Lögberg - 18.04.1918, Síða 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. APRfL 1918
Það sem stríðið hefir
gert fyrir mig
Eftir Harry Lauder.
Fyrir tveimur árum síðan var
eg sæll og vonglaður faðir, nú er
eg einn og yfirgefinn, og það sem
eg hefi heyrt, séð og orðið sjálf-
ur að ganga í gegnum á þessum
tveimur árum, hefir verið svo
biturt og þungt, að ef trú mín á
guð hefði ekki verið staðföst, og
von mín um eilíft líf óbilandi, þá
hefði eg óefað örmagnast undir
þeim heljar þunga.
Eg býst við, sökum þess að eg
hefi verið í 35 ár á leiksviðum
ýmsra landa, þá haldi menn að
eg sé orðinn gamall, en eg er að
eins 47 ára gamall og maður á
þeim aldri ætti að vera upp á sitt
bezta, með sína lífskrafta ó-
skerta, framtíðarvonir og metn-
að í hádegisstað.
En til þess að geta framkvæmt
nokkuð það, sem gagn er í, þá
þarf i maður að hafa viljaþrek,
eða þrá til framkvæmda.
Ástæðan fyrir því, að líf mitt
er nú tómt og gleðisnautt, er að
eg misti son minn, kapt. Jón
Lauder. pjóðverjar drápu hann
28. des. 1915, og með honum
metnað minn, vonarljós mitt og
framkvæmdarþrá þá, er brann
mér í hjarta.
pað var vegna drengsins míns
— Jóns sonar mífls, að eg vann
látlaust — ferðaðist þúsundir
mílna — land úr landi, nálega
uppihaldslaust.
Eg elskaði drenginn minn,
meira en nokkuð annað í lífinu,
frá því að hann fæddist og til
dauðadags var hann ljós augna
minni og lífsteinn vona minna.
Á ferðum okkar var hann sí-
felt með okkur, og á milli nón og
kveldleikanna flýtti eg mér sem
mest eg mátti frá leikhúsinu og
1 gistihúsið, þar sem við bjugg-
um, til þess að horfa á konuna
mína afklæði hann, leggja hann
í rúmið sinn, hlúa að honum og
finna litlu mjúku handleggina
hans um hálsinn á.mér, þegar eg
kysti hann góða nótt.
Og þegar hann stækkaði þá
var það mín mesta ánægja að
vera með honum. Honum þótti
anikið til hæfileika minna koma.
til að láta fólk gleyma áhyggj-
um sínum og hlægja, og lét á-
nægju sína í ljósi yfir því verki,
sem eg var að vinna, og eg ætti
að vera þakklátur fyrir að guð
hefði gefið mér hæfileika til þess
að gleðja og láta aðra gleyma.
Hann talaði við mig um margt
viðkomandi framtíðarlífi sínu, —
um hluti, sem fáir synir finna
þrek til þess að minnast p, jafn-
vel við feður sína. Við vorum
líkari tveimur vinum, heldur en
föður og syni. ó! að eg hefði
mátt fara til vígvallarins í hans
stað.
pegar hann útskrifaðist frá
Cambridge, sagði hann mér að
hann vildi helzt nenia lögfræði
og gjörast málafærslumaður, og
þrátt fyrir það, þótt að eg þætt-
ist sannfærður um að hann hefði
getað getið sér orðstýr á leik-
sviðinu, því hann hafði falleg og
þýð hljóð, þótti mér ekkert fyrir
því, að hann skyldi ekki feta í
fótspor mín að því leyti.
Á meðan að hann var í Cam-
bridge vorum við foreldrar hans
oftast á ferðalagi, og urðum að
láta okkur lynda bréfin frá hon-
um, sem komu oft og reglulega,
og hvað okkur þótti vænt um
þessi bréf, við lásum þau upp
aftur og aftur, unz við kunnum
þau utanbókar, og á kveldin sát-
um við og töluðum um hann —
um það hvað hann var að gjöra
og hvemig að hann mundi verða
skjól okkar og stoð í ellinni.
