Lögberg - 10.01.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.01.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1918 erq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIjSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE OOLU^BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, tyat\. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. Mikið vill meira. Svo hefir það verið frá byrjun, og svo er það enn. Nú þegar þessi þjóð er að leggja fram alla krafta sína, beztu synir þjóðarinnar líf sitt, til frelsis og mannréttinda, og byrðamar leggjast þyngri með hverjum deginum a herðar lands- manna, þá koma jámbrautarfélög þessa lands, og krefjast hærra flutninga- og farmgjalds, svo nem- ur 15 af hundraði, og hafa þau svo komið máli sínu við jámbrautamefnd ríkisirs, sem margt hefir gjört þarflegt, og vel í sínum verkahring, og vald hefir í þessu máli, að hún hefir veitt þessa beiðni félaganna. Oss þykir sennilegt að kostnaður við starfrækslu jámbrautanna hér í Canada hafi aukist að nokkr- um mun og að með sannleika verði sagt, að mögu- leiki þeirra til þess, að græða jafn mikið og þau áður gjörðu sé ekki fyrir hendi, nema með því móti að hækka flutnings- og farmgjöldin, en þó má benda á að meiri flutningur frá Vesturlandinu hefir boðist félögunum nú þetta síðasta ár, en nokkru sinni fyr. Og er ekki að sjá á skýrslum Canada Pacific jámbrautarfélagsins að þeir séu nauðlega staddir fjárhagslega. Vér neitum því ekki að jámbrautarfélögin eiga rétt á. að fá sanngjama vexti af fé því, er þau leggja í sín fyrirtæki, eins og líka allir aðrir. En vér neitum þvi, að jámbrautarfélögin hafi nokkurn siðferðislegan rétt, til þess að búa við ó- breytt kjör, þegar kjör þjóðarinnar verða að líða. Er ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að þau taki sinn þátt í breyttum og erfiðum kringum- stæðum þjóðarinnar. Er ekki sanngjarnt að ætl- ast til þess að jámbrautarfélögin skilji, að fólkið í þessu landi er ekki til fyrir járabrautimar, held- ur að járabrautarfélögin eru orðin til fyrir fólkið. Reyndar hafa járabrautarfélögin aldrei sýnt að þau litu svoleiöis á hlutina, hafa alt af verið járnkald- ar peninga maskínur, hafa gleypt alt, sem'þau hafa náð í, og fólkið í þessu landi hefir þolað þeim mik- ið. En mótmælalaust ætti jámbrautarfélögunum ekki að haldast þetta uppi. pau ættu, fyrst þau vildu ekki gjöra það með fúsu geði, að vera neydd til þess að bera sinn part af byrði þeirri, sem á þjóðinni hvílir. Stjóm Manítoba-fylkis hefir nú hafist handa í þessu sambandi, og krafist þessk að þetta yrði ekki að lögum gjört, þar til hún fengi tækifæri til þess að mótmæla þessu gjörræði, og leggja fram þau gögn sínum málstað til sönnunar er hún hefði. En þau eru samningur, er Manitoba stjómin gjörði við Canadian Northem jámbrautarfélagið er hún gékk í ábyrgð fyrir veðskuldarbréfum þess, um það, að hún (Manitoba stjómin) skyldi hafa hönd í bagga með, eða öllu heldur ráða yfir farmgjöld- um innan Manitoba-fylkis á öllum brautum Can- adian Northem jámbrautarfélagsins. Thos. H. Johnson, dómsmálaráðherra Mani- toba-fylkis er farinn austur til Ottawa í sambandi við þetta mál, til þess að mótmæla í nafni Manitoba stjómarinnar þessu tiltæki, og megum vér vera þess fullvissir að stjómin muni vemda rétt fylkis- búa í þessu sambandi, þó hún þurfi að fylgja mál- inu til laga-úrskurðar. Jámbrautamálanefnd ríkisins hefir afhent Ottawa stjóminni þennan úrskurð sinn, en hann hefir ekki enn öðlast