Lögberg - 15.11.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.11.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER 1917 3 TÚMAS JÚNSSDN THDRDARSDN FOBEIjDRAB Tómasar eru Jón bóndi Tliórdarson og kona hans GuSfinna Tómas- clóttir að Jjangruth í Manitoba-fylki. Jón er fæddur og upp alinn í Borgarfjarðar- sýslu á fslandi. Foreldrar hans voru pórður Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. pau bjuggu á Iteynl og Másstöðum á Akranesi, eða þar um slóðir, í áður nei'ndri sýslu. Björn faðir pórðar var póstur um skeið. Er nefndur Björn ex-póstur í bókum. — Jón smndaði fiskiveiðar á Alcranesi, þá hann náði aldri, og var fomtaður síðustu árin. Hann flutti til Canada árið 1887. Fór litlu eftir liingað komu sína vestur í Tliingvalla nýlendu, sem þá var að myndast*. par nam hann iand, og bjó þar nokkur ár. par kyntist hann konu sinni, Guðflnnu Tómasdóttur, ættaðri úr Amessýsiu. pau giftust þar. Fluttu síðan úr Tliingvalla nýlendunni 189«, austur að Manitoba-vatni og námu land, þar sem lieitir Wild Oak, sunnan og vestan vert við tiefnt vatn, og búa þan þar enn. peim hefir famast þar mjög vel. Jón byrjaði búskapinn með griparækt og fiskiveiðum. Strax og efnin jukust stundaði hann komrækt. Og á nú mörg lönd og störa akra. Hann er af kunuuguin mönnum talinn ríkur bóndi.. Átti fyrir nokkrum árum öll akuryrkju áhöid og þreskivél. Hann hefir fleirl Inmdruð ekrur í ökrum árlega. mikinn gripastól, og licfir stundað fiskiveiðar á vetrum, alt að þessu. Stórt, vandað nýtízku hús bygði hann í fyrra, sem kostaði utan húsgrunns nm $6.000.00, og er í fyrstu riið þar í sveit, ef ekki fremst. Jón Thórdarson og Guðfinna Jónsdóttir, kona iians, eru bústólpar og liéraðssómi bændastéttarlnnar. Vel látin af öllum, sem þau þekkja. Sögð eðallynd og liöfð- ingjar í allri rausn. Má þau dæmi telja að þau Iiafa sýnt stiersta rausn, þá á þurfti að lialda og tii þurfti að taka, og'verður þeim fæit eðaliyndið annarsstaðar til reiknings en að þessu sinni. — ©p) SA9 Tómas var elztur barna þeirra lijóna. En þessl börn eiga þau lifandi, og iill hetma hjá þclm enn þfl: Albert. Frímann. Guðjón. Gústaf Adólf. Gordon. Bjarnl. Guðrún Vietoria, Og uppeldisdóttir að nafni Guðfinna Ingimmidardóttir. ’ ólafssonar, systurdóttir liúsfrúar Giiðfinnu Tómasdótt- ur, konu Jóns Thórdnrsonur. Sum bömin fulltíða, suni á æsku skeiði enn. Tómas var fæddur i Thingvalla nýlendu 1B. maí 1891, eins og að framan sést. Um uppeldl hans er mér ekki nálcunnugt. En efalaust hefir það verið í góðu ineðallagi, eftir því, sem gjörðist hjá fslendingum a þehn tímum. Mig minnir það væri veturinn 1919—14, sem eg kyntits honum lítið eitt hér í Winnipeg. pá var hann við nám á búnaðarháskóla fyllíisins i Winnipeg. Hann liefir óefað fcngið áður venjulega unglingamentun lieima. Mig minnir að liann stundaði þá verkvéla vísimli. sem hann var gefinn fyrir, og hafði af sjalfsdaðum byrjað á. — Hann kom mér þann veg fyrir sjónir og viðkynningu ‘ Hann var vel meðal maður á hæð. Beinvaxinn og þéttvaxinn, dökkut* á hár og brá. Kjarkiegur og stefnufastur í viðmóti og tali. ATirlætislaus, en vissi góð skil á því seiri fram fór í kring mn liann. Var prúðmenni í orði og verlci. Mynd lians birtist hér og gefur nokkurn veginn hugmynd um manuinn. Vitnisburðir og ummæli Seely liershöfð- ingja, Tidlovv lautenants og Biggs Capt., bera ljósastan vott um framkomu og hugrekki Tómasar, svo ekki þarf miklu við að bæta. (dYq) & S Tómas skrásetti sig I Ivord Stratheona riddaradcildina vorið