Lögberg - 25.04.1918, Síða 5

Lögberg - 25.04.1918, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1918 I Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum rangt að dæma um meðferð söng- leikanna á þeim tíma. Eg komst fljótt að niðurstöðu um >að, að allsendis óhugsandi var fyrir mig að dvelja til lengd- ar á hóteli, þar var aldrei stund- arfriður til æfinga. pess vegna herti eg upp hugann og einsetti mér að fá herbergi á kyrlátum stað. — Húsnæði og fæði hefir farið mjög hækkandi frá þeim tímum; því þá mátti fá gott her- bergi og fæði fyrir fimm franka á dag. Kennari minn, Jacques Bonhy átti heima skamt frá Are de Triomhpe, og eg ætlaði, ef unt væri, að fá mér bústað, er eigi væri lengra í burtu þaðan en svo, að eg gæti gengið í kenslustund- iraar. Mér tókst að lokum að finna rétta staðinn, og þar fékk eg rúmgott herbergi með fallegum húsgögnum. Húsráðandinn var roskin hefðarfrú, hámentuð og ljúfmannleg í framkomu. Hið eina sem eg fann að mig skorti tilfinnanlega, var píano, án þess gat eg ekki lært hlutverkin, sem mér voru sett fyrir. Eg fór út í hljóðfærabúð og leigði eitt, fyr- ir tíu franka á mánuði, það var ekki stórt hljóðfæri, en tónarnir voru einkennilega þýðir og hrein- ir. Eftir það byrjaði eg að vinna. — pað vita sem betur fer fáir, hvað eg lagði að mér vetur- inn þann, en án þess hefði eg beðið hræðilegasta ósigur og al- drei orðið söngkona, sem vert hefði verið að hlusta á! Hlutverkin, sem eg æfði fyrst hjá hinum nýja kennara mínum. voru engin barnaleikföng, nei, eg byrjaði á Amneris, Carmen, Dalila o. s. frv. alt með frönsk- um textum; málið stóð mér dá- lítið í vegi, og lagði eg þó einnig hart að mér, við að ná sem beztu valdi á þvi. Jacques Bouhy var ávalt góð- ur við mig, þó var hann oftast fremur fáorður og alvarlegur. Einu sinni lánaði hann mér ein- tak sitt af Samson og Dalila, til þess að eg gæti skrifað upp kvæðin.. Á framsíðu bókarinnar voru rituð með eigin hendi Saint- Saens þessi orð: “A. M. Bouhy, grand prétre et grand artiste”. Eg hafði ávalt skoðað kennara minn stórvel hæfan í list sinni, en nú skildi eg fyrst til hlítar, að hann hlaut að vera meistari! Næstu mánuðina lagði eg meira kapp á námið, en nokkru sinni fyr, enda gaf kennári minn mér í skyn, að hann hefði von um að þess yrði ekki mjög langt að bíða, að eg fengi að reyna mig opinberlega á einhverju stóru. Eg fór á óperu-leikhúsið svo að segja á hverju kveldi; naut stundum ánægju, en leiddist oft- ar; mér fanst alt vera of tilbreyt- ingalítið, söngverkin oft hin sömu, eða þá mörg í röð eftir sömu höfundana. Faust, Mig- non, Carmen og Hamlet voru al- gengustu sööngleikimir, en rétt ekki nema með höppum og glöpp- ',um, ef manni gafst kostur á að heyra stærstu óperur Wagners, eða þá nokkuð eftir höfunda nýj- ustu stefnunnar, svo sem De- bussy, Dukas og Strauss. Mér fanst líka ávalt að óperur þessar væruhvergi nærri rétt vel sýnd- ar, og fanst alt af vanta einhvern sannan hátíðleik og alvöru í út- færslu þeirra. En á sama tíma heyrði eg lát- ið ósköpin öll af þýzku óperuhöll- unum og gullöld sönglistarinnar í Berlín. petta gerði það að verkum, að eg fór að ókyrrast í Parísarborg og sú trú, var smátt og smátt að komast inn hjá mér, að án þess að fara til pýzkalands mundi eg aldrei ná því takmarki sem eg hafði verið að keppa eftir með svo miklum erfiðismunum; og mér fanst tækifærin mundu hljóta að vera þar, svo margfalt miklu fleiri, þar sem úr væri að velja mörgum hundruðum af heimsins fullkomnustu óperu- hölíum. Ef þar voru ekki tæki- færin fyrir unga, stórhuga söng- konu til þess að ryðja sér braut, hvar voru þau þá? Til Berlín varð eg að komast hvað sem tautaði — þeim ásetn- ingi gat ekkert