Lögberg - 22.11.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.11.1917, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1917 Gerið ráðstöfun með að fæða heimilið sparlega. Sparið hveiti í öllum yðar bakningum og betri árangur fæst þá með því að nota 142 A PURITV ) FLOUR MORE BREADano BETTER BREAD Fjárlög Islands á síðasta alþingi. I Almennar athugasemdir. Fjárhagsnefndinni var j>að strax ljóst við fyrsta yfirlestur frumvarps- íns, að ekki væri nokkur von þess, að halda því í sama horfi og það kom frá stjóminni. Virtist hermi stjórnin hafa farið oflangt í tilraunum sínum til þess að gera frumvTarpið tekju- hallalaust, þar sem sú viðleitni kom víða niður á útgjaldaliðnum, sem engin tök voru á að spara til. En að setja sjálfsagða tekjuliði vitanlega oflága eða sleppa óhjákvæmilegum útgjaldaliðum úr frumvarpinu, leiðir ekki til annars en vilfa mönnum sýn á fjárhagsástandinu og varna þeim fullkomins yfirlíts. Auk þess sem nefndin af framan- geindum ástæðum áleit óhjákvæmilegt að hækka að mun útgjöldin, þá gerir núverandi ófriðarástand það að verk- um, að hún sér sér ekki fært að halda fram eins miklttm sparnaði og oft hef- ir áður verið. Má í því sambandi nefna útgjöld til ýmsa verklegra fram- kvæmda, seni nauðsynieg kunna að verða til atvinnubóta, og einnig það, að sjá fyrir og bæta kjör ýntsra manna sem armaðhvort eru starfsmenn lands- ins eða á annan hátt háðir fjárv'eit- ingavaldinu. Nefndin hefir þó reynt að fara sem •'arlegast í öllti, en tekið skal það fram að hún miðar vfirleitt tillögur sínar om fjárveitingar við venjtrlegt ástand bó nokkuð hærra en var fyrir ófrið- inn, nerrva annað sé sérstaklega tekið fram. , Nú mun það augljóst, að allveru- legur tekjuhalli Wlýtur aö verða, og verður þá ekki hjá því komist að leyfa stjðrninni að taka lán “til þess að jafna hann, ef ekki verður fundinn talsverður tekjuauki á þessu þingi”. Hagstofan. ; Ivaun liagstofustjóra hækka úr 3000 Upp i 3500 kr., en ekki vill nefndin að syo komnu gera starf hans að em- biietti með eftirlaunarétti; ^ins og hann hafði farið fram á, og er ráðuneytið áammála um þetta. | i Bannlögin. Stjórnin hefir ætlað 10 þúá. kr. hvort árið til eftirlitg vegna bann- laganna. Þetta vill nefndin fella burt. Far- ast henni sv'o orð: “Nefndin getur ekki fallist á, að það sé rétt að veita fé til sérstaks eft- irlits vegna bannlaganna. Það verð- ur að teljast mjög einkennilegt ný- mæli og athugavert að ætla sér að stofna sérstaka löggæzlu að eins vegna þessara laga, enda verður nefndin að lita svo á, að til þess að sú löggæzla kæmi því til vegar, að bannlögin yrðu nokkuð minna brot- in, mundi þurfa miklu stórkostlegri fjárupphæð. Ef þess konar fjárveit- ingu yrði smeygt inn, þótt lítil væri í fyrstu, þá er líklegt, að hún gæti smám saman margfaldast, svo að firn- um sætti, en árangurinn ekki að sama skapi. Ef litið er á athugasemd stjórnar- mnar við þennan lið. þá verður ekki heldur greinilega séð, á hvern hátt !uin ætlast til að fé þessu verði varið. Að vísu er vikið dálítið að því í at- hugasemdinni. — En eftir orðalagi stjórnarinnar að dæma virðist það mjög óljóst og fyrirætlanirnar jafn- vel mjög varhugaverðar. Þó að nefnd- in sé nú eindregið á móti því að stofna sérstaka löggæzlu fyrir banrilögin, þá Iitur hún svo á, að ekki megi varna