Lögberg - 01.11.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1917
gjögbng
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Prei*, Ltd.,(Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
T. J. VOPNI, Business Manager
Lltanátkrift til blaðsin*:
TRt OOLUMBIA PRES*. Ltd., Bsx 3172, Winnlpag. Maq-
Utanáakrift ritatjórans:
IDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, R|an.
VERÐ BLAÐSINS: 12.00 um áriB.
-«►27
Marteinn Luther.
“Margir menn skara fram úr í sínu eigin hér-
aði, nokkrir í sínu eigin landi, en örfáir svo að ailur
heimurinn þekki þá”, er haft eftir Benjamín
Franklín.
Og þetta er sannmæli. Til þess að nöfn
manna geymist komandi kynslóoum og séu heim-
inum kunnug alment, verða þeir að hafa unnið
eitbhvert stórvirki; stígið eitthvert “spor við tím-
ans sjá”, sem öldur viðburðanna ekki fylli með
sandi gleymskunnar svo þau hverfi.
En til þess að geta þetta verða menn að vera
einhverjum þeim hæfileikum gæddir, sem ekki em
allra; hafa eitthvað til að bera í fyllra mæli en
meðbræður þeirra og samferða menn. pað er þvi
eðlilegt að slíkir menn séu fáir.
Sumir hafa þá skoðun að þýðingarlítið sé að
halda í glöggu minni nöfnum og æfi hinna mtklu
manna; það sé verk þeirra sem heimurinn og
mannkynið njóti og eigi að njóta; þótt þeir sjálfir
gleymist gerir hvorki til né frá.
En þetta er heimska; fyrirmyndimar og for-
dæmin í veröldinni eru Ijósin sem lýsa mönnum
á réttar brautir og knýja þá til framsóknar. pað
að lesa um og heyra sagt frá mönnunum sjálfum,
sem kraftaverkin gerðu í heiminum er svo áhrifa-
ríkt að fáir skólar munu hvetja betur. Að þekkja
mennina sjálfa; hafa í huga sér mynd af sálarlífi
þeirra; vita um alla þá erfiðleika sem þeir áttu við
að stríða og urðu að yfirstíga, það verður mönn-
um ómetanlegt framsóknarefni.
pað er eins og sögur slíkra manna verði að
háum og sterkum stiga upp í hæðir manndóms og
fullkomnunar, þar sem hver erfiðleiki, sem þeir
yfirstigu verði að nýrri rim og fótfestu fyrir
þann sem les eða hlýðir.
Einn þeirra fáu manna, sem svo skýru letri
hefir skráð nafn sitt á mannkynssöguna að það
máist aldrei, var Marteinn Luther, “maðurinn með
eldinn í sálinni og sverðin á tungunni”, eins og
Páll Melsted sagnfræðingur komst að orði. “Mað-
ur:nn sem ekkert hræddist og alt sýndist mögu-_
legt”, eins og Jón Jónsson sagnfræðingur komst
að orði. “Maðurinn sem hefir sérstakt sæti við
hlið guðs almáttugs, ef nokkuð er farið eftir mann-
gildi við sætaskipanir í himnaríki”, eins og pió-
fessor Philips í Chicago sagði árið 1901.
Ef ekki hefði staðið eins á í heiminum og
nú stendur, hefði í ár—einrhitt í dag, 31. okt. 1917
—verið haldin svo dýrðleg hátíð um allan hinn
svokallaða mótmælenda heim að nýtt tímabil hefði
skapast í sögunni; ekki einungis nýtt tímabil trú-
vakningar og kristniboðsáhuga, heldur nýtt tíma-
bil almennrar frelsishreyfinga.
Endurminningamar eru eins og vatnið sem
hitað er í luktum katli; það þenst út smátt og
smátt og þegar það nær vissu marki brýzt það út
með margföldu afli.