eftir að iieimsstyrjiildin liyrjaðl—1915. Hernúmer lians var 6056. Hann fór með deildinni seinnipart samsumars til Englands. Hann liafði verið liðug þrjú misseri á vígvellinum á Frakklandi. þá liann féll. 27. maí 1917. Tómas skrifaði foreklrum sínuiii stiiðiigt og öðrum, meðan lianii var á vígvellinum. En á þeim bréfum er liklcga ekki mikið að græöa. Má merri geta, að jafn hugaður og stefnufastur liðsmaður, og síðan sveitarforingi, hefir ekki fjölyrt um eigin sögu. Er þess vegna eftir litlu eða engu að iara öðru en hréfum frá ncfndum mönnum, og þv£ sem samsveitungi hans hefir um hann sagt. — pegar liann var fallimi. fékk faðir hans bréfin fra áður tiildum mönnuin. Komu þessi bréf út I blaðinn “Ijangruth Herald”. Flutti blaðið sjálft lofsverð um- mæli mn Tómas, sem ritstjórinn var vel kunnugur. Bréfin komú út £ lausum þýðingum í ísl. vikubliiðunum í Winnipeg, sbr. “Ijögberg’’ 19. júlí 1917. Bréf frá I. E. B. Seely hafði eg með hiinduin £ suniar. og las það með atliygh. Einnig ias eg bréf frsi iautenant J. G. 'ridiow og herprestinum Ernest II. J. Biggs. Cavri. Eg hefi.snúið sumuin setningum og orðnm úr bréfunum, einkuin úr bréfi Seely liersiiöfðingja. á islenzka tungu, í kvæði því sem liér fyigir, og liefi merkt þær með tilvis- unar merkjum. Seely liershöfðingi segir skýrt, og þakk- látlega með viðkvæmni, að sigurinn sé að þakka Tómasi riddaraforingja, og þeim fámenna flokk, sem liann stjörnaði, að borgin var unnin þenna dag. Er það honmn ödauðlegur lieiður og fagur frægðar iijarmi, sem breið- ist út yfir ættfólk lians. Eftirminnilegur lieiður fj*rir þá fslendinga, sem fslendingar eru, og ævamndi sigur- geisli í sögu ættjarðarinnar. Hvað em titlar og* krossa gliiigur úr konunga munduni hjá sönnum sigri? Og faila sjálfur foldu að með fullkomnum sigri. Mér er ekki afar gjarat að dæla inn í íslenzkt mál þýðingar og lausalopa skvaldur úr útlendum nuílum. En þá um sögulega atburði er að ræða, sem fslandi og sögunni eru til vegs og gengis, álít eg það skyldu mína að þýða það, sem rétt er. Eg vil taka það fium nú þegar, að eg liefi samið ofannefnt kvirði, og þýtt þar orð og setningar af eighi hughvötuin, sem eiga þróun sina að rekja, til þeirra stuttu, en geðfeidn viðkj*nna, sem eg iiafði af Tómasi. Eg álít það enn fremur ísienzka skyldu þeirra, sem fslenilingar eru. að minnast sem flestra dáörakkra drengja, sem faila með ógleýmandi heiðri og hugrekki á orustuvellinum. Cm Tómas skoða eg skyldugt að skrifa. þar sem eg veit ekki til, að sagan eigi nokkurn íslenzkan riddara, eða sveitarforingja í riddarasveit, sem fallið liefir fj*rir fósturland sitt (eða ættjörð) a undan þessari ungu hetju. pað var sú tíðin, að það þótti liimi inesti fraini og frægð, að berjast í útlendu konunga iiði og sigra, og falia sem hetja eftir fullunnið verk. Svá varð pórólfi Skallagrímssyni og nokkrum fleiram og mun uppi haldast meðan saga fslands er lesin. Orusturnar og áhlaupin eða innhlaupin I borgir liafa ef til vill x*erið fleiri en kvæðið getur um. pó hygg eg að þar skeiki ekki iniklti. I.autenant J. G. Tidlow segir f bréfi sínu að hann Jiafi vorið jarðaður í luermannagrafreitnum næsta dag (c: 28. maí) og fylgdu þá allh- yfiri'ienn lioimm til grafar, að Aiöstöddum yfirliersliöfðingjn MueAnderson. Kirkjugarð- uriiin sem hann hvílir í er við staðiun Vadeneourt, en sá staður er 8 mílur norðtir af St. Quentin. sem er nafnkendur staður í striði þessu. par var liunn gi*afinn með hinni mestu viðliöfn og söknuði, á hermanna vísu. Með