Lögberg - 11.04.1918, Page 3

Lögberg - 11.04.1918, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. f ákafa sínum kom hún með hverja spurning- una á fætur annari, og Jana sagði henni frá öllum smáatvikum, sem hún hafði getað náð í; en Laura átti erfitt með að skilja sum þeirra. “Hefir alls ekkert heyrst um hana síðan í júní — síðan í júní í fyrra?” endurtók Laura. “En Jana, hefir þú engin bréf fengið frá henni síðan, allan þenna tíma?” “Jú, eitt, en það sagði mér ekkert um það hvar húh var. pað var^bréfið sem kom til okkar siðasta nýársdag, og í því óskaði hún okkur gleði- legs nýárs”. “Var það seinasta bréfið, sem þú fékst frá henni?” “Já,.það var það seinasta. Eftir það skrifaði eg þrjú bréf til hennar; það voru sömu bréfin, sem eg fann í bókasölubúðinni, og hún hafði aldrei vitj- að um. Manstu eftir því, að eg sagði þér frá undarlegum draum, sem mig dreymdi um Clarice — mjög óviðfeldin draumur”. “Eg man eftir að þú mintist eitthvað á hana”, svaraði Laura. “pú sagðir að þig hefði dreymt draum, sem gerði þig órólega, en þú vildir ekki segja mér hann, þar eð þú varst hrædd um að eg mundi hæðast að honum”. “Já”, sagði Jana, “það var í marz. Draumur- inn gerði mig svo órólega, og eg skrifaði, eins og eg sagði þér, oftar en einu sinni til Clarice og beð hana að segja mér hvernig sér liði. pað voru bréfin, sem eg mintist á áðan. Sérhvert smáat- vik í þeim draumi stendur jafn ljóst fyrir mér nú, eins og þá. pað eru augnablik, sem hjátrúin er of sterk hjá mér, svp að hún virðist benda á hin sönnu forlög Clarice. Mér finst að eg viti með vissu, að við fáum aldrei að sjá hana — lifandi”. Iiauru hálflangaði til að hæðast að orðum hennar. “Viltu segja mér þenna draum, Jana?” “Nei”, sagði Jana með hryllingi. “Eg get ekki sagt frá honum, og sízt af öllum þér”. Laura varð forvitin. “Hvers vegna sízt af öllum mér?” “Af því — af því — þú áttir íhlutun í honum ásamt Clarice — varst blönduð saman við hann á hryllilegan hátt — en eg er flón, held eg”, sagði Jana. “Eg ætla ekki að segja meira um þetta, Laura” Laura skeytti ekki um það. Hún hafði hingað til hlegið að draumum Jönu, og hún ætlaði enn þá að hlæja að þeim. Jönu Chesney hafði tvisvar eða þrisvar dreymt undarlega drauma, sem á markverðan hátt bentu á sanna ókomna viðburði lífsins. Einn þeirra sagði fyrir dauða móður henn- ar, og Jana hafði sagt frá draumnum áður en dauðann bar að höndum. En viðburðimir, sem seinna áttu sér stað, stóðu í sambandi við og stað- festu draumana, er að minsta kosti óhætt að full- yrða. Og þó var Jana að eðlisfari ekki hjátrúar- full; en draumamir höfðu að vissu leyti þvingað hana til að vera það. Hún geymdi þessar tilfinn- ingar hjá sjálfri sér, eins og okkur öllum er eðli- legt að gera með þær tilfinningar, sem bygðar eru á ímyndunaralfinu — undirvitundinni. En meðal allra drauma sinna Kafði hana aldrei dreymt neinn sem var jafn skelfilegur, jafn voðaleg sannreynd, eins og þessi seinasti, sem snerist um Clarice syst- ur hennar. “pað er táldrægni af þér, Jana, að halda því fram, að þú hafir ekkert heyrt um Clarice síðan á nýársdag”, sagði Laura aftur. Jana leit á hana. “Eg hefi ekkert heyrt frá henni síðan”. “Hvað gagnar þér að segja það, Jana?” sagði Laura fremur önug; því hún var jafn gröm yfir því að láta villa sér sjónir og jarlinn, faðir hennar. “pú veist mjög vel, að þú hefir fengið að