Lögberg - 25.04.1918, Síða 3

Lögberg - 25.04.1918, Síða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. “Eg er hrædd við að opna símritið, Judith”, sagði vesalings Jana, þegar henni var rétt það. “pað færir máske lélegar fregnir”. “Nei, lafði, eg vona það gagnstæða”, svaraði Judith. “pað er alkunnugt, að það er von á ung- um erfingja, og símritið segir máské frá því að hann sé kominn í heiminn”. Nú fékk andlit Jönu aftur sinn eðlilega lit. pað gat auðvitað ekki verið annað. Hvemig gat hún verið svo gleymin? Nei, það var alls ekki líklegt að það gæti verið frá hinni ógæfusömu Clarice, hún virtist vera töpuð fyrir fult og alt. Með sínum skjálfandi fingrum — skjálfandi við hugsunina um, hver móðir hins unga erfingja var, og hvar hún hafði verið — opnaði Jana Chesney símritið. “London, kl. 7.30 að morgni. Riohard James, læknir, til lafði Jönu Chesney. Jarlinn af Oakbum er hættulega veikur ; kom- ið strax, ef þér viljið sjá hann lifandi. Hann seg ir, komið með Lauru”. Símskeytið datt úr hendi hennar, og hún fór að gráta. öll hennar gamla ást á föðurnum vaknaði á þessu augnabliki. Um hvað varð nú fyrst að hugsa? Lafði Jana hugsaði sig um eina mínútu, og svo var áform hennar búið. Hún skrifaði fáeinar línur til Laum, sagði henni hvemig ástatt væri, og að hún kæmi akandi til að taka hana með sér. Vinnukonan átti að fara með þenna seðil til heimilis Carltons, fara svo til Rauða ljónsins, fá þar vagn og hesta og koma með hann. Á meðan bjuggu þær sig til ferð- ar, lafði Jana og Judith, og voru tilbúnar þegar vagninn kom. pær stigu upp í vagninn og óku til heimilis Lauru. Carton kom út. Jana hneigði sig ofurlítið, en heilsaði honum ekki með öðru. “Er lafði Laura ekki ferðbúin ?” spurði hún. “Laura er fjarverandi”, sagði hann. “Bréfið, sem þér senduð var opið svo eg las það. Hún fór til Pembury til að.dvelja fáeina daga hjá Marden hjónunum”. Fyrst varð Jana ráðalaus. “petta tækifæri til að ná sættum við jarlinn ætti ekki að vanrækja” sagði hún loks. “pað verður að símrita til lafðl Lauru. Eg skal sjálf símrita henni, þegar eg kem til stöðvarinnar í Great Wennock”, bætti Jana við; um leið og hún gaf ökumanni bendingu um að halda af stað. “Góðan morgun”. “pökk fyrir, ef þér viljið vera svo góðar að gera yður það ómak. Góðan morgun, lafði Jana”, svaraði Carlton. “Eg vona af alvöru, að þér mun- ið finna jarlinn í afturbata”. Eftir að hafa ekið hart til stöðvarinnar, og eftir að hafa símritað lafði Lauru hjá ofursta Mardens, þutu þær lafði Jana og Judith með hrað- lest til London. pær komu til Portland Place litlu eftir hádegi. Jarlinum hafði versnað, svo hann var óðum að missa aflið. Lafði Jönu var strax vísað til her- bergis hans. Hún mundi eftir stóra fallega svefn- herberginu, sem hann svaf í, og sneri sér af eigin hvöt þangað. “Ekki þangað, lafði”, hvíslaði þjónninn, “hærra upp”. “Hærra upp ?” endurtók Jana óánægð og með áherzlu. “Greifainnan liggur í þessu herbergi, herbergi jarlsins er uppi”. Jana varð gröm yfir þessari fregn. pað varð að hrekja hann úr sínu herbergi sökum einnar ungfrú Lethwait. Orðin virtust benda á að hún væri