Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1917 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. sinn með og andlitið, en hendi hennar skalf svo mikið að talsvert heltist utan hjá, svo að lyktin dreifðist um alt herbergið. “Hýað heitið þér, frú?’’ spurði líkskoðarinn, sem átt hafði mjög bátt með að fá hana til að sverja eiðinn. .__ “Ó, góðu herrar, verið þið miskunsamir við mig. Eg er að eins vesalings ekkja”, svaraði hún snöktandi. “pó þér séuð ekkja, þá getið þér sagt mér nafn yðar”, sagði líkskoðarinn. “Eg heiti Elisa GoukL ó, góðu, herrar verið þið góðir við mig!” “Ef þér reynið nú ekki að vera rólegar og haga yður eins og manneskja með fullu viti, þá verðið þér máske þvingaðar til þess,” hrópaði lík- skoðarinn, sem var bráðlyndur maður. “Við hvað eruð þér hræddar? — Að einhver gleypi yður?” “Eg hefi aldrei gert nokkri manneskju neitt rangt, að svo miklu leyti að eg man — það er voða- leg óvirðing að vera dregin hingað, og eg, sem er einstæð ekkja,” svaraði frú Gould snöktandi, með- an edikið draup niður af augabrúnum hennar og nefi. “Hve gamlar eruð þér frú ?” spurði líkskoðar- inn kaldranalega. • “Gömul?” skrækti frú Gould. “Er þetta rétt- vísi, sem spyr um slíkt?” l/J?að er réttvísi, sem þér verðið að svara þeim spurningum er hún leggur fyrir yður. Hve gaml- ar eruð þér, frú ?” Frú Gould stundi og sagði svo lágt að naum- ast var hægt að heyra það, að hún héldi að hún væri hér um bil fjörutíu og tveggja ára. Líkskoðarinn leit á gráa hárið og hrukkótta andlitið, og virtist jafnvel vera hneigður til að spauga dálítið. “Fjörutíu og tveggja ára,” sagði hann allhátt við skrifarg sinn, “skrifið þér það. Eg vona að þér hafið nefnt aldur yðar rétt, frú”, bætti hann við um leið og hann sneri sér að vitninu. “J?ér verðið að muna að þér standið frammi fyrir rétt- vísinni, og hafið svarið það, að segja sannleikann; þér viljið líklega ekki láta kæra yður um mein- særi ?” Frú Gould hljóðaði og snökti og fékk svo slæmar sinateygjur. pegar þær voru afstaðnar, byrjaði líkskoðarinn aftur. “Við vorum ekki alveg búnir með spurninguna um aldurinn. Hve gömul sögðust þér vera?” “Á eg að segja það?” kveinaði frú Gould. “Já auðvitað eigið þér að segja það. Og nú, frú, gætið þess að eg spyr yður í síðasta skifti. Eg get ekki leyft að tími réttarins sé vanbrúðaður á þenna hátt. Hve gömul eruð þér?” “Eg er að eins sextíu og tveggja ára”, orgaði frú Gould, meðan ediks og tárastraumur rann niður kinnar hennar, og þrumandi hlátur ómaði um salinn. “Strykið þér yfir fjörutíu og tvo, hr. skrifari, og nú getum við máske snúið okkur að efninu. Hvað vitið þér um ungu konuna, sem leigði her- bergi hjá yður, frú Gould?” “Eg veit ekkert um hana, nema að hún hafði hring á fingri sínum og hlýtur þess vegna að hafa verið gift”, svaraði ekkjan, sem var vön að víkja frá og snúa út úr spurningum í daglega lífinu. “Vitið þér*hvaðan hún kom, eða hvers vegna hún kom, eða hverjir ættingjar hennar voru, eða hvort hún átti nokkra?” “Hún sagði að frú Fitch hefði sent sig til mín, og hún sagði að maðurinn sinn væri á ferðalagi, en meira sagði hún ekki”, sagði vitnið og stundi alloft. “Sagði hún hvert hann fór, eða hvað hann hafði fyrir atvinnu?” “Nei, hr. ó, ó, eg held að það ætli að líða yfir mig”. “Máske þér viljið vera svo góðar að láta það bíða, þangað til þér eruð búnar að bera vitni, og falla svo í öngvit”, stakk líkskoðarinn upp á mjög vingjarnlega. “Sagði hún vður hve lengi hún ætlaði að dvelja hér?” ‘'Hún sagði að hún byggist við að verða veik í mínu húsi, en ekki fyr en í maí. Hún spurði mig um læknana í gouth Wennock, og eg nefndi Greys- bræðurnar, en hún kvaðst vilja fá hr. Carlton”. “Hún sagðist ekki vilja Greys, sökum þess er hún hefði h^yrt um þá, og hún sagði að sumir af vinum sínum hefði mælt með Carlton. En eg hefi nú alt af haft mína skoðun um þetta; þf.