Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1917 Herskyldulögin í Canada. pað er áríðandi að þjóðin í heild sinni viti og skilji nieð vissu hvernig þau lög eru, sem hún á að búa undir og hlýða. Sérstaklega er það áríðandi þegar um eins mikilvæg lög er að ræða og eins alvarleg í eðli sínu, sem herskyldulögin eru. pau grípa yfir svo margt að menn geta auðveldlega brotið gegn þeim án þess að vera þess vitandi nema þvi að eins að þeir kynni sér þau vel; en þegar um hegningu er að ræða, þá er það aldrei tekið gilt, sem afsökun að menn hafi ekki vitað lögin. í öðru lagi er 'áríðandi að láta ekki hræða sig í sambandi við þessi lög, til þess að hlýða einhverju, sem lógin ekki heimta. pegar þau eru athuguð, eru þau afar- ströng í aðra röndina, en teygjanleg í hina. pað er áríðandi þegar ágreiningsefni verða milli manna annaðhvort um það hvort einhver sé skyldur að fara í herinn samkvæmt lögunum eða ekki, eða eitt- hvað annað að vera þá viss í sinni sök. Hér fer á eftir eintak allra laganna, rétt og bék- staflega þýtt, en að eins slept nokkrum tilvitnunum í önnur lög o. s. frv., sem ekki hafa neina beina þýðingu fyrir almenning. Menn mega óhætt treysta því að það sem hér er sagt er rétt að öllu leyti þótt fyrir dómstóla færi; menn ættu því að geyma þetta blað og hafa það við hendina hvenær, sem á þarf að halda meðan herskyldan stend- ur yfir; “Allir karlmenn í Canada á aldrinum frá 18 ára tiL 60, sem ekki eru undanþegnir né ófærir til hernaðar sam- kvæmt lögum, en eru brezkir þegnar. skulu skyldir til her- herþjónustu. Auk þess getur ríkisstjóri kallað alla herfæra karl- menn í Canada eftir konungsboði ef á þarf að halda.” pessi grein er úr herlögunum eins og þau voru áð- ur en nýju lögin komu í gildi Eftirfylgiandi grein tr einnig úr gömlu lögunum: “Ríkisstjórinn getur einnig ákveðið það á stjórn- arráðsfundi að senda herinn eða nokkurn hluta hans i stríð hvar sem er í Canada og sömueiðis utan Canada þessu landi (Canada) til vamar, hvenær sem þörf þykir sökum yfirvofandi hættu. Fáist ekki nógu margir sjálfboðar er heimilt að taka þá með herskyldu þannig að það sé gert með hlut- kesti.” pannig eru gömlu lögin. Samkvæmt þeim var ekki hægt að kalla menn með herskyldu nema því að eins að varpað væri hlutkesti um það hverjir fara skyldu, á sama hátt og gert'er í Bandaríkjunum. í öðru lagi var ekki löglegt að senda menn í stríð út úr Canada nema sjálfri Canada til varnar þegar verið er að ráðast á qss. En svo halda nýju lögin áfram á þennan hátt: “Með því nú að það er nauðsynlegt að auka lið vort sem komið er austur um haf til þess að berjast fyrir írelsi Canada, brezka ríkisins og alls heimsins; og með því að ekki hafa fengist nógu margir sjálfboðar, og með því að margir hafa þegar farið af fúsum og frjálsum vilja frá búnaðar- og framleiðslustörfum, en framleiðsla í landinu er nauðsynleg, þá þykir heppilegra að taka ekki þá menn sem herskyldaðir eru með hlutkesti, enda þótt þannig sé ákveðið í herlögum landsins, heldur velja þá með annari aðferð. pess vegna ákveður hans hátign það, sem hér segir með ráðum og samþykki efri og neðri deilda þingsins í Canada. Hver einasti karlmaður sem er brezkur borgari er háður þessum lögum, sé hann heimilisfastur í ^anada, eða ef hann hefir nokkru sinni átt þar heima-síðan árið 19i4. Hver einasti maður sem þetta á við er skyldur að ganga í herinn og fara í stríðið Canada til varnar, annað hvort i Canada eða annarsstaðar, nema því að eins að Tiann se undanþeginn samkvæmt lögum eða verðj 45 ára