Lögberg - 10.01.1918, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1918
Arið 1917,
F rakkland.
Fáar af stríðsþjóðunum hafa
gengið í gegn um aðra eins eld-
raun og Frakkar, síðan þetta
stríð byrjaði. Við Mame og við
Verdun, og nú síðastliðið sumar
við Chemin des Domes, þar sem
þeir háðu eina af hinum stór-
kostlegustu orustu, sem háð var
á árinu.
Víggirðingar pjóðverja á
Aisne hæðunum voru mjög ram-
byggilegar. Aisne dalurinn með
sinu mikla undiriendi var á milli
Frakka og pjóðverja, yfir hann
urðu þeir að sækja og upp hæð-
irnar, sem eru all brattar áður
en þeir náðu til óvinanna. pessi
orusta hófst um miðjan apríl síð-
astl. og stóð yfir þar til 23. okto-
ber, að pjóðverjar biðu ósigur
fyrir Frökkum, og urðu að láta
undansíga. Mannfall mikið varð
í þessari orustu, þó einkum í liði
pjóðverja, er mælt að þeir hafi
tapað 100,000 manns í þeim or-
ustu. Fleiri orustur hafa Frakk-
ar háð á árinu 1917, en þessi er sú
stórkostlegasta, en á öllu hinu
víðáttu mikla bardagasvæði hafa
þeir með hugprýði og hreysti
varið fjandmönnunum framsókn-
ar. Oft hefir maður mátt dáðst
að breysti, og hugprýði hinnar
Frönsku þjóðar, en aldrei hefir
hún verið fegurri en í þessu stríði
enda hefir víst aldrei í sögu
Frakka verið önnur eins hætta
fyrir dyrum, sem nú. Landið
fagra, frelsið dýrkeypta og hin
vonglöðu böm þjóðarinnar áttu
að hneppast í fjötra þrældóms
og harðstjómar um alla ókomna
tíð. Hvílík tilhugsun, fyrir hina
Frönsku þjóð? Var það furða
þó hún risi upp sem einn maður
og segði: Nei, aldrei á meðan
einn blóðdropi rennur oss í æð-
um. pjóðræknis og frelsis-ást
þjóðarinnar blossaði upp hjá
konum sem körlum, ungum sem
gömlum, allstaðar kvað við:
“Fram til orustu ættjarðar
niðjar”, svo var tilfinning þ.ióð-
arinnar þegar þetta stríð byrj-
aði, og sem dæmi upp á það
hvemig hún er nú eftir 3l/o árs
grimmilegt stríð, má benda á
kafla úr bréfi frá franskri móð-
ur til sonar síns hér í Canada,
sem svo hljóðar: “Bræður þínir
tveir eru famir í stríðið, annar
er fallinn, hinn liggur heísærður
á sjúkrahúsinu. Eg segi ekki
að þú skulir fara, en ef þú kemur
ekki nú, þá komdu aldrei”. Með
þessari tilfinning og sex miljónir
hermanna byrja Frakkar árið
1918.
Á norð-austur Frakklandi, þar
sem barist hefir verið, og áður
voru blómlegir akrar, fögur bús
og stórir bæir, er nú ein ömur-
leg eyðimörk, þar stendur ekkl
steinn yfir steini. Akrarnir,
sem áður voru, eru sundur
sprengdir. Hémðin öll, þau hin
fögru á bardagasvæðinu líkust
útgrafinni mómýri. Landið ó-
mögulegt til notkunar eða fram-
leiðslu í langa tíð.
Fólkið úr þessum héruðum
flúði, og sumt var af pjóðverjum
hemumið, og selt í þrældóm.
