Lögberg - 11.04.1918, Síða 4

Lögberg - 11.04.1918, Síða 4
V LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL 1918 Jögberg. Gefið út Kvern Fimtudag af The C#l- umbia Press, Ltd.,)Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSISII: GARKV 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift ti! blaðsins: THE COtUMBIA PRESS, Itd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Rauði krossinn. pað er víst ekki til nokkur íslendingur, hvorki karl eða kona í Vesturheimi, sem ekki hefir heyrt Rauða kross félagið nefnt; hinn óþreytandi bjarg- vætt þeirra sem bágt eiga, hina lifandi og sí starf- andi ímynd þess sem mest er í heimi—mannkær- leikans. Eins og mörgum af lesendum vorum er víst kunnugt, er nú þessa viku verið að skora á menn, að leggia frarn peninga í þarfir þessa félags, og er því ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um Rauða kross félagið, og verk það, sem það er að vinna í sambandi við þetta stríð, ef vera mætti, að íyrir einhverjum af lesendum vorum mætti skýr- ast hve þörfin er nú brýn til þess að hjálpa. Vér vitum að frá því, að hjarta Florence Nightengale blæddi út af eymd og þjáningum hinna særðu og veiku, og að frá árinu 1864, þegar Rauða kross félagið var formlega stofnað að til- hlutan franska mannvinarins Dufour, á alþjóða þinginu í Svisslandi og friðhelgt gjört, þá hefir það verið fyrst í öllum mannraunum til þess að græða og líkna. Á vígvöllunum, þar sem sárir og dauð-þreyttir hermennirnir hafa legið í blóði sínu, hefur líknar- félag þetta ávalt verið til staðar, til þess að draga úr sviðanum og græða sárin. • pegar hungursneyð og sjúkdómar hafa læzt í greipum sér einhvem hluta mannkynsins, hefir þaðan komið hjálp hin bráðasta. pegar stórslys hafa komið fyrir af völdum náttúruaflanna eða sökum einhverra ófyrirsjáanlegra orsaka, hefir Rauða kross félagið verið til staðar til þess að hjúkra, gleðja og græða. Og nú, þegar stríðsfáni þjóðanna var borinn fram, þá fylgdi honum fáni Rauða krossins, með sínum alkunnu og Guði vígðu einkunnarorðum; Trú, von og kærleikur. pegar þetta stríð hófst 1914, sendi Rauða kross félagið í Ameríku sveitir sínar til herstöðvanna. Og sökum þess að þetta stríð hefir verið yfirgrips- meira og víðtækara, heldur en nokkurt annað stríð, sem átt hefir sér stað í heiminum, þá varð einnig starf Rauða kross félagsins svo að vera. Verkefni þess í þessu stríði hefir orðið að vera þeim mun meira og víðtækara, sem neyðin og eyðileggingar öflin hafa verið meiri nú en nokkru sinni fyr. pað eru ekki einasta sjúkrahúsin mörgu á bak við vígstöðvamar, sem það hefir þurft að sjá um, og sjúkravagnana, sem á hverjum degi fara fram og aftur um valinn, rétt undir byssukjöft- um óvinanna, til þess að leita uppi og bjarga þeim sjúku og særðu. Ekki aðeins biðstaðirnir í þús- unda tali rétt á bak við herstöðvamar, þar sem þreyttir og þjakaðir hermenn geta notið stundar hvíldar og fengið sér holla, en mjög ódýra hress- ingu. pað eru ekki einasta þrautir hermannsins, sem leggjast á herðar þessa hjálparfélags með öllum sínum þunga og ótal kröfum, heldur líka þjóðanna, eða þjóðarpartanna hjálparlausu. Nú rétt fyrir skömmu barst hermálanefnd Bandaríkjanna eftirfylgjandi skeyti frá Rauða kross nefndinni á Frakklandi: “Ef fólkið í Ameríku gæti með eigin augum séð eymd þeirra, sem daglega em reknir í burt frá heimilum