Lögberg - 11.04.1918, Page 5

Lögberg - 11.04.1918, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL 1918 KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreinL og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. / MUNNTOBAK uður tilraun til þess að halda laugardagsskóla, þar sem kend væri íslenzka, en sú tilraun er liðin undir lok. Ekki vegna þess að engir nemendur fengjust og ekki vegna þess að ekki væri hægt að kenna þeim íslenzku sem öðrum börnum, heldur vegna þess að flestir af kenn- urunum voru ekki færir um að kenna þeim tnóðurmál sitt, og vegna áhugaleysis þeirra, sem fyrir skólanum stóðu. — En því miður verður ekki annað sagt, en að með uppgjöf þessa skóla var framsókninni hætt. pað var látið reka á reiðanum, hætt að stefna á takmarkið, sem þeir komu til að benda okkur á Dr. Guðm. Finnbogason og séra Fr. Friðrikssön. Og loks var snúið við og róið í gagnstæða átt — með enskum áruni — þeim ís- lenzku laumað fyrir borð, gæti- lega og hljóðalaust.” Svo mörg eru þessi orð. Mr. Sigurðssonar, og þar sem þau aðallega snerta mig persónulega, er ekki nema rétt af mér, safnað- arins vegna, og þeirra, er þar stóðu fyrir málum, að skýra bæði fyrir greinarhöfundi sjálfum og eins þeim, er kynnu að verða fyr- ir þeirri ógæfu að trúa því, sem hann segir í þessuip kafla rit- gjörðar sinnar, satt og rétt frá öllum málavöxtum. • pegar þessi laugardags skóli var byrjaður fyrir nokkrum ár- um síðan í Fyrsta lút. söfn., var Dr. Jón Bjamason á lífi og þjón- andi prestur safnaðarins og átti hann, ef ekki upptökin, þá góð- an þátt í því, að hann var stofn- aður. Kennarar við þann skóla voru Dr. Bjamason, Mr. og Mrs. Stefán Bjömsson, ritstjóri Bald- ur Sveinsson, W. H. Paulson, M. Paulson, Elenora Júlíus, Jón Blöndal og studentar, sem þá stunduðu nám við Wesley College Baldur heit. Jónsson og fleiri. ósanngimi hin mesta finst mér það, að segja að þessir menn hafi kunnað svo lítið í móðurmálf sínu að þeir hafi ekki verið færir um að kenna bömum að lesa íslenzku. Veturinn 1917 varð það mitt hlutskifti að veita þessum skóla forstöðu. Innritaðir voru þá á annað hundrað nemendur, og kennarar voru þessir: Séra Bjöm B. Jónsson, séra Runólfur Mar- teinsson, Magnús Paulson, Finn- ur Jónsson, Snorri Einarsson, Sigurbjörn Sigurjónsson, Jón Blöndal, ívar Hjartarson, Ari Eyjólfsson og Jón Bildfell. pó að sumir þessara manna séu engir sérstakir íslenzku- garpar, þá finst ,-mér að það mundi vera sanngjarnt af Mr. Sigurðssyni að ganga inn á það, að þeir allir kynnu nógu mikið í móðurmáli sínu, til þess að kenna börnum að stafa, kveða að, og jafnvel að lesa íslenzku. Snemma í desember 1917 var eg, af full- trúum og presti safnaðarins beð- inn að taka þetta sama starf að mér í vetur sem leið, og hafði eg ásétt mér að gjöra þáð, og var búin að fá mér næga kenslu- krafta, þegar hlutirnir réðust svo, að eg um tíma tók að mér ritstjórn á blaðinu Lögberg, en það starf tók svo mikinn tíma, að mér vanst ei tími til að g.iöra 1 hitt verkið. ! petta er ástæðan fyrir því að | þessum skóla var ekki haldið á- fram síðastliðinn vetur, en al- deilis ekki sú, að eg, eða þeir menn, sem að honum standa hafi snúið við og róið í gagn- stæða átt, með enskum árum, en laumað þeim íslenzku fyrir borð. Slík ákæra er jafn ósönn eins og hún er ódrengileg, að því er þetta laugardagsskóla mál Fyrsta lút. ^afnaðarins snertir. Um kenslu á sunnudagsskóla Fyrsta lút. safnaðar, skal eg vera fáorður, því frómt frá