samþykki hennar. Vitaskuld hefir hún á valdi sínu að hafna honum, og láta standa við það sem var. En hvort hún ber gæfu til þess er annað mál, augu allrar canadisku þjóð- arinnar hvíla nú á nýju stjóminni og sú spurning er efst í hug hennar: Hvort mun stjómin nú meta meira hag járabrautarfélaganna eða fólksins? Rétt er í þessu sambandi að geta þess, að sams- lags mál hefir staðið yfír í Bandaríkjunum nú undanfarandi, járnbrautafélögin þar höfðu líka beðið um leyfi til þess að hækka flutningsgjöld með brautum sínum, og var sú hækkun á flutníngs gjöldum, sem félögin báðu um samþykt af at- vinnumálanefnd Bandaríkjanna, en stjómin veitti ekki samþykki sitt, og er ekki líkleg til þess að gjöra það nú, þar sem hún hefir tekið jámbraut- imar í sína þjónustu. , Hið gamla og nýja, í hinu gullfallega kvæði “Morte d’ Arthur” lýsir Tennyson tímamótum þess gamla og nýja. pegar hið gamla smátt og smátt verður að víkja fyrir hinu nýja. pegar valdið, sem hinir eldri höfðu í höndum sínum, er smátt og smátt dregið í hendur æskunnar. pegar vonin, sem hinir eldri álitu óaðskiljanlegan hluta tilverunnar, er að vettugi virt, af framgjamri og ærslafullri æsk- unni. pótt breytingar þessar séu óhjákvæmilegar og órjúfanlegar, þótt að ellin verði æfinlega að beygja sig fyrir æskunni, þótt hið gamla verði tíðum að sleppa tökum við hið nýja, þá er ekki til neins- um það að fást. Kvæðið minnir oss svo Ijóslega á, að vér erum altaf staddir á tímamótum. Og á ein slík tímamót bendir þetta kvæði Tenny- sons oss sérstaklega nú, og það em manngildis tímamót. Framtíðar mælikvarði manngildis. verður annar en sá, er gilti fyrir liðna tíð, eða jafnvel fyrir þá líðandi. Fyrir örstuttu síðan var svo litið á heima á Bretlandi, að sá maður er með fríðu föruneyti, og fallegum hóp hundá reið á dýraveiðar, dag eftir dag; maður sem hafði alls nægtir án þess að þurfa nokkuð að leggja á sig til þess að afla þeirra, hann þótti maðurinn mestur. Styrjöldin hefir nú breytt þessum hugsunar- hætti. Hin nýja tíð vaxandi hættu, og skyldu- rækni, hefir sett aðalsmerkið þar, sem það á rétti- lega heima. peir menn, sem nú bera hita og þunga dagsins eru hinir sönnu aðalsmenn, sönnu mannvinir; þeir einu menn, sem virðingarverðir eru. Hinir, hvort heldur þeir eru fátækir eða rík- ir, sem nú sitja auðum höndum, verðskulda óhug, og fyrirlitningu allra góðra manna. Og auðsætt virðist oss það, að framtíðin muni litla meðlíðan hafa með þeim hugsunarhætti. Vinnan er ekki einasta þvingandi þörf, hún er heiðurskrans á höfði hvers þess er vinnur trú- lega, og leysir vel unnið verk af hendi. pað verð- ur heiður á komandi tíð að vera treyst fyrir verki, að vera til uppbyggingar á einhverju svæði; hvort verkefnið er stórt eða smátt gjörir ekki mikið til, aðalatriðið verður, hvort það sé trúlega unnið. Iðjuleysið og ómenskan verður aftur á móti fyrirlitið og útlægt gjört úr lífi mannanna, og þótt þetta stríð gjörði ekkert annað gott, en að losa mannfélagið við alla ónytjunga, sem á liði sínu liggia, en lifa á sveita annaru, væri ekki til einskis strítt. Alt það bezta, sem nútíðarmenningin á, hvort heldur sem er á svæði andans, eða verklegra fram- kvæmda; heimili vor, skólar, kirkjur, verzlun og iðnaðar, er til orðið fyrír vinnu. Vinnan er sterk- asta bróðurband þjóðanna. Neistar frá Vimy-hæð. Húm — undarlega dulrænt húm og einkenni- leg þögn, hvíldi yfir Vimy-hæðinni aðfaranótt hins 12. apríl síastl. — Ekki var þó kyrðin á nokkum hátt lík því, sem vér