Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917 13 Kaupmannahafnar Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum F réttabréf. Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Mozart, 14. des. 1917. Herra ritstjóri! Nú er þá kominn kaldur vet- ur, og menn eru óðum að færa sig inn í húsaskjólið, fækka þá eðlilega búsumsvifaefni bænd- anna, svo þeir fá meiri tíma til að veita hinum almenna hávaða athygli, en það orsakar aftur það, að þeir geta ekki setið þegj- andi hjá þó þreyttir séu. pó hugurinn hvarfli víða og mörg séu umfangsefnin, þá loð- ir það þó lengst við að hver er sjálfum sér næstur, og í skjóli þeirrar megin reglu, ætla eg að byrja á því eins og nýr og góður gestur að segja fréttir úr minni bygð. Sameiginlegt er okkur það sonum mannanna, að hið sár- asta situr efst í huga okkar, og man eg fyrst að segja frá því að nýlega er hér látin, hinn 28. f. mán. valinkunna sóma konan, Sigríður porsteinsdóttir Gríms- son. Sigríður var ættuð úr Gull- bringusýslu, fædd í Vorhúsum á Vatnsleysuströnd 12. júlí 1858, og vantaði hana því 7þ^ mánuð á sextugasta árið þá er hún lézt. Hún dó af hjartaslagi. Foreldr- ar hennar voru þau porsteinn Jónsson frá Auðnum, og Ingi- björg Hjalldórsdóttir þórðarson- ar prests Jónssonar á Lundi í Lundareykjadal í Borgarfjarð- arsýslu. Systkini átti Sigríður: þrjá bræður, eru tveir af þeim dánir, en einn þeirra er bóndi í Garðinum í Gullbringusýslu og hjá honum dó móðir þeirra á ní- ræðisaldri í marzmánuði 1916. Eina hálfsystir átti hún, er hún ógift og á heima í Reykjavík á íslandi. Sigríður heitin var 12 ára gömul þá er hún misti föður sinn, og hafði hún þá verið heilsulaus í fleiri ár. Eftir það ólst hún upp hjá móður sinni til þess er hún giftist eftirlifand' manni sínum Daníel Grímssyni, 30 nóv. 1878. Grímur faðir Daníels var Steinólfsson, bónda á Grímsstöðum í Reykholtsdal, og konu hans Guðrúnar pórðar- dóttur prests Jónssonar í Lundi í Lundareykjadal. pannig voru þau því náskyld hjónin Daníel og I Sigríður að Guðrún amma hans ! og Halldór afi hennar voni syst- kini. Heima á íslandi bjuggu þau Daníel og Sigríður sem tómthús- hjón í barnaskólahúsinu við Brunnastaði á Vatnsleysuströnd. þar til sumarið 1885 að þau fluttu vestur um haf og sett.- ust að í Gardar-bygð í Norður Dakota. Voru þau þá algerlega eignalaus, og höfðu fyrir þremur bömum að sjá. f Gardar-bygð bjuggu þau 21 ár, eða þar til ár- ið 1906 að þau fluttu inn í þessa bygð, og námu land hér rúmar 3 mílur vestan við bæinn Elfros. pau hjón eignuðust 11 böm. prjú af þeim dóu ung, en átta eru á lífi og öll uppkomin. pau heita: Guðmundur bóndi hér að Mozart, Hallgrímur kaupmaður á Mozart, Stefanía kona Stefáns bónda Núpdals að Elfros, Guð- rún kona Stefáns Bjömssonar bónda að Elfros, Valdimar býr á heimilisréttarlandi föður síns, og Valgerður yngst bamanna, heima hjá föður sínum og bróð- ur. Tveir synir þeirra hjóna Jón og Vilberg gengu í herinn, 223. herdeildina, og eru nú á víg- velli á Frakklandi. í fyrra vetur voru myndir af þeim bræðmm í Lögbergi og nokkur minning- arorð. Sigríður hafði á bezta skeiði æfinnar verið vel vaxin meðal- kona á velli, og höfðingleg ásýnd- um, lundgóð og lífsglöð, en það var sem góðmannlegi svipurinn hennar, segði mér æfinlega sömu söguna af hinar hlífðariausu á- hrifum örbyrgðarinnar, og hvað helzt á þeim tímum sem móður umhyggjan vildi alt til vanda. Hún var umhyggjurík, starf- söm og afkastamikil búkona og svo mikill mannvinur, að það var sem hennar nærgætni og góðvilji gerði vart við sig á hverju heim- ili í