Og svo eftir að hann hafði
komið til okkar í Ástralíu sum-
arið 1914 brauzít eldurinn, sem
nú brennur í heiminum út, og
hann fór frá okkur til þess að
hjálpa til þess að slökkva hann.
Hann hafði áðu ,r en hann kom
til okkar í Ástralíu, tekið
heræfingar í varaliðinu
brezka, svo hermáladeildin
sendi honum hraðskeyti til
Ástralíu. pað voru að eins
tvö orð:
Liðsöfnun.—Komdu.
Daginn eftir kvaddi hann okk-
ur og sigldi til Englands, til þess
að eins að sjá okkur tvisvar
sinnum, stutta stund í hvort
skifti, áður en guði þóknaðist að
kalla hann til þess að fóma lífi
sínu fyrir föðurland sitt. — Svo,
hann er farinn — farinn frá okk-
ur og við sjáum hann aldrei
framar í þessu lífi. par sem áð-
ur að drengurinn minn fylti líf
mitt með sælu og vonbjartri lífs-
gleði ríkir nú tómleikinn.
par sem eg áður fyr gat sagt,
það er fyrir drenginn minn, að
eg leik viku eftir viku, ár eftir
ár, því mig langar til þess að
tryggja framtíð hans.------Sú
svölunarlind er nú þomuð.
par sem áður, að verk mitt
var ánægjuríkt, af því til ein-
hvers var að vinna, er það nú
gleðisnautt, og þungt. Og stund-
um legst sorgarmyrkrið yfir mig
svo svart, að lífsþráin hverfur
og dauða hugsunin dregur mig
að sér með lokkandi fyrirheitum
um hvíld og frið.
pað var á nýárs daginn 1916.
Eg hafði lagt mig upp í legubekk
til þess að hvíla mig, áður en að
eg færi í leikhúsið, að dyrabjöll-
unni var hringt, og fáum augna-
blikum síðar heyrði eg skerandi
hljóð framan úr húsinu. — pað
var eins og hjartað í mér hætti
að slá, og hin óttalega hugsun
greip mig. Nei! Nei! Guð gæti
ekki verið svo miskunnarlaus —
hann gæti ekki tekið drenginn
minn. — En þegar mér varð lit-
ið við og sá konuna mína, náföla
þar sem hún stóð í stofudyrun-
um og studdi sig með annari
hendinni við dyrastafinn, en
rétti með hinni að mér símskeyti
— steinþegjandi með óútmálan-
legum sorgarsvip. pá vissi eg
hvernig komið var.
Einhvem veginn komst hún
yfir stofugólfið og til mín, —
hallaði höfði sínu upp að brjósti
mér og grét sáran, á meðan eg
með tárvotum augum opnaði
skeytið og las: Jón Lauder, sem
var meðlimur í skozku Argyle og
Suðurlands fylkingunni, féll í or-
ustu 28. des 1915.
Hvernig fer nú fyrir okkur?
Hvernig fer nú fyrir okkur, var
alt, sem mér varð að orði.
í marga daga brann þetta
spursmál í huga mér. Hvernig
fer nú fyrir okkur? Til hvers
var öll min vinna í öll þessi ár?
Stundum fanst mér umhugsun-
in um sonarmissirinn mundi gera
alveg út af við mig, og svo nísti
hann hjarta mitt, að mér varð
jafnvel á að efast um réttlæti og
miskunn þess guðs, sem gæti
látið annað eins og þetta við-
gangast.
En svo var það einn dag, að
breyting kom yfir mig, eins
skyndilega og þrumuleiftur, er
það klýfur skýjaþrunginn him-
inn. Breyting, sem hafði leynst
í sálu minni — afl, sem eg átti,
en hafði ekki fært mér í nyt,
þrátt fyrir það, þótt eg vissi af
því og tryði því.
Eg hafði allan þennan tíma
verið að syrgja son minn, eins
og sá, sem enga von átti —
gleymdi að mitt í sorginni stend-
ur náðarfaðmur frelsara míns og
drottins ætíð opinn, og fyrirheit
hans um líf eftir þetta jarðneska
— um eilíft líf.
