Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 15 n n tf ff ff ff I fí ff I! II Drengurinn veit það! ' "1^., En veizt þú það ? Hversvegna þessi flugháíka? Hvað er þrumuhnöttur? Tluað' veldur mestum liávaðanum? Hversvegna er kaldara. á fjallstindinum? Hví er sjórinn saltur? Hvers vegna berum vér nöfn? Hví er skuggi vor stærri en vér erum sjálf Hvaða fugl hefir lengst stél? Hvað veldur skógarþytinum? Hversvegna skiftir úlfaldinn lit? * Hví logar olían? Hvað veldur skugganum? Hví er hlýtt á sumrin? Hversvegna er snjórinn léttari regni? Hversvegna gefur organið hljóð? Hversvegna sker demant gler? Reynið drengi yðar og stúlkur á þessum hvers dags spumingum. Sendið Coupon svar. The Book of Knowledge BARNA ENCYCLOPAEDIA Svarar ölium spurningum, geta spurt = sem börn Getur barnið þitt svarað greinilega öllum spuruingum og lýst hinum einstöku lilutum, sem það sér kring- um sig? Ef svo er ekki, er það ekki nægilega mentað, jafnvel ekki á veginum, sem til mentunar leiðir. Það er ekki nóg að vita að salt fæst úr jörð og sjó, og sykur úr sykurreyr, og gúmmí úr trjálegi. Við meg- um til með að vita hvernig þroski hinna einstöku efna og atviki á sér stað. Vér þurfum að vita hvernig skógar- dýrin byggja sín undursamlegu vefjarskýli, og hvernig menn byggja ljósvita á landi og sæ. Við þurfurn líka að vita, á hvern hátt baðmullin er unnin, og hvernig þær vélar eru gerðar, er valda því hvað baðmull er ódýr. THE BOOK OF KNOWLEDGE er einfaldasti of auðveldasti þekkingarmiðillinn, sem heimurinn hefir þekt. Hafið THE BOOK OF KNOWLEDGE á heimilinu—þegar, börnin vaxa, verða þau þakklát. MYNDIR TALA MEIRA EN ORD THE BOOK OF KNOWLEDGE innilieldur á hæsta stigi skilyrði til þess að þroska huga unglinga. Ekki sízt vegna þess að í bókunum eru þúsundir fræðandi og fagurra mynda. Myndir eru bráðnauðsynlegar til þess að halda vakandi eftirtekt barnanna. Myndirnar brenna söguatriðin svo skýrt inn í barnshugann, að þekkingin verður sílifandi og gleymist aldrei. Barnið lærir fljótar og betur með auganu, á fyrstu lærdómsárunum, en með nokkru öðru. Á öllum þeim mörgu heimilum, þar sem THE BOOK OF KNOWLEDGE er, verður ekkert algengara en að sjá pabba og mömmu, afa og ömmu, eins sokkin ofan í hinar fróðleiksríku blaðsíður og börnin sjálf. Allir vilja fræðast, en þó vilja allir auðvitað helzt fá fræðsluna úr bókum, sem eru skemtilega framsettar. Þekkingarheim- urinn, er nokkurs konar æfintýra veröld, og þegar menn komast að raun um hve meistaralegt samræmi, er á milli hinna. ólíku fræðigreina í bókum vorum, þá mun varla til vera nokkur maður, nokkur kona eða barn, sem eigi kunni réttilega að meta kostina. SENDIÐ C0UP0NS EFTIR ÓKEYPIS BÓK Inniheldur skýr og einföld svör við öllum spurningum sem að ofan er spurt Hin gefna, myndskreytta bók, mun fœra yður hcim sanninn um, hve óafmáanlega þekkingin þrýstist í huga barnanna, með skýrum myndum og sögum. Bókin sem gefin er, hefir eftirfylgjandi myndir að geyma: The Living Flower of the Sea, Frontispiece in three colors; The Procession of the Worlds; The Biginning of a Great Bridge; The New Chariots of the Sky; The Great Workshop Down in the River; Along the Panama Canal Zone; The Wonderful Machinery of Our Ears; Plants That Eat Insects; Strange Animals That Eat Ants; The Space No Man Can Measure, og fleiri. UTGEFENDUR OG UTSÖLUMENN THE GROLIER SOCIETY Tribune Bldg. Tals. M. 4322 Winnipeg m M ' Coupon fyrir ókeypis bók The Grolier Society The Trlbune Bullding:, Winnipeg, Man. Gerið svo vel að skrifa eftir meS nœsta p6sti hinni ómiss- andi bók, “The Child and The Book oí Knowledge”, sem svarar skilmerkilega hinum mörgu og þýðingarmiklu spurningum, sem a8 ofan hafa verið taldar. Nafn Heimili Umboðsmenn Lögbergs. Jón Pétursson, Gimli Man. Albert Oliver, Grund, Man. P. S. Fridreckson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Eundar, Man. D. