Lögberg - 01.11.1917, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.11.1917, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1917 < [!»! jnpw iffij Ifa f imi WWm ií'ii~%\ wk x xt pESSI BÓK \ 'Ví y er leiðarvísir Vest- \ . ur Canada til sparn- \ jsr aðar, og >að er hyggi- \ *£> legt af yður að fara \ eftir henni, þegar þér \ kaupið eitthvað. Ef þér \ 'A hafið ekki fengið eintak af \ henni, þá viljum vér koma \ v henni til yðar. Dragið því ekki AÐ SKRIFA EFTIR HENNI L Hin nýja EATONS Verðskrá pÝÐIR HAGNAÐ f ÖLLU TILLITI. Haust- og vetrar verSskrá vor býSur kjörkaup á öllum vörum — karlmanna- fatnaði, kvenfatnaSi, barnafatnaSi og öllu, sem þörf er á I sveitinni, þar á meSal akur- yrkjuverkfærum, vélum og vögnum. parfir þær sem veturinn skapar, svo sem þykk föt, hitunarvélar, byggíngapappír og ótöluiega margir aSrir munir, skipa nú eflaust huga ySar. EATON hefir séS fyrir þarfir ySar I þessum.efnum fyrir mörgum mánuSum, jafnvel fyrir heilu ári. fessi fyrir- hyggja í kaupum og vöruvali gerir þaS mögulegt aS hafa fyrirliggjandi nögu miklar birgSir meS sanngjömu verSi. Vér ráSleggjum ySur aS rannsaka þessa bók — hina nýju haust,- og vetrar verS- skrá vora, og beriS saman vörurnaí*; þaS verSur til þess aS þér vitiS hvar þér eígiS aS kaupa. Póstspjald nægir, þegar vér fáum þaS munum vér senda ySur éintak af bók- inni tafarlaust. SKRIFIÐ EFTIR BÓKINNI í DAG. SKRÁ YFIR MYNDIR MEÐ VERÐLISTANUM. l>aB er oft áriSandi aS lýsa nákvæmlega því sem kaupa á, til þess aS tilvonandi kaupandi viti meS vissu hvaS hann er aS panta. 1 þessu skyni höfum vér látiS prenta sérstakar myndir. þar á meSal af karlmanna fötum, dúkum, hitunar- og vatnsleiSslu- munum, heimilum og bændabýlum. Alt þetta er sent ókeypis til þeirra sem eftir því skrifa. 1 \ v• •• ,v'«' • w <*T. EATON WINNIPEG - CANADA i l \ ' \ vsfsi J?ESSI FÖT ERU No. 13A1931 Ljómandl falleg karl- •n a n n sföt; litirnir ljóm andi fagur gráir. peir sem kunna vel viS tvl- h ncptar t r e y j u r, h 1 j ó t a aS telja þ e s s i föt ágæt h v e rsdags- lega. Band- sprotar eru I buxunum, tveir hliSar vasar, einn bakvasi og einn úrvaki. 13 A. 1931 —1 eru til I s t æ r 8 u m 36-44, þuml. & tf brjðst- máli. Segið hæð og Þ y n g d þ e g a r þér pantiS. Niðursett verð $11.50 Þjóðmenjasafn Islands. fFramh.). Fyrir altarinu er altarisklæði frá Hólakirkju (nr. 4380) útsaumaö úr ull, með myndum af hinum helgu bisk- upum v'orum, Guðmundi góða, Jóni helga ögmundssyni og Þorláki helga, og beggja vegna við þá standa engl- ar og sveiíla reykelsis-kerum. Fyrir ofan er letrað: ;angelvs: dni: Cdo- minij, engill drottins; beate gud- mvnde: sancte iohannes: ora: p: n: (þ. e. pro nomisj sancte thorlace. orfa.?), þ. e. blessaði Guðmnudur; heilagi Jón, bið fyrir oss; heilagi Þorlákur bið (fyrir ossj; angel fangelosj, engill. — Biskuparnir eru í skrúða síntim, með mítur á höfði og glófa á höndum, og er hringur á vísifingri á hægri hendi, en bagall í vinstri hendi, og handlín á úlfliðnum; yztur fata er hökullinn, upp undan honum sést kraginn á höfuðlíninu, en cíalmatikan sést niður undan honum: niður undan henni sjást endarnir á stóltmni og lindanum, og neðst sést