sín- um, og eru allsnaktir hraktir frá einum stað til annars, oft sárveiícir og særðir, þá erum vér viss um að það steinhjarta væri ekki til, sem ekki mundi gjöra alt sem það gæti til þess að hjálpa”. í þeim parti af Frakklandi og Belgíu, sem pjóðverjar hafa tekið, eru þúsundir af bömum og gamalmennum hjálparlaus. Að bjarga þessu fólki frá því að verða hungurmorða, er eitt af skylduverkum Rauða kross félagsins, og til þess að geta bjargað þessum börnum hefir félagið orð- ið að setja á stofn bamaheimili víðsvegar, þar sem þúsundnm bama er veitt móttaka daglega. Eins og mönnum er nú *kunnugt orðið, þá hafa pjóðverjar hernumið flest vinnufært fólk frá þeim pörtum Belgíu og á Frakklandi, er þeir hafa náð á sitt vald og flutt til þýzkalands, og látið það þræla þar þangað til það var þrotið að kröftum. en síðan sent það til baka í gegn um Svissland og tekið óþreytt fólk til þess að fylla skörðin. Og þeg- ar svo þetta fólk kom þangað, sem heimili þess einu sinni voru, þá hefði auðvitað ekki legið neitt annað fyrir því en dauðinn, ef Rauða kross félagið hefði ekki hjálpað. Vér gætum haldið áfram að telja upp hin mörgu og þýðingarmiklu verkefni Rauða kross fé- lagsins í þessu stríði. En nóg er komið til þess að minna menn á sum hin helztu, og líka til þess að mönnum geti skilist, hversu feikna mikið fé þessi starfsemi útheimtir, og vér vonum að nú þegar til fólks vors er leitað, til þeSs að styrkja þessa göf- ugu líknarstarfsemi með fjárframlögum, þá láti isilenzkur drengskapur og norrænn höfðingsskap- ur til sín taka, og að hver einasti Vestur-íslend- ingur láti eitthvað af mörkum í Rauða kross sjóð- inn, til líknar líðandi og stríðandi bræðrum vor- um og systrum á vígstöðvunum. Metnaður. * - Eitt aðal skilyrði fyrir heilbrigðu lífi mann- anna er metnaður. En til þess að metnaður leiði til gæfu og lífsgleði, þá þarf hann að stjómast af þekkingu og dómgreind. Sumir halda að metnaður sé synd. Nær sanni væri að halda að vöntun á honum sé synd. Undir flestum kringumstæðum mun það satt vera, að sú mannpersóna, sem ekki finnur til metnaðar, sé ekki einasta tilþrifalaus og óákveðin, heldur líka í flestum tilfellum ónýt. Sá maður sem er ákveðinn og framkvæmdar- samur, er metnaðargjam maður. En metnaður hans getur verið hættulegur, ef hann þekkir ekki sjálfan sig, og heldur sig sterkari,-heldur en hann í raun og veru er, og svo stefni metnaður hans í ranga átt. i f hvoru tilfellinu sem er, gjörir afvegaleiddur metnaður mannirin ófarsælan. Að þekkja sjálfan sig, vera vandur að meðölum, áformið hreint og skýrt og takmarkið göfugt, eru undirstöðu steinar undir metnað, sem þess virði er að sækjast eftir. pað er margt, sem metnaðargjam maður þarf að varast. Eitt af því, og eitt það þýðingar mesta, er skortur á sjálfsþekking. Hann þarf að þekkja sína eiginn hæfileika, svo að hann lendi ekki út á villigötur dagdraumanna, sem aldrei rætast. Upp- lag mannsins getur verið ágætt til þess að vera læknir, en ófært til þess að vera lögfræðingur. 