Lögberg - 10.01.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.01.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1918 Friðrik Vilhjálmur I. Prússakonungur. Eftir P. de Saint-Victor. Eins og kunnugt er, er Prússa- veldi nú á dögum eitt hjð voldug- asta ríki 1 Evrópu, og má heita að þa$ háfi ráðið aðmiklu leyti lögum og lofum á meginlandi álf- unnar hin síðustu tuttugu ár, síð- an pjóðverjar sigruðu á Frökk- um í ófriðnum mikla 1870 og Prússakonungur var krýndur til keisara yfir pýzkalandi í Versöl- um í janúarmánuði 1871. Vilhjálmur I., “gamli keisar- inn” er dáinn; Friðrik II., sonur hans “vitri keisarinn” sömuleiðis og Vilhálmur II., “ferðakeisar- inn” stendur í broddi lífsins með veldisprota þessa mikla ríkis, er hefir hafizt til síns mikla vegs og yfirtignar með hermanna valdi og margföldum sigurvinningum Árið 1700 var það ekki nema þriðjungur að stærð móti því, sem það er nú. Konungsríkið Prússland er að upphafi til orðið upp úr fylkinu Brandenburg og Preussen, er hinir “þýzku riddarar” komu á fðt á krossferðartímunum. Bran- denburg varð kjörfursta dæmi á 14. öld, en komst á öndverðri 15. öld í hendur höfðmgjaættarinnar frá Hohenzollen. Á 17. öld tók ríkið að stækka að mun, einkum á ríkisstjómar árum Friðriks Vilhjálms mikla kjörfursta (1640—1688), bæði í friðnum á Vestfalen, er saminn var í lok þrjátíu-ára-stríðsins 1648, og síð ar. Að Friðrik Vilhjálmi látn- um varð Friðrik sonur hans kjör- fursti, 1688, en tók sér konungs- nafn 1701 og sat að völdum eftir það í 12 ár, til 1713. pegar Svíar mistu mestöll lönd sín við Eystrasalt 1720, eft- ir Norðurlanda-ófriðinn mikla, fengu Prússar talsverð lönct í Pommern. Eftir 1740 náði Friðrik kon- ungur mikli Slesíu frá Austur- ríkismönnum, og síðar bætist Prússlandi drjúg sneið í hvert sinn, erPóllandi var skift, 1772, 1793 og 1795. Á dögum Napóleons mikla lagðist ríkið í lamasess, þangað til 1815, því þá jukust því allmik- il lönd í Vínarfriðnum 1815, er það fékk norðurhlutann af Sax- landi; og 1864—1866 lögðu Prúss ar loks undir sig Sljesvík, Holt- setaland, Hannover og fleiri smá fvlki. Prússaveldi er nú 6,32& ferh. mílur, með 27—28 milj. íbúa, en alt þýzka ríkið, sem pýzkalandskeisari ræður yfir, 9,815 ferh. mílur, með meira en 70 milj. manna. Vér skulum nú fara nokkrum orðum um einn af konungum landsins, sem lagði grundvöllinn undir hermannavald þess og rak- aði saman fé í fjárhirzluna, svo hægt var að halda hernum í styrj öldum nokkur ár, án þess að verða uppiskroppa. pessi konungur var Friðrik Vilhjálmur I. Hann var sonur Friðriks þess er fyrstur tók sér konungs- nafn yfir Prússum, svo sem fyr er skráð. Friðrik Vilhjálmur kom til ríkis 1713, en andaðist 1740. Faðir hans hafði verið hið mesta Skrautmenni; en Friðrik Vil- hjálmur var sá nirfill og svíðing- ur, að slíks munu naumast dæmi um nokkum annan konung. Hann gekk á bláum kjólgarmi árum en þá dettur honum í hug, að matsveinamir svíki sig og dreg- ur hálfan dal af daglega, og gef- ur jafnframt út tvær tilskipanir; í annari þeirra skipar hann að reka allar undirtyllur matsvein- anna.í burtu, því þeir venji mat- sveinana á leti, en í hinni bann- ar hann matsveinunum að bragða á nokkrum rétt, sem þeir búi til; þá eyði þeir svo miklu af honum. Einu sinni er keypt ein tunna af ostmm fyrir tíu dali, og kveinar þá konungur mjög; síðan spyr hann vildarmann sinn Kleist, hvort ostrumar séu nú góðar. Kleist hvað það vera. pá vill konungur vita, hvemig hann hafi komist að því. Verður Kleist þá að gjöra þá' játningu, að hann hafi borðað eina, þegar tunnan hafi verið opnuð í eldhús- inu. Skipar konungur honum þá að taka tunnuna og borga hana fullu verði, því sá, sem hafi étið eina ostru, sé eins vís til að éta þær