þar þangáð til sést hvernig málinu reiðir af. Verði engtt kontið til leið- ar á þessu þingi, er sjálfsagt aö bann- menn skipi sér allir í einn flokk við næstu kosningar með þvt að fram- sóknarmenn hafa lofaö algerðu banni ef þeir koniist að.- tneðal Borden, Meighen dómsmála- stjóra, Atholstan lávarð og etganda “Montreal Star’’ og fleiri. Eru þær fréttir sagðar lauslega að einhverjir hinna scktt hafi þegar ját- að; höfðu þeir dregið að sér allmikiö af skotfærum og sprengiefni, én það hefir alt fundist og náðst nema 59 pund, sem stolið var úr búð. Maður heitir Elie Lalumieds, elct- heitur andstæðingur herskyldunnar til skamms tíma, ungur maður og mælsk- ur hefir hann verið að hjálpa lögregl- unni til þess að finna þá seku oj koma upp samsærinu. Leduc sá er skotinn var á flóttan- um er af heldra fólki í Quebec fylkt, mikils metinn maður og var embættis- maöttr i hernunt, en strauk þaðan. Morð. Maður frá Winnipeg, sem J. P. Grenier hét, fanst myrtur 9. ágúst skamt frá bæ sem Laurier heitir. Sá heitir Filix Letaine, sem grun- aður er urn morðið. Likið af Grenier sem var ferðasali, fanst í moldarhaug skamt frá tjörn rétt hjá bænum Laurier. Hinn kærði segist vera sak- laus. ----------------- Kvennafundur í Winnipeg. Konur í Winnipeg héldu opinberan fund á fimtudaginn í enskri kirkju, til þess að ræ'ða um stjórnmál. Var þar samþykt tillaga þess efnis að skora á leiðandi menn landsins að koma á samsteypustjórn og önnur til- laga þar' sem skorað var á ríkisstjór- ann og stjórnina að sjá um að setn fýrst yrði framfylgt herskyldulögttn- um og að skyldan næði einnig til kvenna og auðs. Forseti fundarins var Mrs. L. B. McEIheran, en tillögurnar fluttu þær Mrs. Claude Norh og Mrs. R. T. Mc- Williatns. Mrs. George Armstrong og Mrs. Oueen kornu fram með breytingar til- lögu vegna þess að þeim þótti upp- háflega tillagan ekki rétt stíluð. í frumtillögunni var þannig komist að orði: “Vér konurnar í Winnipeg” o. s, frv. Mrs. Armstrong og Mrs. Queen vildu breyta henni þannig að sagt væri: “Vér nokkrar konur i Winnipeg” o. s. frv. Mrs. Armstrong sagði einnig að margar konur hér i bæntini álitu að fólkið hefði átt að fá að greiða atkvæði uni þetta mál, þess vegna væri þaö með ölltt ranglátt að gefa í skyn í yfirlvsingunni að hér væri um allar konur t Winnipeg að ræða eða um konur hér altnent; slikt væri villandi. Breytingartillagan var feld en hir, samþykt. Mrs. McWilIiams og Mrs. Waugh lýstu því vfir að sökum þess að allir værtt sjálfsagðir að vera með herskyldu og Borden væri með henni og mundi aldrei veigra sér við að framfylgja lienni, en Laurler væri á móti henni, þá væri sjálfsagt að vera með Borden, en á móti Laurier. Tillagan var send til Bordens. Kona sem Mrs. Holling heitir lýsti því yfir að hún áliti að hvaða kona sem talaði þannig að fólkið ætti að greiða atkvæði um þetta mál eins og Mrs. Armstrong færi fram á, væri að réttu lagi útlagi úr mannlegu fé- lagi. Hveitiverð í Bandaríkjunum. Wilson. Bandayíkja forseti skipaði nvlega nefnd matina til þess að ákveða verð á hveiti. Verkamannafulltrú- arnir vildu ákveða verðið $1.84 fyrir mæliritin, en hænda fulltrúarnir vildu liafa ]>að $2,50. Samkomulag full- trúanna varð það að verðið skvldi Vera $2.20. Heimta