Lögberg - 22.11.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.11.1917, Blaðsíða 3
Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Hún sagði þetta auðvitað í þeirri von, að Laura myndi koma heim á meðan. pað var mjög hversdagsleg vinna, innifalin í því að setja nýtt ermalín á eina af skyrtum föður síns. Rigningin var aftur byrjuð og tíminn leið; kl. sló níu; það var háttutími Lucy, en hún hafði enn þá ekki feng- ið teið sitt. Hvar gat Laura verið? Jana var að verða reið yfir æsingunni og vandræðunum sem hún var stödd í. Hún gat ekki beðið lengur með teið, og þá var ekki mögulegt að dylja það lengur fyrir heimilisfólkinu og Lucy, að Laura var fjiarverandi. pá kom Judith einmitt inn. “En hvar er ungfrú Laura?” sagði hún undr- andi. “Eg var upp í herbergi hennar fyrir mín- utu síðan og fann þetta á gólfinu, ungfrú. Eg kom til að færa henni það”. pað var pyngjan hennar Lauru, sem hún var vön að nota. Jana áleit að hún hefði mist hana úr vasa sínum. Hún var alveg tóm. Síðustu dagana hafði Jana séð hana vera að búa sér til nýja pyngju úr grænu silki og stálperlum; hún var máske farin að nota hana. “Er ungfrú Laura úti?” spurði Judith. pví varð ekki neitað; sannleikurinn varð ekki dulinn, og enga sanngjarna afsökun var hægt að koma með, og það sámaði Jönu mikið. “Hún —hún hefir líklega farið út til að kaupa eitthvað í bænum, sem hana hefir vanhagað um, eitthvað smávegis fyrir skrautsauminn sinn”, sagði Jana lágt. “Hún verður eflaust ekki lengi. Eg ætla að hella teinu í bollana, Judith”. Teinu var rent í bollana og drukkið, en enn þá lét Laura ekki sjá sig. En þegar • klukkan var farin að nálgast tíu, varð Jana mjög óróleg; þá var grunurinn um hinn voðalega sannleika — alt of voðalegur, sem hann hlaut að verða fyrir Jönu — enn þá ekki lifnaður hjá henni. Hún lagði sjal yfir höfuð sitt og herðar, tók regnhlíf og gekk niður að girðingarhliðinu. þar nam hún staðar og horfði upp og ofan eftir veg- inum, eins langt og myrkrið leyfði henni að sjá — því kvöldið var nú orðið dimt. Ekkert var mögu- legt að sjá eða heyra nema regnið, sem alt af streymdi niður. Judith kom á móti henni þegar hún kom inn aftur, grunandi um óróa hennar. “Get eg farið til nokkurs staðar að leita að henni, ungfrú Jana?” Hún var lafði Jana nú, en það hafði enga þýðingu. Jana gaf því engan gaum sjálf. “pað ættir þú að gera, ef eg vissi hvort eg ætti að senda þig”, svaraði Jana. “Eg get að eins hugsað mér að hún hafi leitað skjóls einhverstað- ar, máske í einhverri verzlun, og bíði eftir að rign- ingin hætti. Við þekkjum enga í South Wennock”. pað var ekkert annað fyrir þær að gera en að bíða, alls ekkert. Og Jana Chesney beið þang- að til kl. var yfir ellefu. Nú vaknaði hugsun hjá Jönu — fyrst hrinti hún henni frá sér sem alveg óhugsandi; en smátt og smátt varð hún líklegri, og að síðustu tók hún sér örugt sæti í huga henn- ar — að Laura hefði verið svo heimsk að leita skjóls í húsi Carltons. Lucy fór að gráta, hún var orðin hrædd. “Hefir Laura vilst í burtu?” Judith kom inn mjög alvar- leg, og Pompey stóð fyrir utan eldhúsdymar og starði ráðþrota fram undan sér, en lampinn í gang- inum kastaði birtu sinni á hann og sýndi hræðsl- una í andlitssvip hans, sem einnig sást greinilega í augunum. Annað eins og þetta hafði aldrei kom- ið fyrir meðan hann hafði unnið þar, og hann