Lögberg - 01.11.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.11.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG idlief 0. Hin nýju talsíma-númer Columbia Press félagsins eru: Garry 416og 417 Canada. kúlur aö alt splundraöist og deydd fjölda manna. Herskyldulögin eru ]jpr enn aöal- máliö þótt þau séu nú komin í gildi. 'Þegar meöaltal er tekiö um alt rikiö kemur það i ljós að af öllum mönn- um á herskyldu aldri, sem nú eru kall- aðir biðja 90% um undanþágu 'frá herskyldunni og færa til ýrnsar ástæð- ur. Af þessu sést það glögt hvernig lögin eru þokkuð hjá fólkinu yfir höfuð. Annað málið sem miklu uimtali veldur, eru kosningarnar, sem fram eiga að fara 17. desember. Sam- steypustjórnin vinnur auðvitað að því og flest auðfélög með henni að fá fólkið með sér og koma i veg fyrir að um nokkra aðra verði að ræða, en samsteypuþingmannsefni. Laurier- menn aftur á móti hafa þegar sam- einað sig verkamanna flokknum og verða Iþeir þvi sem einn flokkur við næstu kosningar. Stefnuskrá þeirra er svo að segja nákvæmlega sú sama og er það þá eðlilegt að þeir komi sér saman um þingmannsefni i þetta skifti. Blöðin eru flest með samsteypunni; það er að segja stóru blöðin eða dagblöðin, þannig snerist “Regina Leader” nótt- ina mtlli 11. og 12. október frá því að vera ákaft á móti samsteypu til þess að verða æstasta fylgisblað/ hennar. Aftur á móti eru flest vikublöð, smærri blöð og verkamanna blöð með Laurier. í Winnipeg eru t. d. gefin út 6 vikttblöð og eru þau öll eindregið með Laurier og á móti samsteypunni rtema “Heimsk.” Sumstaðar komst alt í iháa loft á samsteypufundum, vegna þess að hvorir um sig vilja koma að sinum manni sem samsteypu þingmanni, frjálslynda brotið í aftur- haldsstjórninni og afturhaldsstjórnin sjálf. Þannig rauðhitnuðu hlóðirnar í Brandon yfir því að afturhaldið vildi hafa Nanton, en hinir McKenzie sem útnefndur hefir verið þegar af frjálslyndum mönnum og kornsölu- mönnum. Reynt hefir verið að miðla þannig málum að úthluta hverju fylki ákveðinni tölu afturhaldsmanna og ákveðinni tölu svokallaðra frjáls- lyndra manna; en þetta virðist ekki ganga greitt. Eitt er athugavert og það er það að enginn getur orðið þingmannsefni fyrir samsteypuna nema Borden samþykki hanr., hvört sem hann hefir heyrt til afturhalds- flokknum eða hinum. En ]>ó er aðal- atriðið hitt að ómögulegt er að tryggja jafnskift þing; því þótt svo yrði tilhagað að 50 afturhalds menn yrðu útnefndir á móti 50 frjálslynd^ um, þá er eftir að kjósa, og fólkið getur kosið rpikinn meiri hluta af öðrum flokknum, en mikinn minni hluta af hinum. Með því einu, þótt ekki væri annað, er allur jöfnuður ómögulegur. Undir engum kringum- stæðum gæti svo farið að nákvæm- lega yrðu kosnir jafn margir af báð- um flokkum. Sprenging varð i bænum Vandre- nile í Quebec á fimtudaginn. Kvikn- aði þar í skotfæraverkstæði og varð af $1,600,000 skaði. Þúsundir manna segja vinnuveit- endur hér að vanti til þess að höggva skóg í vetur. Er álitið að vandræði verði að fá menn til þeirrar vinnu, og eru þeim þó( boðnir $60 á mánuði og alt frítt; en vinnukrafturinn í landinu er orðinn svo lítilkað fólkið er ekki til