meira frelsi. Samþykt Var á þinginu t Þýzka- landi á fimtudaginn að krefjast fyllri réttar og frelsis að því er ræður og rit snertir. Var þvi haldið fram að ósæmilegt væri að hindra fréttir eða frjálsar umræður utn mestu áhuga- ntál ])jóðarinnar og slíkt yrði að breytast. Róstur á Finnlandi. Nýlega lýstu Finnar því yfir að ]>eir segðu sig út; sambandi við Rússa og mynduðu þjóðstjórnar ríki; kusu þeir þingmenn sina og stjórn og bjuggust til að semja lög fyrir hið nýja ríki. En Kerensky forsætisráðherra Rússlands og fylgjendur hans neituðu að sleppa Finnlandi eða viðurkenna sjálfstæði þess. Sendi hann her td Helsingfors höfuðborgar Finna á fimtudagitin þegar ])ingið átti að koma saman. Tóku hermennirnir þinghús- ið í sínar hendtir og vortt þau boð látin berast út að Finnuni yrði ])röngv- að til undirgefni með hervaldi ef ann- að brigðist. pingmaður ferst á flugi. Maður á Englandi, sem Francis W. S .McLaren hét og var þingmaöur og yfirmaður í loftbátaliði Breta först á loftfari s:nu á fimtudaginn var. Hann var á flugi mílu frá yfir- borði sjávar; hann náðist, eti lést eft- ir stutta stund. Innbrots þjófnaður. Brotist var inn í verkstofu 4 tann- lækna í Winnipeg á þiðjudaginn og stolið $400 alls: $250 hjá einum, $100 hjá öðrum og $50 hjá þeint þriðja, en í fjórða staðnum náðu þjófarnir engu. Eitthvert þunt verkfæri hafðt veriö rekið inn á niilli stafs og hurð- ar og með því opnaðar dyrnar. í>jóf- arnir hafa enn ekki fundist ])ótt þeirra hafi verið leitað af leynilög- reglumönnum. Bönnuð landganga Margir hafa heyrt getið um mann er James Larkin heitir. Hánn er vérkafélaga foringi á Englandi, en írskur að ætt. Hann hefir feröa.-t um víða og haldið fyrirlestra, bæði um sjáífstæði Ira og kjör verkamanna hvatt til verkfalla og stofnað mörg verkmannafélög. Larkin fór til Ástra- liu nýlega en Hughes forsætisráð- herra lýsti því yfir að honum væri bönnuð landganga, livar seni væri i Ástraliu undir öllum kringúmstæðum. Sekt við reglubrotum. Lað hefir verið lögleitt í Canada að enginn matsöluhús ntegi selja kjöt til matar á þriðjudögunt og föstu- dögum. Við broturn gegn þessu er $100 sekt í fyrsta skifti og $500 sekt ef brot er endurtekið, eða þrtggja mánaða fangelsi. Æfilangt fangelsi. Nýlega var skýrt frá því í Lög- bergi að Eskimóarnir, sem kærðir voru um morðin á prestunum, hefðu verið sýknaðir. Petta var ekki með öllu rétt. Að eins einn Jteirra var sýknaður, en hinir dæmdir til dauða. Dauðadóminum var þó breytt í æfi- langt fangelsi. Tekinn fastur. Ungttr maður frá Bandaríkjunum sem llyron Nelson heitir og er sonur John M. Nelsons þingmanns, hafði farið norður tii Alberta i Canada til að stjþrna búgarði föður síns. Kom bann þangað í apríl oð hefir verið þar síðan. Hann kom ekki suður til Bandaríkjanna þegar herskyldu- lögin komust í gildi, en A. C. Wolfe rikislögmaður í Wisconsin hefir sent mann til þesss að taka hann fastan og flytja hann suður. Wilson neitar fviðartillögum páfans. Robert Lansing rikisritari Banda- ríkjanna gaf út yfirlýsingu 28. f. m., ])ar sem hann talar i nafni forsetans og kveður friðartillögum páfans vera hafnað af hálfu Bandaríkjanna. Heldur forsetinn því fram að nteð þeirri tillögu og friði nú sem standþ sé enginn trygging fengin