því, að hinir lögskipuðu lögreglustj'ór- ar geti sýnt röggsemi sína við íög- leglueftirlit yfirleitt. En það hefir stundum liamlað framkvæmdum lög- reglustjóra við lögreglueftirlit, að ef þeir hafa gert einhverjar ráðstafanir í því skyni, sem aukin kostnað höfðu í för með sér, þá hafa þeir ekki getað fengið 'þann kostnað greiddan, af því að til þeirra greiðslu hefir vantað lagaheimild. Til þess nú að bæta úr þessu, vi'H nefndin hækka nokkuð fjár- hæð þá, sem ætluð er til óvissra út- gjalda, með [æirri athugasemd að af þeim lið megi greiða lögreglustjór- um þann kostnað, er þeir kunna að hafa við aukið lögreglueftirlit. Athugasemd, setn fer að nokkru leyti í þesisa átt, er í núgildandi fjár- lögum.” Útgjöld til leekmskipunar. f Alþingi og landsreikningar. , Alþingiskostnaður iþækki um helm- ing, eða úr 80 þús. upp í 160 þús. kr., úl. a. vegna þess, að líklegt þykir, að þing verði háð á næsta sumri. — Eaun yfirskoðunarmanna landsreikn- inga vill nefndin hækka úr 1,200 kr. úpp í 2,000 kr. Styrkur til Hólshreppinga til að leita sér læknishjálpar hækki úr 300 upp i 500 kr., en nefndin vill fella burt 300 kr., er stjórnin hefir ætlað Kjós- arhreppi í sama skyni — þykir sá hreppur eigi ver settur en fjöldi ann- ara, sem enginn styrkur er ætlaður. Ferðastyrk augnlæknis vill nefndin hækka úr 300 kr. upp í 500 kr. Gunulaugi lækni Claessen ætlar nefndin 2 þús. kr. fyrra árið og 1 þús. kr. siðara árið til að stofna og starf- rækja ljóslækningastofu fyrir útv'ortis berkla. Jóni lækni Kristjánssyni er ætlaður 1,500 kr. dýrtíðarstyrkur hvort árið, til þess að hann geti tekið lækninga- stofu sína í því skyni og með því skil- yrði, að læknishjálpin verði ekki dýr- ari framvegis en að undanförnu. Útgjöld til Lauganesspítalans, Geð- veikrahælisins og Vífilsstaðahælis þykir nefndinni stjórnin hafa áætlað óskiljanlega lágt og hækkar því fjár- veitingar þessara stofnana að mikl- um mUn. Styrkur til sjúkrahúsa og sjúkra- skýla hækki úr 3 þús. upp í 6,500 kr. Styrkur til að komá upp sjúkra- skýlum á læknissetrum, sem stjórnin ætlar 6 þús. kr. hvort árið, verði 15 þús kr. síðara árið. Ferðakostnaður héraðslækna til eftirlits með barnia- og unglingasikól- um greiðist úr landssj'óði, en ekki úr skólasjóðum, eins og verið hefir. Hins vegar sjái fræðslunefndirnar læknum fyrir borgun fyrir slíkar skoðanir, en læknar hafa ekkert fengið fyrir það sem af er. Utanfararstyrk héraðslækna • vill nefndin hækka úr 2,500 kr. upp í 3,000 , Guðmundi Thoroddsen eru ætlað- ar 2 þús kr. hvort árið til að framast í skurðlækningum erlendis, enda ætl- ar hann að setj'ast hér að að loknu námi. Láru Sigurðardóttur frá Patreks- firði ætlar nefndin 400 kr. síðara árið til hjúkrunarnáms erlendis. Sjúkrasamilag hins íslenzka prent- arafélags njóti 200 kr. styrks hvort árið. — Póstmól. Nefndin vill hækka talsvert útgjöld til póstmálanna og yfirleitt viljað fara þar sem allra mest eftir tillögum póst- meistara. Er það alkunna, að hann cr mjög spar og hagsýnn á landsfé, og því síður ástæða til að draga úr því, sem hann áiítur nauðsynlegt að v’eitt sé. Af hækkuninni má nefna að nefnd- m vill færa -laun 5 póstafgreiðslu- manna í Rvik úr 10,800 kr. hvort árið upp í 12,250 kr. fyrra árið og 12,750 síðara árið. “Álítur neíndin sjálfsagt að beita fullri sanngirni við þá