Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.09.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1917 Eöíiberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNl, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIIt PRE5S, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IYlar|. Utanáskrift ritstjórans: ' EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Fi|an. VERÐ BLAÐSINS: *2.00 um áriS. „Tribune“ í gapastokknum. . .Bréf birtist í blaðinu “Tribune á laugar- daginn, sem flytpr einmitt þá hugsun sem er þeim flestum sameiginleg er lesið hafa það blað að und- anförnu og fylgst með kenningum þess. Eins og kunnugt er hefir “Tribune verið álitið fólksins blað þangað til nýlega. pað hefir sérstak- lega barist fyrir einu máli án afláts — það er bein löggjöf. “Tribune” hefir sagt það hvað eftir ann- að að fólkið ætti æfinlega að vera æðsti dómari allra mála, og því meira sem málið væri virði, því sjálfsagðara væri að fólkið dæmdi um það með óhindraðri atkvæðagreiðslu. Blaðið hefir ávítað Borden og aðra afturhalds- menn fyrir það að fallast ekki á þessa stefnu og farið um þá mörgum hörðum orðum og maklegum En svo kom annað hljóð í strokkinn. Blaðið snerist alt í einu á móti sinni 25 ára stefnu og hóar nú hærra en nokkurt annað blað um það að fólkinu sé ekki trúandi fyrir að dæma um mál þau sem uppi séu til úrskurðar ef þau séu verulega mikils virði. pessi kenning blaðsins finst mörgum koma eins og fjandinn úr sauðarleggnum og ekki síður hitt að Borden sem “Tribune” hefir einnig rétti- lega dæmt með öllu óhæfan leiðtoga eða þjóðfull- trúa, er nú orðin sá maður hjá þessu sama blaði, sem óhætt er að treysta fyrir stjórnartaumunum þegar allra mest ríður á. Og traustið sem hann hefir þannig áunnið sér hjá þessu blaði alþýðunn- arí!!!) er af því sprottið að hann neitar fólkinu um atkvæðisúrskurð og vill fá að vera lengur við völd án kosninga. Mörg blöð er vér þekkjum hafa brugðist þjóð sinni, en ef til vill aldrei neitt eins átakanlega og blaðið “Tribune.” pað var blaðið sem menn treystu; það var krosstréð, en því miður hefir það reynst fúið og óábyggilegt. Maður hér í bænum hefir sent “Tribune” bréf um þetta efni ög birtist það hér í íslenzkri þýðingu “Ritstjóri “Tribunes”; kæri herra. pegar eg las ritstjórnargreinina í blaði þínu 28. ágúst, þar sem þér hefjið Róbert Borden til skýjanna, komist þér þannig að orði: ‘Stefna Bordens, ef hann heldur henni fram, gerir hann að viðurkendum vini þjóðar sinnar á þeim tíma þegar hollusta var þörf af þeim manni er við stjórnvöl- inn stóð’ og enn fremur segið þér: ‘Fyrir vort leyti höfum vör álitið hann sem þann mann, er sannarleg þjóðfulltrúa stjórn gæti skipað sér um- hverfis.” pér segið fleira af sama tagi, en þetta nægir bæði fyrir mig og marga aðra sem eins og eg hafa lesið blað yðar og ritstjórnargreinar þess um hr. Robert Borden siðan hann tók við völdum fyrir sjö árum. Er ekki þetta sá sami hr. Róbert Borden, sem tók inn í ráðaneyti sitt Robert Rogers, eftir að hann vissi um svívirðingar hans í stjómmálum í Manitoba; tók hann til þess að verða verkamála ráðherra fyir hönd ríkisins og kosningaráðherra fyrir hönd flokksins? Er ekki þetta sá sami Borden, sem hélt þess- um sama Rogers í stjóminni, sem sérstökum upp- áhaldsráðherra og trúnaðarmanni sínum og gerði hann að forsætisráðherra þegar hann sjálfur var f jarverandi? Er ekki þetta sá sami