Sumt af fólki því er flúði, og
líka hertekið fólk, sem laust hef-
ir verið látið, þefir leitað á þess-
ar stöðvar, þar sem það átti
heima áður, en ekkert fundið,
nema ömurlegustu eyðilegging
og auðn, og hefði staðið uppi al-
veg ráðþrota og dáið, ef ekki
hefði verið fyrir þá menn, sem
nefndir eru hinir “gráklæddu”,
en svo eru þeir menn nefndir,
sem á Englandi og í Bandaríkjun-
um og víðar, hafa fengið undan-
þágu undan herskydu fyrir trúar-
bragðalegar ástæður, og þegar
þeir samvizku sinnar vegna ekki
gátu barist, þá knúði mannúðar-
skyldan þá til þess að hjálDa á
þann hátt, sem þeiy bezt gátu.
pessir menn í sambandi við hjálp
arfélög hafa verið að reyna að
^hjúkra fólki því á þessum, og
öðrum því líkum svæðum, byggja
yfir það og sjá því fyrir mat-
björg. Hrakningur þessa fólks
hefir eðlilega haft mjög slæm á-
hrif, sérstaklega þó á hið eldra
fólk, svo mjög að dauðsföll þess
á meðal, hafa vaxið um meira en
helming frá því, sem áður var.
Hið yngra hefir borið harðrétti
þetta betur, þó hafa kvillar far-
ið mjög vaxandi hjá því, einkum
tæring.
Mikið hefir frakkneska þjóðin
gjört til þess að spara, sem dæmi
upp á það má geta þess að í
Orleans er verkstæði, þar sem
nótt og dag vinnur aragrúi af
fólki við að taka á móti gömlum
Jfötum, skóm og alls konar hlut-
um, bæði frá herstöðvunum og
arinarstaðar að, það sem hægt er
að gjöra við er sent út 'aftur, hitt
rifið í sundur, tætt á ný, og nýj-
ar flíkur búnar til úr öllum fata-
ræflum, eins er farið með skó,
og hvað eina. Á sumrin kemur
eimlest með 30 vagna hlaðna á
hverjum degi, og önnur fer; á
þessa leið eru mörg þúsund doll-
arar sparaðir á hverjum degi.
Margar fleiri verksmiðjur af
pama tagi hafa verið bygðar víðs
vegar um Frakkland.
Allmikið hefir verið talað um
hinn sögulega og þjóðemislega
rétt Frakka til fylkjanna Alsace-
Larraine. pessi landspilda, sem
liggur austur af Frakklandi og
norður af Sviss er 123 mílur á
lengd og frá 22 til 105 mílur á
breidd. Austurparturinn er slétt-
ur en vestur parturinn fjöllóttur
og í þeim parti landspildu þessar-
ar eru auðugustu jámnámur í
Evrópu, án þeirra hefði pýzka-
land ekki getað haldið áfram
stríðinu í heilt ár, og eru þessar
Lorraine járnnámur undirstaðan
undir hinum mikla jámverk-
smiðju iðnaði pjóðverja. í Alsace
em Potash-námur nálega óþrjót-
andi, og er héraðið því frábær-
lega auðugt.
Lengst af hafa þessi fylki verið
undir umráðum og eign Frakka,
en eftir ófriðinn milli Frakka og
pjóðverja 1871 gjörðu pjóðverj-
ar það að skilyrði fyrir friðar-
samningum að þeir fengju þessa
landspildu og hafa haldið henni
síðan. Nú segja Frakkar að þeir
skuli aldrei frið semja, fyr en
þeir fái hana til baka.
f bænum Semlis, eða öllu held-
ur þar sem bærinn Semiis á
Frakklaridi stóð, hafa 3 málm-
plötur verið festar upp. Hin
Hin fyrsta á borgarmúrinn, sem
er svo hljóðandi: “2. sept. 1914
var þýzkum hermönnum skipað
að ganga um borgina með logandi
blys og kveikja í húsum manna,
eins var eldhnöttum kastað inn
í bæjinn. 110 hús. brunnu til
kaldra kola”.
Annað spjaldið er fest upp þar
sem sjúkrhúsið var, á því stend-
ur þetta: “2. september 1914.
Eftir að hafa móti öllum lögum,
réttlæti og drengskap myrt sak-
laus böm og kvennfólk, skutu
þeir á spítalann, þar sem sært
og sóttveikt fólkið lá í rúmum
sínum. Á þeim degi drápu pjóð-
verjar 15 borgara þessa bæjar,
án þess að reyna á nokkum hátt
að forsvara gjörðir sínar”.
priðja spjaldið er fyrir ofan
dymar á ráðhúsi bæjarins, og
þar á er letrað: “2. september
1914. Klukkan 3 e. h. komu
menn Van Kluck og drógu borg-
arstjóra þessa bæjar, Eugene
Odent, 59 ára að aldri, út úr ráð-
húsinu og eftir að hafa hrakið
hann og pínt í heilan dag, skutu
þeir hann um kveídið og 6 verka-
menn með honum.
