Lögberg - 18.04.1918, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1918
5
HEIMSINS BEZTA
MUNNTÓBAK
Kaupmannahafnar
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
%
Hjá öllum tóbakssölum
en að með uppgjöf þessa skóla
var framsókninni hætt. J?að
var látið reka á reiðanum, hætt
að stefna á takmarkið, sem þeir
komu til að benda okkur á Dr.
Guðm. Finnbogason og séra Fr.
Friðriksson. Og loks var snúið
við og róið í gagnstæða átt —
með enskum árum — þeim ís-
lenzku laumað fyrir borð, gæti-
lega og hljóalaust”.
Hér endar kaflinn. Ekki veit
eg hvað hr. Sigurðssyni er mikil
alvara með það, sem hann segir
í þessum kafla. Ekki veit eg
heldur hvað hann hefir ætlað að
segja, en allir geta séð hvað
hann segir, svo ræður hann því,
sjálfur, hvort hann kannast við
það eða ekki.
Hr. Sigurðsson endar þessa
grein sína, með því að spyrja
hvort að það sé “drengskapur
að álíta aðfinslur annara,
sprottnar af illvilja og ódreng-'
skap, og á þann hátt spilla fyrir
því, að þær séu teknar til
greina ?
Stundum getur það verið, og
er, þegar aðfinslurnar eru ekki á
rökum bygðar, og af illri rót
runnar.
Jón J. Bíldfell.
Frá Gimli.
“Að hlúa og hlynna að”. Ekk-
ert verk er jafn göfugt og
skemtilegt eins og það. Göfugt
og ánægjulegt er það vegna þess
að ekkert verk og engin athöfn
að undanskildri bæninni, flytur
manninn nær guðdóminum, kem-
ur honum í nánara samband við
guð, en einmitt það að hlúa og
hlynna að því veika og hruma.
pó ekki sé um að ræða nema visn-
að blóm eða rós, sem að frost-
nóttin hefir náð í, eða sem hefir
mist máttinn til að lifa og taka
á móti krafti sínum frá sólinni
og dögginni. Höndin á þeim,
sem að hjúkrar, verður eins og
sterkari og ánægjusvipur færist
yfir andlitið, því að kærleikurinn
með öllum sínum sætleika býr
þar inni fyrir.
J?að var í febrúar í vetur, í
mesta vetrargaddinum, þegar
snjógaddur lá yfir alt hér á
Gimli og í grendinni, að egifékk
bréf og sendingu frá lítilli stúlku
eða, sem var 14 ára gömul. Send-
ingin var lítill laglegur kassi, og
í honum nokkuð mikið af falleg-
um, en fölnuðum viltum blómum
og stráum, sem að litla stúlkan
og bróðir hennar innan 5 ára
gamall, höfðu týnt undan vetrar-
gaddinum, og sagði litla stúlkan
í bréfi sínu, að þessi kassi mætti
frekar nefnast líkkista en nokk-
uð annað. Eg veit ekki vel hvað
komið hefir þessari litlu stúlku
og bróðir hennar út í febrúar-
gaddinn, til að tína þessi blóm.
pað var elska til blómanna, og
hj úkrunar og aðhlynningar hæfi-
legleiki, og svo velvild til mín,
að fara að senda mér þau (blóm-
in og grösin), sem er sjálfur eitt
fölnað strá. —
Eg hengdi kassan, með blóm-
unum í, upp á vegginn í herberg-
inu mínu, hjá ýmsu skrauti þar
og fallegum myndum, (sem eg
kalla og geri mig ánægðan með).