Á meðan hugarkvöl og sorg
blinduðu sálarsjón mína, — á
meðan sárasta sorgarstundin var
að líða, beið guð, en þegar hún
var liðin, þá lyfti hann blæjunni
frá augum mér, og sýndi mér
landið fyrirheitna. — Eg meina
að eg fann að Jóij var ekki dá-
inn, eg vissi að hann var á landi
hinna lifenda, og þar eigum við
aftur að sjá hann.
Eg vildi að eg gæti gert ykkur
skiljanlegt hvílík fróun sú full-
vissa var mér.
Eg vildi að eg gæti lýst fyrir
yður þeirri gleði, sem fylti sálu
mína út af þeirri fullvissu, að eg
ætti að sjá drenginn minn aftur,
að þessi burtför hans væri bara
eins og löng ferð, sem hann hefði
agt út í, — að hann hefði farið
í annað land, langt í burtu, þar
sem hann biði eftir henni móður
sinni og mér. Og mér fanst eg
sjá, þar sem hann beið með út-
breiddann faðminn, til þess að
þrýsta föður sínum og móður að
hjarta sér, og sú mynd hefir ver
ið mér svo mikill raunaléttir að
eg hefi nú sætt mig við lífið og
það sem orðið er.
Og þér mæður og feður, sem
missið syni ykkar í stríðinu, það
er lífsskilyrði fyrir yður að —
hafa hrein'a, bjargfasta trú á
lífinu eftir dauðann — lífinu
eilífa, þar sem þið aftur fáið að
sjá synina, sem þið mistuð hér.
Látið þið ekki sorgina yfir-
buga ykkur, eins og hún gjörði
við mig.
Rennið trúaraugum ykkar til
hæðanna og missið aldrei sjónar
á guði og hugsið um drengina
ykkar, eins og þeir væru í lang-
ferð!
Vemdið trú y&r, með því
hjálpið þið til þess að vinna
stríðið. Ef að þið tapið henni,
þá er stríðið tapað og þið sjálf.
Hugsið ekki að hugur minn sé
beizkjublandinn sökum þess að
guð kallaði drenginn minn, til
þess að láta lífið fyrir ættland
sitt. Ef hann hefði á friðartím-
um dáið slysa-dauða á einhvern
hátt, er eg hræddur um að líf
mitt hefði fylzt beiskju og kulda.
En að deyja eins og Jón Lauder
dó, þá segi eg með fullri tilfinn-
ingu fyrir því, hve sárt eg sakna
hans, að eg skyldi senda hann til
Frakklands aftur, til þess að
leggja lífið í sölurnar á ný ef
hægt væri að vekja hann frá
dauðum. pví síðan hann féll
hefi eg verið á Frakklandi og séð
hin blæðandi sár og mér hefir
skilist betur, en eg áður skildi,
að lífi Jóns Lauder hefir ekki
verið á glæ kastað.
Ef þú hefir ekki komið til
Frakklands, er þér ekki unt að
skilja til fulls, það sem þar er að
gjörast. Einn dag var eg ásamt
fleirum að aka í bifreið eftir
vegi, eða réttara sagt eftir því,
sem við héldum að væri vegur.
Alt um kring voru akrar sundur-
tættir, — ekki heil brú í jarðveg-
inum neinstaðar, og í brautinni,
sem við keyrðum eftir voru stór-
ar holur eftir sprengikúlur, stór-
ir steinar og partar af trjám,
sem skotin höfðu verið í sundur.
pannig ókum við áfram
nokkra stund, þar til hjólið á
bifreiðinni virtist mæta ein-
hverju, sem var óvanalega
hart viðkomu og var mér
litið niður fyrir bifreiðina
og mér sýndist eg sjá stein,
sem vanalega er reistur utan
með stéttum og strætum. Eg
mintist á þetta við herforingja,
sem var með mér í bifreiðinni.