Stjómarskifti eru ný orðin á
Frakklandi, þau fimtu í röðinni
síðan stríðið hófst. Paul Pain-
levé varð að segja af sér nú
skömmu fyrir áramótin og aðal-
ástæðan var sú, að hann vildi
fresta máli einu ljótu, sem nú er
uppi á Frakklandi. Maðurinn
sem tók við stjómartaumunum
er alþektur M. George Clemen-
ceau, hann var forsætisráðherra
Frakka 1906—1909. Hann er
maður mikilhæfur með afbrigð-
um, allra manna bezt máli farinn,
hreinn og sannur þjóðarvinur.
Á yngri árum stundaði hann
lækningar í borginni New Ýork,
Síðar fór hann heim til Frakk-
lands, og gjörðist blaðamaður,
og rithöfundur. Hann er 76 ára
að aldri, en ber aldurinn vel, er
ertn með óskertum líkams og sál-
ar kröftum.
Mál það, hið illkynjaða, sem
olli þessum síðustu stjómarskift-
um, og nú er hafið á móti fyrver-
andi forsætisráðherra Frakka,
Joseph Gailaux, er út af kæru á
hendur honum um landráð.
glæsimenni, setur nú í varðhaldi
sakaður um landráð.
Joscph Cailaux er foringi
hinna æstustu Socialista á
Frakklandi. Alla sína tíð, og þó
einkum upp á síðkastið, hefir
hann haldið frani afnámi her-
skyldu á Frakklandi, og á allan
annan hátt reynt til þess að
draga huga fólks síns, og þjóðar-
innar frönsku frá stríðinu. Hon
um er borið á brýn að hafa íyrir
bænarstað pjóðverja, og með
þeirra fé hrint af stað bæði viku-
og dagblöðum til þess að breiða
þessar kenningar út meðal þjóð-
ar sinnar, sem mest. Enn frem-
ur hefir hann verið sakaður um
óhreinar hvatir í sambandi við
ýms fjármála fyrirtæki. Sjald-
an kvað Cailaux hafa framkvæmt
þessi verk sín sjálfur, heldur
beitt fyrir þau ýmsum óhlutvönd-
um mönnum, og þá einkum Louis
Malvy fyrverandi innanríkisráð-
herra á Frakklandi. En samtök
Cailaux við hann, og aðra sem
hann notaði, sem verkfæri, þykja
sannanleg, óvíst sé talið, að hegn-
ing þeirra, sem slíkur glæpur
samkvæmt eðli sínu ætti að sæta,
verði komið fram á hendur
Claiaux, svo kænlega hvað vera
um alt búið frá hendi mannsins,
sem sagður er að vera afburða
hæfileikamaður.
ítalía.
Árið 1917 verður sjálfsagt
lengi minnisstaett í sögu ítalíu.
Einhuga og með mikilli atorku
hafa ítalir sótt frath í þessu
stríði, og voru búnir að vinna
marga sigra og mikið land. peir
voru komnir með her sinn allan
austur fyrir Isonzo ána, sem er
nálægt austur íandamærum ítal-
íu, þar fyrir austan liggur hið
svo kallaða Bainzizza hálendi,
og hefir það verið aðal-orustu-
völlur ítala á árinu, og mátti
heita að þeir væru búnir að reka
Austurríkismenn í burtu af öllu
því svæði, og hefði þeim tekist
það, var opin leið fyrir þá alla
leið austur til Laiback og sem þá
líka opnaði þeim veg til bafn-
staðarins Trieste, og er vlst ekki
neinum blöðum um það að fletta
að það hefir verið áform ítala.
En svo þó kaupmaður vilji sigla,
þá verður byr að ráða, og svo
varð það fyrir ítölum, því nú um
áramótin töpuðu þeir öllu, sem
þeir áður voru búnir að vinna, og
meiru til.
