Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAf 1918 7 Ánægja af Bifreiða-keyrslu L ÁTTU Ford bifreið flytja þig út í fang nátturunnar. Taka þig út í sveitina- út til fiskivatnanna þar sem loftið er heilnæmt og hressandi. Ford bifreið mun opna þér nýja heima, ný tækifæri, f jölskyldu þinni á sama tíma og slíkt samgöngu tækifæri, hjálpar til við atvinnurekstur þinn. Enginn vafi á að þú hefir oft fundið til hve bifreið væri þér nauðsynleg — konan þín hefir marg oft sagt: : :“Eg vildi óska að eg hefði bifreið”. og það eru engar aðrar bifreiðar til, sem veita jafnmikil þægindi fyrir þá peninga, er þær kosta, eins og Ford. pessvegna er Ford bifreið svona vinsæl. Ford er sterk bifreið auðveld að stýra, ótrúlega eyðslulítil, en sérstaklega haldgóð. Runabout $575 Touring ... $595 Coupe $770 Sedan ... $970 Chassis --- $535 One-ton Truck $750 THE UNIVERSAL CAR F.O.B. FORD, ONT. Ford Motor Company of Canada, Limited. Ford, Ontario Frá Islandi. Oddfélagar hér hafa nú tekið að sér að koma hér upp hinni fyrirhuguðu radiumlækninga- stofu, sem G. Claessen vakti fyr- ir skömmu máls á að mikil þörf væri fyrir og síðan hefir fengið hinar rausnalegu gjafir, sem frá hefir verið sagt hér í blaðinu. Hefir þegar, að sögn, verið safn- að miklu fé til fyrirtækisins inn- an Oddfélagsreglunnar bæði hér í bænum og í kaupstöðunum út um land. í forgangsnefnd fyrir- tækisins hafa verið kosnir: Egg- ert Claessen yfirréttarmálafl.m., H. Daníelsson yfirdómari, Hallgr Benediktsson kaupmaður. Hjalti Jónsson skipstj., Jes Zimsen konsúll, J. Laxdal kaupm., Ól. Bjömsson ritstj., Sighv. Bjarna- son bankastj. og Sæm. Bjam- héðinsson prófessor. G. Claessen læknir flutti síð- astl. sunnudag mjög fróðlegan fyrirlestur um radium lækning- ar fyrir fjölda manns í Nýja kvikmyndaleikhúsinu og sýndi til skýringar myndir af mönnum með sjúkdóma iþá, er læknast höfðu, bæði fyrir og eftir lækn- inguna. Menn lækna nú m. a. krabhamein, sem orðinn er svo algengur og skæður sjúkdómur, með radiumgeisluim. Auk þess alls konar húðsjúkdóma o. s. frv. Bæjarstjómarmál. Samþykt hefir verið að skýra götuna aust- ur frá Amarhólsvirkinu Skúla- götu, eftir Skúla Magnússyni fó- geta. — Samþ. að leigja Sturlu kaupm. Jónssyni næsta sumar einkarétt til veiði í Elliðaánum fyrir 5,000 kr., sömu upphæð og síðastliðið sumar. Varð hann hæstbjóðandi. Borgarstj. skýrði frá því á síðasta bæjarstjómar- fundi.að búið væri að borga út 95 þús. kr. fyrir dýrtíðarvinnu af þeim 100 þús., sem bærinn fékk að láni í vetur. Starfsmenn bæjarins eiga að fá dýrtíðarupp- bót eftir sömu reglum og starfs- menn landsins og skal það borg- ast ársfjórðungslega eftir á. — Samþ. að veita þorv. Björnssyni fyrv. lögregluþjóni 400 kr. í dýr- tíðaruppbót. — Brunabótavirð- ingarmaður kosinn í stað Hjart- ar heitins Hjartarsonar Jón Sveinsson trésmiður. — Hafn- arvarðarstaðan á sjó veitt Oddi Jónssyni í Ráðagerði. Laun 3,600., hækkandi upp í 4,600 kr. — Byggingafulltrúastarfið falið Einari Erlendssyni. “þjóðólfur” er farinn að koma út aftur, og nú hér í Reykjavík. Ritstjóri hans er til bráðabirgða Sigurður Guðmundsson magister Settur sýslumaður Barða- strandarsýslu er Guðm. Hannes- son lögfræðingur á ísafirði. Norður-Múlasýsla og Skaga- fjarðarsýsla eru nú auglýstar lausar. Umsóknarfrestur um báðar til 1. júní næstk. Reykjavík 3. apríl 1918. Hret, sem kom um miðja síð- astl. viku, stóð stutt, en þá snjó- aði lítið eitt. Um páskana var bezta veður og eins síðan. — pil- skip og botnvörpungar, sem inn hafa komið, hafa aflað ágætlega. Sömuleiðis góður afli í