Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 11 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. En Jana, sem tók tillit til hinnar óforsjálnu Lauru og vandræðanna sem hún lenti í ef hún fengi engin föt, reyndi aftur seinni hluta dags- ins að endurnýja þetta við föður sinn, en ekki fyr en um kveldið vildi jarlinn láta undan. Og þá, fremur seint, sagði hann loksins, að fötin mættu fara, og því fyr sem húsið losnaði við þau þess betra. Nú var kl. orðin átta. Jana tíndi saman fá- ein plögg. ljósleita silkikjólinn, sem sérstaklega var nefndur og nokkur önnur, sem hún hélt að Laura mundi helzt þarfnast; með þetta sendi hún Judith og sagði henni að tala einslega við lafði Lauru og segja henni hvers vegna fötin hefðu ekki verið send fyr en þetta. Þannig stóð á því að Judith stóð í hvísi Carltons og krafðist að fá að tala við nýju frúna. )>au eru ekki komin enn þá”, svaraði Hannah önug. “Ekki komin”, endurtók Judith. “Lafði Jana sagði að þau ætluðu að koma kl. sjö”. “Sömu boðin sendu þau okkur líka; það var búið að bera á borð og teið tilbúið; en þau eru ekki komin. Lestin er komin, en hefir ekki komið me5 þau”. “Nú, jæja”, sagði Judith, sem hugsaði um hve mikið hún mætti segja og hvað ekki; “viljið þér segja frúnni yðar að við höfum ekki getað sent meira af fötum hennar í dag, nema þetta sem eg kom með, en að hitt skuli verða sent á morgun, mér þykir slæmt að geta ekki fengið að tala við hana sjálfa, af því eg hefi sérstök boð til hennar frá systur hennar”. “Eg skal segja henni það”, tautaði Hannah í meira lagi önug;því sá viðburður, að nú skyldi koma ný stjóm í húsið, var ekki að hennar skapi. “Mér finst að húsbóndinn hefði getað sagt okkur þetta áður en hann fór, og ekki — hvað er þetta?” Hljóðið frá vagni, sem kom akandi að hliðinu og nam þar staðar, truflaði þær. Evan opnaði loksins dyrnar, en ekki fyr en hljómur bjöllunnar ómaði um alt húsið. Carlton gekk inn í húsið og leiddi ungu kon- una sína. Hún hafði nú skó á báðum fótum og Ijómandi fallegt kasmirssjal, sem Oarlton hafði gefið henni. Hann var góður eiginmaður í þessum fyrstu ástardraumum sínum. Frásögn Bill Jupps um komu lestarinnar var ónákvæm. pað var að cönnu satt að almenningsvagninn hafði komið aft- ur, en með honum voru engir ferðamenn; hann hafði beðið eins lengi og hann mátti, og sneri svo aftur til South Wennook til að sækja þá ferðamenn sem ætluðu með lestinni kl 9. Dálítið óhapp, sem ekki hafði sorglegri afleiðingar en þær, að það seinkaði lestinni, hafði komið fyrir þá lest, sem koma átti kl. sjö, og sem Carlton og kona hans komu með, og þetta var orsökin til þess að þau komu svo seint heim. Hún kom inn geislandi af ánægju, hlæjandi að einhverju sem Carlton hafði sagt, og hneigði sig lítillætislega til vinnufólksins. Hún varð nokkuð hissa að sjá Judith standa á bak við hitt fólkið. • “Judith”, sagði hún, “ert þú hér?” Judith nálgaðist hana og með lotningu. “Get eg fengið að talafáein orð við yður einslega, lafði mín, ef yður geðjast að því? Lafði Jana saeði mér að biðja um það”. Laura slepti hendi Carltons og starði á hana. Henni fanst þessi kveðja allundarleg. “Lafði Laura”, “lafði Jana”. pó að höfð hefði verið enda skifti á heiminum, hefði Lauru ekki orðið meira bilt við. Maður verður að gæta þess, að hún hafði ekki heyrt neitt um veikindi hins framliðna jarls; þeg- ar hún yfirgaf heimili sitt til að flýja með Carlton, var vænst eftir lávarði Oakbum til Cedar Lodge. Carlton hafði ekki minst á að búist væri við dauða hans, og á þessari brúðkaupsferð um hinn fremur afskekta hluta Skotlands, hafði hún ekki séð eitt einasta blað. Laura vissi því ekkert um þá við- burði sem átt