Rússland. Þar gengur alt á tréfótum. Á fimtudaginn fluttu blöðin þá frétt að Þjóðverjar væru að stytta sv'o her- línu sína á rússneSka hersvæðinu að þeir þyrftu þar miklu færra lið. Var sagt að þetta mundi vera í því skyni gert að flytja auka hersveitir á vest- urvigvöllinn. Brendu Þjóðverjar brýr og byggingar þar sem þeir yfirgáfu herstöðvarnar. Fóru þeir til baka 15 rnílur í Ríga-héraðinu hjá Pskoff þjóðveginum og Litlu Jeagel ánni; á fimtudagskveldið voru þeir komnir til baka alla leið til árinnar Dvina. Sannanir þykja fengnar fyrir því að rússneskir menn hafi veitt Þjóð- verjum upplýs’ngar þcim til hjálpar við hertekningu evjanna Oesel og Dago. Sunú.' rússnesku herforingj- arnir gengu fram afarrösklega og sýndu frábæra’hugprýði; einn þeirra var Martinoff foringi varnarliðsins i Oesel. Hann framdi sjálfsmorð þeg- ar hann sá hvað verða vildi. Sem sönnun jvss að einhverj r kunnugir hafi hjálpað Þjóðverjum er það með- al annars, að i vasa þýzks loftfara, sent féll dauður til jarðar þegar skot- ið var á loftbát hans fundust upp- drættir, ekki einungis af virkjum og vörnum sem til voru, heldur einnig þeim víggirðingum sem átti að byggja Sá tir Vishnevsky sem komst að Jjessu. Þegar Slushoko hershöfðingi sá að herinn var að gefast upp og falla i hendur óvinanna, fékk hann sverð sitt bermanni sem hjá honum stóð og mælti. “Eg kem aldrei heim eftir ])etta; gæti það ekki. Þeir sem geta bjargi sér ef þeir vilja, hinir deyi eins og eg”. Að því búnu skaut hann sjálfan sig. Éftir það veittu Þjóðverjar tveggja stunda umhugs- unartíma fyrir menn að gefast upp og gáfust flestir upp innan þess tíma. Á fimtudaginn var farið að þrengja svo að Rússum nálægt Kronstadt að fólkið fór að flýja þaðan; en Kron- stadt er einhver mikil verðasti hern- aðarbær á Rússlandi. Úr bænuin Reve, sem einnig er mikils verður hernaðarstaður hafa þegar allir flúið og stöðugur straumur fólks er svo að segja dag og nótt frá Pétursborg. Skobeleff sendiherra Rússa skýrði frá því af fuiltrúafundi bandamanna í París á fimtudaginn að banda- menn verði að lýsa þvi yfir sem allra fyrst og sem allra greinlegast með hvaða kjörum þeir vilji semja frið. Sömuleiðis sagði hanrt að friður yrði að vera saminn eins fljótt og mögu- legt væri, frið án hertekninga og landayfirráða, kvað hann þann eina frið sem hugsamlegur væri. Ekki er talið líklegt að Finnlandi sé enn þá nein hætta búinn; en þó hefir mörgum verið ráðlagt af yfir- völdunum áð flýja höfuðstaðinn Hels- ingfors, sökum yfirvofandi vista- skorts þar. fyrir Isonzo fljót beggja megin við Toluimo. Á laugardaginn var sagt að ítalir hefðu einnig orðið að gefa upp Heil- agsanda-hásléttuna, og var þá svo að segja alt gengið úr greipum þeim, sem þeir höfðu unnið i sumar með svo mikilli frægð og hreysti. Auk fanganna og staðanna sem Þjóð- verjar tóku náðu þeir einnig ógrynni vista og 450 fallbyssum. Norcliff lávarður mintist á þenn- an sigur Þjóðverja og Aiusturríkis- manna i ræðu, sem hann flutti í St. Louis á laugardaginn. Kvað hann það auðsætt að hugsun Miðríkjanna væri sú að koma ítaliu úr stríðinu; cn það kvaðst hann vona að ekki tækist. Á laugardagskveldið komu enn