Lögberg - 25.10.1917, Page 3

Lögberg - 25.10.1917, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Fyrir utan dyrnar stóð Lucy, skjálfandi af hræðslu, hallandi sér að dyrastafnum. Hávaðinn í herbergi föður hennar hafði vakið eftirtekt henn- ar, svo að hún hljóp upp, en stóð kyr fyrir utan dymar, of hrædd til að fara inn. Hún snerti hand- legg Carltons. “ó, segið þér mér hvað skeð heíir? Eg heyrði nafn Lauru. Hvað hefir hún gert?” Carlton hristi hendi hennar af sér og hélt áfram hugsandi. En áður en hann var kominn ofan úr stiganum, áttaði hann sig og gekk aftur til litlu stúlkunnar. “Verið þér ekki hræddar, góða; það er ekkert til að vera hrædd af. Eg bar upp uppástungu fyrir hr. Chesney kaptein, og þegar hann svaraði henni gleymdi hann að vera kurteis. pað jafnar sig alt, og þér megið segja Lauru það frá mér. Fyrirgefið mér að eg var svo ókurteis, Lucy, við yður; eg gleymdi sjálfum mér á því augnabliki”. Hann yfirgaf húsið og gekk að hliðinu, þar mætti hann báðum Chesney systrunum. J7ær höfðu glejunt einhverju, sem þær ætluðu að taka með sér ofan í bæinn, og voru því komnar aftur til að sækja það. Carlton nam staðar fyrir framan þær og lyfti upp hattinum. Jana furðaði sig á að hann var svo djarfur að stöðva þær. “Get eg fengið að tala fáein orð við yður í einrúmi ?” spurði hann Lauru alt í einu. Hún roðnaði mikið; en af hugsunarleysi eftir fáein augnablik ætlaði hún að fara með honum, ef Jana hefði ekki hindrað hana. ' “J7ér getið ekki haft um neitt leyndarmál að ræða við ungfrú Lauru Chesney, sem ekki má segja.í annara áheyrn, hr. Carlton. Eg verð að biðja hana að neita tilmælum yðar”. Með opinberri þrjózku við systur sína, gat Laura ekki orðið við bón hans. Carlton sá líka að hún gat það ekki, og áform hans var ákveðið. Hann sneri sér að Lauru, um leið og hann bað ung- frú Chesney að hlusta á sig, en gaf henni svo engan gaum fremur en hún væri ekki til staðar. “Eg hefi talað við Chesney kaptein. Eg hefi beðið hann að leyfa mér, að eg mætti snúa mér til þín, en hann tók á móti tilmælum mínum eins og þau væru svívirðing fyrir sig. Hann vildi ekki leyfa mér að bera fram bón mína eða koma með skýringar; hann hagaði sér þannig við mig, sem eg held að enginn heiðarlegur maður hafi áður þurft að mæta. Laura, eg gét nú hér eftir að eins treyst þér”. Hún stóð fyrir framan hann blóðrjóð í fram- an, hrædd en ánægð. “En Pómaborg var ekki bygð á einum degi”, bætti Carton \ lú “Steini var bætt við stein, kalici við kalk, og stoð við stoð. Jafn illa og Chesney kaptemn hefir tekið á móti mér í dag, vil eg þó fyrirgefa honum þín vegna, og eg vona að sú stund komi, þegar mögulegt verður að fá hann til að hlusta á okkur. Við verðum bæði að reyna að sigra hleypitíóma hans”. Jana gekk nú nær þeim; hún vissi hvernig framkoma sín mundi hafa verið, ef þessi uppá- stunga hefði verðið borin upp fyrir henni, og hún efaðist lítið um hvemig faðir hennar mundi hafa tekið henni. “Hefir faðir minn bannað yður að koma á heimili sitt1?” “Já, hann gerði það. En, eins og eg sagði verður systir yðar og eg að vona að við getum sigrað hleypidóma hans. Ungfrú Chesney”, sagði hann um leið og hann greip hendi hennar gagn- stætt vilja hennar, “verið þér okkur ekki andstæð. Eg get ekki mist Lauru. “J?