Lögberg - 30.05.1918, Blaðsíða 3
/
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAí 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
J7RIÐJI KAFLI.
Dansinn hefir litla þýðingu. Dansmaðurinn
getur dansað sig nær því uppgefinn við stúlku, sem
hann skeytir ekkert um, en er jafnframt sífelt
hugsandi um aðra, sem hann aldrei biður að dansa
við sig”.
“petta segið þér af því hann situr við hlið yð-
ar í sölunum og talar við yður tímuunm saman,
Helen Vaughan”, sagði Fanny Darlington, sem var
fremur málhreyfin og talaði stundum meira en
nauðsynlegt var. “En þér náið ekki meirí hylli
hans fyrir því. Eg held að hann skeyti ekki hið
minsta um nokkura stúlku í Seaford”.
Dálitlum roða brá fyrir á andliti Helenar
Vaughans. Hún reigði sig, eins og hún meinti
með því, að það væri virðingu hennar ósamboðið
að svara slíku.
Fyrst við tölum um salina, hver var það sem
var þar með honum f gærkveidi?” spurði ungfrá
Lake. “Eg hefi ekki séð hana fyr. pað er yndis-
leg stúlka”.
“Eg sá hann raunar ekki með neinni yndis-
legri stúlku í gærkveldi”, sagði ungfrú Vaughan.
“Eg veit við hverja ungfrú Lake á”, hrópaði
Fanny Darlington. Hún er inndæl. Hún sat hjá
hárri og tígulegri konu, reglulegri Júnó, og hann
gekk alt af til þeirra. Eg var í nánd við þær, þeg-
ar hann bað hana um dans, en hún neitaði því og
sagði, að mamma hennar vildi það ekki; svo sneri
hann sér að Júnó og spurði hvert það væri satt —”
Mjög ófríð Júnó, hvernig sem hún er 1 vaxtar-
lagi”, sagði Augusta Lake.
“pví eruð þér að grípa fram í fyrir mér. Júnó-
in sagði, að sér fyndist bezt að — eg gat ekki heyrt
nafnið — hún dansaði ekki við hann, því þá hefði
hún enga afsökun til að neita öðrum dansmönnum”
“Líklega eitthvert fólk úr borginni af annari
metorðaröð, sem vill haga sér eins og hefðarfólk
og segja, að þeir sem heimsækji salina séu ekki
nógu góðir fyrir það”, sagði dóttir yfirhershöfð-
ingjans með drembilegu háði.
“Nei, það lítur ekki út fyrir það, heldur alveg
gagnstætt”, sagði ung stúlka rólega, sem 'hingað
til hafði þagað. “Eg held það sé tígið fólk og vilji
ekki láta bera á því”.
“Rugl!” kallaði ungfrú Lake. “Hvernig vitið
þér nokkuð um það, Mary Miller?”
“Eg nota augu mín og veiti þeim eftirtekt
eins vel og þér, það er alt. pér sáuð bamið sem
kom ofan að fjörunni með ungri vinnukonu og
svörtum þjón?”
“Nú hvað svo?”
“Síðari hluta dags sá eg hana — þessa ungu
stúlku — aka í vagni með sama barnið”, svaraði
ungfrú Miller. “Eg álít að það sé tígið fólk með
háum nafnbótum”.
“Hvernig getur yður dottið það 1 hug?” hróp-
aði Henen Vaughan æst, eins og þessi^thuga-
semd hefði truflað hið góða geðslag hennar.
“Hver manneskja sem dvelur hér í Seaford, ekur
sér til skemtunar á hvferjum degi. pér eruð að
verða heimskar, Mary Miller”.
Mary Miller hló þegar hún svaraði henni, hún
hafði gaman af að stríða ungfrú Vaughan á sinn
rólega hátt. “Vagninn var vel úr garði gerður”,
var alt sem hún svaraði.
“Menn geta fengið skreytta vagna til leigu
, með því að borga sex shillings um klukkustundina
fyrir þá”, var hið háðslega svar ungfrú Vaughans.
“pað geta menn”, sagði Mary Miller. “En
vagninn sem þau óku í var ekki leiguvagn. pjónn-
inn var í einkennisbúningi með gullhandfang á
prikinu sínu, aktýgin voru skreytt silfurplötum og
á vagndyrunum van kóróna”.