grendinni. pað lítur annars ekki út fyrir að það fari öllu lengur að kallast fréttir, þó einn og einn góður nágranni safnist til feðra sinna, þegar dagblöðin hins vegar flytja langa lista yfir fallna samlanda, vini og frændur fyrir og eftir hádegi, hvem dag ársins. En það held eg þó að alvömsvipur- inn á umskiftum lífs og dauða hljóti í lengstu lög að krefjast athyglis. Og svo vík eg mér þá aftur að hávaðanum og heimsádeilu málunum. Berið þið mig þang- að sem soilurinn er mestur sagði aumingja kerlingin í þjóðsög- unni. pað sem lætur hæst í eyrum um þessar mundir er þátt- taka manna í stjómmálunum, og er það mjög eðlilegt. pað kenn- ir þó hver sín, þegar að hjart- ánu kemur. Aldrei hefir aíþýð- unni riðið meira á skjótum heil- ræðum sinna vitrustu og beztu manna en einmitt nú. Og aldrei hafa einstaklingar þjóðarinnar jafn alment, skapað sér jafn á- kveðnar skoðanir í stjómmálum og nú, og þess vegna er hávaðinn ekki eingöngu innan þinghúss- veggjanna nú á dögum, heldur liggur hann yfir öllu landinu milli fjalls og fjöru. pegar eg er að segja fréttir úr þessari bygð, þá hefi eg engan rétt ti! áð segja að ein stjómmálaskoð- un sé annari yfirsterkari hér hjá okkur meðan kosningarnar em ekki yfirstaðnar, nema að svo miklu leyti sem eg get bygt það á framkomnum staðreynd- um, en þær eru naumast til. pó má nokkuð alvarlega ályktun draga af því, hvað hér var vel og myndariega tekinn þáttur í siguriáni til stríðsins, og benti það til að menn séu samsteypu stjóminni hlyntir og samhuga. Og hinsvegar finst mér hvað fs- lendinga sérstaklega áhrærir, að framkoma þeirra ráðh. Thomas- ar Jónssonar og Dr. B. J. Brands- sonar mælist alstaðar vel fyrir. Eg get heldur ekik skilið afstöðu Lauriers í herskyldumálinu nema sem kæruleysislegan valda- leik, sem er hampað og haldið á 'lofti með kitlandi tilfinninga- máli. Yfir öll vesturfylkin eru hraustustu og framtakssömustu mennimir komnir í stríðið svo tilfinnanlega, að vandræði eru að geta haldið við búskap á löndun- un. Hvort megum við þá við því, að láta þessa úrvalds menn afskifta og eftirlitslausa, á með- án Laurier er að safna sjálfboða- liði, eftir að honum jafnsnjallir menn eru gengnir frá að safr.a meiru, eða á meðan Laurier er að þvo hendur sínar með því, að leggja herskyldulög undir þjóð- ar atkvæði. Nei! Einusinni var Laurier hraustur maður, en nú er hann að verða aftur barn. pegar svo þessar ástæður eru yfirvegaðar í tiliiti til þess, að Rússar virðast vera út úr stríð- inu, ítalir svo voðalega á bak brotnir, og Bandaríkin ekki búin að fá tíma til að snugga sig full- komlega á stað, þá er allur dráttur og hik af Canada hálfu, öflug lyftistöng fyrir óvinina. Eg yona að næstu tímar leiði það í ljós, að Canada sé ekki það ógæfunnar heimkynni, sem hik- aí" halda sínum helgasta rétti á lofti, og vernda sín óska- börn. — Annars er öll flokkaskifting. eins grundvölluð og hún er í pólitík, að mér finst skaðleg fyr- ir mannfélagið. pað er löngum að mikilhæf- ustu mennimir verða að sitja að- gerðalausastir hjá, einmitt þeg- ar þjóðin þarfnast hvað helzt vitsmuna þeirra og framtaks- semi, og það af þeim ástæðum að þeir tilheyra öðrum flokki, og jafnframt þó vitandi það, að skoðaðir, tilfinningar og dóm- greind flokksbræðranna getur ómögulega verið eitt og hið sama í öllum málum, heldur miklu fremur geta margir að eðlileg- um hætti margir úr öðmm flokknum tilheyrt hinum í ýms- um málum, en slíkt þarf sam- kvæmt aldarandanum að vera falið og hræsnað. Ekki meina eg með þessu að engin flokkaskifting megi tii vera, en það