Borden, sem nefndi tvo dómara austur í Canada að eins til þess að lesa framburðinn í máli því, þar sem Robert Rogers hafði réttilega verið fundinn sekur um erkisvívirð- ingar í stjórnmálum í Manitoba — fundinn sekur um ósæmilegt framferði sem ráðherra, af Galt dómara ? Er ekki þetta sá sami Borden, sem útnefndi þá tvo Austur Canada dómara til þess að lesa vitnisburðina og dæmdu það að ekki Rogers held- ur Galt dómari og hinn konunglegi dómstóll væru sökudólgarnir? Er ekki þetta sá sami Borden, sem svo hefir stjórnað málum landsins og þjóðarinnar í síðast- liðinn þrjú ár að hver svívirðingin hefir rekið aðra ? Er það ekki sá sami Borden, sem látið hefir viðgangast þjófnað og svik þegar keypt var hey og annað fóður handa hermanna hestum? Er þetta ekki sá sami Borden, sem leið það að stálið væri og svikið í stórum stíl, þegar keyptir voru hestar, fatnaður, skór og stígvél, sjónaukar, vist- ir af öllum tegundum, skotvopn og verjur handa hermönnunum ? Er þetta ekki sá sami Borden, sem lét það við- gangast auk svikanna við vora eigin hermenn að í sambandi við þetta væri beinlínis stolið mörgum miljónum dala? Er þetta ekki sá sami Borden, sem skipaði nefd til málamyndarannsókna þegar hann var kærður um alla þessa óhæfu bæði af yður og öðr- um mönnum í hinum óháðu blöðum landsins, og fulltrúum þjóðarinnar á þingi — já, var það ekki hann sem þá skipaði nefnd, er flæktist um landið frá einum stað til annars, hugsaði sig um í marga mánuði og komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri athugavert, eða í mesta lagi bæri að veita þjófum og svikurum væga áminningu fyrir van- rækslu ? Og er ekki þetta sá sami Borden, sem lét það viðgangast að þessi sama nefnd legði fram ófor- svaranlega háan reikning fyrir það að leika þenna skrípaleik ? Er ekki þetta sá sami Borden, sem undir sinni stjórn hefir látið útnefna heilar sveitir — hundruð manna — af herforingjum til þess að stjórna canadiska hemum, sem vitanlega höfðu hvorki hæfileika né þekkingu til þeiss starfs, heldur fengu stöðuna fyrir flokksfylgi einungis; og sumir þess- ara manna jafnvel gjörsnauðir af mannkostum auk hæfileika skorts og vernduðu sjálfa sig fyrir kröfum frá heiðvirðum lánardrotnum undir flaggi þ.jóðarinnar og þannig saurguðu bæði það og her- klæði canadiska liðsins? Var það ekki Borden st.jómin, sem ófáanleg var til annars en að láta Rossbyssumar í hendur hermanna’ vorra í meira en ár eftir að þ^ð hafði verið sannað að þær voru óhæfar til vopns og stór- hættulegar fyrir menn vora ? Er þetta ekki sá sami Borden, sem þann dag í dag — einmitt á meðan þér eruð að hefja hann til skýjanna með óverðugu lofi — beitir hnefarétti á fulltrúa þingi þjóðarinnar og bannar þar and- stæðingum sínum að tala máli fólksins að eins í því skyni að þræla í gegnum þingið tillögu um það að kaupa hlutabréf, sem eigendur kalla $60,000,000 virði, en nefnd frá stjóminni sem skipuð var kunn- ugustu og sanngjörnustu mönnum hefir rannsakað og lýst yfir að væru einskis virði? Og viljið þér bera á móti því að þetta sé ein- ungis gert til þess að fylla vasa einstakra fjár- glæframanna með fé almennings, sem með svívirði- legustu prettum og bruðlun hafa komið þjóðþrifa fyrirtækjum vorum í stór hættu bæði stjómarfars- lega og fjárhagslega? Um þetta alt hefi eg fræðst með því að lesa fréttimar og ritstjóraargreinamar í “Tribune” — yðar eigin blaði. Eg trúi því að þetta sé