1 því tilliti mundi vera hið mesta óráð fyrir þann mann að leita frægðar í réttarsölum landsins. Sama er að segja um mann, sem væri upp- lagður til þess að vera málafærslumaður, en ekki sýnt um stjórnmál, hann mundi/ gjöra rangt í því að leita gæfu . sinnar í verkahring stjómmála mannsins. pað væri líka jafn óráðlegt fyrir mann, sem ónáttúraður væri fyrir fjármál, að telja sjálf- um sér trú um það, að hann væri efni ’í ágætan bankastjóra. pó gjöra menn síg seka í þessum yfirsjónum daglega. Sjálfsþekking 3em grundvöllur fyrir lífsstarfi mannanna er því miður ekki gjörð a<y almennri reglu í lífinu. Afleiðingin af því er sú, að þúsundir manna, sem metnað og framgirai hafa, em í stöðugum'elt- ingarleik alt sitt lífsskeið, og hver einasti vonar- neisti hverfur þeim, eins og mýrarljós væri. Samt er metnaðargimi þeirra réttmæt. En það sem að er, er það, að þeir eru, án þess þó að vita það, að reyna til þess að koma því í framkvæmd, sem þeim er ómögulegt — áð ná takmarki án sjálfsþekking- ar né skilningi á sínu eigin upplagi, og reynslu annara, sem, þegar vel er athugað, getur sýnt manni brautina til velgengni og gæfu. En ef menn skyldu nú hitta á hina réttu köll- un sína í lífinu, hvað þá? pá er um að gjöra fyrir manninn að athuga vel hvert metnaðargimi hans stefnir, og mpðulin, sem hann ætlar sér að nota til þess að ná takmarkinu. Ef að fylling hugsjónamannsins er að finna í dollurum og centum, ef hann þráir að eins pen- inga, þá mætti hann alveg eins vel vera án metn- aðar, því peningar eða eignir gjöra engan mann sælan. Jafnaðargeð og ánægja, sem eru ávextir upp- fyltra vona em aldrei eign peninga-mangara eða embættissjúkra manna. peir eru settir til síðu manninum, sem velur hlutskiftið rétta, til þess að geta enn betur notið sín í þjónustu meðbræðra sinna. Að vinna sigur og njóta sín, til þess að geta orðið meðbræðrum sínum í lífinu til gagns, það á að vera undirstaðan undir metnaðargimi mann- anna. Undir áhrifum þannig lagaðrar metnaðargirni getur mönnum veizt auður, völd og virðing, og meira að segja er líklegt að þeim veitist það. En þeirra gróði verður mikið meiri — mikið betri, miklu eftirsóknarverðari heldur en auður og völd. Þarft og óþarft. Tæpast mætir svo maður manni, eða lítur í dagblað um þessar mundir, að eigi heyri eða lesi fagurlega orðaðar prédikanir um spamað og sjálfs- afneitun í einu og öðru. — Slíkar kenningar em eigi aðeins fallegar, heldur og einnig lífsnauðsyn- legar, undir núverandi kringumstæðum, séu þær meira en orðin tóm, þegar verið er að heyja bar- áttuna mestu, sem gera út um það, hvort vér fáum í framtíðinni haldið tilverurétti vorum, sem frjálsir einstaklingar og frjáls þjóð, eða hvort hlutskifti vort eigi að verða það, að lenda í klóm þýzkrar harðstjórnar og herkúgunarvalds. J pað er engum minsta vafa undirorpið, að ef vel á að fara, og hver einstaklingur á að verða fær um að inna af hendi alt, sem af honum verður krafist, í þessari lífs og dauða baráttu, þá þarf á sparnaði og sjálfsafneitun að halda á öllum svið- um. — En gallinn er sá að þeir, sem að jafnaði tala hæzt um sparnað og sjálfsafneitun, em því miður oft og einatt sömu mennimir, sem sízt virðast fara eftir þessum gullvægu kenningum sjálfir, heldur lifa í vellystingum praktuglega, af fé því, sem fátækir, sívinnandi almúgamenn, hafa aflað með súrum sveita. Tímarnir, sem vér nú lifum á, eru svo þrungn- ir af alvöru, að enginn tvíveðrungs-fagurgali ætti að þolast af neinum. pað er brennandi starfs- áhugi, þróttur og þrek, sem þjóðin þarfnast, í staðinn fyrir hugarvíl og ráðþrot. — Sjálfsagt eru sumum enn í fersku minni lof- orðin margvíslegii og fögru, er Bordenstjómin gaf fólkinu við síðustu kosningar; þá átti nú svo sem að verða