Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Q. Tals. Garry 1280 Stolnaett 1887 Steele & Go., i«i MYNDASMIÐIR Horni Main og Bannatyne, Fyrstu dyr vestur af Main WINNIPEG MAN. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 NÚMER 50 Frá Bjarmalandi. EFTIR ODD GRÍMSSON. Góður maður elskar ættjörð síua, — hver sem hún er og hvar sem hann er. Fróður maður vill þeklíja fræði þjóðar sinnar forn og ný. Mál móðurinnar er liverju barni kært. Og þetta eru hinir þrí-einu dýrgripir allra góðra Islendinga: cettjörðin, ættjarðarfrœðm og móðurmdlið. Þór, hinn mikli þrumuguð, sem feðurnir tignuðu hvað mest allra goðanna, hinn hrausti sonur Óðins og Jarðar, skjól og skjöldur Ása í hinni glæsilegu foi'nöld feðranna, átti sér, sem kunnugt er, þrjá kjörgripi: hamarinn Mjölni (reiðarslagið), Megingjarða og járn- glófa. Án þessara gripa mátti hann aldrei vera. Fvrir þá varð Þór mikið og frægt fornaldar goð. Fyrir þá óx honum karlmenska svo hann sigraði Jötna, óvini guðanna. Þannig varð hann sverð og skjöldur Ása og átrúnaðargoð Norrænna manna. Svipað er ástatt með ættingja Þórs, Islendinginn Einnig hann á sína kjörgripi, þá er eg nefndi. Hann má aldrei og hvergi án þeirra vera, ef vel á. að fara. Karl- menska hans er undir þeim komin. 1 viðureigninni við jötna á jötunheimum, getur hann ekki án þeirra sigrað, sem íslendingur. Og annað en Islendingur getur hann aldrei orðið nema að nafninu. Eitt sinn kom I.oki því til leiðar, að Þór fór ti! Jöt- unheima, án þess að hafa gripi sína með í förinni. Það var eitt liinna mörgu og illu kænskubragða Loka. Enda komst þá Þór í liann krappan. Og enn er það Loka-ráð, þegar Islendingum er til þess ráðið, að skilja eftir heima kjörgripi sína, og etja afli við jötna án þeirra. Ekki erum við menskir nútiðar Islendingar, sem höfum lært helzt til vel að syngja um sjálfa okkur: “fáir, fátækir, smáir”, ofsterkir fyrir því, þegar sækja verður í Jötunheima nútímans. 1 þeirri viðureign allri verðum við nógni varbúnir, þó við höldurn þeim andlegu hertýgjum, sem við eigum ágætust. Síðan Þór hafði sem atvinnu forðum daga, “að fara í Austurveg að berja tröll”. hefir aldrei reynt meira á mátt Megingjarða, nranndóms og mannkosta en nú. Nærri liggur að stvrjöld nútímans minni eitt- hvað á viðureign Þórs við Útgarðaloka. • Þjóðarheiðurinn heimtar, einmitt nú, hærra fóm- argjald, nálega um lreim allan, en nokkuru sinni áður í allri sögu mannanna. Og einstaklingar og þjóðir leggja fram það gjald án möglunar, enda einkasoninn, Isak. Þetta gera þegnarnir nú fyrir þjóðerni sín — og það alment. Ættjarðarástin skipar alstaðar öndvegið á yfir- standandi tíð og það stundum á kostnað konunglegra forréttinda, eldgamalla erfðakenninga og tilbeiðsla ein- staklingsins. Nú er manngildi þess einst ddir.gs óvíða hátt metið, sem ekki setur þjóðarlieiður, ættjarðarást, almennings gagn, efst á merki sitt. Eigin hagur verður að rýma fyrir annara hag. Á þann lærdóm hafa menn lengi ver- ið harla tornæmir. Nú er hann að