Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1918 c? eiq Gefið út hvem Fimtudag af The C«l- umbia Prets, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAI.SIM I: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltanáskríft til blaðsins: TttE SOLUtyBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, W|an- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Etan. VERÐ BLAÐSINS: B2.00 um áriB. •A27 Gullbrúðkaup. Sir Wilfrid Laurier og frú hans áttu fimtíu ára hjónabands afmæli, á þriðjudaginn var, hinn 13. þ. m. 1 tilefni af atburði þeim, höfðu flokksmenn Sir Wilfrid’s í Dominion þinginu, báðmn málstofunum, viðbúnað mikinn, og færðu hjónunum, að gjöf, gullskjöld fagran og veglegan, með áletruðuin hamingju og sam- fagnaðaróskum. Heillaóskaskeyti bárust Sir Wilfrid og konu hans úr öllum áttum. — Sir Wilfrid er nú hniginn að aldri, fæddur árið 1841. Hann er þó enn vel ern og með fullu fjöri. Verður hann óefað ávalt talinn meðal allra glæsilegustu st.jórmnálamanna hinnar eanadisku þjóðar. Undir'stjórnarforystu Sir Wilfrid’s, steig eanadiska þ.jóðin mörg risavaxin menningar og framfara skref, og hefir hann með sínu langa og mikla æfistarfi, skapaði þau eyktarmörk í stjórnmálasögu Canáda, er lengi munu halda nafni hans á lofti. Aflstöðin. Aflstöðin er sá partur mannsins, sem send- ir lífsstraum lun allan líkamann, út í minsta fingur mannsins, jafnt og hina aðra parta lík- amans, og á meðan aflstöðin ekki bregst, erum vér hraustir og heilbrigðir, og getum afkastað verkum vorum. En bregðist aflstöðin, þá er úti um allar framkvæmdir vorar, og oss sjálfa líka. Aflstöð raf-aflsins, sendir út frá sér strauma í allar áttir, inn í vor eigin hús, til þess að veita oss ljós ng hita; eftir sporbrautakerfi borga og bæja, til þess að knýja áfram flutn- ings og fólksvagna. En bili aflstöðin, þá slokna Ijósin, húsin kólna og sporvagnarnir stanza. Svona er það æfinlega, að ef aflstöðin sjálf bil- ar, þá er alt í hættu. Þess vegna “varðar mest til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin”. Þegar vér hugsum um þetta stríð, sem vér altaf gjörum, þá hættir oss mjög við þvr, að hugsa um það í fjarlægð. Hugsa um þessa ægi- legu heri, þar sem þeir sækja og verjast upp á líf og dauða—hugsa um myndina hina hryggi- legu af eyddum mannabygðum og blóði stokkna orustuvelli, og svo sigurinn, sem vér þráum að hermenn vorir vinni. En vér hugsum vanalega um hermenn vora sem þá hina stríðandi menn, — hugsum um þá sem verandi í stríðinu, eu sjálfa oss fyrir utan það — vér hugsum um SÍTÍSBverkfœrin, en ekki um aflstöðina. Og þó gildir hið sama lögmál um þessa aflstöð og allar aðrar aflstöðvar — bili hún, er úti um alt/ Og hver er svo þessi aflstöð stríðsins? Eru það fylkingarnar fríðu á vígvellinum? Nei. Eru það fallbyssurnar geigvænlegu, sem dag og nótt spú eldi, ógnum og neyð vfir fylkingar óvinanna? Nei. Em það loftförin, sem þjótu eins og gaud- reiðar í gegn um loftið og kasta sprengikúlum niður á bvgðir mannanna? Nei. Bru það brjuidrekarnir stáli vörðu, sem halda vörð á höfnunum t Nei. Pað er hevmaþjóðin.