höfðu sér stað. “Hvað var það, sem þú sagðir Judith?” spurði hún eftir litla stund. “Lafði Jana hefir sent þig til mín? Átt þú við systur mína?” “Já, lafði. Hún vildi að eg talaði við þig sjálfa”. Enginn kvenmaður hafði meiri viðmótslægni en Laura Carlton. Framimi fyrir hinu nýja vinnu- fólki sínu, vildi hún ekki láta bera á vandræðunum sem þessi nafnbót olli henni, eða vekja hinn minsta grun um að hún vissi ekki hvemig henni var hún eignuð. Birtan frá ofneldinum og lampanum í borðstofunni, streymdi gegnum opnu dymar út í ganginn, og hún gekk þangað inn ásamt Judith. Carlton fór út aftur, þegar hann hafði fylgt henni þangað inn, til þess'að líta eftir því, sem þau áttu enn þá liggjandi í póstvagninum, sem beið eftir afturkomu Carltons til að taka á móti farangrinum “Judith, þú kallaðir systir mína lafði Jönu. Hefir nokkuð komið fyrir lávarð Oakbum?” Nú hefði Judith líklega haft ástæðu til að stara; en hún var of skynsöm og æfð vinnukona til að gera slíkt. Heillri viku eftir að umbreyting- in hefði átt sér stað. pað virtist næstum ómögu- Jegt að lafði Laura vissi ekkert um hana. “Lávarður Oakburn er dáinn, lafði mín”, svaraði hún róleg, “það er að segja hinn fyrri lá- varður Oakbum — og húsbóndi minn er nú lávarð- ur Oakbum”. “Eg hefi aldrei heyrt slíkt”, sagði Laura og hné niður á stól af undrun. “Nær dó hann? Hve lengi hafið þið vitað þetta?” “Hann dó á þriðjudaginn í vikunni sem leið lafði. Hann dó af taugaveiki í Chesney Oaks, og bréfið sem kom með áritun hans í okkar hús á miðvikudagsmorguninn, var ekki til hans, heldur til húsbónda míns?” “Og nær vissuð þið að það var til pabba? Nær varð þetta fyrst kunnugt heima?” “Lafði mín, það varð kunnugt um það leyti sem þér fóruð. Hr. Grey var þar um kveldið, eins og þér máske munið, og hann sagði frá veikindum lávarðar Oakbums, og að hann tveim dögum áður hefði verið svo veikur, að engin von var um bata. pað væri því lítill efi á því, sagði hann, að bréfin væri til húsbónda míns, sem jarls af Oakbum”. “Mér þætti gaman að vita hvort Lewis hefir vitað þetta?” hugsaði Laura. “Grey talaði við hann um kveldið, þegar hann fór úr húsi okkar. En nei, hann gat ekki vitað það”, var hin næsta hgsun hennar, bygð á hinu takmarkalausa trausti og ást, sem hún bar til hans, “annars hefði hann sagt mér það”. Hún spurði Judith ótal spurninga, hverja á eftir annari, og hún sagði henni alt sem hún vissi. Lávarður Oakburn var nú kominn heim aftur, sagði hún; en hún hélt að hann og hinar ungu lafðir mundu bráðlega flytja til Cesney Oaks. “Judith”, sagði Laura loksins aftur, þar eð aðrar spumingar hennar urðu að víkja úr vegi fyrir því, sem mest ásótti hana, “var pabbi mjög — mjög reiður við mig þetta kveld?” “Lafði, þér gleymið því að eg sagði að hann hefði verið farin áður en yðar hefði verið saknað. pað var til að segja honum frá því, að lafði Jana fór daginn eftir alla leið til Chesney Oaks. “pað er satt”, tautaði Laura. “Litur hann út f.vrir að vera mjög reiður yfir því núna, síðan hann kom heim aftur?” “Já, eg er hrædd um að hann sé það”, var Judith neydd til að svra. “Og hvers vegna komst þú hingað,. Judith? pú sagðist hafa boð til mín frá systur minni”. Judith gerði nú grein fyrir hvers vegna svo lítið af fatnaði hennar kom núna og svo seint. Boðin frá Jönu voru þau, auðvitað svo lítið móðg- andi sem mögulegt var, að Laura mætti alls ekki nálgast f jölskyldu sína í neinu tilliti fyrst um sinn. Laura rykti höfði sínu aftur á bak með háðs- legri hreyfingu. “Er það Jana sjálf, sem bann- færir mig þannig?” spurði hún. “pað held eg ekki, ungfrú Lau — lafði. Hún getur ekki þrjózkast við óskum jarlsins”. “Eg veit að hún vill það ekki”, svaraði Laura háðslega. “Nú jæja, Judith, segðu lafði Jönu frá mér, að þetta sé að eins það, sem eg hafi búist við, og að eg voni að þau öðlist full not skynsemi sinn- ar áður langir tímar líða”. 