lærast, þó seint gangi Sú hugvekja er öllum þörf hugvekja. Er þá nokkuð óskiljanlegt að Islendingar, sem í öndverðu lögðu svo mikið á sig til að byggja frjálst land, og mynda þar óliáð mannfélag, sem engur fyrir löngn rejmdust svo góðir merkisberar í öllum skilningi, beri nú sitt eigið þjóðernislega merki, eins hátt og vel sem kraftar leyfa í framsóknarfylking ættjarðarvina um allan heim ? Eg held ekki. Iíitt væri fremur furða og vítavert, vaknaði Is- lendingurinn ekki, við önnur eins liamarslög og nú heyrast úr Jötunheimum. Og Loka einum væri um að kenna, ef Islendingur- inn, á þessari hættutíð gætti ekki gripa sinna og hefði þá ávalt meðferðis. Eggert Ólafsson, liinn ágætasti íslendingur 18. aldarinnar, segir svo frá eigin uppeldi, að fóstri sinn og móðurbróðir, Guðmundur sýslumaður Snæfellinga Sigurðsson, sem sjálfur var lærisveinn Jóns biskups Vídalíns, liafi veitt sér margar velgjörðir, án þess að sjá til gjalda, og ekki haft annað fvrir augum, en að hann — Eggert Ólafsson — mætti eignast þá “nkfnbót sem sé veglegust allra, að lieita maður”. Að heita mað- ur, íslenzJcur maður, hlýtur að vera brennheit ósk allra góðra Islendinga, eystra og vestra Síðan skömmu eftir landnrmstíð Islands hefir aldrei verið bjartara um Fjallkonuna okkar en nú, í ófriðarmyrkri meginhluta hins mentaða heims. Aldrei hefir verið gimihnpi en nú nafnbótin sú, að heita íslenzkur maður — Is endingur. Á dögum Eggerts Ólafssonar, árið 1758, var verzl- un Islands tvisvar boðin upp, var til sölu hæstbjóðanda án þess nokkurt boð fengist. Sú smán, og það vandræða ástand snertandi hag íslands, sveið sárt í hjarta föðurlandsvina, sem Eggerts enda kvað hann þá, meðal annars, þetta eftirminnilega erindi: “Fyrir þín gæði fýsilig Fjöldi sótti þjóða; iVu vill enginn eiga þig, Ættarjörðin góða!” — Nú kveður við annan tón, sem betur fer, með verzlun og ytri liag íslands, þó oft væri, okið þungt og biðin löng. En er þá íslenzkur þjóðarlieiður og ættjarðarást hér til sölu — og enginn kaupandi 1 Eg neita því, — þó þar gangi eg fremur í trú en skoðun. Því legg eg til að við Islendingar hringjum til nýrra tíða þjóðernislega. Til upphafs syngi menn, utanbókar hina gullfögru “hvöt” Matthíasar: “Vaki darraðar drótt Meður drengskaji og þrótt, Nú er dagur um blájökla-stól.” — — Nóg er til að syngja þó það gleymist við suma sam- fundi okkar. 0g ekki skortir efnið í ótal textaraðir. Hver einasta fornsaga, er stórmerkileg prédikun fyrir nútíðarmanninn. Sumar þeirra ættum við að rif ja upp nú um vetr- arkveldin, að dæmi feðranna. Og aldrei er góð vísa of oft kveðin. Fróðum íslendingum má ekki fækká og góðir ættjarðarvinir verða aldrei ofmargir. Síðar skal Bjarmalands nánar getið og nafna míns er þangað fór forðum daga. Bœn hins málhalta Veitið mér, guðir, goðatungu, Gullaldarmál er Æsir sungu! Tungumál Óðins, óðmál Snorra, Auðinn dýrmæta feðra vorra; Tungu, er orð hjá Agli, Njáli, Óðsnild prýddi og spakleiksmáli; Málið, er Grettii' mælti forðum, Mælskuna’ í Jóns