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Páturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, Man A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. J. A. Vopni, Swan Rive, Man. Björn Lindal, Markland, Man. Sv. I.optson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. T. Steinson, Kandahar, Sask. Stefán Jónsosn, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. GuSm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Pálson, Gerald, Sask. Guðbr. Erlendson, Hallson, N -Dak. Tónas S. Bergman, Gardar, N.-Dak. Sigurður Jónsson, Bantry, N.-Dak. m Olafr Einarson, Milton, N.-Dak. G. Leifur, Pembina, N.-Dak. K. S. Askdal, Minneota, Minn. F. X. Frederickson, Edmonton, Alta O. Sigurðson, Red Deer, Alta H. Thorlakson, Seattle, Wash. Thorgeir Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. J. Ásgeir J. Lindal, Victoria, B.C. Vinnuvísindi. (Framh. og niðurl. frá 14. bls.) þeir lifa á, og fyrir því, hve grund- völlurinn undir æðra lifi þeirra er altaf súr og harður. Hinir hraustu æskumenn vorir mundu þyrpast til kolanáma og járnnáma, til vörulesta, til fiskiflota í desember, til diska- þvottar, fataþvottar og gluggaþvott- ar, til vagagerðar og til grafar í járnbrautagöngum, til steypismiðja og kyndihola, og til reisipalla himin- gnæfra húsa, hver eftir sínu vali. Þar fengju þeir barnaskapinn barinn úr sér, og kæmu aftur heim með hollari sarnúð og heilbrigðari skoðanir. Þeir hefðu þá goldið sinn blóðskatt, átt sinn þátt í því stríði, er mann- kynið hefir frá alda öðli háð við nátt- úruna; þeir mundu stika jörðina státnari en áður, konum mundi þykja meira til þeirra koma, þeir yrðu betri feður og kennarar komandi kviislóð- ar”. — Tilgangur þegnskylduvinnunnar hér á landi átti að vera sá, að uppala æskulýðinn í “stundvísi, hlýðni, stjórnsemi, háttprýði, reglusemi, hreinlæti, og réttum handtökum og hreyfingum” við starfið. Ef vér nú lítum t. d. á siðustu atriðin, rétt hand- tök og hreyfingar við störfin sem tvnnin eru, þá er aúðsætt, að fyrst verður að vita hv’aða handtök og hreyfingar eru rétt, og þar næst hvernig á að kenna þau. En aí því sem eg hefi þegar sagt, vona eg það sé ljóst, að varla verður búist við því að margir hér á landi hafi nú þegar þekkingu á þeim mæli er þyrfti, þó eg efist ekki um, að vér eigum marga áægta verkamenn, “sem gera af nátt- úrunni það sem lögmálinu er sam- kvæmt”, án þess að þekkja lögmálið svo vel, að þeir geti kent öðrum það. Áður en vér byrjum á þegnskyldu- vinnu, verðum vér því að fá vinnu- v’ísindi um öll þau verk, sem hún á að ná til. Að öðrum kosti er hætt við að hún yrði fremur til ógagns en gagns. Það mundi liafa ill áhrif á verkhyggna ménn, ef þeir yrðu að vinna með aðferðum er þeir sæju að væru rangar. Þeim mundi finnast það niðurlæging, eins og það væri líka. Hverri heilbrigðri sál svíður það að verða að breyta móti betri ' itund, því það er að verða að verra manni: vér verðum ósjálfrátt eins og vér breytum. Þeir sem ekki sæju betur en verkstjórinn, sem léti þá vinna með rangri aðferð, staðfestust hins vegar í villunni, og yrðu ver hæfir til að taka famförum eftir en áður. Þessi hætta hyrfi, ef allar v’innu- aðferðir væru bygðar á vísindalegri rannsókn. Með henni fengist svo ljós skilningur á hverju atriði starfs- ins, að auðvelt væri að skýra fyrir hverjum meðalgreindum manni hvers vegna ætti að fara svona að því og ekki öðruvísi. Verkamennirnir fyndu, að hreyfingum þeirra væri stjórnað af meira viðsýni en áður, þeir fyndu, að vinnuvitið göfgar