Kassinn, opinn, er béint á móti
rúminu mínu, og í hvert sinn, er
eg lít þangað sé eg blómin visn-
uðu, sem að enn þá geima í sér
þægilegan ilm, og ættu þau sann-
arlega að geta gefið góða lexíu
um svo margt og margt.
pau minna mig (blómin og
grösin þama í kassanum) á
sálminn: “Alt eins og blómstið
eina”. “Grösin og jurtir græn-
ar, glóandi blómið frítt; reyr,
stör, sem rósir vænar, reiknar
hann jafn fánýtt”. Hér talár
skáldið mest megnis um þau
blóm, grös og jurtir ungar og
fagrar, sem að verða fyrir hin-
um skárabreiða ljá dauðans, en
ekki um hin ýmsu ungu og fögru
blóm, sem að ljár hans snertir
ekki og dauðinn skilur eftir, sem
sláttumaður, og verða að bíða
hrímkulda haustnæðinganna og
svo hinna nístandi frosthand-
taka vetrarins.
Og það eru einmitt þessi haust-
blóm, sem að dauðinn hefir svo
langa lengi á sláttuvelli sínum
sneitt fram hjá. J?að eru þau,
sem íslenzka fólkið hér um alt
Canada og Bandaríkin, er að
hlynna að, í blómsturhúsi, eða
biðsal, sem að heitir “Betel”. Og
það er þetta fólk, víðsvegar um
þessa heimsálfu, á öllum aldri,
sem að orðin, er eg byrjaði á,
eiga heima hjá: “Að hlúa og
hlynna að”, og sama ánægjan og
gleðin stendur þar á bak við, —
eins og hjá þeim ungum og
gömlum, körlum og konum, sem
eru að hlúa að blómunum fögru,
svo þau ekki deyi; að hlynna að
einhverju vanmáttugu og veiku;
því það betur en nokkuð annað
lætur manninn finna til þess að
hann er í ætt við guð sjálfan, er
einn dropi af hans guðdóms- og
dýrðarhafi, og einn neisti af
hans alsælu-kærleiksbáli. Rödd
auðguðsins, Mammons, sem að
ávalt kallar til okkar á lífsleið-
inni: “Gætið að ykkur, passið
ykkur, hugsið um sjálfa ykkur!”
Sú rödd deyr út og nær ekki eyiv
anu„ því önnur rödd svo undur
þýð hljómar innan frá: Minn
frið gef eg yður, og mína gleði
læt eg eftir hjá yður, og um leið
birtist “leiðtoginn mikli” frá
Nazaret, sem heimtaði svo mikið
um leið og hann sýndi svo mikla
miskunnsemi. —
Til þess nú, að viðurkenna
fyrir því, að við gamla fólkið hér
á Betel séum ekki enn þá, (ekk-
ert okkar), tilfinningarlaus, eða
algjörlega visin haustblóm, þökk-
um við innilega öllum gefendum
og aðhlynnendum að þessu heim-
ili og einnig stjórnamefn þess,
fyrir vinnu hennar og vinsældir
heimilinu í hag. í stjómarnefnd-
inni eru nú þessir: Dr. Brand-
son forseti, Mr. Jón Swanson og
Th. Thordarson meðráðendur,
Mr. Jónas Jóhannesson féhirðir
og Dr. Jón Stefánsson skrifari.
petta er í anda allra Betelbúa
þó að það sé skrifað af einum.
Gimli, 10. apríl 1918.
J. Briem.
Andlátsfregn.
J7ann 20. janúar s.l. andaðist í
Mordenbygð að Brown pósthúsi,
Jðhannes Ámason 54 ára gamall.
Foreldrar hans voru Árni Gísla-
son og Margrét Gísladóttir á
Bakka í Vallhólmi í Skagafirði.
Innan við tvítugs aldur fór Jó-
hannes heitinn til Ameríku, með
þeim fyrstu og dvaldi tvö fyrstu
árin í Nýja íslandi, hjá kapt.
Sigtryggi Jónassyni og var þar
bóluvéturinn alkunna, án þess að
kenna nokkurs meins af þeirri
plágu. J?aðan fluttist Jóhannes
heitinn suður til Norð Dakota,
tók þar heimilisréttarlandog þar
giftist hann eftirlifandi konu
sinni Sigríði Sigurðardóttur, por-
steinssonar frá Stokkahlöðum í
Eyjafirði.