lang- aði til að spyrja hvort dekur bamið hans, ungfrú Laura, hefði vilst í burtu — eins og Lucy hafði spurt um. “Ungfrú Jana”, sagði Judith lágt við ung- frúna, “eg geri eflaust réttast í að fara eitthvað og spyrja eftir henni. Máske — máske hefir hún orðið fyrir verstu skúrinni á heimleiðinni og flúið inn í hús Carltons?” Jana var næstum þakklát fyrir þessi orð; þau hlífðu henni við hinum kveljandi bágindum að verða að segja Judith, að sér hefði líka dottið þetta í hug. “Eg get naumast haldið að hún mundi gera það, Judith; en hún er mjög hugsunarlaus, og henni hefir máske fundist að hús Carltons væri æskilegt skjól gegn regninu. Máske — ef þú vilt á annað borð fara —” Judith gaf henni ekki tíma til að Ijúka við setninguna. Á næsta augnabliki kom hún aftur með stóra regnhlíf í hendinni og klædd í kápuna sína með hatt á höfðinu. Hún gekk buslandi ofan brekkuna. Fyrir hraðgengan mann var auðvelt að ganga frá húsi Chesney til húss Carltons á fimm mínútum; því leiðin lá ofan brekkuna; en nú þegar vegurinn var eintóm bleyta, gat Judith ekki gengið eins fljótt, og kirkjuklukkan sló stundarfjórðung eftir ellefu þegar hún gekk að girðingarhliðinu áleiðis til hússins. Hún gekk í gegnum hliðið og varð nokkuð ó- framfærin, því kyrð og myrkur hvíldi yfir húsinu, eins og íbúar þess væru gengnir til hvíldar. Margliti lampinn fyrir utan aðaldvrnar lýsti ekki lengur, ljósið í honum hafði verið slökt jpað leit raunar ekki út fyrir að ung stúlka hefði leitað skjóls þar, og Judith sá hve ósanngjarnt það var að kalla fólkið á fætur með hringingu, og spyrja hvort ungfrú Laura Chesney væri þar. En hún varð annaðhvort að gera það, eða snúa aftur jafn óviss og hún var komin; hún barði að dyrum, en enginn svaraði, svo hringdi hún dyra- bjöllunni. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1917 pað gagnaði heldur ekki, og Judith hringdi aftur og aftur. pegar hún hringdi í þriðja skifti, heyrði hún hávaða hátt uppi, svo hún gekk frá skrauthliðinu og leit upp. “Hvað á það að þýða, að standa þama og hringja viðstöðulaust?” hrópaði gröm kvennrödd, það var Hannah. “jpegar þér sáuð að ljós logaði ekki á lampanum, hefðuð þér átt að skilja að hr. Carlton er ekki í bænum”. “Er hann fjarverandi ?” spurði Judith. “Hann fór skyndilega í burt í kvöld. Að minsta kosti fanst okkur það skyndilegt; því hann gat ekkert um það við okkur, fyr en hann kom ofan úr herbergi sínu með hattinn og ferðatösku í hendinni, og vagninn stóð við dymar til að flytja hann burt”, sagði röddin æst, eins og henni fynd- ist þessi skyndilega burtför mjög óþægileg. “Hann sagði þá, að hann ætlaði að fara í burt, og kæmi ekki aftur fyr en eftir nokkra daga”. “Nú, jæja”, sagði Judith, “það er ekki hr. Carlton, sem eg ætlaði að finna; eg kom til að spyrja um, hvort ein af okkar ungu stúlkum hefði komið hingað til að leita skjóls gegn rigningunni?” “Hvaða ung stúlka?” spurði Hannah. “Ungfrú Chesney. Hún fór ofan í bæinn í kvöld, og þar eð hún er ekki kornin heim, hlýtur hún að hafa leitað skjóls einhvers staðar. Við héldum hálft í hvoru að hún hefði farið hingað”. “Hér er engin ung stúlka, sem hefir leitað skjóls. Hér hefir enginn annar komið en þernan hennar frú Newberrys, sem sagði að húsmóðir sín væri lakari, svo eg varð að senda hana til Grey. Hún var eins ósvífin og hún gat verið; hún vildi fá að vita