“Kóróna?” gall við hringinn um kring.
“Jarlskóróna. Ef hún því er jarlsdóttir eins
og við megum ímynda okkur, myndi það vera ó-
vanalegt fyrir hana að dansa í þessum sölum, og
láta sveifla sér um gólfið af skrifurum frá London,
sem geta borgað aðgöngumiðann — hvað sem þér
getið haft á móti þessu, ungfrú Vaughan.
“pað er undarlegt, að eg skyldi ekki taka eftir
þeim í gærkveldi”, sagði ungfrú Vaughan.
“pér oruð ekki lengi inni”, sagði Fanny Dar-
lington; “þér virtust koma inn fremur til að sjá.
hvernig fólk skemti sér, heldur en til þess að vera.
Hann fór út með yður; en hann kom aftur inn,
Hann sýndist vera þeim býsna kunnugur”.
“Án efa nokkrir af sjúklingum hans” sagði
ungfrú Lake. “Læknar eru alt af —”
“pey, Augusta! hér er hann. Spurðu ekki
hverjar þær voru”.
Hár og beinvaxinn ungur maður nálgaðist
hópinn með hægð. Hann leit ágætlega út, eins og
ungfrú Vaughan hafði nýlega sagt. Hugsanaríki
svipurinn á gáfulega andlitinu, sem bar svo ljós
merki um skarpan skilning, gerði hann að útliti
til eldri en hann var; hans rétti aldur var hér um
bil tuttugu og fimm ára. En það var hvorki að
þakka tígulega vextinum né fallega andlitinu hve
vel hann kom sér; það var sökum hinnar aðlaðandi
framkomu hans. Rólegur, eðallyndur og göfugur
í framkomu og hugsun, var hann jafnframt hrein-
skilinn og frjáls í tali, þessi aðlaðandi ftúrteisi gegn
öðrum, sem er aðalskilyrðið fyrir hylli annara, og
sem engin getur brugðið á sig, nema hann sé eig-
andi hennar.
Getur lesandinn gizkað á hver hann var? Við
höfum séð hann áður. pað var hinn bráðlyndi pilt-
ur fyr á árum, Friðrik Grey. En Friðrik Grey,
sem nú var fullþroskaður.
Breytingin á kringumstæðum Stephen Greys
voru undrunarverðar. Að mifcsta kosti litu þær
svo út, ef þær hefðu ekki smátt og smátt farið
batnandi. Eitt skrefið leiddi fljótt og eðlilega til
annars. Fyrir tæpum átta árum síðan var hann
blátt áfram starfandi læknir í South Wennock,
hinn látlausi sali sinna eigin lyfja, og nú var hann .
Sir Stephen Grey, barún, og einn af hinum kon-
unglegu læknum.
Markverð hækkun mun lesandinn máske
segja. pað var hún í sannleika líka. En hækkun-
in átti sér stað hægt og smátt og smátt. Staða
hans í London varð stefnumunurinn á lífsleið hans
og hún fór vaxandi smátt og smátt á komandi ár-
um. Störfin við læknishjálp komu fyrst streym-
andi til hans með miklum hraða, svo náði hann
nafnbót; hve áríðandi það er fyrir lækni, einkum
í London, geta þeir sagt okkur; þar næst var hann
valinn til að lækna konungborna persónu, og drotn-
ingin gerði hann að aðalsmanni, og nú, fyrir hér
um bil ári síðan, var aðalsbréf hans sem barún,
fullkomnað fyrir Stehen Grey og erfingja hans um
allan ókominn tíma. pað var naumast nokkur ann-
ar læknir í höfuðborginni, sem var jafn kunnur
og í eins miklu afhaldi og Stephen Grey, áreiðan-
lega enginn, sem náði jafnmikilli virðingu eins
fljótt.