Jóhannes heit. var hið mesta
prúðmenni orðvar og orðheldinn,
greindur og fróður og las þær
bækur og blöð, sem hann komst
yfir, bæði á ensku og sínu eigin
máli. En hann var dulur í skapi
og til þess að hafa þess not, varð
að brjóta skélina utan af kjam-
anum og þá varð það ljóst hvað
til var, þá rann upp skemtileg og
glaðvær stund.
Ættingjar og vinir minnast
þessa látna manns með virðingu
og þakklæti fyrir tryggu sam-
fylgdina á liðnum dögum.
Hann var jarðsunginn af séra
Páli Sigurðssyni á Garðar N.-
Dakota.
S. B.
Leiðrétting.
Gerið svo vel að leiðrétta
prentvillu í kvæði mínu: “Á jól-
unum” í 14. tölubl. “Lögbergs”
þ. árs. í öðru vísuorði 3. erindi
stendur: ritningunum, en á að
vera: vitringunum.
Axel Thorsteinson.
Leiðrétting.
í athugasemdum, sem eg skrif-
aði um Almanak O. S. Thorgeirs-
sonar, og sem birtist í Lögbergi
hefir mér af kunnugum manni
verið bent á tvær villur hjá mér,
sem eg viðurkenni. önnur er sú
að Ásahreppur er nú til í Rang-
árvallasýslu, en var þar ekki þeg-
eg var heima, en nokkrum árum
eftir að eg fór til Ameríku var
Holtamannahreppi skift í tvo
hreppa og Ásahverfi og pykkvi-
bær nefnt Asahreppur. Hin er
að Nethamrar eru í ölvesi í Arn-
arbælishverfi og er það sá eini
partur í ölvesi, sem eg var lítið
kunnur.
porgils Ásmundsson.
VEÐDEILDAR SALA
á fyrirtaks bújörð.
Samkvæmt lagahcimild um sölu
‘fasteigna, er v’eöskuld (mortgage)
hvilir á, verður selt á opinberu upp-
boði í ráöhúsi Gimli bæjar í Manitoba
fylki, af William H. McPherson,
viö.urkendum uppboöshaldara, hinn 28.
dag maí mánaöar 1918, kl. 12 á há-
degi, eftirgreint land.
í Manitoba-fylki, og sem saman-
stendur af Norðaustur quarter sec-
tion (31) in Township Twenty (20)
and range (4), East of the Meridian,
í fyrnefndu fylki.
ÁÖUrnefnd eign veröur seld á á-
kvæöisveriSi, og í samræmi viiS “War
Relief Acf’ og Seed Grain Eiens, (ef
nokkur eru).
Sölu skilmálar.
Tuttugu af hundraði kaupverösins
(twenty per cent) greiðist í pening-
,um viS hamarshögg, en eftirstöövarn-
ar samkvæmt skilmálum, sem um
veröur samiö á staönum.
Frekari upplýsingar fást hjá
HUDSON, ARMOND,
SPICE & SYMINGTON
Solicitors for the -Vendor.
303 Merchants Bank Bldg.
Takið eftir
VÖRUMERKINU
Fyllið myndavélina yðar
• með nýjum plötum
Hafið myndavólina yðar í lagi, eitt-
hvað getur komið fyrir á morgun, sem
orðið gæti til prýði í myndasafni yðar. —
En — verið varkárir, kaupið ekki
gamlar plötur, sem geta verið hálf-ónýt-
ar; nei, kaupið þær heldur í góðri búð,
þar sem þér fáið þær beint úr verksmiðj-
unni. Látið oss svo framkalla mynd-
irnar. — Mynda framköllun og fullgjör-
ing, ^r eitt af vorum aðalstörfum, en
ekkert auka atriði.