ð hefir eflaust verið þessi Cabrioily, sem réði úr- slitunum”. “Hvað var það sem réði úrslitunum?” spurði likskoðarinn, en kviðdómendurnir glentu^augun upp. “Vagninn hans, þessi fjórhjólaði Cabrioily. Hún lét mig lýsa Greysbræðrunum, hvemig þeir voru, og hún lét mig líka lýsa Carlton, hvemig hann var, og eg gerði það, án þess að meina nokk- uð ilt með því, hr. Eg sagði henni að Greysarnir væru duglegir og viðfeldnir menn, sem létu sér nægja að nota léttivagn, og að Carlton væri líka viðfeldinn, en stórhuga og hefði fengið sér Cabrioily; eg held að það hafi verið hann sem úr- slitunum réði; eg held hún hafi valið Carlton þeg- ar hún heyrði getið um vagninn hans”. Hósti og ræskingar heyrðust í herberginu og skrifarinn hríðskalf þegar hann skrifaði vitnis- burðinn. Vitnið nefndi hlutina á sinn háfft og með sínum framburði, og áherzlan sem hún lagði á “oil” í Cabroily var alveg ný^ alt orðið var í raun réttri nýtt í hennar munni — “Cab-ri-oil-y. “Hún skrifaði bréf til hr. Carltons”, bætti vitnið við, “og eg sendi það til heimilis hans, en þegar bréfritarinn kom aftur með þá fregn, að hann væri í ferðalagi, þá grét hún”. “Grét!” endurtók líkskoðarinn. “Já, hr. Hún sagði að í bréfinu sem hún sendi Carlton, hefði hún beðið hann að vera lækni sinn, og að hún hefði ekki efni á að borga tveim lækn- um. En við sögðum henni að þegar Grey kæmi í stað Carltons, þyrfti hún að eins að 'borga öðrum. Og það eða eitthvað ananð sýndist að hugga hana; því hún lét samt sem áður sækja Stephen Grey, og þegar barnsfæðingin var afstaðin, sagði hún, að sér þætti vænt um að hafa haft hann fyrir lækni, sér fyndist hann vera svo þægilegur maður. J?að einkennilegasta af öllu er, að hún var pen- ingalaus”. “Hvernig vitið þér að hún var peningalaus ?” “Af því, hr., að engir peningar fundust, og þó eru lögreglumennirnir fremur sjóngóðir, þegar þeir leita að einhverju; þeir sjá alt. Hún átti hér um bil eitt pund sterling í pyngju sinni — átján . shillings og sex pence, sögðu þeir, en ekki fleiri. Svo, hvernig hún hugsaði sér að borga útgjöld sín, lækninum, hjúkrunarkonunni og mér — og Pepperfly borðaði hjá mér á hennar kostnað, og hún borðaði ekki mjög lítið — það hefir hún sjálf hlotið að vita bezt; mér finst það vera fremur einkennilegt”. “pér veittuð frú Pepperfly einirberjabrenni- vín”, sagði einn af kviðdómendunum; “átti að skrifa það á reikninginn, eða var það gjöf?” “ó, kæri, góði maður, verið þér ekki að angra mig með þessu”, snöktaði ekkjan. “Eg átti af tilviljun fáeina dropa af þessu lélega efni í húsi mínu; það hefir líklega verið eitt af því sem eg fékk handa verkamönnunum, þegar eg flutti í húsið fyrir þrem árum síðan, og það hefir staðið . á föstu hillunni í eldhúsinu í sprunginni flösku. Sjálf get eg ekki látið upp í mig einn dropa af því, án þess að fá uppsölu; eg get ekki þolað það”. Máske hafa augu frú Goulds heldur ekki þolað það, því hún sneri þeim svo langt upp á við, meðan hún var