allar. Friðrik Vilhjálmur var vaskur veiðimaður, en hann lét ekki þá dægrastyttingu verða sér^arð- lausa; hann lét skifta veiðinni milli herforingja sinna, aðals- manna og borgara, ekki gefins, heldur lét hann þá borga það fullu verði. í lögmáli Móses er eins og kunnygt er, Gyðingum bannað að neyta svínakjöts, af því að svín væri óhrein dýr. pví gerði kon- ungur sér til gamans, að neyða Gyðinga til að kaupa villigelti, er hann náði á dýraveiðum. Árið 1724 urðu Gyðingar í Berlín að kaupa af konungi tvö hundruð villigelti. . Konungur hafði keypt jarð- eignir allmiklar og bygt jarð- irnar, en stæðu leiguliðar ekki í skilum, urðu þeir að greiða þeg- ar allmikla sekt í viðbót við eftir gjaldið. Við hverri smá yfir- sjón var lögð ákv.eðin sekt, og þessi sekta-verðlagsskrá náði yf- ir hvað sem hugsast gat. Svo og svo mikið kostaði að höggva tré í skógi konungs, svo og svo mik- ið að skjóta héra, — svo og svo mikið að eiga barn í lausaleik. f Berlín var barónessa auðug, er Kniphausen hét. pað komst upp um hana að hún hefði alið bam 2 árum eftir að hún misti mann sinn voru lagðar hendur á sendi- herra keisarans í Lunúnum. Einu sinni tóku hermenn Frið- riks hús á pólskum manni, er var landseti Benediktsmunka- klausturs eins, stungu kefli í munn honum, þar sem hann lá í rúmi sínu, og bundu hann í ó- gáti í myrkrinu við fótinn á konu hans, er var þunguð, og drógu þau síðan eftir gólfinu. Konan dó af hræðslu; en hermennimir sleptu ekki manninum að heldur. Nú krafðist klaustrið að fá land seta sinn aftur; en er þess vag synjað, lét ábótinn handsama nokkra prússneska kaupmenn og ætlaði að halda þeim í gislingu. Lét þá Friðrik Vilhjálmur hér manns ráðast á klaustrið, og brjóta það upp; munkunum var misþyrmt, og jafnvel einnig þeim, sem voru við messu í kirkj unni; síðan var rænt öllu fémætu úr klaustrinu og munkamir eftir það látnir lausir. . Kaupmaður einn auðugur í Amsterdam átti ættingja á Prússlandi, sem hann vildi gjöra arflausa fyrir einhverjar sakir, er þeim bar á milli; þeir leituðu konungs og hétu honum nokkr- um stórvöxnum hermönnum, ef hann næði Hollendingnum og héldi honum í varðhaldi alla æfi. Konungur gekk að þessu, lét ginna manninn til Berlínar með einhverju móti, höndla hann þar og snara í dýflissu í Spandau; var Hollendingurinn í þeirri prís- und meðan konungur lifði. pótt konungur drægi að sér með þessum hætti mikinn fjölda kappa úr ýmsum löndum, notaði hann lið þetta ekki nema til augnagamans; hann tímdi ekki að sjá af slíkum gersemum í hem að. Hann lét kappa sína ganga að eiga konur, er voru þeim jafn- okar að vexti eftir sínu kyni, og hugðist mundi koma upp með þeim hætti stærri og sterkari kynslóð. En honum lánaðist ekki sú fyrirætlun. Auk tröllvaxinna varðmanna jók Friðrik Vilhjálmur einnig her sinn öðrum mönnum, og árið sem hann dó hafði hann 72,000 hermanna, er voru framúrskar- andi vel tarndir við allskonar her- mennskuíþróttir; en tilfinnan- legt var það fyrir þjóðina, þar sinn; ritaði konungur henni þájsem sjöundi hver karlmaður var skjótlega, að ef hún vildi halda ærunni óskertri, yrði hún að greiða í ríkissjóð 30,000 líra (meira en 20 þús. kr.),. Með þessu og því um líku tókst konungi á sínum 28 ríkisstjóm- arárum að safna tuttugu miljón- dölum í ríkisfjárhirzluna í reiðu silfri, og geymdi hann það í járn bentum tunnum í kjallaranum undir höll sinni. petta fé kom Fríðriki öðrum syni hans að góðu haldi síðar, þá er hann tók til ráða lönd undan nágrönnum sínum. Friðrik Vilhjálmur eyddi þó allmiklu af auðæfum sínum, sök- um þess hve sólginn hann var í að hafa stórvaxna hermenn í liði sínu. Fyrir 70 þuml. háan mann borgaði hann umtalslaust 700 dali, fyrir 3 álna háan mann 1000 dali; fyrir þaðan af hærri menn gaf