ér segið ‘okkur ekki andstæð’, svaraði Jana. “pessi orð benda næstum því á það, að í þessu málefni s? systir mín yður samjdóma. Er það þannig?” “Já, það er hún”, svaraði Carlton mjög alvar- legur; “samband ástarinnar. Ungfrú Chesney, það er ekki barnsleg tilhneiging, sem við berum hvort til annars, sem mögulegt er að leggja frá sér eða losa sig við, jafnvel ekki samkvæmt vilja föður ykkar. Viljið þér hjálpa okkur til að sigra mótstöðu hans?” “Nei”, sagði Jana lágt en ákveðin. “Eg er mjög hrygg og undrandi yfir því að heyra yður segja þetta. pað sem þér hugsið um og ætlið yður, skeður aldrei”. “Eg sé það nú”, sagði hann eins kuldalega og hann gat, “að þér eruð á sömu skoðun og faðir yðar, gagnstæð okkur. Ungfrú Chesney — leyfið mér að segja það — þér eruð máske enn ekki ósigr- andi. Eg segi yður, og segi Lauru það í nærveru yðar, að eg vil gera alt sem í mínu valdi er til að þröngva þessum ráðum yðar; eg vil gera alt sem eg get til að öðlast hana. Elskan mín —” og rödd hans breyttist; hann talaði nú blíður og innilegur — “vert þú að eins trygg við^nig,- það er alt sem eg bið þig um. Eg fæ ekki oftar að koma í hús föður þíns; en eg skal sjá þig annarstaðar, þó það verði að eins af tilviljun á götunni, eins og núna. Verið þér sælar ungfrú Chesney”. Hann gekk ofan í bæinn, en sannfæring um framtíðar sorgir fæddist í huga Jönu Chesney, þeg- ar hún horfði á eftir honum. En hana grunaði ekki hve beisk sú sorg mundi verða. XVIII. KAPÍTULI. Andlitið sýnir sig aftur. Laúra Chesney átti í miklu stríði við sjálfa sig. Tvær tilhneigingar borðust um völdin í huga hennar. Átti hún að vera hlýðin eða óhlýðin? Átti hún að ganga hina beinu götu skyldunnar og hlýða föður sínum, samkvæmt þeim skilningi á hinu rétta sem hún var alin upp við, eða átti hún að þrjózkast við því að yfirgefa heimili sitt, yfir- gefa það með leynd til þess að verða kona Carltons? Dag þann sem Carlton hafði beðið Chesney að gefa sér Lauru, hafði faðir hennar skipað að hún skyldi koma upp til sín. Hann hlífði henni ekki; sér- hverri ásökun, sem málefninu var á einhvem hátt viðkomandi var beint að henni af hinum æsta föður hennar, og að síðustu bannaði hann henni að renna huga sínum til Carltons nokkru sinni eftir þetta. Svívirðingarnar sem hann jós yfir læknirinn, er ekki grunaði neitt um þetta, hefðu þótt stórkostlegar ef þær hefðu verið talaðar á leiksviði í leikhúsi; nú vöktu þær að eins mótþróa og þrjózku hjá Lauru. Hann sagði henni, að sér geðjaðist ekki að Carlton, nema sem lækni, og að ekkert í heiminum gæti fengið sig til að taka hann í fjölskyldu sína. Og þetta staðfesti hann með nokkrum ónauðsynlegum orðum. Laura dró sig í hlé miög eftirlát, að því er séð varð. Hún þorði ekki að sýna honum neina óhlýðni, og kapteinninn komst að þeirri niður- stöðu, að öllu væri vel fyrirkomið. Hvort að hinar uppreistargjömu, eirðarlausu tilfinningar Lauru, mundu seinna hafa látið undan skyldunni, ef hún hefði verið látin ein út af fyrir sig, er ekki hægt að vita, en Carlton notaði hvert tækifæri til að halda þeim við og auka hær. Hann vantaði ekki tækifærin. Laura — hin áhyggjulausa, síngjama, ámælisverða Laura — hafði látið undan fortölum hans og samþykt að hafa leynda samfundi. Hvert kveldið á fætur