Lögberg - 22.11.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1917
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,(Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Msui.
TALiSIMI: GARKY 416 og 417
J. J. VOPNI, Business Manaser
Utanáskrift til blaðtins:
THE SOIUMBIA PREJS, Ltd., Box 3172. Winnlpsg.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag,
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriB.
■^»>27
Kosningarétturinn
Eins og þegar er kunnugt, setti Dominion-
þingið lög síðastliðið sumar, sem breyttu til muna
ninum eldri gildandi ákvæðum og skilyrðum, fyrir
kosningarétti og kjörgengi í Dominion-málum.
Atkvæðisréttur var tekinn af vissum hluta kjós-
enda, en aftur á móti nýjum flokki bætt við.
Kjósendur þeir sem atkvæðisréttinn mistu,
voru karlmenn, innfluttir til Canada frá núverandi
óvinaþjóðum hins brezka veldis, sem sé pýzka-
landi, Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi, svo
framarlega að eigi hefðu þeir fengið borgarabréf
— svarið Bretakonungi hollustueið — fyrir árið
1902. — Allir þeir af fymefndum þjóðflokkum, er
eftir þann tíma gerðust borgarar landsins, mistu
atkvæðisrétt.
Nýi kjósendaflokkurinn, sem við bættist voru
konur, mæður, systur og dætur, canadiskra her-
manna austan við haf. —
Vér höfum orðið þess varir, að einstaka menn hafa
verið í vafa um hvernig skilja bæri atkvæðasvift-
ing þá, er áður var nefnd. Sumir hafa jafnvel
haldið, að skerðing atkvæðisréttarins gilti um alla
svo kallaða útlendinga, og þar á meðal jafnvel ís-
iendinga. En sem betur fer, er því eigi þannig
farið.
Enginn íslendingur kemur inn undir þessi
nýju ákvæði kosningalaganna. Allir íslendingar í
landi þessu, hafa tvímælalaust óskertan atkvæðis-
rétt við kosningamar 17. des. næstkomandi. Hafi
þeir hann ekki, er það sökum þess, að þeir hafa
ekki aðgætt nægilega snemma að tryggja nöfn
sín á kjörskrá. —
Kosningalög þessi em einstök í sinni röð og
að mörgu leyti næsta varhugaverð. Samkvæmt
fyrirmælum þeirra getur kjörstjóri heimtað af
hverjum kjósanda, að hann framvísi borgarabréfi
sínu, þótt nafn hans standi á eldri kjörskrám.
petta ákvæði getur auðveldlega svift menn at-
kvæði, ef þeir hafa ekki séð við lekanum í tíma,
—haft með sér sitt reglulega borgarabréf—eða þá
fengið afrit af því.
Ganga má að því sem vísu að ýmsir borgarar
hafi glatað borgarabréfi, og er þá eini vegurinn að
fá afrit; ætti það í flestum tilfellum að ganga
greiðlega, aðeins að það má ekki dragast von úr
viti. Afritin kosta aðeins 25 cent.
Athugaverðast verður þetta atriði bændum,
sem heimilisréttarlönd hafa tekið, því undir þeim
kringumstæðum mundi þurfa að skrifa til Ottawa
eftir bréfunum, og getur það vitanlega tekið
nokkum tíma.
íslendingar, verið á verði. Gætið þess mjög
vandlega að yfirlíta kjörskrána, sem liggur
frammi, að minsta kosti tíu daga fyrir kosning-
una. Gætið þess að nafn yðar falli ekki út. Hafi
það týnst úr lestinni, þá heimtið að skrásetjarinn
bæti því inn tafarlaust.
Atkvæðisrétturinn er helgasta íhlutunaraflið
— þýðingarmesti þátturinn í örlagavef þjóðarinn-
ar.
Óháð stjórnarblað
þýzka einveldis, er um að kenna, að hin friðsama
canadiska þjóð, sæmdar sinnar vegna, hlaut að
fara í stríð. Canada þjóðin er friðelskandi þjóð;
en ef á hluta hennar er gert, lætur hún aldrei und-
an. Og eigi mun þjóðin skiljast við hildarleik
þenna hinn mikla, fyr en yfir lýkur, — eigi fyr en
hinn brezki fáni blaktir sem hrósandi sigurfáni,
yfir brotnum borgum og heimsdrotnunar-hylling-
um hinnar þýzk-austurrísku harðstjómar.
