Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.11.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NóVEMBáR 1917 Hinn brezki her Atburðir þeir hinir síðustu, er gerst hafa í veraldarstríðinu, hafa leitt í Ijós betur en nokkuð annað, hve ósvikinn kjami stendur að baki hins brezka hers. pað er nú orðinn opinber leyndar- dómur, að á sama tíma og Bretar unnu hinn mikla sigur á vesturstöðvunum, þann 20. þ. m., undir forustu Sir Julian Byng, þá sendu þeir hverja her- sveitina á fætur annari, ítalíumönnum til aðstoðar. Svo að segja í sömu andránni hafa sigurvinn- ingar í Palestínu orðið stórfeldari með degi hverjum. Jerúsalem — borgin helga — er þá og þegar á valdi Breta. f Mesopótamíu hefir brezki herinn einnig verið sigursæll; hafa Bretar losað mikinn hluta lands- ins, undan langvarandi þrælkun hins tyrkneska kúgunarvalds. Síðast og ekki sízt, má svo að orði kveða, að megin hluti þýzku nýlendanna í Austur- Afríku séu í brezkum höndum. Geta má nærri hve ervitt verk og vandasamt það muni vera, að sjá svona dreifðum her fyrir vopnum og vistum, þar sem víða er um veglausar torfærur að fara. En góður vilji er sigursæll. — pjóðin hefir verið einbeitt. — Hermenn þjóðar- innar hafa skilið hlutverk sitt hver og einn, og það er stærsta atriðið. Mjólkursalan og Mr. Hanna. Eftir að yfirstandandi heimsófriður hófst, hafa flestar ef ekki allar lífsnauðsynjar, hækkað gífurlega í verði. f mörgum tilfellum er verðhækkun þessi eðli- leg afleiðing styrjaldarinnar, en að hinu leytinu, því miður, beinlínis til orðin vegna óstjórnar og eftirlitsskorts, mamja þeirra, sem kjömir hafa verið til þess að veita forstöðu vistforðamálum þjóðarinnar. Bræðraþjóð vor, sunnan línunnar—Bandarík- in—hefir í þessu, sem í svo mörgu öðru, sýnt skör- ungsskap í því að ráða fram úr dýrtíðinni. Verðhækkunin syðra hefir verið álíka og hér og óánægja og tortryggni hefir risið upp á milli seljanda og neytanda. En vistastjóm Bandaríkj- anna hefir ekki þagað í hel, réttmætar umkvart- anir almennings; hún hefir einskis látið ófreistað til þess að bæta úr vandræðunum, eins og allar vitrar og lýðhollar stjómir gera. Hefir nú vista- stjómin þar fyrir nokkru sett nefnd manna til þess að komast að ábyggilegri og sanngjamari niður- stöðu um mjólkurverð. Svo hafa verið skipaðar undimefndir, er saman standa af framleiðendum, neytendum, mjólkurflutningsmönnum og sérfræð- ingum í mjólkurframleiðslu í hinum einstöku hér- uðum. Er nefndum þessum ætlað að halda opin- berar yfirheyrslur, stefna vitnum ef þörf gerist, safna öllum sönnunargögnum í einá heild, og gefa svo alþýðu manna sannar og glöggar skýrslur um ástandið. Að því loknu verður mjólkurverðið fast- ákveðið á hverjum stað. En hvað hefir svo gert verið að því er til kem- ur mjólkursölunnar, hér í Canada? Gott og vel. Rannsóknamefnd hefir fyrir nokkru setið á rökstólum í Ottawa og lokið störf- um sínum; en síðan hefir ekki á málið verið minst einu orði. Vistastjórinn, Mr. Hanna, hefir varist allra aðgerða. Rannsóknin virðist því ekki hafa verið annað en hlægilegur skollaleikur, til þess gerður að fela sannleikann, fyrir þeim, sem heimt- ingu áttu á, að vita um orsakir hinnar geysilegu verðhækkunar. Og svo til þess að smíða ný og ný eftirlitsembætti, handa fylgispökustu gæðing- um stjómarinnar. En almenningur heldur áfram að borga sama ránsverðið fyrir mjólkina, með yf- irvofandi hættuna um nýja hækkun. pað var annars dálaglegur bjargargreiði, sem Ottawastjómin gerði íbúum þessa lands, er hún dubbaði Mr. Hanna upp í vistastjórasætið — mann, sem fyrir löngu hefir sýnt sig óhæfan til starfsina Annaðhvort verður nú stjómin að gera, til þess að friða fólkið, að setja Mr. Hanna af tafar- laust, eða þá að skipa nýjan mann til eftirlits með honum í framtíðinni! Bœjarstjórnarkosning, Á föstudaginn kemur verður kosið í bæjar- stjóm í Winnipeg-borg. Birtur er á öðmm stað í blaðinu listi yfir alla þá, sem í kjöri verða. pað liggur