veik, en Jana vildi ekki spyrja meira um það. f ganginum þaut Lucy, sem þrátt fyrir hinar mörgu aðvaranir ungfrú Snow, var ekki alveg hætt við að gæjast yfir handriðið, glöð og undr- andi niður til hennar. “Ó, Jana!” sagði hún og vafði handleggjum sínum um háls henni, “ert þetta þú í raun og veru ? Hvernig komstu hingað?” Ungfrú Snow mundi hafa fundið ýmislegt að- finsluvert við þessa setningu. Jana faðmaði syst- ur sína að sér. “Eg er komin til að sjá pabba, Lucy. Er engin von ?” “Engin von”, endurtók unga stúlkan og starði á systur sína. “Hvað þá, Jana, hvað hefir komið þér til að hugsa þannig? Honum líður næstum vel. Verkurinn er nærri horfinn, og eins og þú veizt, að hann varð alt af frískur þegar verkurinn hvarf”. Jana varð undrandi. Símritið hafði enga von gefið, þjónninn heldur ekki, sem fylgdi henni upp. Við hvað átti þá Lucy? En James læknir stóð við hlið þeirra, nýkominn út úr herbergi jarlsins. Hann heyrði orð Lucy og sá vandræðasvipinn á andliti Jönu. Hann flýtti sér að taka þátt í sam- talinu, til þess að fyrirbyggja frekari skýringar. “Að líkindum lafði Chesney. En leyfið mér að segja yður, lafði Lucy, að þetta er gagnstætt skipunum. pér áttuð alls ekki að koma inn I þennan gang í dag; jarlinn má engan hávaða heyra”. “ó, James læknir, eg var neydd til að koma, þegar eg sá systur mína. En nú fer eg aftur til ungfrú Snow. Jana, þú kemur líklega inn til okk- ar, þegar þú er búin að líta inn og tala við pabba?” Jana lofaði því. “ó, Jana, og það er kominn nýr, lítill bróðir. Veizt þú það? pað er svo fallegur, lítill drengur, • og pabbi kallar hann ‘litla sjómannsefnið’. Hann er þriggja daga gamall”. “Er það tilfellið?” sagði Jana, og Lucy fór burt aftur. Jana sneri sér spyrjandi að lækninum. “Pað hryggir mig að verða að segja, að sýki jarlsins fer versnandi”, hvíslaði hann. “Við leyn- um barnið sannleikanum, svo að greifainnan fái ekki að vita neitt um þetta; hún mundi óðara þjóta til hennar og segja henni frá honum. “Er það rétt að dylja greifainnuna sannleik- ans ?” spurði Jana með þeim raddarhreim, sem gaf gaf í skyn að hún áliti það rangt. James læknir lyfti upp höndum sínum og leit á Jönu. “Rétt að dylja greifainnuna sannleikans, lafði Jana. Eg vil með engu móti að hún fái að vita um ástæðumar eins og heilsu hennar er nú varið: við vitum ekki hvaða afleiðingar það gæti haft, og mannorð mitt sem læknis yrði í hættu, lafði”. Jana beygði höfuð sitt og gekk inn í herbergi föður síns. Jarlinn lá með lokuð augu og erfiðan andardrátt. Dauðinn hafði sett merki sitt á enni hans, það sá Jana undir eins. Hin litla hreifing hennar kom honum til að opna augun; gleðigeisli breiddist yfir andlit hans, og hann rétti henni mátt litlu hendina sína. Jana féll á kné og grét ákaft um leið og hún tók hendi hans. “ó, pabbi, pabbi!” Hver er fær um að lýsa því, hve biturt þetta augnablik var fyrir Jönu Chesney. prátt fyrir giftinguna og hina nýju konu, þrátt fyrir aðskiln- aðinn og kuldannn, sem smogið hafði á milli þeirra, hafði hún ósjálfrátt alið þá leyndu von, sem hún vildi þó ekki kannast við með sjálfri sér, en hún lifði samt í