Lögberg - 28.03.1918, Qupperneq 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. MARZ 1918
*"wi
1
KOMIÐ MEÐ RJOMANN YÐAR
Vér borgrum hæsta verð í peningum út í hönd fyrii
allskonar rjóma, nýjan og súran Peningaávísanir sendai
fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust
skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union
Bank of Canada.
Manitoba Creamery /Co., Ltd., 509 WÍIIÍRID Ave.
BIHiM
mHiBiKiiMnHHBmiia
RJÓMI
SÆTUR OG SÖR
Keyptur
Vér borgum undantekningar-
laust hffista verð. Flutninga-
brúsar lagðir til fyrir heildsölu-
vet5.
Fljót afgreiðsla, góð skil og
kurteis framkoma er trygð með
]?ví að verzla við
DOMINION CREAMERY COMPANY,
ASHERN, MAN. og
BRANDON, MAN.
liin'íiíHijiBiuiHiiiiHiBiininMiimiiiiawaiiimn
Islendingar
sem gengið hafa í herinn í
Victoria, B. C.
Herra ritstjóri “Lögbergs”!
pað munu sjálfsagt /allir ís-
lendingar, hvar sem þeir búa og
hverjum augum, sem þeir ann-
ars kunna að líta á tildrög, á-
framhald og afleiðingar styrj-
aldarinoar miklu, — geta verið
þér samdóma um það, að “vér
þurfum að fá nákvæma og ná-
kvæmiega rétta skýrslu yfir alla
íslenzka menn, sem í stríðið hafa
farið”, eins og þú kemst að orði
í grein þinni: “pað má ekki
gleymast”, sem birtist í “Lög-
bergi” þ. 27. des. f. á. —
pað er auðvitað alveg nauð-
synlegt að þessu sé komið í fram
kvæmd, og það sem fyrst, ef vér
viljum ekki að hluttaka vor ís-
lendinga, í stríðinu verði bæði
nú og siðar að vettugi virt —
t. d. einir 27 fslendingar taldir
að hafa gengið í herinn, í stað
inn fyrir 6—700! eins og þú
mintist á í grein þinni. Og hvað
sjálfa íslenzku hermennina
snertir, þá má það sannarlega
ekki minna vera, fyrir alt, sem
þeir leggja í sölurnar, en að vér
höfum mannrænu í oss til að
minnast þeirra í blöðum vorum,
svo nöfn þeirra megi skráð verða
í landnámssögu vorri — þegar
hún verður rituð, — ekki síður
en i sögu Canada.
Samkvæmt þessari skoðun
minni, þá hefi eg, að undanförnu
sent “Heimskringlu” nöfn og
æfiágrip allra þeirra íslendinga,j
sem hér hafa gengið í herinn síð-1
an að styrjöldin hófst, — að und-
anteknum einum pilti, sem ný-
lega hefir innritast í sjóherinn
og nú verður minst hér á.
i Eggert (Edward) Brynjólfs-
,son gekk hér í sjóherinn (The
jRoyal Naval Canadian Reserve)
| þ. 10. des. f. á. Hann er fæddur
ihér í bænum þ. 11. marz 1891.
Foreldrar hans eru þau myndar-
hjónin Einar Brynjólfsson óðals-
; bóndi, Einarssonar á Hreðavatni
| í Norðurárdal í Mýrasýslu á fs-
í landi og Margrét Sigurðardóttir
! óðalsbónda á Kvíum í pverárhlíð
i í Mýrasýslu, Gunnlaugssonar
! prests á Staðarhrauni í sömu
isýslu. — pau hjónin Einar og
Margrét, fluttu til Vesturheims
jsumarið 1887. pau lentu í New
J York, en héldu þaðan bráðlega
jtil Brandon bæjar í Manítoba,
hvar þau dvöldu þangað til í maí
inæsta ár (1888), að þau fluttu
I þaðan hingað til bæjarins, og
;hafa þau búið hér æ síðan. —
iTveimur árum eftir komu Ein-
jars hingað til bæjarins, byrjaði
j hann, í félagi með öðrum manni,
Ijohn F. Silver að nafni, á ýmis-
[konar samningsvinnu (contract)
og hafa þeir svo—undir nafninu
Silver & Brynjólfson — rekið
þann starfa í alhstórum stíl síð-
an. Einar er maður vel greind-
ur og ágætlega hagorður, og
hafa nokkur kvæði eftir hann
verið birt í blöðum vorum. Mar-
grét, kona hans, er einnig vel
skýr og yfirleitt myndar kona
hin mesta. pau búa rausnarbúi
í stóru og fallegu húsi við hinn
svo nefnda Eikarfjörð (Oak
Bay) hér rétt austan við bæinn,
og er þar hið fegursta útsýni yf-
ir eyjar og sund.