hvers vegna hann hefði ekki sagt þeim frá burtför sinni”. “Ungfrúin okkar er þá ekki hér?” “Nei, hún er ekki hér, og hefir heldur ekki komið hingað. Eg skal biðja Even að láta aug- lýsingu á lampann á morgun, sem segi að Carlton sé ekki í bænum”, sagði Hannah beiskjulega. “pað er alls ekki neitt gaman að vera hringd á fætur til einskis, þegar maður er nýlega sofnaður” “Já, mér þykir leitt að eg gerði það”, s^gði Judith; “en eg var neydd til þess eins og á stóð hjá okkur. Góða nótt”. “Góða nótt”. Judith stóð kyr við hliðið og hugsaði sig um hvert hún ætti nú að fara. Meðan hún stóð þar, datt henni alt í einu nokkuð íhug; það var sem augu hennar opnuðust — ekki til að sjá neitt skemtilegt eða þægilegt. Og hún varð alt í einu fullviss um sannleikann í þessu efni, eins fullviss og hún hefði sjálf séð þenna sorgarleik fram- kvæmdan. Hin skyndilega burtför Carltons og og hvarf Lauru, sýndi mjög glögt hver sorgarieik- urinn var. Hún gekk heim í hægðum sínum; hvers vegna þurfti hún að flýta sér til að segja frá þessum sorgarfregnum sem hún bar heim? Húsmóðir hennar, sem kvíðandi hafði beðið hennar, heyrði fótatakið þegar hún var að koma og beið hennar við hliðið, og s^ þá að hún var alein. “ó, Judith, hefir þú ekki fundiðhana?” “Nei ungfrú. Eg — eg--------” “Hvað þá?” spurði Jana. Judith byrjaði nú á starfi sínu eins vel og henni var mögulegt, fyrst gaf hún dálibla bendingu um hin hræðilega grun sinn. Hin voðalega skoð- un hennar, sannleikurinn, var ekki strax skilin rétt af áheyrandanum — að Laura Chesney hefði yfir- gefið heimili föður síns. XXI. KAPfTULI. Ánægjuleg skemtiferð. Soufch Wennock var, eins og lesarinn skilur, í miklum æsingi þernía næsta morgun. Annað eins nýunga sælgæti hafði ekki verið boðið bæjarbúum, síðan ógæfusama konan dó í Palace Street. Nú voru sælgætin tvö: Upphefð Chesney kafteins, sem nú var orðinn jarl af Oakburn, og flótti dóttur hans með Carlton. Flóttinn var snildarlega vel fyrirhugaður, og þó að hin útvalda brúðir og brúðgumi yrði fyrir smálegum óhöppum áður en flóttinn var til fulls framkvæmdur, voru þau óhöpp engin hindrun. Fyrirætlanir Carltons voru góðar. Hann var snjallur uppfyndingamaður. Áformið sem hann og Laura höfðu komið sér saman um, var, að hann í rökkrinu skyldi vera með vagninn sinn í götu, sem lá frá Bakkanum, og að Laura skyldi koma þangað til hans. þessi gata, eða réttara að eins götuslóði, sem var nefndur Blister Lane, og sem mjög fáir fóru um, hann lá til þess staðar sem hét Lichtford, þar sem fáeinar járnbrautarlestir námu staðar til að taka ferðafólk. Hann var fjór- ar mílur frá South Wennock, og Carlton vissi, að vagninn sinn mundi fara með eins miklum hraða og hvert annað akfæri, og það léti í té þann hagn- að, að enginn annar en sjálfur hann vissi um þessa burtför. Hann þorði ekki að láta sjá sig með Lauru við mann mörgu stöðina í Great Wennock, því að þar hefðu að minsta kosti hundrað augu þekt þau. Hann geymdi leyndarmálið hyggilega. Hann vitjaði sjúklinga sinna eins og vant var, en fór nú gangandi til þeirra, svo að hesturinn hans yrði ó- þreyttur til kv.