veiði- stöðvunum hér suður með flóan- um og í Vestmannaeyjum. “Borg” fór héðan áleiðis til Englands á páskadag. Botnv. “Njörður” km frá Englandi 1. þ. m.; hafði selt þar afla sinn fyrir um 100 þús kr. — “Botnia kom til Khafnar 30. f. m. “Vísir” segir þá fregn frá Hjalteyri við Eyjafjörð, að í stórviðri 26. f. m. hafi rekið inn Eyjafjörð aftur lagnaðarís þann. sem áður var á reki út, og hafi hann skemt þar mikið bryggjur þeirra Thorsteinsons, Ásg. Pét- urssonar og Samúelsons. — 30. f. m. var “Lagarfoss” á Hjalteyri og voru vörur þær, sem hann átti að taka á Akureyri fluttar þangað út eftir á sleðum. Voru 200 sleðar í þeim flutningum. Pétur Jónsson söngvari er nú orðinn aðal-tenorsöngvari við hirðleikhúsið í Dramstadt á pýzkalandi, segir fsaf., og hafði verið kept um stöðuna og Pétur orðið hlutskai-pastur. pessi staða kvað vera betur launuð en sú, sem hann hefir áður haft í Kiel. í vor kvað hann vera væntanleg- ur heim hingað snögga ferð. Frú Katrín Magnússon átti sextugsafmæli 18. marz. Nokkr- ar konur úr Hinu ísl. kvenfélagi færðu henni þá sem þakklætis- vott frá félaginu dýra og mjög vel gerða brjóstnál úr gulli með nafnstöfum hennar á, en hún hefir verið formaður félagsins síðan porbjörg Sveinsdóttir ljós- móðir andaðist, eða frá 1903, en í stjórn þess yfir 20 ár. Arent Claessen er nú orðinn meðeigandi í firmanu Johnson & Kaaber. 2,000 krónur gaf hlutafélagið “Bragi” Landspítalasjóðnum í gær. Aðal-fundur jarðræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 25. marz. Sjóður félagsins við árs- lok 1917 kr. 1,223.04. ' Dagsverkatala félagsmanna samanlögð fyrir árið 1915, var 2,707 dagsverk, en fyrir árið 1916 1,959. Vinnustyrkur fé- lagsins fyrir árið sem leið kr. 407.32. Ákveðið var að leita til Bún- aðarsambands Kjalamesþings um plægingamenn á þessu vori. Jón Kristjánsson prófessor flutti erindi um rófnarækt og votheysgerð. Hvatti menn til að rækta sem mest af rófum, en draga þá heldur úr hafrarækt- inni. Rófurnar mætti geyma í byngjum úti fram eftir vetri. pegar þær væru þrotnar, ætti votheysgjöfin að taka við. Hefir honum gefist vel að geyma rófna blöð í votheysgryfjum. Gerður var góður rómur að erindi pró- fessorsins og er nú hugur í mönnum að rækta mikið af róf- um, svo ekki þurfi að spara þær alt of mikið við snemmbærumar í haust og fram eftir vetrinum. Stjórn félagsins endurkosin: Einar Helgason, Jón Kristjáns- son, Pétur Hjaltested. Endur- skoðunarmenn: Halldór Daní- elsson og Sighvatur Bjamason. Magnús Friðriksson, bóndi að Staðarfelli á Fellsströnd hefir boðið að greiða í verðlaunasjóð vinnuhjúa 100 kr. fyrir verð- launarétt handa vinnuhjúum að Staðarfelli, Túngerði og Svína- skógi. — Vonandi er að fleiri fari að dæmi þessa merkisbónda. Bærinn á Dæli í Fljótum brann til kaldra kola á páska- dagsnótt. Fólk alt í bænum var í fasta svefni, er eldurinn kom upp, komst með naumindum út og gat engu bjargað. Fjós var áfast við bæinn og köfnuðu þar jnni tvær kýr. —Lögrétta. 3. apríl. Sunnan og suðvestan átt er nú komin aftur um land alt. pó var frost, 7 stig, á Gríms- stöðum og 6,2 st. á Seyðisfirði í morgun og hiti lítill annarsstað- ar: 1,4 st. í Vestmannaeyjum, 1,9 st. í Reykjavík, 1,4 st. á ísa- firði og 1 st. á Akureyri. Stúlka, Guðrún Bjarnadóttir að nafni, fanst meðvitundarlaus í herbergi sínu við Amtmanns- stíg 2. aþríl og var gaslykt megn í herberginu. Hafði gasmælir, sem í herberginu var, verið bil- aður og gasið streymt út úr hon- um í herbergið. Á Lágafölli var messað á páskadaginn, eins og til stóð, og “f jörugt ball” haldið strax á eftir Hafnarfógeti