inenn. ekki sizt þar sem þeir hafa gegnt þessum starfa lengi, og því áríðandi að þeir neyðist ekki til að hröklast í burtu vegna ónógra launa. En póst- húsið hefir að líkindum fengið að kenna á því, að missa af góðum starfs- kröftum fyrir þessa orsök, og er það illa farið.” Póstafgreiðslumönnum á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði er og ætluð launahækkun. Vegabœtur. Um þann lið eru þessar almennar athugasemdir: “Nefndin er á einu máli um það, að fjárveitingar til vegagerða mætti nú alls ekki spara. Er það fyrst og fremst af þeim ástæðum, að búast má við, að landið þurfi að veita fleiri mönnum atvinnu á næstu árum en verið hefir, en vegi þessa alla á hvort sem er að gera í mjög náirmi fram- /íð. Fleiri ástæður eru líka fyrir þessu, svo sem sú, að á yfirstandandi fjárhagstímabil var mjög mikið dfeg- ið úr fjárveitingum til vegagerða. Ef þessu færi fram hvert fjárh.tímabilð eftir annað, mundi það seinka um of öllum v'egagerðum á landinu og raska öllum fyrirætlunum, sem gerðar hafa verið í því efni fyrir framtiðina. Þá má ekki gera lítið úr því að þótt erfitt sé um framkvæmdir ýmsra fyrirtækja á landinu, vegna gífurlegs efniskostn- aðar, þá nær það ekki til hinna eigin legu vegagerða. Þar má heita enginn efniskostnaður, að eins vinnulatín, og rennur féð því í vasa landsmanna sjálfra . Öðru máli er að gegna um brýrnar. Þar má búast við að efni verði svo dýrt, að ekki verði viturlegt, að ráðast í stætti brúarbyggingar af þeim ástæðum. Þess vegna leggur nefndin til, að leyft sé að fresta og færa til milli ára -þau mannvirki, en þó svo færi, að ókleift virtist að byggja brýrnar, þá ætlast nefndin ekki til, að landssjóði sparist fé á því, heldur að brúarfénu sé þá varið til vegagerða, eftir tillögum verkfræð- ings, eða til annara þjóðnýtra fyrir- tækja, er stjórnin kann að ráðast í til atvinnubóta. — Mundi þá hægra síð- ar, ef svo sýndist, að taka fleiri brýr í einu á kostnað vegagerðanna að sama skapi. — Vill nefndin alls ekki, að fé þessu verði varið til annara utgjalda, nema eirihver mjög brýn nauðsýn beri til. Álítur hún þá eina ástæðu ekki nægja, að tekjur lands- sjóðs hrökkvi ekki til, ef hægt er að fá fé á annan hátt en að taka til þess- ara fjárveitinga”. Samkvæmt þessu viil nefndin hækka stórum fjárveitingar til flutninga- brauta, þjóðvega og fjallvega og til- lög til akfærra sýsluvega, en oflangt yrði að nefna einstakar fjárveitingar undir þessum lið. Þó skal þess get- ið, að 25 þús. kr. ætlar nefndin til brúar á Jökulsá síðara árið. Er það í samræmi við álit landsverkfræðmgs, og á að verja fénu til undirbúnings undir smiði brúarinnar. Jafnóðum og trébrýr bila á flutn- ingabrautum, sem sýslufélög kosta við- hald á. leggur nefndin til að settar verði steinbrýr í staðinn, á kostnað iandssjóðs, en vill ekki fara lengra að svo komnu í að létta viðhialdi flutn- ingabrautanna af sýslunum. Vegamálaverkfræðinginn vill nefnd- in nefna framvegis vegamálastjóra og vitaverkfræðinginn vitamálastjóra. Ekki vill nefndin að sinni veita fé til brúar yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti, en þykir sanngjarnt, að landssjóður kosti brúna að 2/s, þegar þar að kemur, eins og Borgfirðingar fara fram á. Áætlað er að sú brtt kosti 50 þús. kr. Símar. Á þeim lið gerir nefndin engar veru- legar