huga hennar og var henni kær, að hún og faðir hennar myndu enn eiga eftir að búa saman, að hún aftur yrði hans kæra dóttir, sem lifa mætti í sólskini nálægðar hans og stjórna heimili hans honum til þæginda og ánægju, eins og áður. Hvemig þetta gæti átt sér stað, hafði hún aldrei gert sér grein fyrir, en þrátt fyrir það var vonin ekki vanrækt. Og nú — þama lá hann, að eins fær um að lifa nokkrar stundir enn þá. Hefði hjarta Jönu ekki verið marið áður, þá hefði 'það orðið það á þessu augnabliki. Hún laut niður að honum, og lét sálarangist sina hafa lausan tauminn litla stund. Hatturinn hennar var dottinn af henni, og lávarður Oakburn rétti hina hendina að henni og strauk henni alúð- lega um höfuðið. “Gráttu ekki, Jana. Við verðum öll að leita hafnar á endanum”. “Ó, pabbi, pabbi!” sagði hún sorgþmngnum róm, “er úti um alla von ?” “Já, á þessu skipi, Jana. En eg fer út á ann- að betra skip, sem ekki er bygt af manna höndum, skip, sem aldrei fúnar og ávalt hefir óskemdar dælur. Mín ferð er þegar á enda, Jana”. Grátekki hennar var óstöðvandi; hún vissi ekki ihvemig hún gæti þolað þessa þungu reynslu þær stundir, sem enn voru eftir af lífi föður hennar. “Pabbi, eigum við að skilja þannig, eftir að hafa verið aðskilin allán þenna tíma? ó, pabbi, fyrirgefðu mér mótþróa minn. Fyrirgefðu mér alla þá sorg, sem eg hefi orsakað þér, en eg gat ekki þolað að vera þér einskisvirði, að vera núll í þessu húsi”. “Barn, við hvað áttu? pú hefir engan mót- þróa sýnt mér; en það hefir Laura gert. pað særði þig, Jana, eg vissi það, og mér gramdist það, þegar eg hafði gert það; en sjáðu, barn, eg vildi helzt eignast réttan erfingja, og nú er hann fædd- ur. Fyrirgefðu mér Jana, sorgina, sem eg hefi valdið þér, en beiddu mig ekki um fyrirgefningu. þú mitt góða, ástríka bam, sem alt af hefir verið reiðubúin að leggja hendur þínar undir fætur mína. Eg hefði getað komið opinskárri fram, ráðgast um þetta við þig og gert það þægilegra fyrir alla hlutaðeigendur, og eg vildi að eg hefði gert það. Pú skilur það, að eg vissi að þér mundi ekki líka þetta, en eg var heigull og sagði það ekki. Hún hefir verið mér góð kona, Jana; hún virðir þig mikils og mundi iþykja vænt um þig, ef þú vildir leyfa henni það”. Jana svaraði engu; einn af þjónunum opnaði dym- ar til að sjá hvort nokkuð vantaði, en var látinn fara. “Svo Laura vildi ekki koma, Jana?” “Hún gat ekki komið”, hvíslaði Jana; “hún var í Pembury. pað var símritað eftir henni og hún kemur máske með næstu lest”. “Er hann henni góður eiginmaður?” “pað held eg; eg hefi ekkert heyrt um það gagnstæða. Eg kem þar aldrei”, sagði Jana og reyndi að tempra sorg sína af fremsta megni, svo að hún gæti talað rólega. “Og nú, Jana, hvar er Clarice? Á þessari stundu, dauðastundu minni, hvílir hún í huga mín- um með sárari tilfinningum enn nokkur ykkar. Hefir hún orðið fyrir nokkurri óæfu ?” “Pabbi, eg veit ekki hvar hún er; eg get ekki hugsað mér hvar hún getur verið. Eg er orðin hrædd um, að hún hafi orðið fyrir einhverri ógæfu stundum er eg sannfærð um þpð”. “f hvaða tilliti?” spurði jarlinn. “Já, hvernig get eg vitað