hann hvað sem upp var sett. Fyrir munk einn, er Jósef hét og var allra manna mestur vexti, galt hann 5 þús. gyllina og klaustrinu að auki 1500 dali í mannbætur. ítalskur maður einn, er Andreas Caprivi hét, kostaði 3000 dali, og írskur maður er var sjö fet á hæð (84 þuml.), 32,000 lírur (um 22,000 saman, en þegar hann var loks kr.). pegar markgreifafrúin af orðinn svo slitinn, að ekki var j Baireuth, dóttir Friðriks Vil- hægt að vera í honum lengur,: hjálms konungs, lá veik einu lætur hann geyma vandlega kop- sinni og hún vildi fá góðan lækni arhnappana, til þess að hafa þá frá Berlín, lagði Friðrik konungs á annan/nýjan kjól. Svo var efni bróðir hennar það ráð, að naumt lagt til á borð konungs, i senda föður þeirra nokkra stór- hermaður og var bundinn við herþjónustu alla æfi. En Friðrik Vilhjálmur kon- ungur lét sér ekki nægja að afla sér tröllvaxinna hermanna frá öðrum löndum, heldur hafði hann erindreka úti til þess að ná í nýta menn af öðrum stétt- Málæti, og gjörði hann að ridd að bömin hans urðu að standa svöng upp frá borðum. Sendi- herrum hans í öðrum löndum var svo illá launað, að þeir urðu sér til minkunar fyrir það. Sendi herrann í Haag á Hollandi, er Lucius hét, hafði látið höggva nokkur tré til eldneytis úr garði, erPrússakonungur átti; en ekki líður á löngu áður hann fær bréf frá konungi þess efnis, að hann missi eins árs laun sín fyrir það tiltæki. Friðrik Vilhjálmur hótaði mat sveini sínum hengingu, ef hann bætti nokkurri ögn við það, sem á matseðlinum stóð, og kveður svo á, að þessi skipun skuli einn- ig haldast eftir dauða sinn. Hann var vanur að taka sér miðdegis- dúr. Einu sfnni rýkur hann upp úr svefni og hrópar: Soffía, hvað kosta eggin?” Aumingja drotningunni verður hverft við og hún verður að játa, að hún viti ekkert um það. pá verður konungur fokreiður, og segir að hún muni fara með sig á sveitina Síðan kallar hann á eldastúlkum- ar og lætur þær gera reikning ráðsmensku sinnar um það sem þær eyddu í matinn, og seinast sýna drottningunni, hvernig eigi að fara að sópa herbergið. pang- að til 1738 vom átta dalir ætlað- ir daglega til borðhalds konungs; vaxna menn í lífvörð hanö; því þá mundi hún fá það, er hún beiddist. En konungur keypti ekki.ein- ungis þessa stórvöxnu menn fyr- ir gull og silfur, heldur að heita mátti fyrir hvað eina, er seljend ur gimtust. Einu sinni veitti hann grið tiginbomum manni, er dæmdur hafði verið af lífi og fékk fyrir það tvo tröllvaxna menn. Danakontingur lét hann fá morðingja er flúið hafði til Prússlands, fyrir tíu hina ctærstu menn, er til vom í Dan- mörku, og Saxakonungi seldi hann talsvert af fommenjum og listaverkum fyrir fimm eða sex stórvöxnustu hermennina í hans liði. Friðrik Vilhjálmur lét sér ekki duga að vera sér úti um stórvaxna menn til kaups, hvar sem hann gat, heldur hafði hann erindreka í dularbúningi út um öll lönd til að stela mönnum eða taka þá með valdi, hvar sem þeir gátu hönd á fest, og mátti hver maður, sem var 3 álna hár eða meira, eiga hér um bil víst, að komast einhvem tíma í klær þeirra, og vera svo fluttur kefl- aður og í lokuðum vagni inn fyr- ir Iandamerki Prússakonungs. Ábóta einum í Tyrol var rænt, er hann stóð fyrir altarinu. Annað um. Fjórir eða fimm prúss- neskir menn voru höndlaðir á Frakklandi bæði á dögum Frið- riks Vilhjálms og Friðriks ann- ars sonar hans, er voru þar á mannaveiðum fyrir þá feðga. par er hvorttveggja, að beitt hafði verið misjöfnum ráðum til að ná tangarhaldi á hermonn- unum, enda var meðferðin á þeim misjöfn eigi síður eftir að þeir voru komnir í herinn. peim var haldið á sífeldum erli við her- manna íþróttir, hvíldarlaust, höfðu lélegan mála og hunda- viðurværi. Eftir því var her- aginn strangur. Væri konung- ur