—Heimalandið. Það er þetta Iaud—Canada—með sínar víð- áttumiklu sléttur, þar sem grasið skrúðgrænt vaggar sér í morgunblænum og glóir í geislum kveldsólarinnar; Canada, sem breiðir faðminn á móti hinum fátæku frumbyggjum; Canada, með sín risavöxnu fjöll, og þar fvrir vestan Ströndina, þar sem aldrei er vetur—landið sem engan svíkur og engum bregst. Þetta vita hermenn vorir, og því berjast þeir hugdjarfir fyrir það. Og það er þjóðin—heimnþjóðin, sem er að" al aflstöð þessa stríðs. Þetta hefir Þjóð- verjum verið Ijóst, því varla hefðu Jieir lagt eins mikið kapp á að eyðileggja hina rússnesku l’júð, ef þeir hefðu ekki séð, að með Jijóðinni var herinn rússneski, sem aldrei til þessa dags hefir verið með vopnum yfirunninn, að engu orðinn. Þeim var líka jafn ljóst, að það var árangurslaust fyrir þá að reyna að vinna bug á rússneska hernum, á meðan aflstöðin —sjált þjóðin—var ósnert. Og þannig hafa Jieir reynt að fara með Grikki, Portugalsmenn, Frakka Itali, Breta; en þó sérstaklega íra og Bandaríkjamenn. En aflstöðiu í þessum löndum hefir verið of sterk. Hún hefir fleygt frá sér silfurpeningum svikar- ans og reynst sjálfi sér trú—trú í liðinni tíð, trú í nútíð, og trú til enda—sjálfri sér trú, trú sín- um framtíðar frelsishugsjónum, og trú sonum sínum, sem á vígvellinum börðust. Og eins lengi og þær eru Jiað, þá eru þær ósigrandi. Og þessi unga, canadiska þjóð, hvað er um hana? Her á hún eins vaskan og nokkru sinni hefir til víga farið — en hann er það að eins á meðan aflstöðin heima fyrir er í lagi — á meðan þjóðin er einlæg og einhuga, á meðan að ekkert skyggir á mark sigursins, á meðan fórnfýsin beygir sig fyrir þjóðræknisskylúunum, á meðan aflstraumarnír á milli liennar og hermanna hennar eru hreinir og óskiftir—eins lengi verð- ur hinn hrausti canadiski her ósigrandi, því: “Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl heim, eins hátt sem lágt má falla fvrir kraftinum þeim”. V erkf öll vor á meðal. Menn skyldu ætla, að eins og nú er ástatt í landi voru og fyrir þessari þjóð, að borgarar landsins mvndu í síðustu lög fara að gjöra verkföll og óróa, — halda að þeir myndu vilja taka svo mikinn þátt í kjörum þjóðarinnar hinum erfiðu, að þeir myndu vilja sýna það með því að leggja eitthvað í sölurnar sjálfir, —lijálpa að svo miklu leyti sem kringumstæð- ur þeirra og kraftar leyfðu. Þjóðin hefir ekki einasta rétt til þess að vonast eftir slíku, heldur ber henni beinlínis að krefjast þess. En því miður geta menn ekki orðið sammála um þetta. Því miður eru til menn á meðal vor, sem eru að nota sér liina yfirstandandi neyðartíð, til þess að koma ár sinni efnalega fyrir borð, og ber verkfall það, sem nú stendur vfir hér í borginni þess ljósan og ljótan vott. Menn þeir, sém verkfall þetta byrjuðu, eru menn þeir er vinna við rafaflstöð bæjarins, og með þeim liafa nú gjört verkfall þeir, sem vinna við vatnsveituna og einnig ökumenn bæjarins. Það sem þessir menn fóru fram á var, 15% kauphækkun þeir, sem vinna við raf-afl- stöð bæjarins, og eru þeir 84 talsins. Ef veitt, kostar það bæinn árlega............$14,235.31 Það sem bærinn bauð var............. 8,726.75 Mismunur .......................$5,508.56 í sambandi við það sem bærinn bauð var það tekið fram, að það væri dýrtíðar uppbót. Kaup þessara manna var hækkað í fyrra um 12%. Ásteytingarsteinninn á milli bæjarins og verkamanna er sérstaklega sá, að bærinn krefst þess að þessi launahækkun sé skoðuð sem dýr- tíðaruppbót, en mennirirtr vilja ekki að hún sé neinum skilyrðum bundin. Menn þeir, er að vatnsveitunni vinna og verkfall hafa gjört, eru 72 talsins. Árskaup þeirra er . .. ....................$62,480.28 Kauphækkun sú sem þeir biðja um nemur........................... 