breytingartillögur. I stj.frv. er nefndur “gagnavörður” við landsím- ann með 1800 kr. árslaun. Nefndin vill beryta titli hans í: Áhalda og efnavörður. Hitt nafnið þótti henni orka tvi- mælis. Vitamál. Laun Guðm. Hlíðdals hækki úr 2,500 kr. upp í 3,000 kr. og skrifstofukostn- aður vitamálastjóra úr 700 upp í 1 þús. kr. Kenslumál. Þar gerir nefndin litlar breytingar og segir hv'orki af né á um, hvort skólahald verði í vetur. Af nýungum má nefna, að hún ætl- ar leikfimiskennara kennaraðkólans, I Birni Jakobssyni, 1700 kr. í föst laun, og Ólafi Róserikranz 500 kr. nafn- bundinn launaauka. Þorkell kennara Þorkelssyni á Akureyri er ætlaður 300 kr. styrkur útgáfu kenslubókar hans í stærðfræði. Laun til 3 yfir- setukvenna í Rvík fyrir verklega kenslu yfirsetukvennaefna, hækki úr 300 kr. upp í 900 kr. (3300 kr. handa hverrij. Ekki v'ill nefndin veita fé til að reisa skólahús, meðan húsagerð er svo afardýr sem nú er hún. Þó vill hún veita 25 þús. til barnaskólahúss í Vestmannaeyjum, sem oflangt er kom- ið til þess að snúið verði aftur. Landsbókasafnið. Þvi eru ætlaðar 1200 kr. fyrra árið til að gefa út handritaskrá safnsins og 2500 kr. fyrra árið til samningar og útgáfu á minningarriti safnsins. Skáld og listamenn. Styrk til skálda og listamanna, sem stjórnin hefir ætlað 12 þús. kr. hvort árið, vill nefndin hækka upp i 36 þús. kr. “Nefndinni þótti stjórnin hafa num- iö styrk til skálda og listamanna um of við neglur sér, því að með þeirri upphæð var gersamlega ófært að taka nokkurt hæfilegt tillit til margra nvrra umsókna frá ágætum mönnurn, bæði þektum skáidum og efnilegum listamönnum. Telur nefndin óheppi- legt að höggva styrkina alt of smátt”. ('Framh.J Dauðareiðin. Dauðinn rann á rauðum fáki, um rudda manna braut. Faxið stóð í björtu báli, og blóð úr nösum flaut. Sjálfur v’ar hann fár og fölur og fast um tauminn hélt, og Irafði til að hemja fákinn, hygg eg — lifið selt. Herti’ ’ann betur taumatakið, en tauminn þá hann sleit, og fram hann rann nú eins og elding og alt hans valdi hneit. • Unga rödd eg heyrði hrópa í háska og ógnarneyð: “Það er engin þörf hér fyrir þessa dauða reið!” “Hver var það sent fákinn fældi fyrir mér úr leið ?” Dauðinn mælti — og mauninn unga ttm miðju sundur sneið. Þaut hann nú með nakta ljána, og nærri mér hann sló. — Feigð á brjóst og fall að baki, finst ei sumum nóg! Bið eg hér nteð bræðrunt mínum, frá brjóstum treyja er spent. Við viljum hafa hófamarkið á hjarta okkar brent. London, 3.—8. 1917. H. Hamar. Skýring. Fyrir rúmum þrem mánuðum síð- an fékk eg bréf frá vini mínum, enskum liðsforingja. sem hafði tekið þátt í ófriðnum frá byrjun, en er ný- .. | • timbur, fjalviður af öllum ar vorubirgðir tegundum, geirettur og aU- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, ------------------- Limited ----7------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG | ADANAC GRAIN COMPANY, | LIMITED HVEITIKAUPMENN Tals. Maln 3981 1203 Union Truat Building WINNIPEG 208 Drinkle Block, Saskatoon, Sask. 27. september 1917. Bóndi góður! Ekki nema á þeim komtegundum, hveiti, höfrum og flaxi, sem ekki ná fyrstu flokkun, er hægt að mæta verð- samkepni. J?að eina sem getur verið að ræða um er tegunda- mismunurinn. Adanac Grain Co., Ltd. hefir tekið upp þá aðferð í skoð- un á hveiti, sem algerlega fyrirbyggir