litið dyggilega eftir hagsmunum einstak- linganna; þá átti heldur en ekki að líta rækilega eftir því, að eigi yrði farið gálauslega með vista- forða þjóðarinnar; já, þá átti sannarlega að vaka yfir öllu, þá átti að spara! — Hverjar efndimar hafa orðið, hafa flestir hugsandi menn sjálfsagt séð fyrir löngu; nægir í því efni að benda á flutningsgjalda hækkunina, Kyrrahafsbrautar hneyxlið, Davis & Co. ósómann o. s. frv. — pessi eru þá fordæmin, sem stjóm landsins gefur fólkinu — meðulin, sem hún virðist halda að dugi bezt, til þess að kenna því að spara! En einkennilegast af öllu er þó ef til vill það, að þessir háværustu sparnaðar-postular, minnast sjaldan eða aldrei á það, hvar þörfin sé mest á að spara, hvers fólk geti helzt án verið, hvað sé þarft, og hvað óþarft, Virðist þó eigi geta hjá því farið, að nauðsynlegt sé að vita á því nokkur skil. Einstaka menn telja t. d. \bifreiðar óþarfa, sem fólkið gæti vel verið án. Vera má að það sé rétt í örfáum tilfellum, en yfir höfuð að tala er það beinlínis rangt. Nytsamari samgöngutæki eru tæptst til; ekki þó sízt út um sveitimar, þar sem fólk býr máske tuttugu til þrjátíu mílur frá járn- braut. Bifreiða framleiðslan í álfu þessari er yfir 20 ára gömul, og veitir atvinnu yfir miljón manns, og sjálfsagt hundrað föld sú tala nýtur góðs af, að því er snertir auðveldari samgöngur, af völdum þess iðnaðar. Hin sívaxandi notkun bifreiða, af hálfu bandamanna, á vígstöðvum Frakklands, sýn- ir berlega hve bráðnauðsynleg sú framleiðsla er á yfirstandandi tímum. Fánýtt gullstáss og hinn og þenna glysvarri- ing, hefði sérhver einlæg fólksstjóm, fyrir löngu verið búin að banna á markaðinum, eða þá að minsta kosti að takmarka söluna á einhvem hátt, eins og nú standa sakir. Hvorki hefir þó stjómin svo vér vitum, gert neitt í þá átt enn sem komið er, né heldur reynt til þess að kerina almenningi að spara á þessu sviði. pað er brýnt fyrir oss réttilega, að fara vel og samvizkusamlega með vistir og auka fram- leiðsluna, — en stjórnin lætur okurfélögunum haldast uppi óhegnt, að fleygja í sorphauginn mörgum þúsundum punda, af verðmætustu fæðu- tegundum. Sykur er oss sagt að spara, sem að sjálfsögðu er líka rétt og nauðsynlegt; en á sama tíma lætur stjómin það viðgangast á stríðstíma, að búið sé til og selt í annari hvorri búðarholu svo- kallað “candy” og hitt og þetta sætinda sull, er aldrei hefir í för með sér annað en ilt eitt, fjárút- lát, og heilsuspilli. — Og svona mætti halda áfram að telja lengi. Að þörf sé á sparnaði, viðurkennir sjálfsagt allur almenningur, en til þess að sparað verði, má stjóm landsins um fram alt ekki liggja á liði sínu, en þó sízit af öllu, gera sig beinlínis seka í því, að skapa fordæmi, sem miða alveg í gagnstæða átt,- eins og því miður virðist nú koniið á daginn, að því er Dominion stjómina snertir. Hetjur, á öllum tímum hafa menn dáðst að karl- menku og hugprýði. Skáldin hafa gjört karl- menskuna ódauðlega í ljóðum sínum, sagnaritar- amir hafa gefið hugprýði mannanna hið vegleg- asta sæti í veraldarsögunni, og þjóðimar hafa geymt endurminningamar um hetjurnar fræknu, sem einn dýrmætasta fjársjóð hjarta síns, öld fram af öld. Rétt nýlega höfum vér lesið eftirfylgjandi lýsingu á hugprýði og hreysti: “Svo stóð á, á vestur vígstöðvunum, að eftir að eitt all-hart á- hlaup hafði verið gjört og fjandmennimir hraktir til baka