10,119.60 Það sem bærinn býður þeim er....... 10,744.80 Mismunur ...................... $624.80 8em bærinn býður umfram það, sem mennirnir fara fram á. Verkfall þetta hófst fyrir tveimur vikum síðan. Gjörðarnefnd var sett í málið, og kom liún sér saman um að leggja til, að þeir menn, sem við vatnsveituna ynnu, fengju launaviðbót, sem næmi 5 centum á hverja klukkustund. Þeir sem unnu við raf-aflstöðina áttu að fá 12%, og slökkviliðsmennirnir, sem búist var við að gjöra myndu verkfall, og sem hófu verkfall á þriðju- daginn (14. þ. m.), áttu að fá launa uppbót, sem næmi frá 5 til í 10%. Ökumenn áttu einnig að íá uppbót. Var svo þetta lagt fyrir bæjar stjórnina á mánudagskveldið, og hafn.aði hún Jiessum tillögum með 9 atkvæðum gegn 8. Benti hún á, að mennirnir hefðu brotið lög á bænum, þar sem þeir hefðn gjört verkfall. án þess að leggja málið í gerð, sem þó er fyrirskip- að í hinum svokölluðu Lemieux lögnm. Bæjar- stjórnin hefir því símað xærkamáladeildinni í Ottawa og krafist Jiess, að nefnd verði sett í mál þetta lögum samkvæmt. Fylkjarán Þjóðverja. Margt og mikið hefir verið um það rætt og ritað, hverjar hörmungar að Alsace-Larraine fylk- in hafi orðið að þola- undir herkúgunarvaldi þjóð- verja og er sjálfsagt ekki ofsögum af því sagt; en nokkru þögulli virðist aftur á móti hafa orðið manna á meðal, þótt undarlegt megi kallast, um eiginlega samskonar ástand — ef ekki enn þá illkynjaðra, í fylkjunum, sem pjóðverjar stálu frá Dönum, Schleswig-Holstein, fyrir meira en hálfri öld. Nú um þesar mundir, eru pjóðverj- ar að leggja undir sig, ef ekki fyrir fult og alt, þá óbeinlínis, hinar og þessar smáþjóðir, er næst landamærum þeirra liggja, og látast þeir á yfir- borðinu bera hag þeirra mjög fyrir brjósti. Með- ferðin, er Schleswig-Holstein hefir sætt undir þýzkum yfirráðum, ætti út af fyrir sig að vera nægilegt vitni um það, hvers vænta me^i úr þeirri áttinni, að því er snertir hinar smáu þjóðir og ríki, sem verið hafa svo ógæfnsöm að verða háð pýzka- landi. Friðrik VII. konungur Danmerkur, hinn síð- asti af Oldenborgar ættinni, lézt 1863 og skildi eft- ir sig engan erfingja. penna atburð notuðu Prússar og Austurríkismenn, til þess að ráðast á Danmörku, undir því yfirskyni- að Christian, sá er tók við konungdómi, væri eigi réttilega til tign- arinnar borinn. Prússar komu því síðan svo fyrir að hertog- inn af Augustenburg, var látin gera tilkall til hins danska konungsstóls. En jafnvel sjálfur Bis- marck, jámkanzlarinn frægi, er sagður að hafa lýst yfir því, að hann eiginlega hefði ekki trú á því að tilkall hertogans væri á verulegum rökum bygt; heldur að eins að svo yrði það að vera: “Das mussen wir haben”. r Um þessar mundir höfðu Prússar fundið upp nýja tegund af byssum “Ziindnadelgewehre”, er þeir höfðu vopnað.her sinn með, og blóðlangaði til að reyna hvernig gæf- ist. pað tók þá heldur ekki sérlega lengi að skapa skotmarkið, því innan fárra daga höfðu þeir sent hertogann af Augustenborg, með ógryhni liðs út af örkinni, til þéss að leggja undir sig dönsku hertogadöemin, Schleswig-Holstein. Með þessum atburðum komust hertogadæmin undir prússnesk yfirráð; en skömmu síðar, sann- færðust pjóðverjar um að hertoginn af Augusten- burg hefði ekkert tilkall átt til fylkjanna, heldur mundi konungur Dana hafa átt að hafa yfir þeim fullkomin umráð. (Sbr. “Statutes about The Duchies of Schleswig-Holstein”, útg. í Berlín af: “The Cron-Syndikat”, 14. desember 1866). En þótt pjóðverjar yrðu þess þá fullvísir, að hertog- dæmin ættu frá réttarfarslegu sjónarmiði, að heyra Dönum til- þá datt þeim þó engan veginn í hug að skila þeim aftur. Hertoganum af August- enburg var að eins rutt úr vegi; en pýzkaland ræður yfir fylkjum þessum enn þann dag í dag. Hinn nafntogaði Field Marshal von Moltke, var uppalinn í Danmörku og hlaut mentun sína þar; hann fluttist frá Mecklenburg að eins fjögra ára