Siðabótatilfinningamar í trú og lífi manna
eru nú komnar að einu slíku marki og afl þeirra
hefði látið til sín taka svo á sæi ef ekki hefðu
önnur og annarleg öfl verið að verki einmitt þá
þegar þessi tímamót urðu í sögunni. í dag, 31
október 1917 eru liðin 400' ár frá því að Luther
siðabótamaðurinn hugrakki gekk út að kirkju-
dyrunum í bænum þar sem hann átti heima .
pýzkalandi og hélt í hendi sér á þeirri sprengikúlu
sem lamaði hinn volduga óvin mannkynsins —
þrællyndið og hnefaréttinn. í dag eru liðin f jögur
hundmð ár frá því Luther negldi með eigin hendi
dálítið blað á kirkjuhurðina, þar sem hann hafði
ritað á 95 setningar, sem hver um sig var eins og
sverðstunga í hjartastað hins mikla ofríkis sem
hann hafði sagt stríð á hendur — páfavaldsins.
Nærri má geta hvílík dýrð hefði verið á ferð
í hinum lútersku kirkjum, ef alt hefði verið með
feldu. pá hefðu verið haldin fjölmenn þjóðþing;
þá hefðu menn reynt mælsku sína og ritfimi til
þess að uppmála í myndum ódauðlegra orða líf oi.
starf þess mikla manns. En vegna þröngsýni
annars vegar og heygulskapar hins vegar eru nú
öll þessi ljós sett undir mæliker; menn þora víða
ekki að tala um þennan mann nema í hálfum
hljóðum.
f þessu tilliti endurtekst hér sagan um Pétur
og meistarann mikla. Pétur unni honum hugást-
um, trúði á hann og treysti honum og viðurkendi
hann með sjálfum sér af öllu hjarta.
En þegar voldugir menn bentu að honum
háðsfingri og spurðu hvort hann værí í raun og
sannleika einn af lærisveinur. hans, þá greip hann
hugleysi og hann sagði: “Nei, eg þekki ekki þann
mann, sem þér talið um. Vissulega þekki eg hann
ekki”.
pannig ferst jafnvel mörgum lúterskum
manni í dag; þeir hafa ekki hug til þess að viður-
kenna þennan sinn trúarlega meistara og vilja
helzt láta sem minst á því bera að þeir þekki þann
mann.
Luther er einn þeirra manna, sem allir ættu
að vita sem mest deili á, hvar sem þeir eru og
hverju sem þeir trúa. Luther var maður sem
sýndi svo mikla sjálfstæði, kjark, þrek og sann-
færingarfestu að menn þessara tíma græddu að
gildi, ef þeir í því efni tækju hann áér til fyrir-
myndar og eftirbreytni að einhverju leyti.
Hér verður ekki sögð æfisaga Marteins
Lúthers, að eins drepið á örfá atriði, sem allir
ættu að vita, en ekki veitir af að ryfja upp eigi
þau ekki að gleymast.
Marteinn Luther er fæddur 10 nóvember 1483
í bænum Eisenbach á pýzkalandi. Faðir hans hét
Hans og var tíglaskeri, en afi hans war bóndi.
Móðir hans hér Margrét og er sagt að hún hafi
verið frábær gáfukona, þótt ekki nyti hún ment-
unar.
Hans ýar fátækur bamamaður, en langaði til
þess að Marteinn gæti komist til menta, því hann
sá það brátt að í honum myndi búa eitthvað
atkvæða mikið; hugsaði hann sér að láta hann lesa
lög, því lögspeki var í miklu áliti á pýzkalandi í
þá daga.
En ekki gat faðir piltsins lagt honum til
meiri námseyri en svo, að hann varð að vinna
fyrir sér sjálfur. Var ekki um marga atvinnu-
vegi að ræða fyrir ungling í hjáverkum frá námi
og tók hann það fyrir að syngja á göturn úti fyrir
húsdyrum manna og afla sér þannig fjár. Luther
hafði frábærlega fagra rödd og gazt fólki einkar-
vel að söng hans.
Er þess getið að kona borgmeistarans í
Eisenbach, sem Ursula Cotta hét, hafi orðið svo
hrifin af söng og látprýði þessa umkomulausa
unglings að hún hafi hjálpað honum allmikið.
pegar hann kom í skólann var beitt við hann
allmikilli hörku og með því að hann var sérlega
tilfinninganæmur og tók sér það nærri að verða að
afla sér viðurværis á þann hátt, sem honum fanst
ganga næst betli, varð hann þunglyndur og hug-
sjúkur. Er sagt að hann hafi oft legið í rúmi
sínu um nætur að afloknu dagsverki, hugsandi um
hag sinn og grátið sáran.
