Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER 1917 S Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Hún sneri aftur, að því er sýndist til að hlýða honum. En hún læddist að eins inn á milli votu trjánna, þangað til hún vissi að Grey mundi vera komin nógu langt í burtu. Hjartað hennar sló afarhart og samvizka hennar sagði henni á þessu augnabliki, að hún skyldi hætta við þetta áform. Af fólki, sem hefir ásett sér slíka skemiferð og þessa, mega menn auðvitað ekki búast við að það taki tillit tii skynseminnar um leið og það leggur . upp í ferðina, og ungfrú Laura var komin út með þunna skó og regnhlífarlaus; hún var heldur ekki í ferðafötum; hún hafði ekki þorað að klæða sig í önnur föt en þau vanalegu, til þess að það skyldi engan grun vekja ef einhver mætti henni. pegar Grey var farinn, kom hún út úr fylgsni sínu og, hraðaði sér áfram í rigningunni og bleytunni til þess staðar í Blister Lane — það var ekki fimm mínútna gangur þangað fyrir hana — þar sem Carlton beið hennar. Hann hafði ekki beðið lengi. Laura kom til hans geispandi af geðshræringu og ótta. Á þessu augnbliki voru regndropamir afarstórir. Carlton hljóp frá órólega hestinum sínum á móti henni og bauð hana velkomna. Hún fór að gráta, þegar hann flýtti sér að koma henni upp í vagninn undir skygnið. “ó, Lewis, þetta gæti eg ekki gert aftur”, sagði hún snögtandi. “pað lá við að Grey stöðv- aði mig”. pau fóru af stað. Carlton ók eins hart og gatan og kringumstæðumar leyfðu, og Laura jafn- aði sig smátt og smátt. En hún var næstum veik af hræðslu; hjarta hennar sló ákaft og hún hlust- aði eftir hvort enginn hávaði heyrðist á eftir þeim, svo hrædd var hún um að óvinir eltu sig. Carlton spurði hana hvað það væri sem fyrir hefði komið með bréfin og jarlinn af Oakburn, og Laura svar- aði utan við sig. Hefði hún haft nokkurt vald á hugsunum sínum, þá mundi hún hafa spurt hann, hvernig hann vissi um þetta, en á þessu augnabliki datt henni ekki slík spuming í hug. “Við höfum vænst lávarðar Oakbum í allan dag”, sagði hún. “Hann er í ættt við okkur, faðir hans og pabbi eru bræðrasynir”. “Hafið þið búist við honum?” “Já, en hann var ekki komin þegar eg fór. það voru komin tvö bréf með utanáskrift til hans. og þess vegna vissum við að hann mundi koma. pegar Jana var að hugsa um það í morgun, hvar hún gæti látið hann sofa, þá hefði eg getað sagt henni -hefði eg þorað, að hann hann gæti fengið mitt herbergi”. pað var auðséð að Laura vissi ekkert um veiki jarlsins eða um það álit sem Grey hafði látið í ljós. Carlton lét hana vera óvitandi um þetta. Datt honum í hug að lafði Chesney, dóttir jarlsins af Oakbum, vildi máske ekki flýja með sveita- þorps lækni, sem var að keppa eftir að fá atvinnu, eins fús og Laura Chesney, dóttir hins fátæka, eftirlaunaða sjóliðsforingja, lét í ljósi að hún væri" pað get eg ekki sagt. South Wennock hafði sína skoðun um það eftir á og talaði óhikað um hana. pau voru hér um bil hálfa mílu frá Litch- ford, og Oarlton ók með ofsa nýaða, hræddur um að þau mundu ekki ná í lestina, þVgar slæm hindr- un kom fyrir þau. Hesturinn datt. Skyndilega og með jafn litlum fyrirvara eða orsök eins og hið minningarverða sunnudagskveld; skepnan lá alt í einu á jörðinni, vagninn valt á hliðina og annað hjólið losnaði og hrökk frá honum. Carlton og Laura hrukku ekki út úr honum. Með skygnið yfir höfðum sínum og hið sterka fóta- leður spent fast, gátu þau ekki losnað. Carlton losaði sig, hann vissi naumast hvemig, og svo losaði hann Lauru og tók hana út úr vagninum. Hesturinn spriklaði afarmikið. pegar