Hann leit sem snöggvast yfir
staðinn og mælti: “Já, þetta er
alt sem eftir er af bænum I hann
stóð hér óhaggaður fyrir tveim-
ur mánuðum, en pjóðverjar
komu, skyldu við hann svona og
ráku á flótta 3,000 íbúa, sem hér
bjuggu áður.
pað fór um mig hrollur við
þessi orð herforingjans, og þeg-
ar eg litaðist um, gat eg hvergi
séð nein önnur merki til þess að
hér hefðu menn búið, íbúðarhús-
in, verzlunarbúðirnar, skólamir
og kirkjurnar alt var jafnað við
jörðu. Slík eru verk pjóðverja
halda undan — eyðilegging —
ekkert nema eyðilegging.
Eg var marga daga í skotgröf-
unum, á stöðum þeim, sem her-
menn hafa sér til hvíldar í
sjúkrahúsum og í bæjum í kring
um vígstöðvarnar og margt bar
þar fyrir augu mér, sem eg aldrei
gleymi; en það var sérstaklega
eitt, sem þrýsti sér óafmáanlega
á hjarta mér, og það var hið and-
lega ásigkomulag frönsku og
ensku hermannanna á Frakk-
landi.
Eg talaði við suma af mönn-
unum svo klukkutímum skifti,
um það, sem fram hafði komið
við. þá í orustum, um heimili
þeirra, um óvinina og fleira. En
það sem yfirgnæfði hjá þeim öll-
um, — það sem hafði meiri áhrif
á mig en alt annað var sú sam-
eiginlega vissa allra þessara
manna, hvemig svo, sem ástand
þeirra hafði verið fyrir stríðið,
að þótt að þeir féllu í stríðinu
þá væri það að eins heimför til
fyrirheitna landsins —væri ekki
tap heldur gróði — væri ekki
dauði, heldur líf — líf í guði —
lífið eftir dauðann, er ekki her-
mönnunum að eins óljós von —
það er þeim vissa.
Einn þessara hermanna komst
svo að orði við mig: “Dettur
þér í hug eina mínútu, að ef við
héldum að alt væri búið við enda
þessa jarðneska lífs að við
mundum berjast eins og við nú
gerum ? Við gætum það ekki, við
mundum sífelt vera að hugsa
um að bjarga þessu lífi voru.
Sá sem hefir séð menn deyja,
eins og eg hefi séð þá gjöra,
hann veit betur, en að reyna að
telja mönnum trú um, að það sé
ekkert áframhaldandi líf eftir
dauðann.
Og vegna þess að vér hræð-
umst ekki dauðann, þá ráðumst
vér á móti óvinunum glaðir og
öruggir.
Á undan þessu stríði tók unga
kynslóðin á Frakklandi og á
Englandi lífið létt. “Látum okk-
ur njóta lífsins og leika okkur”,
sagði unga fólkið, án þess að
hugsa nokkurn hlut um morg-
undaginn og því síður um dauð-
ann og eilífðina. Nú er þetta
breytt. Menn sem vita að þeir
geta orðið fyrir sprengikúlu á
hverri mínútu, eða geta búist við J
skipan um að ráðast á óvinina á
því eða því augnablikinu, eru
nálega altaf að hugsa um guð og
ilífið eftir dauðann, og sökum
þess að hugsun þessi er sameig-
inleg, ríkir djúp ró og þögull
friður á meðal þeirra.
Mennirnir hver um sig skrifa
erfðaskrá sína og leggja svo fyr-
ir, að ef þeir komi ekki aftur úr
þessari eða hinni orustunni, þá
skuli henni, ásamt síðasta bréfi
þeirra til konu, barna, eða ætt-
rnanna framvísað. Og á nótt-
inni sér maður þessa menn í sín-
um neðanjarðar gryfjum, hug-
\T/.* •• 1 • timbur, fjalviður af öllum
JNyjar vorubirgðir tcgumJum, geirettur og al«-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
hvort heldur þeir sækja áeðalprúða og hógværa, með guði
vígða sál, til þess búna að láta
lífið fyrir frelsi og fósturland,
hvenær sem kallið kemur. — Svo
eru þessar stundir angurblíðar
og tilkomumiklar að maður
gleymir þeim aldrei.