öldferðarinnar. Hann sagði ekki eitt orð við sjúklinga sína um hina fyrirhuguðu ferð; það hefði ekki verið hyggilegt, og hann mint- 'st ekki á það heima heldur. Hann neytti dagverð- ar á vanalegum tíma og fór svo upp í herbergi sitt og þegar svo dimt var orðið að þörf var á að kveikja, hringdi hann og skipaði að láta hestana fyrir vagninn og koma með hann að dyrunum, en kom ofan með ferðatösku í hendi sinni. pernan stóð í ganginum þegar hann kom ofan; hún leit á ferðatöskuna. “Eg verð fjarverandi í fáeina daga”, sagði hann. Henni kom þetta svo á óvart, að hún gat ekki spurt hann neitt um þetta; henr.i fanst það svo undarlegt að hann skyldi fara svo óvænt og skyndi lega í burtu. Carlton gekk út að hliðinu, þar sem vagninn beið hans. Evan stóð hjá hestinum ferð- búinn til að fylgja húsbónda sínum. pað var sami hesturinn og meiðst hafði löngu liðna sunnudags- kvöldið, þegar hann varð fyrir óhappinu á milli Great Wennock og South Wennock; Carlton hafði nú notað hestinn liðuga viku. Evan var fyrir löngu orðinn frískur. “Eg þarf ekki hjálpar þinnar með í kvöld, Evan”, sagði Carlton, þegar hann hafði tekið á mpti taumunum til stíga upp í ökumannssætið. Evan furðaði sig á því, eins mikið og Hannah, hvert húsbóndi hans mundi nú ætla; en honum kom það ekki við, og þótti vænt um að mega vera heima og inni þetta óveðurkvöld. Hann smokkaði ferðatöskunni undir sætið, og Carlton settist makindalega undir vagnskygnið. “pú þarft ekki að vera á fótum til a ð bíða mín”, sagði læknirinn. “En hesturinn, hr.?” sagði Evans og leit á hann stórum augum. “Hesturinn kemur ekki heim í kvöld”. Hann ók burt og lét Evan standa og stara á eftir sér. Carlton var aldrei margmáll maður; en Evan furðaði sig á því, að hann skyldi enga skýr- ingu gefa nú. Skyldi hann þurfa að fara fyr á fætur en vanalega, til að taka á móti hestinum og hr. Carlton? Alt, sem Evan gat ímyndað sér um þetta, var, að hann væri að heimsækja nýjan sjúkl- ing, þar sem hann mundi dvelja fleiri stundir, en hvað var hann þá að gera með ferðatösku ? “Hvert ætlaði húsbóndinn að fara?” spurði Hannah fremur þjösnalega, þegar hann kom inn í húsið aftur. “Hver getur vitað það?” svaraði Evan. “Hann sagði að eg þyrfti ekki að vera á fótum til að bíða eftir hestinum. Að líkindum kemur hvorugur þeirra heim í nótt”. “í nótt!” sagði Hannah meinyrt. “Hann kemur ekki heim fyr en eftir nokkra daga, sagði hann mér. pannig er það ávalt! Eg ætlaði að spyrja hann hvort eg mætti ekki eiga frí tvo þriðj- unga af morgundeginum, og nú get eg ekki fengið það frelsi”. Carlton ók hart þangað sem bakkinn byrjaði, og ætlaði að fara aka inn í þá götu þar sem á- kveðið var að hann skyldi bíða, þegar hann heyrði fótatak sem var að nálgast. “Gott kvöld”, sagði John Grey. “Leiðinlegt kvöld”. “Mjög leiðinlegt”, sagði Carlton rækilega. “Hafið þér farið langt?” “Að eins til Chesney kapteins”. “Til Ohesney kapteins? Hvað þá! Hver er veikur þar? Ekki kapteinninn, því eg sá hann ganga fram hjá húsi mínu fyrir hálfri stundu síðan”. “Eg var að líta til litlu stúlkunnar. Hún var svo óheppin í morgun að detta á gluggann og meiða sig talsvert í höndurnar. pér hafið líklega ekki af tilviljun heyrt talað um í bænum, hvort jarlinn af Oakburn er dáinn?” sagði Grey. Carlton hafði alls ekki heyrt neitt um jarlinn af Oakbum; en hann hélt að það væri sama nafnið og kapteinn Ohesney hafði minst á, sama kvöldið og yfirheyrslan var haldin. “pví spyrjið þér um þetta ?” sagði hann. “Af því eg hefi enn ekki heyrt; um dauða hans en mig grunar að hann sé dáinn”, svaraði Grey. “Eg veit að hann fyrir tveim