að [ segja, veit eg ekki nógu vel,! hvernig því máli er farið. pó j hygg eg að Mr. Sigurðsson hafi þar nokkuð til síns máls og býzt eg við að sá pottur sé víðar brotinn en á sunnudagsskóla Fyrsta lút. safnaðar — að menn tali á ensku við börnin í kenslu- tímunum, og er það illa farið. En “að finna brest hjá breyzkum er svo hægt, og brotin dæma hart en tildrög vægt”. pað getur hver maður, en að finna ráð til þess að spyrna á móti þeim broddum, sem að oss er otað í þessu sambandi, er erf- iðara, og ef Mr. Sigurðsson hefði gjört það, eða þó hann hefði ekki gjört nema tilraun til þess, þá hefði eg verið honum þakklátur, því kunnugt er mér um, að það er einlægur vilji fjölda margra manna í söfnuðinum að missa ekki sína þjóðemislegu stoð fyr en þörf gerist. pað sem Mr. Sigurðsson segir um prest safnaðarins séra B. B. Jónsson, verður hér ekki tekið til umræðu að þessu sinni, hann er maður til þess að svara fyrir sig sjálfur, ef honum finst á- Ætæða til þess. Jón Bildfell. ÍSLENZKI BARNASKÓLINN. byrjar aftur í þessari viky, laugardaginn kl. 2. Minnið börnin á að koma. Winnipeg. “The Unchastened Woman” eftir Emily Stevens, er nafnið á leiknum, sem Winnipeg-leibhús- ið sýnir um þessar mundir. Koma þar fram ýms ástar æfin- týri; “ást í meinum” og sitthvað þess háttar. “Permanent Play- ers” eru orðnir svo vinsælir á meðal Winnipeg-búa að óþarft er þar um að fara mörgum orðum. Allir þekkja nú svo vel Frank Camp og Miss Anne Bronaugh, að leiksnild þeirra þarf eigi að lýsa. Dominion. Um þessar mundir er verið að sýna hreyfimynd á Dominion leikhúsinu, sem er hvorttveggja í senn, bæði fræðandi og skemt- andi. Myndin heitir “The Widows Might”. — Aðalhlut- verkið leikur Mr. Julian Eltings, sem er orðinn svo frægur leikari, að honum eru boðnir $1,500 á viku. pá ættu menn heldur ekki að setja sig úí færi að sjá “Carmen of the Klondike”. Pantages. Næstu viku skemta margir heimkomnir hermenn (Retumed Soldiers) á leikhúsi þessu; sýna í leikbúningi ýms æfintýri, sem gerðust “Over There”. Mr. Herbert Lloyd, þjóðkunni kýmileikarinn'Ieikur höfuðþætt- ina í því, er leikhús vort sýnir í þetta sinn. — pá má ekki gleyma því, að Gibson stúlkurn- ar, dansa hina og þessa forkostu- lega þjóðdansa, og syngja afar fágæta söngva. — Biðjið matvörusala yðar um PURITY FLOUR (Govemment Standard) Ekki “Stríðshveiti”. Heldur aðeins Canada “Stríðstíma” hveiti. Bæklingur í hverjum poka til leiðbeiningar fyrir húsmæður. Walker. pað sem eftir er vikunnar verður sýndur á leikhúsinu, hinn hrífandi sjónleikur, “Seven Days Leave”. — það stendur alveg á sama, hversu oft menn horfa á þenna leik, þeir geta aldrei orðio þreyttir á honum. Efnið tekið úr hernaðarlífinu og grípur þess vegna hugi allra. Vikuna sem hefst. mánudag- inn 15. apríl, sýnir Walker Ijóm- andi leikrit, sem heitir, “A Daughter of the Sun”. pað er Spennandi ástaræfintýr, og inn- PURITV FLOUR More Bread and Better Bread fæddir Hawaiians syngja og spila sín einkennilegu lög öðru hvoru gegn um allan leikinn. Leiktjöldin eru stórkostlega falleg og hvergi til sparað, að gera sýningarnar sem áhrifa- mestar. Orpheum. ^|[|lliliiHiwniBiimniimMmniiiiiiiiiiiiiiwuipiiimiímiii)iimiiiiiiiiimHB«immiiiiiiitiiMlllllllUlllWUlllllllMMWMIWWBaWBBMMWWWW»llianiWaBWWiWW«WWaBII)ljlHliauiiiaUilliniW)ITlIB I SÉRSTÖK KJÖRKAUP Á HÚSGÖGNUM HJÁ BAN FIELD (Afar-þægileg Verzlun að Skifta Við.) , BALMORAL TAPESTRY GÓLF TEPPI MIKIÐ NIÐURSETT, BANFIELD FRYSTISKAPAR $35.00 Hugsið um