Eins og nú er kunnugt, eftir
að Rússar duttu úr sögunni, sem
þátttakendur í stríðinu, söfnuðu
pjóðverjar og Austurríkismenn
að sér ógrynni hers frá austur-
herstöðvunum, og réðust á móti
ítölum. Ekki hefði þetta tiltæki
pjóðverja og Austurríkismanna
átt að dyljast ftölum, en þó voru
þeir mjög illa viðbúnir að taka
á móti því. ítalski herinn hátt á
3 miljón manna’hafði aðal-stöðv-
ar sínar að austan verðu við ána
Isonzo og fylktu svo ítalir liði
sínu austur yfir Bainzizzo há-
lendið og var austur armur fylk-
ingarinnar í odda austar-
lega á hálendinu, að sunnar og
að norðan voru varðfylkingar,
sem áttu að vernda aðalherinn,
sú að sunnan var skipuð mörgum
af hraustustu hermönnum ítala,
og átti hún eftir að aðal-tak-
marki hersins var náð, að snúa
til suðvesturs og taka borgina
Trieste, sem er við Adríahafið.
Norðurfylkingin var ekki eins
vel valin, enda var hennar hlut-
verk aðeins að vernda aðalherinn
frá áhlaupi að norðan. Ástand
þetta og kringumstæður allar
hafði pjóðverjum verið kunnugt
um, því þegar þeir gjörðu á-
hlaupið þá var það gjört frá
norðri. Varðsveit sú, sem þar
átti að veita mótstöðu brást, eða
riðlaðist; pjóðverjar og Austur-
ríkismenn með öllu sínu feikna
afli gjörðu áhlaup á aðalher-
fylking ítala miðja, og áform
þeirra var að kljúfa hana í sund-
ur, og ef það hefði tekist, þá
hefði her ítala verið úr sögunni.
En sem betur fór þá brást þetta
áform þeirra, ítölum tókst að
draga her sinn til baka, en það
kostaði þá um (4 miljón manna,
sem herteknir voru og féllu. í
sambandi við þessa viðureign
ftala, pjóðverja og Austurríkis-
manna er ýmislegt sem er með
því ljótara, sem vér höfum séð í
sambandi við þetta stríð, ef niað-
ur má byggja á því, sem frétta-
blöð landsins segja. peir segja
að þegar ftalir fóru að veita
mótstöðu, sem þeir ekki gerðu
fyr en þeir voru komnir inn fyrir
landamæri síns eigin lands þá
hafi fjandmenn þeirra smalað
saman konum og bömum ítala
og raðað þeim fyrir framan fylk-
ingar sínar. Og urðu ftalir því
að rj úfa þá fylking, áður en þeir
gátu náð til óvinanna.
Eins er fullyrt, að pjóðverjar
%!/• .. | • \i» timbur, fjalviður af öllum
Ny]ar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co,
Limitvd
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
I.OÐSKINN Btcndur. Velðiiuennn og Verslunarmenn LOÐSKINN
A. & E. PIERCE & CO.
'Mest’i sldnnakaupmenn í Canctía)
213 PACIFIC AVENIJE..............YVINNÍPEG, MAN.
Ilæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur.
SENDIÐ OSS SKINNAVÖItU VÐAK.
hafi verið búnir að koma ár sinrii
svo fyrir borð í sambandi við
varðsveit þá, er brást ítölum
þegar mest reið á, að margt af
foringjum sveitar þeirrar hafi
verið pjóðverjar, sem svo hafi
talað vel ítölsku að ekki var hægt
að þekkja þá á mæli þeirra. Og
ef það væri satt, er síst að furða
þó illa færi. En nú veita íialir
ekki einasta drengilega mót-
stöðu, heldur með styrk Breta
0g Frakka sækja á hendur mót-
stöðumönnum sínum, og hafa
hrakið þá víða til baka. f sam-
bandi við þessar ófarir ítala
hafa orðið hérforingjaskifti.
Gordona hefir verið vikið frá, en
í hans stað settur Armundo Diaz.
Enn fremur urðu þessar ófarir
ftala til þess^að Boselli ráðaneyt-
ið á ítalíu varð að segja af sér,
en við stjórninni hefir nú tekið
Vittorio Orlando.