alt satt og trúi því að þér hafið haft sömu skoðun þegar þér birtuð þetta. En hvernig í ósköpunum getið þér þá mælt með þessum sama manni? Og hvemig í dauðan- um getið þér vænst þess að canadiska þjóðin treysti nokkurri stjórn þar sem hann er leiðtogi eða jafnvel meðlimur? Svona kemur þetta mér fyrir sjónir og mörg- um öðrum lesendum blaðs yðar, sem í mörg ár hafa dáðst að hugrekki yðar og sjálfstæði í fólks- ins þarfir.” Yðar einlægur Martin McKittrick, 551 Beresford Ave. petta bréf er orð í tíma talað; það er einmitt hugsun flestra lesenda “Tribune” nú sem stendur Ritstjórinn myndaðist við að svara bréfinu, en það var vandræða svar þótt það væri nógu langt Aðalefni þess var það að enginn afsökun væri færð fram fyrir glæpræðum Bordens, en ef hann gæti safnað utan um sig mönnum til þess að koma í veg fyrir að fólkið fengi að láta vilja sinn í ljósi þá sé “Tribune” ánægt með hann, sem <5tjórnarformann. pama kom frelsispostulinn og þjóðarfulltrú- inn til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem mest á ríður. “Lögberg hefir síðastliðin tvö ár flutt stöðugt upplýsingar um heilbrigði. Hefir þar verið reynt að skýra það helzta sem að gangi mætti koma bæði til þess að forðast sjúkdóma og slys og eins til þess að styrkja heilsuna þegar hún hefir veikl- ast af einhverjum ástæðum eða slys hafa borið að höndum. Reynt hefir verið að setja þetta fram fyrir fólk svo alþýðlega og skiljanlega að það gæti komið sem flestum að fullum notum. Vér væntum þess að allir skilji og viðurkenni hversu mikið er í húfi þegar um heilsuna er að ræða. Enginn auðæfi; enginn staða; enginn lífs- þægindi; enginn glæsileg framtíð, geta jafnast á við góða heilsu eða komið í stað hennar. pví er ekki að leyna að mikið af heilsuleysi því sem fólk þjáist af er ýmist sökum vanþekk- ingar eða skeytingarleysis. Vér erum þess fullvissir að ef allir lesendur “Lögbergs” hafa fært sé.r í nyt að fullu allar þær leiðbeiningar sem blað vort hefir flutt um þetta efni og halda áfram að fylgja þeim eftir beztu föngum, þá verða þær til þess að koma í veg fyrir marga þrauta og sorgarstund á meðal fslenginga. Blaðið mun halda áfram að flyt.ja leiðbeining- ar í þessa átt og vonast til þess að lesendur vorir færi sér það sem bezt í nyt. Eitt er það atriði sem hvorki telst til slysa né veikinda, en veldur þó miklum manndauða bæði hér hjá oss og annarsstaðar. pað eru barnafæð- ingar. Vér vorum að enda við að lesa skýrslu, ný- útkomna í borginni New York þar sem talað er um þetta efni. par er frá því sagt að heilbrigðisráð borgar- innar hefir í þrjú ár haft 8 hjúkrunarkonur sem ekkert hafa gert annað en heimsækja þungaðar konur og stúlkur og leiðbeina þeim þangað til þær verða léttari. Hafa þessar hjúkrunarkonur kent hinum til- vonandi mæðrum heilbrigða lifnaðarháttu að öliu leyti og séð um að þær hefðu góða aðstoð þegar þær veiktust. Bamadauðinn í New York var svo mikill — eins og reyndar alstaðar — að heilbrigisráðið taldi það skyldu sína að taka í taumana, og var þetta eitt af aðferðum þess. Árið sem leið (1916) heimsóttu þessar hjúkr- unarkonur 1,841 tilvonandi mæður og fæddu þær 1,746 lifandi böra. Af þessum bömum dóu 13% af púsundi á fyrsta mánuðinum, sem er hættu legasti tíminn, en að meðaltali dóu þá í New York 36% af 1000, eða næstum þrisvar sinnum eins mörg. petta sýndi árangur eftirlitsins. En það er ekki einungis vegna bamanan, sem þetta