Samt sem áður hélt hann áfram námi og byrj-
aði háskólanám þegar hann var 18 ára. Er þar
stutt yfir sögu að fara, að hann skaraði fram úr
samnámsmönnum sínum svo að segja á hvaða
svæði sem var; en í stað þess að lesa lög, eins og
honum hafði verið ætlað, las hann guðfræði, þvert
á móti vilja föður síns. Varð af því ósætti milli
þeirra feðganna, sem gekk svo langt að sagt er
að þeir hafi ekki talað orð saman hátt á annað ár.
Luther útskrifaðist í guðfræði, tók prests-
vígslu í kaþólsku kirkjunni og varð kennari í
Wittenberg. Flutti hann þar fyrirlestra í heim-
speki um Aristoteles og fíeiri menn frá fomöld
og sömuleiðis í guðfræði. pótti hann vera kennari
með svo miklum afbrigðum, að hinir kennaramir
komu að hlýða á fyrirlestra hans og gerðust þann-
ig lærisveinar hans.
Auk kenslunnar prédikaði hann einnig og
streymdi fólk að honum svo mjög að hvervetna
var húsfyllir þar sem hann talaði, því mælskan
var frábær og svo mikilil kraftur fylgdi orðum
hans að menn þóttust aldrei hafa heyrt neitt því
líkt.
Luther var mjög djúptrúaður maður; er sagt
að hann hafi aldrei byrjað neitt verk, hversu lítil-
f jörlegt sem það var og hvemig sem á stóð án þess
að biðjast fyrir áður; enda voru einkunnarorð hans
þassi: “Verk sem byrjað er með einlægri bæn
til guðs, er meira en hálfnað”.
Trú Luthers var ekki ávaxtalaus varajátn-
inga trú; heldur hafði hún það vald á lífi hans að
hún fléttaðist lifandi og stjómandi inn í allar
athafnir hans smáar og stórar.
Páfa kirkjan hafði þá höfuðaðsetur sitt í
Róm, eins og hún hefir æfinlega gert. pað var sið-
ur margra læðra manna að fara þangað nokkurs
konar pílagrímsferðir. Hafði Luther strengt þess
heit að fara slíka férð. Hann var þess fullviss að
þegar hann kæmi þangað sem fulltrúi guðs —
páfinn — ætti aðsetur, mundi hann verða fyrir
svo miklum og hátíðlegum áhrifum að hann yrði
að betri og sælli manni á eftir.
pessi ferð hafði öfug áhrif á hann við það,
sem hann hafði búist við. f Rómaborg sá hann
svo mikla spillingu, heyrði svo miklar svívirður
að hann varð svo að segja orðlaus. Hræsnin og
yfirdrepsskapurinn; sællífið og drambið ógnaði
honum og kvaldi sálu hans.
Að bera alt þetta skraut og tildur, alt þetta
sællífi og hroka saman við hið óbrotna líf meist-
arans, eins og það birtist í guðspjöllunum, það
fanst honum hræðilegt. Og hann fór heim aftur
fullur gremju gegn sinni eigin kirkju, en algerlega
sannfærður um þörf á endurbót og fullkomlega
ákveðinn í því að hefjast handa.
pegar heim kom var ihann gerður að doktor
í guðfræði; það var árið 1512; hélt hann nú áfram
að kenna og prédika með enn meiri krafti og enn
' meiri eldmóði en fyr.
En þá vildi það til sem kveikti í sál Luthers
og gerði hann bókstaflega að þeim eldstólpa sem
lýsir um allar aldir.
Páfinn í Róm hafði sent fulltrúa sinn til
pýzkalands til þess að selja mönnum syndakvitt-
anir. Sá hét Jóhann Tetzel. Ferðaðist hann bæ
frá bæ, hérað frá héraði með koffort sín og seldi
mönnum fyrirgefningu synda og yfirsjóna rétt
eins og lífsábyrgðarskjöl eða hlutabréf.
Gátu mepn þar keypt kvittun fyrir drýgðum
syndum og ódrýgðum; ef þeir höfðu það í huga a'.
fremja glæp, gátu þeir farið til þessa fulltriia og
kevpt af honum fyrirgefning aður en glæpurinn
var drýgður. Meira að segja, menn gátu keypt
syndalausn fyrir dána vini sína; leyst þá úr hreins-
unareldinum og kvalastaðnum með ákveðinni fjár-
upphæð.