fyrir þvi að ekki risi upp álíka strið aftur inn- an skamms. Segir hann að svo veröi að búa um hnútana að slikt geti ekki átt sér stað. f varðhaldi. Maður seni lieitir Elie Lalnmiere og mikið hefir latið til sín taka á móti herskyldulögunum var tekinn fastur á fimtudaginn. Hafði hanr. verið grunaður ttm að vera annað- hvort valdur að eða i vitorði með að sprengja upp hús manns er Atliolstan heitir og er lávarður. Er Atholstan þessi eigandi blaðsins “Montreal Star." Eitt skrefið enn. Bindindismálið stigur áfrant mörg- um skrifum og stórttm. Quebec hefir verið sein á sér í því tnáli og litið traust borið til þeirra þar eystra, sér- staklega síðan 1893 þegar atkvæðin fórtt fram ttm það mál. Nú hafa 9000 manns í ltorginni Quebec óskað eftir atkvæðagreiðslu um málið og fer hún fram 4. október i haust. Fangar teknir. Bandamenn hafa tekið 168,000 fanga, frá Þjóðverjum og Austurrikismönn- um stðan 9. apríl. I>ar af tóku Frakk- ar 43,223: Jtússar tóku 37,221, Bret- ar 46.1155 og ítalir 40,681. Siðan stríðið hófst hafa Bretar tekið 102,218 fanga frá Þjóðverjum, en Þjóðverj- ar 43,000 frá Bretum. Allir fangar sem Bretar hafa tekið síðan stríðið hófst eru 131,778, en allir fangar sem þjóðverjar hafa tekið eru 565,000. Taugaveiki og hungurdauði. Svo segja fréttir ttm helgina sem leið að taugaveiki gangi svo mikil á Þýzkalandi að fólkið devi hópum saman; en á Grikklandi ertt ])egar 40,000 manna dánir úr hungri. I Q’Apelle dalnum. Þó hér sé ekkert háfjall, er hér þó daiur samt; og langa vegu sálin sér, ])ó sjónin nái skamt. F.g stend á háuni hóli’ og liorfi niður i dal; eg veit ])ar leynist lítill Ixer i luktum hamra sal. Þar gexunir lífsins gátu hver grasalautin smá — — ------ Og konginn getur mátað niargt i minstu klettagjá. -----En fjöllin teygja tinda svo tignarleg og há, og þangað klifra tniklir menn, ])ar meira og fleira að sjá. Alfamœr. Friðarfélagið. í Bandaríkjunum hefir myndast fé- lag sent kallar sig: “The Peoples Council of América,” sem hugsar sér að ltalda friðarfundi víðsvegar um ríkiti á ýmsum títnum. Það hefir kosið sér framkvæmdar nefnd og er þeirra atkvæðamestur maður sem Louis P. Lochner heitir, og er skrif- ari félagsins. Ríkisstjórinn i Minne- sota hefir fvrirboðið þessu félagi að halda fundi þar i ríki; í Fargo í Norður Dakota voru þeir útilokaðir og i Hudson í Wisconsin voru ])eir reknir út úr fundarhúsi þar sem þeir höfðu byrjað fund. “Þetta gerir oss ekkert til,” er haft eftir Lochner: “Friður og friðar- boðar hafa alt af átt t vök að verjast, en sá kemur tíminn að þeir ráða lög- um og lofum. Félag vort stækkar og því eykst fylgi dag frá degi; vér erum ákveðin i því að láta aldrei httg- fallast; enginn fyrirlitning né hrak- farir hafa hin. minstu áhrif á oss. Hnefarétturinn getur tafið starf vort utn nókkurn tíma, en ekki hindrað það. Vér höldunt áfram með fullu hugrekki, í fullri von og með fullu trausti og vér hættum ekki fyr en friður ber sigur úr býtum yfir hnefa- réttinum.” Langur í undur. Málarniðlunar f> tdur hefir staðið \yfir hér í Wintiíptg' síóan 25. junt. Vortt ])ar 16 fulltrúar frá starfsmönn- um þeim er vinna sem vélstjórar og kindarar á C.P.R. lestunum í Vestur- landinu. Aðalmaðurinn við þessar ntálamiðlanir hefir verið