hinn dragsíði messuserkur. — Altar- isklæði þetta er óefað íslenzkt, og eigi yngra en frá 15. öld. Á veggnum uppi yfir altarinu eru 3 altarisbrikur úr alabastri, frá Hóla- dófnkirkju (nr. 4034) frá Reynistað (nr. 1064) og frá Hitárdal (nr. 3617— 22). Á miðtöflunni í Höla-bríkinni er upprisan og heilög þrenning — guð einn og þríeinn; beggja vegna við miðtöfluna eru litlar dýrðlingamynd- ir. Á ytri myndátöflunni í vinstra vængnum er mynd af Jóhannesi skír- ara, og á ytri töflunni í hægra vængn- um er mynd Katrínar helgu. Á hin- um töflunum, fjórum, eru piningar- sögu myndir: Kristur í Getsemane og handtaka hans þar þsaman á einni töfluj, húðstrýkingin, kistuleggingin og upprisan. — Á Reynistaða-bríkinni eru myndir af postulunum Pétri og Páli yztar, og 7 píningarsögumyndir, auk þeirra fjöggurra, sem eru eins og á Hóla-bríkinni, þessar þrjár: kross- burðurinn, krossfestingin og ofantak- an af krossinum.— —Á Hítár-brík- inni er heilög þrenning í miðju, beggja vegna fjórir af hinum sjö gleðiviðburðum Maríu móðir Jesú: boðun Mariu, fæðing Jesú, forklárun Maríu og krýning Maríu, og yzt ertt niyndir af Jóhannesi skírara og Jó- hannesi postula. Allar eru bríkur þessar mjög skemdar. og vantar í þrer allar. Vinstra megin við þær er fjórða brikin, hún er frá Kirkjubæ i Hróarstungu (nr. 4635) ; myndatöfl- urnará henni hafa á siðari tímum verið settar skakt saman í nýja um- gjörð og eina þeirra vantar. í miðju hefir verið Jesse rót, til beggja hliða 4 af gleðiviðourðum Maríu, boðanin, fæðingin, upprisan (vantar) og krýn- ingin. Yzt hafa verið myndirnar af þeim Jóhannesunum. Myndirnar í þessari töflu hafa verið gerðar af ntikilli list, og hún er líklega eldri en hinar. — Hægra megin við bríkurnar eru leifar af svipuðum altaris-brík- um, mynd af heilagri þrenningu frá Selárdals-kirkju (nr. 2105) og þrjár myndir saman, krossfestingarmynd og ntyndir af Jóhannesi guðspjallamanni og Páli postula, frá Staðarfells-kirkju (nr. 3920). Þessar alabastur-myndir eru allar með gotneskri gerð og gjörðar á Eng- landi, þar sem alabastur-námur voru, einkum í Nottingham, Derby og Staf- ford, á 14. og 15. öld, og voru fluttar hingað til lands af enskum kaup- mönnum. Þær voru til í mjög mörg- um kirkjum hér og enn eru fleiri til en þessar, sem eru hér á safninu, sumar innanlands og sumar utan. H elgigöngiimerki. Hægra megm við altarið er skrúð- göngukróss frá Mýrum í Dýrafirði (nr. 911), lagður gylturn eirþynnum með pressuðu verki, og með silfur- kringlum með merkjum Krists og guðspjallamannanna; Krists merki er lamb lamb, sbr. Opinberun- arbókina og orð Jóhannesar skírara: Sjá lamb guðs, er ber syndir heims- ins) ; það heldur á fána á stöng og kross á stangarendanum. Merki Jó- hannesar er örn, merki Matteusar vængjaður maður, Markúsar vængj- að ljón, Lúkasar vængjaður uxi/Þess- ar myndir eru jafnan notaðar sem einkenni guðspjallamannanna og merkir mannsmyndin iþá jafnframt guðdómlega speki, ljónið guðdómlegt almætti, uxinn guðdómlegan kraft og örninn guðdómlega hátign. Þessar verur eru meðal Gyðinga í fyrstu kerúbarnir eins og þeim er lýst í spá- dómsbók Esekiels og Opinberunar- bókinni. Að likindum eiga