í daglegu máli alment skiljum við þögn, heldur miklu fremur svipuð þáttarhlé í áhrifa- miklum söngleik — ekki ósvipuð æfintýra-þögn- inni, er vefur sig dúnmjúk og laðandi um sál ung- meyjarinnar, sem stendur eftirvæntingarfull við vegarskil uppvaxtar-áranna og þroskaðrar konu! En hví var þögnin svo angurvær? Hví var hæðin svo óumræðilega döpur? Var það vegna þess að hún hafði veríð stöðugur vottur þriggja ára blóðfómar? — Var þó ekki hugsanlegt að upp úr hinni blóðstorknu eyðimörk kynni eitt sinn að spretta fagurt, laufþrungið lífsins tré, er verða mætti komandi kynslóðum til sí-blómgandi, göf- uglegs friðar og heillavænlegrar menningar? Var ekki ný andleg endurfæðing hugsanleg? — Nýr himinn og ný jörð? — En þagnarmálin eru tor- skilin — “hundrað raddir þögnin klæðir”. — pó verður hún rofin þessi þögn, eins og allar aðrar, en guð einn veit hvemig fyrstu.tónarnir hljóma! Snögglega heyrðist þungur þytur í lofti, eld- flaugar rufu náttmyrkrið og vörpuðu titrandi bjarma á himinhvelfiyguna, neistamir blikuðu og féllu til jarðar eins og stjömuhröp. — Svo varð dauðaþögn að nýju og rökkrið dreymdi drauma, sem enginn nema dagurinn sjálfur getur ráðið! — pað hafði verið-steypi-regn allan liðlangan daginn og fram yfir miðnætti, en nú var stytt upp, veðrið mollukent og raki í loftinu. — pama láu tveir menn í skotgrafarbarminum, hálf-sokkn- ir í aurleðju. Skyldu þeir vera dánir? Nei! Annar þeirra var einmitt nú að reyna að liðka til í kring um sig, svo að hann gæti risið á fætur. — Woods, svo hét maðurinn, lyfti höfðinu lítið eitt, og andvarpaði þungan, honum fanst eins og hann heyra í höfðinu á sjálfum sér, eitthvert undarlegt hljóð, líkast ganghljóði í stundaklukku. Hann reyndi hvað eftir annað að komast á fætur, en gat það með engu móti; líkaminn var allur stirður og aurleðjan svo límandi, eins og moldin og líkami hans væru gróin saman. En hvað var nú á seiði ? Eitthvert þrusk heyrðist í rökkrinu rétt hjá hon- um; hægur andblær greiddi úr skýjunum, og apríl- máninn varp fölri glætu á eyðimörk feigðarinnar og dauðans. — pama blikaði á fagurskygðan hjör! “Hver skyldi nú vera sá dæmdi?” hugsaði Woods allra snöggvast. “Ætli það sé eg?” Hann reyndi af öllum mætti að komast á fætur, en kvölin í hryggnum fór vaxandi, og hann varð að gefast upp. — | “Woodsy minn! ert það þú sjálfur?” sagði hvíslandi rödd örskamt frá honum. “Já, ert þú líka særður, Dan?” “Svei mér ef eg veit það, en þó finst mér eins og stóreflisbjarg hvíli á brjóstinu”. “Erþér ekki kalt?” “Jú, það skjálfa í mér tennumar. En hvað gerir það til. Okkur hitnar bráðum. Við verðum að sýna að við séum menn; rífa okkur upp úr ó- hræsis leðjunni, og ná til félaga vorra, hvort sem við erum særðir eða ekki”. “Er þetta vatnsflaskan þín? petta vom sannarlega ódáinsveigar; nú líður mér miklu bet- ur, Woodsy minn, þakka þér fyrir”. — “Á eg að lána þér ábreiðuna mína?” “Nei”. — Woods reyndi til þess að sofna, en verkurinn í bakinu hélt honum vakandi; hann var líka stöð- ugt að hugsa um Dan; þeir höfðu þekst í mörg ár, síðan að Dan var dálítill drenghnokki hjá foreldr- um sínum vestur á Saskatchewan-sléttunum, og þangað til hann útskrifaðist í lögum við háskólann, þótt aldursmunur þeirra væri mikill — Woods 48 ára, en Dan að eins tuttugu og fjögra. — peir innrituðust í herinn báðir á sama tíma, stuttu eft- ir að ófriðurinn hófst, urðu samferða austur um ver, og höfðu á þriðja ár staðið hlið við hlið í skot- gröfunum á Frakklandi. Foreldrar Dan’s