hefir hafnar- vörður á “sjó”, sem skipaður var á dögunum, verið skírður. Oddur Jónsson, sem stöðuna hlaut, hef- ir nú sagt af sér hafnsögumanns starfinu og leggur bæjarstjóniin til að það verði ekki veitt fyr en ný lög hafa verið sett um hafn- sögu hér. Á svo að koma á beinu símasambandi milli hafnarskrif- stofunnar hér og merkjastöðv- arinnar á Gróttu, og senda hafn- sögumann héðan á mótorbát, þegar skip koma úr hafi og biðja um leiðsögu hingað inn á höfn- ina. “Surtur” heitir hlutafélag, sem stofnað hefir erið hér í bænum, í þeim tilgangi að vinna surtar- brand í Dufansdal. Eru í því margir sömu mennimir, sem í fyrra létu vinna þar vestra, en nokkrir fleira hafa gengið í þetta félag. Eru félagar að sögn 30— 40. í stjórninni eru kaupmenn- irnir Carl Proppé, Jónatan por- steinsson og Pétur p. J. Gunn- arssön. Framkvmdarstjóri verð- ur Nic. Bjarnason kaupm. Ætlar félagið að láta taka upp að minsta kosti 100 smálestir af surtarbrandi í sumar. Sýslumannsembættið í Skafta- fellssýslu hefir nú verið veitt Gísla Sveinssyni alþingismanni Skaftfellinga frá 1. júní n. k. Auk hans sóttu tveir lögfræð- ingar um embætti. Umsóknar- frestur var til síðasta marz, út- nefningin mun hafa verið símuð konungi 2. apríl og svarið komið símleiðis í gær (5. apríl). Mun svo greið afgreiðsla öldungis ó- þekt í sögu landsins. Guðrún Bjamadóttir, stúlkan, sem varð fyrir gaseitruninni um páskana, er nú úr allri hættu og á góðum batavegi. Ein rausnargjöfin enn barst Landsspítalasjóðnum 6. apríl frá hlutafélaginu “Kol og Salt”. pað voru 1,000 krónur. Félagið hélt nýlega aðalfund sinn og varð arðurinn af rekstri þess, seni greiddur verður Muthöfum, 10% af hlutafénu. Landsspítalasjóð- urinn hefir þannig fengið arð af 10 þús kr. hlut. Hafnarfjarðar bortvörpungur- inn “Ýmir” kom inn í gær, (6. apríl) ,fullur af fiski, eftir f jögra daga útivist. — Tvö þilskip úr [ Hafnarfirði komu inn 3. apríl, I “Surprise” með 35 smál. af fiski j og “Toyler” með 32. — Hafnfirð- ingar eru nú farnir að fá 30—40 króna hlut á handfæri á gmnn- miðum og sækja ekki lengra en svona klukkustundar róður. Og vinna er nóg við allan fiskinn í landi, bæði dag og nótt. Lýsismarkaðurinn í Englandi er nú, samkvæmt skeyti frá Birni Sgurðssyni frá 4. apríl þannig: 85 pd. sterl. fyrir sml. af óhreinsuðu meðalalýsi, eða sem svarar kr. 1.43 kg. Hreins- að, 150 sterlpd. smál., eða sem svarar 2,40 kg. Er verð þetta miðað við lýsið þangað komið, en í fyrra var töluvert hærra verð á því hér; þá gáfu Bretar kr. 1.60 fyrir kg. af óhreinsuðu lýsi hér á höfninni. Eldur kom upp í Álafossverk- smiðjunni núna í vikunni, en hans varð þegar vart og tókst að slökkva hann. Haldið er að eld- urinn hafi verið af mannavöld- um og er rannsókn hafin í mál- inu. Bátur fórst nýlega frá ólafs- vík með 9 mönnum. Formaður- inn hét Kristófer Sigurðsson og var sonur hans á bátnum með honum. Skákþinginu verður lokið í kvöld (8. apríl). Ekki verður enn séð hver “skjöldinn ber”, því að svo er ástatt, að tveir skák- mennirnir, af átta sem keppa, .hafa unnið allar skákir, sem þeir hafa telft, og eiga að eins eftir að tefla sin á milli. pað eru þeir Eggert Guðmundsson, skák- meistarinn frá síðasta þingi, og Stefán ólafsson (lögregluþjóns) En úr því verður skorið í kvöld, hvort Eggert á að fá að halda nafnbótinni eitt ár enn. Pétur Zophoniasson tekur ekki þátt í þessum kappleik. “Geir” björgunarskipið kom hingað aftur frá Borgamesi i morgun (8 apríl) með þingmenn- ina. Hann fékk versta veður á leiðinni héðan í gær og kom ekki til Borgarness fyr en um kl. 6þí> í