kerúbarn- ir kyn sitt að rekja til hinna forn assyrisku dýramynda, sem eru með mannhöfði, ljónsbúk, irxafótum og arnarvængjum; og kynjadýrin, sem hin forna þi'óðsaga t Heimskringlu segir að sendimaður Haralds Gorms- sonar Danakonungs hafi séð hér fara á móti sér, er hann vildi leita á land flandvættir íslands) : dreki, fugl, grið- ungur og bergrisi, virðast bein af- kvæmi kerúbanna. Til vinstri handar við altarið er annað skrúðgöngumerki, forn gunn fáni úr Flateyjar-kirkju á Breiðafirði (nr. 256). Hann er úr silki, er mun hafa verið rauðleitt i öndverðu, og á hann er saumaður hvítur kross; fán- inn er tvíklofinn neðst. I silkidúkinn eru ofnar myndir: hjörtur, örn maður og fiðrildi. Slíkir krossar og fánar voru bornir fyrir í helgigöngunum í katólskum sið. Dýrlingamyndir. Vinstra megin í kórnum er stór skápur og eru uppi á honum helgra manna myndir, skornar úr tré. Inst og yzt eru krossfestingarmyndir með Jóhannesi og Maríu, frá Otrardal fnr. 2090) og frá Síðumúla (nr. 2134- 38), og með þeirri síðarnefndu mynd- ir af Barbáru helgu og Katrínu helgu báðar þessar myndir eru úr altaris- bríkum, sem að öðru leyti eru eyði- lagðar algjörlega. Milli þessara krossfestingarmynda eru fimm mynd- ir af Maríu með Jesú sem ungbarn, frá Stað í Grunnavík (nr. 3340), frá Vatnsfirði tvær (nr. 3328 og 3329), frá Kirkjubæ í Hróarstungu (nr. 4636) og frá ísafirði (nr. 3219). Vinstra megin við myndirnar af Mariu er stór og ágæt mynd af Maríu með Jesú á skauti sér, og Önnu móður hennar með bók (spámannabækurnar) i hendi sér (nr. 2069), frá Holti í Önundarfirði. — önnur mynd af Mar- íu og önnu, minni, er utan til við skápinn (nr. 2027);'Ánna heldur á Tesú en María á bókinni. — Til beggja handa við dyrnar eru útskornar mynd- ir frá Odda 72673—74), að likindum hlutar af stórri altarisbrík; önnur sýnir boðun Maríu, hin vitringana cða konungana þrjá frá Austurlönd- um, Kaspar, gamall og gráhærður, krýpur fullur lotningar fyrir Jesú og írerir honum gjöf, Melkior, miðaldra, fær Jósep gjöf sína, og Baltazar, ungur Már, sundurgerðarmaður i klæðaburði, ræður sér ekki fyrir undrun. Utan á veggnum or mynd af Ólafi helga, Noregskonungi, frá Vatns-' fiarðar-kirkju (nr. 3327); hann sit á hásæti, hefir ríklsepli j vinstri her en í hægri hendi, sem nú er af, he: Iiann haldið á Hel, öxi sinni. Myn in er í húsi eða skáp; innan á hur irnar fyrir honum eru málaðar myn ir af Pétri postula í páfabúnin; Mikkae! höfuðengli, Páli postula ■ Guðmundi biskupi góða í biskupsbú ingi. Uppi á skápnum þar fyrir utan e margar helgra manna myndir; stæn ar eru þessar þrjár: Mynd af Óla helga, frá Kálfafellsstað (nr. 316f varla eldri en frá 17. öld, skorin furu, mun vera norsk; mynd af J hannesi postula, frá Flatey á Breið firði (nr. 3481), og mynd Péturs po; ula, frá Staðarfelli á Fellsströnd (r 3918); vinstra megin við hana er ön ur mynd af sarna dýrlingi, minni, f Hallormsstað )nr. 3482); á 'mi þeirra er þó krossfestingarmynd Andrési postula, frá Teigi í Fljól I'líð (nr. 2441). Við hægri hlið stó myndarinnar af Pétri postula eru guðspjallamanna myndir frá Ingjald hóli 7nr. 6190—92), Mattheus, Mar ús og Jóhannes; þær eru af prédiku arstól