það? Svo ímynda eg mér annað veifið, að hún hljóti að vera erlend- is, en hugsunin um hana er orðin mér að þung- um kvíða”. “Hvemig sem þessu er varið, get eg ekkert gert”; sagði jarlinn og stundi; “en Jana, eg trúi þér fyrir henni, mundu það. Eg skil hana eftir hjá þér; sparaðu enga fyrirhöfn til þess að finna hana; gerðu það að takmarki lífs þíns, þangað til iþví er náð; stýrðu alt af að þeirri höfn. Og þegar þú hefir fundið hana, flyttu henni þá blessun mína og segðu henni, að eg hafi ekki getað skilið mikið eftir ihanda henni, en eg hafi gert það sem eg gat. Pú munt gefa henni heimili, Jana, ef hún vill ekki vera hjá stjúpu sinni?” “Já, á meðan eg hefi nokkurt, pabbi”. “Eg hefi séð um að þitt heimili sé óhult, eins og iþað er nú, Lucy —” Rödd jarlsins varð veikari, og nú hætti hún alveg. Jana opnaði dyrnar og gaf þeim bendingu, sem stunduðu hann og biðu fyrir utan dymar.. “ó, ungfrú, ó, ungfrú!” stamaði vesalings Pompey snöktandi, um leið og hann tróð sér fram “Herrann aldrei koma á fætur aftur!” Jarlinn virtist vera fallinn í einskonar dá; þeir vissu naumast hvort það var dá, svimi eða svefn. pegar læknamir komu næst til að vitja hans, sögðu þeir að hann gæti dáið á meðan þðssi svimi stæði yfir, en hann gæti líka vaknað af hon- um um stund. Og þannig leið dagurinn. Hann leið án þess að Laura kæmi. Jana furð- aði sig á því. Vildi hún ekki koma, eins og jarlinn hafði spurt? Hún hlustaði á hvern hávaða. Læknarnir komu og fóru; en hinn deyjandi maður lá enn, sem fyr án þess að gefa nokkurt lífs- merki frá sér. Jana mintist aftur á að greifainn- an væri látin vita um hættuna; en þeir neituðu því. pað varð dimt og hjúkrunarkonan kom inn með lampa. Jana horfði á hana ósjálfrátt meðan hún setti lampann frá sér, en þá heyrðist rödd frá rúminu. “Jana”. pað var faðir 'hennar, sem var kominn til með- vitundar; kraftar hans virtust hafa aukist; því rödd hans var föst, augnatillitið og rænan skírari. Jana gaf honum fáeinar teskeiðar af hlaupi. “Jana, eg held að eg hafi séð landið hins veg- ar. pað er betra en Kanaan var, og fljótin em eins og kristall, og blómin á bökkunum svo indæl. Eg er þar bráðum, Jana; eg á að eins eftir að kom- ast í gegn um þröngt sund fyrst, og dimt er þar; en myrkið er sama og ekkert; því eg sé ljósið hins vegar”. Tár Jönu féllu niður á rúmfötin. Hún treysti sér ekki til að svara, og jarlinn þagnaði um stund. Svo ljómandi fallegt og stórt skip, Jana”, byrjaði hann aftur, “nógu stórt fyrir alt heimsins fólk, og þeir sem koma út í það, hafa eilífan frið. Enginn kaldur varðtími oftar um dimmar nætur, engin breyting með seglin oftar, ekkert stríð gegn stormum og ofsarokum oftar; um alt það annast skipstjórinn fyrir okkur. pú kemur líklega þang- að út í skipið til mín, Jana? Eg fer þangað dá- lítið fyr”. “Já”, ihvíslaði Jana undur blíðlega meðan tár- in streymdu niður kinnarnar, “til að vera hjá þér í sælunni eilíflega”. “Hvar er Clarice?” sagði hann alt í einu. er hún ekki komin ?” > Jana efaðist ekki um, að hann átti við Lauru. “Við væntum ekki Clarice” sagði hún. “Og Laura er enn ekki komin ?” “Jana, Clarice er ef