að fullvissa um þetta, að einungis hið hvíta í þeim var sjáanlegt. “Hum”, sagði líkskoðarinn, “þér hafið svarið eið”, og frú Gould leit alt í einu niður við þessi orð. “Nema því að eins að mér sé ilt”. ‘petta er að eins til að eyða tímanum, frú”, sagði líkskoðarinn; “við verðum að flýta okkur. Getið þér gert grein fyrir hvernig eitur gat bland- ast í þetta lyf, sem hr. Grey sendi henni? Var því blandað í eftir að flaskan kom í yðar hús?” Vitnið varð mög undrandi og vandræðalegt við þessa spurningu. “Hvað þá, þér haldið. þó ekki að eg hafi bland- að eitri í lyfið?” sagði hún og fór að snökta á ný “Eg spyr yður”, sagði líkskoðarinn, “að eins fyrir siðasakir, hvort þar hafi nokkur verið, sem hugsanlegt var að mundi gera slíkt; nokkur, sem þér fellið grun til?” “Auðvitað, herrar mínir, hafið þið í huga að saka mig og frú. Pepperfly um, að hafa drepið hana með blásýru, svo þess fyr sem þér gerið það, þess betra”, skrækti ekkjan. “Við snertum ekki flöskuna. Eins og drengurinn hans Greys skilaði lyfinu, var það gefið henni. Og þar var enginn annar til að snerta við því — enda þótt Carlton sama sem ásakaði okkur um að leyna manni með kjálkaskegg í húsinu”. Líkskoðarinn skerpti eftirtekt sína. “Nær var það ?” “Nóttina sem hún dó, hr. Hann var þar þeg- ar lyfið kom, og þegar eg heyrði hann koma ofan stigann, hljóp eg út úr eldhúsinu til að ljúka upp fyrir honum. ‘Er nokkur maður uppi?’ spurði hann. ‘Maður, hr.’ svaraði eg. ‘Nei, hverskonar maður ætti það að vera?’ ‘Mér sýndist eg siá v mann, sem faldi sig í stiganum’, sagði hann, ‘mað- ur með kjálkaskegg’. ‘Nei’, svaraði eg móðguð, ‘við þurfum engan mann í þetta hús’. ‘J?á hefir það án efa verið ímyndun mín’, svaraði hann; ‘eg áleit réttast að minnast á það, ef einhver skyldi hafa komið inn?’ En nú, herrar mínir”, sagði ekkjan gröm í skapi, “spyr eg ykkur, hvort að slík móðg- un hefir nokkru sinni verið boðin tveimur heið- virðunj kvenpersónum ? Eg get fyrir mitt leyti sagt, að við höfum engan mann í húsinu og þurf- um engan; við viljum helzt vera án þeirra. Og þar að auki mann með kjálkaskegg. Nei, við þokkum yður fyrir slíkt, Carlton, eða máske held- ur vanþökkum”. pessi orð virtust hafa áhrif á líkskoðarar.n, og hann skrifaði eitthvað í bókina, sem lá fyrir framan hann'. J?egar gremja frú Gould vav farin að réna ögn, var hún aftur spurð. En það sem hún svaraði því, þarf ekki að endurtaka; það átti við atriði, sem áður er umgetið, og að síðustu var henni leyft að fara inn í hitt herbergið, þar sem hún fékk allmiklar sinateygjur um langan tíma.. Líkskoðarinn krafðist\að fá Carlton aftur t II vfirheyrslu, en það kom þá í ljós að hann var farinn. pað orsakaði að yfirheyrslan varð að hætta um ötund. Lögreglan var strax send eftir Carlton, sem fann hann heima hjá sér talandi við sjúking. Hann sagði honum að hann yrði undir eins að koma í réttarsalinn til yfirheyrslu “Hvað á eg að gera þangað?” spurði Carlton. “pað veit eg ekki, hr. Líkskoðaripn sagði að yrðuð strax að koma”. “líg hélt að þér vissuð það, hr. Carlton, að vitnin mega ekki fara fyr en yfirheyrslunni ei* lokið”, sagði líkskoðarinn, þe^ar læknirinn ko.a inn. “pað koma stundum fyrir spurningar, sem gjöra nauðsynlegt að yfirheyra þau aftur”. “Eg bið afsökunar”, svaraði Carlton; “eg hafði engan grun um að eg mætti ekki fara heim, eða að nærveru minnar þyrfti hér með lengur”. Líkskoðarinn lagði handleggi sína