frá síðari öldum. — Við hæg hlið stóru myndarinnar af Jóhanne er mynd af Stefáni frumvotti, f ’v'ula-kirkju í Skálmarnesi ^nr. 859 hann ber m^ssuklæði djákna fdalm ciku), því hann var djákn við kirk i Jerúsalem. Beggja vegna í boganum, sem andspænis dyrunum, eru píslarmym ir af Kristi þyrnikrýndum og hú' strýktum, frá Vatnsfirði (nr. 3331 ig Teigi fnr. 244Í)). Ölturun í framkirkjunni fgripir á þeim). Til beggja handa við innganginn “Skrúðhúsið” eru altarisbríkur 'm< utskornum myndum; hægra megin i brík frá Reykholti 7nr- 4333) m< fornum myndum, krossfestingarmyr með Jóh. og Maríu og 4 dýrling; myndum; vinstra megin ágæt kros festingarmynd frá stðari öldum (n 4881) frá Hraungerði. — Við hæg Idið Jesú standa Jóhannes og Mar móðir Jesú, Maria Magdalena c aðrar konur, sem fylgt höfðu Jeí til Jerúsalem og staddar voru v: krossfestnguna fMaria, móðir Jakob og Salóme), maður sá, er rétti Jes njarðarvöttinn með edikinu; vi vinstri hlið Jesú er hundraðshöfðint HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum inn, í riddarabúningi, rómversku her- mennirnir og einn af fræðimönnun- um. Angist og un<lrun skín úr and- litunum. — Innan á. hurðunum eru málaðar myndir af Kristi og Maríu nióður hans, en utan á hurðunum eru myndir af postulunum Páli og Jóhann- esi með þeirra einkennum. — Bríkin stendur á eftirlíkingu á altari; á því standa tv'eir tinstjakar frá Kálfa- tjarnar-kirkju (nr. 3759) með ártalinu 1685, og stór armstjaki úr koparf nr. 3843) frá Stóra-Núpi. Á altarinu eru einnig tveir altarissteinar frá Síðumúla-kirkju 7nr. 2140) og Bæjar- kirkju í Borgarfirði (nr. 4037). Fyrir altarinu er fornt altarisklæði, útsaum- að með heilagra manna myndum, frá Draflastöðum (nr. 3924). — Reyk- holtsbrikin hins vegar stendur og á altari, og á því standa 2 tinstjakar frá Hellna-kirkju (nr. 4701), einnig' frá 17. öld, og einn frá Möðruvöllum í Hörgárdal )nr.3805). Á altarinu er og einn altarissteinn í umgerð frá Melum í Melasveit 7nr. 1720). í altar- isklæðinu fyrir þessu altari er forn dúkur frá Klausturhólum (nr. 4272) og er saumað á hann með silki og gull- snúnum þræði mynd af Maríu með Jesú og einkennismyndir guðspjalla- mannanna /í horninu). Altaris-klœði og -dúkar. 1 föstu skápunum fram með veggn- uni hanga nokkur altarisklæði og höklar; yzt vinstra megin í skápnum (nr. 4) í fram kirkjunni er altaris- klæði og altarisdúkar, með góðum út- saum, gjörð 1694, frá ■ Laufáss-kirkju /nr. 404 og 405) ; næst er gull altaris- klæði með svörtum áfestingum frá Hofi í Vopnafirði 7nr. 3465); þá ágætt altarisklæði með blómstursaum frá Höfðabrekku fnr. 19567; næst er altaris-brún og -klæði úr gyllileðri frá Skálholts-dómkirkju 7nr. 424—245); þar hjá dúkur með útsaumuðum bekkj- um frá Hóla-dómkirkju 7nr. 345). Vinstra megin í skápnum 7nr. 1) við veggirtn í kórnum er fremst alt- arisklæði 7nr. 2371) með fornnm dúkum til endanna, sem á stendur: “ave maria, hialpe mier” o. s. frv. Þar næst altarisklæði úr dökkleitu flosi með mjög miklum og skrautleg- um útisaum, gjört 1695 7nr. 2807). Mun útlent að uppruna. — Þá er altarisklæði og brún úr bláu vaðmáli með marglitum blómstursaum, gjört 1683, frá Bæjar-kirkju