öðru þegar dimt var orðið, var Carlton til staðar í myrka kjarrinu, sem var fyrir framan hús Ches- neys kapteins, og Laura átti alls ekki erfitt með að koma þangað til hans. Kapteinninn og ungfrú Chesney hefði átt jafnhægt með að fara út og mæta hlaðinni fallbyssu eins og til að mæta karl- manni, svo allar hreyfingar Lauru voru frjálsar. En það var ekki mögulegt að þetta gæti lengi haldið áfram, Laura var ekki alin upp við látalæti, uppgerð og svik, og hún skammaðist sín yfir sjálfri sér. J?að var líka annað sem olli henni hug- arangurs — hún var hrædd við uppgötvun. Á hverju kveldi, þegar hún læddist skjálfandi inn í kjarrið, sagði hún Carlton að þetta yrði að vera í síðasta skifti; hún þyrði ekki að koma aftur. Og setjum svo að þetta yrði það síðasta, hvað skeður þá? spurði hann. Áttu þau að skilja fyrir fult og alt? Að hugur vesalings Lauru var of mjög hneigður til að aðhyllast þær ástæður, sem hann hvíslaði að henni — að það var að eins ein aðferð til að ráða bót á þessu vandræðalega ásigkomu- lagi, nefnilega sú, að flýja með honum. pað þurfti ekki nema fáeina daga til að fullkomna þetta — að sannfæra hana um, að þetta væri í öllum til- fellum það bezta sem þau gætu gert, og fá hana til að samþykkja þetta. Á meðan hún væri Laura Chesney, myndi faðir hennar vera jafn óbilgjarn og ósigrandi, sagði hann; en þegar þau væri gift, myndi þeim verða auðvelt að fá hann til að fyrir- gefa. petta hélt Carltori sjálfur, þegar hann sagði þetta. Hann hélt að þessar hávaðagjörnu og bráð- fyndu manneskjur, sem er svo gjamt til að hella úr sér ilskunni í einum spretti, myndu ekki bera fáþykkjuna mjög lengi. Hann hefir máske haft rétt fyrir $ér í því, að það er vanalega þannig, en það eru undantekningar frá öllu. Með mörgum tárum, stunum og samvizkubiti gaf Laura sam- þykki sitt, og Carlton sagði henni um leið frá áformum sínum. Hefði honum ekki verið bannað að koma í húsið, þá hefði Laura aldrei gefið sam- þykki sitt til þessa fyrirtækis; en að .halda áfram að læðast út hrædd og skjálfandi til að sjá hann, hefði hún ekki þorað, og að Jifa án þess að sjá hann hefði hún alls ekki getað þolað^til lengdar. pessir fáu dagar, sem liðnir voru eftir að faðir hennar varð ósáttur við elskhugann, fundust hehni eins langir og heilt ár. Síðar á æfi sinni þegar hún leit til baka til þessara tíma, spurði hún sjálfa sig hvört það væri í raun og veru mögu- legt, að þetta hefði að eins verið fáir dagar, í mesta lagi fjórtán, meðan hún var að fá sig til að yfir- gefa heimili sitt með Carlton. Að eins fáeinir dagar meðan hún var að íhuga þetta fyrirtæki, sem varð að ákveða um alt framtíðarlíf hennar. En við verðum að halda áfram. pað var hér um bil mánuði eftir dauða frú Crane, og tunglíð gladdi jörðina aftur með geislum sínum, sem voru raunar daufir og óskírir. Dimm ský svifu í gegnum geiminn, og fáeinir regndropar íéllu niður við og við, sem boðuðu meira úrfelli. Laura Chesney læddist út úr húsi föður síns um dymar, sem notaðar voru aðallega af vinnu- fólkinu. Hún var í svörtum silkikjól, af því hún var að syrgja lafði Oakbum samkvæmt tízkunni, og hafði lagt svart sjal yfir höfuð sitt og herðar. Hún gekk hratt niður mjóa hliðarstiginn, sem lá frá þessum dyrum út að garðshliðinu, og hljóp inn