pau Einar og Margrét hafa
eignast tíu mannvænleg böm,
af hverjum tvö hafa dáið. ‘Eddy’
— eins og sjóliðs-sjálfboðinn of-
annefndi, er vanalega nefndur—
er elztur bama þeirra. Næstur
honum að aldri er Freeman
Brynjólfsson í Prince George, B.
C., hvar hann hefir tvisvar ver-
ið kosinn bæjarráðsmaður, og
hefir þar, í félagi með öðrum
manni, sögunarmylnu (Aleza
Lake Milling Co.). priðja elzta
bam þeirra hjóna er stúlka,Jako-
bína Helga að nafni, og hefir hún
nú verið skólakennari í fjögur
ár, og aflað sér góðs orðstýrs,
sem kennari. pá gengur 16 ára
gamall sonur þeirra (Walter
Charles) hér á gagnfræðaskóla
(High School).
pegar “Eddy” hafði lokið
barnaskólanámi sínu, gekk hann
eitt ár á gagnfræðaskóla. Á
skólaárum sínum var hann orð-
lagður fyrir íþróttir, einkum alls
konar boltaleiki; — var hér t. d.
um eitt skeið, það sem á ensku er
nefnt: “professional lacrosse
pleyer”. — pá er hann og verk-
maður góður; kann tvær hand-
iðnir: þakspónslagning (shingl-
ing) og skipareiða-útbúnað(high
rigging). Síðan þessi ungi og
efnilegi íslenzki “sjóvíkingur”,
“Eddy Brynjólfsson, gekk í her-
inn, hefir hann haft heimilisfang
sitt í herbúðunum i Esquimalt
(frb. fskæ’molt), hinni alkunnu
herskipastöð, sem er 3(4 mílu
hér vestan við bæinn, og tengd
við hann með sporvagni. En í
frítímum sínum, einkum þó á
sunnudögum, skreppur hann
heim til foreldra sinna og systk-
ina, og skemtir þar þá oft, bæði
sér og örðum, með söng — því
hann er söngmaður góður — en
systir hans Jakobína, kenslu-
kona, syngur með honum og
spilar jafnframt undir á píanó,
svo að verður hin mesta skemt-
un.
pá eru þeir nú ‘orðnir tólf ís-
lenzku drengirnir, sem gengið
hafa í herþjónustu hér í bænum,
síðan styrjöldin hófst, og munu
því íslendingar hér hafa sent
tiltölulega fleiri menn í stríðið
heldur en nokkurir samlandar
þeirra í Vesturheimi hafa gjört,
því hér eru nú ekki nema tólf al-
íslenzkar fjölskyldur í bænum,
eða sem svarar því — sé miðað
við þessa fjölskyldutölu — að
hvert einasta ísl. heitpili hér hafi
lagt til einn hermar&! — og það
án herskvldu.
pó að eg hafi, eins og að ofan
er sagt, getið um alla þá íslenzka
pilta í “Heimskr.”, sem hér hafa
gengið í herinn, síðan stríðið
byrjaði, þá vil eg samt, þeim til
hægri-verka, er safna vilja nöfn-
um íslenzkra hermanna, setja
hér aftur nöfn þeirra allra. En
ekki virðist mér nauðsynlegt að
fara að endurrita hér æfiágrip
þeirra o. s. frv., heldur læt mér
nægja að setja hér nöfn þeirra í
þeirri röð, sem þeir gengu í her-
inn, eða á þá er minst í blaðinu,
og vísa svo til tölublaða þeirra
af “Heimskr.”, sem greinamar
um þá birtust í, svo þeir, sem
vilja fá nánari upplýsingar um
þá, geti fengið þær þar. — Nöfn
hermannanna eru þessi:
Einar G. (James) Brandson,
Friðrik Goodman, (sbr. Heimskr.