í augum uppi, að ekki stendur á sama hveraig valið fer. pað skiftir altaf miklu hverjir stjóma málefnum borgarinnar, en ekki sízt þó á öðrum eins alvörutímum og yfir standa. Er bráðnauðsynlegt að fá ménn úr sem flestum stétt- um og stöðum, því við það má vænta f jölhæfari og víðsýnni forstöðu hinna mörgu nauðsynjamála. Sú nýlunda á sér stað í þetta sinn að kona sækir um bæjarfulltrúa-stöðu í 7. kjördeild (Elm- wood) og er nafn hennar Mrs. Luther Holling. í kjördeild þeirri em ekki margir fslendingar og ráða því eigi yfir mörgum atkvæðum. En rétt teldum vér að stutt yrði að kosningu Mrs. Holling, því hún kvað vera mikilhæf kona. fslendingar! notið atkvæði yðar á föstudag- inn. pað er of seint að byrgja brunninn, þegar bamið er dottið ofan í hann. pér getið átt yðar góða þátt í því, hvemig málefnum Winnipeg-borgar er stjómað. Tekið úr Liberal Monthly. Á sama tíma og Sir Thomas White, ásamt ýmsum öðrum ráðgjöfum Dominion-stjómarinnar prédika fegurst um spamað og algert afnám flokksverndunar, eru þó í snatri fylt flest sæti, sem nokkurs virði eru, með eindregnum aftur- haldsmönnum. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi: J. H. Fisher, cons. þm. gerður senator. Laun $2.500 Richard Blain, c. þ., gerður senator. Laun 2.500 Lendrum McMeans, c. þ., gerður sen. Laun 2.500 D. O. Lesperanee, fyrv. c.þ., gerður sen. Laun 2.500 G. G. Foster, con. bankastj., g. sen. Laun 2.500 R. S. White, con. blaðam., gerður sen. Laun 2.500 R. H. C. Pringle, con., gerður senator. Laun 2.50Ö A. C. MacDonell, con. þ., gerður sen. Laun 2.500 Clarence Jamieson, con. þm., Civil Service Commissioner. Laun..................... 5.000 Hon. W. J. Roche, con. ráðgjafi. C.S.C. Laun 6.000 A. A. McLean, con. þm., gerður yfirm. N.W.M. Police. Laun.................... 5.000 G. H. Bamard, con. þm., gerður sen. Laun 2.500 J. D. Taylor, con. þm., gerður sen. Laun 2.500 T. L. Shaffner, con. þm., gerður sen. Laun 2.500 W. B. Willoughby, con. flokksform í Sask. gerður senator. Laun................... 2.500 E. N. Lewis, con. flokksm., gerður dómari. E. J. Heam, con., gerður dómari. A. C. Boyce, con. þingm., Rly Com. Laun 8.000 Hon. F. Cochrane, con. þm., C.N.R. Comm. Hon. J. D. Hazen, con. ráðgj., gerður dómstj. New Brunswick. Laun................. 7.000 Hon. Geo. H. Perley, con. ráðgj., gerður High Commissioner. Laun........... 10.000 Á hverju þörfin er mest pótt veðrið sé óvenjulega milt um þetta leyti árs og skýlaus himin, eru þó þunglyndisblikur hér og þar á sveimi. Veraldarstríðið krefst einatt fleiri og stærn fóma. Margir synir þessa lands, særast á omstu- völlum Frakklands, Belgíu ftalíu, og aðrir týna lífi. Náttvængjuð sorgin flögrar yfir heimilum feðrh og mæðra, bræðra og systra. pó er það huggun mikilvæg að vera þess fullviss, að ástin til þjóðarinnar og réttarmeðvitundin hefir hvatt hinn unga hetjulýð til stríðs og starfs. pað verður bjart í sögunni um nöfn þeirra manna—þeirra fslendinga, sem fómfúsastir voru, þegar hinni nýju kjörmóður þeirra lá á hjálp. Virðing fyrir köppum þjóðarinnar er sjálf- sögð; en það sem mestu varðar er það að hermönn- um vomm og sifjaliði, sé auðsýnd hluttekning— brennandi faðmvíður kærleikur í einu og öllu. Brúðkaup ekkjumannsins ----- i / pað var eitt fagurt vetrarkvöld, að veizlusalur hvít með tjöld og útbúinn með undurdýrðlegt skraut sín einkar vel í ljóssins bjarma naut. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og tilbúið var alt sem eitt, svo ekki skyldi vanta neitt, er geðjast mætti góðra vina fjöld, því giftast átti dóttirin í kvöld. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. í hempu klerkur klæddur var, hann kærleiksræðu í hendi bar; á öllu hvíldi hin yndislega ró, og unglingunum dans í huga bjó. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og allir biðu brúðgumans, því bráðum mátti vænta hans, sem ungur, fríður ekkjumaður var, af öðmm langt í prúðmenskunni bar. — En gegnum tjöldin Ijósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og alt í salnum inti hljótt um eitthvað meira’ en bmðkaupsnótt, svo alsæl virtist ekkjumannsins lund, sem endurfæðast skyldi horfið sprund. — En við hans síðu ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og inn gekk brúður ung og nett, hún augum brá um salinn létt; úr hvítu líni kyrtill gjörður var og kransinn græna tígulega bar. — En fram og aftur ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Hjá brúðguma á bekkinn sett var brúðurin í huga létt, og heilög athöfn hjörtun fylti ró og helgum blæ á alt í salnum sló, —En kringum brúðhjón ljósklædd vera leið, hún leit á flest og hinstu. stundar beið. Og brúðkaupssálmur sunginn var, er saminn í því skyni var. Með klökkri röddu klerkur las um dygð, um kærleika og ódauðlega trygð. — En kringum brúðhjón ljósklædd vera leið, hún leit á þau og hinstu stundar beið. Og ekkill þrýsti ungri hönd, < þá eiðinn vann um kærleiksbönd. “Ó, hér er ástin mín á hvítum kjól” hann kallar veikt og hné úr brúðarstól, — En burt með sál hans ljósklædd vera leið, hún leit ei við, og einskis frarnar beið. Og máninn skein og brosti blítt, hann blysum stráði á hauðrið frítt, en heiðblátt loftið gjörði’ að glæstum sal, þar góðar sálir hófu ástartal, — því gegnum blámann ljósklædd vera leið, hún leit ei við og einskis framar beið. Halla. —Óðinn. TVÖ KVÆÐl Eftir Guttorm J. Guttormsson. Veturinn. Hylja svellin, silfurhvít sem ellin, sundin, fellin, tjamir, ár; er á högum, hvassabyls af slögum, hellulögum bundinn snjár; lengjast skuggar, skjálfa frosnir gluggar, skógur mggar hélugrár; allar rauðar rósir eru dauðar, rymur, gnauðar stormur hár. Ægisskjöldinn bera vetrarvöldin vökukvöldin löng og hörð, er sem frjósi alt og verði’ að ljósi, ísinn hrósi sigri’ á jörð; kaldir glampar lýsa eins og lampar, loftið hampar þeim um fjörð; norðurljósa logabrunnar gjósa, Lofts við ósa halda vörð. Oft er galdur þinn að villu valdur, vetur kaldur, hreina sýn, — em blossar þínir köldu kossar, kristallsfossar tárin þín. Perlulinda-bönd þú ert að binda, breiða á tinda skýjalín. Upp af barmi köldum, köldum hvarmi kristalsbjarmi heiður skín, Ifvíti skóli heljar, er í skjóli hjá þér sjóli geims og lands? Beggja skauta heims og himinbrauta Húms og þrautagjafi manns! Unz hún hnígur, eins og tungl þú flýgur eða stígur skuggadans, blæjum vefur lífs og liðna, grefur loks og gefur hvítan kranz. Góða nótt. Dúnalogn er allra átta, allir vindar geims sig nátta, nú er álfa heims að hátta, hinstu geislar slokna skjótt, húmsins svarta silkiskýla sveipar þekjur vorra býla, upp er jörðin ein sog hvíla öllu búin — Góða nótt! , Upp til hvíldar öllu búin er nú jörðin. Góða nótt! Langþrekuðum lýð er kærast lágt að hvílast, endumærast, blunda lengi vel, sem værast vekja taugum sínum þrótt, yfir lofts og lagar strauma líta Eden sinna drauma, sólarbrautir svífa nauma sælustundu. — Góða nótt! Svífa stutta stundu brautir stjama og sólar. Góða nótt! Tak þú, svefn, í ástararma alla menn, sem þjást og harma, legg þinn væng á lukta hvanna, láttu öllum vera rótt, levf þeim, draumur, lengi að njóta lífsins, sem í vöku brjóta skipin sín í flök og fljóta fram hjá öllu. — Góða nótt! peim, sem fram hjá fegurð lífsins fara í vöku. Góðá nðtt! Streym þú, himins stilling, niður, stattu við, þú næturfriður, Hugur fellur fram og biður, funheitt andvarp lyftist hljótt. Hætti allra sár að svíða, sólar verði gott að bíða. þurfi enginn kulda’ að kvíða, komi sólskin. — Góða nótt! Enginn þurfi að óttast, komi Engill dagisns. Góða nótt! Siðbótarhátíðahöld í Vatnabygðum Fjögur-hundruð ára afmæli siðbótar Lúters, hefir verið hátíðlegt haldið meðal safnaða hins ís- lenzka, evangeliska kirkjufélags í álfu þessari. öll hafa hátíðahöldin vegleg verið—-málefninu samboðin—og hinu íslenzka þjóðfélagi til sæmdar. Tvær slíkar fagnaðarsamkomur eru ný um garð gengnar í Vatnabygðum. Hin fyrri var haldin að Elfros, fyrir