hann búinn að fylgja vesalings skelkuðu stúlkunni svo langt burtu yfir dálitla hæð eins og mögulegt var í bráðina, varð Carlton að snúa sér að hestinum. pað var ekki um annað að gera en að skera í sund- ur vagnsilana; Carlton var svo heppinn að hafa beittan hníf í vasa sínum, og hann gat skorið þá strax í sundur, hesturinn stökk á fætur og hljóp burt á harðaspretti, en hvort, það var ómögulegt að segja. petta var laglegt ásigkomulag. Mundi Can- ton hlægilegu orðin, sem konan talaði til har.s sunnudagskveldið liðna, þegar hún hjálpaði hon- um? Hefði hann haft sömu skoðun og hún, þá hefði hann eflaust álitið þetta sem aðvörun gegn því, að halda þessari ferð áfram. En Carlton var fjarri því að ala slíkar yfirnátturlegar skoðanir.. Hann sendi að eins fáein blótsyrði á eftir þessum synduga hesti, og ásakaði sjálfan isg fyrir þá heimsku að treysta því að skepna, sem einu sinni hafði dottið, væri fótviss og áreiðanlegur. Carlton leit í kringum sig í myrkrinu. Regnið sem stytt hafði upp hálfa stund, streymdi nú niður aftur. Laura skalf þar sem hann hafði sett hana, j of hrædd og sorgbuguð til þess að gráta. pað var 1 mjög áríðandi að þau næðu stöðinni áður en næsta lestin kæmi og færi, ef þau vildu umflýja eftirsóknina, sem uppgötvanin í South Wennock kynni að orsaka. En Carlton sá engin ráð til þess að komast þangað. Hann gat ekki látið þenna skemda vagn liggja á mjóu brautinni, hann gat ekki — að minsta kosti gat Laura ekki — komist til stövarinnar án þess að útvega annan vagn. Hiann þekti ekki þetta pláss né umhverfi þess; hann hafði aldrei farið þessa leið áður; það var bein leið, sem lá til Lich- ford, og það var alt sem hann vissi um þetta: Hvort að mögulegt væri að útvega nokkra hjálp eða ekki, var honum algerlega ókunnugt um. par sem hann stóð og starði í kringum sig og hugsaði um það, hvort að hér væri engin mann- eskja, ekkert nema tré og girðingar milli sín og Lichford, sá hann litla ljóstýru annars vegar við brautina í náttmyrkrinu. Á sama augnarbliki heyrði hann rödd fylgdarmeyjar sinnar, kveinandi og hræðslukenda. “Hvað ætli verði af okkur? Hvað eigum við að gera? ó, Lewis! Eg vildi að við hefðum aldrei komið hingað”. Hann fann miklu betur til kringumstæða hennar, heldur en hún sjálf. Hann bað hana að vera rólega og hvorki hræðast né örvilnast; hann sagðist skyldi gera alt sem hann gæti til að losa hana úr þessum vandræðum, og gekk svo í áttina til þess staðar, þar sem hann sá ljósið. Hann komst að því að ljósið sem hann hafði séð, stóð í glugga á dálitlum kofa. Carlton hróp- aði, en fekk ekkert svar, hann gekk því að kofan- um og opnaði dymar. Herbergið var tómt. Fátækleg stofa án elds í ofninum, með stundaklukku í einu horninu og ljós í glugganum. Carlton hrópaði aftur, og nú kom gamall maður út úr einhverjum klefa bak við stofuna; hann var klæddur blárri vinnuskyrtu með bómullar nátthúfu á höfðinu. , pað var mjög garnall maður, máttvana og heymarlaus, og varð alveg utan við sig af undran þegar hann sá læknirinn. Hann fór eitthvað að segja um gamla konu, sem farið hefði til næsta þorps og hefði átt að vera komin heim fyrir tveim stundum, en væri ókomin enn þá, svo hann hefði sett ljósið í gluggann til að leiðbeina henni yfir úthagana. Carlton sagði honum frá óhappi sínu og spurði hvort hann gæti fengið nokkurn vagn hér í nándinni. “Ekki nær en í Lichford”, svaraði gamli mað- urinn, þegar hann var búinn að heyra spuming- una með því að setja hendina við eyrað og lúta áfram, þangað til það snerti næstum varir Carltons “Ekki nær en í Lichford”, endurtók Carlton. “Eru