og Hallgríms orðum; Innblásna tungu óðs og sagna, Orðspeki kónga og frægstu bragna. — Ljúft er þá tungu og-létt að mæla Ljúfara enn málrún Hjörleifs-þræla Fargi því engin feðra máli, Frægð var það Agli, speki Njáli. Málið sem fvrst eg mælti af tungu Og móðurvarirnar kæru sungu. Bænarmál flestra í lirvgð og liættu, Hugþekkast mál er sorgir grættu. Mál, sem túlkar þó menn því gleymi, Margra síðustu orð í heimi; — Ódauðlegt mál, sem mannsins andi, Móðurtungan í feðralandi. ----- íslenzka tungu í öðrum heimi íslendingar eg hygg að geymi. — Heffata! Gef mér guðatungu, Gullaldarmál, er Æsir sungu! Arfinn dýrmæta áa vorra Egils og Hjalta, Njáls og Snorra. Innblásna tungu óðs og sagna, Orð, er eg fyrst og síðast fagna. Málið er fyrst eg mælti af tungu Og móðurvarirnar kæru sungu. — Ilreint eins og frónska fjallalindin, Fagurt sem skin á jökultindinn. — Veit eg í öðrum æðra lieimi íslenzkri tungu sízt eg gleymi! Móðir ertu hérna hjá mér? (Út-af styrjaldar atburði). Móðir, ertu hérna hjá mér? Heyri eg enn þinn vöggusöng? — Grát þú ei, — og far ei frá mér, Fer að nóttin dimm og löng. Komstu úr sælum kotbæ eyja Kæra drenginn þinn að sjá, —: Sem þú fæddir, — sér hér deyja, — Sáragræðslu bezta að Ijá? Móðir, við af hreysti háðum Hildarleik, unz dagur þraut. — Fjendur beittu banaráðum, Bræður hnigu í foldarskaut. Æskan fellur, —eg-er að deyja, — TJngur varð eg holund sár. — Tárlaust skulum helstríð heyja, — Hetju-dauði’ ei þekkir tár. Vef mig aftur örmum þínum Unz við brjóst þér festi blund! Svæf mig bernsku mansöng mínum Og móðurkossi------á dauðastund! Ó, faðir, gef íslenzku börnunum jól! Eftir ODD GRÍMSSON. I. I framandi landi um feðranna ból, Ó, faðir, gef íslenzku börnunum jól! Og gefðu þeim ljósið og guðlegan frið, Og gef þeim að kannast sinn frelsara við. Jól, jól, blessuð jól, I lireysum og liöllum og hjörtum — gef jól! Að börnum ger alla, með barnanna lund, — Hins bezta sé jólin enn fæðingarstund. Ö, fær oss liin barnslegu fortíðarjól, Og flyt oss í geislan af kærleikans sól. Jól, jól, blessuð jól, I hreysum og höllum og hjörtum — gef jól! Ó, vernda, Guð, barnseðlið bræðrunum hjá, Og Betlehems-stjörnuna leyf þeim að sjá. En legðu þeim englanna lofsöng í munn, Af lindum þeim svala við kærleikans-brunn. JÓI, jól, blessuð jól, 1 hreysum og höllum og hjörtum — gef jól! 1 villum, — á heimleið, — margt heimsbarnið kól, En hjálpaðu, faðir, við þráum öll jól!-- 1 framandi landi, um feðranna ból, Ó, faðir, gef íslenzku börnunum jól! JÓI, jól, blessuð jól, I hreysum og höllum og hjörtum — gef jól! II. Minn lofsöng fáir læra, Mitt lágt er öænarkvak. — Þó móðurmálið kæra Sér mjúkt á vængjatak. — Úr kulda heims og húmi Á heimsins ljós eg geng, Og lýt í lágu rúmi, Þeim ljúfa jóladreng. Iljá sauðum sat eg forðum Á sjálfri jólanótt, Og undi Drottins orðum, Þá andans líf var rótt. — Með lítið ljós í hendi Eg ljósið æðsta sá, Er móðir kristin kendi Að krjúpa jötu hjá. — Þó sjálfstraust sumra stækki Er sátu mér við hlið, Og hagur