minsta kosti eitt bréf síðan, og það mjög vinveitt og ást- ríkt bréf”. Jana varð alveg hissa. “Eg veit ekki hvaða heilabrot búa í þér, Laura, en eg veit að eg hefi fekki fengið eina línu eða eitt orð frá Clarice, síðan eg fékk bréfið snemma í janúarmánuði”. Laura tók upp pyngjuna sína — falleg gjöf frá Carlton — og tók upp úr henni lítinn bréf- snepil, sem var partur af bréfi. “Sjáðu þetta, Jana. pú þekkir rithönd Clar- ice, er hún þetta eða ekki? Eg lét það í pyngjuna mína í dag til að færa þér það”.* “ó, já, það er rithönd Clarice”, sagði Jana um leið og hún tók við bréfsneplinum. pað var efsti hlutinn af fyrstu síðu, þar sem bréfið byrjaði og var dagsett í London 28. febrúar. pað byrjaði þannig: Elskan mín, eg ætla að bera upp fyrir þér uppástungu, og —” parna var snepillinn rifinn af bréfinu. Hins vegar á honum stóð endir bréfsins, sem sjáanlega hafði verið stutt: “------án tafar. Ávalt þín eigin Clarice”. Jana hugsaði um þessi orð, einkum um dag- setninguna. En hún hafði aldrei áður séð þenna bréfsnepil, og það sagði hún. “Rugl”, sagði Laura. “Ef það er ekki skrifað til þín, til hvers skyldi það þá vera skrifað? Clarice skrifaði aldrei heim neinum öðrum en þér, eftir að hún fór að heiman”. “Hvar hefir þú fundið þetta? spurði Jana. “pað kom að heiman ásamt fötunum mínum”. “Alveg ómögulegt”, sagði Jana. “Eg tók sjálf fötin þín saman og bjó um þau. pað fylgdi þeim enginn pappírssnepill eins og þessi”. “Eg segi þér það satt, Jana, eg fékk hann með fötunum mínum í koffortinu. Fyrir stuttu síðan bað eg um einar af kniplingaermunum mínum. Eg reiddist þernunni minni og hvolfdi úr kommóðu- skúffunni á gólfið, sem kniplingaflíkurnar voru í. Pegar eg tók þær upp aftur til að láta þær 1 skúff- una, fann eg þenna pappírssnepil. Að hann hefir komið að heiman ásamt kniplingaermunum mín- um, er áreiðanlegt, því þær voru fluttar úr koffort- inu í skúffuna. Og þar hefir hann hlotið að liggja án þess eftir honum væri tekið; hann hefir máské smokkast inn undir blaðapappírinn, sem var látinn á botninn í skúffunni”. “petta er mér alveg óskiljanlegt”, svaraði Jana. “Eg veit að eg hefi aldrei fengið þetta bréf. Og eins og þú segir, skrifaði Clarice að eins mér. En hún orðaði aldrei bréf sín þannig; það líkist helzt því, sem kona mundi skrifa manni sinum”. “pessi mikla vinsemd kom mér á óvart”, sagði Laura; “eg hélt að hún væri alt í einu orðin svo yfirburða ástrík”. “Clarice er of skynsöm til að koma með hóf- lausa blíðu”, sagði Jana. “Eg get ekki skilið þetta”, sagði hún aftur. “pað sýnist líkjast öllu öðru, alveg óskiljanleg gáta. . Viltu gefa mér þenna pappírssnepil, Laura?” “Já, með mestu ánægju. Eg vona að við fá- um bráðum að heyra eitthvað um hana. pað er svo voðalega ósanngjarnt fyrir lafði Clarice Ches- ney eða hvaða lafði, sem er, að vinna fyrir sér sem kennari. En hún hefir að líkindum ekki heyrt um breytinguna. Jana — til þess að tala um eitthvað annað — veizt þú að eg sá pabba í Pembury ?” “Nei”. “Eg sá hann þar. Eg var að heimsækja ofursta Mardens; þau eru syo viðfeldnar mann- eskjur — en þú þekkir þau nú sjálfsagt. Eg ók með frú Marden um göturnar í litlum vagni með smá-hestum fyrir, og svo mættum við vagni Sir James með honum og pabba í. Af undrun og hræðslu varð eg næstum frávita. Eg kipti í taum- ana og smáhestamir þutu af stað. Daginn eftir heyrðum við að pabbi væri farinn