er hægt að skilja að hún er orðin að óeðlilegri skoð- anaverzlun, ef f jölmennur flokk- ur manna getur fallist í faðma að skoðunum til, í mörgum óskyld- um málum, og það ár eftir ár. Eg er hræddur um að frostið næði aftur uppskerunni okkar bændanna á haustin, ef við lét- um kenna okkur að viðhafa að- eins conservativa eða liberala til að moka, slá og hreykja, eftir því hvaða flokki við tilheyrðum sjálfir. En okkur hefir nú einu- sinni lærst, að heppilegast sé að halda þeim manninum, sem okk- ur reynist bezt, hvaða stjóm- málaflokki sem hann tilheyrir. Nýafstaðnar eru hér sveitar- stjómar kosningar. f sveitar- stjómina hér í Elfros vom kosn- ir tveim íslendingar: Counsellor Steinólfur Grímsson og Reev Páll Tómasson. Hafa þeir báðir setið áður fleiri ár í sveitar- stjórninni. f mörg ár hefir ís- lendingur Árni Kristinsson verið skrifari sveitarinnar hér, og verður það vonandi framvegis. pað sem af er yetrinum hefir tíðin verið mjög góð. Nóvem- bermánuður óvanalega hlýr, og voru menn að plægja hér akra alt fram að þeim tuttugasta. Með desemiber kólnaði tíðin. Mjög kalt í dag, 41 gráða fyrir neðan zero í morgun. En snjór er hér mjög lítill, svo ferðast er á kerr- um og bifreiðum aftur á bak og áfram alt til þessa. Svo oft eru gestir og gang- andi búnir að skýra frá upp- skerunni hér síðastliðið haust, að eg held það léti illa í evrum, að eg færi nokkuð um hana að segja. En það er þá öllu heldur uppskeran framvegis, sem eg þarf að minnast lítið á. Sökum hærra verðs, sem á uppskerunni hefir verið að und- anförnu, hafa menn eðlilega þvingað akrana meira en góðu hófi gegnir, til þess að grípa gæsina meðan hún gefst,. en af þessu leiðir^að að landið er orð- ið uppgefið, þarf að hvíla það. Hinsvegar er þörfin á allar síð- ur svo mikil fyrir framleiðsluna, að menn hugsa ósjálfrátt um það, hvort ekki verði með nein- um ráðum komist hjá því að hvíla akrana? Allir hiafa heyrt þess getið að til séu áburðarefni sem að meira eða minna leyti geti komið í staðinn fyrir hvíld- 500 íslendingar óskast til aS læraf bifreiSa og gasvéla 18n í Hemphill ÍSj- skóla, sem hefir stjórnarleyfi I Winni- peg, Regina, Saskatoon og Edmonton. Herskylda er lögleidd 1 Canada og hundruS þetrra manna er stjórnuSu bifreiSum og gasvélum verSa aS hætta þeim starfa og ganga i herinn. Hér er tækifæri fyrir þig aS læra góSa iSn og sem ekki tekur þó nema fáar vikur aS læra og taka eina af þessum stöS- um, þar sem kaupiS er frá J80 til $200 um mánuSinn. Vér kennum ySur og höfum áhöldin sem meS þurfa, bæSi aS kenna ySur aS stjórna vélum og gera viS þær. Svo sem þessar: Bif- reiSum, flutningsvögnum, gasvélum og skipsvélum. ASeins 6 vikur til náms. Ahöld 6- keypis. Vinnuveitenda skrifstofa vor hjálpar ySur til aS fá vinnu eftir aS þér hafiS lært. I.átiS ekki dragast aS byrja. KomiS strax. ókeypis lækningar. GangiS á þá stofnun sem næst ySur er. Hemphills Motor School, 220 Pacific Ave., Winnipeg. 1827 Railway St., Regina. 20th St. East, Saskatoon, og 101 St., Edmonton. og Calgary, Alta. 