Eitt kveld, þegar eg var stadd-
ur í einni af þessum neðanjarð-
ar gryfjum, ásamt herforingja
einum sagði hann: “pegar eg
sé mennina í slíku ásigkomulagi,
þá er eg stundum að hugsa um,
hvort guð hafi ekki orðið að
nota þetta stríð til þess að
þröngva mönnum til þess að
hugsa um sig, og veita lögum
sínum eftirtekt”.
Eg bæði sá og heyrði um mörg
af níðingsverkum pjóðverja, en
hér vil eg að eins nefna tvö.
pað fyrra var framið á sextíu
Skotum, úr hinni svo nefndu
Black Watch herdeild. pessir
sextíu menn voru teknir til
fanga af pjóðverjum. peir
hvorki beiddust né bjuggust við
griðum af hendí pjóðverja, og
datt þýí alveg yfir þá er pjóð-
verjar, í stað þess að drepa þá,
skipuðu þeim að afklæðast öll-
um fötum sínum, og þannig
skildu þeir þá eftir í skotgröfum
sínum, sem voru bæði blautar og
forugar.
Úm morguninn kom þýzkur
liðsforingi tii þeirra og sagði að
þeir mættu fara til sinna manna.
Skotarnir urðu forviða, áttu sízt
von á slíku, og fagnandi yfir
frelsi sínu, lögðu þeir á stað út
á svæði það á milli skotgrafa
Breta og pjóðverja, sem kallað
er “No mans land”.
En þéir voru ekki komnir
nema lítinn spöl, þegar þeir
heyrðu hlátur og háðsyrði pjóð-
verja, og í sömu andránni reið
af skothríð frá liði pjóðverja,
og þeir voru allir skotnir niður
þessir sextíu. — pjóðvei-jar
þekkja ekki orðið miskunn.
í einu af sjúkrahúsum vorum
sá eg vesalings mann, sem hafði
mist nálega helminginn af anc-
litinu og þar með annað augað.
pegar hann var að reyna til þess
að tala, gat eg naumast horft
á hann, svo var myndin hryggi-
leg á að líta. Samt þegar eg
spurði hann um það, hvemig að
hann hefði fengið áverkann,
reyndi hann til þess að brosa á
meðan hann sagði mér sögu
sína.
GOFINE & CO.
Tals. M. 3208. — 322-332 EUice Ave.
Horninu á Hargrave.
Verzla meS og virSa brúkaSa hús-
muni, eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum & öliu sem er
nokkurs virSi.
“pað var lindarpenni, sem
gjörði þetta”, sagði hann. “Eg
var einn af þeim fyrstu, til þess
að fara ofan í skotgrafir, sem
pjóðverjar voru búnir að yfir-
gefa. Mér varð litið niður á
gólfið í einu af þessum fylgsn-
um, og sá eg þar liggja lindar-
penna. Mér þótti vænt um þenna
fund, því eg gat notað hann til
þess að skrifa heim til konunn-
ar minnar og barna, tók hann
og stakk honum í vasa minn.
Nokkrum dögum síðar, þegar eg
hafði fáeinar mínútur afgangs
frá skylduverkum mínum, tók
eg hann upp úr vasa mínum og
skrúfaði af honum húfuna. —
pegar eg vaknaði aftur, var eg
eins og þú sérð mig nú. Lindar-
penninn var fullur með sprengi-
efni. — Eitt bragð Húnanna enn,
til þess að myrða eða limlesta
menn vora. En það gleður mig,
herra minn, að í þetta skifti
hefir þeim ekki orðið að vonum
sínum, því þeir hafa eflaust ætl-i
ast til þess, að þessi lindarpenni
yrði einum 10 til 12 af okkar
mönnum að falli—en alt sem
þeir gátu var að fara svona með
mig”.
(Framh. á 7. bls.).
Gigtveiki.
Fullkomin heimalækninR.
Voriö 1893 fékk eg mjög illkynjaöi
vöððva bólgu og gigt, eg þjábfiist stööö
ugt 1 þrjú ár. eins og þeir vita bezt,
8Éin slíkan sjúkdöm hafa. Eg reyndi
hvert meöaSJið á fætur ööru, og hvern
læknirinn eftir annan, en batinn var
ávalt skammvinnur. Loksins náöi eg I
meððaliö sem dugði, og síöðan hefi eg
aldrei orðið var við þennan ófögnuö.