15. apríl 1915), Guðmundur
(James) Goodman, Agnar(Arth-
ur) Goodman, Bjöm (Byron)
Johnson, Vilhjálmur (William)
Norman, Leonard Gladstone
Griffiths (sbr. Heimskr. 23. des.
1915), Árni (Andrew) Goodman
(sbr. Heimskr. 13 apríl 1916),
Henry George Sivertz, Gustav
Sivertz og Christian Sivertz (sbr.
Heimskr. 24. ág. 1916).
peir af piltum þessum, sem
mér er kunnugt um að hafi særst
em: Ámi Goodman, Gustav
Sivertz og Leonard G. Griffiths.
Ámi og Gustav urðu bráðlega
aftur vígfærir, en Leonard hefir
særst tvisvar, og all-mikið í síð-
ara sinnið, en er þó á góðum
batavegi (á Englandi). Christ-
ian Sivertz veiktist á Frakklancji
af botnlangabólgu (appendicites)
var fluttur til Englands, skorinn
þar upp, og batnaði svo vel, að
hann er nú fyrir nokkum síðan
orðinn vígfær aftur.
Vilhjálmur Norman veiktist af
tæringu í skotgröfunum á Frakk-
landi. Var hann all-lengi á
sjúkrahúsum á Frakklandi og
Englandi, síðan sendur heim-
leiðis, en komst ekki nema til
Hamilton, Ontario; þar dó hann,
og var grafinn þar. En litlu síð-
ar lét landstjómin, samkvæmt
ósk föður hans, grafa líkið upp,
og flyta það hingað til bæjarins, I
og var það svo jarðað hér, að
hermannasið, í “Ross Bay”
kirkjugarðinum þ. 26. sept síð-
astliðinn.
Vilhjálmur var stór og gjörvi-
legur maður, fæddur hér í bæn-
um fyrir 25(4 ári síðan. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Stein-
grímur Jónasson Norman, ætt-
aður úr Syðri-Laxárdal í Húna-
vatnssýslu og Lassaríana Bjama
dóttir frá Skarðshömmm í Mýra-
sýslu, og lézt hún hér í bænum
fyrir hér um bil þremur árum
síðan. Steigrímur, sem er smið-
ur góður, hefir búið hér í 27 ár
og lengst af unnið fyrir fylkis-
stjómina.
pá vil eg einnig geta hér um
einn ungan, íslenzkan pilt, sem
eg hefi orðið var við hér í sjó-
hernum, þó hann innritaðist hér
ekki, því annars gæti svo farið,
að hans yrði aldrei getið í blöð-
um vorum. Piltur þessi heitir
Leo Emerson, fæddur hér í bæn-
um fyrir 23 árum síðan, en gekk
í sjóherinn (R. N. C. V. R.) í
Edmonton, Alberta í byrjun des-
embermánaðar í vetur. Foreldr-
ar hans eru þau hjónin Guð-
mundur Einarsson (Mundy Em-
erson), ættaður úr Mýrasýslu og
Sigríður Einarsdóttir frá Staf-
holti í sömu sýslu, og bjuggu þau
hér í bænum og grendinni um
tuttugu ár, en búa nú á landi sínu
all-langt norði-vestur af Edmon-
ton. Nánari upplýsingar um
þetta hefi eg ekki getað fengið
og hefi þó leitast við það.
Að endingu finst mér það vel
viðeigandi að minnast þess hér,
að Victoria höfuðborg fylkisins,
og fæðingarstaður flestra og
heimili allra hinna ofannefndu
hermanna, — varð 75 ára gömul
þ. 14. þ. m. pann dag, árið 1843,
lenti Sir James Douglas, fyrsti
landstjóri (governor) Vancouver
Iland’s, og föruneyti hans, hér i
suð-austur odda eyjunnar, þar
sem borgin nú stendur, og alveg
á sama stað og sagt er að Capt.