haggað. (Framh.). Heiðarleg gjöf. pess ber að geta sem gert er af góðum og hlýjum hug. Söfnuðir mínir í N.D., á Garðar Mountain og Eyford hafa nýlega í sameiningu vottað okkur hjón- unum mikla velvild og virðingu, með því að færa okkur heim nýj- an “Automobil”, sem þeir færðu okkur að gjöf. — pessa heiðar- legu rausnargjöf safnaðanna, þökkum við hér með innilega; og það því fremur, sem hún er okk- ur augljós Vottur um illa verð- skuldaða samúð og einlægan vin- arhug, sem okkur hefir í hví- vetna verið sýndur þar síðan að við komum. pt. Winnipeg 22. apríl 1918. Páll Sigurðsson í rökkrinu. Sjötugs hallann hinsta fer hugur karls með ráðum, drjúgum hallað degi er dauðinn kallar bráðum. Nær hann kallar nafnið mitt nefnt mun falla komið, þá hann snjalla þeytir sitt þrumu gjallarhomið. pjóð að segja þykir leitt, því úr vegi hálfur, jeg á eigi eftir neitt annað en deyja sjálfur. J. G. G. Frá íslandi. Á þingmálafundi á Blönduósi 26. marz, samþyktu Húnvetning- ar að skora á þingið að krefjast fánans nú þegar eða skilnaðar við Dani að öðrum kosti. Símskeyti frá Hjalteyri 27. marz í gær gerði hér voðaveður af norðaustri með sjógangi og hríð. Rak þá aftur inn ísinn, sem komin var á útrek, og fylti inn að samfrosna ísnum, sem nú er út á Hörgárgrunn. Á innleið braut ísinn bryggjur Thorsteinssons hér utan á eyr- inni alveg, sömuleiðis bryggjur Ásgeirs Péturssonar og Samuel- sons innan á eyrinni og skemdi fleiri. Kveldúlfsbryggjan er þó óskemd. Tjónið sem af þessu er orðið, er afarmikið. Lagarfoss liggur enn á Sauð- árkrók og getur ekkert aðhafst. Sterling er á Reykjarfirði. Ef veður hægir, er von um, að ísinn greiðist svo í sundur, að Sterling komist hingað. Pétur M. Bjarnason, Bjöm J. Blöndal skipstjóri o. fl. hafa ný- lega keypt seglskútu vestan af Arnarfirði, um 30 smálestir að stærð, fyrir um 7 þús. krónur. Skipið heitir “María” og kom að vestan núna um helgina. pað er úr eik, og á nú að setja í það gangvél. Rafmagnstöð tii lýsingar hef- ir verið komið upp í Kleppsspít- alanum. Vélar til stöðvarinnar voru fengnar frá Ameriku. Stöð- in kostar uppkomin um 15 þús. krónur. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sig- urjónssonar er kominn út í nýrri skrautútgáfu á dönsku með mörgum myndum (úr kvikmynd sem gerð var af leiknum). Upp- lagið af þessar nýju útgáfu er að sögn 10 þúsund — en ekkert ein- takið hefir þó komist hér á bóka- markaðinn enn. Áræðin stúlka. Sextán ára gömul stúlka tók sig til á mánudaginn og gekk hús úr húsi á Burrows Ave. hér í bænum, og stal öllu, sem hún fann verðmætt og gat með sér tekið. pegar hún náðist var hún búin að húsvitja í 15 húsúm, og hafði náð $200.00 í peningum og þó nokkuð af gullstássi. i _________ ________ Walker. Hin fræga leikkona PhyllÍ3 Neilson-Terry, kemur fram á leiksviðið seinni part þessarar viku, í leik, sem heitir “The Land of Promise”. Efnið er Canadiskt í húð og hár; tekið úr nýbyggja lífinu, víðsvegar um hinar einkennilegu sléttur Vest- urlandsins. pama er efni fyrir alla, þar geta flestir stungið hendinni í sinn eigin barm. Hinn 29. og 30. apríl, verður sýndur hrífandi leikur, er nefnist: “A Kiss for Cinderella”, og leikur Miss Maud Adams aðal- hlut- verkið. Orpheum. Næstu viku verður fjölbreytt- prógram á leikhúsinu, eins og að undanfömu. Má sérstaklega tilnefna, ‘Han- ky Panky”, “In the Taxi”, “Miss m Takið eftir VÖRUMERKINU Sendið oss mynda- plöturnar yðar og þér munuð fljótt sjá mismun á myndunum. Ágætis útbúnaður, þaul- æfðir verkamenn og ósvikið efni, hjálp- ast að því að stækka phobo finishing deild voro. Látið oss reyna — það sakar eigi Mail Order Department fyrir utanbæjar fólk. 231 PORTAGE AVE. Beint á móti pósthúsinu. ÍíítS LIMITED OPTICIANS ©©©©©©©©© PURITY