Friðrik var eins og lesandinn veit, alinn upp
til að gegna sömu stöðu og faðir hans. Hann átti
brátt að ná því takmarki að verða Dr. M. Hið
læknisvísindalega nám hans hindraðist við það, að
þegar Sir Stephen Grey fann að hepni hans og
fjármunir fóru vaxandi, áleit hann það réttast að
útvega syni sínum margbreyttari og æðri mentun,
og sendi því Friðrik til að stunda nám við Oxford
háskólann. pað var því engin furða þó ungu stúlk-
umar flyktu sér í kringum hann við Seaford laug-
arnar — erfingjann að tignarnafninu barún og að
miklum auð — því Sir Stephen græddi á tá og
fingri og safnaði miklum auð. Sé þar við bætt
hans eigin persónulegu hæfileikum, hans göfuga
karaktér, hans aðlaðandi framkomu — alt þetta
sameinað hjá sama manni, er sannarlega lofsvert.
Lafði Grey, sem ekki var heiisusterkari en
hún hafði áður verið, var ásamt syni sínum kornin
til Seaford, til að njóta sjávarloftsins. pau voru
búin að vera þar í fjórtán daga, og Friðrik hafði
eins og áður er bent á, vakið allmikla eftirtekt á
sér, þótt hann hafi naumast sjálfur sózt eftir því.
Hann gékk hægt til hinna lipru ungu meyja,
nú breyttust þær allar. Breytingin frá kæru-
leysi til mikils áhuga, sem nærvera slíks manns
er áreiðanlega vön að framleiða. pað hefir máskc
engin af þessum ungu meyjum, sem þarna voru,
getað annað en glaðst yfir því, að vera hans út-
valda, að sumu leyti sökum hans eigin hæfileika,
og að sumu leyti sökum framtíðarútlits hans.
Hann tók í hendi snmra þeirra, talaði við aðr-
ar; hann hafði þægilegt augnatillit og orð handa
þeim öllum, en það hepnaðist Helen Vaughan, að
fá að tala mest við hann, eins og oft var tilfellíð.
Hann hugsaði enn ekkert um framkomu hennar;
því hann var vanur við hylli ungra kvenna. Honum
kom ekki til hugar, að hún hefði neina sérstaka
ástæðu til þess; hann hafði alls enga hugmynd um,
að hún leyfði sér að vera honum mjög vinveitt.
“Hvernig líður lafði Grey?” hrópaði Fanny
Darlington. *
“pökk fyrir”, svaraði hann, “henni líður ekki
vel í dag. Eg bað hana að hugsa ekki um að koma
ofan að fjörunni í dag”.
“pað er leiðinlegt”, svaraði ungfrú Vaughan.
“pað er sorglegt að hún skuli vera veik, og það er
ieiðinlegt fyrir sjálfa mig”, bætti hún við með töfr-
andi brosi. “pér sjáið eflaust hvaða starf eg hefi
með höndum, hr. Grey?”
“pað lítur út fyrir að vera mjög flókið starf”,
svaraði hann hlæjandi, um leið og hann leit á hina
einkennilegu samsetningu þráðanna, sem hún
sýndi honum.
“Eg get ekki haldið áfram með það, skal eg
segja yður. Eg vinn við það eftir tilsögn lafði
Greys, og veit ekki hvar eg á nú að byrja. Ef eg
vissi ekki, að mamma vill ómögulega að eg gangi
einmana eftir götunum, þá skyldi eg fara beina leið
til heimilis yðar og fá tilsögn hjá lafði Grey. Er
hún nógu hraust til að taka á móti vinum?” bætti
unga stúlkan við fljótlega.
“Já, hún getur það”.
“pá held eg að eg verði aðfara til hennar.
pað er svo leiðinlegt að verða að hætta á vissum
stað. Auk þess verð eg að keppast yið; þetta á að
vera brúðargjöf’”.
“Eg get sagt yður hvernig þér eigið að halda
áfram með þetta, ef þér viljið þiggja tilsögn mína”
sagði Augusta Lake. “pað er alls engin nauðsyn
til þess að þér farið að ómaka lafði Grey”.
Helen Vaughan hristi höfuðið efandi. “En ef
þér skylduð nú veita mér ranga tilsögn, og eg
mætti rekja það upp aftur? Nei, eg vil heldur trúa
dafði Grey fyrir að segja mér til, þar eð hún hefir
gert það frá byrjun. Væri það að gera henni of
mikið ómak, hr. Grey?” bætti hún við og let á hann
fallegu augunum sínum.