vom bæði dáin fyrir löngu, en áystir hans 20 ára gömul, var eina nána skyld- mennið, sem hann átti, og unnust þau mjög. Bréfin, sem hann hafði skrifað henni vom mörg og fagurlega hugsuð; framan af höfðu þau verið löng og full af léttlyndi og æskugleði, en upp á síð- kastið vom þau að verða fáorðari og alvarlegri. Niðurlagsorð síðasta bréfsins voru á þessa leið: “Elsku systir! Eg held nú að snepillinn sá ama sé orðinn óþarflega langur; verst af öllu samt, ef þú kynnir að fá hann að kveldi og liggja andvaka nótt- ina á enda. pú manst að mér gekk fremur vel á háskólanum, og þó ekki svo fáir menn í bygðinni okkar, skoðuðu mig mannsefni. Eg efaðist samt alt af um framtíð mína. En nú er eg að styrkjast og verða stefnufastari. Og ef guð lofar mér að koma heim aftur heilum á húfi, þá skal eg verða maður — um fram alt góður og réttlátur maður. — En skyldi eg falla á Franskri gmnd, fyrir sæmd þjóðar minnar og réttlætishugsjónir mannkynsins — verð eg samt maður! Systir mín gráttu, en gráttu ekki lengi, þótt svo kynni að vilja til að líka þú, fengir símskeytið frá stjóminni, sem svo margir fá um þessar mundir, en allir vilja forðast í lengstu lög”. Woods hafði verið vamað svefnsins með öllu; hann hafði marg-lokað augunum, reynt að hagræða sér ögn og gleyma — gleyma bakverknum, höfuð- þyngslunum og sjálfum sér; en það hafði þó eigi gengið greitt. Honum var of kalt til þess að hann gæti sofnað. — Alt í einu heyrðist eitthvað skrjáf þar sem Dan lá; hann var að bisa við að komast á fætur og fleygði ábreiðunni sinni yfir um til Woods. “Hvemig líður þér Dan minn?” “Eg veit ekki hvað skal segja, hugsanir mínar eru allar á reiki og örvar kuldans á leiðinni til hjartans; stundum finst mér að eg gæti flogið til stjamanna, en að hinu leytinu er eg þó eins og jarðsokkinn steinn. Skelfing ætlar hún að verða löng þessi nótt, — og þarna mótar þó f.yrir mo.’gn- inum í austrinu — eða hvað?” .... Napur vestangusturinn þaut um eyðimörkina, raulandi feigðarsöngva. Himininn var eins og brim- löðrandi útsær. Dan horfði upp til skýjanna og talaði við sjálfan sig---hann hafði fengið óráð. Setningarnar voru ófullkomnar og slitnar út úr samböndum.---------------- “Apríl veðrið á Frakklandi, er töluvert svip- að og í Saskatchewan. Manstu þegar við fórum á gæsaveiðamar? Eg skaut fjórar og var heldur en ekki upp með mér.” “Vænt þykir mér um Saskatchewan; þar eru engin stór tré, engir krækluviðar-mnnar, ekkert sem truflar hina óbrotnu fegurð sléttunnar. — pau eru hvert öðru fegurra, blessuð Vestur-fylkin, er um akrana “rennur lifandi kornstanga-móða”. Eftirminnilega fögur eru þau líka, þegar haust- sólin varpar kveðju-geislunum á'bleika akra og slegin tún. pess vegna hefir fólkið líklega valið Vestur-fylkjunum nafnið: “The Golden West” — Vestrið gullna. — Skyldi vera eins fallegt í Ont- ario? Eg er að verða ruglaður í öllu — líka landa- fræðinni. En að fólkið skuli vera að verja mörg- um árum, til þess að læra af bókum landaskipan og náttúrulýsingar.—pað er engin mentun. Nei, eina ráðið er, að sjá og skilja hlutina með eigin augum. petta var alt af það sem systir mín sagði------ Að hugsa sér aðra eins lokleysu og það, að hægt sé að læra að þekkja lífið sjálft af bókum! pað getur enginn------enginn! — Ellegar hinar fáránlegu lýsingar á Sléttufylkjunum okkar! Hver getur lýst sólaruppkomu og sólsetri á sléttunum ? Við hvað á að miða? Sólin og sléttan eru eitt! Geislinn og kornstöngin líka eitt! Enginn getur mælt hafið. Og sléttan er-----í'alfrjálst, óendan- legt, alvoldugt haf!” — Dan studdi hönd á hægri mjöðmina og rak upp skeliihlátur, rétti snöggVast fram hendina — hún var storkin af blóði. “Gerðu svo vel og réttu mér bókina, sem þarna liggur — ekki þessa, heldur hina; söguna um leynigöngin og kryplinginn. pað er sönn saga — þess vegna er hún góð.