manninn, gerir hann hluthafa í æðra lífi. Auk alls annars gagns sem leiða mætti af hag- anlegri þegnskylduvinnu, yrði árang- urinn sá, að breiða út virðingu fyrir hagsýni og hagvirkni. Þegnskyldu- vinnan yrði þjóðskóli í hagnýtingu Vinnuvísindanna. — Þegar búið væri að finna málsverk í öllum helztu iðjum á landi voru, hefðum vér fengið mælikvarða til að meta vinnubrögðin í landinu og svo hve langt vér stöndum frá því marki sem vér gætum náð, ef vér vildum. Það mundi hafa hvetjandi áhrif og vekja margan til umhugsunar við verk sitt, er áður vann það hugsunarlaust, svo að fleiri og fleiri gætu tekið und- ir með Búnaðarbálki: Hér næst þegar eg var að v’erki, velti eg hlutnum fyrir mér, og leitaði’ ef eg hitti hverki livað nýtt, gott eða skaðlegt er, framyfir það eg vandist við; varliga trúði landsins sið. Nær eitthvað það til bata bendi brúka lét eg og reyna strax, griðmönnum bæði og grönnum kendi; svo gæti vorðið þeim til hags; eins þeirra niðjar sviftist sút, siðan það beri’ um landið út. Kæmist slikur rannsóknarskóli inn i öli vinnubrögð á landi hér, þá mundi það lyfta þjóðinni á æðra stig. Það mundi göfga vinnuna, tengja saman hug og hönd, og af vinnuvitinu mundi vaxa skapandi hugsun, er frjófgaði alt líf vort. Hingað til hefir sú reyndin orðið á, að hvar sem beitt var vísindalegri athugun, þó á gamalkunnu sv'æði væri, þá opnuðust þar nýir heimar þekkingarinnar, því mennirnir eru venjulega hálfblindir þangað til þeir ásetja sér að athuga frá einhverju sérstöku sjónarmiði. Eins mundi að likindum fara hér, óvæntar leiðir opnast til að spara mannsorkuna, og gera mennina að því skapi frjálsari og máttugri. Því minni tíma sem þarf til nauðsynja- verkanna, þvi meiri tími verður til frjálsra athafna, til hressingar og göfgunar líkama og sál. Þá mundi og verða meira réttlæti i launakjörum verkamanna. Þegar hver sá sem málsverki lýkur fær sín háu laun, en lyddan sem dregur af sér af sama skapi lág laun og getur ekki púkkað upp á hlautdeild í launum dugnaðar- mannsins, þá er komin hvötin fyrir alla til að leggja sig fram. Þá upp- sker hver eftir því sem hann sáir. — Oft er á það minst, hversu fámenn- ir vér íslendingar séum. Því meiri ástæða er til að beita kröftunum vel. Látum vinnuvisindi á næsta áratug tvöfalda árangur vinnunnar i landinu. Gerum garðinn frægan fyrir það, að þar sé fáment en góðment. Business and Professional Gards Dr. R. L HUK5T, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng„ útskrlfaCur af Royal College of Physlclana, London. SérfrætS'lngur 1 brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& mótl Eaton’s). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Tlmi til vititals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbroeke 4 William Thi.hphonk GXRiy 320 OrpicK-TfMAR: 2—3 Heimili: 776 Victor 8t. Tki.kphone qarry 381 Winnipeg, Man. Dagtals. St.J. 474. Næturt. StJ.: 86«. Kalli sint á nótt og degi. I) H. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. fr& Manitoba. Fyrverandi aÓstoBarlæknlr vi8 hospital í Vinarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofa i eigin hospltali, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutlml frá 9—12 f. h.; 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveikl, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflavelki, kvensjúkdómum,, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. Vér leggjum sérstaka áherzlu 4 aB selja me8öl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá, eru notuB eingöngu. þegar þér komi8 me8 forskriftina til vor, megi8 þér vera viss um a8 fá rétt þa8 sem læknirinn tekur tll. COLCLEBGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & William CKI.KIHIONK, GARRY 3StO Office-tímar: 2—3 HEIMILI: 766 Victor St> eet fBLBPHONEi GARRY T68 Winnipeg, Man. Dr. J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. P0RT/\CE AVE. & EDMOfiTOfl ST. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. og 2-5 e.h,— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og a8ra lungnasjúkdóma. Er a8 finna á skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3088. He'imili: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 jy/[ARKET pjQTEL ViC sölutorgiB og City Hall Sl.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. «g Donald Stre.t Tals. main 5302. The Beláium Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hrein»a, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verk ábyrgst. Verð sanngjarnt. 329 William Ave. Tals. G.2449 WINNIPEG JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Helmllis-Tals.: St. «Iohn 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7»78 Tekur lögtaki bæ8i húsaleiguskuldir, veBskuldir, vixlaskuldir. AfgrreiBir alt sem a8 lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Main St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFF8 Tökum lögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson Bl., 499 Main TH0S. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslentkir lögfraeBiagar, Skrifstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. o. Box 1050, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Pbone : Helmills Oarry 2988 Oarry 899 J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kenslngton.Port.&Sinith Phone Main 2597 A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimilis Tals. Skrifstofu Tals. Qarry 2151 Garry 300, 375 Giftinga og i i / Jarðarfara- blom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN ST. VVINNIPEG Sérstök kjörkaup á myndastækkun Hver sem lætur taka af sér mynd hjá oss, fær sérstaka mynd geflns. Sá er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sjálfum sér. Margra ára íslenzk viðsklfti. Vér ábyrgjumst verkiS. Komi8 fyrst til okkar. CANADA ART GALLERY. N. Donner, per M. Malltoski. Brown & McNab Selja i beildsölu og smásölu myndir, myndaramma. Skrifið eftir verði á staekkuðum myndum 14x20 175 Carlton 8t. Tals. N|ain 1357 Fred Hilson Uppboðshaldari og virCingamaður HúsbúnaSur saldur, gripir, jar8ir, fast- eignlr og margrt fleira. Hefir 100,000 feta gólf pláss. Uppbo8ssölur vorar á miBvikudögum og laugardögum eru orSnar vinsælar. — Granite Galleries, mllli Hargrave, Donald og Ellice Str. Talsímar: G. 455, 2434, 2889 Lightfoot Transfer Co. Húsbúnaður og Piano flutt af mönnum sem vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elgin Ave. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 2152 PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsimi... Garr r 2821 Þjóðar þörfin. Á þessum heimsins, hættu og sorga stundum, er nauðsynlegt að þjóðin sé vel heilbrigð. Ef ein þjóð er veikluð og veik, þá er henni hætta búin. Heilbrigði er undirstaða vellíðunar og ef mag- inn er í réttu lagi þá er öllu borgið. Til þess að varast veik- ina verður þú að halda maganum hreinum. Triners American El- ixir of Bitter Wine er bezta með- alið til þess. pað hreinsar inn- ýflin og gefur styrk. Allir maga- kvillar, svo sem harðlífi, melt- ingarleysi, höfuðverkur, tauga- ósktyrkur, og yfir höfuð flestir kvillar munu rekast é dyr. Fæst í lyfjabúðum. Verð $1.50. — peir sem þjást af gigt geta losað sig við hana með því að brúka Triners Iimment, sem er og gott við tognun, meiðslum, bólgu og fyrir þreytt liðamót og fætur. Verð 70c í lyfjabúðum. — Jos. Triner, Manufacturing Chemist, 1333—1343, S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.