aftur”. “Ætlar þú að fara?” spurði Jana; þegar Laura stóð upp. “Já, nú verð eg að fara. Eg skal bráðum koma aftur; því eg hefi ekki sagt helminginn af því, sem eg ætlaði að segja þér, eða munað eftir helmningnum af spurningunum. Vertu sæl, Jana. Fylgdu mér út að hliðinu”. “Mér líður ekki nógu vel til að geta farið út”, sagði Jana. “Rugl, það er að eins ímyndun. Að hreyfa þig fáar mínútur í sólskininu er þér holt”. Jana gerði sem hún var beðin. Hún fór í yfirhöfn sína og fylgdi Lauru út að hliðinu. pað var indæll haustdagur. Sólin sendi geisla sína og rauðu blöðin blikuðu á milli laufanna. Jana fann strax að hreina loftið fjörgaði hana, og hún flýtti sér ekki strax inn aftur. Laura þrýsti hendi hennar og gekk ofan göt- una. pegar hún var komin fram hjá bugðu á veginum, mætti hún manni sínum, sem gekk hratt og veifaði reyrpriki í hendi sinni. “Ó, Lewis,.kemur þú til að sækja mig?” “Ekki eg”, sagði Carlton hlæjandi. “pað kostaði mig afarmikið af siðferðislegum kjark, að voga mér inn á landareign lafði Jönu, óvinar míns. Hefir samfundur ykkar verið hátíðlegur, Laura?” “ Hann hefir verið mjög viðfeldinn. Jana er auðvitað engin fyrirmynd í blíðu. Hún sagði að eg mætti koma og heimsækja sig, þegar eg vildi, en þú mátt ekki koma, og hún vill ekki koma heim til mín”. “pá mundi eg endurgjalda henni með því, að koma aldrei til hennar”. “ó, það veit eg nú samt ekki”, var kæruleysis- legt svar Lauru; “eg hefi gaman af að koma til hennar við og við, og hún mun eflaust bráðum koma viti fyrir sig. Vilt þú ekki koma með mér Lewis, eða ætlar þú nokkuð annað?” ‘“Eg get ekki komið með þér, góða mín. pað er einn sjúklingur, sem bíðúr mín”. “Hver er það?” “Kona landseta. pú þekkir hana ekki. Hún er mjög veik”. pau gengu hvort sína leið. Laura gekk heim á leið, og Carlton hélt áfram upp Bakkann. pegar hann kom að bugðu vegarins, sá hann einhvern koma á móti sér úr gagnstæðri átt, og þekti að það var ungi.Friðrik Grey. Og þessi hr. Grey var nú gramur í skapi. pað er nauðsynlegt að lýsa orsökinni til þess. Að liðinni Mikjálsmessu kom einhver hr. Thrupp og kona hans úr fjarlægu héraði, til að setjast að á leigubýli rétt fyrir ofan Bakkann. Stuttu eftir að þau voru komin veiktist konan, og Carlton var sóttur til hennar. Leiguliðinn vissi ekkert og hafði ekkert heyrt um starfsemi læknanna, sem þar áttu heima; en Carlton átti heima næst honum og þess vegna var hann sóttur. Hr. Carlton kom; en veikin var af svo alvar- legri tegund, að hann, eftir fárra daga tilraunir stakk upp á því, að anar læknir væri kallaður, svo að þeir gætu ráðgast um aðferðina við lækninga- tilraunirnar, og nefndi John Grey. Leiguliðinn, hr. Thrupp, fór til heimilis Greys bi'æðranna til að biðja John að koma snemma næsta morgun. John var ekki heima, en Stephen var til staðar, og leiguliðinn, sem ekkert vissi um óviljann, sem menn báru til hins síðast nefnda, samdi við hann að koma í stað bróður síns. Carlton varð mjög undrandi yfir því að finna hann; meðan hann var kyr, sagði Carlton ekkert, en þegar Stephen var farinn, var Carlton kyr til að segja eitthvað. petta skeði um morgunin, sama daginn og lafði Laura heimsótti systur sína. Carlton var nú á leiðinni til leiguliðans, og vissi ekki að Friðrik Grey, sem kom á móti honum kom beina leið þaðan. Tilfellið var, að Friðrik hafði verið sendur þangað af föður sínum, til að