Á Móti þessari óguðlegu verzlur. hóf I.uther
þrumandi ræðu; sýndi hann fram á hve syidsam-
legt athæfi þetta væri: hversu hér væri leikið á
hjátrú fólksins og hindurvitni; hvílíkt guðlast það
væri að segja að guð sjálfur hefði umboðsmenn
á jarðríki til jafn saurugra verka, og hversu
heimskulegt það væri að halda að þessar synda-
kvittanir hefðu nokkra þýðingu. “Páfinn er lygari;
guðlastari, stórsyndari; hræsnari”, sagði hann í
kirkju sinni.
Og síðan skrifaði hann hinar 95 setningar,
sem fyr var umgetið og negldi þær upp á kirkju-
ihurðina. Kyaðst hann vera reiðubúinn að verja
þær hvenær og hvar og fyrir hverjum sem vera
vildi. Frá þeim degi er aðaldagur siðabótarinnar
talinn, en það var kveldið fyrir allraheilagra messu
31. október 1517.
Ekki er hægt að lýsa þeirri reiði og þeirri
heift, sem kaþólsk-ir menn báru í brjósti gegn
Luther fyrir uppreist hans. Jóhann Tetzel lét
kveikja bál á almannafæri í borginni; og kvaðst
hafa skipun frá páfanum að brenna alla villutrúar-
menn, og mætti því Luther hafa sig hægan. En
það hafði enga þýðingu; sannfæringinn var hon-
um meira virði en jafnvel það að forða lífi sínu.
purfti hann þó ekki að efast um að heitingunum
yrði rækilega framfylgt, því margir fyrirrenn^rar
hans höfðu einmitt verið beittir sömu tökum; tekn
ir og dæmdir sem villutrúarmenn og brendir lif-
andi á báli.
Páfinn bannfærði Lúther hvað eftir annað;
en hann brendi bannfæringarskjölin og hélt áfram
kenningum sínum, hvað sem á 'dundi. Hýert
kirkjuþingið á fætur öðru stefni honum fyrir sig
og var þess jafnan krafist að hann tæki aftur
staðhæfingar sínar. Svör Lúthers voru ávalt þau
að yrði hann sannfærður um það með orðum ritn-
ingarinnar að hann færi mgð villutrú, þá skyldi
hann afturkalla orð sín; nema það væri gert
kvaðst hann hvorki vilja gera það, né geta gert það
Krafðist hann þess að málið væri rétt rannsakað
og röksemdafærsla réði þar, en ekki blindur ofsi,
né gamlar kreddur. Má nærri geta hvemig slíku
var tekið á hinum miklu kirkjuþingum þar sem
komnir voru saman stjómendur og stórmenni
Evrópu, bæði veraldleg og kirkjuleg í allri sinni
tign.
Að rekja allar réttarfærslurnar; öll kirkju-
þingin sem mál hans höfðu til meðferðar; allar
bannfæringamar; allar ferðir Luthers og alla þá
vanvirðu sem hann varð að þola, er ekki unt nema
í heilli bók.
En hvemig sem honum var misboðið; þótt
hann horfist í augu við bál og bráðan dauða; hung-
ur og þorsta og hefði hvergi hofði sínu að að halla,
þá lét hann aldrei vikja sér af vegi sannfæringar-
innar.
Svo mikið var ofstækið á þessum kirkjuþing-
um áð í ræðu sem einn páfa fulitrúinn flutti hélt
hann því fram að Luther væri sjálfur djöfullinn
í mannslíki, hann reyndi meira að segja að halda
því fram að þetta væri svo í raun réttri og fékk
fáfróða menn til þess að trúa því.
Á móti öllum röksemdum Luthers var ávalt
látinn klingja sama klausan: “Taktu aftur kenn-
ingar þínar; þú ert villutrúarmaður; ef þú gerir
það ekki verður þú bannfærður, settur í fangelsi
eða brendur á báli”. >
Og allir vita hvemig bannfæringamar voru;
ofurafl þeirra var svo mikið að fáir stóðust. peir
sem fyrir því urðu mættu fyrirlitningu hvar sem
þeir fóru; þeir höfðu hvergi grið; enginn mátti
skjóta yfir þá skjólshúsi; enginn mátti veita þeim
viðtal — jafnvel ekki líta á þá nema til þess að
gefa þeim fyrirlitningarmerki. Hvorki mátti gefa
þeim né selja mat né drykk og álitið var að siðferði
og sálir manna óhreinkuðust af því að vera í nánd
við þá.