George Vancouver, sá er fann J
eyjuna, hafi lent, árið 1792.
Hudsonsflóa félagið, sem James
Douglas var þá verzlunarstjóri
fyrir, með aðal-stöð í Fort
Vancouver, — bygði hér svo
þremur mánuðum síðan (eða um
miðjan júní 1843) Fort Camosun
sem síðar var nefnt Fort Victoria
og varð það grundvöllur hinnar
núverandi Victoria^borgar. —
Victoria, B. C. 16. marz 1918. •
J. Ásgeir J. Líndal.
-----» • • ♦—--
Einkennilegar vísur.
Sléttubandavísa Hallgríms j
Péturssonar.
Vertu siðugur aldrei ilt
af þér heyrast láttu,;
sértu sniðugur skjaldan skylt
skarnið við þá áttu.
Menn geta reynt að fara með
vísuna aftur á bak og séð til
hversu hún hljóðar þá.
Eftirfarandi vísa, er sögð að
vera eftir Jón föður Steins bisk-
ups, og hefir hún lengi verið tal-
in ein hinna allra bezt ortu vísna
íslenzkra:
Dóma grundar aldrei ann
illu prettatáli
sóma stundar hvergi hann
hallar réttu máli.
Með vilja er vísan hér prentuð
án lestrarmerkja, því eftir því,
sem lestrarmerkin eru sett verð-
ur vísan lof eða last. Auk þess
er vísan sléttubönd og gildir
sama usm lestrarmerkin þótt hún
sé höfð yfir aftur á bak, að hún
verður lof eða last, eftir því sem
þau eru sett.
pað er hægt að hafa yfir heilar'
bögur án þess rímið þekkist,
þegar þær eru nógu alþýðlegar.
Margir munu lesa línur þessar
án þess að taka eftir, að hér er
að ræða um vísu.
pað er hægt að hafa yfir heilar
bögur,
án þess rímið þekkist, þegar
þær eru nógu alþýðlegar.
Vísa þessi er eftir Andrés
Björnsson. Var hann, eins og
mörgum er kunnugt, allra manna
leiknastur í því að gjöra smelln-
ar vísur og unni ferhendunum*
mest alls kveðskapar. Um fer- (
%T ✓ • .. 1 • \i* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
.IpilllBillllMIIIIIMIIIIHIIIIMIIIHIHIIIIMIIIIHIIIIBIIHIIIMIIIIIMIIIIHIIHIimilllHIIIIHIinMmmtHIIIMIKIlMIIIIIMin'ainiia
; H. SCHWARTZ & CO. I
HERRAR OG FRÚR! TAKIÐ EFTIR! |
Alveg fáheyrð kjörkaup á nýmóðins vor-fatnaði, svo _
vel sniðnum að þér fallið í stafi. Verðið er svo lágt, borið jj
i saman við gæðin, að það er næstum ótrúlegt. pessi maka- *
B lausu fataefni, eru alveg nýkomin á markaðinn, af öllum ■
■ tegundum, með öllum regnbogans litum. ■
I Komið strax og lítið á sýnishornin! É
Föt einnig hreinsuð, pressuð og bætt.
Fyrsta flokks klæðskeri, karla og kvenna. |
p H. SCHWARTZ & CO. |
p Karla og kvenna klæðskeri. p
jj 563 Portage Ave. - - Sími: Sh. 5574 p
g I
ÍBIIiMIIMIIIMIIMUMIIMIIIMIIlMlilMllliMmiMWIIiMIIIMIIIMIllMIIIMillMIIIMfllllBIIIIMIlH
Gophereide
Steindrepur Gophers í hverju tilfelli
Gophcrs þykir ,.Gophercide“ gott á bragðíð. Þeir finna
eigi á bragðinu eitrið, sem í því er.
Gophers eta korn, sem vætt er í Gophercide og það stein
drepur þá.
Reynið það strax, áður en hveitið fer að spretta.