eftirlit er nauðsynlegt, heldur einnig vegna mæðranna sjálfra. pessar sömu skýrslur Banda- ríkjanna sýna að 15,000 konur á aldrinum frá 15 til 45 ára deyja árlega af barnsburði eða veikindum og slysum í sambandi við það. — Fimtán þúsund konur á ári, — er það fleira en deyr af nokkumi veiki á jafn löngum tíma nema berklaveiki. Auk þessa er fjöldi kvenna sem missir heils- una við barnsburð vegna einhverra mistaka, van- þekkingar eða hirðuleysis. Jafnvel í bæjum þar sem læknar eru á hver.iu strái og sjúkrahús í tugatali deyja margar konur árlega af bamsburði, hvað þá úti á landi, eða uti í óbygðum þar sem ýmiskonar hjálp er ómöguleg. petta efni er bæði alvarlegt og mikilsvert. “Lögberg hefir nokkrum sinnum flutt bendingar um það, og ætlar sér að halda því áfram og gera það eins greinilega og alþýðlega og unt er. Vér viljum minná lesendur “Lögbergs” á það að lesa vel heilbrigðisbálkinn og færa sér hann í nyt. Heilbrigði er að minsta kosti eitt af því sem mest á ríður. Iskyggilegt útlit Á föstudaginn voru þær ráðstafanir gerðar í Bandaríkjunum að enginn matvæli skyldu flytjast þaðan til hlutlausra landa í næstu tvo mánuði. Ástæðan fyrir þessu er sú að útlit er fyrir litla uppskeru þar og talið óvíst hversu mikið sé hyggilegt að selja. Stjórnin hefir skipað að skrásetja allar vistir í landinu, bæði kom og annað og er verið að bíða eftir að öll uppskera komist inn og verði skoðuð til þess að vita nákvæmlega um allan forða sem þjóðin hafi. Er talið líklegt að tvo mánuði þurfi til þess og því er þetta bann sett á útflutning. Hundrað hollenzk matvöruskip biðu hlaðin í Amer- íku þegar þetta bann var sett á og er þeim öllum fyrirboðið að sigla. Ekki er nóg með það að skrásetja eigi allar vistir innan ríkis, heldur er einnig farið fram á að þau hlutlausu lönd, sem vistir vilja fá frá Banda ríkjunum gjöri það sama til þess að hægt sé að reikna út hversu mikið þær þjóðir þurfi. Er enri ekki útséð um hversu mikil uppskera verði hjá sumum hlutlausum þjóðum og því óvíst hversu mikils þær þarfnast sérstaklega af kommat. petta verður að líkindum alvarlegt fyrir ís- land. Næstu tveir mánuðir eru einmitt hentug- astir til vista aðdrátta þangað, þegar sækja verð- ur alla leið til Vesturheims; en eftir því að dæma hvernig skipun stjórnarinnar er orðuð nær þetta að sjálfsögðu til íslands sem annara landa. En oss kemur eitt í hug; það er gefið sem ástæða fyrir banninu aðallega að ekki sé víst um uppskeru hlutlausu landanna og því óvíst hversu mikils þau þurfi. petta getur eiginlega ekki átt við íslendinga. par er um enga uppskeru að ræða og þess vegna geta íslendingar vitað það eins glögt nú og nokkru sinni seinna hversu mikils þeir þurfa. Standa íslendingar að þessu leyti öðru vísi og bet- ur að vígi en hinar þjóðirnar. pað er því frá voru sjónarmiði ekki óhugs- andi iio undantekning fengist frá þessu fyrir f<- lendinga, einmitt af þessum ástæðum; að því er þá snertir er eftir engu að bíða. Verzlunarfulltrúi íslendinga herra Ámi Egg- ertson er staddur suður í Bandaríkjum og mun óefað gera sitt allra bezta til þess að íslandi verði ekki stofnað í voða af þessu ákvæði. pað er víst að hann lætur ekkert ógert sem í hans valdi stend- ur í þessu efni því hann er alþektur að því að beita sér öllum og óskiftum fyrir þau mál sem hann vill vinna gagn, og um það efast enginn að hann vilji vinna ættjörðu vorri og þjóð alt það lið er hann