engin hús, engin bændabýli hér í nándinni?” “Nei, hvorugt”, svaraði gamli maðurinn. “pað standa fáeinir kofar á víð og dreif, alls yfir tólf, héðan frá og til Litchford; en í þeim búa að eins fátæklingar, sem engan vagn eiga”. “Halló! hvað er hér á seiði?” heyrði Carlton glaðlega og sterka rödd segja úti. Hann varð mjög feginn og hraðaði sér út. Tveir ungir verka- menn höfðu rekið sig á vagninn þegar þeir vora á heimleið frá vinnu sinni. Carlton fanst þetta vera tveir englar sem væru sendir honum þegar hann átti sem bágast. Með hjálp þeirra tókst Carlton að koma vagn- inum inn í skýli hjá kofa gamla mansins. peir sögðu, eins og gamli maðurinn, að engan hest eða vagn væri mögulegt að fá nær en í Lichford, og Carlton bað annan manninn að fara þangað og út- vega vagn, en þá greip Laura fram í fyrir honum. ó, hann skyldi að eins leyfa henni að ganga sagði hún. Hún þyrði ekki aftur að trejysta ó- kunnugum hesti þetta kveld, og auk þess, ef við bíðum, verðum við of sein til að ná í lestina. “Pú getur ekki gengið, Laura, mundu eftir regninu og færðinni. pú getur fengið að vera í kofa gamla mannsins þangað til vagninn kemur”. En þegar Laura vildi, var hún eins viljaföst og nokkur annar, og hún var ákveðin í því, að hraða sér strax áfram til Lichford, þrátt fyrir öll ónot og óþægjindi sem sú ferð bauð. Vesalings stúlk- an. Hræðslan við eltingar og uppgötvan fanst henni óþolandi, úr því að hún hafði samþykt upp- ástungu þessa brjálaða manns, að flýja með hon- um, og henni fanst, að það eina sem hún gæti gert, væri að hraða sér sem mest og sem lengst í burt frá South Wennock. pau lögðu af stað; annar maðurinn bar ferða- tösku Carltons og lítinn böggul, sem Laura hafði með sér og ljóskerið; hinn fór fyrir góða borgun að leita að hesti Carltons. En að ganga þessa hálfu mílu sem eftir var til stöðvarinnar, það var ekkert gaman. Regnhlífar voru á þessu svæði jafn sjald- gæfar og vagnarnir; gamli maðurinn sagðist raun- ar eiga eina afargamla og útslitna regnhlíf, en kona hans hafði tekið hana með sér í þetta skifti. Hvemig þau komust til stöðvarinnar gat Laura aldrei munað og Carlton ekki heldur. Hann hafði farið úr yfirfrakkanum og vafið honum um hana; en regnið gegnvætti hann, svo þau vora bæði vot inn að skinni þegar þau komu til stöðvarinnar í Lichford. Pegar þau áttu fáa tugi feta að stöðinni, heyrðu þau eimreiðina blása og hávaðann í lest- inni. Laura hljóðaði og þaut af stað. “Lewis, við komum of seint”. Hún þaut í gegnum biðsalinn og út á stöðvar- pallinn. Carlton leit í kring um sig eftir klefanum sem farseðlamir voru seldir í og fann hann lok- aðan. Hann var nú ekki í minni geðshræringu en Laura, og barði svo fast að dyrum klefans, að ef þar hefði verið nokkur maður, þá hefði hann heyrt til hans, þó heymarsljór væri; en þar var enginn, að minsta kosti kom enginn til dyra, né gerði vart við sig, og hlerinn fyrir gatinu, sem farseðlarnir voru réttir út um, var lokaður. Carlton var sem æðisgenginn, hann barði og hann kallaði; því lest- in kom brunandi inn á stöðina. Hann sá engan mann í nándinni, ekki einn einasta; verkamaður- inn stóð á bak við hann með ferðatöskuna og bögg- ulinn og starði á lestina, en Laura hljóp út. Já, Laura hafði hlaupið út;hún stóð á stöðv- arpallinum og vissi naumast hvað hún var að gera; hinar upplyftu hendur hennar beiddu lestina með hreyfingum sínum að nema staðar, en hún gerði það ekki, hún minkaði einu sinni ekki hraðann; hún þaut áfram með hraðlestar hraða, og við birt- una af lampanum í fyrstu raðar vagni, sá Laura föður sinn sitja rólegan í