gamall með foreldrum sínum til Kaupmanna- hafnar. Hann hafði á hendi foringjastöðu í danska hernum frá því að hann var rétt innan við tvítugs aldur og þangað tíl að hann var 27 ára. Fékk hann þá orlof af Friðriki konungi VI., til þess að fara ut- an og afla sér frekari menningar, og á þeim ferða- lögum reit hann Danakonungi mörg bréf, og lýsir í þeim þakklaéti sínu við hina dönsku þjóð, og eins því, hve margt nytsamt hann hefði numið, er síðar mundi orðið geta Dönum til hinnar mestu bless- unar. En sjá! petta var sami maðurinn, sami herforinginn von Moltke, er stýrði hinum Prúss- neska her í ranglátri og níðingslegri árás gegn landi því, er hann sjálfur hafði notið svo mikils góðs af. pað var Moltke og enginn annar, sem lagði á ráðin og hafði í raun og veru æðstu her- stjórnina á hendi í hinum sögufræga bardaga við Dyppol á móti Dönum. Eftir ófriðinn á milli Austurríkism^nna og Prússa 1866, gáfu hinir fyrnefndu upp tilkall þao til Holstein, er þeir þóttust hafa átt. En í Prague samningnum, seinni hluta hins sama árs, var því ákvæði smeygt inn (V. Paragraph) eftir tillögum Napoleons III. að íbúum þessara dönsku hertoga- dæma, skyldi veitast réttur til þess að lýsa yfir Jzví, með almennri atkvæðagreiðslu, hvort heldur þeir vildu í framtíðinni teljast til Danmerkur eða Prússlands. — pjóðverjar saraþyktu með því að undirskrifa samning þenna, atriðið umí þjóðar- atkvæðið. og lofuðu opinberlega að láta slíka at- kvæðagreiðslu fram fara án undanbragða. En það loforð hafa þeir beinlmis ^vikið, eins og sagan sannar bezt sjálf. >— Ekki er það nokkurt vafamál, að stórveldin, Bretland, Frakkland og Rússland, hafa iðrað þess síðar meir, að þau stöðvuðu ekki yfirgang pjóð- verja 1864, og mótmæltu eigi frekar ósvífni Bis- marks, að því er snerti friðarkostina við Dani, og létu þeim haldast uppi fylkja þjófnaðinn! Nú skulum vér athuga snöggvast, hvernig pjóðverjum hefir farist við hinn danska lýð í her- togadæmunum, eftir innlimunina. Dönsk tunga útlæg ger. Hið fyrsta stjórnarfars-afrek pjóðverja, var að bola út danskri tungu úr skólum öllum, kirkj- um, opinberu samkvæmislífi, mannfundum og stjórnarskrifstofum. Og þetta létu þeir sér sæma að gera í Iandi, þar sem dönsk tunga hafði töluð verið svo öldum skifti. pað hefir jafnvel verið gengið svo langt, að foreldrum hefir verið bannað að kenna bömum sínum dönsku í heimahúsum. Hafi slíkt uppvíst orðið, hefir það varðað fjárútlát- um, við fyrsta brot, en fangelsisvist ef ítrekað. varð. Hvernig mundi pjóðverjum sjálfum þykja, ef eins væri farið með þá, einhvers staðar út í heim- inum, — þeim væri bannað að mæla á sína eigin tungu ? Svo má að orði kveða að Dönum í fylkjum þessum, sé algerlega meinað að gegna opinberum embættum, nema því að eins að fullvíst sé, að þeir séu orðnir sæmilega prússneskir, sem enn mun þó næsta sjaldgæft. Á öllum mannfundum dönskum, í Schleswig, mætir embættismaðuf þýzku stjómarinnar og skrifar hjá sér nöfn allra þeirra, er til máls taka. Hvenær sem þýzk herskip koma inn á höfnina í Schleswig, er yfirmönnunum samstundis feng- inn listi yfir menn þá í landi, sem þeim er ráðlagt að skifta við. — Oftast mun það stafa af vangá, ef nöfn danskra kaupmanna standa á listanum. Ekki hætt við öðru en að Prússinn sé látinn sitja í fyrir- rúmi! ^ Dönsk þjóðerniseinkenni, eru fyrirlitin og sví- virt í hvívetna, og bændum jafnvel brígslað um vankunnáttu og slóðaskap í landbúnaði, þótt kunn- ugt sé um víða veröld að þeir standi pjóðverjum fullkomlega á sporði, ef ekki beinlinis miklu fram- ar í þeim efnum. En danski