að aldri áð.ir en sá flokkur er kallaður sem hann tilheyrlr sam- kvæmt þessum lögum. pessi herþjónusta skal vara á meðan þetta stríð sterdur yfir og meðan verið er að leysa upp herinn að stríðinu loknu. Ekkert skal vera því til fyrirstöðu í þessum lögum að menn geti gengið sjálfviljugir í Canada herinn á með- an sjálfboðaliðssöfnun er heimiluð í þá deild sem um ræðir. peim sem herskyldan nær til er skift í sex flokka eins og hér segir: v Fyrsti flokkur: peir sem orðnir eru 20 ára og eru fæddir ekki fyr en 1883, eru ókvæntir eða ekkjumenn en eiga ekki böm á lífi. Annar flokkur: peir sem orðnir eru 20 ára og eru ekki fæddir fyrir árið 1883, en eru kvæntir eða ekkjumenn og eiga barn eða börn. priðji flokkur: peir sem fæddir eru á árunúm 1876 til 1882 að þeim árum báðum með töldum; eru ókvæntir eða ekkjumenn, og eiga engin börn. Fjórði flokkur: peir sem fæddir eru á árunum 1876 til 1882 að þeim árum báðum meðtöldum; eru ókvænt- ir e*5a ekkjumenn og eiga barn eða börn. Fimti flokkur: peir sem fæddir eru á árunum 1872 til 1875 að þeim árum báðum meðtöldum eru Ökvæntir eða ekkjumenn, og eiga ekki börn. Sjötti flokkur: peir sem fæddir eru á árunum 1872 til 1875 að þeim báðum árum meðtöldum eru kvæntir eða ekkujrhenn og eiga.barn eða börn. f sambandi við við þessar greinar skal því lýst yfir að þeir sem í hjónaband hafa gengiö eftir 6. júlí 1917, eru taldir ókvæntir. Til hvers flokks, nema fyrsta flokks, heyra allir þeir sem þangað eru færðir frá öðrum flokkum eins og hót er ákveðið á eftir, og þeir sem lcomist hafa undir ákvæði eins flokks eftir að hinn flokkurinn var kallaður. Flokkarnir verða kallaðir eftir þeirri röð sem hér hefir verið talið; þó getur ríkisstjórinn á stjórnarfundi deilt í undirflokka og skulu þá slíkir undiiTlokkar kallaðir eftir aldri og byrjað á þeim yngstu. Ríkisstjóranum er heimilt þegar honum sýnist að ákveða það á stjórnamefndarfundi að her skuli senda til varnar Canada éins og fyr er sagt hvort heldur sem er í landinu sjálfu eða utan þess þégar nauðsyn krefur. Má hann þá kalla hvaða undirflokk eða flokk, sem honum sýnist. Frá þeim degi sem ríkisstjórinn gefur út slíka skip'un skulu allir þeir, sem viðkomandi flokki eða undir- flokki heyra til vera taldir meðal hermanna rlkislns og háðir herÍögUm meðan stríðið stendur yfir og að því loknu á meðan verið er að leysa upp herinn. pessir menn, sem þannig eru kaliaðir skulu koma fram og fara í herþjónustu og stríðið eftir þeim reglum, sem settar verða; en þangað til þeir hafa fengið tilkynn- ingu um hvort þeir skuli fara í herinn, eru þeir skoðaðir sem fjarverandi hermenn og málalausir. , Hver sá maður, sem sótt hefir um undanþágu, eða sem sótt hefir verið um undanþágu fyrir samkvæmt þeim reglum, sem hér verða skýrðar síðar, skal vera talinn meðal málalausra fjarverandi hermanna þangað til út- kljáð er um það hvort undanþágan verði veitt eða henni neitað. Hver sá sem í herinn er kallaður og mætir ekki án þðss að hafa sanngjarna afsökun, skal sæta hegningu er ekki fari fram yfir fimm ára fangelsi við erfiðisvinnu. Eftirfarandi dómstólar skulu skipaðir á ýmsum stöðum í landinu til þess að undirbúa þessi lög og fram- fylgja þeim. a) Héraðsdómstólar. • b) Áfrýjunardómstólar. c) Allsherjar áfrýjunardómari. Hver þessara dómstóla getur rannsakað mál í sam- bandi við þessi lög og gera það undir eiða eða án þess eftir ástæðum, og skulu slíkir dómstólar hafa sama vald og rannsóknardómari. Samkvæmt tillögu allsherjar áfrýjunardómara getur ríkisstjórinn á stjómarnefndarfundi