á borðið og laut áfram að hr. Carlton. “Hvers konar1 saga er þetta”, spurði hann, “að þér hafið séð mann í stiganum eða stigaganginum sama kveldið og móðir—” Líkskoðarinn hóstaði til að halda kyrrum þeim orðum, sem voru við það að svífa yfir varir hans. — “pað kveld, sem konan dó?” Ofurlítill roði, sem orsakaðist af innri geðs- hreyfingu, kom fram í andlit Carltons. Átti hin hjátrúarríka ímyndun hans að koma í Ijós frammi fyrir fullum sal af áheyrendum ? “Hver segir að eg hafi séð nokkurn? spurði hann. “Hér er ekki talað um það”, svaraði likskoðar- inn hörkulega. “Sáuð þér nokkurn?” “Nei, eg sá engan”. “Síðasta vitnið, Elisa Gould, segir, að þér haf- ið séð einn — að þér álituð að þér hefðuð séð einn mann”. “Tiífellið er”, sagði Carlton. “pegar eg yfir- gaf sjúklinginn, skein tunglsbirtan inn í stiga- ganginn gegnum gluggann, og á því augnabliki hélt eg raunar að eg sæi andlit — andlit persónu, sem hallaði sér að vegnum í stigaganginum”. “Hvers konar andlit var það?” spurði líkskoð- arinn. “Karlmanns eða kvennmanns?” “ó það var áreiðanlega andlit karlmanns. Fölt andlit, sýndist mér, með þykt, svart kjálka- í-kegg. Eg held nú að þetta hafi að eins verið ímyndun; það var að eins augnabliks sýn eða rétt- ara hugsjón, sem hvarf undir eins. Eins og menn vita gerir tunglsljósið auganu marga undarlega grikki. Eg sótti ljósið og rannsakaði stigagang- inn; en þar var eriginn manneskja. Áður en eg var kominn alla leið ofan stigann, var eg sann- færður um að mér hefði missýnst; að það hefði í raun og veru enginn verið; en eg spurði nú samt konuna Gould, þegar hún kom til að opna dymar fyrir mig, hvort enginn ókunnugur maður væri í húsinu”. “Sagði hún nei?” “Já, og varð stórkostlega móðguð yfir spurn- ingu minni”. Líkskoðarinn hugsaði sig um; sneri sér síðan alúðlegur að kviðdómendunpm. “pið sjáið það, herrar mínir, að hafi nokkur maður falið sig í stiganum, þá er það mjög grun- samlegt atvik; sem krefðist mjög nákvæmrar rannsóknar. Lyfið hennar var í herberginu, sem sneri að stigaganginum, og gæzlulaust; því veika konan í rúminu getur ekki álitist hafa verið fær um að sjá það, sem fram fór í hliðarherberginu, en konurnar báðar voru niðri. pað hefir því ver- ið auðvelt að taka tappann úr flöskunni með lyfinu í, sem herramir Grey höfðu sent, og hella fáein- um deyðandi dropum í það. pað er að segja, hafi þessi dulda persóna ætlað að gera það”. Kviðdómendurnir voru mjög alvarlegir, og einn af þeim sneri sér að Carlton. Getið þér ekki hugsað aftur í tímann og mun- að eftir einhverju ákveðnu, hr.” “Minni mitt er gott”, svaraði Carlton. “Eg er sannfærður um að andlitið var eins og mín eigin ímyndun. Eg kom úr bjarta herberginu út í dimma stigaganginn”. ' “Afsakið, hr. Carlton”, sagði einn af kvið- dómendunum; “en vitnin Pepperfly og Gould sögðu, að það hefði verið dimt í herbergi konunnar — að ljósið hefði verið í dagstofunni, þar sem hún hefði heldur viljað að það stæði”. “Sögðu þær það ? pví hefði eg næstum gleymt pað er þá af því að ganga í gegnum dagstofuna, að augu mín vöndust ljósinu; því eg man að stiga- gangurinn var dimmur. pér segið satt”, bætti Carlton við. “Eg man það núna að ljósið var í dagstofunni; því það var þangað sem eg sótti það til að rannsaka ganginn”. “pví gátuð þár ekki um þetta, þegar þér vor- uð yfirheyrður í ífyrra skiftið?” spurði líkskoð- arinn”. “Gat eg ekki um hvað, hr. ? Að eg sá andlit í