Belgía.
pegar vér hugsum um Belgiu,
0g þær hörmungar, sem sú þjóð
hefir saklaus orðið að líða, þá
gæti hvert steinhjarta grátið.
ekki er það vort ætlunarverk,
að fara að ryfja upp alla þá
hönmunga sögu, hvernig pjóð-
verjar tróðu alt undir fótum
I sér; eyðilögðu borgir, og blóm-
leg héruð, og svívirtu og drápu
saklaust fólk. En ýmislegt í
sambandi við framkomu pjóð-
verja í Belgíu er þess virði, að
það sé athugað af voru fólki, þótt'
ekki væri nema til þess að sjá
og skilja hvað vor biði ef vér
yrðum þeim að bráð.
pað virðist eins og Pjóðverj-
ar hefðu átt að láta sér lynda,
að brjóta sér leið í gegn um
Belgíu, og eyðileggja alt, sem á
leið þeirra varð. En það er nú
harmsagan hin minni. Sú meiri
er, að þegar þeir voru búnir að
nú tangarhaldi á parti af Belgíu,
þá byrjuðu hrygðardagar þjóð-
arinnar og hafa verið altaf síðan.
Eitt af því, sem þeir gjörðu
strax, var að setja á stofn skrif-
stoíur víðsvegar, sem þeir
nefndu vinnuveitenda skrifstof-
ur. Verkefni þessara skrifstofa
var, og er enn, því þær eru enn
við lýði, að taka á móti vinnu-
fólks pöntunum, frá hinum ýmsu
verksmiðjum og héruðum á
pýzkalandi. Svo voru hermenn
sendir út um nærliggjandi hér-
uð í Belgíu og greipar látnar
sópa, menn og konur teknar með
valdi, og send í þrældóm til
pýzkalands.
Frá október 1916 til janúar
1917 voru a-þennan hátt sendir
í þrældóm til pýzkalands, eða
annara staða, sem pjóðverjar
eiga yfir að ráða 120,000 menn.
Sama er að segja um allar
tegundir af vörum, unnum og
óunnum, svo sem kornmat, áína-
vöru, smíðatól og allskonar vél-
ar, og í einu orði sagt alt sem
þessir þorparar gátu hönd á fest.
Og þegar öll verkfæri og vöru-
tegundir, sem pjóðverjar gátu
náð í, fóru að ganga til þurðar,
sneru þeir sér að því að leggja
herskatta á bæi og sveitir og
hefir sú aðferð þeirra haldið
áfram til þessa dags. Hvað sú
upphæð er orðin mikil, sem pjóð-
verjar á þennan hátt hafa kúgað
heimilislaust og allslaust fólk í
Belgíu til þess að gjalda sér, er
ekki gott að segja. En séð höfum
vér áætlun um það að til ársloka
1914 hafi það numið $1,600,000,-
000.
Eftirfylgjandi bréf gefur
mönnum dálitla hugmynd um
þau óforskömmugheit, sem höfð
þá ósvífni, sem höfð var í
frammi við Belgíumenn í
þessu sambandi, þó staðurinn
sem um er að ræða sé fyrir utan
landamæri Belgíu:
Yðar hátign!
Eg hefi meðtekið bréf yðar,
dagsett 4. júli, nr. 13917, og efni
þess ^gengur með öllu fram af
mér. Varla vorum vér búnir að
borga 24,000,000 franka ($4,-
800,000) sem þér neydduð oss
til að borga, er þér heimtuðuð
33,000,000 franka (6,000,000) í
(Framh. á 7. bls.).
* SÖESKIN
pað var kveikt á jólatrénu; voru á því 45 Klukkan 12 vaknaði Sigríður og leit í kring
ljós, og lagði af því skínandi birtu og fegurð. Ein- um sig. Var sem hún þekti sig ekki og vissi ekki
ar var látin koma inn til að sjá það um leið og þeir hvar hún var. “Eru blessuð bömin mín komin
fóru, og vöknaði honum um augu, er hann sá alla hingað líka með mér”, sagði hún, “eða hvað er
fegurðina og hátíðabrigðin. Hann hugsaði til þetta? Hvar er eg”. Einar kom til hennar og
barnanna sinna heima og fátæktarinnar, auminga sagði henni að presturinn væri komin til að þjón-
maðurinn^ usta hana. Hefði hann bæði satt og glatt bömin
Börfiin fengu ýmisleg gull og góðgæti af og gefið þeim margt fallegt, þar á meðal kerti og
trénu, og rildu þau helzt senda það alt bömunum því væri þessi birta.