honum. Með lágu hljóði, hryllingi og örvdlnan féll hún , aftur á bak að múrveggnum. Við vitum hvert Chesney kapteinn ætlaði að fara, en Laura hefir eflaust haldið að hann væri að elta sig. Hann sá hana ekki, það var þó altaf dálítil huggun; hann sat og sneri andliti sínu frá henni, og var að tala við annan ferðamann, sem sat beint á móti honum og leit ekki við henni. Laura stóð þar alveg magnþrota af hræðslu, starði á eftir lestinni í þeirri von að hún mundi nema staðar og korra aftur. Carlton kom út úr biðsalnum svo æstur, að ekki var auðvelt að lýsa því, hann var svo æstur vfir vanrækslunni (sem hann áleit þetta vera) á skyldunni á stöðinni. Hann horfði líka á eftir lest- inni, sem nú var að hverfa sjónum þeirra, og gat ekki skilið hvers vegna hún nam ekki staðar. Mað- ur með band um hattinn kom gangandi ofur hægt og rólega frá einhverjum afviknum stað á pallin- um; hann sýndist vera einn þeirra sem unnu á stöðinni og hélt á stóru ljóskeri í hendinni. Carl- ton réðist á hann í æsingi miklum. Hvað átti þetta að þýða? paraa stóðu tvær persónur sem biðu þess að geta farið með lestinni, og svo var enginn til staðar að selja farseðla. Hann skyldi kæra þá fyrir járnbrautarfélaginu; hann skyldi skrifa til “Times”; hann skyldi — hann skyldi —af þessari æðisgengni Carltons var ómögulegt að vita hvað hann ekki skyldi. Maðurinn tók þessu öllu með kæruleysi og svaraði að eins, að hann liti ekki rótt á lestimar, ef hann hefði ætlað sér að fá farseðil til þeirrar lestar, sem nýlega fór fram hjá, því hún næmi hér ekki staðar. “Nemur hér ekki staðar?” endurtók Carlton alveg hissa. “En er þá engin lest sem nemur stað- ar hér um þetta leyti?” Maðurinn hristi höfuðið. “pað var ein sem nam hér staðar fyrir 20 mínútum síðan”, sagði hann. “Sú sem núna fór fram hjá, hefir aldrei komið hér við síðan eg fór að vinna hér”. Carlton tók upp úrið sitt, sem hann hefði átt að ráðgast við fyrri, og sá að þau, vegna óhapps- ins, voru komin tuttugu mínútum of seint til að ná í lestina, sem þau höfðu ætlað með. “Nær kemur næsta lestin, sem nemur hér staðar?” spurði hann. “Um miðnætti. Kaupið þér farseðlana tíu mínútum áður en það kemur”. Carlton tók hendi Lauru og spurði hvar bið- salurinn væri. Hann fékk þá ánægju að heyra að þar væri enginn biðsalur, að eins litli, kaldi, tómi klefinn, þar sem hann hafði staðið, barið og kallað á farseðlaseljarann. Eldurinn var nærri sloknað- ur, en Carlton skaraði í hann, svo hann fór að loga, og heimtaði svo meiri kol. pegar hann var búinn að koma henni fyrir á stól við eldinn, borgaði hann manninum, sem með þeim var, og lét hann fara. Svo spurði hann jám- brautarþjóninn, sem var kominn inn í klefann, hvar farseðlamir fengjust, og hvort mögulegt væri að fá hressingu handa stúlkunni, sem var svarað með sömu sljóvu, starandi undraninni. Slík spuming hafði hingað til aldrei verið borin upp á þessari stöð, aðrar hressingar en farseðlam- ir væri ekki fáanlegar þar. pað leit út fyrir að Carlton yrði að sætta sig við þessar kringum- stæður. Laura skalf, bæði af geðshræringu og kulda. Carlton tók nokkuð af fatnaði hennar af henni, hristi hann og hengdi á stól við eldinn. pað var alls ekki þægilegt að lenda í þessu ásigkomulagi; stöðvaður á miðri leið á þenna gremjulega hátt í jafn vandræðalegum kringumstæðum. “Mér þykir það svo afarleitt!” tautaði hann. “En ef þú hefir ekkert á móti því að bíða hér ein- sömul, þá skal eg ganga upp í þorpið og sækja einhverja hressingu handa þér. par er eflaust greiðasöluhús. pú skelfur af kuldanum og rign- ingunni”. “pað er ekki það, það er