svala kry^d- metið sem þér getið haft á borðum í sumar, ef*þér eig- ið fsskáp. Á stuttum tíma borgar þessi fsskápur sig líka alveg með því að verja mat skemdum. pér vitið vel hve fljótt matur súm- ar í sumarhitanum og hví- líku basli konurnar eiga í að geyma kjöt, mjólk, smjör o. fl. þegar þær hafa engan svalan stað til að láta í. — Hér er fyrirtaks ísskáp- ur, sem mun gleðja konu þína í sumar — fallegur skápur, húsprýði. — Stærð 18x30, með þægilegu íshólfi og tveim hvít-máluðum hólfum. Ytri klæðning úr sterkri eik. Sérstakt verð.......................$35.00 (Aðrir skápar frá $15 til $65.—Komið og skoðið þá). NOTTINGHAM GLUGGA-GA'RDINUR Röndóttar, rósaðar og aðrar tegundir, 2l/i yards á lengd og vanalega seldar á $1.75 parið. Sérstakt verð á $1.00 parið. STAKIR BORÐDÚKAR. Litirnir eru rauðir og grænir einungis. Sterkir og hentugir fyrir eldhús eða borðstofu borð. Vanaverð- ið er $2.00. Kjörkaupsverð $1.50 Ljðmandi fallég gölfteppi í Austurlanda og persneskum litum. blðma og annaS útflúr; lttirnir bláir, rðsrauSir, fölbrúnir og brún- ir. — pessi gðlfteppi eru ofin úr hreinni ull; er mjög auSvelt aS sðpa þau og halda þeim hreinum, og þekt fyrir aS vera sérlega end- ingargðS. Abyrgst er aS litirnir haldi sér. — þrjár stærSir. 9x9 Sérstakt verS .... S19.50 9x106 Sérstakt verS ..... $24.50 9x12 Sérstakt verS ..... $28.75 'TOLe.Do1 Fallec iReed Barnakerra Alveg eins og myndin, meS fær- anlegu baki og hettu úr leSurlíku efni; tá%ar íituS áferS. Kjörkaup á ........... $0.75 Búðin opin: 8 f.h. til 6 e.h. , Laugard.: 8 f.h. til 10 e.h. Tals. Garry 1580 J. A. BANFIELD 492 MAIN STREET 492 MAIN STREET s ^nimiiiiiiiiiniiiTiiiiniiiþiiniinriiniiBiiimiiiiiBimffiwmnnnniTimnnimninnwiBniiiiuiiiiiiiiwwiWRBWwnawRWWwaBBPWi milli!iniini«Mi;iliiii^ll!li»||il||||Hl||l!l||,|!||||||i1niiiiii|i|r;;;l,;iiiltif Ekki verður minna um dýrðir á Orpheum vikuna þá arna, en verið hefir að undanfömu. Með- al annars má nefna Miss Clarice Rochester, sem er fyrirtaks söngkona, og- hefir hlotið al- menna aðdáun, sérstaklega þó, sem kýmileika söng\Tari, en það sem ef til vill mesta athyglina hefir vakið er það, að henni læt- ur álíka vel að syngja soprano og djúpa millirödd. Lester Sheehan og Pearl Re- gay, dansa alls-konar þjóðdansa af fágætri list. CANADfi' FINESy THEAW ALLA pESSA VIKU Síðdegis miðvikúdag og laugard. Verður þá aftur sýndur leikurinn Seven Days’ Leave ALLA NÆSTU VIKU Síðdegis miðvikudag og laugard. Hinn áhrifamikli sorgarleikur “A Daughter of the Sun” Ágætis leikur, og koma fram í ' honum innfæddir Hawaiians. Sætasala byrjar á föstudaginn. Verð að kveldinu: $1.00 til 25c. Síðdegis: 50c og 25c. pá eru sýnd ýms atriði í sam- bandi við stríðið, sérstaklega á- ræði í fluglist o. s. frv. — Aðal- persónurnar í þeim þáttum eru hinar þrjár “Daring Sisters”.— Foreldrar HAFIÐ ÞÉR HUGSAÐ UM AÐ EFTIR AÐ BARNIÐ HEFIR FELT FYRSTU TENNURNAR þá er nauÖsynlegt að líta eftir hinum nýju tönnum, að minsta kosti tvisvar á ári. Börnin verða yður þakklát þegar þau vaxa, ef þér hafið farið með þau til tannlæknis, semmeiddi þau ekki. Dr. C. C. Jeffrey Hinjj ábyggilegi læknir. . llorni nogan og Mninc stræta. Hí‘? U11 LODSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðalu og haesta vcrði fyrir ull og loðskirn.tkrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. 