dögum síðan lá sjúkur í taugaveiki, og læknarnir höfðu litla von um hann, og þar eð bréf eru komin til Chesney kapteins, með áritun til jarlins af Oakburn, held eg að eingin efi sé á því að hann sé dáinn. Eg er satt að segja sannfærður um það. Eg hélt að þér hefðuð máske heyrt eitthvað talað um það í bæn- um”. Carlton varð dálítið vandræðalegur. Hann skildi ekki hvers vegna minst var á bréfin, sem árituð voru til jarlsins af Oakbum, en send til Chesney kapteins. “Ef hann er dáinn, þá er Chesney kapteinn orðinn jarl af Oakburn og bréfin hljóta að vera til hans. Eg hefi rétt núna sagt ungfrú Chesney þetta álit mitt”. Carlton var alt of rólegur til að láta í Ijósi nokkra undrun. Sumir aðrir hefðu máske slept taumunum og gefið tilfinningum sínum frelsi til að koma í ljós, að minsta kosti á tíu til tuttugu mismunandi háttu; hann gerði þetta að eins þögul- an. Kapteinn Chesney jarl af Oakbum? Hvað þá? pá eru dætur hans lafði Chesney!” “ pér haldið þá, að þetta sé tilfellið?” spurði hann. “Eg held það ekki, eg er sannfærður um það”, svaraði Grey. “Góða nótt”. “Góða nótt”, sagði læknirinn um leið og hann snerti hestinn með svipunni sinni og ók inn í götuslóðann og nam staðar. pað var nokkuð einkennilegur viðburður, sem eftir á var athugaður, að John Grey skyldi mæta þeim báðum þetta þýðingarmikla kvöld, á því augnabliki sem þau lögðu upp í flóttann. Laura Chesney, sem beið eftir tækifæri til að læðast út án þess hún yrði séð, notaði stundina þegar hún vissi að John Grey var í dagstofunni hjá Jönu og Lucy. En hún átti nú ekki að sleppa án þess að fá orsök til að hræðast einu sinni eða tvisvar. Hún læddist ofan stigann, gegnum eldhús- ganginn og út um bakdymar. pá sá hún Judith koma frá ölhitunarhúsinu með ljós í hendi, svo Laura varð að hlaupa kring um eitt húshomið og bíða þar. pegar Judith var kominn inn, hljóp hún niður hliðarstiginn, líklega harðara vegna þess, að hún heyrði dágstofubjöllunni hringt hátt, og svo sneri hún inn á breiða stiginn rétt hjá hliðinu, þar sem hliðarstígurinn og aðalstígurinn frá framdyr- unum mættust; þar rakst hún á John Grey. pað hafði verið áformið, að hringja dagstofubjöllunni t'l þess að honum yrði fylgt út, en hann var kominn út áður en Pompey náði honum. Laura varð svo hrædd að henni lá við yfirliði. “Gott kvöld, ungfrú Laura Chesney. Ætlið þér út að gartga í öðru eins veðri og þessu ?” “ó, nei, eg — eg — eg fór að eins út til að líta á veðrið”, stamaði Laura, sem fann að gyðja forlaganna mótmælti flótta hennar. “Veðrið er næstum því eins slæmt og það get- ur verið”, sagði John Grey. “pað birtir máske upp fáeinar mínútur, en byrjar svo aftur, þetta verður óveðursnótt. Farið þér ekki lengra, góða, unga stúlkan mín, ef þér viljið ekki drekkja yður”. S * Asbyrg í ! ! ! i í Byrgi liföi eg bernsku minnar daga, burtu fluttist rúmra þrettán ára. En eitthv'að er, sem anda minn vill draga altaf heim, meö tilfinningu sára. . Eg sakna margra sælu stunda heima — eg séð hef fáar hér í þessu landi — og aldrei muíí~eg útsýninu gleyma I Ásbvrgi rneö skóg og klettabandi. Eg var á ferð um fornar æskuslóðir og fleiri, að skoða Byrgis hamra salinn, voru það alt vinir mínir góðir; var eg heima kunnugastur talinn. Eg benti þeim á háa hamra stalla og hengi-flug, hvar fálkinn átti hreiður, En gæsin verpti á gráum mosa hjalla, gildur stóð hjá