'FAR VEL MEÐ TENNURNAR' Ö2J Ódýrlækning verð- ur í rauninni lang- dýrust. Ef góSar tennur tákna heilbrigSi, þá er nauSsynlegt fyrir bann. sem hefir lélegar aS tryggja sér einungis fyrsta flokks aSgerS. ófullkomin tanniækninga áhöld, gera einatt ófuilkomna lækningu. .... Skrifstofa vor, útbúnaSur, þekking og reynsla, tryggir ySur óbrigSult verk. þá er verS vort engu síður sanngjarnt Spyrjist fyrir um þaS. •, /i /' ■ 1;i'11\T Horni I.ogan og Main JJr. V). V). JLr V ilí!i 1 . Inngangur á Logan. Talsími: Garry 3030 ---- Opið að kveldinu 'FAR VEL MEÐ TENNURNAR" ina, og jafnvel að árlega séu slík áburðarefni brúkuð í Evrópu til aukningar uppskerunni. En hvernig stendur á því að mönn- um alment lærist þetta svo seint ? f fyrra vetur va_r í Lögbergi rit- gerð eftir einlivern búfræðing sem gaf það í skyn að menn gætu meir en gert væri brúkað tilbú- in áburðarefni til að framleiða meira af jörðinni. Tvívegis reyndi eg að komast í samband j við þann mann til að afla mér meiri þekkingar í þeim efnum, en það mislukkaðist af vissum ástæðum. Og nú vil eg þá vin- samlegast fara þess á leit við þig, heiðraði herra ritstjóri, að þú útvegir og birtir í blaði þínu svör við eftirfylgjandi spurning- um. Hvar er tilbúin áburðarefni að fá? Hvað. eru þau dýr? Hvað er flutningsgjald þeirra á hverjar hundrað mílur? Hvem- ig eru þau hagnýtt, svo sem á hvaða tíma árs? Og með hverj- um hætti er þeim komið í .jörð- ina? ásamt korni á vorin, eða með sérstökum verkfærum ? parf að endumýja áburðinn ár- lega? Geta tilbúin áburðarefni svarað fyrir hvílingu, eða eru þau einungis reynd að því að við- halda lengur frjómagni jarð- vegarins ? Auka þau eða eyða illgresi ? pá er nú erindi mínu lokið í bráðina. Með kærri kveðju og beztu óskum. Vinsamlegast, Friðrik Guðmundsson. Svar. Tilbúinn áburð er hægt að fá í Austur Canada. Verð fer nokk- uð eftir því, til hvers hann er hagnýttur. Hann hefir verið reyndur á ýmsum stöðum hér í Vesturlandinu, en hvergi svarað kostnaði. Pessi tilbúni áburður eykur fremur en eyðir illgresi, og getur alls ekki komið í staðinn fyrir hvíld landsins. peir sem reynt hafa áburð þennan hér vestur frá, ráða mönnum frá þvi að leggja út í kostnað þann, sem notkun hans hefir í för með sér. Frú mín góð! þú ættir að eins að finna lyktina af mulda kaff- inu, eftir að það er trekt, og þá bragðið að því! pað eitt er víst að þú hefir ekki fengið malað kaffi eins gott og “Red Rose” kaffi. peir sem kunna að dæma kaffi og hafa víða farið og drukkið kaffi á ýmsum stöðum, segjast aldrei hafa fengið ljúffeng- ara kaffi. Sumir hafa farið svo langt að segja — jæja, það er víst bezt að setja það ekki á prent. Vér viljum mælast til að þér reynduð Red Rose mulið kaffi, án þess að segja meira um gæði þess. Vér viljum ekki gera yður forviða fyrir tímann eða fyr en þér hafið reynt bað. Og sama er verðið sem það var fyrir þremur árum. 676 Red Rose Coffee GÓÐ ER HÚN BLESSUÐ LYKTIN! I .. Húðir, Ull og LDDSKINN • • • • Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hsesta verði fyrir ull cg lcískii n,fkiifið .Frank Massin, Brandon, Man. SkrifiÖ eftir verði og áritanaspjölduno. IðLIKII öldungurinn, “þetta unglamb er hreinasta og hvít- asta smálamb í allri hjörðinni; það er sannarleg gjöf kærleikans. Og að því búnu skunduðu hirðingjamir með hraða ofan hiíðina, en drengurinn bar unglambið í faðminum. Loks komust þcir heilu og höldnu til þorpsins Bethlehem, og þeir námu staðar við lágt fénaðarhús, og þar fundu þeir konunginn — lítið ungbam vafið reifum og var jatan vagga þess. peir sáu kvikfé nálægt í hreysi þessu, og Jósef er gætti Maríu og hins himinborna ungbarns. Ekki var þetta höll, hlaðin dýru skrauti. En hirðingjamir vissu fullvel að orð engilsins voru sönn, og að ungbam þetta var hinn fyrirheitni konungur. Hið himneska ljós, sem Ijómaði um hvelfingu Ioftsins, þá er samsöngur hinna dýrðlegu engla guðs ljómaði uppi yfir hæðunum, virtist einnig skína með dásamlegri dýrð og fegurð í kring um hið heilaga bam, og hirðingjamir huldu andlit sín, því að augu þeirra þoldu ekki að líta glit og skærleik þessa