4 SÓLSKIN um tengdapabba og tengdamömmu; enginn prest- ur lagði sínar líknarlummur yfir þau, enginn vígsluvottur stóð með soltinn maga yfir þeim; enginn var til að setja út á þau við hjónavígsluna; enginn óskaði þeim hamingju með ástúðlegum höggormsaugum eða eitraðri smjörtungu. Sá sem gaf þau saman og gjörði öll hin margbreyttu störf hjónavígslunnar, var gjafarinn allra góðra hluta, — gjafari lífsins. Til Sólskinsbarnanna. Nú ersólskinið og sumarið á leiðinni til okkar með alla fögru dýrðina, alla fallegu söngfuglana og ilmandi blómin, og jörðin fer að klæða sig í græna skrúðann sinn. Alt er svo fallegt. Við megum til með að vera eins, blómgast með blóm- unum á vorin og syngja með fuglunum, fögru söngvana sína. Finst okkur ekki samt sveitalífið skemtilegra en bæjarlífið? Að mínu áliti er það miklu frjálslegra og skemtildfera. Alt er svo ynd- islegt, þar getum við séð svo margt. Við skulum nú ferðast í huganum um hólana og “buskana”. þegar við komum út á engið þá sjáum við kýrnar á beit og fénaðinn, öll litlu lömbin og folöldin og kálfana, sem er alt ánægt, svo komum við að “buska”, þar sjáum við fallega fugla sitja upp í greinunum á trjánum og syngja um dýrðina, sömuleiðis sjáum við fallega berjarunna, svo kom- um við 'að vegastæði, þar sjáum við bifreiðar þeysa hjá, sumar fullar af ungum sveita stúlkum í hvít- um kjólum og unga sveita drengi stýra; stundum sjáum við sveita stúlku halda í stýrishjólið. Svo kemur maður og kona keyrandi á hestum sínum, og svo kemur maður með hveiti í vagni og keyrir 2 vinnuhross fyrir. pegar við förum fram hjá ökrunum sjáum við bændur við vinnu á þeim, stundum sjáum við stúlku vinna úti á akri. Finst nú ykkur þetta ekki vera nógu skemtilegt? Jú, það finst mér, miklu skemtilegra en að lifa í bæ, öllum þeim ósköpum, sem þar á ganga. Sveitalífið er milku sælla og hreinna. Kæru Sólskinsbörn, munið eftir að vera góð og hlýðin börn, og vinnugefin, sitjið aldrei vinnu- laus, því það kemst í vana og þá fær maður óbeit á vinnu. peir sem mest og bezt vinna, komast bezt áfram í veröldinni. Verið góð við skepnurnar fuglana og gamla fólkið. Sýnið það í öllu að hjarta ykkar sé perla, hrein perla. Munið líka eftir að elska ástkæra móðurmálið, og tala það hreint og skýrt. Munið eftir að reka aldrei forkinn í bless- aðar skepnurnar, þær lifa ekki fyrir sig, heldur fyrir okkur, þær hafa tilfinningu eins og við. Oft hefir maður séð ungumennina berja lúnu vinnu- hestana með svipunni. Við getum hugsað hvílík synd það er. Guð er faðir allra skepnanna eins og okkar, hann hefir skapað sömu sólina yfir alt. Blessaðar skepnurnar, sem líða svo mikið fyrir mann og stríða, eyða seinustu svitadropunum til að flytja mann. Svo er oft og tíðum svipan gjald- ið. Er það ekki óttalegt að hugsa til þess, þegar hestarnir eru orðnir gamlir og hrumir, rétt eins og mennirnir, að þá skuli þeir vera hraktir út á gaddinn og þar kvaldar síðustu lífstaugamar úr þeim, með því að láta mögru beinin standa skjálf- andi af kulda og hungri á bersvæði. Hvemig mundi ykkur líka að láta fara svona með ykkurí peir menn, sem svona fara með skepnumar, eru vondir menn í alla staði. Við ættum að hugsa vel um þetta alt vona eg að ungu drengirnir reyni að hugsa um að vera góðir við skepnurnar, því það kostar ekki neitt. Jæja, kæru böm þetta fer nú að styttast. Falleg var “Bæn hestsins,” sem var í Sólskini fyr- ir nokkru síðan. Eitt verðum við enn að muna, og það er.að biðja guð að. láta þetta hryggilega stríð fara að enda, og biðja guð að styrkja elsku drengina okkar með að líða og stríða í skotgröfunum á Frakklandi. Við vonum nú