skinað þá dómstóla sem að ofan eru taldir, veitt þeim vald og sett þeim regl- ur, og í þeim reglum getur hann búið þannig um hnúta sem um lögin fjalla. par sem eigi er öðruvísi ákveðið haga þessir dóm- stólar störfum sínum eftir eigin geðþótta. Enginn þeirra manna er þessa dómstóla skipar skal bera ábyrgð á neinum gerðum sínum, er.hann breytti eftir beztu samfæringu, þegar hann var að framfylgja herskyldulögunum; og ekkert mál skal hafið gegn nokkr- um manni í héraðsdómstólum eða áfrýjunardómstólum fyr ir neitt, sem hann gerir eða lætur ógert í sambandi við herskyldulögin, nema til þess fáist ritað samþykki alls- herjar áfrýjunardómarans. Engar hindranir, eða dráttur, eða töf, eða aðfinn- ingar, eða mótmæli af neinni tegund skulu takast til greina við rannsóknir fyrir þessum dómstólum. Hvað sem aðrir dómstólar kunna að ákveða tekst það alls ekki til greina í þessu sambandi, hvort sem það er viðvíkjandi glæpum eða borgaralegum yfirsjónum. Héraðsdómstólar. Dómsmálaráðherrann getur á stjómarráðsfundi eða á annan hátt skipað héraðsdómstóla á þeim stöðum sem hann telur nauðsynlegt, og gefur hann hverjum slík- um dómstóli ákveðið starfsvið. Eftir að héraðsdómstóll er skipaður getur dóms- málastjórinn afturkallað slíkan héraðsdómstól á stjórnar- fundi* eða á annan hátt eða flutt hann frá einum stað í annan innan sama fylkis. Tveir menn skulu skipa hvern héraðsdómstól. Skal annar þeirra útnefndur af nefnd sem skipuð sé í sameiningu af efri og neðri deildum þingsins í Ottawa; hinn skal útnefndur á þann hátt er hér segir: í þeim sveitum þar sem héraðsdómstólar eru eða sveitadómstólar, er hann útnefndur af héraðs- eða sveitar-dómaranum eða ef fleiri eru en einn, þá af þeim elsta dómara héraðs eða sveitar, þar sem héraðsdómstólar eru stofnaðir, eða ef enginn héraðs- eða sveitadómari er fyrir, þar sem héraðsdómstóll er stofnaður þá sé sá dóm- ari skipaður í þennan dómstól er dómsfnálastjórinn sálfur ákveður. Dómarar þeir sem útnefna í dómstólana geta út- nefnt sjáfa sig eða hvern annan dómara, sem lögsagnar- vald hefir í því héraði eða sveit þar sem héraðsdómstóllinn er settur. f þessa héraðsdómstóla má skipa hvaða aðstoð- ardómara sem um stundarsakir gegna störfum. f Quebec-fylki eru lögin öðruvísi að því er hér segir í lögsagnarumdæmum í Montreal og Quebec, er annar héraðsdómarinn útnefndur af hvaða dómara í yfir- dómum fylkisins, sem heimild er veitt af yfirdómaranum í því lögsagnarumdæmi, eða hvaða dómara sem heimild er veitt til þess að framkvæma háyfirdómara störf í lög- sagnarumdæminu sem um ræðir. f öðrum lögsagnarumdæmum í Quebec skal dóm- arinn útnefndur af háyfirdómara fylkisins Quebec sem skipaður hefir verið dómari í viðkomandi lögsagnarum- dæmi, þar sem héraðsdómstóll er settur. f Yukon eru enn aðrar breytingar; þar er dómar- inn útnefndur af héraðsdómurum eða hverjum þeim manni sem útnefndur er samkvæmt lögum fyrir Ýukan til þess að framkvæma verk slíks dómara. í Norðvesturlandinu er dómarinn útnefndur af um- fcoðsmanni Norðvestur konunglega f jallaliðsins. Nöfn og heimilisfang allra þeirra sem skipaðir eru ? héraðsdómstólana, skulu send dómsmálastjóranum sam- kvæmt þeim reglum sem settar verða. Dómsmálastjórinn getur með hraðskeyti eða á annan hátt útnefnt báða héraðsdómarana eða annan þeirra eftir ástæðum, eða hvaða héraðsdómstól sem er, ef hann hefir ekki fengið sér í hendur nöfn og heimilisfang þeirra dómara sem útnefndir voru fyrir þann tíma sem til- tekið er. pegar héraðsdómara sæti verður autt skal í það