sjálfur viðstaddur við heræf- ingarnar, gerði hann sér lítið fyrir, greip fram í og barði bæði undirmenn og yfirmenn í hern- um svo á þeim sá, ef þeim varð eitthvað á. Einu sinni líkaði honum ekki við eina hersveitina. Ræðst hann þá á sveitarforingj- ann og lemur hann í andlitið með staf sínum. Sveitarforinginn var gamall, heiðvirður hermaður. Hánn þurkar framan úr sér blóðið, ríður fram fyrir konung, tekur upp tvær skammbyssur og segir: “Yðar hátign hefir sví- virt mig, eg verð að jafna það. petta skot er handa yðar hátign” — í sama bili hleypir hann af byssunni upp í loftið yfir höfði konungs — “og þetta handa mér”, setur byssuna á enni sér og hleypir af og fellur dauður niður fyrir fætur konungs. Eftir það barði hann aldrei liðsfor- ingja sína. Vegna herðneskju þeirrar, er hermennimir urðu fyrir, örvíln- uðust margir þeirra og fyrirfóru sér, og það jafnvel í lífverðinum, undir hallargluggum konungs. Margir hugðu stöðugt á að strjúka, en til þess að hafa gæt- ur á þeim, er viðsjálastir þóttu, voru þeir settir í fremri raðir hersveitanna, en þeir, sem aftar stóðu, áttu að skjóta á þá, hvort heldur væri í friði eða ófriði, ef þeir sýndu af sér nokkur ó- tryggilegt. Má því nærri geta hve ánægður herinn hefir verið yfir þessu, enda sagði Friðrik konungsefni einu sinni: “Eg er hissa, að við skulum vera óhult- ir innan um þá”. Friðrik Vilhjálmur konungur var ekki hóti betri við aðra. f hvert sinn er hann sást á ferð um strætin í Berlín, tóku menn til fótanna, göturaar tæmdust og húsdyrunum var lokað. Mætti hann kvenmanni, er honum geðj- aðist ekki að einhverju leyti, gerði hann ýmist að hrakyrða hana eða berja ujeð staf sínum, og ungir menn n'iáttu eiga von á, að hann skipaði þeim í herinn. Eitt sinn mætti hann nafnkunn- um presti, er kvaddi konung með lotningu. “Hefurðu lesið “Tar- tuffe” (hræsnarann) eftir hann Moliére ?” spurði konungur. “Já, og “hinn ágjaraa” líka” svaraði presturinn. Konungurinn skildi sneiðina og varð orðlaus. Enginn efi er á því, að Friðrik Vilhjálmur konungur hafði mikla réttlætistilfinningu, en hann kunni ekki að gera grein- armun á stórum og smáum yfir- sjónum, og var ósveigjanlegur til að sýna nokkra líkn og misk- unn. Auðugur og vel metinn skatt- heimtumaður í Königsberg hafði einhverju sinni mikið fé undir höndum, sem ekkert’ varð gert við í svipinn, og lánaði af tvö þúsund dali handa sjálfum sér, sem hann gat borgað nær sem vera skyldi, og lagði skuldabréf sitt fyrir láninu í peningahirzl- una. Nú kemur konungur þar ungur samt fræðast af félagmu. Hann lagði fyrir það þá spum- ingu, hvers vegna kampavín freyddi; en þegar félagið bað um fjörutíu vínflöskur til þess að geta svarað þessu vel, tímdi hann ekki að kosta svo miklu til. Á tómstundum sínum fékst konungur við pentlist, og fékk lítilfjörlegan málara til að kenna sér fyrir eitt gyllini um klukku- stundina. Kensla þessi fór venjulega fram að afloknum miðdegisverði, en konung syfj- aði stundum og krassaði þá eitt- hvað á léreftið þvert og endilangt með penslinum, en kendi kenn- aranum um þá ómynd, er hann vaknaði, og barði hann með staf sínum, Hirðmennimir lof- uðu mjög handverk konungs, svo sem lög gjöra ráð fyrir. Einn þeirra, Pollnitz barón, sagði eina mynd hans ómetanlega tíl fjár, en ætti hann að nefna eitthvert verð, mætti stinga upp á hundr- að gyllinum. “pað er gott” mælti konungur. “pú hefir vit á því. pú skalt fá hana fyrir fimmtíu. Eg hefi lengi hugsað var, skoðar í peningahirzlu skatt' heimtumannsins og sér hvað hann hefir gert. Hann lét hengja marminn undir eins fyrir að hafa stolið úr sjálfs síns hendi. Einu sinni kemur kona á fund konungs grátandi, og kærir eig- inmann sinn um ótrúmensku við sig, og kvað son sinn 14 ára gamlan