“pvert á móti, eg held það gleðji móður mína
að sjá yður”, svaraði hann. “Á þessum einmana-
legu stundum, þegar hún er bundin við legubekk-
inn, er henni oft skemtun að því að sjá gesti”.
Helen Vaughan stóð upp, en hún hreyfði sig
ekki úr stað; hún stóð kyr og virtist hugsandi.
“Eg veit naumast hvað eg á að gera; mömmu
líkar ekki að við göngum einar um göturnar”.
. Augusta Lake brosti háðslega, og hún gerði
, sér ekkert ómak til að leyna því.
“Viljið þér þiggja fylgd mína?” spurði mað-
urinn ungfrú Vaughan. Gat hann sagt nokkuð
minna?
“4. eg er yður mjög þakklát”, sagði Helen með
blóðrjóðar kinnar. “En mér þykir leitt að verða að
gera yður ómak, hr. Grey”. ‘
Hann var að eins búin að stíga eitt eða tvö
skref við hlið hennar, þegar hann var stöðvaður.
LítiII fölur piltur var komin til þeirra og togaði í
treyjuna hans að aftanverðu. Hann var klæddur
í brúnan fatnað úr fallegu Hpllensku lérefti, og um
stráhattinn hans var fest mjóu gulu bandi. pað
sást ekkert á barninu, sem benti á stöðu hans eða
stétt; klæðnaður hans var jafn viðeigandi fyrir
drengi af borgaraættum, og fyrir son hennar há-
tignar drotningarinnar.
“Halló, Frank! Hvaðan kemur þú hlaup-
andi?”
“Mamma er hérna. Hún sagði að eg mætti
fara til yðar”.
“Hvaða barn er þetta, hr. Grey?” var spurt
með ákafa miklum; því hinar spjallandi ungu
stúlkur sáu, að þetta var sami drengurinn og þær
höfðu verið að tala um nýlega.
Hr. Grey tók drenginn og setti hann upp á
öxl sína.
“Segðu hver þú ert, Frank”.
En Frank þóknaðist ekki að tala; hann var
dálítið feiminn. Annari hendinni lagði hann um
háls Friðriks Grey, en fingrunum á hinni stakk
hann upp í sig. v
“Barnið var hér í gær með svörtum þjón”,
sagði ungfrú Lake, “en —”
“pað var Pompey”, sagði drengurinn, sem nú
vogaði að tala. “Viljið þér gera svo vel og setja
mig niður, hr. Grey; mig langar til að sækja skófl-
una mína”.
“Hana þá”, svaraði hann, um leið og hann 1 éf
hann niður á jörðina aftur. “En Frank, eg
skammast mín yfir þér, að þú skulir ekki segja
nafn þitt, þegar þú ert spurður að því!”
“pað er Frank”, sagði drengurinn, um leið og
hann hljóp burtu.
“Hver er hann, þessi drengur, hr. Grey?”
“Lávarður Oakburn”.
“Lávarður Oakbum! Ungi jarlinn af Oak-
burn, sem fædddist þegar faðir hans dó?”
“Einmitt”, sagði hr. Grey. “Hann er nokkuð
veikbygður drengur, og lafði Oakburn hefiij komið
með hann hingað til þess, að hann gæti laugað sig
í sjónum mánaðartíma.
“pað hefir þá liklega verið móðir hans, sem
þér voruð svo alúðlegur við í gærkveldi?” sagði
Augusta Laké. “Og unga stúlkan, hver er hún?”
, “Mjög elskuverð stúlka, alveg hrífandi að út-
liti”, sagði Fanny Darlington lymskulega, um leið
og hún gaut homauga til ungfrú Vaughan. “Hver
er hún ?”
“Systir hans, lafði Lucy Chesney”.
“Eru þau yðar sjúklingar, hr. Grey?” spurði
Helen Vaughan kuldalega.
“Sir Stephens, ekki mínir”, saraði hann hlæj-
andi.
“pað er satt, hr. Grey, eg hélt að þér ættuð
von á Sir Stephen hingað síðasta sunnudag”.