Leirtjörnunum meiður. Eyjan lýsti sinum blökkit brúnum broshýr þó, með svipinn tignarlega og faldinn græna og fornaldanna rúnum i flughamriana skornar alla vega. Víða í björgin voru holur grafnar, á vetrum höfðu smáfuglar þar skýli, en á vorin í þeim verptu hrafnar, óhræddir í sterku hamra býli. Seinast þegar sá eg Byrgið kæra sungu þrestir hátt á birkigreinum og lifðu þar við lækjarbunu tæra sem læddist undan gráum urðar steinum. Lækurinn sér lék við smáu blómin, leið svo áfram himinn hreinn og glaður, aðeins skerpti ofur lítið róminn í urð þá rann, og kvaddi berhöfðaður. Kvöldroðinn gylti Byrgis björgin háu í brosi sólar skógi vaxnar hlíðar. Alt i kringum Ás-tjörnina lágu áfram runnu lækjarbunur stríðar. Ko!mórauð Jöklá kvað með strengja hljóði, klappirnar þvoði sterk með ölduróti, jafnt og þétt i jötun elifum móði, járnköld hún endi sævar dætruni móti. Brúnseyri lá þar blökk með beran skalla, báðu megin strangar kv'íslir lágu, Við enda hennar afttir saman falla og úfin mynda hrygg með skúmi gráu. Ferju maður fari sínu á öldu’m fletti yfir úfna jökla móðu, áratog hans engir menn þar töldu, en oft á landi hissa og hræddir stóðu. Hann langan veg gekk með lúna og sára fætur, því lifið hafði marga kalda daga; við ferju var oft frapi á miðjar nætur, því föng hann þurfti að heimilinu draga. Kotið hans var kosta lítill staður, hvergi var þar engja blett að finna. Að verki sínu var hann oftast glaður, vel hann gætti að hópnum barna sinna. Gunnlaugur Oddson. ! ! I I i i í i i í i i i i i i I ! ! i I ! ! Ibúð&rhúi úr steini í sveitum. Þeim fjölgar einlægt smátt og smátt og hefði þó fjölgað meira ]>essi árin siðustu af ófriðinum með öllum þeim erfiðleikum — dýrtíð og siglingateppu — sem honum eru samfara hefði ekki verið til að dreifa. Árið 1911 er talið, samkvæmt lands- hagsskýrslunum, að þá hafi verið í sveitunum 138 íbúðarhús úr steini. En rið sem leið 1916 munu steinsteypt íbúðarhús eða steinhús hafa verið uppkomin og í smíðum um 200 alls, þar með taldar sveitirnar suður með Faxaflóa i Guillbringusýslu. En auk ]>ess er fjöldi steinhúsa í bæjunum og kauptúnum landsins, sjálfsagt um eða yfir 300. Mest er steinhúsafjölgunin í Borg- arfirðinum á seinni árum, og í Borg- arfjarðarsýslu eru þau flest, um eða yfir 40 alls. Á Fljótsdalshéraði og Fljótsdal eru íbúðarhús úr steini 25 eða fleiri. í Mýrasýslu eru þau ná- lægt 20, í Húnavatnssýslu 16 eða 17, S'kagafirði 9 eða 10, Dalasýslu eitt- hvað sv'ipað, og í S.-Þingevjarsýslu 8 eða 9. I Rauðasandshreppi, Barða- strandarsýslu eru 6 steinhús og önnur 6 i Ketildalahreppi, en alls þar í sýslu ein 15. 1 Strandasýslu eru 8 íbúðar- hús úr steini, og þar af 3 í Árnes- hreppi. Aifstan fjalÍs — á Suðurlands- undirlendinu — eru steinhúsin lang fæst. Veldur Iþví tneðal annars ótt- inn við landskjálftá. Þó er þeim að fjölga þar í kauptúnum. bæði á Eyr- arbakka, Stokkséyri og í Vík. í Rangárvallasýslu munu þau vera 3. Það var Sigurður Guðmundsson á Selalæk, er þar reið fyrstur á vaðið. I Skaftafellssýslunum eru þau einnig fá. Magnús Finnbogason í Reynisdal bygði þar fyrstur steinhús. En fyrstu steinsteypuhúsin hér á landi eru í Nesi i Höfðahverfi í S,- Þing. er Einar Asmundsson lét gera 1892, og í Sveinatungu í Mýrasýslu, er Jóhann Eyjólfsson (nú í Brautar- holtij bygði árið 1895. Sjálfsagt er að kannast við það, að gallar