MAIL ORDER DEPARTMENT FYRIR
UTAN-BÆJAR-FÓLK.
231 PORTAGE AVE.
Beint á móti pósthúsinu.
LIMITED
OPTICÍAN^
©©©©©©©©©
Biðjið kaupmanninn yðar
um
PURITY FLOUR
(Govemment Standard(
Gott hreint hveiti til að baka úr
^PURITV
FIIOUR
1F
rumry flouh
142
& « ------------------- i -
r^"MORE BREADand BETTER BREAD" --
J
Pantages.
Þar veröur til skemtunar næstu
viku söngur, dansar og allar mögu-
legar iþróttir. James Leonard og
Bithwell Brown annast um söngpart-
inn, og láta þeir sannarlega ekki aö
sér hæða, eins eru dansmennirnir
hreinasta afbragö. Ef einhverjum
kynni aö leiöast í borginni, þarf ekki
annað en fara á Pantages, þar geta
aMir skemt sér rækilega.
Winnipeg.
“Billy”, er nafniö á leiknum, sem
Winnipeg leikhúsið sýnir næstu viku.
Aðalleikendur: Miss Anna Bron-
ough, og Mr. Frank Camp. — Margir
hafa skemt sér vel ‘við að horfa á
leikina á Winnipeg leikhúsinu, ertda
eru leikkraftar þar alment hinir
beztu í borginni.
Orpheum.
Á leikhúsi þessu verður næstu viku
sýndur, kými-söngleikur, sem heitir,
“The Choir Rehearsal”. Aðalhlut-
verkið leikur Miss Fisher, söngkona
er hlotiS hefir mjög almenna hylli.
Auk þess leikur Miss Clifford og
Miss Julie Ring í leiknum “Divorced’’
—i Eins og vant er má óhætt fullyrSa
aS viitsælustu skemtanirnar séu á
Orpheum.
mmMS.
~ ALLA ÞESSA VIKU
SiSdegis miSvikudag og laugardag
Hinn mesti allra Hawaiian söng-
kýmileikja
A Daughter of the Sun
ALLA NÆSTU VIKU
Verður þá aftur á leikhúsinu
Phyllis Nelson-Terry í hinum
ágæta leik
The LauJ of Promise
Æfintýrasaga úr lífinu í Vestur
Sætasalan byrjar á föstudag
VerS aS kveldinu $2.00 til 25c.
SíSdegis $1.50 til 25c.
Væntanleg er hin fræga leikkona
Maude Adams.
Þegar sjúkdómurinn er undir tannrótunum
p«ar svo er ástatt a8 sjúkdómur
hefir komist í beinifi, undir sjaifri
tannrótinni, er sjólfsagt að draga
tönnina út. Saga tannlækninganna
er full af allskonar fágætum sjúk-
dóms tilfellum, sem stafa frá tðnn-
unum, þar á meðal, gigt, tauga-
veiklun og tæringu. Ef eitthvaS
gengur aC tönnunum í þér, þá
skaltu ráCgast um það við mig.
LæknisskoSun ókeypis.