“Við væntum hans síðasta laugard^g, en hann
gat ekki komið. Hann kemur líklega á laugar-
,daginn, ef hann verður ekki fyrir nýjum hindr-
unum”.
Litli lávarðurinn kom aftur hlaupandi til hans
með skófluna 1 hendi sinni.
“Hr. Grey, Lucy beiddi mig að segja yður, að
við hefðum fengið fregnir frá höfuðborginni”.
“Er Lucy hérna?” sagði hr. Grey skyndilega,
um leið og hann sneri við. “Hún sagði mér, að
hún —”
Orðjn heyrðust ekki lengur, því hann var
farinn af stað og gleymdi ungfrú Vaughan. í nokk-
urri fjarlægð stóð tíguleg ung stúlka af meðalhæð
Nmeð indislegum limaburði, yfirburða smágerða og
fallega andlitsdi-ætti, skæran, gagnsæan litarhátt
og klædd í nett og fögur netludúksföt, hún dró
myndir í sandinum með sólhlífinni sinni. pað
var Lucy Chesney, litla stúlkan með stuttu kjólana
sem við þektum áður, hún var nú orðin yndisleg,
ung stúlka, nítján ára gömul. Roðinn á kinnum
hennar óx sjáanlega allmikið þegar Friðrik nálg-
aðist hana, svo mikið, að hann hefði getað sagt frá
sögu, ef nokkur hefði verið í nánd til að lesa hana.
Ungfrú Vaughan horfði á þau 4 fjarlægð með
þverrandi vonum og fölvar varir, ef hún hefði
nokkru sinni séð gagnhverfa ást, þá áleit hún sig
sjá hana nú.
Ungfrú Vaughan missýndist ekki. Ástin var
fyrir löngu síðan lifnuð hjá Friðrik Grey og Lucy
Chesney, þau elskuðu hvort annað innilega. pegar
lafði Jana mælti með Stephen Grey, sem lækni, við
greifainnu Oakburn og hún þáði aðstoð hans —
enda þótt við ættum í raun og veru að þakka Judith
fyrir það — leiddi það til persónulegrar hylli og
vináttu á milli fjölskyldanna, sem fór vaxandi en
ekki minkandi með árunum. Lafði Oakburn, sem
var fátæk í samanburði við hina tignu stöðu sína,
gaf sig Mtið við félagslífinu og lifði út af fyrir sig
í Portland Place, aðallega starfandi við það að
menta og manna Lucy og ala upp son júnn, hún
var meira hneigð fyrir að aðhyllast kyrláta vin-
áttu en gleði og glaum hefðarfólksins. Dálítinn
þátt tóku þær nú í félagslífinu, þegar Lucy var
ekki heima — hún hafði verið kynt ýmsum hópum
félagslífsins síðasta vor — en allur heimsins
glaumur og gleði gat ekki kastað neinum skugga
á hina löngu, rótgrónu vináttu milli fjölskyldanna,
Greys og hennar. Vinátta þessi bar sína ávexti;
því ást Lucy var fyrir löngu gefin hinum imga,
aðlaðandi manni, sem nú laut niður að henni til að
hvísla blíðmælum sínum.
Læknarnir hafa sína hleypidóma viðvíkjandi
ýmsum laugastöðvum, sumir mæla með þessum,
aðrir með hinum. Uppáhaldslaugar Sir Stephens
voru Seaford. Kona hans heimsótti þær vanalega
einu sinni á ári, með fáum orðum sagt, Sir Stephen
mælti með þeim við alla sjúklinga sína, einkum við
þá, sem höfðu fremur ímyndaða en verulega veiki.
pað var hann, sem fyrir tæpum tíu dögum síðan
hafði sagt við lafði Oakbum: “Farið þér með
drenginn til Seaford”. Drengurinn, hinn ungi
Frank, var að eins lítið eitt veiklulegur, en móðir
hans var samt sem áður mjög kvíðandi. Dreng-
urinn hafði sterka líkamsbyggingu, eins og faðir’
hans, en hin dökku, fögru augu og góðu heilbrigðu
skynsemi, hafði hann erft frá móður sinni. “pað
er engin ástæða til að bera kvíðboga fyrir honum”,
var Sir Stephen vanur að segja; “hann verður
hraustur maður með tímanum”. En lafði Oakbum
var óróleg í þessu tilliti, og þá ráðlagði Sir Stephen
henni að fara með drenginn til Seaford, þó hann
hefði enga hugmynd um, að þessi ráðlegging
myndi vera sérlega kær syni hans og Lucy Ches-
ney. Lafði Oakbura kom heldur ekki slíkt til
hugar, því þau sáu ekki þann samdrátt, sem átti
sér stað rétt hjá augum þeirra.