spyrja um áhrifin af ýmsum lyfjum, sem Carlton og hann höfðu komið sér saman um að nota. pegar Friðrik kom þangað kom leiguliðinn út til að tala við hann. “pér eruð máské ættingi Stephen Greys, hr. minn ?” sagði leiguliðinn þegar hann var búinn að svara spurningum Friðriks. “Eg er sonur Stephen Greys. pví spyrjið þér að þessu?” Thrupp, sem var einfeldnislegur að útliti, klóraði sér bak við eyrað. “pér eruð þá máské svo góður að segja föður yðar, að við viljum helzt að hann komi ekki aftur”, sagði hann nokkuð hikandi; því honum geðjaðist ekki að því að segja það, sem hann varð að segja. “pað hefir gert konuna mína enn þá taugaveikl- aðri að heyra, að hann sendir stundum af ógáti eitur í lyfjaglösum sínum. Hún er nú dálítið frískari, og hún heldur að Carlton muni geta gert sig heilbrigða aftur. Ef þér viljið að eins vera svo góður, hr. minn, að segja hr. Stephen Grey þetta og færa honum þakklæti okkar fyrir komuna í morgun”. Gremjulegur roði breiddist yfir andlit Frið- riks við að heyra þetta. “Hver hefir baknagað föður minn á þenna hátt?” spurði hann. “Engin móðgun, hr.”, svaraði leiguliðinn kurteislega; “það var ekki áform mitt að segja ilt um neinn, því við vitum ekkert nema það, sem við höfum heyrt. pegar faðir yðar var farinn, spurði hinn læknirinn, hvernig okkur hefði komið til hug- ar að biðja hann að koma. Hann sagði, að það gæti orðið til að deyða okkur-einhverntíma. því hann væri ekki svo nákvæmur með tilbúning lyfj- anna, og ein kona væri dáin af þeim orsökum. Hinn bróðirinn, hr. John, væri í alla staði áreiðan- legur maður, og að það hefði verið hann, sem eg átti að bdðja að koma. Eg spurði næsta nágranna minn hvort það væri satt, að kona hefði dáið eftir að hafa neytt lyfs frá þessum lækni, og hann sagði að það væri satt. petta orsakaði að konu minni sló niður aftur, hr., og við vorum hrædd um að hún mundi deyja — þér gerið máské svo vel að segja honum, hr., án þess að bæta við nokkurri móðgun, að okkur væri kærara að hann kæmi ekki oftar hingað”. Friðrik Grey yfirgaf leiguliðann, með sjóð- . andi blóði í æðum sínum yfir því ranglæti, sem faðir hans varð fyrir, yfir þeirri ilsku — þannig leit hann á það — sem Carlton beitti við hann. pað var á heirpleið frá þessum óánægjulega sam- fundi, og af því hr. Grey var í afar-illu skapi, var það mjög óheppilegt að þeir mættust, rétt fyrir utan girðingarhliðið hennar Jönu Chesney. pað mætti kalla lafði Jönu, þriðja mann við þenna samfund. Hún hafði gengið sér til skemt- unar um gangstígana, eftir að Laura var farin, og þegar hún nálgaðist hliðið aftur, heyrði hún fóta- tak úti á götunni og leit ósjálfrátt út: þar var Carlton skamt frá henni á aðra hlið og sonur Stephen Greys á hina. par eð hún vildi síður iáta læknirinn sjá sig, gekk hún til hliðar bak við girð- inguna þangað til hann var kominn fram hjá. En þeir áttu nú ekki að skilja orðalaust. Carl- ton hélt áfram og hneigði sig ofurlítið, kæruleys- islega að hálfu leyti og drambsamlega að hinu leyti, fyrir unga manninum, þegar hann djarfur óhræddur og reiður gekk í veg fyrir hann. “Flýtið þér yður ekki svona mikið fram hjá mér, hr. Carlton, ef eg má mælast til þess. Eg skal vera yður þakklátur ef þér viljið fyrst skýra mér frá því, sem iþér hafið sagt um föður minn‘á heimili hr. Thrupps”. Hr. Carlton starði á hann við að heyra þessi orð, og drambið í svip hans fór