skipað aftur af þeim er upphaflega hafði skipað í það; en skipi hlutaðeigandi embættispaaður ekki í autt sæti eða ef dómsmálastjórinn fær ekki tilkynningu um það sam- kvæmt þeim reglum sem gildandi eru innan tiltekins tíma þá getur dómsmálastjórinn sjálfur skipað í hið auða sæti. Hvér sá sem í þessi héraðsdómarasæti er skipaður skal staðfesta það með eiði að hann skuli vinna trúlega og fylgja öllum reglum og fyrirmælum. Slíkur eiður get- ur farið fram fyrir dómara, friðdómara, eiðfestu manni eða hverjum þeim sem dómsmálastjórinn kann að útnefna til slíks. Sé hinn skipaði maður dómari þarf hann engan eið að taka. Hver sá sem skipaður er í héraðsdómstól skal fram- kvæma skyldur þær sem embætti hans krefst þangað til honum er tilkynt skriflega að hans sé ekki þörf lengur; og hver sá sem vanrækir slíkar skyldur, skal kærður og ef hann er fundinn sekur skal hann sæta fangelsi sem ekki sé skemmra en þrír mánuðir né lengra en tvö ár. Hver héraðsdómstóll skal rannsaka og fella dóm í hverju máli þar sem beðið er um undanþágu frá her- þjónustu samkvæmt þessum lögum. Áfrýjunardómstólar. Háyfirdómari fullnaðar úrslita í hverju fylki, eða hver sá trúverðugur dómari sem dómsmálastjórinn út- nefnir ef hann er fjarverandi eða vanrækir skyldur sínar ■skal stofna eins marga áfrýjpnardómstóla í fylkinu og hann telur þurfa. í Quebec fylki skal hann útnefna í slikan áfrýjunardóm einn dómara úr konunglega dóm- ráðinu eða hæsta rétti fylkisins og í hinum fylkjunum einn dómara úr hvaða rétti sem er í hlutaðeigandi fylki. Skal hann skifta á milli þessara áfrýjunardómstóla öílum áfrýjunum frá héraðsdómstólum samkvæmt lögum þess- um sem skrásetjaranum hafa borist í hendur. Skulu áfrýjunardómstóiarnir rannsaka sérstaklega hverja slíka áfrýjun. pó skal það tekið fram að þar sem áfrýjað er máíi frá héraðsdómi, þar sem einn eða tveir dómarar eiga sæti þá verður um þá áfrýjun að fjalla yfirdómari. Allsher jar dómari. Ríkisstjórinn getur útnefnt á stjórnarfundi einhvem dómarann í hæstaréttinum í Canada sem allsherjar- dómara. , Skrásetningar. Ríkisstjórinn getur útnefnt einn 3krásetjara fyrir hvert fylki. Hver sá sem óánægður er yfir úrskurði hér- aðsdómstóls eða nokkurs þess manns, sem hermálastjór- inn hefir veitt vald eða umboð getur áfrýjað máli sínu hintírunarlaust. r Ef þeir tveir menn sem héraðsdóminn^kipa koma sér ekki saman, skulu þeir tafarlaust skýra skriflega af- stöðu sína um málið sem fyrir liggur til úrskurðar og senda skýrslu sína til skrásetjara hlutaðeiganda fylkis. Hver sem ekki er ánægður yfir úrskurði yfirdóms getur áfrýjað máli 3Ínu til allsherjardómara. Eftir tillögum allsherjardómara getur ríkisstjóri á stjórnarráðsfundi ákveðið reglur þær sem stjórni áfrýjun mála frá yfirdómi til allsherjardómara. Úrskurður allsherjardómara er fullnaðarúskurður og getur ríkisstjórinn samkvæmt tillögu hans útnefnt einn eða fleiri aðra dómara frá hvaða yfirdómi sem er til að- stoðar allsherjardómaranum við störf hans og ákveðið starfsvið þeirra. Undanþágur. Lög þessi ákveða að ríkisstjórinn á stjórnarráðsfundi geti kallað alla þá menn, sem herskyldir séu eftir lögum,. til þess að fara í stríð í Ca,nada eoa utan Canada. En heimilt er hverjum sem er áður en hann er skyldaður til að fara samkvæmt slíkri skipun að sækja um undanþágu frá herskyldu í hvaða flokki sém er; skal það mál borið upp fyrir héraðsdómstóli sem skipaður hefir verið í því fylki sem viðkomandi er búsettur í. Heimilt er að sækja 1 um undanþágu fyrir aðra menn en sjálfan sig ef þeir fela það einhverjum fyrir sína hönd. Ástæður þær sem færa má fyrir undanþágubeiðni eru þessar. 