fréttir um frekari ófarir ítala; höfðu þeir þá orðið að gefa upp fjallgarð sem Stol heitir og sömuleiðis fjallið Matarjar. Sama frétt sagði að Aust- urríkiskeisari hefði sjálfur stjórnað þessari oruistu. Fór hann á laugar- daginn með lið sitt alla leið inn á landamæri ítala milli Monte Canina og Judréo dalsins. Pólverjar hóta að flýja Canada. Bordenstjórnin svívirðir þjóðina og stofnar landinu í háska. Sumarið í Danmörku hefir verið betra og fegurra en dærni séu til um marga tugi ára. Segja dönsk blöð að það muni í sögu landsins fá sér- stakt nafn og verða nefnt “Indíána- sumarið”. V'eturinn er þó genginn i garð r»ú og er all ygldur þegar hann heilsar. Nýtt prentfélag hefir verið stofnað í Kaupmannahöfn. Er það hlntafélag með 100,000 króna höfuðstól og aðal- lega til þess sett á laggirnar að reyna að fá ódýrri prentun og pappír en nú er. Svo segir “Ugebladet” að í vetur liti út fyrir að frámunalega mikið vinnuleysi muni verða fyrir verzlunar og skrifstofu fólk, og horfi til vand- ræða fyrir það. Margt af þessu fólki er engri annari vinnu vant og á því einskis úrkostar þegar iðn þess bregst. Rúguppskeran i Danmörku hefir brugðist; er það stórkostlegur hnekk- ir .með þvi að ekki er hægt að ná rúgi frá Rússlandi. Uppskeran er sögð 1/4 af meðaltali og viða ekki svo mikil að hún svari kostnaði. Noregur. Bandaríkin. Mikið var um dýrðir i Bandaríkj- unum 26. október. Þá kom vestur frétt um það að fvrsta skotinu hefði v'erið skotið á vígvöllunum á Frakk- landi af Bandaríkjahernum. Hefir verið ákveðið að senda fyrsta skot- hylkið «em skotið var úr til Wilsons forseta. Bretland. Bretar áttu í snarpri orustu á föstu- daginn við Þjóðverja á Frakklandi. Réðust þeir í félagi við Frakka á her- sveitir óvinanna á löngu svæði á milli Koutholst skógar og Ghelnvella; er það ekki langt frá Ypres. Þjóðverj- ar höfðu búið ]tar um sig í vönduðum skotgröfum, en urðu að yfirgefa þær sumstaðar með því að Bretar komu þeim á óvart. Tóku hinir síðarnefndu 800 fanga og talsvert af vistum og bjuggu sjálfir um sig i skotgröfum hinna. Er talið víst að Bretar hefðu náð öllum gröfunum á þessu svaéði ef afskaplega óhagstætt veður hefði ekki hamlað. Frakkland. inga. Búist var við því þegar þessar •éuir voru fluttar að Þjóðveriar Á vestur hersvæðunum hefir banda- mönnum gengið vel að undanförnu. Frakkar hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðrum nálægt Chisne. Tóku ]>eir mörg hundruð fanga á miðviku- daginn á milli Chavigpion og Singers fjalla. Á sama tíma skutu Frakkar niður 25 flugvélar frá Þjóðverjum og tóku frá þeim allmargar byssur. Á miðvikudagskveldið réðust her- sveitir Petains hershöfðingja á skot- grafir Þjóðverja á stóru svæði, sendu 9- þangað svo tíðar og aflmiklar sprerigi- ftalía. Eins og frá hefir verið skýrt i Lög- bergi hafa Italir vaðið áfram gegn Austurríkismönnum að undanförnu og unnið þar hvern stórsigurinn eftir annan; þangað til fyrir tveimur vik- um að liríðar og hörkur í fjöllunum urðu þeim að farartáhna. I vikunni sem leið fóru Austurríkismenn að spjara sig; réðust þeir á ítali með auknu liði á fimtudaginn og hröktu þá þaðan sem þeir höfðu búið um sig til