En jafnvel þetta óx ekki Luther í augum. En
svo er aftur þess að gæta að hann átti marga
volduga fylgismenn, sem veittu honum aðstoð bæði
ljóst og leynt. Var það fyrst og fremst fyrir þá
sök að þeir aðhyltust kenningar hans og höfðu
þegar fengið opin augu fyrir villum páfakenning-
arinnar, og eins vegna hins að þeir dáðust að hug-
rekki hans og staðfestu.
pví er nú einu sinni þannig varið að þrátt fyrir
veikleika og hverfulleik mannanna, þá dást þeir
samt alt af að hreinskilni, staðfestu sannleiksást
og hugrekki. Jafnvel-þótt þetrú sé það boðið með
lögum kirkju og stjómarvalqa að fyrirlíta upp-
reistarmanninn, sem setur sig á móti ofurefli
hnefaréttarins, þá geta þeir samt ekki annað en
fylgt honum í hjarta sínu, fundið til með honum
og jafnvel Ó6kað málefni hans sigurs og fram-
gangs. pannig var það með Luther. f eitt skifti
var þó svo nærri komið að vinir hans hugðu hann
eiga eftir að eins fá fótmál óstigin. Meira að
segja Luther bjóst ekki við öðru sjálfur en að
hver dagurinn yrði sá síðasti. pess vegna sagði
hann við Melankton og aðra áamverkamenn sína:
“Ef eg kem ekki aftur; ef þeir lífláta mig, þá hald-
ið þið áfram starfinu og stríðið fyrir málefni sann-
leikans. Eg veit ekki hvað fyrir kann að koma,
skeyti því heldur ekki. Eg veit þetta eitt; að
vor málstaður er réttur. Hverir sigra muni í
bráðina gerir minna til. Sá einn er enga sannfær-
ing hefir og engan sannleika þekkir, hugsar um
það hvort hann muni sigra eða ekki. peir sem
sannfæring hafa trúa því að hið rétta verði yfir-
sterkara um síðir og þeir telja það skyldu sína að
láta lifið í þjónustu þess, ef á þarf að halda
Sjálfur djöfullinn hefir verndað vígi páfans
og þrældómsins, en Kristur hefir brotið skarð í þá
múra, og djöfullinn verður að játa að drottinn
er sterkari en hann. pví skulum vér aldrei gleyma
að einkagrundvöllur trúarinnar er frelsi”.
Lúther hafði gengið í klaustur og var því
munkur um tíma; en hann braut reglur kaþólsku
kirkjunnar í því sem fleiru, að hann kvæntist þótt
munkur væri, og var það talin ófyrirgefanleg synd
Stúlka sú er hann gekk að eiga hét Kqtrín Bora
og var nunna. Hjónavígsla þeirra fór fram 11.
júní 1525 og urðu samfarir þeirra hinar allra beztu
pau eignuðust sex böm.
pess var getið að vinir Luthers hefðu eitt
skifti verið hræddir um að hann kæmist fyrir fult
og alt í hendur páfavaldsins og misti lífið. Var
það ráð þá tekið að vopnaðir menn komu að hon-
um þar sem hann var á ferð og fluttu hann í fang-
elsi skamt frá fæðingarstað hans. um það vita
menn ekki með vissu hvort honum hefir verið það
kunnugt í fyrstu að þetta var gert af vinum hans
honum til frelsis, en mikil voru þau störf er hann
afkastaði í þessu fangelsi, því hann dvaldi þar all
lengi. Hann var starfsamur með afburðum; vakti
við skriftir fram á nætur alla æfi, og hafði jafnvel
hjá sér bók til þess að lesa á meðan hann neytti
matar, enda afkastaði hann svo miklu að fremur
líkist skáldsögum en sönnum viðburðum, þótt
sannanir séu fyrir því öllu.