rangindi. Vér höfum óháðan umsjónarmann, sem í mörg ár var aðal aðstoðar um- sjónarmaður sambandsstjómarinnar. Hann lítur eftir öll- um vagnhlössum sem oss eru send og hans ummæli fylgja því sem seljandi hefir fengið. í sambandi við þær korntegundir sem samkepni er hægt að koma að, er vort félag betur sett til að gefa góðan árang- ur. Aðal ráðsmaður vor hefir haft þrjátíu ára reynslu í þeirri grein — bæði hvað innkaup snertir úti um landið og eins á útflutningi til annara landa. Hans reynsla er peninga virði í þinn vasa. Sendið vagnhlass til reynslu 0g mun það tryggja fram- j hald verzlunar—því góður árangur eykur viðskifti. í Yðar þénustubúnir i ADANAC GRAIN COMPANY LIMITED MA VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJALFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. fallinn. í þessu bréfi f&rast honum m. a. orö á þessa leið: “Annars er þaö ekiki dauöinn sem vitjar okkar hér. Viö erum dauöinn sjálfur — og mér finst að honum hljóti aö líka þaö illa aö valdiö hefir verið tekiö af honum. En hvaö sem því líður — meö hans innsigli verö- um viö 'allir brendir, og viö bíðum þess með ró”. Er eg hafði lesiö þetta bréf barst eg í anda út til vígstöðvanna og orti þetta ljóö í nafni vinar míns. H. H. —Isafold. IðLIKIK IðLIKIN ■ pegar pabbi hans kom varð hann ákaflega hryggur og reiður. Hann fór út í garðinn og skoð- aði trén sín, sem lágu þar höggvin og hann hélt að einhver vondur maður hefði gert það, sem væri iHa við sig. Og gamli Washington sagði upphátt við sjálfan sig: “Hver sem hefir gert þetta, hann skal svei mér fá fyrir ferðina; eg skaí lúberja hann eins og hund, hver sem hann er”. En Georg litli var á bak við dálítinn runna og heyrði hvað pabbi hans sagði. Honum þótti ósköp mikið fyrir því að hafa hrygt pahba sinn og eyði- lagt tréin hans; en hann hafði gert það í hugsun- arleysi. “Hann ber mig, ef eg segji honum það”, sagði Georg við sjálfan sig. “En það gerir ekkert til; eg hefi gert þetta; það er rétt að eg fái hegningu íyrir það. Eg gæti laumast í burtu og látið pabba ekki sjá mig og þá héldi hann að eg hefði ekki gert þetta, heldur einhver annar. En ef eg þegði og segðist ekki vita hver hefði gert það, þá væri eg að segja ósatt, og það gæti eg ekki. pað er «ama og segja ósatt og að þegja yfir sannleik- anum”. Og svo fór Georg litli til pabba síns, gekk einarðlega þangað, sem hann var og sagði: “Pabbi, eg hjó niður berja tréin þínr eg varð svo kátur yfir nýju öxinni minni og mig langaði til þess að reyna hana og þess vegna hjó eg trén; eg hugsaði ekkert út í það að eg væri að skemma fyrir þér eða gera nokkuð rangt. Mér þykir •>sköp mikið^fyrir þessu, pabbi minn, 0g eg bið þig að fyrirgefa mér það ef þú getur; eg skal reyna að gera aldrei neitt eins ljótt eða heimskulegt aftur”* “Hvenær datt þér í hug að þú hefðir gert rangt? og hvemig stóð á því að þú sagðir frá þessu?” spurði faðir hans. “Hvers vegna þagðir þú ekki yfir því ?” “Eg var þarna á bak við litla runninn þegar þú komst inn í garðinn”, svaraði Georg, “og eg heyrði hvað þú talaðir við sjálfan þig; þess vegna kom eg og sagði þér eins og var”. “Hefðir þú ekki sagt mér frá því’”, sagði gamli maðurinn, “þá hefði eg aldrei vitað hver gerði það, og þú hefðir sloppið við hegningu”. “Já, það er satt”, svaraði Georg. “En hefði eg þagað