0g litla stúlkan hvíslaði að mér um leið og eg fór, að hún beiddi kærlega að heilsa yður, lafði” sagði Judith. “Blessað barnið”, sagði Laura. “Hún er tíu sinnum meira virði heldur en hin kalda Jana”. pegar Judith kom út, gekk Carlton inn. Laura stoð og talaði við liann um hið nýja útlit ásigkomulagsins; en við enda samtalsins var hún jafn fróð og við byrjun þess hvað það snerti, hvort hann hefði vitað um dauða lávarðar Oakbums áður en þau flúðu. Hann vakti eftirtekt hennar á teborðinu, sem var mjög iðlaðandi sökum hinna góðu rétta sem á því stóðu, og sem Hannah hafði búið til og látið á borðið fyrir löngu síðan. “Já, rétt strax”, sagði hún; “en eg vil fyrst fara úr yfirhöfninni. pú verður að gera svo vel og sýna mér.húsið, Lewis”, sagði hún hlæjandi. “Eg þekki það ekki enn þá”. Sem svar, hló Carlton og gekk út í ganginn með henni. pað var fallegri og rúmbetri bústað- ur en sá, sem hún var áður í, Cedar Lodge, en mjög lítið og fátæklegt í samanburði við Chesney Oaks. Fremst, hins vegar við ganginn, var það herbergi sem Carlton vanalega veitti sjúklingum móttöku í, er heimsóttu hann, bak við það herbergi var eld- húsið, sem sneri út að bakhlið hússins. Beint á móti eldhúsinu og bak við borðstofuna láu fáeinar tröppur niður í lyfjastofuna, sem var fast við inn- ganginn á hlið hússins og hjá aftari stiganum. Aðalstiginn, sem var hringstigi, var aftast í ganginum. Laura gekk upp eftir honum ásamt Carlton. Uppi voru rúmgóð herbergi; skrautleg- ur samkvæmissalur og þrjú svefnherbergi. í fyrsta herberginu, sem eftirleiðis átti að tilheyra Lauru, var Sarah að taka fötin úr bögglinum sem Judith kom með, tilbúin að þjóna sinni nýju frú. “Hvaða breytingu sem þú vilt láta gera við þessi herbergi, Laura, skal undir eins verða fram- kvæmd”, sagði Carlton. “Ef þú t. d. vilt breyta einu þeirra í búningsklefa handa------” Carlton lauk ekki við setninguna sökum þess, að hávær hringing dyrabjöllunnar ómaði um alt húsið og truflaði hann, því svo kröftug var hún, að hún næstum því hristi húsið. Hann sagði gremjulega. “Nei, þetta er um of. Ekki einnar mínútu friður í húsinu, eg er undir eins ónáðaður og verð líklega beðinn að koma til einhvers. Eg vil ekki tala við neinn. Farið þér ofan”, sagði hann við nýju þemuna, “og segið að eg geti ekki sint sjúkl- ingum í kveld”. Hún hlýddi en kom strax aftur. “pað eru ekki sjúklingar, hr. pað er lögreglu- þjónn. Eg sagði honum að þér gætuð ekki talað við neinn í kvöld; en hann sagði að hann yrði að tala við yður”. Carlton sýndist verða agndofa af skelk við þessi orð. “Lögregluþjónn!” endurtók hann með undarlegum og hikandi róm. “Hann kom hér í gær og aftur í morgun og spurði eftir yður, hr.”, svaraði stúlkan. “Hannah var mjög forvitin eftir að vita hvað það væri, sem hann vildi yður; en hann vildi ekkert segja annað en það, að það stæði í sambandi við konuna sem dó í Palace Street”. Lafði Laura, sem stóð fyrir framan spegilinn og tók hattinn af sér, sneri við og leit á mann sinn. “Hvað getur þetta verið, Lewis?” Aldrei hafði Carlton sýnt sig eins hverflynd- an og nú. Hann tók ljósið til þess að fara ofan með það, gekk að dyrunum, kom til baka og setti það á kommóðuna. Hann gekk að dyrunum án Ijóss og kom aftur til baka. “Hvar er lögregluþjónninn?” spurði hann. “í ganginum, hr.” “pað er undarlegt að fólk skuli ekki geta komið á reglubundnum tímum”, sagði hann, um leið og hann tók vaxljósið og gekk ofan. “Mig langar til að segja honum að eg vilji