Sá sem er ákveðinn, sigrar alt.
Canadiska þjóðin er ákveðin. Borgarar lands-
ins hljóta að vera ákveðnir — ekki'einn, heldur
allir!
S vínak j öts verzlunin.
Henderson’s-nefndin svokallaða, lauk starfi
sínu fyrir fáeinum dögum. Og hefir álitsskjal
hennar verið kunngert almenningi.
Dominion-stjómin hafði neyðst til þess að
skipa nefndina, til þess að rannsaka ákæmr, sem
fram höfðu verið bomar gegn Davis Co., einu allra
stærsta kjötverzlunarfélagi í Canada.
Og hvað sýnir svo skýrsla þess?
Hún sýnir afdráttarlaust, að félagið hefir
grætt 80%—áttatíu af hundraði—á árinu 1916.
Og skýrslan sýnir annað enn þá viðurstyggilegra,
sem sé það, að háttstandandi trúnaðarmaður
stjóraarinnar, Sir Joseph Flavelle, forseti hinnar
brezku innkaupanefndar í landi þessu, virðist hafa
persónulega notað stöðu sína, til þess að veita
Davis félaginu sérstök forgangsréttindi—hjálpa
því til að græða áttatíu af hundraði, á kostnað
stríðsins og alþýðunnar. Og Sir Joseph Flavelle
er sjálfur áhrifamikill hluthafi í hinu sama félagi.
Hvemig lízt þjóðinni á blikuna?
Er ekki almenningur blátt áfram rændur með
þvílíku athæfi?
Ekki er líklegt að tilviljan ein hafi valdið því,
að Davis & Co. fénaðist svona laglega á árinu 1916.
Nei, Sir Joseph var hluthafi, og það reið bagga-
muninn. —
Vera má að Sir Joseph Flavelle, standi utan
og ofan við lögin. En almennings álitið getur hann
aldrei umflúið. 0g dómur sá fellur honum ekki
í vil.
Siðbótarhátíðin mikla
Eins og kunnugt er voru liðin á hausti þessu
íjögur hundruð ár, síðan að Marteinn Lúter hóf
siðabót sína hina miklu, er heimurinn hefir notið
svo raikillar blessunar af.
Víðsvegar um veröld, hefir minning þessa
stórviðburðar verið hátíðleg haldin af mótmælend-
um, með fagnaðarríkum samkomum.
Allflestar lútersku kirkjumar hér í borginni
gengust fyrir einni slíkri fagnaðarhátíð, og var
hún haldin I stærsta leikhúsi borgarinnar, Walker,
kl. 21/4 síðdegis á sunnudaginn var.
Hátíðinni stjómaði kirkjufélagsforseti séra
Bjöm B. Jónsson, og hófst athöfnin með því, að
sunginn var hinn brezki þjóðsöngur og leikið und-
ir áf orchestra.
pá flutti séra Rúnólfur Marteinsson bæn og
var sungið á eftir. Séra B. B. Jónsson las svo 46.
sálm Davíðs. Áhrifamiklar ræður fluttu Sir
James Aikins fylkisstjóri Manitoba, Mr. Davidson
borgarstjóri í Winnipeg, Rev. Andreen, forstöðu-
maður Augustana lærða og prestaskólans, Rev.
Tengerwood, sænskur prestur, og Rev. L. Tank
blessaði yfir mannfjöldann í samkomulok. Á ann-
að hundrað manna og kvenna söng, undir fomstu
O. Halten, norsks söngstjóra, með aðstoð Mr. S.
K. Hall, og hljóðfæraflokksins. Próf. Griffith
söng einsöng úr Handels Messiah og Miss Edquist
spng lag eftir sama höfund.
Hátíðahaldið var eitt hið veigamesta og veg-
legasta er hugsast gat. Yfir öllum hvíldi alvöru-
þrunginn andi ánægju og friðar.