í þétta trjárunnann. petta var á ynilli kl. átta og níu, og hefði hin daufa tunglsbirta ekki verið til staðar, þá hefði verið afardimt. Laura kom seinna en hún hafði ætlað sér. Kapteinn Chesney var nú orðinn svo hress aftur að hann var á ferli, bæði inni og úti, og honum hafði þóknast að láta tekönnuna standa og bíða á borðinu, áður en hann lét Jönu hella úr henni í bollana. Laura sat mjög óþolinmóð; beið Carlton eftir henni? og skyldi hann fara aftur? Laura drakk teið sitt mjög fljótt, og neitaði að þiggja meira, fór svo út úr her- berginu um leið og hún sagðist hafa höfuðverk. Án þess að skeyta um regndropana sem féllu úr loftinu, eða mörgu dropana sem duttu ofan á hana, þegar trén og kjarrið skalf, þaut Laura mitt inn á milli Jreirra. par stóð Carlton og hallaði sér að tré, sem var gildara en hin. Laura, sem ávalt var hrædd um uppgötvun þessara samfunda, flýtti sér til hans til að leita huggunar. “ó, Lewis, eg var svo hrædd um að þú værir farinn! Eg hélt að eg gæti aldrei losnað í kveld. Pabbi var að lesa í blaðinu og Jana vildi ekki hella teinu í bollana fyr en hann beiddi um það. Eg þorði ekki að fara fyr en eg var búin að drekka teið, því annars hefði verið kallað á mig”. Að eins eitt kveld enn þá, Laura, og svo verð- ur alt búið”, var hið huggandi svar hans. Að minsta kosti leit hann svo á, að það hlyti að vera huggandi. En það skref sem Laura ætlaði nú að stíga, stóð fyrir hugskotssjónum hennar í allri sinni alvöru og dimmu skelfingu. “Eg veit ekki hvort eg get gert það, Lewis”, tautaði hún með hryllingi. “J?að er svo voðalegt fyrirtæki. Heyrir þú, Lewis? — svo voðalegt fyr- irtæki”. “Hvað þá?” spurði Carlton. “Að hlaupa burt úr húsi föður míns. Eg hefi lesið um slíkt í bókum, en eg hefi aldrei þekt neinn sem hefir framkvæmt það í raun og veru, og nú, þegar stundin nálgast, get eg ekki lýst Jrví fyrir þér hvem hrylling það vekur hjá mér. Við erum alin upp til að vera hlýðin”. “pey, Laura! pú lítur á þetta með ónauð- synlegri alvöru”. Hún svaraði ekki hátt, en hún fór að spyrja sjálfa sig, hvort mögulegt væri að lita með ofmik- illi alvöru á flótta dóttur frá húsi föður síns. Samvizka Lauru var óvanalega vel vakandi þetta kveld. Lítill tunglsgeisli féll nú á andlit hennar á milli trjánna og Carlton sá strax hve alvarlegur svipur þess var. Hann gat sér til um hugsanir hennar og svaraði þeim. “Laura, þú mátt trúa mér, þú getur haft of alvarlegar skoðanir um þetta. pegar einhver fað- ir er of ráðríkur, þá hefir dóttir hans heimild til að brjóta fjötra sína. J?ú ert þó hvorki reikul eða staðfestulaus Laura, Laura! pú ætlar þér þó ekki að eyðileggja áform okkar? pú ætlar líklega ekki að hopa á hæl frá mér á síðasta augnabliki?” Hún fór að gráta. “Nei, eg vil ekki skilja við þig”, sagði hún. “En eg veit ekki hvemig það er; eg er svo hrædd við alt í kveld, mest af öllu hrædd við hina óvissu framtíð”. Carlton gerði alt hvað hann gat til að hugga hana. Ástrík, alt of glæsilega röksemdafærsla. lymsk og slæg orð, sem blíðan huldi falsið í, var hvíslað í eyra hennar. það var að eins gamla sag- an, sem áður hefir oft verið sogð, og verður eflaust sögð mörgum sinnum enn þa, þar sem tilhneiging og samvizka eru andstæðar, og hin síðari verður undan að láta. “Eg get