má; hann hefir sýnt það við mörg tækifæri. Verði þessu ekki komið til leiðar fyrir milli- göngu verzlunarfulltrúans sem vonandi er að verði þá virðist oss það ekki fjarri að íslendingar hér > álfu beggja megin land imæranna fari fram á það við stjórnirnar að þær veiti þessa undanþágu, þar sem tæpast er hægt að segja að fsland sé hlutlaust ef tillit er tekið til þess að fleiri fslendingar hafa farið í stríðið með bandamönnum en nokkur önnur þjóð hcfir ugt fram hlutfallslega; og það meira að segja margir íslenzkir borgaraþ sem nýkomnir voru til þessa lands. Vér teljum það með öllu ólíklegt ef allir ís- lendingar hér væru samtaka í þessu, að ekki mætti koma því til leiðar bæði vegna þess sem áður er sagt og eins sökum hins að hér er að eins um ör lítinn forða að ræða í samanburði við það sem hin löndin þurfa. pað væri níðingsverki næst ef íslondingum hér t. d. væri bannað að senda lífsbjörg þurfandi bræðrum sínum heima, ef á þyrfti að halda og ís- lendingar í Vesturheimi gætu lagt fran alla þá vöru sem þörf væri á. r - SÓNHÆTTIR (Sonnets). X. Insta röddin. 0 Hún heyrist stundum alt of, alt of seint á æfi manns. Sem farfugl hausti á loks heyra léti hljóð sín veik og smá, sem hæstu söngvar fengu skýlt og leynt alt vor og sumar. — Eyra ætíð beint þær efstu raddir berast — haldi ná á alhug vorum — æfi vorrar þrá, svo instu rödd vér fáum sjaldan greint: Vora’ eigin sál, vorn hljómblæ himni frá, sem hávær glaumur jarðar kvað í dá. — Vort alt sem var og er og verður reynt. Og fyr má landið-langra-skugga sjá, en lífsins insta rödd oss vakni hjá, ef lífið fyrir munn og maga’, er treint. p. p. p. ! > ! i | í i ! í THE DOMINION BANK STOFNSEl'TUIt 1871 HöfuðstóU borguður og varasjoour . . $13.000,000 Allar elKnlr................. $87.000,000 Bankastörf öll fliótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á að gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eöa þeim bætt við innstæður frá $1.00 etSa meira. tvisvar á ári—30. Júni og 31. Desember. 384 ’Yotre Daine Branch—W. M. HAMII/TOfí, Manager. Selkirk Brzuich—M, S. BURGER, Manager. i i í i i NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll grsiddur $1,431,200 Varasjóðu...... $ 848,554 foriuaður................. Capt. WM. ROBINSOM Vice-President - JAS. H. ASHDOWJi Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. Ií. BAWI.F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELb, JOHN STOVKU Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlö einstaklinga eöa félög og sanngjarnir skiimálar veittir. Ávisanir seldar til hvaöa staöar serrt er á Islandt. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóösinnlögum, sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagöar viö á hverjum 6 mánuöum. T’ E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. :AÝý«S:,y4Í,v»S:r/4S:ýí\::ÁVí Norðurlönd. Danmörk. Talið var víst í sumar að stjórnar- skifti mundu verða í Danmörku. Zahle heitir forsætisráðherrann, eins og kunnugt er; hann og stjórn hans eru einkar frjálslynd. í þinginu var jafnaðarmaður stjórnarinnar megin sem Th. Staun- ing heitir; hafði hann ætlað að taka þátt í undirbúningu jafnaðarmanna þingsins í Stokkhólmi ásamt fleiri mönnum frá Hollandi og skandi- navisku löndunum. Þremur ráðherr um hafðí verið bætt við í stjórnina síðan stríðið hófst, var einn þeirra Stauning þessi, sem fulltrúi jafnaðar- manna, annar Rottboll fulltrúi