gærkveldi. Enn þá verra veð- ur hrepti skipið þó á leiðinni hingað í morgun, og var jafnvel sagt, að telft mundi hafa verið á tæpasta vað út úr Borgarfirðin- um og tveir brotsjóir gengu yfir skipið og brutu stjórnpallinn. pessir þingmenn komu með skip- inu: Stefán Stefánsson, Magn- jús Guðmundsson, ólafur Briem. pórarinn Jónsson, Guðm. ólafs- son, Magnús Pétursson, Pétur pórðarson og Hjörtur Snorrason Auk þeirra kom Jón Pálmason frá Pingeyrum o. fl. Bátar nokkrir reru héðai/7. apríl og urðu naumt fyrir þegar hvesti. Fjórir árabátar lentu í Seltjörn og vélabátur einn, “Laxen”, hleypti upp á.Akranes. Og allir náðu þeir landi sem héð- an réru. Frost var allmikið um alt land 7. apríl. Á Akureyri var 15 st. frost, fulj 10 st. á ísafirði og nær 7 hér íReykjavík. En er á dag- inn leið breyttist vindstaðan og tók að hlána, og 8. apríl var orðið frostlaust um alt land, eða svo að segja. Hér var þó talið 0,5 st. og á Grímsstöðum 1 st., en 1,1 st. hiti í Vestmanneyjum, 0,9 á ísa- firði, 3 á Akureyri, 6,5 á Seyðis- firði. Hríð var hvergi nema hér Business and Professional Cards Silvur PLATE-O ffi.gun Silfurþemir um leiC. Lætur silfur & muni, i sta6 þess aS nudda þaí af. pa6 lagfærir alla núna bletti. NotaCu þaC & nikkel hlutina fi bifreiC þinni. L.itlir fi 50 cent Stórir á 80 cent Winnipeg Silver Plate Co., Ltd. 136 Rupert Street. The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vain í öllum herbergjum Faeði $2 og $2.50 fi dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum SöCCtSS 8USINESS COLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Brown & McNab stækkuÖum myndum 14x20 175 Carlton St. Tals. Main JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heiinilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofii-Tals.: Main 7978 sem aS lögum lýtur. Rooni 1 Corbett Blk. GOFINE & CO. Tals. M. 3208. — 322-332 EUice Horninu á. Hargrave. nokkurs vir8i. J. H. M CARSON Byr tii einnlg kviðslitsumbúSir o. fl. Talsími: Sb. 2048. 338 COHONY ST. — WTNMPEG. HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT 1 HLND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals. Garry 2949 PLUMBER Allskonar rafmagnsúhöld. svo straujám víra, allar tegundi glösum og aflvaka (batteris). VERKSTDFA: 676 HQME STREET Ttie Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Dame og Maryland St ‘Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaður af Royal Cnllege of Physicians, London. Sérfræðlngur 1 brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. -—Skrifst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& móti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Tlmi til viðtals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Tblephone garkt 320 Officb-Tímar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. TKUIPBONE OARRY 3SÍ1 Winnipeg, Man. Dagtals. SLJ. 474. Næturt. St.J.: 86». Kalli sint & nótt og degi. DR. B. GERZABEK. M.R^C.S. frfi Englandi, L.R.C.P. frk London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frft Manitoba. Pyrverandi aðstoðarlæknlr við hospital 1 Yinarborg, Prag, og Berlln og fleiri hospitöl. Skrifstofa 1 eigln hospltall, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutimi frfi 9—12 f. h.; 3—» og 7—9 e. h. I Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning vaidra sjúk- linga, sem þj&st af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdömum, innýfiavelkl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugavéikiun. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að f&, eru notuð eingöngu. þegar þér komíð með forskriftina til vor, meglð þér vera viss um að f& rétt það sem læknirinn tekur til. COLOIjEUgh a oo. Xotre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyfisbréf seld. THOS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræOiagar, Skrifstofa:— Koom 8n McArthur Buildinai, Portage Avenue áritun: P. o. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Dr. O. BJORN80N 701 Lindsay Building l’Ki.neuoNK. oarrv 32* Office-tímar: a—3 HKIMILI: 764 Victor St.eet rm-KPUONB. OARRY TOS Winnipeg, Man, Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronlo og Notre Dame Phone Uelmill. Garry 9988 Oarry 898 J. J. SwansoD & Co. Verzla með faateignir. Sjá um lei^u á húsum. Annaet lán og eldaábyrgðir o. fl. 5*4 Tho Kenstngton.Port.&Smltb Pbene Maln 2587 hærra í Færeyjum en hér. enn skákmeistari nafnbót. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildirvg C0B. PORT^CE AVE. & EDMOJITOfi 8T. Stuudar eingöngu augna, eyina. nef j og kverka gjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10— 1-2 f. h. og 2-5 e.h,— Talsimi: Main S088. Heimili 105 Olivia St. Talaími: Garry 2316. Dr. M. B. Halldorson = 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklaaýki r. og aðra lungnasjúkdóma. Er að lt finna & skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 3—4 c.im Skrif- t- stofu tals. M. 3088. Helmlli: 46 , Alloway Ave. Talsimi: Sher- - brook 3168 e. jyjARKET H OTEL viö sölutorgiB og City Hall - $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Streot — Tals. main 5302. — The Belginm Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinaa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verk ábyrgst. Verð sanngjaint. 329 William Av*. Tal». G.2449 WINNIPEG Tals. M. 1738 Skrifstofutími: HeimasimiSh. 3037 9f.h. tilóe.h CHARLES KREGER FÖTA-SÉRFRÆÐINCUR (Eftirm.Lennox) Tafarlaus lækning á hornum, keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. , Suite 2 StobartBI. 190 Portags ^ve., Wmr)ipeg s - f BIFREIÐAR “TIRES” v ^ Goodyear og Dominion Tires ættð S á reiðum höndum: Getum út- vegað hvaða tegund sem O þér þarfnist. AðgerSum og “Vulcanizing” sér- 1 stakur gauniur geflnn. Battery aðgerðir og bifreiðar til- búnar til reynslu, geymdar i og þvegnar. AUTO TIRE VUUCANIZING CO. '' 309 Ciunberland Ave. ‘ Tals. Garry 2767. Opið dag og nótt. v. — > L ~ Kartöflu Ormar J t- eyðileggjast með þvf að nota r" „Radium Bug Fumicide“ 50c pd. rt t t það er betra en Paris Green. Sérstök vilkjör ef keypt er mikið í einu ( Rat Paste 35c. baukurinn. t Veggjalúsa útrýmir $2.50 Bed Bug Liquid eí THE VERMIN DESTR0YING Co, að 636 Ingersoll St., Winnipeg A. S. Bardal 845 Sherbrooke St. Selur likkistur og annaat um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimlli. Tal. Oarry 1161 Skrifstofu Tals. - Qarry 300, 375 Giftinga og ii/ Jarðarfara- blom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 85 MAIN ST. WINNIPEG érstök kjörkaup & myndastækkun Hver sem lætur taka af sér mynd Jft oss, fær sérstaka mynd geflns. S& er lætur stækka mynd fær efins myndir af sj&lfum sér. Margra ára Islenzk viSskiftl. Vér fibyrgjumst verkið. Komið fyrst til okkar. CANADA ART GALLERY. N. Donner, per M. Malitoskl. Williams & Lee leysum af hendi allskonar mótor aðgerðir. Ávalt nægar byrgð- ir af "Tires” og ijómandi barna- kerrum. Drungi og þreyta. Fólk sem þjáist af harölífi En ástæðan er í raun og ijög auðveld. Efnið sem Strax þegar bót Efni þess er Triners American Elixir Jóseph Triner Company, -1343 S. Ashland Ave

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.