í Holti. “En hvemig líður þér nú elsku konan mín?
Mamma þeirra hafði' meðan á þessu stóð, pú hefir nú sofið lengi og vel”.
látið fylla stóra tösku með matvælum, tók nokkuð “Eg man ekki til að eg hafi lifað eins rólega
af gullum þeim, er bömin fengu, og önnur eldri og glaða stund, það sem af er þessum blessuðum
gull, er þau áttu áður, bjó um þau og fylti alla vasa vetri. Komið blessuð bömin mín og kyssið mig.
bæði prestsins og Einars með þeim, rúsínum, Hafið þið þakkað prestinum fyrir ykkur? Guð
jólabrauði, kertum, o. fl. Bömin vildu líka senda launi yður fyrir bömin mín, og ykkur hjónunum
gömlu spilin sín, því þau fengu önnur ný. prestur minn”. Sigriður bað prestinn að ljúka við
pegar þeir Einar og prestur komu að Holti að þjónusta sig, ef sér kynni að versna aftur.
var áliðið vökuvar áliðið vöku, því þangað var lang Að því búnu fór prestur af stað og gekk Ein-
ur vegur fra Hhð. Bömm sátu öll steinþegjandi ar me ð honum yfir að Hóli; þaðan kvaðst prestur
og dopur 1 bragði. Eitt kertaljós logaði þar dauf- mundi fá fylgd, enda ætti Einar ekki heiman gengt
lega. Sogðu þau að mamma þeirra hefði alt af 0g mundi þurfa að sofna ef þess yrði kostur. Sig-
sofið síðan pabbi þeirra fór, og þau hefðu ekki þor- ríður var vel málhress er þeir fóru; sagði hún að
að að hreifa sig svo hún vaknaði ekki, yngstu böm- þeSsi jólanótt hefði verið sér sannarleg hátíðis-
ín voru sofnuð. Einar flýtti sér inn að rúmi konu stund, og var sem hún lifnaði og hrestist við gleði
smnar og laut niður að henni, því hann bjóst við bamanna.
að hún mundi vera önduð, en bömin hefðu ekki vit pótt Íiðið væri langt af miðnætti, er þeir komu
a því. pegar hann kom frá rúmi hennar var hann að Hóli, vom þar flestir á fótum; sátu rnenn þar
glaðari 1 bragði. Sagði hann presti að hún mundi við spil og var “glatt á hjalla”. Sigurði gamla
ekki hata sofið jafn vært í margar vikur, og bað þótti gaman að spila með köflum, og nú hafði
hann að hafa litla þolinmæði, þó Ieitt væri og einn vinnumannanna lagt til efni í “púns”, en það
dauflegt heimilið, og öðruvisi en heima hjá hon- var lídrykkur gamla mannsins.
um. Prestur kvað sjálfsagt að bíða þangað til hún Prestur bað þar um fylgd, því Einar þyrfti
vaknaði, og mundi hann skemta sér við bömin á víst að komast sem fyrst heim, fylgdarmaður gæti
meðan. , . . , . svo verið hjá sér það sem eftir væri nætur. Sig-
Prestur tók nú við því, sem Einar hafði í vös- urður tók því dauflega, en Jón vinnumaður kvað
um sínum, en Einar fór að hirða hesta þeirra, og velkomið að hann færi
koma af gjöfum úti við. / Á meðan Jón var að tygja sig til, kom prestur
Prestur tók nú upp alt, sem hann hafði með að máli við Sigurð, og sagði að nú væri sannarlega
ferðis og skifti því á milli bamanna. Urðu þau þörf á að hjálpa Holtsheimilinu, það þyrfti ekki
irá ser numin af fögnuði, og af því þau heyrðu að lýsa fyrir honum ástæðunum þar, hann mundi
engin hljóð til mömmu sinnar; en þó voru þau þekkja þær betur en flestir aðrir, þar sem ekki
hæg og stilt, og vöruðust að vekja hana. væri lengra á milli, það væri óhjákvæmilegt að ljá
pegar Einar kom inn hafði hann meðferðis þangað kvennmann, á meðan svona stæði á, og
tóskur þeirra. Fékk prestur honum matartösk- yrði sjálfsagt að leita fyrst til hans með það, þar
una, og bað hann að hirða og skifta á milli bam- sem hann bæði væri efna beztur og mannflestur í
anna eftir því sem honum sýndist. sveitinni, og þar á ofan nágranni; gæti hann fætt
Enn leið nokkur tími. Prestur sat hjá böm- stúlkuna að heiman því lítið mundi vera um mat-
unum og var að segja þeim um bamið, sem fædd- björg í Holti, þar sem Einar hefði ekki komist að
ist í Betlehem þessa nótt. f baðstofunni loguðu heiman í haust fyrir veikindum sínum, konunnar
nú átta ljós. og bamanna, til að draga að heimilinu. Sigurður
8 ó L S K I N
a
tók fjarri með nokkra hjálp.