ekki tala við hann, og láta hann koma aftur á morgun”. Carlton þekti lögregluþjóninn sem einn þeirra er voru starfandi við rannsókn málsins í Palace street. Hann heilsaði Car’ton kurteislega, og hann bauð honum að koma inn í herbergið á móti borðstofunni. “Mér þykir leitt að verða að trufla yður svona seint, hr.”, sagði hann; “en það er slíkur gaura- gangur á stöðinni okkar yfir þessari sögu, að hann á sér engan jafningja”. “Um hvað snýst þessi gauragangur?” spurði læknirinn. “pað skal eg segja yður, hr.; við höfum feng- ið nýjan umsjónarmann, af því hinn var fluttur, og hann hefir kornist að þeirri niðurstöðu, eða reynir að komast að henni, að með málið hafi ver- ið illa farið, annars segir hann, hefði fengist glögg- ari upplýsingar. Nafn hahs er Medier, og ham- ingjan veit, það lítur út fyrir að hann vilji skifta sér af öllu”. (Medler: maður sem skiftir sér af annara sökum). “Fyrst af öllu, hr., vill hann spyrja yður um smáatriði, sérstaklega um mann- inn, sem þér sáuð í stigaganginum, og ótal margt annað, sem eg nenni ekki að telja upp”. “Vill hann spyrja mig í kveld?” spurði Carl- ton háðslega. “Nei, hr., á morgun, undir eins og þér hafið tíma til þess; mér fanst að eg gerði réttast í því að fara hingað og segja yður það í kveld, þegar eg heyrði að þér voruð komin heim”. “Svo hann hefir máske í hyggju að fara yfir málið aftur, þessi ungi umsjónarmaður, er það ekki?” sagði Carlton. “Jú, það lítur út fyrir það”, sagði lögreglu- þjónninn. “Nú jæja, alt sem eg get sagt honum um þetta málefni, er honum velkomið. Eg skal koma á morgun”. “pökk fyrir, hr. pað væri auðvitað ánægju- legt ef eitthvað yrði uppgötvað; en ef það verður ekki, mun hr. Medler sjá hvaða ástæðu hann hefir til að ásaka okkur um vanrækslu. Góða nótt hr.” “Góða nótt”, svaraði Carlton og lokaði dyr- unum á eftir þessum erfiða og ótímabæra gesti. II. KAPÍTULI. " Vígslan í St. Markús kirkjunni. Rétt í miðju South Wennock bæjarins stóð gamla St. Markús kirkjan, næstum því beint á móti “Rauða ljóninu” og ofurlítinn spöl frá göt- unni, og morgunin eftir heimkomu Carltons og brúðar hans, ruddist fleira fólk inn í kirkjuna heldur en sæti gátu fengið; því sá orðrómur hafði borist um bæinn, að hr. Carlton og lafði Laura, ætluðu að láta vígja sig aftur. petta var líka tilfellið. Máske vegna tillits til tvísýnis og hikunar Lauru, máske af þvi sjálfur hann var tregur til að treysta því, að hin skjóta undirbúningslausa vígsla þeirra í Skotlandi, sem hafði verið mjög einföld, væri lögleg, og til þess að geta sannað að hún væri hans, ef seinna kæmi til nokkurrar efnar um það, og menn vildu nota lagakróka gegn honum, var Carlton kominn heim með konunglegt giftingarleyfisbréf í vasanum, lagalega úr garði gert. Um þetta var prestinum gert aðvart, og kl. níu var Carlton og brúður hans í kirkjunni. Ef orsökin til þess að þau völdu þenna árdegis tíma var sú, að þau vildu forðast glápandi áhorf- endur, þá varð þessi varúðarregla gagnslaus. Hvernig nýungin barst út, var sú gáta, sem Carl- ton gat aldrei ráðið á meðan hann lifði. Hann sakaði hina geistlegu þjóna kirkjunnar, hinn vel- æruverða séra Jónas, aðstoðarprestinn Lycett, sem átti að vígja þau, og meðhjálparann, um að hafa kveikt; þenna orðróm; en þessir embættis- menn neituðu allir að hafa minst á það við nokkum mann. Hvemig sem á þessu stóð, þá urðu þau Carlton og Laura mjög skelkuð, þegar þau í lok- uðum vagni komu að kirkjudyrunum, og sáu sig umkringd af afarmiklum mannfjölda, sem náði frá götunni alla leið að grátunum fyrir framan altarið, sem þau urðu að ryðja sér til rúms í gegnum. “All sterkt til orða tekið”, segir einn eða ann- ar umvöndunarmaður. “Mjög