Biðjið kaupmann yðar um „Gophercide“
-----------------Búið til hjá--------
National flrug & Chemical Co. of Ganada, Ltd.
MONTREAL
Útibú í Vesturlandinu:—Calgary, Edmonton, Nelson, Van-
couver, Victoria, Winnipeg, Regina
henduna kvað hann.
Ferskeytlan er Frónsbúans
í fyrsta barnaglingur,
en verður oft í höndum hans
hvöss sem byssustingur
SÓLSKIN
SÓLSKIN
3
Sagan af Sjatar konungi og
Sónaide drotningu.
Framh.
“Eg vona að hamingjan verði með okkur,
elskulega Sonaide”, sagði Sjatar konungur, “og
tak við svanaham þínum; lifðu sæl á meðan og
mundu að eg þrái þig”. Hann rétti þá haminn að
henni og var hún þegar horfin undir eins og hún
snart hann, en svanurinn synti frá landinu út á
vatnið, leit þar snöggvast við til konungs og
hneigði höfuðið vingjamlega. Hinir svanimir
höfðu beðið þar úti á vatninu eftir henni, og tók
nú allur hópurinn sig upp og flaug austur á hæð-
irnar, og var brátt horfinn augum Sjatars kon-
ungs. >
Sjatar konungi varð löng biðin til næsta dags,
og þegar fór að líða að hádegi, var ekki laust við
að hann væri farinn að verða órólegur, en þá reið
þar að tjöldunum flökkur manna á ösnum og hest-
um og var þar þá komin Sónaide með nokkmm af
meyjum sínum og fjölda presta. Konurtgur tók
þeim öllum tveim höndum, sem nærri má geta,
og hvort sem um það var talað lengur eða skemur,
þá varð það úr, að prestarnir föstnuðu Sjatar kon-
ungi Sónaide fyrir hönd Davúta fóstra hennar og
þó ekki með fúsum vilja hans. pað var ákveðið,
að brúðkaup skyldi haldið í höll konungs að mán-
aðarfresti, og fór það fram á tilteknum tíma.
Brúðurin kom með fríðu föruneyti til brúðkaups
síns og gerði fóstri hennar hana ríkulega úr garði
sem konungsdóttur sæmdi, en ekki vildi hann
sjálfur þar nærri koma.
petta er sagan af því, hvemig Sjatar konungur
fékk Sóaide hina fögru, og svona sagði hvert bam
hana öðru um Indíaland.
n.
Sorgin.
Nú eru liðin sjö ár síðan glaðir gestir sátu
brúðkaup Sjatars konungs og Sónaide drotningar
og horfðu fagnandi á sælu þeirra og voru heillaðir
af ástum þeirra og yndisleik. Nú grúfir koldimm
haustnótt yfir höll Sjatars konungs og yfir hon-
um sjálfum, þar sem hann hefir kropið á kné fyrir
framan sæng konu sinnar með höndumar fyrir
andliti sér, og laugar sængina tárum sínum. pví
Sónaide er ekki í sænginni. Hún er horfin burt,
og því liggur Sjartar konungur þar nú andvarp-
andi til guðanna og sárbænir þá um að mega sjá
konu sína aftur. Og það var sárast af öllu í þess-
um harmi, að hann var sjálfur skuld í honum og
enginn annar, og því var samvizka hans svo pín-
andi sár við hann og gaf honum engan frið. Hann
rakti fet fyrir fet alla æfi sína, frá því fyrst að
hann sá svanina koma á gullvængjunum við heið-
arbrúnina og alt fram að þessari stund. Hann
mundi vel hve ákaft hann hafði elskað Sónaide og
elskaði hana þó aldrei heitara en nú. Hann mint-
ist þess, hve ástrík og ráðholl hún hafði verið hon-
um öll þau ár, og hve oft hún hafði hvatt hann til
að láta af svallinu með vinum sínum, veðreiðum
sínum og þessum löngu og tíðu veiðiferðum. Svo
mintist hann þess, hvernig lokkunar og fríunarorð
vina hans höfðu dregið hann út á sömu villustig-
una hvað eftir annað, út á þá villustigu, sem hugs-
unarlaus, gjálíf og munaðargjöm æska hafði leitt
hann út á í fyrstu. Alt þetta hafði hann gert í
stað þess að hugsa um velferð þegna sinna, eins
og Sónaide hafði svo oft mint hann á. Og það var
nærri ótrúlegt, hve þolinmóð hún hafði verið.