Nokkuð á þriðja þúsund manns mun hafa sótt
samkomuna.
Hermann Jónasson
Um miðja síðustu viku kom hingað til borg-
arinnar Hermann Jónasson frá pingeyrum, á leið
sinni vestur að Kyrrahafi. Var hann einn far-
þegja þeirra, er á “Gullfoss” komu til álfu þessarar
heiman af ættlandinu.
Fyrir hálfum mánuði gaf Heimskringla út
nýja stefnuskrá, að því er hún sjálf sagði, og
kvaðst nú ekki lengur vera neitt flokksblað.
Við þetta var auðvitað ekkert að athuga, ef
hugur hefði fylgt máli. En því miður virðist oss
hitt og þetta benda á, að svo hafi í raun og vem
ekki verið.
Hefði t. d. svo staðið á, að Bordenstjóminni
hefði orðið fótaskortur við kosningar áður en
stefnuskráin birtist, mundu flestir, ef ekki allir
hafa trúað því, að Heimskringla yrði ekki lengur
flokksblað. En nú hafa engin slík stórtíðindi
gerst enn sem komið er. Og hefði Heimskringla
ekki verið flokksblað, mundi hún hafa viðurkent
í síðustu blöðum, þótt ekki væri, nema ein eða
tvær yfirsjónir Bordenstjómarinnar, og þá hefði
hún auðvitað ekki fremur ungað út öðra eins nátt-
úru-undri og heilagrautnum um Sir Wilfrid
Laurier síðast.
pað er vandi að vera óháð stjómarblað!
Mál málanna
Á dagskrá hinnar canadisku þjóðar em mörg
stórmál um þessar mundir.
Dominionkosningar standa fyrir dymm og í
sambandi við þær, verður auðvitað margt ritað og
rætt. Mjög er einnig talað um dýrtíð manna á
meðal.
Pað er að vísu satt og rétt, að flestar lífsnauð-
synjar em komnar í afarverð, og sú hlið málsins
kemur hart niður á hinum efnaminni hluta þjóðar-
innar. En aftur á móti hlýtur framleiðandinn
hátt verð fyrir vörur sínar, og þótt hann greiði há
vinnulaun, er hann samt að hagnast. pað á hann
líka sannarlega meira en skilið, svo framarlega að
hagnaðurinn sé réttmætur og sanngjam. “Bóndi
er bústólpi, bú er landstólpi” — og á efnahagslegri
afkomu bænda og búalýðs, hvílir framtíðarheill
fólksins í heild sinni.
Maður þessi er fyrir löngu þjóðkunnur á ís-
landi, og allmargir hér vestanhafs — einkum þó
hinir eldri — munu nokkur kensl á nafn hans bera.
Hermann var snemma hneigður til fróðleiks,
og barðist hann áfram til mentynar í búvísindum
á unga aldri, þótt félítill væri.
Áhuginn var sterkur og þrautsegjan óbilandi.
Árið 1888 varð hann skólastjóri við búnaðar-
skólann á Hólum í Hjaltadal og hafði þann starfa
með höndum til ársins 1896. Var verksvið hans
æði umfangsmikið um þær mundir. En samvizku-
semi og ættjarðarást, gerðu honum starfið tiltölu-
lega auðvelt. Eftir að hann lét af því starfi, stofn-
aði hann Búnaðarritið og hélt því úti á árunum
1887—1900, og var hann hvorttveggja í senn, rit-
stjóri og kostnaðarmaður. Ekki var útgáfan
gróðafyrirtæki og mun Hermann oft hafa orðið að
ganga nærri sér, til þess að eigi félli hún niður.
Rit þetta var fult af fróðleik, og em áhrif þess á
ættjörðinni næsta víðtæk. Kom þá og fyrst veru-
lega í ljós rithæfileiki hans og hagvirkni í hugsun
og framsetningu.