flokkurinn í Schleswig, virðist samt sem áður aldrei hafa verið harðsnúnari en einmitt nú. — pjóðemistilfinningin aldrei betur vakandi. Og er sízt að undra þótt íbúum hertogadæm- anna svíði, og súrni sjáldur í auga, er þeir nú ertf píndir til þess að fóraa lífi sínu fyrir prússneska harðstjórann, er svifti þá frelsi og stal landi þeirra Fullar tuttugu og fimm þúsundir danskra manna í Schleswig hafa þegar verið dæmdir til þess að berjast fyrir pjóðveria, og af þeim hafa 5,000 týnt lífi. En pjóðverjinn fær makleg málagjöld á sín- um tíma. — Réttláta hefnd fyrir yfirganginn og landaránið, getur hann ekki umflúið. Og þegar dregnar verða landamerkjalínumar að ófriði þess- um loknum, tfekst illa til, ef hertogadæmin gömlu Schleswig-Holstein, verða ekki aftur sameinuð dönsku krúnunni. THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER, President. W. D. MATTHEWS, Vice-Presldent. Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Notre Oaine Brancti—\V. M. IIAMIBTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK | Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuð.tóll greiddur $ 1.431.200 Varasjóðu...... $ 920,202 President................Capt. WM. ROBIIÍSON Vlce- Pi-esident - - JOHN STOVEIj Slr D. C CAMEKON, K.C.M.G. W. R. BAVVI.F E. F. HCTCÍIINGS, A. McTAVISII CAMPBELíIj, GEO. FI8IIER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlB einstaklinga eöa félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaCa staðar sem er á lslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlflóBslnnlögum. sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagðar vlð & hverjum 6 mflnuöum. T- E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Taltíœi: Main 4725 Ameríka hjálpar Islend- ingum í þrí aðverjast hungurvofunum. Eftir John G. Holme. ófriðurinn hefir helt slíkum hörmungum yfir hinar veikari Norðurálfu þjóðir, hvort heldur hlutlausar, eða þá í stríðinu, að í venjulegum skilningi þolir það engan samanburð við sögu um- liðinna álda. örlög Belgíu og Serbíu, eru svo að segja hætt að særa sam- vizku-tilfinning veraldarinnar.— Harmsaga þeirra þjóða er orðin stærri en svo. Oss er kunnugt um að Svíþjóð og Noregur' eiga í böggi við hungursneyð, og að stríðið og skorturinn hefir farið eldi eyðileggjingarinnarinnar um Finnland, Pólland, Rumeniu, Ar- meniu. Svartfjallaland og Sýríu, og að fjöldi fólks er dáið eða liggur fyrir dauðans dymm í Litlu Asíu. Og oss er kunnugt um, að undir núverandi kring- umstæðum, er sama sem ekkert hægt að gera, til þess að létta hörmungaroki þessara þjökuðu olnbogabama, og þar með er í raun og veru þeim þættinum lokið. Á öðmm eins tímum og nú Og þessar hundrað þúsundir eiga að mestu leyti að þakka Banda- ríkjunum, tilveru sína á tveim síðastliðnum árum. Bandaríkin voru Mka eina þjóðin, sem miðlað gat fslendingum, og sem þeir gátu áhættulítið náð til. petta er ljóst öllum fslending- um, en í þessu landi öllum ó- kunnugt, nema svo sem fimm eða sex verzlunarfélögum í Lower Manhattan, og fimta eða sjötta ríkisritaranum í Washing- ton, að viðbættum nokkrum vel- viljuðum sómamönnum í stjóm vistamálanna. Hinn smái fálki ísland, hefir leitað öryggis undir væng Amer- iska arnarins, — hefir hepnast erindið vel og er þakklátur. Ekki hafa fslendingar leitað hingað sem beiningamenn — síð- ur en svo. peir hafa greitt fullu verði hverja einustu tegund, er þeir hafa keypt og meira en það. Vörur þær, er þeir hafa mest- megnis keypt, hafa verið hveiti, haframjöl, hrísgrjón, ávextir, kaffi, sykur og rúgur. Heima fyrir hafa þeir nægileg- an forða af