1. Að það sé nauðsynlegt fyrir velferð þjóðarinnar að viðkomandi vinni að öðrum störfum en heræfingum eða stríði, og sé það sú vinna sem umsækjandi sé vanurl 2. Áð það sé ríkinu til heilla að umsækjandi vinni að öðru verki en heræfingum eða stríði; sé það verk sem hann sé sérstaklega hæfur til og óski eftir að vinna. 3. Að það sé þjóðinni til heilla að umsækjandi haldi áfram námi sem hann sé við eða starfi ^em hann sé að læra fremur en hann sé við heræfingar eða stríð. 4. Að alvarleg óþægindi gætu stafað af því fyrir verzlun, starf eða heimili umsækjanda, ef hann væri tek- inn til heræfinga eða stríðg. 5. Heilsuleysi eða fötlun. 6. Að hann samvizku sinnar vegna hafi á móti stríði og megi ekki taka þátt í því samkvæmt kenningu kirkju sinnar; en sú kirkjudeild verður að hafa verið til fyrir 6. júlí 1917 og verður hann að vera góður og gildur félagi slíkrar kirkju. Verði eitthvað af því sem hér segir sannað fyrir við- komandi héraðsdómi, þá getúr slíkur dómur veitt undan- þágu frá herskyldu. Undanþágu má gefa með skilyrðum, bæði að því er tíma snertir og annað, og sé undanþágan veitt einungis vegna samvizku spursmáls, þá skal það tekið fram að einungis sé veitt undanþága frá stríði en ekki störfum, sem í sambandi við það kunna að vera. Undanþága sem veitt er til ,þess að hlutaðeigandi geti haldið áfram námi eða fullkomnun í iðn eða vegna þess að fjárhagur eða heimili líði við burtför hlutaðeiganda skal aðeins vera með skilyrðum að því er tíma snertir og annað. Engin undanþága skal vera neinum skilyrðum bund- ín ef þannig stendur á að hlutaðeigandi hefir ráðið sig eða heldur áfram. störfum hjá vissum einstaklingi eða vissu félagi eða á einhverjum sérstökum stað eða hjá sér- stakri stofnun. (petta atriði virðist vera næsta óákveðið og teygjan- legt; jafnvel erfitt að skilja það.) Undanþágu má' veita þannig að hlutaðeigandi sé fluttur úr einum flokki í annan. pegar undanþága er veitt með skilyrði, skal slíkt skil- yrði tiltekið á vottorði því sem undanþágan er veitt á. pað er skylda hvers þess manns sem hefir fengið undanþágu frá herskyldu með skilyrðum, að tilkynna skriflega skrásetjara fylkisins þar sem hann á heima þremur dögum áður en undanþágan gerigur úr gildi sam- kvæmt skilyrðum. Til skýringar skal taka þetta. Maður fær undanþágu í eitt ár til þess að Ijúka námi, þremur dögum áður en það er liðið skal hann tilkynna skrásetj- aranum að undanþága sín sé á enda. Vanræki sá sem undanþáguna hefir að gjöra þetta, án þess þó að hafa sanngjörn forföll, skal hann dæmdur sekur og greiða sek-t er ekki sé hærri en $200.00. Undanþágu vottorði má breyta hvenær sem er og héraðsdómstóll álítur hentugt eða þarflegt á meðan það er í gildi, þannig þó að þær breytingar ekki komi í bága við nein önnur ákvæði laganna. Breytingarnar geta verið fólgnar í framlengingu, afturköllun eða hverju sem vera vill. pegar ákveðið hefir verið af dómstóli eða áfrýjunar- dómi eða allsherjardómara um eitthvert mál í sambandi við þetta, eða einhverjum úrskurði breytt, þá skal gefið lit vottorð um þann úrskurð eða þá breytingu, samkvæmt þeim reglum sem lögin ákveða og skal það gefið út af þeim er dóminn eða úrskurðinn feldi. Hver sá er rangt segir til eða fer með eitthvert mis- hermi, lætur eitthvað ofhermt eða óhermt í því skyni að blekkja þegar hann mætir fyrir dómstóli og Sækir um undanþágu fyrir sjálfan sig eða annan, eða hallar sann- leikanum á einhvern hátt í