Hve oft hafði hún ekki gengið grátandi burt, þeg-
ar hann kom heim með blóðug dýrin af veiðum,
og hafði þá stundum skotið mæður frá ungum af-
kvæmum eða afkvæmi frá mæðrum, og aldrei hafði
hún mælt til hans eitt ásökunar orð nema að eins
í fyrsta sinn, þegar hann kom með svaninn, sem
hann hafði sært í brjóstið og hundur hans hafði
dregið hálfdauðan upp úr reyraum, þá bað hún
hann grátandi að hætta að skjóta saklaus dýrin
og lofa þeim að eiga frið í ríkjum þeirra, eins og
hin rétta Bramatrú byði. Hann hafði þá heitið
því hátíðlega, en lítið gert að því að efna það hing-
að til. Eins hafði hann heitið henni því að drekka
sig aldrei ölvaðan, og hveraig hafði hann ekki
efnt það. pað var ölið, sem var orsök í allri ógæfu
hans. pað var orsök í því, að hann sagði henni
fyrsta móðgunaryrðið, þá fyrir tveim ámm, og
þá hefði hann þegar átt vísan bana, ef hún hefði
ekki bjargað honum, tekið svanaham sinn og flog-
ið á fund fóstra síns og beðið honum griða. Hve
sæll var hann ekki þá, þegar hún kom aftur í
svanaham sínum um morguninn, breiddi svo
faðminn á móti honum, lagði hendur um háls hon-
um og sagði með gleðitárin í augunum að honum
væri fyrirgefið. Og þó hafði hann aftur sármóðg-
að hana, þegar hann kom ölvaður af veiðiförinni
l
í fyrra dag, og þó hafði hún ekki sagt eitt orð, og
gengið að eins þegjandi og sorgbitin inn í herbergi
sitt, þetta sama herbergi, sem hann var í nú. Hér
hafði hún mátt láta myrkrið og þögnina friða
harm sinn. Hann hafði að sönnu iðrað þessa, þeg-
ar af honum rann ölvíman og farið inn í herbergi
hennar til að biðja hana grátandi fyrirgefningar,
en þá var sængin auð. Hún var án efa eins í þetta
sinn farin til að biðja honum vægðar, því fóstri
hennar mundi senda Hatú miskunnarlaust undir
eins og hann vissi að henni var gert hugstríð.
En þessi bið var svo óendanlega þungbær að
þessu sinni. í fyrra sinn var hún komin aftur um
morguninn við sólar uppkomu, en hann hafði vak-
að þar á sama stað eftir henni alla síðustu nótt,
allan daginn og það sem af var þessari nótt, og enn
þá var hún ekki komin. Nú fanst Sjatar konungi
hann vera búinn að fá krafta til að byrja nýtt líf
og var búinn að leggja niður i huga sínum, hvernig
hann ætlaði að bæta henni það alt að' fullu, sem
hann hafði brotið við hana, og þráði að eins að hún
kæmi, svo að hann gæti faðmað hana að sér og
beðið hana að fyrirgefa sér alt.