Eftir messu á jóladaginn fór prestur fram á
samskot handa Holtsfólkinu; var því af flestum
vel tekið. Kvennmaöur var fenginn þangað fram
yfir nýárið, 0g gefnar í peningum 70 krónur og
annað eins eða meira af matvælum og þess konar.
Sigurður á Hóli var ekki við kirkju um daginn
og tók heldur ekki þátt í samskotunum.
Sunnudaginn milli jóla og nýárs fréttist að
eitthvað af Hólsfólkinu hefði veikst af höstugri
lungnabólgu.
Á gamlársdag kom Sigurður gamli heim að
Hlíð og sagði lát elztu dóttur sinnar og einnar
vinnukonunnar, konan sín væri lögst, og “kemst
eg nú ekki af prestur minn nema að fá mér kvenn-
mann, þótt ekki séu bömin vill þó vera margt að
gjöra fyrir þessa 3, sem eru á fótum. Vildi eg
biðja þig að hafa mig í huga með það við kirkjuna
á morgun, prestur minn. Yður gekk ekki svo illa
að fá hjálp handa Holtsfólkinu um daginn”.
Sigríður í Holti var komin á fætur og var á
bezta batavegi.
Jónína J. Skafel sendi.
Hin, sem skæla sig af sorg
svört í framan verða,
þeirra fælast allir org
og ásýnd blóma skerða.
Leikið kát á léttum fót,
laglega fötin berið,
eftirlát með ástarhót
ykkar milli verið.
óskum mót ef eitthvert sinn
eldri bragnar sæma,
ei má Ijóta ólundin
andlits rósir skræma.
Ráðið vísa eitt það er
okkar fomu vina:
Elska og prísa eigum vér
alla sköpunina.
Bamið háa’ í Betlehem
blómgað náð og friði
blessar smáu bömin, sem
brúka fagra siði.
Kvæði og stökur,
Til barna.
ó, þér blíðu englar smá
í óspjölluðum blóma,
leiki fríða látið sjá
líkt og jólum sóma.
Eg kem líka’ að leika mér,
lítinn skal mig gera,
að öllu líkur eins og þér
óska’ eg. helzt að vera. ^
Læra feginn leiki smá
og lætin vil eg fögur,
en eg skal segja yður þá
æfintýri’ og bögur.
pegar þið emð glöð og góð,
gullin eldri manna,
kinna berið blómstur rjóð,
sem blöðin sóleyjanna.
Hvarmabaugum innan í,
eins og stjama’ á heiði,
litlu augun leika frí
langt frá sorg og reiðí.
Skugginn minn.
(Brot)
Velur sérhver vininn sinn,
sem vitið beztan metur,
Skemmti’ eg mér við skuggann minn,
skrítið lagsmanns tetur.
pegar við saman töltum tveir
trygðavinir fínir;
hann til gamans mér þá meir
myndir ýmsar sýnir.
Hann á stundum hrokar sér
hátt sem fjallatindar,
það svo undur þykir mér,
hvað þrekinn hann sig myndar.
Við þau umskifti’ eg þenki brátt,
þetta við ígrundum;
svona lyftir lukkan hátt
lítilmenni’ á stundum.
pannig hrokar heimskan sér
hégómans í vindi,
en að lokum hrapar hér
hæðin öll í skyndi.