ekki lifað án þín”, endurtók hann með ákafa miklum. “J7ú mátt ekki bregðast mér núna”. pað getur verið að hann hafi álitið að hún gæti ekki lifað án hans. Hún lét huggast og varð róleg. Smátt og smátt hurfu tormerki hennar, eitt og eitt í senn, og hún fór að tala um áform þeirra við hann, hvemig hún ætti að komast burt, án þess að eftir henni yrði tekið og hún elt. I ’ótl a- stundin nálgaðist; eftir tuttugu og fjóra klukku- tíma átti flóttinn fram að fara. En það var orðið framorðið; það var kominn tími til fyrir Carlon að fara og fyrir Lauru að vera inni, svo hennar yrði ekki saknað. Carlton yfirgaf hana loksins með mörgum kveðjuorðum, marg- endurteknum. Laura stóð í sömu spomm fáeinar mínútur, til þess að jafna sig og til þess að endur- taka í huga sinum hinn kæra, stolna samfund. Að eins nokkrar stundir enn þá. og að þeim liðnum, ef alt gengi vel, var hún hans um alla ókomna æfi- daga. Runnamir og trén í kringum hana vom áreið- anlegt skýli. J?að var þurt þar og logn, og hún hafði látið sjalið detta af herðum sínum án þess að hugsa um hvar það var. En nú fór hún að leita að því, og einmitt á sama augnabliki hvarf skýið sem skygði á tunglið, og Laura leit á það milli blaða trjánna, það var bjartara nú en það hafði verið þetta kveld. pegar hún var búin að taka sjalið upp, fleygði hún því á axlir sínar, en um leið rak hún upp hljóð, og blóðið hætti næstum að renna um æðar hennar. pað stóð einhver á milli trjánna og horfð á hana; einhver sem raunar líktist mannlegri veru, en var þó svo ólíkur og undarlegur. Hann gekk fram og nálgaðist, nógu nálægt til bess að mega tala lágt og vera þó heyrður. “Laura Chesney, hvað hefir þú að gera við Lewis Carlton?” Hún stóð magnlaus af hræðslu og undran og hallaði sér upp að tré, án þess að segja nokkuð, með galopin augu og hendumar grípandi um sjalið “Skiftu þér ekkert af Lewis Carlton”, bætti röddin við, “ef þú hugsar um þína eigin gæfu, jafn- vel um líf þitt, haf þú þá ekkert saman við hann að sælda. Spurðu hann hvað hann hafi gert við Clarice. Spurðu hann hvort hann verzli með eitur” Eins hægt og mögulegt varð hvarf veran og röddin fyrir sjón hennar og heym. Laura fanst að hjarta sitt hætti að slá og að lífið væri að hverfa. Nú vildi það þannig til að Carlton, eftir að hann var gengin í burt, mundi eftir nokkru sem hann ætlaði að segja Lauru viðvíkjandi áformi þeirra næsta kveld. Hann hafði genðið fáein skref niður veginn, áður en hann mundi eftir því; en hann sneri strax við, lauk upp hliðinu og gekk inn í garðinn. Að eins fáein skref frá honum, rétt fyrir framan gangstiginn, stóð maður í stórri ferða kápu með stóran og breiðan hatt á höfðinu, gildur en lágvaxinn — að því er C'arlton sýndist. Hann áleit að þetta væri einn eða annar ferðamaður, sem líklega væri nýkomÍNn og ætti viskifti við heimilis- fólkið; hann áleit að hann hefði farið inn um hliðið á sama augnabliki og hann sjálfur fór út. par eð hann var sér þess meðvitandi, að hann var nú ekki staddur á landi Chesney í hinum bezta tilgangi, varð læknirinn mjög feiminn. Á þessu augnabliki sneri ókunni maðurinn sér við og lyfti upp hattin- um, sér til stórrar undmnar sá Carlton sama and- litið sem hann hafði séð eitt sinn áður. pað var ama andlitið og hann hafði séð hjá stiganum í Palace Street, kveldið það sem sjúkl- ingur hans dó; sama hörkulega andlitið með hið mikla svarta kinnskegg og hrímföla hörundið. Vaxandi hlæðsla, eins og hinn dauði stæði fyrir framan hann, greip Carlton; hann vissi ekki hvort veran fyrir framan hann var afturganga eða mann- eskja; hann studdi hendinni á enni sér litla stund til þess að ná sjálfstjóm sinni, en þegar hann leit upp aftur var vofan, horfm. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyl Vorif er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja likamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert rr.eð því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Hornl Sarsrent Ave. og Atmes St- Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College em ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CDLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniœð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wfnnipes LJÓMANDI SILKI-AFKLIPPUR i “Crazy Patohwork,” af ýmsrum tegundum, tll a6 búa til úr teppl, legubekkjar-pú8a, og setur. Stðr| 25c pakki sendur til reynalu. 5 PAKKAR FYRIR $1.00 PEOPLE’S SPECIALTIE8 OO. Dept. 18, P.O. Box 1836, Winnlpegll Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Homi Notre I Traust á Laurier. Fjölment þing frjálslyndra manna í Óttawa var haldið á fimtudaginn. Var.þar lýst fullu trausti á Laurier sem leiðtoga og ákveðið að útnefna þingsmannsefni undir stefnu hans í hverju kjördæmi. Var sterkri van- þóknun og vantrausti Iýst yfir til þeirra manna sem gengið hefðu í ■afturhaldsstjórnina. Joseph H. Dumas fylkisþingniaður sagði á föstudaginn að litill efi léki á því að Laurier menn vrðu kosnir í flestum kjördæmum fylkisins. Hann ei nýkominn úr ferð um alt fylkið og segist liafa komist að því með kynningu sinni á hugsun fólksins að það sé yfir höfuð eindregið á móti Bordenstjórninni. ekki sízt síðan sam- steypan varð. á föstudaginn var haldinn afar- fjölmennur fundur í Springfield kjör- \ dæmi í Manitoba til þess að útnefna j þingmannsefni. Var útnefndur mað- ur sem G. A. Charette heitir; hann er lögmaður og herforingi og fylgir eindregið stefnu Lauriers. Fundur- inn fordæmdi Borden stjómina, forr dæmdi þá sem hlaupið höfðu undan merkjum frjálslynda flokksins og leit- að skjólá í afturhaldskvíunum og lýsti fullu trausti og óskiftri hollustu hin- um viðurkenda leiðtoga frjálslynda: flokksins í Canada Sir Wilfrid Laurier. “Vér emm í stríði fyrir þjóðstjórn ar hugmyndum”, sögðu fundarmenn í einhljóða samþykt. “Vér erum í stríði á móti einveldi og ofbeldi; Bordenstjórnin er andstæð öllurn þjóðstjórnar hugmyndum og eindreg- in einveldis- og ofbeldisstjórn. Það getur því ekki farið saman að vilja vinna stríðið og styrkja samt Borden stjórnina”. Fundurinn lýsti því yfir að þeir sem gengið hefðu inn í Bor- denstjórina úr frjálslynda flokknum heyrðu honum ekki lengur til, væru eins og aðrir pólitiskir strokumenn. Skömm og syjvirðing. ATHUCIÐ! Smáauglýsingar í hlaðlð verða nlls ekki teknar framvegls nema því aðeins að borgun fylgt. Verð er 35 oent fyrtr hvern þumlung dálkslengdar í hvert sklftl. Engln auglýsing tekin fyrlr minna en 25 cents f hvert skiftl sem hún blrtlst. Bréfum með smáauglýslngum, scnt borgun fylgtr ekki verður