R. H. Cobb formaðttr vélstjórafélaganna. Ftindi þessum var slitið á föstudaginn og skildu allir ánægðir. Verkanienn höfðtt krafist liærra kaups og styttri vinnutíma og varð ])að að sættum að tíminn skyldi vera 8 stundir í stað tiu og kauphækkun frá 5% til 9%. Þeir sem á íólksflutnings lestum vinna fá 9% hækkttn, en hinir sem vinna á vöruflutninga lestum fá 5% hækkun. Margir fara vestur Alls hafa 22,027 manns farið frá Bandankjumtm og Aústur Canada i haust til uppskerustarfa í Vesturfylkj- unum. Þar á meðal 1219 frá Batida- rikjunum. 825 skipum sökt á 6 mánuðum. Samkvæmt nýútkomnum skvrsl- ttm hefir 825 skipuni verið sökt fyrir Bretum síðastliðna sex mánuði; attk þeirra skipa sem sökt hefir verið frá hlutlausum þjóðum. Þar af voru 173 smærri en 1600 smálestir og 503 stærri 149 vortt fiskiskip; 448 skip sem skot- iö var á komust ttndatt, var þvt alls ráðist á 1273 skip. Síðastliöið ár segir skýrslan að sökt hafi verið 2,550,000 smálesta- rúmi. f þessu ertt ótalin atik lilut- lausra skipa öll þau skip sem skemst hafa ett verið gert við. I Aprí! rnánuði eimim var sökt 560,000 smálestarúmi, en í júlí ekki nenta 320,000. Meðal stærð hinna söktu skipa var 3.776 smálestir. H olland í vanda statt. Hollenzka stjórnin hefir kevpt korn hér í landi og fermt til heimfíutninga. Eiga |)cir hér 30 skip hlaðin, en Bandarikin höfðu tafið svo fyrir þessum skipum að kornið v’ar farið að skemmast, en nú er sett á bann við því að nokkurt korn fari austur til Hollands. Horfir til vandræða ]>ar af ])essari breytingu og ekki víst hvað af leiðir. Mikil uppskera á Þýzkalandi. Alexander Waugh, sonur fyrver- andi bæjarstiórans í Winnipeg hefir nýlega skrifað föður sínttm og sagr honum að uppskera í ])eim löndum sem Þjóðverjar halda sé sérlega góð. Hafa Þjóðverjar látið konur rækta alt land, sem þeirUiafa og hafa tekið. Á svæði sem bandamenn hafa náð af Þjóðverjum og ])eir höfðu sáð segtr Waugh að sé mikltt rneiri uppskera en ])ekkist í Canada, segir hann að ef til vill verði ómögulegt að svelta Þjóðv'erja. ('"Telegram” 1. sept. Sýnódus. Hún stóð í þrjá daga — 26., 27. og 28. júni — prestastefnan í Revkjavík. Hófst með gúðsþjónustu í dómkirkj- tttini, og prédikaði Jón biskttp Helga- son út af I. Kor. 3.,5,-9. Fundirnir vortt haldnir í húsi K.F.U.M. A Sýnódtts mættu auk biskups 7 prófast- ar, 16 prestar, 2 uppgjafaprestar 1 prófessor og nokkrir gttðfræðingar óvigðir. Þrir íyrirlestrar voru fluttir í dónt- kirkjunni, sitt kveldið hver, af Jieitn séra Friðrik Friðrikssyni JLífið i GuðiJ, próf' Sigurði Sívertsen þTrú- arhugtakið t nýja testam.) og Jóni l)iskupi Helgasyni þHvers vegna eg trúi á Jesúm Krist), t fundarbyrjun ávarpaði biskttpinn nýi prestana fögrum orðum og bróð- urlegum, og var þeim vel tekið af öllum. Þar næst mintist biskttp for- vera síns, herra Þórhalls, með ítar- legu erindi og góðu. Loks gaf biskup yfirlit yfir helztu kirkjulega viðhurði liðins árs. Á fundinum lagði biskup fram skýrslu um messur og altarisgöngur árið 1915. Misjafnlega hafði gengið með messurnar. í sex prófastsdæm- ttm vortt tnessuföllin fleiri en mess- urnar. Lakast hafði gengið í Norð- ur-Þingeyjarprófastsdæmi, messurnar þar 56 en messuföllin 127. Flestar tnessur voru í Kjalarnesprófastdæmi, 