------Berjast til þess að aðrir fái haldið lífi, — þetta voru orðin, sem eg var að leita að! Sléttumar dásamlegu — land mitt og feðra minna! Nei, í guðsbænum hættu að gráta systir mín góð. Huggaðu þig við, að hafi eg ekki verið maður fyr, þá ætla eg nú að verða það. Eg er að verða svo dæmalaust syf jaður systir mín, aéT*....... Hann gnísti tönnum, stökk á fætur allra snöggvast og blóðgusan stóð úr munninum. Svo féll hann samstundis til jarðar. “Náttúran Öll er svo köld og kyr, sem kirkja þögul með auðum bekkjum”. — pögn dauðans rann saman við nótt- ina. Háskólasveinninn frá Saskatchewan var ör- endur; sál hans flogin inn yfir landamærin lífs og dauða. Nú gat hann haldið áfram náminu í eilíf- um, dýrðarríkum friði! Woods var sjónarvottur að andláti vinar síns — hann grét eins og barn. Aumingin hún systir hans, hvemig skyldi hún taka tíðindunum ? Svo reyndi hann að mjaka sér örlítið úr stað. Greitt gekk það ekki, því höfuðið var þyngra en allur lík- aminn, hann hjúfraði sig að líki félaga síns, breiddi sömu ábreiðuna ofan á þá báða og einsetti sér að bíða þannig dags. En nóttin varð honum löng, áður en hún var liðin, hafði hann kvatt heim- inn, sáttur við alt og alla. Morguninn eftir svömðu þeir Dan og Woods eigi við nafnakallið í herdeildinni. — Um kveldið stóðu nöfn þeirra beggja á dánarlistanum. Útdráttur úr rœðu Lloyd George er hann flutti 5. þ. m. í verkamannafélaginu á Englandi. “Aðeins óhjákvæmileg skylda, skýr, hrein og öllum augljós, getur gefið oss heimild til þess að halda áfram þessu voða stríði einn einasta'dag. Vér ættum ekki einasta að geta sagt ljóst og skýrt frá hugsjón þeirri, er vér erum að berjast fyrir, heldur líka hvers vér krefjumst í sambandi við framtíðar landaskifting í heiminum. Vér erum nú staddir á vegamótum í þessum ógurlega ófriði, og áður en stjómir hinna ýmsu þjóða ráða við sig, undir hvaða kringumstæðum þær halda stríðinu áfram, ættu þær að kynna sér vilja og hugsun leiðandi þegna sinna á öllum svæð- um, og hefi eg leitast við að gjöra það eftir megni nú á undanfarinni tíð. Eg hefi lesið tillögur verkamanna félaganna, og eg hefi talað við fyrverandi forsætisráðherra Asquith og hertoga Gray. Hefðu Nationalistara- ir á frlandi ekki verið önnum kafnir við sín erfiðu heimastjómarmál, hefði eg með ánægju talað um þessi mál við þá. Einnig hefi eg leitað fyrir mér um vilja manna í hinum brezku nýlendum. Og þótt vér höfum ekki komið oss saman, né heldur lagt grundvöll að neinum sérstökum samningum, viðvíkjandi stríðshugsjónum vorum, þá veit eg að eg tala hér máli, ekki einasta stjómarinnar, né heldur þjóðarinnar aðeins, heldur alríkisins. Vér erum ekki að berjast á móti alþýðufólk- inu þýzka. Eyðilegging pýzkalands eða hinnar þýzku þjóðar hefir aldrei verið vort áform, frá byrjun þessa stríðs og alt til þessa dags. pað hefir aldrei verið takmark Breta að sundra hinni þýzku þjóð, né heldur landi hennar. Vér viljum ekki eyðileggja hið þýðingarmikla verk, sem þjóðin á að leysa af hendi í heiminum; heldur að eins fá hana til að snúa af braut ásælni og hervalds, á braut réttlætis og mannúðar. Vér erum ekki að berjast fyrir því að eyði- leggja Austurríki, eða Ungverjaland, né heldur til þess að ræna Tyrki höfuðborg sinni, né landar- eignum í Litlu-Asíu eða Thrace, sem eru ómót- mælanlega Tyrknesk í anda, og uppruna. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 Uppborfíaður höfuðstóll og varas'jóður $13,000,000 Allor eignlr - 87,000.000 Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Notre Dame Branch—W. 51. IIAMII.TON, Manager. Selkirk Branclt—F. J. MANNING, Manager. northern crown bank Höfuðstóll löggiltur $6,000.000 Höfuðstóll greiddur $ 1,431,200 Varasjóðu......$ 848,554 fonnaður................- - Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - .JOIIN STOVED Sir D. O. CAMERON. K.C.5I.G. W. R. BAWI.F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVTSII C YMPBEIjU, GEO. FISHEK \ Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við elnstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmaiar veittir. Avlsanir seldar U1 hvaða staðar sem er 4 fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBslnnlögum, sem byrja m& með 1 dollar. Rentur lagðar vl» & hverjum 6 mfinuöum. T- E. THORSTCIN9SON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg. Man. at/»ir<»7rái7Ww!i8lSMWWI<Mi» f/. Dagar Vínar-sáttmálans eru liðnir, vér getum ekki lengur átt framtíðar menning Evrópu und- ir ákefð, og yfirgangi nokkurra manna, sem hver um sig er að reyna með réttu, og með röngu, að skara eld að sinni köku, af því leiðir að öll landaskifting verður hér eftir að vera gjörð af stjórnunum, með samþykki fólksins. Munnleg loforð um landaukn- ing, um að engar fébætur séu greiddar og um einlægni manna í þessum efnum er þýðingarlaus. pað skyldi hafa verið oss til hinnar mestu gleði að berjast fyrir, og með frelsishugsjónum Rússa og sama er að segja um Randaríkin, Frakkland og ítalíu. En ef þeir, sem stjómarvöldin hafa nú á Rússlandi slíta sig úr samnings sambandi við oss get- um vér ekki afstýrt óláni þeirra. Rússlandi getur þá enginn hjálp- að nema synir þess og dætur. Áform vort er að standa og falla, ef þess þarf með, með frels- isihugsjónum Frakka. Krafa sú, sem Frakkland gjörir til Alsace- Lorrain er í fylsta máta réttlát, þessi landspilda, sem pjóðverjar tóku ranglega undir sig árið 1871 hefir eitrað frið Evrópu í heila öld, og þar til það er lagað, getur ekki verið að búast við varanleg- um friði. Sjálfstæði Póllands, sem sam- kvæmt eðli sínu og uppruna á fullan rétt til sjálfstæðis, er ó- umflýjanlegt ef menn vilja halda frið og jafnvægi í Evrópu. Um þýzku nýlendumar sagði Lloyd George þetta: Afdrifum þýzku nýlendanna verður ráðið til lykta af nefnd manna, sem tekur tillit til allra kringumstæðna, uppruna og vilja fólksins sem í þeim býr. Engum, sem þekkir Prússa og afstöðu þeirra gagnvart Rússum getur dulist hvert stefnir, Með hvaða brögðum sem þeir reyna til að lokka Rússa, þá er auðsætt að þeir ætla sér ekki að sleppa neinu af löndum þeirra, sem þeir nú hafa náð. Undir einhverju nafni verða þau hér eftir partur af Prússlandi. Stjórnað af Prúss- nesku hervaldi, og það sem eftir verður af hinu Rússneska veldi verður lokkað eða hrætt undir verzlunar og pólitískt ánauð- arok. Vér krefjumst að allar skemd- ir séu bættar í Serbíu og Montene gro og eins þær, sem gjörðar hafa verið á Frakklandi, ítalíu og í Rúmeníu, án þess gæti var- anlegur friður aídrei átt sér stað Vér álítum það mjög áríðandi að ítalir fái þá kröfu sína upp- fylta, að ítalska þjóðin og það fólk, sem þjóðemi og mál tengir, sé sameinað. pað