þá hefði eg ekki sagt satt, og eg hefi van- ið mig á að skrökva aldrei. par að auki gat skeð að þú hefðir haldið að einhver annar drengur hefði gert þetta og þú hefðir kanské barið hann og það hefði þá verið mér að kenna”. Washington gamli tók Georg litla í faðm sinn klappaði honum, kysti hann og sagði: “pað er sárt að missa berja trén; eg hefi kostað miklu upp á þau og oft verið þreyttur við það að hlynna að þeim, en það er skaði, sem þú hefir margfaldlega bætt mér með því að vera eins ærlegur og sann- orður og þú ert nú; og eg ætla ekkert að hegna þér fyrir”. petta er falleg saga; finst ykkur það ekki? En haldið þið að margir drengir hefðu verið eins og hann hann Georg? haldið þið ekki að sumir hefðu reynt að laumast í burtu, án þess að har.n pabbi þeirra tæki eftir og látið hann halda að ein- hver annar hefði höggvið tréin ? Lærið þið allir drengir og allar stúlkur af þessari sögu, að segja alt af satt og kenna aldrei öðrum það sem þið gerið sjálf. Eg sagði ykkur að hann Georg Washington hefði verið einn af mestu mönnum heimsins. Hann var fyrsti forseti Bandaríkjanna 1781, kos- inn í einu hljóði og aftur kosinn í einu hljóði 1792. Georg Washington var fæddur í Westmore- land-héraðinu í Virginíaríkinu í Bandaríkjunum 22. febr. 1732, en hann dó að Mount Vermon 14. desember 1799. Hann átti engin börn, en hann var kallaður “faðir þjóðarinnar”.. Fimm dögum eftir að hann var dáinn var það samþykt í einu hljóði í þinginu í Washington að hann hefði verið: “Fremstur á stríðstímum; fremstur á friðartímum og fremsti maður í hjört- um samlanda sinna”. Höfuðbærinn í Bandaríkjunum ber nafn hans. Georg Washington var Jón Sigurðsson, eins og Sir Wilfrid Laurier er nú Jón Sigurðsson Canada. Sig. Júl. Jóhannesson. Stutt saga Betty sá bárur hringast á braut og endursendast. Betty kastaði steini í tjörnina. Hringmynd- aðar bárur mynduðust, sem alt af urðu stærri og stærri, þar til þær náðu alla leið yfir vatnið, til landsins hinu megin, þar sem Betty hafði sjaldan komið. Hún stóð og horfði hugfangin á hárurnar. Hún hafði heyrt að ef manni lukkaðist að mynda bárur, sem næðu til landsins hinu megin, þá hefði maður hitt á óskastundina og gæti óskað sér hvers sem maður vildi. Hún fór því að óska sér þess, sem henni var hugðnæmast á augnablikinu. “Eg óska mér”, sagði hún, “að eg gæti gert eitthvað sem myndaði svo stóra báru að hún hring- aðist út fyrir litla gamla búgarðinn, þar sem eg hefi alt af átt heima, út fyrir ríkið og alla leið að hafi”. Svo hló hún glaðlega og hljóp heim í hús. Hún kom út aftur, eftir fáar mínútur og bar þá á hand- legg sér skrautlega körfu. pessa körfu hafði sjúklingur, Indíána dreng- ur, búið til og gefið Betty. Hann átti heima tvær mílur frá Betty. Oft hafði móðir Betty sent hana með nýja brauðhleifa, smjör og mjólk og fleira til litla Indí- ána drengsins, sem var ólæknandi og varð að liggja allan daginn á legubekk; og Betty kendi í brjóst um vesalings drenginn, sem aldrei gat gengið, hlaupið eða leikið sér. Heimsóknir Betty voru nokkurs konar sól- skinsblettir á æfi vesalings drengsins og til þess að reyna að launa Betty, fyrir alla hennar fyrir- höfn, hafði hann búið til körfuna og gefið henni. Betty þótti mjög vænt um körfuna og áleit hana einn af fjársjóðum sínum. penna dag ætlaðí hún í berjamó og