Hann gaf út bók sína “Drauma” árið 1912, og
luku margir hinna fremstu mentamanna þjóðar-
innar á hana lofsorði. Ári síðar kom út rit lians
“Um fóðrun búpenings”, hinn nytsamasti bækling-
ur. Næst birtust svo “Dulrúnir” 1914 — Einar
H. Kvaran og Ágúst Bjamason, ásamt mörgum
öðrum leiðandi rithöfundum töldu bók þá fyrir
margra hluta sakir merkilega ; fanst þeim einkum
mikið um inngang bókarinnar, sem að mestu leyti
fjallar um heimspekileg efni.
Loks byrjaði Hermann áríð 1915 að gefa út
tímarit, er hann nefndi “Leiftur”, en fresta yarð
hann útgáfu þess sökum gífurlegs verðs á pappír
og hinnar almenn i dýrtíðar.
Hermann sat á alþingi í fimm þing, sem full-
trúi fyrir Húnavatnssýslu; hefði getað orðið kos-
inn miklu oftar; en hann kaus frekar að draga sig
út úr stjómmálaþrasinu. Og munu'ritstörfin hafa
legið nær huga hans.
En stærsta og alvarlegasta málið, stærra en öll
önnur mál til samans, er þó hið ægilega veraldar-
stríð, sem þjóð þessi á í. Undir úrslitum þess er
komin framtíð landsins.
Ofbeldishugsjónum og hemaðarhroka hins
Hefir hann á seinni árum fengist mikið við
sögurannsóknir, og þá einna helzt um þjóðsagnir
og dulrænefni.
Hermann er maður yfirlætislaus og drengur
hinn bezti í hvívetna.
Gefst Vestur-íslendingum nú kostur á að
heyra hann og sjá á föstudagskveldið.
Samkoma Ó. Eggertssonar.
priðjudagskveldið þann 20. nóv. hélt ó.
Eggertsson samkomu í Winnipeg. Samkoman
hófst laust eftir kl. 8. Fólkið streymdi svo ört að
úr öllum áttum, að á lítilli stundu var húsið orðið
svo fullskipað að ekkert sæti var autt, og fjöldi
varð að standa.
pað er margt, sem studdi að því, að aðsóknin
varð svo mikil. Fyrst og fremst er ó. Eggertsson
vel þektur meðal íslendinga, sem sá allra færasti
í framsögn og leiklist, sem íslendingar eiga hér
vestan hafs. Annað það, að ágóðann, sem yrði af
þessari samkomu, ætlar hann að gefa Gamal-
mennaheimilinu Betel á Gimli. Og enn fremur var
ekki seldur aðgangur að samkomunni, en samskot
tekin, og báru þau vott um það, hvað góðan hug
íslendingar bera til gamalmennaheimilisins. Átta-
tíu og einn dollars og 25 cents komu inn í samskot-
um.
Samkomuna setti Dr. Brandson með nokkmm
vel völdum orðum um tilgang ó. Eggertssonar
með þessari samkomu og að því loknu byrjaði
skemtiskráin. Fyrst var framsögn, smásaga eftir
Sig. Heiðdal, “Dómurinn”. Unglingurinn, sem stóð
á vegamótum lífs síns, óraði nú í hvað hann ætti
að taka sér fyrir hendur í lífinu. pá heyrði hann
rödd af himni sem sagði honum: “Vertu skáld!”
Og hann varð skáld og skrifaði bækur. Skrifaði
um mannlífið. En hann skrifaði ekki svo öllum
líkaði. Hvað sem hann ritaði kom of mjög við
kaun mannfélagsins, rótaði í sálarfylgsnum
manna, svo samvizkan lét þá ekki í friði, og þeir
komu hver af öðrum til skáldsins og heimtuðu af
honum að hann brendi bækumar, þrátt fyrir það,
að hann hafði bæði fengið “bók lífsins”, “sálar
skuggsjána” og “sannleiksaugun”, gat hann þó al-
drei ritað svo öllum líkaði. pegar hann skrifaði
sem sannásta lýsingu af mannlífinu, vildi enginn
lesa bækumar hans; menn urðu reiðir. Svo að
endingu réð hann af að skrifa eins og fólki líkar
bezt. En þá kvað við þrumandi rödd af himni:
“pú skalt ekki verða skáld!” Og hann misti “sann-
leiksaugun”, “sálarskuggsjána” og “bók lífsins”,
og hann varð blindur og varð að láta aðra leiða sig.