Hann ritaði hvem bæklinginn á fætur öðrum
og var þeim dreift út um alt land. pannig hafði
hann skrifað 130 rit á einu ári og 83 á öðm. Sem
kunnugt er hefir hann samið iskýring boðorðanna
og faðir vorsins, sem taldar eru fremri öllu, sem
menn þekkja af sama tagi. Hann orti sálma, sem
sumir jafnast á við hin hjartnæmu orð Hallgríms
i Péturssonar; hann orti veraldleg ljóð af ýmsu
tagi, og er þefjsi vísa eignuð honum:
, ...... ,
SÓNHÆTTIR
—
XVII. ólukka.
pú líf þitt gefins, lésari minn, fékst
en lukku eigi, svo þú breyttir til.
Úr Draumaheimi dals við fossagil,
í dimmvið Sléttu’ á undanhaldi vékst.
Og sá er mestur sauður bezt sem rekst.
— Ei sagt til þín — eg ei þig styggja vil.
En þekkja muntu þá, og kunna skil
á þeirri kynslóð, sem með straumnum hrekst,
og þann, sem langar, langar altaf heim (
sitt ljósið bezta aftur finna’ og sjá,
en kemst ei undan örlögunum þeim, .
sem útlegð batt hann hönd og fæti á,
er arf hann lét mót lukkuvon í seim,
og lagðist flatur alheimsþrælum hjá.
P. P. P.
THE DOMINION BANK
STOFN SETTUR 1871
HöfuðstóU borgaöur og varasjoour . . $13.000,000
Allar elgnir . . .................. $87.000,000
Bankastörf öll fllótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg
áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægilegyst viðskiftin.
Sparisjóðsdeild,
Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira.
tvisvar á ári-—30. Júni og 31. Desember. 384
Notre Dame Branch—\V. M. HAMII.TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höluðstóll löggiltur $6,000.000 HöfuðstóU grsiddur $1,431,200
, Varasjóðu....$ 848,554
formaður - Capt. WM. ROBINSON
Vice-President - JAS. H. ASHDOWN
Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HDTCHINGS, A. McTAVTSH CAMFBEIiD, JOHN STOVELi
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reiknlnga við elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittlr. Avisan'ir seldar til hvaða
staðar sera er á íslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjóðslnnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum * mánuðum.
T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
ý»STAVr?siif^S:,Ý»YfÁV,:rsSMÍs\xí'«i\i:?ii\ifí>i\:Ýs\"rsýri*i:Ýs'\"i,*S'xi,«\"i'*ýri*''ti's.::is\iriavw»Yii
- —-— . Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf.
Það er til mynda- smiður í borginni yðar : : : : : : : w. w. ROBSON 490 Main St.
Vg; ;—i-a ■ — —-
“Sá sem aldrei elskar vín,
óð né fagran svanna,
hann er alla æfi sín
andstygð góðra manna”.
Eitt merkilegasta og þýðing-
armesta verk Luthers var það
að hann þýddi biblíuna á móður-
mál sitt; áður var hún -ekki til á
þeirri tungu sem alþýðan skildi
og varð því fólkið að fara eftir
kenningum prestanna' áð öllu
leyti. Nú voru “hebreskir menn
látnir tala á þýzku”, eins og
maður komst að orði um það
verk.
pess verður að geta í þessum
fáu línum að eitt af merkisár-
um í sögu siðbótarinnar og sögu
Luthers var 1530. pá var eitt
hið fjölmennasta kirkjuþing í
bænum Augsborg, sem nokkru
sinni hafði verið í öilu landinu,
þar báru siðabótarmenn fram
í föstu formi trúarjátningu sína
og á henni sem grundvelli var
síðan bygt. par biðu kaþólskir
ofríkismenn alvarlegan ósigur
fyrir þeim er frjálsara hugsuðu
og vildu ekki láta fjötra hugs-
anir sínar.