alstaðar nema í einum stað, þar sem þeim hafði tekist að halda hinu upphaflega vígi, að herforingi sambandsmanna kallar menn sína fyrir sig, og spyr hver þeirra vilji takast á hendur að taka þeþta vígi, því það yrði að takast, hvað sem það kostaði. Enskur Lieut. að nafni Montague Shadwort'h Seymour Moore, bauðst til þess að reyna, og með sjötíu mönnum gjörði hann atlög- una. Á móti kúlnahríð óvinanna réðust þessir menn, sem svo var grimm, að þegar þeir komust til óvinanna, voru allir fallnir nema Moore og fimm menn aðrir. En þessir sex .menn réðust að óvinunum, sem voru í vígi sínu, eins og ekkert hefði í skorist, tóku 28 af þeim til fanga, tvær vélabyssur og fleira herfang og þar með vígið. Smátt og smátt bættist Lieut. Moore liðsafli, þar til þeir voru orðnir sextíul En þeir voru þama einir og berskjaldaðir fyrir skothríð óvinanna frá tveimur hliðum, því þeirra eigin herfylking hafði enn eigi fært sig áfram nema öðru megin við þá. En þeir héldu víginu það sem eftir var af deginum og alla nóttina þessir sextíu, og þó gjörðu fjand- mennirnir hvert áhlaupið á fætur öðm á þá. pann- ig héldu þeir víginu í 36 klukkustundir á móti ó- vinunum, sem voru þó miklu mannfleiri. Einu sinni tókst pjóðverjum að hrekja þá úr víginu, en þeir flúðu ekki og ekki gá^ust þeir heldur upp; þeir sættu tækifæri á óvinunum, réðust á þá á ný, tóku suma þeirra til fanga og héldu enn áfram vöminni ,um hríð, þar til brezki herinn var búinn að búa svo um sig á þessum stað, að pjóðverjum var ekki lengur vært í þessu vígi. pá drógu þessir menn sig til baka, þeir höfðu verið 130 alls, sem tóku þátt í’ þessari vöm, en þeir voru tíu, sem komu til baka. Fómin var mikil, sigurinn stór, og kröfum skyldunnar fullnægt. \ -------------—--------- Vel gert. Dominion stjómin hefir nýlega gefið út bráða- byrgðarlög, þess efnis að skylda alla verkfæra karlmenn í landinu, á aldrinum 16—60 ára, til þess að vinna stöðuglega að einhverjum nytsemdar störfum í þarfir þjóðfélagsins. petta ákvæði á að ná til allra jafnt, ríkra sem fátækra. Er þetta hin mesta nytsemdar ráðstöfun, því vart getur hugs- ast hryggilegra ástand en það, að menn sitji auð- um höndum, slæpist, eða liggi í “skrópum”, þegar önnur eins alvörumál kalla að úr öllum áttum og nú á sér stað. Brot gegn lögum þessum varða hundrað dala fjárútlátum, eða þriggja mánaða fangelsisvist að öðrum kosti. petta er spor í rétta átt, sem sjálfsagt allir taka vel, hver svo sem sérstaða þeirra í stjóm- málum kann að vera. THE DOMINION BANK SIR EDMDND B. OSLER, President. W. D. MATTHEWS, Vice-President. Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið. Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við kann reglulega Notre I)ame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—P. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðxtóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431.200 Varasjóðu...... $ 920,202 President ------ Capt. WM. ROliINSON Vice-President ■ - - JOHN STOVEL Slr D. C CAMERON, K.C.M.G. W. H. BAWI,P E. F. HUTCÍHNGS, A. McTAVISH CAMPBELL, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlB einatakllnga e8a félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávísanlr seldar til hvaCa staCar sem er & lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirlóBstnnlögum, sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagCar vií á hverjum 6 mánuCum. T’ E. THOItSTEINSSON, Ráð.maður Co William Ave. og SHerbrooke St., - Winnipeg, Man. íslenzku skólarnir í Winnipeg .Með þessari fyrirsögn birtist all-löng grein í síðasta Lögbergi og get eg ekki leitt hjá mér að minnast á hana með nokkrum orðum, enda þótt eg af ásettu ráði, hafi leitt hjá mér að ræða þjóðernismál vort Vestur-íslend- inga, sökum þess hvemig ástatt er nú hér í landinu. pað er al- deilis ekki af þeirri ástæðu, -að hin persónulega afstaða mír. hafi breyzt í þessu máli á einn eða annan hátt. Og það er ekki heldur af því, að eg sé ekki jafn sannfærður um ágæti íslenzks þjóðernis, og að viðhald þess sé Vestur-íslend- ingum nauðsyn frá menningar- legu sjónarmiði, eins og að eg hefi nokkurn tíma verið, heldur er það af þeirri ástæðu, að kring- umstæðurnar og hinar borgara- legu skyldur vorar við þetta land hafa krafist, og krefjast krafta vorra óskiftra, að eg hefi leitt það hjá mér. Umræður um þjóðernismálið, og þá sérstaklega um “ástkæra ylhýra málið”, sem er og verður afltaug þess, eru gagnlegar, ein- ungis þegar drengskapur’ og sannleiksþrá stýra hugsunum og orðum, þegar þau bera með sér óblandaða þrá þjóðernisvinarins til þess að bæta og byggja, þá eru umræður í því máli til góðs. En út af því vill nú stundum bregða, að hinn hreini dreng- skapar andi ráði í hugsun vorri, og komi fram í orðum voram, ekki sízt, þegar mótstöðu menn vorir eiga hlut að máli, og það finst mér vera höfuð gallinn á grein kunningja míns, Áma Sig- urðsonar, um íslenzku skólana í i Winnipeg, og svo mjög fanst mér kaldranalegur andinn í garð Fyrsta lút. safnaðarins í Winni- peg, og til kirkjufélagsins Lút- erska, að ósjálfrátt kom mér í hug það, sem Ásgrímur Elliða- grímsson sagði við Skafta pór- oddsson forðum á alþingi, þá er Ásgrímur kom til hans í liðsbón út úr brennumálinu á Bergþórs- hvoli: “Fár bregður hinu betra, ef hann veit it verra”. Mr. Sigurðssori telur upp þær tilraunir, sem gjörðar hafa verið hér í bæ til þess að kenna böm- um íslenzku, og minnist í því sambandi sunnudagsskóla Skjald borgar, Tjaldbúðarinnar og Uni- tara, og er eg honum algjörlega sammála um það, að þessi félög eiga þakkir skilið fyrir það, sem þau hafa getað gjört í þá átt og eins Goodtemplarar, sem hafa haldið uppi íslenzku kenslu fyrir börn í vetur. En þá fara líka þakkirnar að minka hjá Mr. Sig- urðssyni, honum finst að Fyrsti lút. söfnuðurinn og kirkjufélagið' eigi ekki mikið af því góðgæti skilið fyrir frammistöðu sína í þjóðemismálinu.. i Mr. Sigurðsson minnist fyrst á Jóns Bjarasonar skólann og er auðsjáanlegt að honum er heldur í nöp við hann, og þó er ekki gott að sjá hvað þessi litla stofnun hefir unnið sér til dómsáfellis frá hans hendi. Hann reyndar segir sjálfur frá því í þessari grein sinni, að hann minnist á þennan skóla, sem nefndur sé Jóns Bjarnason- ar Academy, af því, að inn í til- finningu íslendinga hafi það komist, að hann væri alíslenzkur og það sé að vonum, þar sem talsvert hafi verið sagt og ritað til þess að styrkja það álit. En að það sé rangt, þar sem skólinn hfy'óti miklu fremur að álítast enskur þar, sem nemendur að- eins sé gefinn kostur á að nema íslenzku. Mr. Sigurðssyni er auðsjáan- lega mein illa við að landar vorir líti æþennan skóla, sem íslenzk- an, 'og gefur blátt áfram í skyn að/l ræðu og riti hafi verið reynt að villa mönnum sjónar