óviðjafnanlega ljóss. Og þeir féllu á kné og tilbáðu barnið og þökkuðu guði að gjöf hans heilögu ástar var þegar orðin eign hins eftirvæntandi heims, og mannanna er þráðu hann svo heitt. Drengurinn horfði í hrifning og með aðdá- unaraugum á alla þessa dýrð, og svo rétti hann fram litla lambið sitt. Og ungbarnið brosti í augu drengsins, og rétti honum hina smáu elskuþrungnu hönd sína. Og drengurinn beigði kné sín hægt í himneskum frið og með lotningu, sem ber að sýna Jesú einum; lagði hann svo minsta lambið úr hjörðinni að fótum hins blessaða bams — gjöf ástarinnar — gjöf trúarinnar handa Jesú baminu. Johannes Stephenson þýddi. MJÚKUR MÁLRÓMUR. Hvað mörg af bömunum, sem þetta Iesa, ætli reyni að tala þannig, að röddin þeirra sé sæt og þægileg fyrir alla, sem heyra þau tala? pað eru margir drengir og stúlkur, sem aldrei reyna þetta, og svo verður málrómur þeirra harður og klúr og ósköp óviðkunnanlegur. Sætar raddir em heimil- unum eins og samhringing silfurbjalla, sem gleðja oss, hve nær sem vér heyrum þær; en há, klúr og köld rödd, sem brakar og brestur í, er eins og brot- in bjalla, sem falskt hljóð er í. Málrómurinn er æði mikið undir því kominn, hvað það er sem við tölum. Ef við tölum það, sem er kalt, sárt og gremjufult, þá er hætt við að málrómurinn sé harður og óþýður; en ef við í eynum að tala það, sem gott er og vinsamlegt, þá verður málrómurinn þýður og sætur. Og orð- in, sem við tölum, em komin undir hugsununum, sem við hugsum. Við skulum biðja Jesús að gefa okkur góðar hugsanir, svo vér tölum að eins kær- leiksorðin. ÁSTA. Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra! blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Veiztu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin? veiztu að heimsaugað hreina og helgasta stjaman skín þér í andlit og innar albjört í hjarta, vekur þér orð, sem þér verða vel kurn á munni? Veiztu, að lífið mitt ljúfa þér liggur á vörum ? fastbundin eru þar ástar orðin blessuðu. Losa þú, smámey! úr lási lítmn bandingja; sannlega sá leysir hina og sælu mér færir. Meyjan mín hin væna. Mín er meyjan væna mittisgrönn og fótnett, bjarteyg, brjóstafögur, beinvaxin, sviphrein; hvít er hönd á snótu, himinbors á kinnum, falla lausir um Ijósan lokkar háls hinn frjálsa. —Ljóðmæli J. H. III. ÁR. WINNIPEG, MAN. 20. DESEMBER 1917 No. 11 Jólin, friðarhátíðin mikla, sem allir hlakka til, er svo að segja runnin upp. Ljósa-hátíðin sannkallaða, fæðingarhátíð mannkyns-frejsar- ans, boðandi frið á jörð, rennur upp yfir höll og hreysi innan fárra daga. Kæru Sólskins-börn! Vér vitum að þér, eins og öll önnur saklaus börn, hafið lengi hlakkað til jólanna — jólagjafanna, jóla- trjánna, jólaljósanna og söngsins. Vér vitum að eftirvænting yðar, er hrein og saklaus, eins og óskir og vonir allra sannra jólabarna eiga að vera. Hátíðin er yðar hátíð. — Fagnaðarboðskapur jólanna yðar eign. — Friðarboð hirðingjanna yð- ar eign. — Betlehem stjarna'i yðar eign! — Sólskinsbörn! Hver sem á í hjarta sínu friðarboðskap jóianna er auðugur — allir aðrir fátækir. Ef þér vitið af einhverjum manni, sem á bágt,—situr í skugga og hlakkar ekki til jólanna þá minnið hann á fæðingarhátíð frels- arans— jólabarnið dýrðlegs, sem getur friðað hreldan hug. — Gleðileg jól, kæri Sólskins-t örn! Gleðileg jól til allra ykkar ættingja og vina, og allrar hinnar vestur- íslenzku þjóðar! “Af himnum ofan boðskap ber Oss, börnum jarðar, englaher; Vér fögnum þeirri fregn í trú; Af fögnuð hjartans syngjum nú”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.