394, en messuföll 92. t 21 prestakalli landsins liafði enginn maður v’erið ti! altaris á árinu. Af starfsmáium er helzt að geta úthlutan fjár til prestsékkna og upp- gjafarpresta, ráðstafana um siðbótar- minningu í haust um land alt og ráða- gerðar ttm bygging veglegrar stein- steypukirkju í Saurbæ til minningar um Hallgrím Pétursson. Áfundunum voru flutt ýms erindi og ttrðu nokkrar ttmræður út af sum- ttm þeirra. Séra Bjarni Jónsson flutti erindi um þá spurningu: Hvernig verSum vcr bctri prestar? Urðu um- ræðurnar á eítir einkum um samvinnu presta. Séra Guöm. Einarsson hreyfði því, að fenginn yrði sérstakur ferða- prestur. sem ferðaðist um landið og : heimsækti prestana. Séra Gísli Skúla- | son flutti erindi um textaraðirnar, og fól fundurinn biskupi að gera nauð- j synlegar breytingar á textaröðinni. j Séra Friðrik Friðriksson flutti erindi itnt Kifkjulíf Vcstur-Islcndinga og j kand. Ásgeir Ásgeirsson erindi um j kirkjulíf í SvíþjóS. Auðsýnilega hverir friður hvílt yfir prestastefnu þessari, enda þannig tilstofnað og umtalsefni . valin þannig, i að ágreiningsefnin guðfræðilegu gátu nauinast koniist að. Það levnir sér ekki, að Jón biskup Helgason hefir sett sér það, að vera ekki hiskup ný- guðfræðinga né gamal-guðfræðinga. hedur allrar kirkjunnar. Hann und- irbjó þannig og stýrði Sýnódus þeirri, er nú var i fyrsta skifti haldin undir hans forsæti, að gamlar deilur vortt látnar liggja i ])agnargildi. en stuðl- að var að ])ví, að glæða trúarlífið sjálft, efla samvinnu bræðranna og hrinda velferðarmálum kristninnar áleiðis. Oskutn vér Jóni biskupi Helgasyni ti! lukku nteð þá stefnu. —Santeiningin. ftalir vinna stórsigur. Til skamms tíma hefir Itölum lítið unnist á: hefir mörgtim ])ótt þeir ganga slælega fram, þar sem þeir eru afkomendur hinna fornu Róntverja. En í vikunni sem leið tóku þeir rögg á sig og kornust alla leið yfir fjöllir. þar sem heitir Monte Santo; er það fjall 2,245 feta hátt og yfirförin því afarmiklum erfiðleikum bundin. Tóku ttalir þarna einn af þrautastöðum Austurríkismanna, sem þeir höfðu treyst á og varð mannfallið allmikið. ítalir tóku 23,000 fanga frá Austur- ríkismönnum, en mistu að eins fáa menn sjálfir. Þetta er talinn einn mesti sigurinn sem bandamenn liafa unnið siðati stríðið hófst og þykir líklegt að fleira gerist sögulegt milli þessara þjóða í náinni framtið. Það er talið ganga kraftaverki næst að ítalir skyldu koma her síuum með fallbvssum og öllum hergögnum langar leiðir upp brött fjöll og veitlr ])essi sigur bandamönnum von og hug- rekki, einmitt þar sem minst virtist verða ágengt. 97 ára gamlir tvíburar. Tvær kotuir eiga heima i Kausus, setn heita Lucv A. Tull og Sarah F. Long. Þær eru tvíburar og 97 ára gamlar. Þessar systur eru hraustar og frískar þrátt fyrír aldurinn; þær pr.jóna sokka handa hermörinum og vinna við ])að fjórar klukkustundir á dag og eru nú að leggja af stað i 2000 tnílna ferð um landið til þjóð- ræknis eggjunar. Tvenn tvíbura hjón. Bræður tveir í Kansas borg sem heita l.eland og Lorand Tafler og eru tvíburar gengtt að eiga sína svsturina hvor sem heita Alice ,og Gertrude Moore og eru líka tvíburar. Hjóna- bandsathÖfnin fór fram á sunnudag- inn. Sagt er i fréttinni aö brúðirnar ltafi verið