er líka fastur ásetningur vor að sjá um, að það fólk af Rúmanisku bergi brotið, sem uppruni og mál tengir saman, fái að njóta réttar síns að fullu. Oss þykir fyrir því að óvinir vorir hafa gleymt einu mikils- verðandi atriði í sambandi við þessa friðarumleitan. Vér höld- um því fram að nauðsynlegt sé að gjöra ítarlega tilraun til þess að koma á fót alþjóða gjörðadóm sem ráði til lykta allri misklíð, sem upp kann að koma á meðal þjóðanna. Stríð tilheyra liðna tímanum. Og eins og lög og réttur skipar nú sæti ofbeldis í lífi einstaklinganna, eins á það að verða í lífi þjóðanna. Vér berjumst fyrir varanleg- um friði. pað eru þrjú skilyrði, sem verður að vera fullnægt. Fyrsta: Helgi sáttmála end- urreist. Annað: Við skifting landa, skal ráða vilji þess fólks, sem hið umrædda land byggir. priðja: Myndun alþjóða gjörð ardóms með rétti til þess að tak- marka herafla þjóðanna, og á allan annan hátt að varna þess að stríð geti framvegis átt sér stað. Alþýðuvísur. (Niðurl). En “rammari rúnir” felast í þessari vísu um bresti náungans: Lúður gellur lyginnar, lásinn smellur þjófnaðar; kærleiksperlu kólnar skar, í katli vellur ódygðar. En hún er eignuð Hjálmari gamla, enda sver sig í þá ættina. Aftur er drambseminni stungin sneið með þessari vísu Baldvins skálda: Oft má hroka svipinn sjá á sjóla okurs prúðum(I!) Dygðin þokast fögur frá fúlum Lokabúðum. pað er auðvitað, því ódygðin er “heimarík” og “hjartahörð” gagnvart veslings Dygðinni. — Sömu útreið fær sannleikurinn, ef hann lítur upp, því: Vondra róg ei varast má. varúð þó menn beiti: Mörg er Gróa málug á mannorðsþjófa Leiti. Kvenþjóðín fer ekki varhluta af hvefsnishneigð hagyrðinganna. pað er sneitt nógu ónotalega að konunum í þessari imeinfyndnu ertnisvísu, sem eignuð er Jóni skáldi á Víðimýri, en það er hæp- ið að það sé rétt: Ketil velgja konumar, kaffið svelgja forhertar, ófriðhelgar alstaðar; af því f jelga skuldimar. pað er ekki kurteislegt ávarp, enda stendur ekki á samboðnu svari: Bændur svína brúka sið, belgja vínið sinn í kvið; skynsemd týna’ og skemma frið, skæla trýnið út á hlið. pað kveður við ófagran tón, en — sigursælan. En sú vísan er eignuð prúð; Jónsdóttur í Mið- húsum í Blönduhlíð. Eftir hana eru til margar tækifærisvísur, t. d. þessar, orktar sín við hvort tækifæri: Vestan ólma golan geyst geysar hólminn yfir. Samt gat kjólmann þolinn þeyst þar um bólm og lifir. pannig hljótum hníga vér hels í mótið stríða. Bliknuð brjóta blöð af þér burnirótin fríða. Og manni liggur við að segja að í síðari vísunni felist meira efni en í sumum langloku-kvæðunum, sem birt eru nú á dögum. Og er þó ekki síður til búnings vand- að. Hér sést líka að lítið atvik vekur háa hugsun. Nokkuð annars tægis en áður greindar stökur er þessi um fúskaraháttinn: Hann er að látast hi’inda’ í lag; hann er að fáta’ og leita. Hann er að máta heilan dag; hann er að játa og neita. Meinleg fyndni, en lærdómsrík fyrir alla. peir ungu eru færir í allan sjó, en Ellin glímir við gömlu menn- ina. Og þannig kveður Jón por- valdsson á Geirastöðum: Ellin skorðar líf og lið, legst að borði röstin. Eg er orðin aftan við ungra sporðaköstin. pað er tiltölulega stutt síðan hag- mælskunni var aðallega beitt að rímnakveðskap. pótt ýmislegt megi að rímunum finna, höfðu þær þó þá þýðingu að halda við “kenninga”-þekkingunni meðal alþýðu. ólesinn almúgamaður- inn skildi kenningamar upp á sínar tíu fingur, og kunni, meira

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.