vera í vitorði með hon- um. Konungur lét þegar rann- saka málið; hvorugur þcirra kvaðst vita neitt; voru þá tveir menn látnir berja drenginn þar til hann var meðvitundarlaus, en fjórir ínenn urðu að spreyta sig á manninum svo, að kraftaverk þótti að hann lifði það af Auk þess sem konungur kvað upp dóma sjálfur, blandaði hann sér oft í aðra dóma eða ónýtti þá. Maður nokkur kærði kon- una sína fyrir að halda fram hjá sér, en rétturinn vísaði málinu frá sér sökum þess að sannanir vantaði. Sneri maðurinn sér til konungs og dæmdi hann konuna seka, skildi hjónin og mælti svo fyrir, að hún skyldi ganga að eiga þann, er ætti vingott við hana, en hann sá ekki annað ráð vænna til að losna undan þeirri kvöð en flýja sem skjótast. Kon- ungur ritaði niðan á dómskjalið þessi orð: “Dómurinn minn er miklu betri en heimskingjanna heima”. t Maður ew.efndur Echard. Á honum hafði konungur mlkið öllum á óvart, sem vandi hans j~iér að gera þér einhvern greiða Konungur þóttist vera maður trúrækinn og las á hverjum degi kafla úr einhverri guðsorðabók fyrir konu sinni og bömum, en allir urðu að hlýða á með mesta fjálgleik, en síðar urðu bömin að syngja sálm á eftir með ein- hverjum hirðmanni. Ekki er þó að sjá, sem guðrækni þessi hafi haft nein betrandi áhrif á skap- lyndi hans. En mjög var hann siðavandur í kvennamálum, og var það hið eina, sem hann gat haft sér til huggunar á bana- .sænginni. Friðrik Vilhjálmur konungur ,var, þrátt fyrir alla sparsemina, hneigður fyrir tóbak og ölföng, og átti hann tóbaks-samkvæmi með beztu vildarmönnum sínum á hverju kvöldi, og þorði enginn að koma þar að ónáða hann. Hélt hann samkundu þessa í herbergi einu á afviknum stað í höllinni; var herbergið lagað eins og veitingastofa, með borði eftir endilöngu og trébekkjum beggja vegna; sat konungur í hægindastól fyrir öðrum enda borðsins og Gundling við hinn endann. paraa sat konungur með pípuna í munninum eða öl- krúsina í hendinni, og þar varð hann loks að menskum manni, en ekki harðstjóra. Ekki var konungur betri við skyldmenni sín en þegna. Eink- um var honum uppsigað við son sinn, Friðrik konungsefni, og Vilhelmínu dóttur sína; var hún þó mjög blíðlynd stúlka og föð- ur sínum eftirlát. Drotningin vildi að hún gengi að eiga prins- inn af Wales, konungsefni Breta; en með því konungi hafði borist til eyrna, að grinzinn gerði lítið úr sér, varð hann þeim mæðgum reiður fyrir þá ráðagerð og vildi Játa dóttur sína giftast mark- greifa af Brandenburg, valda- lausum manni, er var þar að auki drykkjumaður; en Vil- helmína aftók það og drotningin móðir hennar tók í sama streng. Konungur kvaldi þessi böra sín bæði á ýmsa lund, með ill- yrðum, og með því að neyða þau til að neyta þeirrar fæðu, er þau höfðu viðbjóð á, svo þau seldu stundum upp undir borðum. Hann fleygði í þau diskum og skálum, hvað lítið sem honum mislíkaði við þau; stundum skamtaði hann öllum börnunum • — | ■ • við borðið nema þeim tveimur, og ef eitthvað var þá eftir í skálunum, hrækti hann stundum í það sér til gamans, til þess að þau gætu ekki borðað það og yrðu að svelta. Einu sinni, þegar konungsdótt- irin stóð upp frá borðum og kom nærri hægindastól konungs. barð- hann hana með kvista-priki slnu. Hljóp hún þá fram og aftur um ískalda gangana í höllinni, fékk af því innkuls, lagðist í rúmið og fékk út úr því bólusótt. peg- ar faðir hennar heyrði það, lét hanri loka öllum dyrum inn til hennar og engan koma til henn- ar nema fóstru hennar; herberg- ið var sárkalt og svo fékk hún ara og aðalsmanni, og tók hann í ríkisráðið. Ríkisráðið andæpti þessu, með mestu lotningu samt, og bar það fyrir sig, að maður- inn væri öllum ókunnur; en kon- ungur svaraði þeim bréflega og mælti svo fyrir meðal annars, að