FLOUR (Government Standard) er ekki “Stríðsmjöl”, heldur Canada “Stríðstíma hveiti”- Notið það við alla brauðgjörð PURITV FLOUR "MORE BREAD AND BE.TTER BREAD’’ Dolly Dollars” og “The Yankee Prince”. Ruth Budd, stúlka, sem getur flogið eins og öm o. fl. pá má ekki gleyma “The Hon- eymoon” eftir Aaron Hoffman, einhverjum þeim skemtilegasta smáleik er hugsast getur. Eddie Mack og Dott Williams, sýna allskonar furðudans. Loks verða sýndar myndir eins og að undanförnu úr hemaðar- lífi Breta. Dominion. Myndin sem þar verður sýnd næstu viku, heitir “The Lie”. Höfuðpersónuna leikur Elsie Ferguson, sem nú er talin að vera ein hin ágætasta kvikmynda leik kona í heimi. Mr. Charles Maign, sá hinn sami er útbjó “The Blu Bird” fyrir hreyfimyndir, hefir útfært leik þenna fyrir tjaldið. Seinni part þessarar viku verður sýndur “The Blu Bird”, og hefir aðsóknin verið feikilega mikil áður. ALLA pESSA VIKU Síðdegis miðvikud. og laugard Phyllis Neilson-Terry kominn til baka aftur með hinn merkilega enska leik The I.and of Promice og sem gerist í Vesturlandinu Tvo daga—byrjar 29. apríl Charles Frohman gerir kunnuga Maud Adams í hinum nýja leik Barries ... .“A kiss for Cinderella”. .. . Sætasala byrjar á föstudag. Verð $2.00 til 50c. Þegar sjúkdómurinn er undir tannrótunum pegar svo er ástatt aS sjúkdómur hefir komiBt 1 beiniB, undir sjálírl tannrótinni, er sjálfsagt a8 draga tönnina út. Saga tannlækninganna er full af allskonar f&gætum sjúk- dúms tHfellum, sem stafa frá tönn- unum, þar á meðal, gigt, tauga- veiklun og tæringu. Ef eitthvaB gengur ati tönnunum i þér, þú skaltu ráígast um þaÖ viS mig. LæknisskoCun úkeypis. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir" Cor. Logan Ave. oé Main Street, 'Winnipeé Hogr:UU LDDSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðalu og haesta verði fyrir ull og loðakirn.akrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftirverði og áritanaspjöldum. 4 SÓLSKIN klappaði honum og kjassaði hann, því að aldrei hafði mér þótt vænna um hann en iþann dag. En álftimar fengu að vera í friði eftir það um sumarið. , G. M. —Dýravinurinn Vormenn Islands Vormenn fslands! — Yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi’ að skrýða ekriður berar, sendna strönd! Huldar landsins verndarvættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir, heilsa börnum vorhugans. Ungra krafta’ og gáfna glæðing, göfgi’ í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar-endurfæðing, fsland frjálst — og það sem fyrst! — petta’ er helgum rúnum ritað, röskva sveit á skjöldinn þinn! Fegra merki geislum glitað getur ekki himininn. Hér er þunga þraut að vinna, — Iþú átt leikinn, æsku-her! Sjálfsagt munt þú síðar finna svalan blása móti þér. En úr því að þinn er vakinn þróttur, vilji, megin-trú, verðurðu, ekki’ af velli hrakinn, — vísum sigri hrósar þú. Farðu’ um móðurmálið höndum mjúkum bæði í ræðu’ og söng! Fjallkonunnar láttu löndum lýsa gullna ennisspöng! — Frjáls og djarfur stattu í stafni, stýrðu beint og sveigðu’ ei af, svo þeir kenni’, að konga jafni knerri þínum sigli’ um haf! Láttu aldrei fánann falla! Fram til heiðurs stigið er. Hver sem vill má hrópa’ og kalla Hæðnisorð að baki þér. Seinna’ á þínum herðum h\ila Heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans. Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður frjálsu menn! Morgun skóga’ og rósir roðar, rækt og trygð er græðir senn. Notið vinir vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðurblett! Guðm. Guðmundsson. Kisa beiðist gistingar. Fyrir nokkrum árum vaknaði bóndinn á ein- um af hraunbæjunum framarlega í Kelduhverfi eina nótt við það, að köttur ólmast og mjálmar sárt á glugganum hans; rigning mikil var úti og veður var hið versta. Bóndi var dýravinur, smeygði sér í eitthvað af fötum, og fór út; en þegar hann opnaði bæinn, var þar úti fyrir ókunnugur köttur með tvo litla ketlinga, sem voru nýlega famir að sjá, og mjálmaði upp á bónda. Hann tók vel á móti kisu, og veitti henni húsaskjól. Litlu síðar spurðist það upp, að læða þessi átti heima þar úti á bæjunum, og hafði hana vantað lengi; hafði hún sézt um sumarið í hrauninu nokkuð frá þessum bæ, sem hún leitaði gistingar á. pegar óveðrið kom, hefir henni þótt óvistlegt í hrauninu, og bor- ið ketlingana á víxl spöl og spöl, þangað til hún var komin heim að bænum. En ekki hefir henni þótt nóg að ná húsum, heldur tekið það eftir mönnun- um að fara upp á glugga þótt á ókunnugum bæ væri. par sem annars er títt að opna glugga, venj- ast kettir oft á að koma á þá og beiðast inngöngu, en ekki veit eg önnur dæmi en þetta fyrir því, að þeir hafi gert það annars staðar en heima. HI.ÁR. WINNIPEG, MAN. 25 APRÍL 1918 Nr. 17 Skjóni Bílda Álftaveiðar. Skjóni í túninu. Skjóni var hreint ekki eins mikill túnþjófur eins og hann fékk orð fyrir, og það var hreint ekki honum að kenna, að hann fór inn á túnið í þetta skifti. Hann var að nudda hausnum upp við spýt- una í hliðinu í mesta sakleysi, en þá lagðist hún með öllum sínum þunga ofan á hausinn á honum, og þegar hann kipti hausnum undan, féll hún niður. Og þegar hann nú sá hliðið opið. og hon- um var orðið gramt í geði út af spýtunni — þá varð freistingin honum of sterk. Hann fór þó að engu óðslega. Hann labbaði hægt og gætilega heim eftir tröðinni og beygði svo út af, þegar hann kom að blettinum, sem hafði verið sléttaður fyrir nokkrum árum. par bar hann niður, því þar var grænast. En Garmur sá til hans þaðan, sem hann lá fram á lappir sínar upp á skemmuburstinni; og hann vissi skyldu sína. Hann stökk þegar af stað til að reka hestinn úr túninu. Hann hljóp til Skjóna og gjammaði af öllum mætti, en Skjóni sneri að honum. afturendanum með stakri fyrir- litningu. Og Garmur kannaðist við af gamalli reynslu, að það var sá endinn, sem varasamt var að fara of nærri. Svo hélt Skjóni áfram að bíta og Garmur að gjamma. Steinka vinnukona var úti á túninu að hreinsa upp seinustu hrúgumar af áburðinum síðan um vorið. Hún Heyrði hundgjána og fór að selfæra sig þangað til að veita Garmi lið, en hún var nú ekki bráðfljót að komast úr sporunum, og Skjóni notaði tímann dyggilega á meðan. En svo kom að því, að hún komst þó þangað sem þeir voru. Hún atti nú Garm af öllum ktöft- um, svo hann gleymdi næstum því varúð sinni og fór að verða nærgöngulli en ella; en Skjóni beit rólegur. Afturhófamir á Skjóna voru illræmdir þar í bygðarlaginu, og Steinka þekti þá vel. Hún gekk því á hlið við Skjóna og sigaði hundinum, svo að hún sjálf þrútnaði út, eins og hún ætlaði að spring. Hún var með klámna reidda um öxl og rak hana af svo miklu afli í lendar Skjóna að skaftið hrökk 1 sundur um þvert, og sá hlutinn, sem Steinka hélt á, flaug í loft upp. Garmur sá tilræði Steinku sér til aðstoðar og stökk í hælana á Skjóna, um leið og hún greiddi höggið, og beit hann óþyrmilega. En í sama vet- fangi sló Skjóni frá sér með afli miklu, svo Garm- ur tókst upp og hentist langar leiðir burtu. Og svo hélt Skjóni áfram að bíta eins og ekk- ert hefði í skorizt. Garmur hljóðaði aumkunarlega, og þó hafði höggið ekki hitt hann. Hann hafði tekist á loft af ofboði. Og Steinka stóð með klárubrotið í höndunum öldungis ráðalaus. En Skjóni úðaði í sig grasinu eins og hann gat og lagði kollhúfur all-drýginda- lega. En framan að Skjóna þorði hvorugt þeirra. Gamla konan, móðir húsfreyjunnar kom í

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.