vetrarvistar. Var þetta þar sem heitir Santa Maria og Santa Lucia á Isonzo hersvæðunum. Mestan sigur höfðu Áusturríkismenn unnið ]>ar sem heitir Flitch og Tohnino. Þrengdust hersveitir þeirra í gegn uim lið ítala og hertóku stöðvar þeirra á stóru sv.eði. Mannfall varð mikið af báð- um og Austurríkiismenn tóku 6,000 fani fréi mundu ætla sér að senda eitthvað af liði þvi sem þeir eru að taka frá Rússlandi, Austurrikismönnum til hjálpar gegn ítölum og reyna að hrekja ]>á til baka alla leið suður úr fjöllunum. Á föstudaginn héldu Austurríkis- menn áfram árásum sínum í fjöllunum og biðu ítalir ósigur; urðu. þeir að hörfa undan á stóru svæði og láta óvinunum eftir allmörg vígi. Þannig var fráskýrt í fyrstu fréttum af þeim bardaga að AusturÁkismenn hefðu tekið 30,000 fanga, en siðari fréttir á laugardaginn kváðu þá hafa verið 60,000; á sunnud. voru það orðnar 100,000 ; er það afskaplega mikið tap, sérstaklega þegar þess er gætt að auk þeirra féllu rnargir. Fkki höfðu Austurríkismenn verið einir í verki; Þljóðverjar höfðu sent þeint mikinn Iiðsafla; er svo að sjá, sem þeir haíi tekið nokkuð af liði sínu frá Rúss- landi og sent þangað. ítalir höfðu búið um sig til vetrarsetu á Banisazza hásléttunni uppi á fjöllum og v*oru þeir mú hraktir þaðan frá öllum út- búnaði símmn og hergögnum. Sá heitir Cadorna sem stjórnaði liði ítala; varð hann að hörfa undan á rmílna svæði og voru hersveitir í blaðinu “Tribune” birtist eftir- farandi grein á fimtudaginn: “Pólverjar hóta að fara burt frá Canada þeyar stríðið cr um- garð gengið vegna þess að kosningarlögin nýju svifta þá borgararétti. Sem bein afleiðing af kosningalög- unurn nýju er það að Pólverjar sem komið hafa til Canada frá Rússlandi, Austurriki og Þýzkalandi, eru að búa sig undir það að flytja héðan til ætt- jarðar sinnar þegar stríðið er úti, eft- ir því sem C. P. Kamienski forseti Winnipegdeildarinnar í jþjóðræknis- félagi Pólverja sagði i dag. “Landar vorir eru fullir grernju yfir þeirri meðferð sem þeir hafa hlotið í Canada”, sagði hann. “Vér höfum verið rændir borgararétti með nýju bosningalögunum, og vér ætlum oss ekki að vera í því landi þar sem vér finnum og fáum sönnun fvrir að vér erum óvelkomnir”. “Canadiska stjórnin var ekki nógu I'y&girt til þess að gera greinarmun vinum og óvinum", sagði Kamienski enn fremur. “Það að 90% af öllum Pólverjuin hér hafa komið frá Aust- urriki og Þýzkalandi, eða þeim hluta Póllands, sem þeim löndum tilheyra, ætti að nægja til þess að sýna Canada mönnum hvernig afstaða vor er gagn- vart Miðríkjunum. Vér erum stjúp- börn Þýzikalands og Austurrikis og höfum verið neydd til þess að flýja föðurland vort vegna ofsókna, og vér berum i huga vorum stjúpbarna til- finningu. Canadamenn eru s]jórn- flækjumenn, én ekki stjórnvitringar; annars hlytu þeir að skilja það að landafræðin ræður ekki saineiningu eða samhvgð”. í Canada eru 15,000 Pólverjar; þar af um 3,000 í Winnipeg, eftir því sem Kaimienski segir. Hann fullvrðir að ekki færri en helmingur þeirra allra fari heim aftur; hann segir að þetta sé ekki þannig einungis i Winni peg, lteldur i allri Canada. Gremjan yfir því, sem hann lcallar “prússneskar aðfarir”, er ekki einung- is meðal þeirra Pólverja sem eru frá Eins og frá var sagt í síðasta blaði höfðu Þjóðverjar sökt fjölda skipa i Norðursjónuni og þar á meðal frá Norðmönnum. Brezkt skip hafði bjargað norskum mönnum þegar þeir voru í háska eftir að skipi þeirra var sökt og hefir norska stjórnin frétt um það hugrekki, sem þessir brez'ku menn sýndu. Stjórnin i Noregi hefir á- kveðið að sæma þá alla verðlaunum og hefir beðið um upplýsingar þeim viðvíkjandi í því skyni. Sömuleiðis liefir norska stjórnin hafið rannsókn út af þessu slysi, þvi hún hefir grun um að einhverjir njósnarar í landinu hafi gert Þjóðverjum aðvart og því hafi þeirn hepnast að valda þessu tjóni. Bæjarstjómin. Það var sagt í síðasta Lögbergi að aldrei niundu Islendingar hafa verið i skólaráði í Winnipeg. Þetta var ekki rétt. Thos. H. Johnson núver- andi ráðherra var kosinn í einu hljóði í skólaráð og sat í því fult kjörtíma- bil; það mun hafa verið nálægt alda- mótunum. Reikningar bæjarins sýna það að um $20,000 ágóði *er af vatnsverzlun bæjarins; er þetta býsna gott þegar þess er gætt að sama deild var í $98,813,37 tapi 1. janúar 1916; en 29. marz í vor hafði það alt verið borgað ]>rátt fyrir margs konar aukakostnað og þar á meða! $5,000 launahækkun J. J. Wallage yfirráðsmaður, sem er formaður þessarar deildar segir að vatti muni að líkindum verða dálítið ódýrara næsta ár en að undanförnu. Verið er að ræða um það í bæjar- stjórninni að bæta við fjórum nýjum alþýðuskólum. Er áætlað að til þess þurfi að taka $;»00,000 lán og verður það fengið með veðbréfasölu. Síðan árið 1909 hafa það verið lög hér í bænum að fólkið skyldi ekki fá að vita nákvæmlega hvað gerðist í bæjarstjórninni. Var það skylda hvers nefndarformanns að neita um upp- lýsingar. Þessi einkennilegu fyrir- mæli voru og eru í hæsta máta ósæmi- leg og óskiljanleg,- Ef alt er hreint og ekkert að hylja, þá eru fyrirmælin blátt áfram hlægileg; séu ]>au af ein- hverju öðru eru þau glæpsamleg. Fólkið á að sjálfsögðu fulla heimting á því að vita um alt se,m þjónar þess í bæjarráðinu hafast að. Nú hefir því verið lýst yfir af bæjarstjóranum að hann isé þvi hlyntur að hér eftir verði öllum heimilt að fá allar upp- lýsingar viðvíkjandi störfum bæjar- stjórnarinnar, eins og sjálfsagt er. Þetta eru miklar framfarir og góðar. Siðbótar-afmæli Hátíð í Fyrstu lútersku kirkju. lvl. 3 e. h, sunnnd. 4. nóv. í tilefni af fjögur hundruð ára afmæli siðbótarinnar lútersku, verður hátíðarsamkoma í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 4. nóvember. pann dag verður slept venjulegum hádegis- og kveld-guðsþjónustum, en sérstök hátíðar-guðsþjónusta flutt kl. 3 e. h. — prír prestar taka þátt í samkomunni. Söngflokkurinn hefir undirbúið mik- inn og hátíðlegan söng. Kirkjan verður prýdd á viðeig- andi hátt. öllum íslendingum er boðið að vera við hátíð- arhald þetta og minnast þess viðburðar, sem blessunamk- astur hefir verið í sögu mannkynsins um margar aldir. Samkoman byrjar stundvíslega, og er ætlast til að fólk sé komið í kirkjuna áður en klukkan slær þrjú. Póstsendingar til fslands. Hraðskeyti frá Árna Eggerts- syni dags. í Washington 