ekki af því; og hvað hressingu viðvíkur, þá gæti eg ekki neytt hennar. Sást þú hann?” hvíslaði hún skjálfrödduð. “Hvern?” spurði Carlton. “Pabba”. Hann horfði á hana alveg hissa. “Sá hann? Hvar? “f lestinni sem fram hjá fór. Hann sat í ein- um vagninum”. Carlton hélt að hún væri orðin brjáluð, að ó- höppin á þessari leiðinlegu ferð hefðu haft vond áhrif á skynsemi hennar. “Lewis, eg segi það satt, að hann var þar — hann pabbi. Hann sat í einum vagninum; hann sneri andlitinu frá mér af því, að hann var að tala við einhvem sem sat á móti honum. Birtan frá lampanum féll beint á andlit hans; það var pabbi, það er eins áreiðanlegt og eg sit hér og tala við þig”. Að hún áleit sig hafa séð rétt, og að hún trúði því að faðir sinn hefði verið á lestinni, skildi Carlton mjög vel, Og þó að hann ætti bágt með að trúa jafn ósennilegum viðburði, fann hann þó til óróa yfir því, að hugsanlegt væri að Chesney kap- teinn væri að elta þau. Hann fór til að líta eftir hinum einfalda þjóni, sem var horfinn, og fann hann loksins í litlu skýli, þar sem hann var að starfa eitthvað við pjáturskriðljós. Hjá honum spurði hann sig fyrir um lestina, sem nýlega fór fram hjá, og sér til ánngju heyrði hann að hún héldi áfram án þess að koma við fyrst um sinn, og að hún færi alt aðra leið en þau ætluðu. Hann sneri aftur og sagði henni þetta, um leið og hann drap á það, að henni mundi hafa missést. “Lewis, það er gagnslaust fyrir þig að reyna að sannfæra mig um hið gagnstæða, þegar eg hefi séð hann með mínum eigin augum. Eg vildi að eg væri eins viss um fyrirgefningu og eg er viss um að það var minn eigin faðir”. Hann bár mikla umhyggju fyrir henni, en skeytti minna um sjálfan sig. pegar hann af til- viljun leit niður á rennvotu fæturnar, sem hún rétti að eldinum, sá hann að annar var skólaus. “Hvar er skórinn þinn, Laura?” “Eg misti hann”. “Mistir hann ?” “Eg misti hann einhverstaðar á leiðinni, þeg- ar við gengum hingað. Ó, endalaus óhöpp. “Mistir þú hann á leiðinni”, endurtók Carlton. “En, góða, því sagðir þú okkur ekki frá því ? Við hefðum getað fundið hann; maðurinn var með ijósker”. “Eg var hrædd við að nema staðar, eg var hræcld um að við næðum ekki í lestina. Eg held eg hafi heldur ekki vitað það strax, að eg misti hann, því bleytan náði upp að öklum mínum”. '<uect SALTFISKUR Vér höfum byrgðir af söltum fiski, sem hefir verið til- reiddur undir sérstakri umsjá vorri, í vorum eigin húsa- kynnum. — Verðið er ótrúlega lágt. Einnig höfum vér mikinn forða af PORT NELSON BRAND. FISKIBOLLUR. NORSK SPIKSÍLD, K.K.K. REYKT SfLD. NORSK ANCHOVIS. HELLUBAKAÐ BRAUÐ. Biðjið um PORT NELSON BRAND hjá kaupmanni yðar. — pað borgar sig margfalt að kaupa vörar, sem bera innsigli vort. Ef kaupmaður yðar hefir ekki vörur vorar, þá gerið svo vel að skrifa oss nafn hans og áritun. PORT NELSON FISH CO. LTD. 936 Sherbrooke Street - - Winnipeg, Man. PHONE: Garry 967. FLATBRAUÐ. MYSUOSTUR. HLAUPOSTUR. KRYDD-OSTUR. Uppástunga um jólagjöf. Mynd af sjálfum þér og fjölskyldunni fyrir jólin 1917. Vinir þínir geta keypt alt sem þú gœtir gefið þcím, nema MYND AF ÞÉR Reliance Studio, 616i Main Street Inngangur af Main St., nœst rið Dingwall. Tals. Garry 3286 r ........... < liOÐSKINN Ikendur, Veiðimemm og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mesta skinnakau|>nienn í Canatía) 213 PACIFIC AVENUE............WINNTPEG, MAN. Ilæsta verð borgað fyrir Gærnr Ilúðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YÐAR. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í ]?eim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. G.TAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. Áður auglýst .... .... ..... $1060.96 Dr. B. J. Brandson, Winnipeg $100.00 Safnafi af skólastjóra sóra Rúnólfi Marteinssyni. Frá Geysi P. O., Man.: Ingibjörg Jónatansdóttir ..... $ 1.00 Jón J. Thorsteinsson .......... 1.00 Hallgrímur FriSriksson ........ 5.00 GuSmundur Jónsson .............. 100 G. O. Einarsson ................ 100 Jósep Guttormsson .... ...........60 Björn Pétursson, Árnes ......... .25 Njáll S. Johnson, Árborg ..... 10.00 Alls ....... $19.75 SafnaS I Argyle-bygS af Dr. Jóni Stefánssynl og séra B. B. Jónssyni: Björn Walterson ............. $50.00 Thorsteinn Hallgrímsson ...... 10.00 Aibert Oliver ............ .... 10.00 Valdimar A. Sveinsson ......... 1.00 H. A. Thorsteinson ........... 100 Hringur Isfeld ................ 1.00 A. Sveinsson .... ............. 1.00 Olgeir Fredrickson ........... 5.00 O. S. Arason .................. 5.00 Thor Goodman .................. 5.00 Kjartan ísfeld ..... .... ... 100 H. H. Darling ............... 1.00 W. G. Simmons ............... 20.00 porsteinn Jónsson ............ 10.00 J. A. Sveinsson .... ........ 5.00 C. B. Jónsson ............... 6.00 Andrés Andrésson ............. 10.00 Sigmar Sigurjónsson .......... 10.00 Vinveittur ....... .... ..... 3.00 Jóhannes SigurSsson .......... 20.00 Jónas Helgason ............... 10.00 Árni Sveinsson ............... 25.00 Jón Goodman .... .... ........ 10.00 J. S. Fredrickson.............. 5.00 Sigmar Bros. & Co............. 10.00 G. J. Olson ................... 4.00 G. Storm ..... .... ......... 10.00 Friðbjörn S. Frederiokson .... 10.00 B. Hallgrlmsson ............... 5.00 Björn Andrésson .............. 10.00 Stefán BJörnsson .............. 6.00 Haraldur Stefánsson .... ...... 5.00 A. H. Strang................... 1.00 Jónas Björnsson ............... 2.00 M'arkús Jónsson ............... 2.00 Halldór Árnason .... .......... 5.00 Edward Olafson ................ 1.00 Anderson & Anderson ........... 5.00 AUs ......... $299.00 Samtals $1,479.71 (Auk ofanskráðra gjafa frá Argyle- bygð afhenti Dr. Stefánsson undirrit- uðum skrá yfir gjafaloforð, sem borg- ist fyrir áramótin næstu). Winnipeg, 26. nóv. 1917. S. W. Melsted, gjaltlkerl Jóns Bjarnasonar skóla. Kviðslit lœknað. Fyrir nokkrum Arum síöan, var eg a?5 lyfta kistu og kviöslitnaBi. Liœknirinn kvati uppskurti hit5 eina nauttsynlega. Um- búöir komu aö engu haldi. AÖ lokum fékk eg þó tangarhald A nokkru, sem læknaöi mig algerlega 6, skömmum tíma. Síðan eru liðin mörg Ar; eg hefi unnið erflða vinnu, sem trésmiður og aldrei orðið misdægurt. Það var enginn uppskurður. enginn sArsauki, ekkert tima- tap. Eg sel ekki neltt, en eg er reiðuböinn að gefa yður fullnægjandi upplýsingar að því er til lækningar kvíðslits kemur. Skrifið mér. Utanáskrift min er Eugene M. Pullen, carpenter, 81T D Marcellus Avenue, Manasquan, N. J. t»ér ættuð að klippa ör blaðinu þenna miða og sýna hann beim, sem þjftðir eru af kviðsliti — þú getur með þvl bjargað lífi þeirra, dregið úr þrautum. sem , kvið- sliti eru samfara. og komið I veg fyrir hugarhrelling I sambandl við uppskurð. TAROLEMA lœknar EGZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öilum lyfsölum. CLARK CHEMIGAL COM 309 Somerset Block, Wínnipeg LJÓMANDI SILKI-AFKLIPPUR “Crazy Patchwork,” af ýmsumjl tegrundum, til aC búa til úr teppi.I legubekkjar-púCa, og setur. Stór|| 25c pakki sendur til reynalu. 5 PAKKAR FYRIR $1.00 PEOPLiE’S SPECI.ALTIES OO. Dept, 18, P.O. Box 183G, WinnipegU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.