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfærni tannlarknir"
Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipeé
Hog’:U11 LODSKiNN
Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hsesta verði fyrir ull cg loðekirn.ckriíið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
4 SÓLSKIN
þreytu, þá sofnuðu allir fljótt, öruggir um sig, því
varðmenn höfðu verið settir, eins og vant er. En
þeir menn voru líka uppgefnir af göngunni eins og
hinir, og í kyrð næturinnar, þegar ekkert var til
að halda þeim vakandi, en Iíkaminn krafðist hvíld-
arinnar, gátu þeir ekki haldið sér vakandi og sofn-
uðu líka. En njósnarar óvinanna voru á hælum
þeirra, og þegar þeir sáu að allur herinn svaf,
hugsuðu þeir sér að nú væri bezta tækifærið að
vinna á óvinum sínum meðan þeir svæfu og eyði-
leggja þá. En þeir vissu ekki af litla varðmann-
inum, eða réttara sagt litla varðfuglinum, sem
fylgdi þevssari herdeild, hann svaf ekki, hann átti
" vin, sem hann vaktaði hvert augnablik. Svo þeg-
ar hann sá hinn herinn koma líðandi áfram í
myrkrinu, þá flaug hann til vinar síns, sem æfin-
legít svaf með trumbuna sína við hlið sér. Hann
settist á hana og gerði allan þann hávaða, sem
honum var unt, með því að höggva litla nefinu í
trumbuna. pað dugði, herinn vaknaði allur og
hélt að verið væri að kalla sig til atlögu, svo allir
gripu til vopna sinna og voru komnir allir á sinn
stað, áður en óvinaherinn gat gert áhlaupið á þá,
og gátu því hrakið þá af höndum sér. J7etta áttu
þeir alt að þakka litlu mállausu skepnunni, svona
launaði hún vel það sem fyrir hana var gert.
Svona borgar það sig æfinlega vel að gera öllum
mállausum skepnum gott.
Yðar með vinsemd,
Jack Frost.
Endurgjaldið
. ... Hálfvaxinn drengur sat á þröskuldi á húsi;
hann hélt á smurðri brauðsneið í annari hendinni
og staf í hinni hendinni. Skamt frá honum lá
hundur.
“Komdu hingað, greyið! greyið!!’ sagði
drengurinn. /
pegar hundurinn heyrði að talað var vinsam-
lega til hans, stökk hann upp, lagði kollhúfurnar,
dinglaði rófunni og kom glaður til drengsins.
Drengurinn rétti brauðsneyðina að hundinum,
en rétt í því er hann glepsaði eftir henni, kipti
strákurinn hendinni að sér og gaf hundinum dug-
legt högg á trýnið. Aumjngja hundurinn hljóp
ýlandi í burtu, en strákur nló skellihlátur.
Andspænis í götunni stóð maður við glugga;
þótti honum ljótt að sjá til stráks. Hann benti
honum að koma yfir til sín og sýndi honum silfur-
pening, sem hann hélt á í hendinni.
“Langar þig í þennan pening?” sagði maður-
inn.
“Já, kæra þökk!” svaraði drengurinn glaður
í anda og hljóp yfir til hans, til þess að grípa silf-
urpeninginn. En rétt í því er hann rétti fram
höndina, gaf maðurinn honum vænt högg á hana.
Drengurinn fór að gráta: “Hví eruð þér að
meiða mig? Eg hefi ekkert móðgað yður eða beðið
yður um að gefa mér silfurpeninginn!”
Hví lamdir þú hundinn áðan ? Hann gerði þér
ekkert ílt, og hann bað þig ekki um brauðsneiðina.
J?ú hefir farið með hann alveg eins og eg fer nú
með þig”.
drengurinn leit til jarðar; hann fann að hon-
um komu makleg málagjöld.
Augnablikið.
Eitt einasta syndar augnablik,
sá agnar-punkturinn smár,
oft lengist í æfilangt eymdar strik,
sem iðrun oss vekur og tár.
Eitt augnablik helgað af himinsins náð
oss hefja til farsældar má.
svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð
og gæfan ei víkur oss frá.
EinS augnabliks sigur, sé ákvörðun rétt,
oss eilífðar hnossi fær gætt;
eitt augnabliks tjón, það er annað en létt,
vart eilífðin getur það bætt.
Steingr. Thorsteinsson.
Til Sólskinsbarnanna.
Frá Markland P. O., Man.:
Valdís Svava Lútersdóttir.................$ .33
Jóhanna Svanfríður Lútersdóttir..............33
Vilhelmina Matthilda Lútersdóttir............34
Samtals............$ 1.00
Áður auglýst .. .. $995.50
Nú alls.............$996.50
#
III. ÁR.
WINNIPEG, MAN. 18. APRÍL 1918
NR. 16
Steggi.