ýmsra hækki Um hvorugt þó eg bið: Iljá þeim, er læging líða Á lífsins eyðihjarn, Um jólin eg vil bíða Með Jesú, — eins og barn. Þó menn eg efi — alla, Og efi sjálfan mig, Að fótum þér skal falla, Til frelsis gafstu þig. Þín kærleiksorð ei efa, Þitt elska fórnarlíf, Á vald þitt viljan gefa, Þú veikra stoð og hlíf. Eg veit mitt ljós er lítið Og lágt mitt hreysi er, Að margt er vamm og vítið 0g veika trii eg ber. En gist, Ó, Guðs son, lijá mér, mér gef þinn jólafrið, Eg skal ei flýja frá þér, En fús þig kannast við. III. Þó kveikt sé ljós í kirkjum Og Kristi sungið lof, — 1 mannasálum myrkum Ei merkjast skýjarof.------- Um Drottins kærleik deilir Vor deilugjarna öld, Svo villast hópar heilir. Um heilög jólakvöld. Nú gleymið þrátti og glysi Sem Guðs börn lialdið jól. En fleygið feigðarblysi Og fagnið kærleikssól. Af öllu elskið hjarta Hinn æðsta jólafrið. Það blysið kærleiks bjarta Er brosir öllum við. IV. Eg bið um barnsins hjarta, Um barnsins trúarfrið, Um barnsins útsýn bjarta Þó blasi styrjöld við. — Að Jesú-barni um jólin Öll jörðin-fagni enn, Að sannhelg kærleikssólin Hér signi alla menn. Sem barn, að barnsins vanda, Eg bið um ljós og frið. Um Jesú eigin anda, Um engla helgan sið, — Að orð Guðs stöðug standi Þó styrjöld feli sól, Að lýsi mínu landi Og lýð þess, — himnesk jól! V. Hvar sem móðir syrgir soninn, Sæti er autt, en votar brár, Jesú fæðing, jólavonin, Jafnan þerri sérhvert tár. Hvar sem börn vor biðja, — stríða, Björt þeim skíni vonarsól. Hvar sem hjörtu lifa, líða, Leyf þeim, Guð, að halda jól! Sendu, faðir, frið á jörðu, Frið við þig og alla menn! Alla friðarfúsa gjörðu,— Friðarherra þú ert enn; — Frið í hjartað friðarsnauða, Feðra kirkju, ættarból; Frið í líf og frið í dauða, — Friðar-auðug, blessuð jól! . Einar Jónsson Einar Jónsson líkneskjasmiður hefur orðið hlutskarpastur allra þeirra, er um keptu, að gera myndina af porfinni Karlsefni, og reist skal verða í Fairmont Park, Philadelphia. porfinnur var, sem kunnugt er, hinn fyrsti hvíti maður, er aðsetur tók í Ameríku, og er mynd þessi fyrst af mörgum, er reistar verða í skrautgarði þessum, sem merkistein- ar í sögu Bandaríkjaþjóðarinnar. Upphæðin, sem Einari er veitt, til mynd- arinnar, hefir verið ákveðin $15,000. Er þetta gleðileg og góð frétt öllum sönnum íslendingum. pangað er hann þá kominn, þessi ungi, nafnkunni íslendingur. — Upp á örðugasta hjallann er hann kominn, þrátt fyrir féskort sjálfs sín, og hrakspár margra, er hann í fyrstu, ungur og táplítill, lagði út á lista- mannsbrautina. — En Einar Jónsson lét eigi hugfallast. Ástin á listinni, þrautseigjan, og traustið á framtíðinni, brúaði torfærjrnar að lokum. Og nú hefir smaladrengurinn frá Galtafelli í Árnessýslu, verið kvaddur til þess, af mestu þjóð heimsins, að gera minn- ismerki, er lengi mun standa hátt í huga þjóðarinnar. — Einar er löngu kunnugur fyr- ir list sína í Norðúrálfunni — nú hafa Banda- ríkin opnað honum faðm sinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.