í Borgarfirði. Þá er fornt altarisklæði frá Reykja- kirkju í Tungusveit; það er með mörgum áfestum myndum úr silki, gyllileðri o. fl.; ein í miðju af Maríu með Jesú. Við endana eru fornar ræmur útsaumaðar með Ietri. — Inst er dúkur, tvrer samfestar ræmur, frá Skarðs-kirkju á Skarðsströnd 7nr. 2027). Á hann eru saumaðar myndir af þessum helgum mönnum: Þorláki biskupi, Benedikt ábóta, Egidíus ein- setumanni, og norsku dýrlingunum: Ólafi konungi, Magnúsi jarli og Hall- varði. 1 lmu efst ‘stendur: “abbadis: solvejig: brandsjdotter: i reynenese”. Hún var síðast abbadis í klaustrinu á Stað í Reyninesi 7Reynistað), sem lagt var niður v'ið siðaskiftin. — Mun dúkurinn saumaður í klaustrinu og máske af Þuríði dóttur Jóns biskups Arasonar; hún var af honum þangað sett nauðug, en Solveig kom henni undan vestur að Skarði til Þorleifs lögmanns Pálssonar. Framtíðarlandið. Eftir Agúst H. Bjarnason. Það sem eg ann, ber nú oppinn knör úti með vonum og kvíða. Leiftrar við svipun af sigurför! Syrgjandi, fagnandi rek eg mín kjör Sumar og morgun og maður líða, — móðir vor ein á að bíða. Ein. Ben. Já, móðir vor ein á að bíða! Og þó veit maður aldrei og sízt nú, hverju fram kann að vinda. Enn er alt í uppnámi í heiminum og dýrtíðin ætl- ar oss lifandi að drepa, þó einna helzt daglaunamenn og — embættismenn þessarar þjóðar! Því að hinir, fram- leiðendurnir og kaupsýslumennirnir, koniast aill vel af og sumir ágætlega. En það tjáir nú ekki um þetta að tala, og einhverntíma léttir þessum ósköp- um af. En hvert eigum vér þá að stefna og hv'ernig eigum vér helzt að koma ár vorri fyrir borð, vér íslend- ingar ? Engu verður spáð í eyðurnar, og enginn veit, hverju fram kann að vinda. Þótt vér séum hlutlausir, sitj- um vér með verzlun vora og viðskifti eins og milli tveggja elda, eða jafnve! tveggja varga, og er viðbúið að ann- arhvor eða báðir grandi oss. Eng- léndingar, jæssir “verndarar smáþjóð- anna”, er þykjast vera, hafa að nokkru leytl bannað oss verzlunarvið- skifti við Norðurlönd, en vilja láta ass skifta við sig eina og þá helzt }>annig, að vér seljum þeim vöru vora ódýrari en aðrir! Og vér hlíðum þessu, sem vér, lítilmagnarnir, auð- vitað verðum að gera og siglum skip- ttm vorum til Englands, já, þá koma kafbátarnir þýzku upp úr hafinu og hóta að sökkva skipum vorum ! — Það er vandlifað í henni veröld. En hvað eigum vér þá að gera? Eins og allir j>eir sem eru minni máttar, v'erðum við auðvitað að beygja af og láta undan siga. En hvert eigum við þá að halda, hvert eiguim vér að beina verzlun vorri og viðskiftum? Vér verðum að fara að ’hugsa fyrir oss sjálfir, því ekki geta Danir verndað oss eða styrkt. Þeir eiga víst meira en nóg rneð sjálfa sig. Vér verðwm því að fara að reyna að spila upp á eigin spýtur. En þá er víst réttast að athuga fyrst legtt vora á hnettinum. Hún er nú, ens og allir vita, næsta undarleg, þótt norðlæg sé og við lifum á hjara veraldar. Þegar hnötturinn er klof- inn til helminga, eins og gert er stund- um á Iandabréfum, þá er eins og ís- landi sé skift hnífjafnt milli Ameríku og Evrópu, eins og oss j>egar af nátt- úrunnarhendi sé ætlað að standa me'ð sinn fótinn í hvorri