alls ekkl slnt. Andlátsfregnlr eru hlrtar án end- urgjalds undir eins og þær berast blaðinu, en æflminningar og erfi- ijóð verða alls ekki birt nema borg- un fylgi með, sem svarar 15 œnt- um fyrir hvern þumtung (lálks- lengdar. GIGTVE IKI Helmalækniug veitt af þclm se^n hlaut hana. Vorið 1893 varð eg veikur af vöðvagigt og bólgugigt. Eg kvald- Ist eins og allir sem þessa veiki hafa I 2 til 3 &r. Eg reyndi lyf eftir Iyf og lækni eftir lækni, en batnaði aldrei nema rétt i bráS’ina. Loks fékk eg lyf sem læknaði mig alveg og eg hefi aldrei orSiS veikur aftur. Eg hefi gefiS þetta lyf mörg- um sem kvöldust voBalega; jafnvel þeim sem lágu rúmfastir af glgt og þaS hbfir aldrei brugSist aS lækna. Eg vil láta alla sem þjást af þessari voSa veiki — gigtinni, reyna þetta ágæta lyf. SendlS ekki eitt einasta eent; sendiS aS eins nafn og áritun og mun eg þá senda lyflS ókeypis til reynslu. Eftir aS þér hafiS reynt þaS og þaS hefir Jækn- fcS ySur af gigtinni þá getiS þér sent verSiS, sem er $1.00 en munlS eftir þvl aS eg vil ekkt aB þér sendiS peningana nema því aS eins aS þér séuS viljugir aS gera þaS. Er þaS ekki sanngjarnt? HvaS á aS þýCa aS þjást lengur þegar ySur er boSin llkominn lækning ékeypis? DragiS ekki aS skrifa; geriS þaS dag. MARK H. JACKSON, No. 468D Gurney Bldg., Syracuse, N. T. Samkvæmt skýrslu sem nýlega er birt, eftir því sem “Tribune segir 18. )■>. m. hefir verið selt öl í hermanna- skálum fcanteens) á Bretlandi árið sem leið sem nam 216,000,000 mörkum épints). Og skýrslan ber það einnig með sér að froðan. sem var í glösum með þessu öli hafi verið seld fyrir nálega miljón dala ('$1,000,000). “Þeg- ar glös eru fylt í flýti”, segir skýrslan “þá myndast alt af froða og mælist ]>á miklu meira úr hverri tunnu, en hún tekur í raun og veru. Stundum er það svo mikið að eitt glas af froðu er á móti hverjum 10 af öli”. Þessi miljón dala hefir því verið borguð fyrir ekki neitt. Víða er pottur brotinn príburar fæddir á ferð. Kona sem J. G. Atkinson heitir og á heima i Seattle ól þrrbura á járn- hrautarlest 19. þ. m* Tvö börnin vorn fædd i ríkinu Kansas. en það þriðia t Coloraado rétt við landamxrin. Konunni og börnunum líðivr öllurn vel og eru nú t Colorado Springs. Tveir ritstjórar drukna. Fyrra laugardag druknuðu tveir menn í St. Tosephs vatninu í Quehec. Það var William Pike Osborne aðal- ritstjóri blaðsins “Qttebec Chronicle” og Clemens Henchey aðstoðarritstjóri santa blaðs. Bátnum hafði hvolft undir þeim þar sem þeir voru að skjóta. Santa dag ar.daðist John A. Jordan í Quebec, 74 ára gartjall: hann var ttm 25 ár aðalritstjóri blaðs- ins “Quebec Telegraph”. Snjór og illviðri. Á fimtudaginn 18. þ. m. var reglu- legur vetur ekki einungis i Manítoba heldur svo að segja í allri Canada og stórum liluta Bandaríkjanna. í Al- berta var tveggja'feta snjór á stim-* um stöðum og mjög víða 5—8 þirml- ungar. í Norður Dakota var stór- hríð allan daginn og skemdust þar málþræðir n mörgum stöðum; sama var að segja víða í Canada. Þresk- ing stóð víða yfir og varð þar snjór- < inn til stórrar hindrunar. í Winnipeg snjóaði einna minst, en þó talsvert og var allhart frost, en næsta dag var þar svo að segja allur snjór þiðinn aftur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.