sambandi við þetta mál, skal sæta fangelsi er ekki sé lengra en 12 mánuðir ef hann reynist sannur að sök. Hver sá er sótt hefir fyrir sjálfan sig eða annan um undanþágu frá herskyldu til einhvers héraðsdómstóls, og sækir síðan um undanþágu til annare dómstóls án leyfis frá dómsmálastjóranum, eða hver sem veit til þess að annar maður hafi sótt um undanþágu til ákveðins dóm- stóls og styður að því eða eggjaf til þess, eða vinnur að því á einhvern hátt að sótt sé um undanþágu fyrir þann sama mann hjá öðrum dómstóli, án leyfis dómsmálastjór- ans skal sæta sekt er ekki sé lægri en $100 og ekki hærri en $1000, ef hann er fundinn sekur. Allar undanþágu umsóknir og alt sem gert er í því skyni án heimildar frá dómsmálastjóranum, viðvíkjandi manni sem mætir fyrir sjálfan sig eða annan frammi fyrir öðrum héraðsdómstóli en þeim sem hann sótti um undan- þágu til í fyrstu, er ógilt og þýðingarlaust. prátt fyrir alt það sem ákveðið er í lögum þessum getur ríkisstjórinn á stjórnarráðsfundi afnumið hvaða dómstól sem honum sýnist og fengið starf hans í hendur öorum dómstóli — lagt hann undir annað lögsagnar- umdæmi. Hver sá sem uppvís verður að því að breyta eða eyði- lcggj a þýðingu á einhverju því sem tiltekið er í undan- þáguvottorði, eða kemur fram og þykist vera annar en hann er og notar þannig undanþáguvottorð annars til þess að komast undan herskyldu, og hver sá sem slíkt vottorð hefir fengið og leyfir öðrum að nota það í ofangreindum tilgangi, skal sæta fangelsisvist, er ekki sé lengri en sex mánuðir. pegar undanþágu vottorð tapast eða týnist, eyðilegst eða skemmist, skal sá er vottorðið fékk gera aðvart þeim dómstóli sem hann fékk það hjá; skal þá dómstóllinn veita hlutaðeiganda annað vottorð, er hann borgi fyrir fimm- tíu cents. - Reglur. Ríkisstjórinn getur á stjómarráðsfundi sett reglur til þess að koma í framkvæmd því að lög þessi verði að nota á þann hagkvæmasta o’g fylsta hátt er honum þókn- ast, bæði að því er lögin í heild sinni snertir og einstök atriði þeirra, án þess að hann dragi úr því sem að framan er sagf. Hann getur ákveðið skyldur skrásetjara og á- kveðið laun þeirra. Hanri getur heimifað embættismönn- um og dómstólum að gefa út skipanir, sem þó mega aldrei fcoma í bága við þessi lög. / Samkvæmt tillögu allsherjardómarans getur hann á- kveðið tíma og aðrar reglur sem fara verður eftir þegar beðið er um undanþágur frá herskyldu; viðvíkjandi um- séknum sem frestað hefir verið, áfrýjunum. enduráfrýj- imum og endurupptekningu mála, fyrirskipað form sem fvlgja skuli o. s. frv. Hann getur sett reglur fyrir bókfærslu og afhending á skýrslum. Hann getur útnefnt friðdómara þar og þá er honum virðist þörf vera eða hverja aðra embættismenn er honum sýnist og veitt þeim það vald og lagt þeim á herðar þær skyldur, sem hann telur nauðsynlegt. Hann getur ákveðið kaupgjald eða laun embættis- manna í sambandi við þessi lög og sett reglur þeim við- vikjandi. Hann getur ákveðið hegningu fyrir friðdómara eða aðra embættismenn sem útnefndir eru samkvæmt þessum lögum, sem sannir verða að því að vanrækja skyldur sínar án sanngjarnra afsakana. Allar tilskipanir, reglur og fyrirmæli í sambandi við þessi lög skulu birt tafarlaust í hinu viðurkenda auglýs- ingablaði stjómarinnar “Canada Gazettq” og á hvern þann hátt annan sem ríkisstjórinn ólítur nauðsynlegan til þess að þjóðin viti og skilji þau atriði, sem um er að ræða, Skal slíkt gert á stjórnarráðsfundi og síðan tafarlaust borið upp fyrir þinginu ef það þá situr, en sitji það ekki þegar