heimsálfu, að v'erða tveggja heima börn! Og hver veit nema við eigum eftir að verða þetta, verða einskonar óhjákvæmileg- ttr milli'liður milli Ameríku og Evrópu Það miundi tryggja oss bæði sjálfstæði og vaxandi velgengni. En hvernig má það verða? Hingað kom ám árið maður frá Ameríku, sem var danskur að ætt, en hafði þó dvalið langdvölum vestra. Hann hét Lorenzen og liafði verið prófessor við háskólann í New York, að mig minnir, en var nú kominn hing- að til J>ess að kynna sér háskóla vorn og hag lians, ef hann gæti greitt eitt- hvað úr fyrir honum. Úr því varð nú lítið, enda naumast á \óðru von, og maður þessi virtist hafa miklu gleggra auga fyrir öllu verklegn en andlegum áhugamálttm, enda var hann sjálfur verkfræðingur. Oft dáðist hann að því, hversu oss íslendingttm hefði farið fram i verk- legu til'liti nú síðari árin; hann hafði nefnilega komið hér einu sinni áður endur fyrir löngu, sem sjóliði á einu varðskipinu danSka. Og einna mest garnan þótti honum að ganga hér með höfninni, al'la leið innan frá Kirkjtt- sandi, þar sem fiskttrinn er verkaður, fram hjá Iðunni, ullarverksmiðjunni, inn á sláturfélagslóðina til J>ess að at- huga kjötframleiðsluna og svo alla leið út á “batteríið” eða Jörundar-vígi sem nú er að hverfa fyrir hafnarvirkj- unutn. Þar nam hann helzt staðar, bend yfir til Örfirireyjar og sagði: “Sko, þarna er staðurinn, þarna eiga kornforðabúrin og mylnumar að vera Og þarna er framtíðar-borgarstreð- ið !” En þá benti hann út á melana. Eg var meira en lítið hissa, þegar eg heyrði þetta fyrst; en þessi útlend- itigur kom mér í skilninginn tim, að hér var um mikla framtiðar-mögu- leika að ræða. Þv'í er ncfnilega svo farið, að það er mestum vankvæðum bundið að flytja út hveiti og kornvöru síð'sum- ars frá Ameríku til Evrópu. Það et svo hætt vtð, að hitni í kornvörunn: og hún eyðileggist á leiðinni; en einí og kunnugt er, er Ameríka enn sem komið er einskonar kornforðabúr og hveitiskemma Evrópu. Og nú eru Ameríkuinenn að leggja Hudsonflóa- brautina rneðal annars til j>ess að geta komið korni sínu eins norðarlega og unt er, svo að það skemmist síður, áður en það kemst á ákvörðunarstaði sína í Evrópu; en Hudsonflói liggur hér um bil á sömu breiddarbaugum og ísland, þó nokku'ð sunnar, og er jx> ekki íslans nema þrjá til fjóra mánuði árs, júli—október. Þótt korn- ið sé nú flutt út frá Hodsonflóa, þá er enn hætt við þvi, að }>að hitni í því i skipunum á hinni löngu leið frá Ameríku til Evrópu. En segjum nú að við fyndum einhverja millistöð, einhverja stiklu í miðju Atlanzhafi. ísland liggur nú eiramitt miðja v'ega milli Ameriku og Evrópu og nógu norðarlega til }>essa. Hví }>á ekki að flytja kornið hingað, þá fáu sumar ■ rnánuði, sem Huflsontlóinn er opinn og ólagður, og mala það hér? Og örfirisey, eyjan sem liggur öðru meg- in við Hafnarkjaft Reykjavíkur, er einmitt staðurinn, sem. maðurinn benti á. En þá fengjum vér íslendingar svo að segja ókeypis eða í kaupbætur sem vörumiðlar kornforðabúr inn í landið og ísland yrði um leið að hveitiskemmu Evröpu. Vér færum þá að flytja hveiti og korn til Eng- íands og annara landa, þegar engin hætta væri á því lengur, að það