25. okt. kvað nú fengið vera fult leyfi brezku stjórnarinanr til þess að senda megi þréf.eg böggla frá Canada béínt til fslands með skipum Eimskipafélags íslands, frá Halifax, og með þeim skil- daga að bréfin séu háð sömu skoðun og annar póstflutningur til hlutlausra landa. Samkvæmt þessu kvaðst.Eggertsson hafa sent tilkynningu um þetta til skipsins “ísland”, sem nú er í Halifax og fer þaðan áleiðis ti! fslands innan fárra daga, sömu leiðis kveðst hann skulu til- kynna þetta hinum öðrum skip- um félagsins. peir sem vildu senda bréf eða böggla til ættingja og vina á ís- landi ættu því að rita í línu neðst á umslagið: “Per Icelandic Steamer, via Halifax”. Neitað samsteypuaefnd. Franikvæmdarnefndin í félagi frjálslyndra manna í Mið-Winnipeg hélt fund á þriðjudaginn; var þar lesið upp bréf frá afturhaldsfélaginu og þess farið á leit að fcosin væri 12 ínanna nefnd til þess að vinna að því í samráði við aðra 12 manna nefnd frá þeim að velja þingmannsefni fyr- ir stmsteypuflokkinn til næstu kosn- inga í Mið-Winnipeg. Þessu var neitað með meiri hluta greijdra at- kvæða í framkvæmdarnefndinni. Aft- ur á móti var það samiþykt I einu hljóði að standa eindregið með þeim samiþyktum, sem gerðar voru á þing- inu i Winnipeg í ágúst í sumar. Les- endur Lögbergs muna hvernig þær voru. Ungir íslendingar! Allir þér sem eruð á herskyldu- aldri, ættuð að gæta þess að skrá- setja yður hjá hermáladómurunum fyrir 10. nóv., hv’ort sem þér viljið fara í striðið eða getið það eða þér sækið um að þurfa ekki að fara. Þér skuluð gæta 'þess að lögin sem stjórnin samþykti ákveða að allir sem ekki eru skrásettir fyrir þann tíma verði sviftir atkvæði. beir scm láta sér ant nm að koma frá þessari óstjórn, scm vér nú höfurn, attu að tryggja sér atkvæðisrétt gegn hnefa- valdinu. Kominn heim úr stríðinu. Haraldur William Johannesson, sonur Ágústs J’óhannessonar að 644 Simcoe stræti hér í bænum kom heim aftur úr stríðinu 19. október. Hann innritaðist í 78. hrdeildina og var þar nr. 874246; fór hann héðan 12. októ- ber 1916. Fór til Frafcklands frá Englandi 23. desember sama ár; var í orustunni mikht við Vimy Ridge 9. apríl; særðist þar 13. apríl; varð fyrir Bæjarfréttir. Winnitoba Temple nr. 2, “Pythyan sisters”, halda útsölu laugardaginn 3. nóvember í Overland Furniture Store” á horninu á Aðalstræti ög Alexander Ave. Þar verða tvær ís- lenzkar konur, Mrs. O. R. Lambourne og Mrs. Victor Anderson. Ágóðinn til jólagjafa handa hermönnunum. Danmörk. Kristj ánsborgarhöllin svonef nda sem verið hefir í smíðum í inörg ár, er nú fullgjör. Eru það eiginlega stjórnarbyggingarnar í Kaupmanna- höfn. Byggingin er bæði stór og skrautleg og hefir kostað afarmikið. Er álitið að þetta sé einhver full- austurriska eða þýzka hlutanum a komnasta stjórnarbygging í heimi og Pollandi. Þe.r sem konuð hafa frá 9Ú lang skÁlltiega/ta á öllum Norð urlöndum. Svíþjóð. ____ V Skýrt hefir verið frá því að eitginn flokkur í Svíþjóð var nógu fjölmenn- ur eftir síðustu kosningar til þess að mynda stjórn einn saman. Sá heitir þrófessor Eden sem þar varð forsæt- isráðherra. Þessi nýja stjórn hefir lýst þvi yfir að hún ætli sér að yerða með