skelkuð!” En það virtist þó rétt lýsing af Carlton. Laura var með fallega kasmirssjalið, sem hann hafði gefið henni og ljósa silkikjólinn, er Jana sendi og hvítan hatt með blæju, sem hafði verið keypur einhvers stað- ar meðan hún var á ferðinni. Hún stóð fyrir fram- an altarið niðurlút og blóðrjóð í framan, einmitt eins og menn gátu ímyndað sér að ung brúðir undir slíkum kringumstæðum mundi gera; hún leit ekki eitt einasta augnablik á múginn og sýnd- ist engan gaum gefa honum. petta var ekki til- fellið með Carlton. Hann stóð náfölur og hafði ekki getað fengið einn blóðdropa til að lita kinnar sínar, þó hann hefði viljað, en horfði viðstöðulaust yfir öxl sína, ekki á þann ergilega mannf jölda, sem hann hefði eflaust kastað í heild sinni út í næstu tjörn, ef hann hefði getað, svo reiður vann hann honum, heldur eins og hann væri þvingaður til þess af einhverjum leyndum ótta. Var hann hræddur við að faðir konu sinnar, lávarður Oak- bum, mundi koma á þessum seinasta og gagns- lausa tíma og banna vígsluna? South Wennock, sem hrósaði sér yfir dómgreind sinni, sagði það. Brúðarsveina og brúðarmeyjar hafði Carlton gleymt að útvega sér. Meðhjálparinn var brúðar- sveinn, en Laura varð að gera sig ánægða með að vera án brúðarmeyjar. Giftingarhringnum var smokkað á fingur hennar, og þau sneru sér frá altarinu eins áreiðanlega gift, eins og áður hefði enginn flótti átt sér stað. í konunglega leyfis- bréfinu var hún nefnd Laura Chesney eða Carlton og það var á þann hátt að hún skrifaði nafn sitt í kirkjubókina. En þeim vildi til óheppilegur eftirleikur. SALTFISKUR Vér höfum byrgðir af söltum fiski, sem hefir verið til- reiddur undir sérstakri umsjá vorri, í vorum eigin húsa- kynnum. — Verðið er ótrúlega lágt. Einnig höfum vér mikinn forða af . PORT NELSON BRAND. FISKIBOLLUR. NORSK SPIKSÍLD, K.K.K, REYKT SÍLD. NORSK ANCHOVIS. HELLUBAKAÐ BRAUÐ. FLATBRAUÐ. MYSUOSTUR. H L AUPOSTUR. KRYDD-OSTUR. Biðjið um PORT NELSON BRAND hjá kaupmanni yðar. — pað borgar sig margfalt að kaupa vörur, sem bera innsigli vort. Ef kaupmaður yðar hefir ekki vörur vorar, þá gerið svo vel að skrifa oss nafn hans og áritun. PORT NELSON FISH CO. LTD. 936 Sherbrooke Street - - Winnipeg, Man. PHONE: Garry 967. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Kaupið Jólagjafir Karlmanna á þeim stað sem eingöngu er verzlað með karlmanna-varning auiiuiiiiiiiiiiiuiuuiiiiuiii;iHniiiiiiii!i!!niniiiiiii! FATNADIR HATTAR SKYRTUR Stiles & Humphries Ltd. Portage Ave. ADANAC GRAIN COMPANY, LIMITED HVEITIKAUPMENN Tals. Maln 3981 1203 Union Trust.Building WINNIPEG 208 Drinkle Block, Saskatoon, Sask. 27. september 1917. Bóndi góður! Ekki nema á þeim korntegundum, hveiti, höfrum og flaxi, sem ekki ná fyrstu flokkun, er hægt að mæta verð- samkepni. pað eina sem getur verið að ræða um er tegunda- mismunurinn. Adanac Grain Co., Ltd. hefir tekið upp þá aðferð í skoð- un á hveiti, sem algerlega fyrirbyggir rangindi. Vér höfum óháðan umsjónarmann, sem í mörg ár var aðal aðstoðar um- sjónarmaður sambandsstjórnarinnar. Hann lítur eftir öll- um vagnhlössum sem oss eru send og hans ummæli fylgja því sem seljandi hefir fengið. í sambandi við þær korntegundir sem samkepni er hægt að koma að, er vort félag betur sett til að gefa góðan árang- ur. Aðal ráðsmaður vor hefir haft þrjátíu ára reynslu 1 þeirri grein — bæði hvað innkaup snertir úti um landið og eins á útflutningi til annara landa. Hans reynsla er peninga virði í þinn vasa. Sendið vagnhlass til reynslu og mun það tryggja fram- hald verzlunar—því góður árangur eykur viðskifti. Yðar þénustubúnir ADANAC GRAIN COMPANY LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.