skemdist. Ogenn fleira gætum vér hugsað-oss að fá með bættum og auknum sam- göngum vestur um haf. Það mætti einnig búa til olíugeyma /svonefhda tanksj á örfirisey og víðar. Og þá gætum vér sprengt af oss höft þcssa dásamlega “ís'lenzka” olíufélags, seni hefir nú undanfarið verið að reyna að spenna skollagreipar sínar um- hverfis landið. Og ótal margt fleira mætti fá frá Ameriku. víkur glopri ekki þessum blettinum eins og svo mörgum öðrum úr hönd- um sér, að hún geri hvorki að leigja hann né selja félögum eða einstökum mönnum, nema þá til skamms tíma, fyr en þetta kemst í framkvæmd. Og þá á Reykjavíkurbær sjálfur að eiga þenna dýrmæta bilett. Skip vor eru nú farin að snúa stöfn- um sínum til Ameríku og verzlunar- samböndin að aukast með ári hverju. Óðar en varir fara ef til vill flutninga skipin miklu að sigla hingað. Þá er uin að gera að vera til taks, hafa stað- inn til rétt við hafnarkjaftinn, og svo nóg að flytja héðan vestur aftur. Korn að ve9tan, en kjöt, fisk og ull vestur um haf. Og svo verzlunar- sambönd og greiðar samgöugur á táða bóga við Ameríku og Evrópu. Þá gæti farið svo að Island yrði að einskonar miðstöð Verzlunarinnar milli Ameriku og Evrópu, líkt og Liverpooi á Englandi er nú. Þá væri oss borg- ið. Þá yrði ísland framtíðarlandið. —Iðunn. Svanur. Nóttin réði ríkjum, rökkur hafði lagt sig yfir sál og sinni, sólin burt var flúin. Gneistinn, sem eg geymdi, gat sín ekki notið. Mátti ei við margnum, — myrkri, nótt og kulda. Sá eg j>á í suðri svaninn sterka, hvíta, byr með báðum vængjum, beindi hann flugi hingað. Nóttin fór í felur, flúði dimma’ og kuldi, og í austri reis þá ungur dagur, fagur. Hvar sem sveifstu, svanur, sólin tók að skína, blómin spruttu í börðum. Bjart varð mér í hjarta. Gneistann, sem eg geymdi, glæddir þú. Mig hlægir. Nú fær ekki nóttin nokkurt mein mér unnið. Þakkir þögli svanur, fþitt hið blíða hjarta snortið hefir strengi stirða máttarvana. Nú J>eir óma um unað, yl þeir flytja vilja. — Helzt ef hvíti svanur hita yrðir þurfi —. Arnrún frá Felli. —Iðunn. Við andlátsfregn Pál«' Melsteds Eftir Andrés Björnsson. [Vísur jiessar orti A. B., er and- Iátsfregn P. M. I>arst til Khafnar. Lagði hann út af líkingu Hallgr. Pét- urssonar: “Slingur sá sláttumaður” og kvað:] Sálmaskáldsins man eg mál um manninn verka slinga: nú hefir ljárinn numið Pál, Neistor Islendinga. Lifsins sumri ýrrasir á eggina kanna sára; » en alt af verður eitthvað þá eftir á milli skára. Nú þótt einum endist fjör öðrum löngu betur, hann slær þá eiras og ísastör undir sjálfan vetur. Yfir fertugt. .Eska þokuð, fatlast fjör fertug diokar töfin. Senn er rokið flest i för fennir að lokum gröfin. Hugraun seldur, laskast lið lúi veldur kífsins. Sit eg eldinn vona við á vökukveldi lifsins. 19. okt. 1917. Þarna er þá staðurinn! Þarna er framtíðar fqrðabúrið okkar, en þó einkum eftir að höfnin er komin. En nú riður á l>vi, að bæjarstjórn Reykja- /. B. Holm. jji * I PURITV FLOUR V: I SPARIÐ PENINGA YÐAR með því að kaupa þá fæðu, semOl felur í sér mesta kraftinn. 1 allar yðar bakningar notið. h s.m PURIT^ FLOUR More Bread and Better Bread

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.