— petta hlutverk leysti ó. E. mjög vel af hendi:
hvort heldur hann talaði sem skáldið eða sem hin-
ir mismunandi menn og konur, sem komu með um-
kvartanir sínar til skáldsins og þess á milli röddin
mikla af himni. Hann sýndi aðdáanlega skjóta
breytingu í svip og í málróm. — Annar þáttur á
skemtiskránni var stuttur leikur, “Kaffislúður”.
Á að gerast í smábæ í Canada. Og leikur ó. E. þar
kjaftakerlingu — aðra “Gróu á Leiti” og verður
hún fyrir heimsókn nágrannakonu sinnar og setj-
ast þær að kaffidrykkju og ber þá sitt hvað á góma
hjá húsfrúnni, sem altaf talar við hina. — Svo vel
fórst ó. E. þetta hlutverk, að manni fanst hin
ímyndaða nágranna kona sitja gagnvart húsmóð-
urinni, samsinnandi með höfuðbeygingum og lát-
bragði, meðan húsmóðurin lét dæluna ganga. —
priðji þáttur skemtisk. var kvæði í tveim þáttum
(pýtt af Sig. Júl. Jóhannessyni). Breytt í leik.
Fyrri þátturinn, “Við Björg erum ósátt”, og seinni
þátturinn á að gerast sex vikum seinna, “Við
Björg erum sátt”. pað mætti margt segja um
þetta kvæði, því það er mjög efnisríkt og íhugun- #
arvert, og efni þess ekki sjaldgæft. pað eitt læt
eg nægja að þetta hlutverk fanst mér ó. E. leika
lang bezt. pað væri gaman að sjá mann leysa það
betur af hendi. Eg efast um að það gerði nokkur
betur.
pá talaði Dr. Brandson nokkur orð um heim-
ilið Betel; gaf stutt yfirlit yfir afstöðu þess nú.
Aðsókn væri orðin svo mikil um vistarvem á heim- v
ilinu að stjóm þess neyddist til þess að kaupa nýtt
hús, stærra og veglegra en hið gamla, til að geta
fullnægt þeim mörgu beiðnum, sem nefndinni hafa
borist. Einnig gat hann þess að heimilinu hefði
hlotnast höfðingleg gjöf, er Jón heit. Helgason
hefði gefið á dánardegi sínum, sem gerði nefnd-
inni mögulegt að ráðast í að kaupa nýtt hús á
Gimli fyrir Betel, en sem þyrfti talsvert að gera
við, áður en hægt væri að nota það til íbúðar. Og
fyrir þann sjóð, er þyrfti til þeirra viðgerða hefði
O. E. nú haldið þessa samkomu og hugsað sér að
endurtaka hana í bygðum fsledninga víðsvegar.
pá er Dr. Brandson hafði lokið máli sínu, kom
Ó. E. fram aftur og lék “Maurapúkann”; stutt
frásögn, breytt í leik af Sig. Júl. Jóhannessyni. —
pað óhapp vildi til að í miðjum leiknum sloknaði
á ljósunum og varð ó. E. að leika seinni þáttinn í
kolsvarta myrkri og var það mjög slæmt tilfelli,
því það er enginn efi á því, að þar tókst ó. E. engu .
síður vel, að dæma af þeim partinum sem sást.
Síðasti þátturinn í skemtiskránni var stuttur
leikur, “Bamfóstran” (stutt vetrarkveld í Wpg
1940). Fmmsamið, höfundur óþektur. Mörgum
varð á að brosa og sitt hváð kom manni í hug ef
svona verður um útlitið hér í Winnipeg 1940. pá
verður kvenfólkið tekið við stjómmálabraskinu,
en bændur annast bömin heima. Meiri hlutinn í
stjómarráðinu verður kvenfólk. Tilhlakk fyrir Th.