til vill komin út í fallega skipið á undan mér. Eg finn hana máské þar”. “Eg veit það ekki”, svaraði Jana lágt, hún fann hver sár óvissan var um Clarice á þessari dauðastund. “Pabbi, ef — ef Laura getur ekki komið nógu snemma, viltu þá skilja eftir fyrir- gefningu þína handa henni?” “Hún er skilin eftir handa henni. pú getur fært henni hana aftur, kæra kveðju mína og al- gerða fyrirgefningu. En hún hefði sjálf getað komið til að taka á móti henni. Hann hefir máské ekki viljað leyfa henni það, Jana”. “pú gleymir”, sagði hún, “að Laura var ekki heima, og að Carlton gat ekki hindrað hana. Hvers vegna ætti hann líka að gera það ? Eg held að hann hefði ekki viljað gera það”. “Seg þú Lauru að eg fyrirgefi honum líka, og að eg voni að hann komi út á skipið með okkur hinum. En, Jana, mér líkar hann ekki, eg hefi aldrei getað liðið hann. pegar að því kemur að Laura strandar á einhverju rifi, ihjálpaðu henni þá, hún mun engan annan fá til þess”. Voru þessi orð töluð af þeirri einkennilegu framsýni, sem stundum fylgir deyjandi mönnum? Lágt hljóð frá dyrabjöllunni, sem var vafið utan um náði eyrum Jönu. Hún vonaði að það væri Laura, en það var James læknir. Hann kom inn í herbergi jarlsins, en gekk svo ofan til þess að líta eftir greifainnunni. pegar hann var farinn, féll jarlinn aftur í dá, og lá þannig nokkrar stundir. pegar klukkan sló tíu, vaknaði hann aftur. Elisa, hvað er klukkan. Jana leit á úrið hans, sem hékk rétt hjá rúm- inu; hún hafði ekki tekið eftir tþví að stóra klukkan í stofunni sló. “Fiimm mínútur yfir tíu”. “ó, það ert þú, Jana”, sagði hann og rétti magnlitlu hendina sína til að leita að hennar. “Mín eigin Jana er hjá mér síðustu stundimar. Hún veit ekki ihve mjög eg hefi saknað hennar”. Seinustu orðin virtust vera töluð af því, að hann hefði gíeymt nærveru hennar, eins og oft á sér stað hjá þeim deyjandi, en þau fengu gæfu- ríkan enduróm í huga hennar. “Eg er ekki kominn þangað enn, Jana, og sundið sýnist vera all-langt. En þama er skipið — en sú sýn! með fallegu hvítu seglin. þau líkjast silfri, og möstrin em eins og þau séu úr gleri; skipið sjálft sýnist vera úr gulli. En þetta tekur svo langan tíma. Hvernig er straumurinn ?” Röddin var orðin svo ógreinileg, að Jana varð að lúta niður til að heyra hvað hann sagði, en síð- asta spumingin var töluð með skírum og kvíðandi róm. Hún gaf huggandi svar, af því hún bjóst ekki við að hann ætti við útfall né aðfall — flóð við London-bryggj una. “Straumurinn, Jana, straumurinn?” sagði hann aftur, bendandi á siglinga-almanakið, sem lá á búningsborðinu hans. Jana stóð upp og tók bókina. “pað er aðfall, pabbi”, sagði hún, þegar hún var búin að finna þá réttu blaðsíðu. “pað verður flóð kl. ellefu”. “Já, já; það er eftir því, sem eg bíð. Eg get ekki farið á móti straumnum, Jana, hann verður fyrst að snúa sér. Eg fer burt með straumnum”. Jana lagði bókina frá sér og settist aftur hjá honum. “Flyt 'þú konu minni kæra kveðju mína, Jana, og segðu henni að mig hefði langað til að sjá hana, en læknarnir neituðu að leyfa það. Og, Jana, þú vilt elska litla soninn minn?” “ó, já”, stundi hún upp. “Og þú kemur hingað við og við, þegar eg er farinn ? pú kemur og lítur eftir Lucy”. “ó, pabbi”; sagði Jana hrædd og hrygg, “þú hefir þó ekki neitað mér um hana?” Jarlinn opnaði augun að hálfu leyti. “Hvað þá?” “pú hefir þó ekki ákveðið að aðrir en eg skyldi sjá um uppeldi Lucy?” sagði Jana án þess að geta andað. “Pabbi eg hefi annast um hana síðan hún lá í vöggunni, eg hefi verið henni sem móðir; þú getur naumast hafa svift mig henni?” Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA^TAR af því jœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR | - a. - ■ •" LOÐSKJNN Ba.*mlur, Velðiinennn og Verslunarinenn liOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu sklnnakaupmenn í Canctía) 213 PACIFIC AVENCE.............WINNIPEG, MAN. Hæsta verS borgað, fyrir Gærur HúSir, Seneca rætur. SENDIÐ ÓSS SKINNAVÖRC YÐAK. LÁTID OSS SOTA SKINNIN YDAR Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. AHöED vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unniti af æfðum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara I Canada. VÉR sútum húöir og skinn, með hári og &n hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvaC sem menn vilja. VÉR spörum yður peninga. VÉR sútum eigi leCur i aktýgi. VÉR borgum hæsta verC fyrir húCir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA LiEIÐ EITIIl VERDSKRÁ. W. BOURKE & CO. 505 Pacific Ave., Brandon MeSmæli: Domlnion Itank Dánarfregn. Föstudaginn 22. marz 1918 andaðist konan Helga Jónsdótt- ir, eiginkona Guðmundar Ruth (Hrútfjörð) á heimili sonar síns Guðjóns í Argylebygð í Mani- toba. Helga sál. hafði þá und- anfarið þjáðst af sjúkdómi, sem stafaði af hjartabilun, og leiddi sá sjúkdómur hana til bana. Hún fæddist á Efribrunná í Saurbæjarsveit í Dalasýslu, árið 1838, og var því rúmra 80 ára er hún lézt. Foreldrar Helgu sál voru sæmdarhjónin Jón Jóns- son og Guðríður Guðmundsdótt- ir, sem framan af búskaparárum sínum bjuggu á bæ þeim, sem var fæðingarstaður Helgu. Jón var maður gætinn og lipur í framkomu og smiður góður, og kona hans Guðríður, ser* var stórættuð, var greind kona vel og þótti á margan hátt myndar- leg. Alt af munu þau hjónin þó hafa verið fátæk. pegar Helga var um 14 ára að aldri, fluttust foreldrar hennar til Bjöms son- ar síns á Hlíð í Kollafirði í Bitru- sveit í Strandasýslu. par var Helga þar til hún var 17 ára, þá fluttist hún að Broddanesi í sömu sveit og var þar þangað til hún var 27 ára að aldri. paðan giftist hún eftirlifandi manni sínum Guðmundi Magnússyni Hrútfjörð, sem hér í álfu hefir haft ættamafnið Ruth. pau hafa því verið í hjónabandi um 53 ár, og er hann hjá syni sínum Guðjóni, sem áður hefir nefndur Verið, og er um 83 ára að aldri. í fyrstu bjuggu þau hjón á Seljavík í Tungusveit í Stranda- sýslu, og síðar á Vatnshomi í sömu sveit og víðar; en fluttust til Ameríku fyrir 40 árum síðan cg settust að í Barrey 1 Ontario- fylki, þar voru þau um 4 ár, áttu þar örðugt og unnu tíðum bæði út. paðan fluttust þau til Winnipeg, og dvöldu þar í 3 ár, var og þröngt í búi þar og kjör- in oft erfið. Að þremur ámm líðnum fluttust þau til