öllu hlutlaus í striðinu. Utan- ríki-sráðherrann heitir Dr. Hellmer og gaf hann út þessa yfirlýsingu á fimtu- daginn í skeyti til ráðherra Banda- rikjanna, Ira Nelson Morris. hans hraktar til baka alla leið suður rússneska hlutanum eru alveg eins og vér hinir”, segir hann. “Þeir eru að búa sig til þess að fara frá Canada með oss. Til þess að sýna stiórninni lítinn fyrirlitningarvott fyrir gjör- ræðið, ætla rússneSku Pólverjarnir ekki að taka neinn þátt í næstu kosn ingum, eftir því sem þeir hafa áfcveð- ið á fundi sem þeir héldu”. Þessi grein er stórkostleg og ekki nema eðlilegar afleiðingar ])ess ó- heyrða gjörræðis er hin svo kallaða stjórn hefir aðhafst. Atkvæða lögin nýju liafa, auk þess að brjóta löglega, undirritaða, innsiglaða konunglega samninga, stofnað til þeirrar sundr- j ungar sem ekki verður hægt að kippa í lag næstu 2—3 kynslóðir. Með hinni óhreinu öxi flokksdýrkunarinnar og valdafíkninnar hefir stjórnin höggvið á þau bönd, sem ein gátu haldið sam- an canadisku þjóðinni sem heild; en að þvi hafa allir sannir horgarar landsins unnið um langan aldur. B-ordenstjórnin liefir þannig með einu höggi skorið ]»á heilla hnúta, sem hnýttir voru eftir margra ára starf góðra manna. Þegar heill og fram- tíð heillar þjóðar er þannig algerlega lögð í sölurnar i þeim einuni tilgangi að halda sér og gæðingum sínum við völd, þá er hinn illi andi búinn að ná föstum tökum á huga og tilfinningum stjórnarinnar. Nafnið “Borden" hlýtur að veröa álifca vel ]>okkað í minni komandi kyn- síóða hér í Canada og Nero eða Cali- cúla var á ítalíu. Nero óskaði þess einhverju sinni að höfuð allra Rómverja væru á ein- um hálsi til þess að liann gæti höggv- ið þau öll af í einu höggi; Borden hefir í rauii og sannleika sett höfuðin af þúsundum og tugum þúsunda góðra canadiskra borgara á einn háls — pólitískt talað — og höggvið Iþau af í einu höggi. Syrpa er nýkomin út, stór og vönd- uð. í henni er meðal annars ágæt frumsamin saga eftir Jón G. Hjalta- lín. Þar er vafalaust efni í rithöf- und og ætti hann að þroska þá gáfu. Umsögn um Syrpu birtist í næsta blaði. Henni er altaf að fara fram Trésmiðir í Winnipeg, ef þér eruð vinnulausir þá getið þér farið 1°—20 í hóp og fengið vinnu á horninu Jessie og Nassau strætum. Ljótt. “Heimskringla” ber á móti því síð- ast að Lögberg segi satt frá um kosningalögin nýju; en Islendingar þekkja svo vel stefnu beggja blað- anna og vita hvoru þeirra má betur trúa í þessu efni. En Ijótt er það af nokkrum landa að reyna að blekkja þannig að þeir verði óviðbúnir að mæta isvikavopnum þeirrar óstjórnar, sem vér eigum nú við að stríða. Lögin eru nógu þrælmannleg og nógu prússnesik, þótt efcki sé kastað sandi i augu manna til þess að hindra þá frá að neyta atkvæðisréttar síns ef þeir geta. Ummæli og skýringar Lögbergs á lögunum eru nieð öílu bók- staflega rétt; er velkomið í næsta blaði að prenta þann hluta laganna á ensku. sem urn þessi atriði fjalla, ef óskað er eftir, svo ekki geti verið um neitt vafamál að ræða. Aðeins hefir Lögberg því við að bæta að lögin eru enn þá þrælslegri en vér höfum frá skýrt, Þannig er það samkvæmt ]»eim að allir scm ein- hverra