Friðrik Grey gekk til Lucy og rétti henni
hendi sína, og kinnar hennar höfðu þehna indæla
hárauða lit, þegar hann laut niður að henni og
hvíslaði orðum' sínum að henni. pað voru samt
almenn orð, og það var engin nauðsyn fyrir hana
að roðna, né fyrir hann að vera svo blíður og lág-
róma. pað var enn ekki komið svo langt með ást
þeirra, að búið væri að opinbera hana.
Areiðanlegustu Eidspíturnar í heimi
og um leið þær ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506”
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRAbTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspítur á markaðinum.
Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
l.OÐSKIXX Bændur, Veiðimeunn og Verslunnrmenn LOÐSKIXN
A. & E. PIERCE & CO.
(Mestti skinnakaiipmenn í Canada)
213 PACIFIC AVENDE..............WIXXIPEG, MAN.
Hæsta verð borgað íyrir Gærur Húðir, Seneca rætur.
SEXDIÐ OSS SKINNAVÖRU YBAR.
LATID OSS SUTA
SKINNIN YDAR
Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð
VÉR erum þaulvanir sútarar.
AHÖLD vor skara fram úr allra annara.
VERK vort er unnið af æfðum mönnum.
VÉR höfum einn hinn bezta sútara I Canada.
VÉR sútum húðir og skinn, með hári og &n hárs, gerum þau mjúk.
slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvaS sem menn vilja.
VÉR spörum ySur peninga.
VÉR sútum eigi leCur I aktýgi.
VÉR borgum hæsta verC fyrir húSir, gærur, ull og mör.
SKRIFIÐ OSS BEINA LEIÐ EFTIR VERÐSKRÁ.
W. BOURKE & CO.
505 Pacific Ave., Brandon
Meðmæli:
Dominion Bank
■"illl
I KOMIÐ MEÐ RJÓMANN YÐAR ■
I -------------------------------------------1
* Vér borgum hæsta verð í peningum út í hönd fyrir J
allskonar rjóma, nýjan og súran Peningaávísanir sendai 1
fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust 1
3 skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union J
1 Bank of Canada.
■
^ — ... '■ ■ ■ ■■ ■■ ■ ... I IX.
■ Manitoba Creamery /Co., Ltd., 509 William Ave.
Hogir.’.U11 LODSKINN
Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hæsta verði fyrir ull og loðskirn.skrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
Hötundur Njálu.
[5]
Er í Skál hjá Ormi var
eitt sinn tíginn gestur;
— gulli málið skíru §kar —
skráði’ af Njáli sögu þar.
Varð að flýja fé og völd,
frændaríki ofsóttur.
\Urðu skýjum — skúra köld —
^kugguð því og döpur kvöld.
Heldur fárra vina var,
varð umskarað gengi.
Ýfðu um blárra brodda far
beiskjur sárrar nauðleitar.
Hrjáður skjól og hylli fann
að höfuðbóli glæstur.
Friðar sól upp fögur rann,
um frægðarstóllinn geislum brann.
Ýmsan nýjan fróðleik fá
fýsti’ í lýstum ranni.
Ljósin hlýju leifra um brá,
lyfta skýjadrögum frá.
Brýtur spjall á bókfell þönd
í blað við stað í sögu,
þar brandur gall við blárri rönd
Brjáns að fálli og sigri hönd.
Héðan mnnin alda er
æðum fræði strauma,
á letragrunni’ er lyftir sér,
við ljós er brunnu og glæddust hér.
Ár þrjátíu tjáð og sex
töldust öld þrettándu,
í geisla týgjum guðdómlegs
grein er ný á stofni vex.
M. S.