Argyle- bygðar í Manitoba, námu þar land og bjuggu þar ávalt síðan. par búnaðist þeim sæmilega vel, en munu þó ekki hafa verið rík. peim hjónum varð 4 bama auðið. Eitt dó í æsku, var það piltur. Dóttir þeirra Olína, gift Jóhannesi Gíslasyni, er og látin fyrir nokkrum árum. Hin tvö, sem lifa móður sína eru: Guðjón í Argyle, sem áður er getið og Mrs. Lanigan í Wyn- yard, Sask. pess má og geta um Helgu sál. að hún átti fremur örðuga æfi á stundum, að því leiti að búa við fátækt og varð hún því oft að vinna öllu meira en kraftar henn- ar leyfðu; þó var heilsa hennar fremur sterk, lengi framan af. En sína örðugleika og sitt erfiði bar hún með stillingn, og var léttlynd og glaðlynd og þýð í við- móti við alla. Hún var hjarta góð kona, og mjög hjálpfús við þá er bágt áttu. Hjálp veitti hún án þess að mikið bæri á, þv: herini var það óljúft að opinbera slík verk, eða hafa þau í hámæl- urii. Hún var hreinlynd, og var það henni kvöl að umgangast þá, sem ekki voru það einnig. Ávalt var hún reglusöm og ráðvönd í allri framkomu og lagði gott til þeirra mála, sem hún áleit verð- ug. Hún reyndi til að láta áhrif sín -verða til góðs, þeim er hún umgekst, bæði heimilisfólki og öðrum, 'meðan hún stýrði sjálf búi. Sem húsmóðir og móðir var hún ræktarsöm, kærleiksrík og þolinmóð, og fyrir bömin sín var hún alt af fús til að leggja fram krafta aína og leggja á sig fórnir til þess að þau hefðu sem bezt tækifæri til að komast til manndóms og þroska. Helga sál. var fríð kona sýnum og vel greind eins og hún átti kyn til. Á ungum aldri var hún mjög vönduð í allri framkomu og vönd að virðingu sinni, eins og ávalt síðar. Hafði hún yndi af að lesa og fylgjast með því, sem gjörðist 1 heiminum. Alla æfi hélt hún fast við kristindóminn, og undi sér oft við að lesa í guðs orða- bókunum “að heiman”. Ekki fann hún hvað sízt svölun í því, þegar kraftamir voru famir að bila, og hún átti örðugt og jafn- vel ómögulegt með að sækja helgar tíðir. Unaður var henni í því, að lesa í Nýja testamentinu, bæði á helgum og aðra daga, sínu innra lífi til gleði og næringar. Blessuð sé minning hinnar látnu. X. . ÓKE YP IS fyrir þá, er þjást af ASTHMA. MciSal sem læknar alla, án sársanka, og gerir þa8 undir eins. Vér höfum nýja a'ðferS til þess aC lækna ASTHMA (mæCi), alveg sama hvort þú hefir þj&Cst lengur eCa skemur—hvort þaC er kallaC chronic eCa ekki; þér ættuC a'C senda eftir vorum ókeypis læknísdómi. Sérstaklega er oss ant um aC þeir, sem þungt eru haldnir, komist i sam- band viC oss, einkanlega þó þeir, er reynt hafa aCrar aCferCir til þess aC grera öndunina auCveldari, svo sem “patent smokes" opium aðferCir o. s. frv. Vér viljum færa öllum heim sann- inn um aC, læknisaCferC vor sé 6- brigCul, og læknar í eitt skifti fyrir ÖU. Þetta ókeypis tilboC er of þýCing- armikiC til þess aC þaC verCi vanrækt einn einasta dag. SkrifiC oss undir eins, og byrjiC aC nota aCfer'Cina. SendiC enga peninga, heldur aC eins seCilinn (coupon) í pósti. FREE ASTHMA COUPON PRONTTER ASTHMA CO., Room 683 T Niagara and Hudson Sts., Buffalo, N. Y.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.