maðurinn skyldi vera fundar- stjóri í ríkisráðinu og hafa væn- an lurk í hendi til að bregða fyr- ir sig, ef þeir gerðu æmta eða skræmta. Neðán á bréf konungs var dreginn upp gálgi og hékk maður í, en neðan við vituð þessi orð: “Hæfileg umbun handa ríkisráðinu”. Konungur vildi húsa vel borg- ina og stækka höfuðstaðinn sem mest, og auka við nýjum stræt- ,um. Einhverju sinni hugkvæmd- ist honum, að fallegt væri að hafa stórt veitingahús eða gisti- höll á einhverjum stað í borg- inni. Kom honum þá í hug mað- ur nokkur, er Vemesobre hét og hafði verið bankagjaldkeri á Frakklandi. en strokið þaðan með fjórar miljónir dala, er bankinn fór á höfuðið. Konung- ur kv«ddi mann þenna á sinn fund og bauð honum að reisa höll þessa. Maðurinn bað sig undan þeginn jafn þungbærai kvöð, en konungur ýgldi brýrnar og kvaðst mundi selja hann í hendur Frakkakonungi, ef hann léti eigi að orðum sínum, og yrði hann þá hengdur. pað hreif. Húsið kostaði tvær miljónir dala, og maðurinn vafr blásnauður eft- ir. Síðar meir keypti ein dóttir konungs húsið fyrir 50,000 líra. Friðrik Vilhjálmur hataði- og hæddist að öllu, sem frakkr.eskt | súpu að borða, sem ekki var var. Til að sýna fyrirlitningu sína fyrir því, lét hann eitt sinn safna saman öllum vörgum í borginni, smáum og stórum, lík- vögnum og flutningsvögnum. og lét beita fyrir þá húðarbikkjum, sem gátu varla gengið, og kvað þetta vera Versala-prýði sína, og spurði, hvort þeir á Frakklandi mundu sér jafnsnjallir. Konungur hafði andstygð á skáldskap og vísindum, en verst af öllu var honum þó við heim- spekina. Hann rak Wloff, fræg- an heimspeking úr landi. Latínu bannaði hann að kenna sonum sínum, og barði kennara þeirra, ef þeir brutu á móti. Friðrik I. faðir þeirra hafði stofnað vís- indafélag og gjört frægan spek- ing, Leibnitz, að forseta þess ;. n Friðrik Vilhjálmur setti Gund- ling, fíflið sitt, í það sæti, og bauð svo félaginu að gafa út al- manakið! Einu sinni vildi kon- nema saltað vatn öll önnur meðferð var eftir þessu. Loks ásetti konungur sér að gifta Vilhelmínu markgreifanum af Baireuth; en ekki var að nefna að hún fengi neinn heim- anmund. Alls hafði hún átt hundrað dali til að lifa á um ár- ið. Síðar bauð faðir hennar henni öðru hvoru til Berlínar og fór með hana eins og áður, og hafði gaman af því að hæðast að fátækt hennar, og taka á móti henni eins og farandkonu. Segir hún sjáif svo frá, að þegar hún hafi hitt hann, hafi hann sagt: “Hæ! Hæ! Ertu þaraa, tetrið mitt! Vænt þykir mér um að sjá þig; en hvað þú hefir um- breyzt! Mér þykir leitt, að þú skulir varla hafa upp í munninn á þér, og' þú yrðir að fara á ver- gang, ef eg væri ekki annars vegar; en eg er líka fátækur, og hefi ekki af miklu að miðla. Eg skal þó gera þér úrlausn. Eg get kannske mist tíu eða tólf gyllini”. Síðan sneri hann sér að drotningunni og mælti: “pú verður að gefa henni kjól öðru hvoru. Aumingja baraið hefir ekki spjarimar utan á sig”. Friðrik sonur hans var í mörgu ólíkur föður sínum. Hann hafði mikla ánægju af skáldskap, fögr- um mentum og vísindum. Hann var hæðinn snemrna, og gerði skop að háttsemi föður síns, enda lét faðir hans hann kenna á harðneskju sinni. Fyrst bann- aði hann honum að lesa, og hitti konungur son sinn með bók, kast- aði hann henni í eldinn. Kon- ungsefni lék á hljóðpípu, en kon- ungur braut hverja þeiraa af annari fyrir honum; og skóla- kennaradóttur eina í Potsdam, er hafði leikið tvírödduð lög með konungsefni, lét konungur berja og hneppa í þriggja ára hegning- arvinnu. Sárast þótti konungi, að Frið- rik átti að taka við ríki eftir hann, og reyndi til að fá hann til að afsala sér ríkiserfðum í hendur bróður sínum; en það tókst hvorki með illu né góðu. “pú getur sagt, að þú eigir mig ekki+ mælti konungsefni; “þá getur bróðir minn tekið við”. pví svari reiddist konungur svo, að hann ætlaði að hengjá son sinn í gluggatjaldstauginni, og varð að taka sveininn af honum með valdi. Lokst stóðst konungsefni ekki mátið framar. Hann ásetti sér að flýja úr landi og hafði í vit- orði með sér tvo félaga sína unga, er Keit hét og Katte. Hann tók til láns nokkur hundruð dúkata hjá hollenzkum Gyðingi. Ætlaði hann að komast í burt, er hann var í för með konungi um suður- héruð ríkisins. Systir hans, Vilhelmína geymdi bréf hans. JEitt bréfið komst í ómildra manna höndur; þeir komu öllu upp. Var þá konungsefni tekinn höndum og leiddur fyrir konung. Konungur var þá svo reiður, að hann ætlaði að reka son sinn í gegn. Urðu menn að ganga á milli þeirra. pá barði konungur hann í andlitið með staf sínum, svo blóðið lagaði niður um hann allan. Konungsefni varð fölur sem nár, en lét sér eigi meira um verða, og mælti: “Svo hefir enginn maður fyr verið leixinn í vorri ætt”. Konungur lét nú varpa syni sínum í fangelsi í Kústrin, þaut síðan til Berlínar og svalaði þar reiði sinni á drcrtningu og Vil- helmínu dóttur sinni, er hafði haft bréf konungsefnis undir höndum. Hann hrakyrti dóttur sína og misþurmdi henni svo, að hún bar þess menjar alla æfi. Hugði hann nú að láta dæma son sinn til dauða. Ráðherramir sögðu honum, að ríkiserfinginn væri friðhelgur. pá tók konung- ur það ráð, að hann skipaði menn í hermannadóm og stefndi syni sínum fyrir þann dóm, með því að hann hafði embætti í hemum. Var stefnan stíluð gegn “Frið- riki ofursta” og honum stefnt fyrir landráð. En hermanna- dómurinn dæmdi hann sýknan í einu hljóði. Konungur riptaði þeim dómi og nefndi aðra menn í dóm á nýjan leik. peir voru konungi leiðitamari og dæmdu konungsefni af lífi. pá skárust nágrannakonungsefni í málið og báðu konungsefni griða eða rétt- ara sagt mótmæltu aftökunni á alla vegu. pað var Svía konung- ur, Pólverja og Hollendinga. Keisarinn þýzki (í Austurriki) kvað konungsefni vera í sínu verndarskjóli, þar sem hann væri aðalþjóðhöfðingi alls pýzkalands. Ætlaði þá konungur að láta flytja son sinn til Königsberg í Prússlandi, og láta taka hann þar af lífi, með því að Prússland var utan endimarka hins þýzka ríkis. pó kom þar að lokum, að konungur staðfesti og gaf syni sínum líf. Nú voru þeir eftir, félagar konungsefnis. Keit hafði forð- að sér til Hollands, en Katte var náð og varpað í fengelsi. Kon- ungur reif af honum riddara- krossinn og barði hann til blóðs; og skipaði síðan hermannadóm- inum að dæma hann, þeim hinum sama, er dæmt hafði konungs- efni til dauða. Dæmdu þeir Katte til kastalaþrælkunar, en konungur strykaði yfir dóminn og skrifaði á spássíuna, að hann skyldi hálshöggvast. Konungur lét framkvæma þann dóm í Kústrín rétt fyrir utan gluggana á fangelsi konungsefnis, en lét fjóra hermenn halda honum úti í glugganum meðan aftakan fór fram. Friðrik varð frá sér num- inn af harmi og kVaðst mundi afsala sér ríkiserfðum, ef Katte væp líf gefið, en þess var eng- inn kostur. Hrópaði hann þá á Katte og bað hann fyrirgefa sér. Katte varð vel við dauða sínum, kvaðst deyja glaður og gjarnan hafa viljað láta lífið þúsund sinn- um fyrir konungsefni. f því bili er böðullinn reiddi öxina til höggs, ætlaði Friðrik að snúa sér undan; en hermenn- imir vömuðu honum þess, og stungu klút fyrir munn honum, svo að eigi heyrðist óp hans. Hné hann þá í ómegin. pó var enn bætt gráu ofan á svart, með því að láta líkið af Katte liggja inni hjá konungsefni allan dag- inn! En er Friðrik vaknaði við aftur, hafði hann óráð og hita- sótt. pama varð konungsefni að hýrast í átján mánuði og fékk ekki nema tuttugu skildinga á dag sér til viðurværis, en varð að vinna allan daginn með