Johnson, sem þá verður ríkisstjóri í Canada. Og
ritstýra tekin við Lögberg. Meðal ananra frétta
að íslendingar hefðu komið með loftfari frá fs-
landi til Wpg. f stað bifreiða fóm menn upp í
flugvél sér til skemtunar á kveldin og eitt með
sjaldgæfustu fréttum að messað yrði í Fyrstu lút.
kirkju á íslenzku—ef guð lofaði—og þeir sem
skildu íslenzku beðnir og boðnir að koma — með
sálmabækur. Og margt fleira stendur í þessari
einu blaðsíðu á íslenzku, sem Lögberg flytur, sem
eitt af stærstu blöðum landsins. pað má með
sanni segja að ó. E. hafi tekist ágætlega, og sýnir
hann ótvírætt að vér íslendingar eigum ekki ann-
an færari í framsögh og leiklist. pað fanst mörg-
um of langt á milli þátta, svo þolinmæði þeirra —
sem altaf stóðu, að minsta kosti — var fullreynd.
Samkoman var ekki úti fyr en laust fyrir kl. 12.
Mr. ó. E. hefir ákveðið að endurtaka sam-
komu þessa á eftirfylgjandi stöðum:
Konkordia Hall—pingvalla-nýlendu .. .. 30. nóv.
Bræðraborg Hall—Foam Lake....................4. des.
Leslie Hall (ef hús fæst)....................5. des.
Wallhalla skólahúsi..........................7. des.
Elfros......................................10. des.
Mozart.................................11. des.
Wynyard...................................13. des.
Kandahar....................................14. des.
Á.S.
THE DOMINION BANK
í
SIR ECNUr E. CMIP, \ F,
President
v r VAimvs.
Vice-Pre*ide*it
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
| Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega j
Notre Bamc Branch—W. M. IIAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuð.tóll löggiltur $6.000,000 Höfuðstóll gr.iddur $1,431,200
Varasjóðu....$ 848,534
formaður ......... Capt. WM. ROBENBON
Vice-President - JAS. H. ASHDOWN
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBELL, JOHN STOVKB
AUskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reiknlnga vlð elnatakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisan'ir seldar tll hvaöa
staðar sem er & íslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirJóBslnnlögum,
sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB é hverjum 6 m&nuBum.
T- e. THORSTCINSSON, Ráðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
i,~ . ■ 1 1 Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf.
Það er til mynda- smiður í borginni w. w. ROBSON 490 Main St. ~ -■ '■ 1 : ' =■■■■ ^
yoar -
Kafbátahernaður pjóðverja er að
missa tökin. . Bandaþjóðun-
um vís sigur.
Arthur Pollen, einn hinn frægasti
hermálafræSingur Breta, gaf út eftir-
farandi álit á fimtudaginn var:
“Óhugur sá og 'ótti, sem gripið hafSi
hugi manna, vegna hernaðar og
stjórnmála ástandsins í Evrópu, hefir
hjaönað á augnabliki, v'iö þann virki-
lcga sannleika, að kafbátahernaöur
Þjóöverja er að hverfa úr sögunni.
Þjóðverjar hafa orðið mát í þeim leik
Fyrir sex mánuðum, nam gjöreyð-
ing verzlunarskipa af völdurn þýzkra
kafbáta, því sem svara mundi 9,000,000
smálesta á ári. Hefði svo áframhald-
ið orðið hlutfallslega hið sama, var
eigi nema eðlilegt að Þjóðverjar
þættust því fyllilega vaxnir, að hlut-
ast til um að friður yrði saminn, og
að sá friður — þótt dýrkeyptur kynni
að verða — mundi á engan hátt ganga
eins nærri þjóðinni, og fullkominn ó-
sigur á sjó og landi, hefði vitanlega
gert. Kafbátahernaðurinn var Þjóð-
verja siðasta og eina von!
Á fyrstu tveim vikum þessa mán-
aðar, Jækkaði svo tala brezkra verzl-
unarskipa er sökt var, og stærri voru
en 1,600 smálestir, að með jöfnum
hlutföllum mundi tortíming skipa
eigi hafa numið nema 1,000,000 smá-
lesta um árið.