Niðurlag.
Eftir giftinguna ferðuðust þau víða um, sér til
skemtunar, eins og ungum hjónum er títt. Að
vísu græddu samgangnafélög og veitingamenn lít-
ið á þeirri ferð, og ekki komu ungu hjónin aftur
með háan skuldareikning, en þau nutu þeirra daga
engu síður en hver önnur ung hjón. J?au bolla-
lögðu um hvar bezt mundi að setjast að, þegar
voraði og þau tækju að búa hreiður sitt. J?au
elskuðust takmarkalaust, og hvorugt tortrygði
annað um glataða ást eða lausung. Altaf voru
þau saman. J?au átu úr sama pollinum, skvömp-
uðu í sama læknum, flugu saman, sváfu saman,
héldu vörð saman; ef annað flaug, þá flaug hitt,
ef annað settist, settist hitt.
Með þeim var hin sama ást, sem þeir einir
finna, er lifa sönnu saklausu lífi.
pannig leið hver dagurinn öðrum yndislegri.
Aldrei hafði Steggi ímyndað sér, að til væri slík
sæla. ó hve lífið var yndislegt! Ef þau aðeins
mættu gleyma hættunum,—mönnunum.
Veturinn leið og vorið kom. Snjóinn leysti
smátt og smátt. Árnar ultu fram með svæfandi
skvaldri, skolleitar eins og þunt sætuþykni. Læk-
irnir streittust við að líkjast þeim og hjálpuðu
þeim eftir föngum. Vatnið beljaði niður hlíðarn-
ar, gjörði melana dúnmjúka og hagana bláskjöld-
ótta. Hestamir áttu erfitt með að fara um jörð-
ina,* og kindurnar urðu að leita vandlega, til að
finna blett til að liggja á.
Ungu hjónin höfðu dvalið oftast niður við sjó
um veturinn. S£eð vorinu flugu þau upp í land.
J?ar var nóg til lífsviðhalds. pau flugu tjörn frá
tjöm, læk frá læk, og námu loks staðar upp í dal
einum. par var stór tjöm og umhverfis hana
var þéttvaxið sef. Að tjöminni lágu mörg sýki.
Við tjöm þessa kom þeim saman um að búa hreið-
ur sitt; hún haf ði alla kosti samanlagða, sem þeim
þóttu æskilegir, og einkum einn, — hún var langt
frá bæjum mannanna.
pegar þau höfðu dvalið nokkra daga við
tjömina, völdu þau snotra þúfu skamt frá henni
til hreiðursins. Alt gekk eins og í sögu. Sjaldan
ónáðuðu menn þau. Eggin vom lögð í hreiðrið,
og hinn unaðslegi og ábyrgðarmikli tími foreldr-
anna hófst.
J?egar langt var liðið á þann tima, er þurfti
til að unga út eggjunum, bar svo til seinni hluta
dags, að þau sáu mann koma gangandi inn með
fjallinu, sem var öðm meiin dalsins. Hann bar
eitthvað í hendi, sem líktisf byssu. J?okuúði var á,
og greindust því hlutir illa í fjarlægð. pau sáu
að maðurinn lagði leið sína fram hjá þeim, og
hvarf hann sjónum þeirra. Litill hóll var við
tjörnina skamt frá hreiðri þeirra. Nokkru eftir
að maðurinn hvarf urðu þau vör við einhverja
hreyfingu bak við hólinn. pótti þeim það grun-
samt og læddust því út í sefið á tjarnarbakkanum.
öndin kúrði sig niður, en Steggi var öðru hvom
að líta upp til að gæta að, hvort nokkur hætta
væri á ferðum. pegar þau höfðu legið þannig um
stund, þótti þeim líklegt að mishermi mundi verið