Eg ráðlagöi fjölda af vinum mlnum aö
nota þennan læknisdöm, og allir lækn-
uöuðst á svipstundu. Eftir að þú hefir
notað meðalið, muntu viðuðrkenna það
hiö cina öyggjandi við gigt. Þú getur
sent einn dollar ef þú vilt. en þú skalt
vita, að vlð kærum okkur ekki um pen-
lngana, nema þú sért fullkomlega á-
nægöur. Annað væri rangt. — t»vi að
þjást lengur, þegar áreiðanleg læknia-
hjálp fæst kostnaðarlaust? Dragðu það
ekki á langinn. Skrifaðu strax 1 dag.
MARK H. JACKSON
No. 458 D Gurney Bldg., Syracuse, N.T.
Mr. Jackson er árelðanlegur. Ofan-
ritað vottorð satt.
O
SÓLSKIN
SÓLSKIN
3
hafa; skreiddist Steggi því til í sefinu og vildi
halda til hreiðursins, en þá dundi við hvellurinn
voðalegi og eldblossa sást bregða fyrir á hólnum.
öndin kafaði niður í sefið og huldi sig svo vel sem
hún mátti, — en Steggi, hann var fyrst eins og í
leiðslu, hann vissi naumast hvort hann var til eða
ekki, en þegar hann sá mann koma hlaupandi yfir
hólinn, rankaði hann við sér. Hann reyndi að
fljúga, en fann að annar vængurinn var máttlaus,
pá spymti hann sér gegn um sefið og gat komist
út á tjörnina og stakk sér svo djúpt, sem hann
gat. Kafaði ihann lengi og kom að tjamarbakk-
anum á öðrum stað, skreiddist inn undir sefið og
skaut að eins nefinu upp úr til að anda. Steggi
heyrði öðru hvoru til mannsins. Hann hljóp fram
og aftur meðfram tjöminni og skimaði í allar
áttir. Að lokum labbaði hann á braut, og var
brátt úr augsýn.
pegar maðurinn var farinn, skreiddust hjón-
in fram úr fylgsnum sínum. pá fann Steggi fyrst
sársaukann, því óttinn hafði borið hærra hlut á
meðan maðurinn var þar. Hægri vængurinn var
brotinn og svöðusár var á síðunni undir vængnum.
pegar hann hreyfði sig, var sársaukinn svo mikill,
að hann lamdist um. Samt hafði hann rænu á að
gæta eggjanna með öndinni. pau voru óhreyfð.
Morðvargurinn hafði ekki fundið þau. öndin sett-
ist í hreiðrið en Steggi lagðist í sefið skamt frá því.
Hann reyndi að hagræða brotna vængnum með
nefinu, en það jók aðeins sársaukann. Hann
reyndi að kúra sig niður og sofna, en gat það ekki
fyrir sársaukanum. Hann fann bmnaverk leggja
frá sárinu um iíkamann, og fór hann æ vaxandi.
Hann mjakaði sér ofur lítið til, en við það jókst
verkurinn um allan helming. Hann lá því hreyf-
ingarlaus, máttvana og vonlaus alla nóttina, og
sá ekki annað en skelfing og dauða fram undan.
<3 hve þakklátur hann hefði verið, ef læknir
hefði hreinsað sárið og búið um það. Hvílíkur
munur er að vera maður og njóta hjúkrunar kær-
leiksríkra handa. Hvenær verða þær hendur rétt-
ar málleysingjunum? -
Nú var það komið fram á honum, sém hann
óttaðist mest; það, sem hann hafði jafnan haft
vörð á, síðan “mamma” kendi honum heilræðið
forðum. Maðurinn hafði spúð eitri sínu í líkama
hans. ógurlega var maðurinn grimmur og misk-
unarlaus. Aldrei hafði Steggi gjört honum neitt
mein; aldrei spilt svo miklu sem títuprjónsvirði
fyrir honum. pessi jörð var bústaður þeirra
beggja. Hann átti jafnan rétt til að fá að lifa á
jörðunni og maðurinn. Hann gat vel unt mann-
inum að slá ágirndarklóm sínum á láð og lög, að-
eins, ef hann leyfði honum að njóta friðar á þeim
litla jarðbletti, er líkami hans huldi. pað var
manninum ekkert tap, og hann varð engu ríkari
við að drepa hann. En maðurinn, þetta voðalega
og vitra dýr, var of kærleikssnautt, of miskunnar-
laust, of grimt til þess.