með því að telja þeim trú um að skólinn væri alíslenzkur. pein menn, sem við þetta skólamál hafa mest verið riðnir, frá því að skólinn var settur á fót, er skólastjórinn, séra Run-'v ólfur Marteinsson, og sá sem þessar línur ritar, og er eg viss um að hvorugur þeirra manna á þessa aðdróttun skilið, um sjálf- an mig er það að segja, að á ferð- um mínum um bygðir íslendinga í þarfir skólans, sagði eg mönn- um rétt og satt frá þessari stofn- un, eftir því, sem eg hafði bezt vit á. — Að þær tvær máttar- stoðir | skólans, um fram þær vanalegu námsgreina, sem á samskonar* skólum hérlendum væru kendar, væm kristindóm- ur og íslenzka, og eg hefi aldrei vitað neinn mann halda öðru fram, og aldrei heldur orðið var við neinn talsmann skólans, sem á neinn hátt hefir reynt til þess að blekkja Vestur-íslendinga í því máli, og er því þessi ákæra. Mr. Sigurðssonar, að því er mér virðist, óverðskulduð — ósönn — rót, sem kastað hefir verið út á sjóinn í ekki neinum góðum til- gangi. Um það hvað miklu skólinn kemur til leiðar í þjóðemisáttina má náttúrlega deila. Eg held því hiklaust fram, að ef óvildar- mönnum skólans ekki tekst að drepa hann, þá eigi hann eftir að vinna mikið og þarft verk til viðhalds þjóðerninu íslenzka í Vésturheimi. Skólinn er nú búinn að s.tanda, bráðum, í fimm ár, og á þeim tíma hafa gengið á hann 216 manns. Á ári hverju hefir læri- sveinum skólans farið fjölgandi, þar til nú í ár hafa þeir verið rúmir 50. Allir þessir lærisvein- ar hafa lært íslenzku og hver einasti þeirra út af fyrir sig, sem er skóla-árið á enda, nýtur til- sagnar í íslenzku í fjórar kenslu- stundir í hverri viku, 314 kenslu- stundir á skóla-árinu, eða 209 klukkustundir. En svo er það nú fleira en kenslan ein, sem kemur til greina við skólanám hvers nemanda, á þessum skóla jafnt og öðrum — og við íslenzku kenslu og þjóð- ernisnám, jafnt, sem aðrar námsgreinar — og það eru hin persónulegu áhrif kennaranna, andans loft það, sem þessir nem- endur eiga við að búa, þegar sál þeirra er sem næmust fyrir á- hrifum, og - lyndiseinkunnir þeirra eru að mótast, en það er einmitt hvað helzt á því aldurs- skeiði, sem það fólk er á, sem gengur á þennan skóla, og aðra, sem eru á sama stigi. Enn er ótalinn félagsskapur sá, er þetta námsfólk, af íslenzku bergi brotið, bindur með sér, og sem að meiru og minna leyti tengir það saman um áhuga- mál sína og lífstarf, og þegar þessi skóli er orðin gamall og stór, getur það orðið geysimikið afl. Mr. Sigurðsson segir að skól- inn sé miklu fremur enskur skóli, , þar sem mönnum gefist kostur á því að læra íslenzku. pað er alveg þýðingarlaust. Árni minn, að vera að reyna að vekja óhug hjá löndum vomm á þessum skóla, á þennan hátt, það vita allir að þessi skóli er háður hinum sömu reglum, hvað náms- greinar snertir og aðrir skólar hér í fylkinu; en að hann hefir það fram yfir þá að á honum em allir íslendingar skyldugir til þess að læra íslenzku. En ekki eins og þú vilt reyna að koma því út, að þeim að eins gefist kostur á að læra hana, að þú minnist á WesleyCollege í þessu sambandi, veit eg að er ósköp vel meint, en eg sleppi að fara lengra út í þá sálma nú. Næst snýr Mr. Sigurðsson sér að laugardagsskóla haldi Fyrsta lút. safnaðar, og er sú klausa, sem um það hljóðar á þeissa leið: “pá gerði Fyrsti lúterski söfn-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.