slíkar reglur eru settar, skulu þær bomar upp inn- an tíu daga eftir að þingið kemur saman. Allar reglur sem gerðar verða skulu hafa sama gildi cg þær væru partur af lögum þessum. Almenn ákvæði. Hermálalögin, landherslögin og hinar konunglegu reglugerðir skulu að því er frekast getur orðið og ekki veldur ósamkvæmni vera óaðskiljanlegur partur af þess- um lögum. Hermálastjórinn getur samkvæmt þessum lögum tek- ið hvem þann, sem herskyldur er og látið hann í sjóliðið. Nema öðruvísi verði ákveðið af þinginu skal það lið sem safnað er samkvæmt þessum lögum ekki fara yfir eitt hundrað þúsund manns. Ekkert í þessum lögum skal hafa þau áhrif að gera vægari hegningu sem ákveðin er í öðmm lögum eða reglu- gjörðum, fyrir það að veita óvinum lið eða aðstoð; ekki skulu þessi lög heldur að neinu leyti skerða yald ríkisstjór- ans á stjómarráðsfundi samkvæmt herlögum frá 1914. Verði oitthvert ágreiningsefni í eirhverju atriði í sambandi við þessi lög að því er það snertir sem hér fer á eftir, þá skal sá sem kærður er til þess skyltýjr að sanna sakleysi sitt. 1. Að hlutaðeigandi heyri ekki til einhverjum viss- um flokki sem kallaður er. ' 2. Að hann hafi sent formlega tilkynningu eins og ákveðið er og fyr er tekifr fram. 3. Að hann heyri til einhverjum þeim íokki, sem undanþegnir eru og taldir hafa verið. 4. Að hann hafi fengið formlega undanþágu. Geti hinn særði ekki sannað mál sitt, skal svo Iitið á sem hann hafi á röngu að standa. Skyldir eru menn að gefa skýrslu sanna og fullkomna og svara spurningum hvenær sem annaðhvort friðdómari eða einhver embættismaður sem vald hefir krefst þess. Pegar um það er að ræða hvort hlutaðeigandi hafi upp- íylt eða vanrækt skyldur sínar samkvæmt þessum lögum Hver sá sem brýtur þessa reglu skal sæta sekt fyrir hvert brot, er ekki fari þó yfir $100 eða fangelsi alt að oinu ári. Hver sá er brýtur þessi lö*g á þann hátt að enginn hegning sé ákveðin fyrir brotið, skal sæta sektum, ekki lægri en $10.00 og ekki hærri en $500 eða fangelsi alt að Lólf mánuðum, eða bæði sektum og fangelsi. Hver sá er í ræðu eða riti (prenti eða skrifi) eða á einhvem annan hátt ræður mönnum til eða eggjar þá á að brjóta þessi lög eða af ásettu ráði hindrar eða stendur á móti framkvæmd þessara laga, eða gerir eitthvað til þess að aðrir hindri eða standi á móti framkvæmd þeirra, eða aftrar nokkrum frá því að hlýða lögunum í nokkru tillitl skal sæta fangelsi ef hann er fundinn sekur, ekki skemmra en eins árs né lepgra en fimm ára. Hvaða blað eða bók eða bækling eða rit, sem prent- að er og kemur í bága við þessi lög má gera upptækt hvort sem útgefandinn eða prentarinn hefir verið sekur áður eða ekki. Og hvaða blað eða tímarit sem birtir rit- gerðir eða greinar eða annað, sem undir þetta brot telst má banna að gefa út framvegis á meðan stríðið stendur yfir. pó skal engar slíkar ráðstafanir gera nema með samþykki allsheriardómarans. Enginn skal fundinn sekur um brot gegn þessum log- um neina því að eins að það afi verið samþykt af dóms- málastióranum í Canada. Allur kostnaður við þessi lög og framkvæmd þeirra skal greiddur af því fé, sem þingið veitir í því skyni. Ákvæði. Undantekningar. 1. Undan þessum lögum eru þeir þegnir sem undan- þáguvottorð hafa fengið samkvæmt lögum, á meðan slík vottorð eru í gildi, nema þeir sem að eins hafa undanþágu frá stríði en ekki störfum í sambandi við það. 2. peir sem tilheyra reglulegu liði, eða setuliði eða aðstoðarliði hans hátignar konungsins samkvæmt herlög- unum. \ 3. peir sem eru í einhverju herliði sem safnað hefir verið í einhverri af nýlendum Breta eða Indlandi. peir sem eru í konunglega sjóliðinu eða konunglega verzlunarflotanum, eða í sjóliði Canada og þeir sem eru í Canadiska hernum. 