ó maður! uppspretta böls og hörmunga, hve-
nær ætlarðu að láta af að leika þér að lífi hinna
vanmáttugu ?
Loks var þessi hræðilega kvalanótt á enda.
Dagurinn rann upp mildúr og fagur. Alstaðar
sáust áhrif árgeislanna. Lífið iðaði alt umhverfis.
Aumingja Steggi barðist við dauðann.
ó hve alt var orðið umbreytt frá deginum áð-
ur. pá hafði hann verið hraustur og lífsglaður
og leikið sér á tjöminni, nú lá hann og mjakaðist
um af kvölum.
Seinna um daginn komst hann að hreiðrimi
og gætti þess meðan öndin fór að ná sér í bita.
pannig liðu þrír dagar. Steggi neytti einskis
matar. Alt eðlilegt lífsstarf fór smátt og smátt
þverrandi. Drep færðist í sárið og vænginn dró
hann á eftir sér. Tilfinningin minkaði, og kval-
imar urðu minni. Lífslöngunin lét minna á sér
bæra. Hann horaðist, og þrótturinn fór minkandi.
Dauðinn færðist nær. Drápslyf mannsins nartaði
lífið smátt og smátt úr honum.
Aldrei möglaði hann. Aldrei hugsaði hann
manninum ilt. Aldrei óskaði hann honum hefnda.
Aldrei bað hann manninum óbæna. Ranglætið og
bölið bar hann með þögn og þolinmæði. Fáir
hinna “útvöldu” hafa borið hörmung og órétt með
jafn miklu göfuglyndi og Steggi.
Að morgni fjórða dagsins var fyrsta eggið
brotið. Unginn, sem út kom, var steggi. Steggi
leit með hálfdauðum augum á afkvæmi sitt,
skreiddist nokkur skref frá hreiðrinu, og — dó.
pórður í Kotinu kom heim um Kvöldið með
byssuna á öxlinni. Hann mintist auðvitað ekki
á steggjann, sem hann vængbraut; svo algengt til-
felli leið honum fljótt úr minni.
“Hvað er í fréttum ?” spurði kona hans.
“Ekkert, nema það, sem búast mátti við af
þeim. Eftir hálfan mánuð koma þeir og ta*ka
okkur upp. — pú átt að fara að Völlum með litlu
Gunnu. — Hinum börnunum er víst búið að koma
fyrir hingað og þangað um sveitina. — Eg á að
þræla hvar sem bezt gengur. Sá gamli sagði
reyndar, að réttast væri að senda mig á “galeyð-
una” fyrir ómenskuna og ræfilsháttinn, svo sem
hann kvað á”.
• “Hann er alténd miskunsamur, blessunin”,
sagði kona pórðar.
prem vikum síðar var pórður á reiki með
fram tjörninni, sem áður en nefnd. Búi hans
hafði verið sundrað, og börn hans voru dreifð um
sveitina. Hann var að fara í kaupamensku til
bónda niður í dal. pegar ihann gekk hjá tjörninni,
sá hann ritju af andarsteggja skamt frá hólnum,
þar sem hann skaut úr byssunni kvöldið góða.
Hann brá við henni tá og mælti í hljóði við sjálfan
sig: “parna er þá andarskrattinn, sem eg skaut
á héma á dögunum; betur að eg hefði náð henni;
hún skyldi þá ekki hafa orðið vörgunum að bráð”.