vaxandi. “pér eruð dálítið æstur, ungi maður, að eg held”, svaraði hann með háðslegri vinsemd. “Hr. Stephen og eg getum jafnað okkar málefni án yðar * hjálpar”. petta svar gerði Friðrik enn þá æstari, svo hann misti varkárni sína. “pér eruð vondur og lævís maður”, sagði hann. “pér hafið með undir- ferli unnið að því að hrekja föður minn frá<þess- um stað; enginn dagur líður án þess að þér bak- nagið hann með leynd. Hvers vegna segið þér það ekki opinberlega, meðan hann heyrir til yðar, það sem þér hafið að segja, hr. Carlton? Hvers vegna gerið þér það, þegar hann hefir snúið baki við yður og getur ekki varið sig?” “Eg veit ekki við hvað þér eigið”, svaraði Carlton. “Gangið þér til hliðar og lofið mér að halda áfram”. “pér vitið hvað eg á við”, sagði ungi maður- inn og stóð kyr fyrir framan Carlton, svo hann gat ekki haldið áfram. “Hann fann yður hjá Thrupps til ráðagerðar í morgun, og um leið og hann sneri baki að yður, innrættuð þér fólkinu slæmt álit á honum, með því að segja, að hann væri vanur að senda sjúklingum sínum eitruð lyf, sem gerði kon- una svo hrædda, að þau vildu ekki að hann kæmi aftur. Og þannig hefir framkoma yðar verið í marga mánuði. Hvernig þorið þér að halda því fram, að faðir minn hafi eitrað lyfið þetta kvöld, þegar þér vitið að hann gerði það ekki? pegar þér vitið það/segi eg!” Carlton lyfti upp prikinu sínu hótandi. “Ef eg bæri ekki jafnmikla virðingu fyrir frænda yðar sem embættisbróður míns, og einnig fyrir föður yðar, þrátt fyrir vangána, sem hann hefir gert, skyldi eg láta afturendann á yður kynnast prikinu mínu, ungi maður, og kenna yður mannasiði”. Gremja Friðriks minkaði ekki við þessi orð, og það er efasamt hvort hann á þessu augnabliki þekti hættuna, sem stafaði af þeim orðum, er hann var tilbúinn að segja. “pér vitið, segi eg, að hr. Stephen Grey gerði ekki þennan misgáning. pér vitið, að það voruð þér, sem blönduðuð eitrinu í lyfið, þegar þér vor- uð einsamall, eftir að því var skilað. Verið þér ekki að veifa prikinu yðar til mín, hr. Carlton; ’ högg bæta ekki úr morði. Hafi það ekki verið þér, þá hefir það verið sá bófi, sem þér sáuð í stiga- ganginum, og þér hafið tekið að yður, máske fyrir peninga, að varðveita leyndarmál hans og leiða gruninn frá honum. pér tókuð eftir því, að eg grunaði yður þetta sama kveld, sem morðið átti sér stað; þér sáuð að eg grunaði yður, þegar þér báruð vitni fyrir réttinum. Hvað vesalings unga stúlkan hefir gert yður, vitið þér bezt sjálfir; en eg er sannfærður um það, og eg segi yður það í áheyrn guðs, að þér eruð sekur, annaðhvort um dauða hennar, eða þá með því að fela þann mann, sem gerði það. Nú getið þér farið og talað um föður minn, hr. Carlton”. pað var að eins með aðstoð hinna fimustu hliðarstökkva, að Friðrik Grey gat lokið við það, sem hann ætlaði að segja; en nú hitti Carlton hann. Reyrprikið lenti á herðum hans, og Friðrik. sem reiðin gaf eins mikla krafta og ungt ljón hefir, greip það og braut í tvent. Carlton hélt áfram, en skildi eftir fáein kærulaus og háðsk oríí; Friðrik hallaði sér að hliðhurðinni til þess, að blása mæðinrii og jafna sig. Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA^TAR af því þœr eru betri og fullkomnan en aðrar eldspítur á markaðinum. * Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR T.OÐSKINN Bændur, Veiðimennn og Verslunarmenn IiOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu sklnnakaupmenn í Canada) 213 PACIFIC AVENUK...........WINNIPEG, MAN. Ilæsta verð borgað íyrlr Gæmr Húðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU VÐAR. LÁTIÐ OSS SOTA SKINNIN YBAR Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. AHÖUD vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unnið af æfSum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara i Canada. VÉR sútum húSir og skinn, meS h&ri og á.n hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum tii úr þelm hvaS sem menn vilja. VÉR spörum ySur penirtga. VÉR sútum eigi leSur I aktýgl. VÉR borgum hæsta verS fyrir húSir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA LIÍID EFTIR VERDSKRA. W. BOURKE & CO. 505 Pacific Ave., Brandon Meðmæli: Dominion Itauk ©<§ Takið eftir VÖRUMERKINU y/ ----------------------------Vjs Þegar þér þarfnist gieraugna Augnlæknir vor getur hvenær sem er, skoðað augu yðar og mælt sjónina. Skoðunin fer fram í vorum eigin stof- um, í sambandi við búð vora, og ábyrgj- umst vér fyllilega að þú verðir ángður. Verðið á fullkominni, ábyggilegri augnaskoðun “without drops”, er venju- legast að ein; $2.00. Gleraugun kosta yður frá $2.50, $4,50, $5.50 eða meira eftir því hvaða tegund þér viljið og úr hvaða efni. Munið númerið á hinni nýju búð vorri 231 PORTAGE AVE. Beint á móti pósfchúsinu. LIMITED OPTICÍANS ífíAlIu 5iiif0 SOKKAR gefnir Jóns Sigurðssonar fél. Frá Hecla, Man. Pör Mrs. Th. Gíslason...........1 Mrs. G. Thordarson..........1 Mrs. H. Thomason............1 Mrs. K. H. Tomasson.........1 Mrs. R. Bjamason, Nes, Man. 3 Miss S. Helgason, Beaver, Man. 3 Mrs. M. Frederickson, Vidir 3 Mi-s. J. Jörundson, Stony Hill 3 Agnes P. Vatnsdal, Geysir 2 Mrs. S. Simonarson, Geysir 2 Jonasia J. Laxdal, Swan River 2 Mrs. T. Swanson, Glenboro . . 1 Mrs. J. Jónsson, Mary Hill .-. 1 Mrs. Jakobson, Betel, Gimli T Hnausa Soldiers Comfort Society......:...........19 Mrs. A. Kristín Maxon, Markerville...............6 Lily Thorsteinson, Winni- pegosis . . . . . .. . . . . . . 3 Mrs. H. Arnason, Cypress River.....................2 Mrs. Schram, Geysir...........4 Mrs. B. Halldorson, Geysir 2 Mrs. S. Jónsson, Geysir . . . . 2 Mrs. J. Benjamínsson, Geysir 1 Mrs. Oddson, Geysir...........1 Mrs. Jón S. Nordal, Geysir . . 2 Mrs. Th. Péturson.............2 Mrs. Johannes S. Nordal .... 1 Mrs. A. Anderson, Poplar Park 2 Mrs. Johansson, 794 Victor St. 4 Mrs. Magnússon, 670 Lipton St. 1 Fr. E. G. Nordal, Leslie .. .. 11 TAROLEMA lœkmr ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hötuðskóf og varnav hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wfnnipea GOFINE & C0. Tttlt*. M. 3208. — 322-332 Ellkæ Ave. Horninu á Hargrave. Verzla meö og virCa brúkaöa hús- muni, eldstúr og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum 4 öllu sem er nokkurs virði. % Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viö uppboö LandbúnaSaráhöld. allskonar verzlunarvörur. húsbúnaö og fleira. 264 Smitli St. - Tals. M. 1781. Ónefndur ................... 2 i ónefndur . . .. ’...........2 , pessar gjafir þakkar Jóns Sigurðssonar félagið hið bezta. Peningar þeir, er sendir hafa verið til okkar, er veitt höfum móttöku sokkasendingum, verður kvittað fyrir af féhirði félagsins. Mrs. Jóhannson. Mrs. I. Goodmundson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.