auðkendar með sinni rós- inni hvor — rauðri og hvítri — ti! þess að þekkja þær að. pjóðverjar taka borgina Riga. Þær fréttir bárust hingað á mánu- daginn að borgin Riga á Rússlandi hefði fallið i hendur Þjóðverja. Höfðu ])eir reynt að komast þangað i marga mánuði að undanförnu, en ekki tekist ])af) fyr en nú. Ríga er 320 mílur frá Pétursborg og stendur þar við Rtgaflóann sem áin Dvína rennur út i liann. Fóru Þjóðverjar yfir um ária fyrir suð- austan borgina og tóku hana eftir stutta mótstöðu. Sóttu ])eir að borg- inni bæði á sjó og landi. Ríga hefir 500,000 íbúa, er önnur mesta iðnaðarborg á Rússlandi, fimta mannflesta borg og þriðja mesta verzlunarborg. Liggur nú ÞjóðverJ- ttm opin leið bæði á sjó og landi til Pétursborgar, en ])ess er fastlega vænst að Rússar vakni, sjái þá hættu sem á ferð er, og veiti öfluga mót- stöðti; geri þeir ])að ekki tafarlaust eru þeir illa komnir. Ríga er höfuð- bærinn í Livonia. Það þykir nærrt einkennilegt hversu litla mótstöðu Rússar veittu þegar um svona mikið var að tefla og sýnir það glögglega ltversu löntttð þjóðin er. Hættulegur forlaga lestur. C. H. Newton lögreglustjóri í Winnipeg hefir látið taka fasta kontt að 472 Maryland Str. fvrir það að gera sér að atvinnti forlagalestur og raka sarnan fé af fábæku fólki. Kon- an heitir Annie Granch. Newton seg- ir að fjöldi kvenna sérstaklega sem eigi syni, menn, bræður eða unnusta í stríðinu þyrpist ])angað og til ann- ara forlega lesara. Sé þar haft út út þeim ógrynni fjár og framtíð margra þeirra eyðilögð. Þessar forlagalest- ttrs konur þykjast sjá það fvrir hvort menn ntuni særast eða falla, koma heim aftur eða ekki. Segir hann að margar hermanna konur hafi á þann hátt leiðst út í það að verða mönnum sínum ótrúar að þeim hafi verið sagt að þeir kænut aldrei aftur; þær hafa trþað því og komist í kunningsskap við aðra menn. Aðrar konur aftur á móti segir hann að hrQ’i orðið heilstt- lausar og niðttrbrotnar af því þær hafi trúað óheillaspádómum þessara forlaga lesara. Kveður hann þetta |)annig hafa orðið ti! þess að eyði- leggja mörg heimili á ýmsan hátt. Er talið líklegt að fleiri verði teknar fastar íyrir ])etta athæfi en ])essi kona Úr bréfi að heiman. Stefán G. hornar landið að gamni sínu og annara og” fær einmuna tið og bliðu á ferðinni. Þessar vísur orti Páll Jónsson frá Hjarðarholti og flutti honum. Sérlu velkominn véstan vörður boðnar og sóns, sem að bróðurhug beztan jafnan barst til vors Fróns. Nautur Óðins og Ullar gestur Ægis og Hropts, vinur Freyju og Fullar jafni Finnboga og Lofts. Þú ert velkominn, vinur, untu vel þinni för; þoldtt það sem á dyríur, þigðu sntávaxin kjör. Frænku vormanns og vermanns, systur veitanda og gests, móðttr formanns og fjármanns, konu fjallbónda og prests. Svifinn hafveg að handan þú að hjarnströndum barst, þar sem óðs fyrir andann heitast elskaður varst. Niðji Egils og Ara, rekkur Aðils og Hálfs, bróðir Snorra og Braga, sifji Bergþóru og Njáls. Bæjarfréttir. Mrs. Valgerður Þórðarson, sem dvalið hefir um tima úti í Lundarbygð hiá systkinum sínum og tengdafólki, kom heim aftur á föstudaginn. Friðrik Stevenson fór út til Morden bygðar í vikunni sem leið og kom aftur á þriðjudaginn. Hann segir hveitiuppskeru þar ytra fremur góða, en