muni vera á þessum steinsteypu húsum, einkum sumurn þeirra eldri. En vafalaust er þessari húsagerð að fara fram, og að jafnaði munu flest vngri eða yngstu steinhúsin revnast betur, enda er það eðlilegt, þar sem þegar er ráðinn maðttr til leiðbein- tnga í húsagerð og nokkur reynsla fengin í þessu efni til þess að styðj- ast við. Búnaðarfélag íslands sendi út árið 1910 spurningu um reynslu steinhúsa til sveita og fékk svör frá 18 húseig- endurrt eða bændum. Jón verkfr. borlóksson vann úr þessum svörum og skrifaði grein í Búnaðarritið (25. ár. 1911) “Hvernig reynast* stein- steypuhúsin”. Þá ritgerð ættu menn að lesa. — Nú hefir Búnaðarfélagið á ný sent út spurninga-eyðublöð til nokkra manna, er siðan hafa gert sleinsteypu íbúðarhús, og er þess að vænta, að spurningum verði svarað, og síðan birtur útdráttur úr þeint svörum. Ókyrð í stjórnmálum í Englandi Á Englanai hefir verið nokkurs konar stjórnmálarok upp á síðkastið. Eins og kunnugt er, hafa sam- bandsþjóðirnar • Evrópu nýskeð stofn- að allsherjar herráð og er forsætis- ráðgjafinn brezki, Lloyd George einn af aðalmönnunum. Kvað hann hafa stigið spor þetta, án þess að ráðgast um við flokksmenn sína og aðra helztu stjórnmálamenn. Út af því hefir 6- ánægja risið, og hafa sumir spáð því að þetta mundi verða stjórninni að fótakefli. Er einnig mælt að tölu- verður ágreiningur muni hafa upp komið milli Sir William Robertson, Sir Douglas Haig, og forsætisráð- gjafans hins vegar. Það hefir verið alment álit manna i landi þessu, að náin satnvinna hafi á verið, milli allra sambandsþjóðanna og þó einkum og sérílagi Bretlands hins mikla, Frakklands og Italíu, en svo virðist því miður eigi ætíð verið hafa. Allmörg af hinum stærri og merkari blöðum Bandaríkjanna, hafa fyrir löngu bent á samvinnunauðsynina, og leitt í efa, að sambandsþjóðirnar gerðu skyldu sína t þv'í efni. En fólkið virðist leggja á það litlan trún- að. Þó lief-ir nú ósigurinn í Norður- ítalíu betur en nökkuð annað, ótvi- rætt leitt í ljos að samvinnunni á milli ítala, og bandaþjóða hersins á vesturstöðvununi, hefir verið í meira lagi ábótavant. En hvort sent ri Lloyd George var skjótráð-ur um of eða ekki, þá skiftir það minstu máli. Aðalatriðið er, að stofnun allsherjar stríðsróðs sambandsþjóðanna, var hið mesta nauðsynjamál og mátti með engu móti lengur dragast. pingmanna útnefningar. R. L. Richardson, ritstjóri blaðsins “Tribune” liér í borginni, hefir verið kjörinn merkisberi stjórnarmanna í Dominion kjördæminu Springfield. “Trfbune” segist vera óháð, en er þó eitt hið fylgispakasta málgagn stjórnarinnar — óháð stjórnarblað! — Bíður nokkur lætur? Þingmannsefni frjálslynda flokks- ins er Charette hermaður. margsærð- ur í skotgröfum Frakklands. Hvor haldið þið að hafi meira unnið^ fvrir þjóðina? Fred. C. Hamilton, lögmaður í Winnipeg verður i kjöri af hálfu frjálslynda flokksins í Marquette kjördæminu. Samsteypumenn hafa út- nefnt Mr. T. A. Crear, hinn nýja ak- uryrkju ráðgjafa Bordenstjórnarinnar Nýlátinn er i Parísarborg Auguste Rodin, heimsfrægur myndhöggvari. Hann var fæddur árið 1840. Þótt hann framan af æfi einrænn mjög i list sinni og fékk eigi viðurkenningu þjóðar sinnai fyr én eftir 1880. Eft- ir það fór vegur hans vaxandi og varð hann síðar frægur um allan hinn mentaða heim. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.