liluttekningu til foreldra og systkina. og aödáun fyrir liinni hugdjörfu hetju. sem náði hæsta sigurmarki herfrægðarinnar og dýrasta marki riddarafrægðarinnar. K. ASG. BENEDIKTSSON. TII, JÓNS THÓRDARSONAH. tiangrutli, Man. Hann er dáinn! Hann er dáinn! drengurinn snjalli þinn. Eg horfi í bláinn, eg horfi í bláinn, en heyri um gluggann inn: sigurhörpur hljóma helga fagnaðsóma í sigurlundinn, í sigurlundinn, svifinn er hann inn. TÓMAS JÓNSSON THÓRDAKSON. Hann kúgaður var ei kónginum af að koma á hinstu stund. Hann sjálfur bauðst til sóknar fram, þar sést hann kappalund. í riddarasveit hann ruddi sér braut — reiknaði ei hættuna sorg, og síðasta daginn í sóknþungum móð, hann sigraði víggirta borg. pá liðinu hafði foringinn fylkt, og fylkingar runnu á völl, þá hotjuna ungu hjalar ’ann við: — “Hérna er skipun mín öll! Eg þarf ei að eggja þinn ágæta hug, því áhlaupum stýrir þú bezt. En gættu þín riddari rimmunni í! Við, reiknum þig, foringjann, mest. Við megum ei við að missa þig nú, svo margæfðan, ráðsnjallan dreng. En áhlaupið skal með ógnkingi sótt, og óvinir beygðir í keng. Um borgarhlið ekki brunið þið inn, en bíddu mín, — ef þú mátt. Með stórskotalið, og stálvarinn her, eg styð þig, úr vestur átt. pín riddarasveit sú röskasta er, sem reynd er frá Canada enn. Já, fullhuginn snjalli, farðu nú ýel, og fylgi þér Guð, — og menn!” pá blossaði eldur í unglings sál, og ógnfríður var hann þá. Hann ákveðið hafði einmitt þann dag, Æðsta markinu að ná. Tuttugu og átta áhlaupum þeir att hafði þjóðverja við. Og sjö sinnum þrisvar af sennumum þeim sigraði, hans ágæta lið. í sjö hafði ei lánast sigri að ná, en sigurinn varð þó sá, að fanginn varð enginn félagi hans, sú fregn barst vængjunum á. Nú dagsverk var lífi og dauða háð, en dauðann ei hræddist hann, því sigurinn var hans sárþreiða veig, og sálin í eldmóði brann. pá öskraði himinn, hauður og loft og hrundu in víggirtu ból. Og atrennan, tröllþrungin, ofsaleg gall. Endilöng rofnaði borg. Og múrarnir féllu, sem mjallsvifað sáld og meymuðu í blóði torg. Við prúðmennið Seely, sem vinur hans var, viðræðum þrátt hafði eytt. peir “hjöluðu um vini, ættjarðarást, — og — fsland gamla var eitt. Um elskaðar mæður, sem unnu þeir heitt, frá æskunnar, barnsmynnis stund. — Um ítrustu feður og systkinin sín. Sárþreið í vöku og blund.”----- pá milli skýjanna Maí sól af maröldum roða skaut, og geislamir kystu tind og torg og tignuðu vorsins skraut. pá ruddust um borgarhlið riddarar inn, svo riðlaðist fjandmanna sveit. Tómas þar fremstur foringinn var. Feigðhertur skjóminn hans beit. Á brunandi skeiði þeir brytjuðu þjóð og brandamir glumdu við hátt. Sigri hrósandi siguróp gall, úr sérhverri orustu átt. í eldhafi, reyknum og ymjandi glóð öskruðu pjóðverjar hátt. Á handseilinn bundu þeir beljandi lýð. Að biðja um grið, — dugði smátt. Og Tómas í skjaldfylking skjöldurinn var, og skrílinn hann hnepti í kví. En óðum fækkar hans úrvala lið, að útflytja, fanga á ný. Hann borgarhöll tók með blæðandi und, og barðist sem Ijón um torg. pá höfðinginn Seely með hersveitir kom: Hélt, Tómas velli og borg. peir Seely og Tidlow söguna hans, segja, og alt hvernig fór, og, — “reynt hafi enginn röskvari dreng, en, Riddarann Tómas Thór”. pá hvæstu hátt, drynjandi darraðarsköll, en dagsljósið hvarf og sól. Nú tekur Sagnvísin sögunni við — því sögð er hún að eins hálf. Og myrkrunum ofar sín minningarstef á marmara, grefur hún sjálf. K. ASG. BENEDIKTSSOX.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.