ihalds manna og sá þriðji Christensen, full- trúi frjálslynda flokksins. Þátttaka Staunings i Stokkhólms fundinum varð til þess að stjórninni var mjög legið á hálsi og krafðist íhaldsflokk- urinn þess að hann segði af sér. Þegar Bandaríkin fóru í stríðið fór Stauning hörðum orðum um það, og varð það til ]>ess að Dr. Egan, full- trúi Bandaríkjanna lét í ljósi megna óánægju. Af þessu varð svæsni mikil og flokkaskifting. zTahle neit aði samt enn þá að taka í taumana. Þá sagði Rottboll afturhaldsráðherra af sér, en tók afsögn sina aftur sam- kvæmt beiðni konungsins. Þetta varð til þess að flokksmenn hans vildu ekki viðurkenna hann. Loksins var þó miðlað málum með því móti að Stauning hætti að starfa i Stokkhólms fundar nefndinni og fór Joseph Borgbjerg í nefndina í hans stað. Joseph Borgbjerg þessi er ritstjóri lilaðsins “Social-Demokrate”. Stjórnin í Danmörku hefir skipalð nefnd til þess að ráða yfir vistum landsins; hefir sú nefnd lagt til að fækkað sé svínum í landinu um 40 til 50 af hundraði til þess að létta á fóðrutn; en bæjarstjórnin í Kaup- mannahöfn hefir keypt þriggja mil- jóna króna virði af svínakjöti og salt- að það; á að geyma það til vonar og vara ef vistaskort beri að höndum. Eldiviðarskortur er tilfinnanlegur í Danmörku. Kolanámurnar sem fundust á Jótlandi og menn gerðu sér miklar vonir um hafa ekki reynst eins góðar og ætlað var. En nú er verið að afla sem mests af viði ti! eldsneytis. Allir sem skóglönd eiga verða samkvæmt lögum að höggva helmingi meira í ár en venjulegt er. Steinolía er bönnuð sem ljósmatur. Vindmylnur sem mjög voru notaðar í gamla daga j Danmörku lögðust nið- ur þegar rafmagnið kom til sögunn- ar, e» nú hafa þær verið teknar upp aftur til þess að spara kol. Maður i 1 Kaupmannahöfn sem stórsölu hefir á hendi hefir verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ólöglegan vöruflutning út úr Iandinu. Hafði hann flutt 500 tunnur af feiti frá Friðrikshöfn til Kaupmannahafn- ar, en á leiðinni var skipið tekið fast af Þjóðverjuip; var það sannað að þessi kaupmafcur, sem Beck heitir, hafði verið í samráði við Þjóðverja með þetta. Útflutningur fólks frá Danmörku liefir aukist i ár frá því sem var í fyrra; hafa alls flutt í burtu 4,265, en í fyrra fluttu brott rúm 3,000; ár- ið áður en stríðið bvrjaði fluttu burtu 8,800. Svíþjóð. Fulltrúar skandinavisku stjórnanna héldu fund í Stokkhólmi sem byrja&i !). maí. Aðalmálið sem þar var rætt var nauðsynin á því að gera skandi- navisku löndin eins óháð ymheimin- um og mögulegt væri. Ákveðið var að sjá um sanngjarna útbýting vista og ráðstafanir voru gerðar til þess að flytja reglulega danskt smjör og svínakjöt um öll Norðurlönd þar sem þörf væri á og fá það í hendur kon- unglegri nefnd,. sem til þess er skip- uð. Svo mikill vistaskortur er t Sví- þjóð að stjórnin hefir ákveðið að taka í sitt vald alla uppskeruna i ar og alt korn sem til er í landinu. Swarz forsætisráðherra segir að ekki sé skortur sem stándi, en þessi ráð væru tekin til þess að vera viss um nægtir þangað til sáð hefði verið 1918. Þeg- ar hann lýsti því yfir í þinginu ný- lega að Svíþjóð ætlaði hfr eftir sem hingað til að halda sér frá stríðinu glumdi við Iófaklapp frá öllum flokk- um. 5. júní heimtuðu foringjar allra framsóknarflokka yfirlýsingu frá stjórninni um það hvaða innan- lands umbótum hún hefði hugsað sér að koma á. Kröfðust þeir jafn- réttar allra í