hafra og byggs rýra. Magnús Bjarnason frá Church- bridge særðist 22. ágúst; skeyti barst unt það á sunnudaginn. Hann er sonur F.iriks Bjarnasonar og Odd- nýjar ljósmóður konu hans. H. O. Loftsson kaupmaður frá Bredenbury kom til bæjarins á þriðju- daginn í verzlunareriúdum. Upp- skeru segir hann i meðallagi, hveitt gott en hafrar og bygg lakara. Frost hefir ekki kontið þar til skaða og ekkert hagl. Stúkan Skuld heldur hátíðlegt af- mæli sitt 27. september; býður brin þá til sín systurstúkunni Heklu og stúkunni í Selkirk og er búist við glöðum stundum. Meðlimir Skjaldborgar safnaðar eru ámintir um að sækja fundinn sem lialdinn verður í kirkjunni á föstu- dagskveldið í þessari viku. KeisarahöUin á Litla Rússlandi var ekkert nema tómur ausfturgluggi i vikunni sem leið. NOMER 4rh l Sœrður á vígvelli nýlega W. B. Benson. Mr. og Mrs.Benson að 775 Toronto St., Winnipeg, fengu hraðskeyti 1. september ttm að sonur þeirra Pte. William Björn Benson No. 74286 hafi hættulega særst 22. ágúst. Pte. Ben- son gekk i herinn 29. febrúar 1911. og fór til Englands með 184. herdeihl- inni síðastliðinn október. Archibald Jón Polson. Skeyti kom á þriðjudaginn til for- eldra hans á Gimli, Agústs Polsonar og konu hans, þar sem frá þvt v-ar skýrt aö hann hefði dáið i árás þ rirr'i; sem getð var nýlega á sjúkr^Frts Englandi. Polson hafði samgt afíar. lega, eins og getið var ir^ ; blaðinu 19. apríl, og var hann ’fvi sjúkr&.. húsi. Hann fór me^ jps. herdeild inni og var í stór ;KOtaliöinu Polson var ,æddur ’ 25. nóv. 1895. og því liðle'^a tvitugur, efnilegur pilt- ur og vel ^efinn. Lö'c0erg vottar foreldrum han: e,rjæga hluttekningu í sórg ]>eirra. . Bitar. Aimé Benard brennivínssalintt frægi er orðinn “Senator”. — Hlegið var að Eyjólfi ljóstoll heima, þegai hann bjóst við að verða settur sýslu- maðttr, en hvað hefði það verið hjá þessu I Ottawastjórnin er að taka atkvæði af stórum flokik löglegra borgara í landinu. — Aðalsyndin sem Þýzka- landskeisari er sakaður um og það með réttu, er sú að hann brjóti gilda samninga — hann sýnist vera aðal- lærifaðir Ottawastjórnarinnar í þeirrt grein. Það er siður í Evrópu að fínir gestir láti skóna sína út fyrir svefn- herbergis dyrnar á kvehlin til þess að þeir séu burstaðir, því þar eiu rnenn of íínir til þess að gera þaö sjálfir. Þegar Dr. Guðmundur Finn- bogason kotn til New York, fylgdi hann þessari reglu. Hann lét skónr. sína fyrir utan dyrnar á svefnher- berginu i gistihúsinu. Um morgyti- inn bjóst ltann við að þeir væru þar gljáandi eins og spegilgler, en þeír voru horfnir. Hann hringrtl a þjón- inn og spurði um skóna, en honum var þa sagt að ])eint hefði veið flevgt í ruslið, það hefði verið skoðað svo að hann ætlaðist til þess. * á ér lituin á keisarahöllina í Litla Rússlandi að austanverðu, ])ar var austurgiuggi; svo litunt vér á hana að vestanverðu og þar var lika aust- urgluggi — “Vakri skjóni hann skai i heita. honum mun eg nafnið veita, þó að meri þaö sé brún". Austurgluggaritarinn segir að “Sameiningin” ein hafi verið tneð fýlu og ekki getið verðuglega um nýja biskupinn á tslandi, — Greinin sem Lögberg birtir úr Sameiningunni ber ])ess vott hve sanngjarnt þetta er-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.