austurhluta bygðarinnar á miðvikudaginn hinn 21. þ. m. og hófst kl. 2*4 eftir hádegi. Forseti kirkjufélagsins, séra Bjöm B. Jónsson var staddur á báðum samkomunum og flutti ræður. par að auki töluðu sóknarprestur- inn, séra Haraldur Sigmar og séra Friðrik Hall- grímsson prestur í Argyle. Fagur söngur fylti samkomuhúsið, undir stjóm hins efnilega sönglagahöf. hr. Björgvins Guðmundssonar. Síðari fagnaðar-minningin hófst daginn eftir í kirkju Augústínus-safnaðar í Kandahar, kl. 11/2 síðdegis. Töluðu þar allir hinir fymefndu prestar og öflugur flokkur karla og kvenna hélt uppi söng. Á báðum stöðum voru sæti þétt skipuð fagn- andi áheyrendum. Friður og eining hvíldi yfir öllum viðstöddum, svo sem slæi þar aðeins eitt hjarta. — 1 Stephan G. Stephansson. Eins og kunnugt er, þá er Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson, kominn hingað til lands úr íslandsför sinni. Yngdur og endurhrestur, eftir sumarfaðmlög móðurlandsins, er skáldspekingurinn nú aftur mitt á meðal vor. Nokkrir íslendingar, persónu-kunn- ingjar skáldsins og bókmenta vinir, hafa stuðlað til þess, að samkoma verður haldin á laugardaginn 1. desember næstkomandi, í samkomusal Tjaldbúð- arkirkjunnar á Victor stræti, og hefst stundvís- lega kl. 8 að kveldi. Les hr. Stephan G. Stephansson þar upp vísur og kvæði, er hann hefir samið í sumar, og standa í nánu sambandi við heimferð hans. óþarft er að fara fleiri orðum um samkomuna; hún mælir bezt með sér sjálf. Nafn og skáldhróður Stephans G. er áreiðanlega traustasta aðdráttar aflið. Gert er ráð fyrir að sungið verði eitthvað af kvæðum skáldsins. Aðgangur ókeypis, en samskot tekin. ^ Hér fara á eftir nöfn þeirra manna, er að und- irbúningnum áttu þátt: Séra B. B. Jónsson, J. J. Vopni, ó. S. Thorgeirsson, séra F. J. Bergmann, H. A. Bergman, Einar P. Jónsson, S. B. D. Stephanson, B. L. Baldwinsson, Hjálmar Gíslason, Friðrik Sveinsson, Magnús Pálsson, J. J. Bíldfell, Thorsteinn Borgfjörð, Gísli Jónsson, p. p. porsteinsson, Hannes Pétursson, Rögnv. Pétursson, Sig. Júl. Jóhannesson, Bjöm Pétursson, G. J. Goodmundsson. THE DOMINION BANK StWnSETTUU 1871 llöfuðstóll borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar elgnlr........................ $87.000,000 Bankastörf öll fl.16tt og samvlzkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á a6 gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá. $1.00 eða meira. tvisvar á ári—30. Júni og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMII.TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll gr.iddur $1,431,200 Varasjóðu.....$ 848,534 lormatur ......... Capt. WM. ROBINSON yice-President - JAS. H. ASIIDOWN Sir D. C. CAMElíON, K.C.M.G. W. R. BAWDF _ E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEliB, JOHN STOVBXi Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reiknlnga vlð einatakllnga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanlr seldar tll hvaða staðar sera er á Islandi. Sérstakur gaumur geflnn sparipjóðsinnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum 6 mánuðum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðtmaður Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. Atkvœða yðar og aðstoðar er virð- ingarfylst oskað af David J. Dyson fyrir borgarstjóra-embættið í höndfarandi kosningum Borgin þarf hagfróðan mann. Greiðið atkvæði yðar með DYSON Central Committee Room, 1104 McArthur Building Phone: Main 8160—4818 Ladies Central Committee Room, 306 Nanton Building Phone: Main 8161. North Winnipeg Central Committee Room, 470 Pritchard Ave. Phone: St. John 2193. Greiðið atkvœði fyrír í GEO. FISHER fyrir Bæjarráðsmann í 3. kjördeild á föstudaginn 30 nóvember Commitee Room EUice Ave. Talsími: Sh. 1914 4 Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf. Það er til mynda- smiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. ■ ■ ■'— y Ual • *■- — ■ ■■ %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.