öllum málum og heinn- ar löggjafar, betri hagsmuna fyrir verkamenn og hærri launa er ákveð- in séu með lögum. Forsætlsráðherr- ann kvað óheppilegan tíma nú fyrir slíkar breytingar. Svar hans var brátt borið til þeirra sem utan þing- hússins biðu úrslita og voru þar margar þúsundir manan og kvenna; urðu þar svo miklar æsingar að í bardaga sló með lögreglu og verka- mönnum; særðust þar allmargir, en engir mistu lífið. Var farið fram á það af sumum að kallað væri til al- menns verkfalls, en verkamálastjórn þjóðarinnar neitaði því. Ný vínbannslög mjög mikils virði komast í gildi í Svíþjóð 1. janúar 1919. Verður samkvæmt þeim öll áfengisverzlun í allri mynd tekin úr höndum prívat manna og rekin at stjórninni á sama hátt og var í Saskatchewan um eitt skeið. Fjórtán svensk skip, sem haldið var á Englandi voru látin laus um mánaðarmótin júní og júli og lentu þau í Gautaborg undir varðveizlu frá Þýzkalandi 6. júlí. Noregur. Flokkur landráðamanna hefir orð- ið uppvís í Bergen í Noregi. Komst það upp að suðurheimskautsfarinn þýzki kafteinn Filchener hafði mis- beitt þeim góðu viðtökum sem hann fékk til þess að stofna njósnarmanna flokk i bænum. Voru Jjeir ráðnir fyr- ir lágt kaup til þess að gera skýrslur þýzku stjórninni um ferðir norskra skipa. Fjórtán manns voru fundnir sekir um þetta 5 júní og dæmdir í 1-9 mánaða fangelsi. Bæði blöðin og fólkið láta illa yfir því hversu væg hegningin var á þessum mönnum, sem voru bein orsök í því að skotið var á norsk skip. Tveim vikum siðar fundu lögreglu- þjónarnir í Christjaniu tvö vagn- hlöss af sprengiefnum í húsi Finn- lendings er Hjálmar Wertanen heitir. Voru það spreiigikúlur allavega út- búnar þannig að þær virtust ekki hættulegar, sumar litu út eins og kola- molar, sem hægt hefði verið að láta í skip saman við kol svo að engan grunaði hvað væri. Hafði þetta verið flutt til Noregs af þýzkum um- boðsmanni, Baron Aron von Ranten- fels og hafði það komist gegn um tollhúsið vegna alþjóða kurteisisregla, þar sem þessi tnaður átti í hlut. . Fordæming á þessu tiltæki var bor- in fram af utanríkisráðherranum og afsakaði þýzka stjórnin það með hangandi hendi. Er álitið að eitfhvað af þessum sprengikúlum hafi orsak- að hvarfi 40 norskra skipa sem hvergi hefir frézt til, þar sem það er svo að Segja ómögulegt fyrir skipshöfn að bjargast þegar sprenging verður inn- anborðs. Þjóðverjar tóku ^fyrir skömmu skipið “Þórunn”, sem stjórnin i Noregi hafði leigt til þess að flytja hey handa sveltandi nautgripum í norðurhluta Noregs. Sagt er að neðansjávarbátar T>jóðverja komi stundum í líking fiskibáti eða eins og skipsflök og villi þannig sjónir. Kaui>gjald allra stjórnarþjóna í Noregi hefir verið hækkað um 20% Sömuleiðis hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar til þess að draga úr dýr- tíðinni, hafa allar lífsnauðsynjar hækkað um 97% í Christjaniu síðan árið 1901. Stórt félag hefir myndast í Noregi með þriggja miljón króna höfuðstóli í þvi skyni að kaupa olíunámurnar á Vesturindlands evjunni Trinidad; hefir félagið aðalstöðvar sínar i Christjaniu og útibú í Lundúnaborg á Englandi. Brauð í Noregi er nú orðið 80 au. og talið víst að það verði hráðlega kr Á Búgarði einum í Noregi hefir fundist haugur í jörðu, er í honum skip, sverð öxi og aðrar fornmenjar. Var þetta i skemtigarði einum scm heyrir til búgarðinum Jarlsberg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.