em- bættismönnum þeim, er höfðu umsjón yfir fasteignum ríkisins og að sitja þar í yzta sæti, en klukkan 9 varð hann að hátta á hverju kvöldi og var þá óðara slökt ljósið sem hann háttaði við. Friðrik Vilhjálmur eltist snemma. Ágimd hans og ofsi virtist réna nokkuð með ellinni. Hann gaf sjúkrahúsinu í Berlín hundrað þúsund dali og hermenn- irair fengu gullpening í stað bar- smiða í síðustu hersýningunni. er konungur var við staddur. pegar hann fann, að hann átti skamt eftir ólifað, lét hann kalla til sín hirðprest sinn og tók að ræQp, við hann um andleg efni. Hann stóð á því íastara eri fót- unum, að hann hlyti að komas'. í himnaríki, —sakir tignar sirn- ar og ættgöfgi. “Væri það rétt- látt”, mælti hann, “ef guð, S6m hefir látið mig ráða yfir svo mörgum mönnum, gerði mig alt í einu jafnan þeim. og dæmdi mig eins hart og þá?” En prestur vægði honum ekki, heldur sagði honum . skorinort til syndanna fyrir ofsa hans, illindi og aðra lesti. Konungur bar það eigi af sér, en taldi það eitt sér til gildis, ^ð hann hefði verið trúr konu sinni. Ágirndin gægðist þó út hjá honum öðru hvoru alt fram í andlátið. peir, sem varð það á, að hósta eða snýta sér inni i herbergi konungs, urðu að greiða ernn dúkat í sekt. Hann bannaði og að gefa þeim að borða I höll- inni, er vöktu yfir honum, en var fús á að skifta við þá matn- um, einkum ef þeiraa matur var betri. Eitt sinn borðaði hann fuglasteik hjá þeim með beztu lyst; en er matsveinninn færði honum sama mat daginn eftir, sektaði hann matsveininn fyrir það óhóf. pað var seinasta sekt- in, er hann tók af þegnum sínum. Fám stundum áður en hanr andaðist kom Friðrin konungs- efni inn til hans. Lét konungur þá kalla fyrir sig þrjá hina elztu og dyggustu þjóna sína. Héklu þeir, að konungur ætlaði að gleðja sig eitthvað eða mæla með sér við konungsefni. En þeim mun hafa brugðið í brún, er konungur bauð ssmi sínum í þess stað að láta hengja þá alla jafn- skjótt og hann hefði gefið upp öndina. Ekki var ástriki konungs við son sinn á banasænginni meira en svo, að hann átaldi sjálfum sér fyrir að hann hafði ekki látið stytta honum aJdur tíu árum áður. Rétt fyrir andlátið gerði kon- ungur nákvæma fyrirskipun um hvað eina, er að útförinni laut. •Hann sagði fyrir um, í hvaðaein- kennisbúningi skyldi jarða sig, uim sverðið og sporana, er leggja skyldi á kistu sína, hvaða lög skyldi leika við jarðarförina, hve mörg skot og hve stór ætti að skjóta, hvar matast skyldi á eft- ir og hvaða vín skyldi drekka, o. s. frv. Ekki eru líkindi til, að Friðrik annar hafi tregað mikið föður sinn. En hann kunni að dylja skap sitt, og talaði aldrei um föð- ur sinn látinn öðru vísi en með hinni mestu lotningu. Friðrik Vilhjálmur I. Prússa- konungur var langafi Vilhjálms I. pýzkalandskeisara, er and- aðist árið- 1888. rúmlega níræður, afa Vilhjálms keis- ara annars, ér nú ræður ríkj- um. Faðir Vilhjálms keisara I. var Friðrik Vilhjálmur III. Prússakonungur 1797—1840, en hans faðir Friðrik Vilhjámur II. er því sjötti maður frá Friðrik Vilhjálmi I. í beinan karllegg, og hafa forfeður hans allir verið konungar og keisarar, frá Frið- riki I„ nema August Vilhjálmur, sonur Friðriks Vilhjálms I. Tví- vegis hefir ríkiskórónan þeirra ættmanna eigf færzt frá föður til sonar, heldur tók við af Frið- riki öðrum (1786) bróðursonur hans Friðrik Vilhjálmur II., og f Friðrik Vilhjálmi IV. (d. 1861) bróðir hans Vilhjálmur I., afi Vilhjálms II. Ekki hafa niðjar Friðriks Vil- hjálms I. auðgast mikið af eftir- dæmi því, er hann hefir gefið þeim hvað mannúð og veglyndi snertir, en hervald það, er hann kom fótum undir, hefir komið Prússlandi í röð hinna voldug- ustu ríkja á vorum tímum. ' h. + z.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.