myrkrinu, sem seinna reyndist að vera tungl- skin? sagði vitnið. “Satt að segja, eg skyldi með ánægju minnast á alt, sem gæti hjálpað til að bregða ljósi yfir þetta málefni; en að segja frá þessu hefði gert mig hlægilegan”. “pér álítið þá að þetta sé einskis virði”. “Alveg einskis virði. Eg er sannfærður um ' að þetta er að eins grikkur af minni eigin ímyndun”. “Gott, hr. petta nægir fyrst um sinn. Eru fleiri vitni til að yfirheyra?” sagði líkskoðarinn við einn lögregluþjóninn. pað voru eitt eða tvö vitni, sem gáfu þýðing- arlausan vitnisburð. Friðrik Grey, sem með mik- illi nákvæmni hafði hlustað á framburð vitnanna gekk til líkskoðarans og ávarpaði hann. “Viljið þér leyfa mér að koma með skýringu, hr?” “Ef það kemur málefninu við”, svaraði lík- skoðarinn, “gerir hún það ?” “Já, hún gerir það”, svaraði Friðrik með tals- verðum ákafa, og alvarlegu, hreinskiliiu, gráu - augun hans skutu eldingum. “pað hefir verið lagður vondur grunur á föður minn um skeyting- arleysi; eg ætla að skýra frá því að það var eg, sem eyðilagði sannanirnar fyrir því, að þessi grun ur er ástæðulaus”. Og hann sagði nú aftur frá því, hvernig hann af gáleysi hefði þurkað kóngulóarvefinn og rykið af krukkunni. “Hr., heyrðuð þér ekki að eg sagði þetta? John, föðurbróðir minn —” “Kallið þið á John Grey”, sagði líkskoðarinn. “Hr. mínir”, sagði hann við kviðdómendurna; “eg geng dálítið út fyrir mína lögboðnu braut, með því að leyfa þessar skýringar; en eg verð að viður- kenna, að mér finst mjög ósannsýnilegt að hr. Stephen Grey, sem við allir vitum að er sannheið- arlegur maður, hafi af vangá eða kæruleysi bland- að eitri í þenna drykk. pað hefir mér fundist frá fyrstu byrjun alveg óhugsanlegt, og því álít eg það rétt að hlusta á öll vitni, sem mögulegt er að ná í, til að eyðileggja þessa ásökun—.einkum”, bætti hann við með alvarlegum skörungskap, “eft- ir þá vísbendingu,sem Carlton hefir gefið um and- litið, sem hann sá eða hélt sig sjá í nánd við her- bergið, þar sem lyfið var geymt. Eg viðurkenni að eg, þrátt fyrir Carltons yfirlýstu sannfæringu, er alls ekki viss um að andlitið hafi ekki verið náttúrlegt. pað getur hafa heyrt einum eða öðr- um til, sem var óvinur hinnar framliðnu konu, hefir elt hana til South Wennock og læðst inn í húsið, þegar hann svo hafði lokið þessu svívirði- lega starfi, læðst út aftur”. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLöKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. - -- Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja| líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Maln 4786 N0RW000 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENJJY, Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsími ... Garry 2821 Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema- 50-% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgréiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Winnipeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppi. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 Winnipeg, Man. Williams & Loe ■ Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Állskonar viðgerðir. _ Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Notre Dame Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara' pað er altvof lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans; hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE UIMITED WINNIPEG, MAN. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúneðaráhöld. a.s- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St, Tals. M1781 ATHUGIÐ! Smáauglýsingar í blaðlð verða alls okki toknar frainvogis nema |>ví aðeins að borgnn fylgi. Verð er S5 cent fyrlr hvem pumlung (lálkslcngdar í hvert sklftl. Engln auglýsing tekln fyrlr ininna en 25 cents í hvert skifti sem hún birtist. Brófum með smáanglýslngum, som borgun fylgir ekki verður alls ekki sint. Andlátsfregnir ern birtar án end- urgjalds undir eins og þær berast blaðinu, en æfimlnningar og erfi- ljóð verða alls ekki birt noma borg- un fylgi með, sem Svarar 15 cent- um fyrir hvom þumhmg dálks- Iengdar. Nafnkunnur maður látinn. Brown & McNab Grey fyrverandi ríkisstjóri í Can- ada andaðist á Englandi á miðviku- daginn í vikunni sem leið eftir langa legu. Hans rétta nafn var Alfred Henry George og var hann fjórði jarlinn i röðinni með nafninu Grey. Hann var fæddur 28. nóv. 1851, kvænt- ist 1877 Alice Holford frá Weston- birt á Englandi og áttu þau saman tvær dætur, sem heita Evelyn og Sybil. Grey jarl varð ríkisstjóri í Canada eftir tengdabróður sinn Minto lávarð! 1904 og hélt þeirri stöðu í sex ár. Hann var fremur atkvæðalitill með- an hann var hér, en eindreginn ein- veldis maður fimperialist) og eggjaðil mjög til þess að Canada bæri byrðar með Englandi. Hann var sérlega vinsæll og kona hans ekki síður og er sagt að liann hafi tekið meiri þátt i flestum mál- efnum þjóðarinnar en flestir aðrir ríkisstjórar sem hér hafa verið, þrátt fyrir það þó ekki kvæði rnikið að liom.m. Hann var aðalstofnandi canadisku klúbbanna, sem nú hafa fengið svo mikla útbreiðslu um alt ríkið, og ferð- aðist hann um alla parta Canada- ríkis og kynti sér* það. Grey jarl kom síðast til Winnipeg i maimánuði 1914 á leið frá San Fransisco; fór hanti þangað til þess að kaupa hluti í stóru olíufélagi fyrir ensk félög. Grey jarl var sá maður, sem aðal- lega var miiligöngu maður brezku stjórnarinnar við aðra stjórnendur í Evróptt þegat verið var að reyna að afstýra stríðinu. Hefir hann hlotið Selja í heildsölu og smásölu myndir myndaramma. Skrifið Jftir verði á stækkuðum myndum 14x20 175 Carlton St. Tals. Nlain 1357 f ' .. ' GIGTVEIKI lloimalæknitif; veitt af þeim scm hiaut liana. Vorið. 1893 varð eg veikur af vöSvagigt og bólgugigt. Eg kvald- ist eins og allir sem þessa veiki hafa ! 2 til 3 ár. Eg reyndi lyf eftir lyf og lækni eftir læknt, en batnaSi aldrei nema rétt i bráSina. Loks fékk eg lyf sem læknaSi mig alveg ofe eg hefi aldrei orSiS veikur aftur. Eg hefi gefiS þetta lyf mörg- um sem kvöldust voSalega; jafnvel þeim sem lágu rúmfastir af gigt og þaS htefir aldrei brugSist aS lækna. Eg vil láta alla sem þjást af þessari voSa veiki — gigtinni, reyna þetta ágæta lyf. SendiS ekki eitt einasta cent; sendiS aS eins nafn og áritun og mun eg þá senda lyfiS ókeypis til reynslu. Eftir aS þér hafiS reynt þaS og þaS hefir lækn- aS ySur af gdgtinnl þá getiS þér sent verSIS, sem er $1.00 en munlS eftir því aS eg vil ekki aS þér sendiS peningana nema þvl aS eins aS þér séuS viljugir aS gera þaS. Er þaS ekki sanngjarnt? HvaS á aS þýSa aS þjást lengur þegar ySur er boSin Ukominn lækning ókeypis? DragiS ekki aS skrifa; geriS þaS dag. MARK H. JACKSON', No. 458D Gurney Bldg., Syracuse, N. Y. bæði lof og last í sambandi við það eins og gengur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.