hugsaði sér að fylla körfuna. Eftir fárra mínútna göngu kom hún á berja- móinn með fram járnbrautinni. Hún tíndi saman laufblöðin, sem enn voru vot af morgundögginni og lagði þau í botn körfunnar og upp með hliðun- um eins langt og nam. petta átti að bjarga frá meiðslum fjársjóðnum, sem nú átti að fylla körfuna. Rétt þegar hún var nýbúin að fylla körfuna heyrði Betty lestina blása. Hún flýtti sér að vatnsgeymsluhúsinu á brautinni; því þar vissi hún að lestin mundi stöðvast. Betty þótti ætíð mjög mikið varið í að sjá lestina stöðvast þarna. pá mátti sjá ýmislegt. stundum var það fólksflutningslest, og gat þá að líta skrautbúið fólk á öHum aldri, sem horfði út um gluggana brosandi. pað þótti Betty gaman. Stundum var það gripaflutningslest, sem stöðvað- ist þarna. pað þótti Betty líka gaman að sjá. f þetta sinn var það fólksflutningslest, sem stanzaði. Vagnarnir voru afar skrautlegir og fólkið vel búið. Betty sá mann fara niður úr lestinni, litast um skyndilega og slíta upp nokkur vilt blóm, sem spruttu með fram brautinni. Hún sá hann rétta blómin upp að glugga og þá sá hún alt í einu að föl lítil stúlka sat innan við gluggan, og brosti þegar hún tók við blómunum. Betty varð forvitin. Hún færði sig nær glugg- anum og litla stúlkan sá hana og brosti svo vina- lega. pað var auðséð að litla stúlkan hefði verið veik og liðið þjáningar; en hún var nú heldur á batavegi. petta minti Betty á Indíána drenginn veika. pá mundi hún líka eftir körfunni. Hún flýtti sér að glugganum og rétti körfuna að stúlkunni. Maðurinn sneri sér við og Betty hélt að hann ætlaði að banna sér að gefa stúlkunni berin, svo hún sagði óðamála: “Lofaðu mér að gefa henni þau. ó! lofaðu mér að gefa að gefa henni þau!” Maðurinn hikaði, en áttaði sig fljótt og hneigði sig djúft fyrir Betty. Slíka viðhöfn hafði Betty aldrei séð áður. Hann tók við gjöfinni og rétti dóttur sinni. “Viltu gjöra svo vel að tæma körfuna og rétta hana svo að gefandanum ?” En Betty hrópaði áköf: “Nei, nei! Gerðu það ekki. Berin eru svo miklu fallegri í körfunni heldur en ef þeim væri helt úr henni. Gerðu svo vel að taka við körfunni líka. Drengurinn getur búið til aðra körfu, hvenær sem er”. “Hvaða drengur er það ?” spurði maðurinn. Betty sagði þeim alt um drenginn, sem aldrei gat gengið, hlaupið eða leikið sér, og þau hlustuðu með athygli. Hún fullvissaði þau um að drengn- um mundi þykja vænt um að hún hefði gefið litiu stúlkunni körfuna, úr því að hún var veik eins og hann. Hann hlaut að skilja það úr því hann var veikur sjálfur. pað var hún viss um. “Skilaðu þakklæti frá mér til veika drengsins og segðu mér nú hvað þú heitir”, sagði stúlkan að- komna, “>svo eg geti skrifað þér þegar eg kem til San Francisco. Betty leit upp stórum augum, og starði á ó- kunnu stúlkuna undrandi. Loksins sagði hún: “ó hvað eg hefði gaman af að fá bréf svo langt að” Aðkomna stúlkan sagðist hafa mestu ánægju af að geta skrifað henni, þegar hún kæmi vestur — henni, sem hefði verið sér svo góð. Svo skrif- aði maðurinn hjá sér nafn Betty og heimili. Gufuvélin blés og lestin lagði á stað í hægðum sínum. j Betty horfði á eftir lestinni eins lengi og hún gat eygt hana, sneri sér svo við og brosti ánægu- lega. Hún hugsaði með sjálfri sér: ó, hvað það

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.