Æfi þessa merka manris end-
aði 17. febrúar árið 1546; pré-
dikaði hann og starfaði fram á
dauðadægur og er álitið að hann
hafi látist fyrir aldur fram sök-
um ofmikillar áreynslu. Hann
var 63 ára þegar hann lézt.
petta er örstuttur útdráttur
úr lífi og starfi Luthers, en nógu
langur til þess að hann ætti að
geta vakið einhvern til hugsunar
einmitt ný. Hafi nokkru sinni
verið þörf á manni með lyndis-
eirikunnum og hugarfari Luth-
ers þá er það nú.
pað sem þessa þjóð brestur
nú tilfinnanlegast — og líklega
fleiri þjóðir — eru menn sem
ekki verði að gjalli í eldi mót-
þróans, hnefaréttarins og ofrík-
isins. Vér þurfum á mönnum
að halda sem ekki láta bræða sig
eins og þorsklyfur í hvaða grút
sem vera vill. Vér þurfum á
mönnum að halda sem séu reiðu-
búnir að steyta hnefann og láta
til sín heyra frammi fyrir hinum
voldugu, stóru og auðugu. Vér
þurfum á mönnum að halda sem
kalla lýgina lýgi en ekki kurt-
eisi; þjófnaðinn' þjófnað en ekki
“graft”; hræsnina hræsni en
ekki hyggindi; heygulskapinn
heygulskap, en ekki sáttfýsi o.
s. frv.
Ef vér ættum nokkra slíka
menn þá væri ekki þjóðarviljinn
kynktur í greipum samsæris-
valda og svæfður með klóro-
formi blekkinganna.
Nú er tími til þess að iesa sögu
Luthers, íhuga hana og feta í
fótspor hans að einhverju leyti.
Á hans dögum var beittasta
vopnið gegn honum “villutrúar-
hrópið”; nú hefir vopnið skift
um nafn, en er í raun réttri það
sama, það er nú “landráð”. pá
voru allir “villutrúarmenn” sem
ekki hlýddu páfanum, nú eru
þeir allir kallaðir “landráða-
menn”, sem vilja láta fólkið tala.
Austur í blámóðu fjalla.
Eftir Aðalstcin KHstjánsson.
Framh.
Vér gátum þess að einkeg vinátta
til íslands skín í gegn um þessa bók;
þetta lýsir sér í frásögnum og lýsing-
um; það er auðheyrt að höfundinum
þykir vænt um landið, ekki síður en
þjóðina. “Vér getum ekki elskaö
jörðina”, segja peir, sem ekki þekkja
ættjarðarást. “Það er eðlilegt að
þykja vænt um fólk og þjóð, en um
dautt landið, það nær engri átt”,
segja þeir.
En þetta er heimska; tilfinningum
nlanna er þannig varið að þeir geta
unnað bæði lifandi og dauða; þeim
getur þótt vænt um menn og lifandi
dýr; þeirn getur þ>ótt vænt um staði
og miálefni. Þeir sem ekki skilja
þetta eða hafa fundið til þess, þeir
eru ekki heilir menn; þeir eru ekki
nema hálfskapaðir. Það var ekkt
aðeins þjóðin sem Gunnar á Hlíðar-
enda þráði, þegar hann sagði: “Fög-
ur ertu Fljótshlíð”; það var landið
sjáilft; ættjörðin sem hann hafði svip-
aðar tilfinningar fyrir og móður sinni.
Þessi tilfinning kemur víða fram
hjá höfundi þessarar bókar og í því
er aðalgildi hennar fólgið.
Þegar hann lýsir landinu sjálfu
eða einihverjum hlutum þess, kemur
ást hans stundum fram 't barnslegri
einfeldni og með hreinskilnislegri
fegurð. Til dæmÍ9 skal taka þessi
orð: “Mér fanst daggarperlurnar
brosa til mín, eins og glataðs vinar,
vitaskuld — dálítið þunglyindislega —
Fyrir Morgunverð
Vandlœtismanns
Flesir menn eru vandlátir með kaffi. Þeir
ferðast meðal margra gististaða og drekka
kaffi búið til af mismunandi matreiðslu-.
möniium.
■En svo er fyrir að þakka að Red Ros-e
kaffi er þannig gert að það getur fyllilega
mætt vandlátum neytendum, er mulið ekki
rnalað.
Sumir menn sem vér vitum að finna að öllu
hafa'látið í ljósi gæði þess og að það sé eins
gott ef ekki betra en kaffi sem þeir hafi
nokkru sinni bragðað.
Ef þú ert einn af þeim vandlátu láttu
konuna búa til bolla úr Red Rose og láttti okk-
ur vita.
Verð sama og var fyrir þrem árum.
674
Red Rose
Coffee