að guð gefi að þetta fari alt að lag- ast, og að ekkert stríð verði, heldur lifi allir í bróðurlagi. Vi9 skulum aldrei líta ofan á þá, sem aðrir smá, heldur sína þeim vinsemd og sólskin. Við verðum að reyna að senda sólskin inn í hjörtu hermannanna á Frakklandi. Nú ætla eg að kveðja ykkur öll börnin í þetta skipti, og biðja ykkur að æfa ykkur í því, sem gott er, því þá verðið þið vinsæl og lánsöm góð böm. Vina. HEILRÆÐI. Uftgum er það allra bezt, óttast guð sinn herra; þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hallgr. Pétursson. Steggi. 9 Á lítilli, grasmikilli þúfu í fenjunum skamt fra vatninu hafði öndin búið hreiður sitt. Hún vissi, að þar var fátt um mannaferðir. Stöku smalastrákar höfðu reikað þar um til að leita að eggjum, en engum hafði tekist að finna hreiðrið hennar. Oft hafði hún verið hætt komin, því sumir höfðu verið rétt hjá þúfunni, en þá hafði hún KÚrt sig niður og ekki látið bæra á sér, því ekki ætlaði hún að yfirgefa hreiðrið sitt, nema hún yrði rekin úr því. þannig hafði öndinni hepnast að veita eggjunum sínum móðurhjúkrun. ó, hve hún hlakkaði til að sjá ungana sína, og hve yndis- legt yrði það að flakka með þá um síkin og skurð- ina, og svo út á vatnið, þegar hún færi að kenna þeim, og búa þá undir lífið. Dagurinn, sem aumingja hungraða móðirin hafði þráð svo mjög rann-upp bjartur og fagur, og þegar hún gætti að í hreiðrinu sínu var gat komið á skurnið á einu egginu, og út kom stór og efni- legur steggi. Hann bar sig fremur viðvaninglega fyrst, en brátt lét hann sjá að hann var lifandi. Móðirin skemti sér dálitla stund við það, að horfa á hann. Hún sá fljótt að þetta var mesti efnis ungi, indælasti hnokki, elskulegasta “bamið” hennar. ó, hve henni þótti vænt um hann. Út úr hinum eggjunum komu bæði “synir” og “dætur”, en engin þeirra jafnaðist við frumgetna soninn að vexti og fegurð. Æfisaga hans er hér skráð. Ekki leið langur tími frá því ungamir komu úr eggjunum og þangað til að móðirin fór að bisa við, að koma þeim út úr hreiðrinu á lítinn poll, er þar var nálægt. peir vom ósköp óburðugir að ganga, en þegar á pollinn kom, gekk þeim betur. pá sýndi “mamma" þeim hvernig þeir ættu að stinga nefjunum niður í vatnið til þess, að ná sér í ýmislegt góðgæti. pað gekk alt vel, en enginn var jafn fljótur að læra og Steggi. i pau flökkuðu poll af polli, og alt af var étið. Stundum stansaði “mamma”, þegar eitthvað ný- stárlegt bar fyrir augu og fræddi bömin sín um marga hluti. Stundum þótti “mömmu” ungamir fara ógætilega, og kallaði hún þá á þá; tjáði þeim þá ekki annað en hlýða. Sagði hún að það gæti orðið bani þeirra,' ef þeir hlýddu sér ekki, en það skildu litlu ungarnir ekki. peim fanst, að alt hlyti að vera gott, og ekkert gæti verið að óttast. “Mamma” hafði fá orð um, en kvaðst einhvem tíma mundi segja þeim um hættumar, sem verða mundu á vegi þeirra í lífinu. Eftir margt skvampið í pollunum komust þau út á sýkið. par var nóg rúm vog óþrjótandi góð- gæti handa “bömunum”. Á sikinu voru þau nokkra daga og móktu um nætur í litlum graslautum á síkisbakkanaum; breiddi “mamma” þá vængina yfir “bömin” sín. pegar út á vatnið kom, laukst þeim upp nýr heimur. Hvílíkt flæmi! Aldrei hafði þeim dottið í hug, að til væri slík víðátta. parna gátu þau leikið sér og synt óraveg; stuncP um verið langt frá landi, stundum falið sig í sefinu við vatnsbakkann. ' Brátt urðu þeir óþekkari við “mömmu” og

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.