hluta vcgna hafa ckki komið nöfnum sínmn á kjörskrá fyrir 10. nóvember eru sviftir atkvæðisrétti. Jón kaupmaður Veum í Foam Lake og Þördís Ólafson vOru gefin saman i hjónaband nýlega og komu hingað til bæjarins snögga ferð á eftir. Það er vist alveg satt núna. Haraljjur William Johanncsson. Dr. Neely snýst Læknirinn í Humboldt er liðugur í snúningum. Hann var með frjáls- lynda flokknum 1913 og vann samt með brennivínsmönnum á móti vín- bannslögum stjórnarinnar; hann yfir- gaf Sir Wilfrid Laurier í sumar skoti í hægri ólnbogann og er dálítið fatlaður af því, en heill heilsu að öðru leyti. Hafði verið dálítið taugabrot- inn um tíma, en er svo að segja jafn- góður af því aftur. Ágætlega sagði hann að farið væri með særða menn á sjúkrahúsum eystra, en líðanin er eðlilega ekki sem bezt í skotgröfun- um, þó alt sé gert sem hægt er til þess að hún sé eins góð og verið get- ur. Jóhannesson er greinagóður piltur __ og sagði oss margt sem gaman var að á þinginu og vann á móti honum. {fétta af striSsvönunum. Hann flutti eldheitujtu ræðuna með Laurier í flokksþinginu í Winnipeg í sumar, og nú er hann nýsnúinn enn á móti Laurier. Hver getur treyst svona mönnum ? Hann var bakari að iðn áður en hann fór, en býst ekki við að geta stundað það vegna meiðslisins; ætlar sér þvi að læra eitthvað annað. Jónas Hall frá Gardar kom tjl bæj- arins á þriðjudaginn og dvelur hér nokkra daga. Œfintýri á gönguför. ('BrotJ Úr fimmtíu centa glasinu eg fengið gat ei nóg svo fleygði eg því á brautina og þagöi. en tók upp aðra pitlu og tappann úr henni dró t og tæmdi hana lika á augabragði. Mér sortnaði fvrir augurn og sýndist komin nótt 1 sál og likam virtist þrotinn kraftur, eg steyptist beint á hausinn en stóð upp aftur fljótt og steyptist síðan beint á hausinn afttir. Svo lá eg eins og skata unz líða tók á dag, það leit út sem mig enginn vildi finna, eg hélt eg væri dauður og hefði feng- ið slag og hefði kannske átt að drekka minna. Þó komst eg samt á fætur og feominn er nú hér En kölski ganili misti vænsta sauðinn, og loksins hefir sannast á Lazarusi og mér að ltfið ]>að er sterkara en dauöinn. K. N. Margrét Björnsdóttir frá Dafoe var á ferðinni hér i bænum nýlega að finna Dr. Jón Stefánsson sér til laskninga. Hún fór heim aftur um helgina. Sveinn Björnsson kaupmaður frá Gimli kom til bæjarins á miðvikudag- inn. Sagði engar fréttir. Bitar. Herra ritstjóri: — Getur ]>ú sagt mér hvernig eg á að skrifa hvísl ? Mig Iangar til að skrifa satt hrós um tvo menn, annan lifandi en hinn dauðan; það er Dr. Martein Luther og Sir AVilfrid Laurier, en það má ekki segja neitt gott um þessa menn nema i hljóði; eru nokkur ráð til þess að skrifa hvísl?—Kaupandi Lögbergs. “Við höfum ágæta frjálslynda inenn í samstevpustjórninni", sagði A., “sem kæra Borden og félaga hans fyrir alla glæpina, þegar stríðið er búið, alveg eins fyrir því þó þeir séu með þeim núna”. “Hefir þú nqfckru sinni vitað til þess”, sagði B., “að hreinn fugl væri látinn i óhreint hreiður og kæmi það- an hreinn aftur?” Þetta eru 525 jólakassar sem verða sendir til drengjanna í 223. . herdeildinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.