5. peir sem hafa verið í hernum eða sjóliði Breta síðan 4. ágúst 1914 eða í her einhverra af bandaþjóðum Bretlands og tekið regulegan þátt í stríðinu og hafa fengið heimfaraleyfi með heiðri. 6. Prestar fyrir hvaða viðurkendan trúarflokk sem var í Canada þegar þessi lög gengu í gildi. 7. peir sem undanþágu hafa frá herþjónustu sam- kvæmt tilskipun á stjórnafráðsfundi 13. ágúst 1873 og samkvæmt tilskipun á stjórnarráðsfundi 6. desember 1898 pannig eru lögin; ekki bókstaflega þýdd öll, en alt innihaid þeirra; alt það sem mönnum er nauðsyulegt að vita og ráðleggjum vér mönnum að geyma þau vandlega því óft getur verið þægilegt, eða jafnvel áríðandi að geta vitnað í þau og sýnt svart á hvítu hvað rétt sé og hvað ekki. Síðan lögin voru undirrituð hefir verið all róstusamt víða í Austur Canada; enda hefir stjómin lýst því yfir, eða ubmðosmenn hennar að undanþágur verði afar margar pannig var því lýst yfir á föstudaginn að allir bændur, allir sem við akuryrkju vinna, allir sem vinna við fiski- veiðar og allir sem vinna að einhverri framleiðslu skuli undanskildir. Sömuleiðis allir þeir sem vínna á járn- brautum eða við námur eða einhverja-flutninga og allir aðrir sem starfi að einherjum nauðsynlegum iðnaði. Margir hafa spurt oss um ýrris atriði herskyldulag- anna og skal þeim, eða sumum þeirra, svarað hér eftir beztu vitund. Auk þess er ritstjóri Lögbergs fús til þess að gefa allar mögulegar upplýsingar um það mál, sem í hans valdi stendur. 1. pegar dómstólarnir byrja að starfa eru allir sem lögin tiltaka skyldugir að mæta fyrir dómstólunum, hver í sínu umdæmi og gefa upplýsingar hvort sem þeir hugsa sér að biðja um undanþágu eða ekki. 2. Allir geta beðið um undanþágu, en ástæður verða menn að færa fyrir því og eru gildar ástæður taldar hér að framan. pó skal það tekið fram hér til skýringanað menn sem eru á herskyldualdri og sjálfsagðir að fara sam- kvæmt lögunum, en hafa ómaga fyrir að sjá geta gefið það sem undanþágu ástæðu, en það er á valdi dómstólanna. hvort sl'k ástæða er tekin til greina. Til^Iæmis eru það nokkrir ungir fslendingar á her- skyldualdri esm hafa aldraða og hruma móður fyrir að sjá og má vera jið sanngjörnum dóms(ólum fyndist það gild ástæða til afsökunar. • 2. peir sem hér hafa verið nógu lengi til þes.s að fá borgarabréf en ekki tekið það og eru því danskir þegnar verða að fara sem berzkir borgarar væru. pað er álitið að hver maður sé skyldur til þess að gerast borgari i landinu eins fljótt og tækifæri býðst ef hann er þjóð- hollur að öðru leyti og vanræksla í þá átt verður undir engum kringumstæðum talin gild ástæða. 3. peir sem hér hafa verið svo stuttan tíma að þeir gátu ekki fengið borgarabréf; hafa til dæmis ekki Verið nema tvö ár, verða ekki neyddir í herinn fyr en sá tími kemur að þeir hafa verið nógu lengi, en vilji þeir fara eru þeir teknir eins og þeir væru borgarar. 4. Sumir hafa verið hræddir um að þeir sem í her- inn færu undir herskyldu lögum yrðu beittir verrl með- fo.rð en hinir sem af frjásum vilja fóru, en þetta er rangt, þeir búa allir nákvæmlega við sömu kjör. 5. pað er áríðandi fyrir alla og skal hér alvarlega brýnt fyrir mönnum að segja satt í öllum efnum þegar til þess kemur áð jgefa upplýsingar viðvíkjandi sjálfum sér eða öðrum. ■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.