Vertu góður við móðir þína-
Vertu góður við móður þína! Gerðu henni
ekki ónæði með hnapnum, sem dinglarlaus á yfir-
höfninni þinni. Sjálfur getur þú hæglega tekið
þér tíma til að festa hann, móðirin hefir svp tug-
um skiftir öðrum verkum að sinna. Ef húfl á að
bæta við sig þinni vinnu, kemst hún ekki í sængina
fyrr en langt er liðið á nótt, má þó ekkert missa
af sínum vanalega svefni. Frá því snemma að
morgni til seitn að kveldi, fer hún frá einu til
annars, sem húsverkin heimta; ef nokkuð af þeim
fellur undan, er heimilið ekki lengur huggulegt.
Mundu eftir því, þegar móðirin stritar, þá er það
ekki fyrir hana sjálfa, heldur fyrir þig og aðra.
Taktu af henni smá vik, en bæt aldrei við hana
því, sem þú getur gert.
Vertu kurteis við móðir þína; þú sýnir ókunn-
ugum kurteisi, sem ekkert hafa fyrir þig gert, en
við móðir þína, sem hvem dag vinnur til þess þig
ekkert bresti, og þú getir haft það gott, ert þú oft
afundin. Hvers vegna ert þú það? Hefir þú rétt
til þess, átt þú heimtingu á að móðir þín stríði og
striti fyrir þig? Að vísu gerir hún það dag hvem
svo það minsta, sem af þér verður heimtað, er að
sína henni virðingu og kurteisi.
Vertu viljugur að sinna því, sem móðir þín bið-
ur þig um! Móðir þín getur ekki gert alt. Biðji
hún þig að taka af sér spor, eða á einhvern hátt að
rétta sér hjálparhönd, þá er það ekki af því að hún
sé löt að gera það sjálf, heldur það að hún þarfnast
þína hjálp, þú átt yngri fætur en móðir þín. Sá
tími er húfl vinnur með því er þú tekur að þér að
útrétta fyrír hana, skapar henni máske litla hvíld-
arstund, sem hún hefir meiri þörf fyrir en þú.
Vertu vingjarnlegur við móður þína! jafnvel
þótt hún sé af og til dálítið afundin, af því hún er
þreytt, þá samt vertu þægilegur við hana; brostu
til hennar og láttu hana sjá, að þú sért í góðu
skapi. pað frískar hana, svo henni veitist léttara
að bera hinar ótal mörgu byrðar, sem lífið leggur
henni á herðar.
Lauslega þýtt af Guðbrandi Erlendsyni.
Trumbuslagarinn og Sparvan.
pessi litla saga er úr þrælastríði Bandaríkj-
anna. pað var í einni herdeild Norðanmanna
drengur, 14 ára gamall, hann hafði það embætti
að slá trumbu, til þess að kalla herinn saman og
gefa merki. Hann var minsti hermaðurinn í sinni
deild, en hann vann verk sitt með trúmensku og
dygð, því hann var góður drengur. Eg segi góður
drengur, því mér finst að allir drengir hljóti að
vera góðir og yfir höfuð allir, sem eru góðir við
mállausar skepnurnar, og það var hann. Hann
vildi gera öllum skepnum alt það gott sem hann
gat, og oft lagði hann það á sig þó hann væri
þreyttur, að ganga á milli múlasnanna og hest-
anna í sinni deild, til að bjóða þeim að drekka, ef
mjög heitt var.
Svona vildi hann gera öllum mállausum skepn-
um gott, og þótti því öllum skepnum vænt um
hann; viltu fuglunum í loftinu líka, því hann gerði
þeim alt það gott sem hann gat, eins og öðrum
skepunm. Og þó ótrúlegt máske þyki, þá var það
einum af hinum litlu ®eygu vinum hans að þakka,
að hann og máske öll hans herdeild var ekki strá-
drepin á náttarþeli.
pað var svona. Hann var vanur að hæna að
sér alla fugla og gefa þeim, og þeir voru flestir
svo gæfir við hann að þeir komu til hans hvar
sem var og átu hjá honum. En sérstaklega var
það ein sparva, sem var svo gæf við hann að hún
at úr lófa hans og fór jafnvel ofan í vasa hans að
leita að mat. pað var eina nótt, eftir að herinn
hafði haft langa og stranga göngu, að herinn lagð-
ist til hvíldar, og af því að allir voru úrvinda af