En nóttin leið og sólin var komin upp fyrir
góðri stund, þegar hann sér loksins hvar Sónaide
kemur í svanaham sínum og stefnir á opinn glugg-
ann, en flaug nú svo undarlega lágt og bar svo
seint vængina. Hann beið fyrir innan gluggann
með opnum örmum og ætlaði að taka á móti henni,
en rétt sem hún skrapp inn úr glugganum, féll
hamurinn niður fyrir fætur honum eins og dauð-
ur og Sónaide hné magnlaus í faðm hans og var
föl og máttlítil. Hann bar hana til sængur sinnar,
og lagði hana þar hægt niður. pá opnaði hún augu
sín, rétti móti honum báða armana og sagði með
svo veikri rödd að varla varð heyrt: “pér er
fyrirgefið, elsku vinur minn, en eg get ekki lifað
hjá þér lengur, því einn af veiðimönnum þínum,
sem þú hefir gefið veiðirétt hjá Atibú-vatni, særði
mig ör í brjóstið, sem hefir gert mér svo sárar
kvalir og tæmt svo hjartablóð mitt, að eg finn að
dauðinn er kominn. Vertu sæll, hjartans vinur,
og reyndu að gera alt sem þér er unt til þess að
við fáum að finnast aftur”. Hann kysti konu sína
grátandi og vildi faðma hana að sér og svara henni
einhverju, en þá leið létt andvarp upp frá brjósti
hennar og var hún önduð.
petta alt gat Sjatar ekki af borið; hann fann
mátt sinn þverra og hné í ómegin ofan að brjósti
konu sinnar dáinnar. Hve lengi hann lá í þessu
ástandi vissi hann ekki sjálfur, en þegar hann
raknaði við, lá hann sjálfur í sænginni, en lík konu
hans var horfið, þvi Parvatí gyðja hafði sjálf sótt
lík Sónaide dóttur sinnar til að sameina það aftur
anda hennar hjá sér á himni. pað skildi og Sjatar
konungur strax, að líks konu hans þurfti ekki að
leita, og einskis annars goðborins manns. En
svanahamurinn sást þar á gólfinu og sáust nokkr-
ar fjaðrir úr lagi færðar undir vængnum og stqrk-
in blóðrás eftir brjóstinu. Að öðru leyti var hann
hinn sami og þegar Sjatar konungur tók hann við
Atíbú-vatn forðum, að eins bærðist hjartað nú ekki
í brjóstinu. Sjatar konungur titraði af sorg og
tilfinningum, þegar hann leit á hjartasárið, en
hann grét ekki meir. pað var eins og uppsprettan
væri þomuð, þaðan sem tárin komu. Hánn tók
haminn, smurði hann sjálfur vemdarsmyrslum og
lét gera honum gullskrín, sem hann lét standa í
svefnherbergi sínu hjá sæng sinni.
Sjatar konungur sat að ríki sínu sem áður,
og þó engin stórtíðindi gerðist þar, þá var þó ekki
alveg tíðindalaust fyrir því. Hann fór ekki marg-
ar veiðiferðir eftir þetta, en hann fór þeim mun
oftar um ríki sitt til að gæta laga og réttvísi og
líta eftir störfum þjóna sinna, sem hann setti
þegnum sinum til varnar. Hann fór um landið
þegar að uppskerunni kom og leit sjálfur eftir því,
að sá skattur gyldist refjalaust, sem hann hafði
sett til uppeldis fátækum mönnum. Hann gaf
helming af öllum tekjum sínum til uppeldis sjúk-
um mönnum og gerði það síðan margur að hans
dæmi. En merkilegust af öllu voru þau lög, sem
hann setti til vemdar dýrunum. Hann bannaði
allar skemtiveiðar, á hverjum tíma árs sem var.
Hann bannaði og að særa eða lífláta nokkura móð-
ur, sem afkvæmið fylgdi, hvort sem það væri fugl
með ungum, ær með lambi eða hind með kálfi, og
eins að gera ungviðinu nokkurn skaða meðan það
fylgdi mæðrum sínum, og enn nú eitt bannaði
hann; Hann lagði stranga hegningu við að nokk-
urri skepnu yrði mein gert eða hún svift lífi frá
því sól gengi undir og til þess sól risi upp, “því
guðirnir hafa gefið nóttina öllum skepnum til frið-
ar, sem á jörðinni lifa”. petta og margt annað
fleira leiddi hann í lög í ríki sínu og lét ekki þar
við sitja, heldur setti hann líka trúa menn til að
gæta þessara laga.
Á þennan hátt mátti segja, að Sjatar konungur
skapaði sér nýtt ríki og nýja þjóð, og ekki síður
mátti segja hitt, að þessi nýja þjóð hefði fengið