Með þeim áhöldum til skipabygg-
inga er Bretar einir hafa, mundu þeir
auðveldlega hafa getað smíðað meira
af nýjum skipum á skemmri tíma en
átta mánuðum, til þess að bæta upp
fyrir tjónið, og meira en það.
Bretar Japanar og Bandaríkjamenn
til samans, hefðu eigi þurft meira en
átta vikur til þess að fylla í s'karðið.
Skipatjon af völdum kafbátanna,
hefir á síðustu tveim vikunum, orðið
í raun og sannleika minna, en meðal-
tal sjóslysa á friðartímum. Eru þetta
ekki dágóð tiðindi?
Borið saraan við þenna reynslu-
sannleika, verða sigurvinningar Þjóð-
verja á Rússum og Itölum, tiltölulega
smámunir.
hað eru líka smámunir, hVort ít-
alski herinn lætur tindansíga eða ekki
við Piave, Brenta og Adiga; hvort
það tekur Kerensky eða þá einhv'ern
annan, tvær vikur eða tvo mánuði að
tengja Rússland aftur saman, hvort
neðri málstofan fyrirgefur hinutn
brezka forsætisráðherra, eða sam-
þykkir á hann vantraustsyfirlýsingu.
Það er alt saman smámunir borið
saman við þann veruleika, að hjóð-
verjar hafa beðið ósigur á haf inu.
Nú er sambandsþjóðunum sigur-
urinn vís.
Þjóðverjum hepnast aldrei að semja
sérstakan frið við Rússa. Þeir hljóta
alt af að hafa fjölmennan her á
austur-stöðvunum. Mjög virðist og
ólíklegt, að þeim takist heldur að
koma verulegum glundroða á her It-
alíumanna, svo að hætta stafi af.
England er ákveðið óg einhuga, og
harla ósennilegt að lítill skoðanamun-
ur og stundarhiti í Neðri málstofunni
muni kollvarpa Mr. Lloyd George.
En hvað sem öðru líður, er þó það
atriðið mest, að loftkastalar Þjóð-
verja og sigurvonir á sj'ónum, hafa
hrunið eins og spilaborg”.
Þjóðmenjasafn Islands.
Höklarí
F ramh.
1 þessum föstu kápum við vegginn
hanga einnig fornir og skrautlega út-
saumaðir höklar, 5 í hvorum. —
Instir í skápnum (nr. 1) í kómum eru
2 úr bláu flaujeli. annar frá Þingeyr-
um (nr. 1719), hinn frá Hitardal (nr.
3039), krossarnir að aftan og borð-
arnir að framan eru með helgra
manna myndum. Næstur þeim er
hvítur hökuH með rauðum krossi, frá
Njarðvík í Norður-Múlasýslu; er
mynd Maríu saumuð á krossinn (nr.
3460). Þá er rauður hökull frá Hofi
í Álftafirði (nr. 4501) og eru á kross-
inn ekki einungis saumað hjarta, held-
ur og fætur Krists á krossinum með
sár.unum. Yztur er rauður floshökull
rósofinn frá Vatnsfirði (nr. 3326);
krossinn og borðinn er forn með út-
saumuðum dýrlingamyndum. — (nr.
4) í framkirkjunni eru þessir: Hvít-
ur hökull forn með helgra nianna
myndijni á kro^si og brjóstborða, frá
Reykjavík, en kominn til dómkirkj-
unnar þar frá Skálholts dómkirkju
(nr. 5593); honum næstur er hökull
úr grænu rósflosi frá Odda (nr.
í stuttu máli, Mulið kaffi er kaffi
sem hefir verið mulið milli tveggja
stálsívalninga m e ð mátulegri
þyngd til að mylja baunimar í
jafnar arðir og umleið er hismið
blásið burt með þar til gerðri
blástursvél.
Afleiðingin er að kaffið sest vel.
Red Rose Kaffi er eins einfalt að
búa til og Red Rose te; og bragðið
og lyktin er ilmandi í samanburði
við vanalegt malað kaffi.
Selt í loftþéttum, tví - límdum
könnum til þess það haldi sínum
krafti.
Sama verð á því og var fyrir
þremur árum.
Red Rose
Coffee 5i