nauta og sauðakjöti, tólg og fiski. En þeir verða að flytja inn niðursoðna ávexti og sykur um fram alt. Og kröfur þessara 100,000 íbúa landsins, er haft hafa meira en þúsund ára reynslu í heimilisspamaði, hafa verið svo sanngjamar, að full- standa yfir, getur maður tæplega látið sér fljúga í hug, að nokkur | trúum íslandsstjómar hér í álfu hinna smærri þjóða, geti komist hefir veizt tiltölulega létt að full- ósködduð út úr ófriðarbálinu. nægja þeim. pað er ef til vill of snemt enn, að tala um baráttuna- sem fsland hefir orðið að heyja við þessa ó- fslendingar kunna að sníða sér stakk eftir vexti, og að minsta kosti í einu tilliti hafa þeir stig- umflýjanlegu afleiðingu ófriðar- ið feti framar hinum Norðurálfu in3 — skortinn, eða segja að þar þjóðunum. peir kunna að hag- hafi íslendingar unnið fullkom-: nýta sér rúgmjöl bæði til graut- inn sigur. pó má segja að or- j ar og brauðgerðar. ustan sýnist ganga þeim í vil, — Fyrir nokkru setti ráðaneytið þótt óséð sé fyrir endirinn. fs- á íslandi upp skrifstofu að 82 lendingum er það og fullljóst, Beaver Street hér í borginni. peir gerðu sér glögga grein fyrir undir umsjón tveggja íslendinga hættunni þegar í upphafi ófrið- Árna Eggertsonar frá Winnipeg arins. peir kunna vel og skilja Manitoba og Jóns Sivertsen fni sögu og bókmentir þjóðar sinn- i Reykjavík á íslandi. Og með ar, og eru eigi búnir að gleyma I “Gullfossi”, er kom hingað ný- því, að stríðin, sem geysuðu yfir lega frá Reykjavík, var þriðji Norðurálfuna fyrir þúsundum ára, fluttu hallæri og drepsóttir inn fyrir landhelgislínu eyjunn- ar sögufrægu. — Til allrar hamingju höfðu ís- lendingar hrundið því í fram- kvæmd skömmu fyrir ófriðinn, að koma sér upp vísi til verzlun- anflota. Hin fyrstu tvö árin eftir að stríðið byriaði. gx-æddi viðskiftafulltrúinn Gunnar Eg- ilsson með fjölskyldu sinni, á- samt nokkrum heildsöhi kaup- mönnum. ísland ber hlýjan þakklætis- hug til Bandaríkjanna, að því er hinir .íslenzku viðskiftafulltrúar segja. Fyrst framan af höfðu þeir einhverskonar meðmæla- bréf frá brezku stjóminni til þjóðin stórkostlega á útfluttum! embætti^manna stjómarinnar í fiski, kjöti og smjöri til Fng- j Washington, er þeir þurftu að lands og Norðurlandaþjóðanna.! skifta við; en nú er sú aðferð úr Verzlun við Norðurlönd varð ef sögunni, og viðskiftafulltrúamir til vill enn þá arðvænlegri, sök-! verða því að fá leyfi til vöru- um viðskiftasambandsins, er þau j flutninga hjá vistastjóminni í héldu uppi við pýzkaland. En ! Washington. fyrir fullum tveimur árum stííl-1 Hr. Ární Eggertson er canad- aðist sú viðskiftalind. I iskur borgari, fæddur á íslandi, Hvað sem því leið, þá tóku fs- j en hr. Jón Sivertsen íslenzkur lendingar með stillingu öllu er að þegn. höndum bar, og gættu hyggilegr-; Bretland ar varúðar í hvívetna. peir hlutn að vísu lægra verð fyrir framleiðslu sína, en stækkuðu þó verzlunarflotann. pví næst stigu þeir það skrefið öldungis hljóðalaust, að leit- ábyrgðist' í fyrstu viðskifti fslendinga hér fyrir millgöngu Canadiskra embættis- manna. pað eru um 20,000 íslendingar í Canada, flestir í Manitoba. þeir hafa verið góðir borgarar. og nýlega er haft eftir stjómar- ast fyrir um ný sambönd, fá sér i “Guardian” og þangað snem þeir j formanninum þar, að yfir 2,000 sér, er líklegast þótti, til Uncle j íslendingar hafi gerst sjálfboðar Sam! . | í Canadahernum og faríð til víg- fbúatala fslands, um þessar stöðvanna í Norðurálfunni, síðan mundir. er lítið innan 100,000.— að ófriðui-inn hófst, og er það

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.