Lögberg - 30.05.1918, Síða 4

Lögberg - 30.05.1918, Síða 4
r / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAÍ 1918 pgberg Gefið út hvern Fimtudag af The Cel- umbia Prets, Ltd.J|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GAKRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE S01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Man. VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um áriS. •^^27 luiiiiyiiiiHiiiiiiiiiiiiiiuHiiuiiiiJiuiiniiiffliiiiiHiiniiiuniiimiiinimiiinimuunmimniiiinunanHminiit N of ður-Manitoba. Árið 1896, þegar sögumar af hinu gull- auðuga Youkon héraði bárust út um heiminn, þyrptust menn í tugum þúsunda til gull-lands- ins; því þá, eins ög nú, vildu allir menn verða ríkir. Þeir fóru yfir fjöll og fyrnindi þúsundir mílna, til þess að ná til landsins, þar sem gullið lá í hrúgum í jörðinni, og þó þetta ferðalag hafi verið mörgum erfiðleikum bundið, þ4 samt hafði það margt til síns ágætis. Náttúran stór- kostleg og tignarleg, dró hugi ferðamannsins að sér. Erfiðleikarnir og torfærurnar stæltu hann, og gullvonin lokkaði hann æ lengra og lengra inn í landið ókunna. En nú þurfa menn ekki að fara lengur til Youkon. Nú höfum vér Manitobamenn töfra- landið heima hjá okkur. Norðurhluti Manitoba er slíkt töfraland—land æfintýramannsins, sem þorir að kanna og reyna. Auðlegð Norður Manitoba er meiri en nokkum mann hefir enn dreymt um. Og vitum vér þá nokkuð um auð- legðina þar? Vér vitum um greniskógana víð- áttumiklu, um vötnin fiskisælu, sem enginn hef- ir enn talið, um dýrin í miljónatali, sem þar hafa lifað óáreitt öld eftir öld. Vér vitum að þar eru málmæðar í jörðu, sem eru mjög auð- sælar. En vér vitum ekki hve víða þær liggja, né heldur hefir nokkurn dreymt um þann auð, sem náttúran geymir þar í skauti sínu, og sem verða mun íbúum þessa fylkis til ómetanlegrar blessunar á komandi árum. Síðan vér komum til þessa lands, sem nú er meir en fjórðungur aldar, höfum vér með ánægju veitt því eftirtekt, að þegar ræða hefir verið um tækifæri til þess að bjarga sér, þá hefir aldrei á Islendingum staðið. Erfiðleik- amir hafa þeim aldrei vaxið í augum svo, að karlmenskan hafi ekki mátt sín betur. Og á meðan svo er ástatt vor á meðal, eru það ljós merki þess, að enn er eftir hinn íslenzki kjarni, sem óblíð náttúra og ýmsir erfiðleikar höfðu treyst og búið svo vel um og sem alt frá land- námstíð íslands hefir verið einkenni þjóðar vorrar. 1 norður Manitoba eru meiri tækifæri held- ur en þekst hafa í þessu landi áður, til þess að auðgast að fé. Og þó, að því er vér bezt vitum, hafa Islendingar mjög lítið sint því. Nokkrir íslendingar hafa þó stundað fiski- veiðar þar norður og hefir það gefist heldur vel. Við dýraveiðar eru íslendingar ekki vanir, en þær em og hafa verið arðvænlegar þar um slóðir. Ekki hafa þeir heldur fengist við að leita að málmum, þó að það sé að líkindum aðal- auðsuppsprettan þar. Má vera, að það komi til af því, að í þeirri grein era íslendingar fákunn- andi. En í rauninni er það engin afsökun, því vér þekkjum ekkert það, sem Islendingar geta ekki lært, ef þeir vilja. Og satt að segja finst oss að vér ættum að stuðla að því, að íslenzkir málmleitarmenn færa norður í óbygðir Mani- toba-fylkis, og það áður en búið er að velja úr allar auðugustu námumar. Og í öðra lagi er Hudsons flóinn sem, þeg, &r jámbrautin er fullgjörð, verður að eins um 700 mílur enskar frá Winnipeg, og því meir en belmingi nær en nokkur annar hafnstaður. Getur því engin sjávarútgerð kept um fiski- markað í Winnipeg, eða í mið Canada og Bandaríkjunum, við Hudsonsflóa útgerðimar, þar sem flóinn, sem er 450 enskar mílur á lengd og 100 mílur til jafnaðar á breidd er fullur af fiski, mest af þorski og laxi, og öðram verðmæt- um fiskitegundum. Er því auðvelt að sjá, hve þýðingarmilcill atvinnuvegur fiskiveiðaraar við flóann hljóta að verða. Og þar ættu lslending- ar sannarlega ekki að eins að standa annara þjóða mönnum jafnfætis, heldur ættu þeir að skara fram úr. En til þess að slíkt megi verða, þurfa þeir að taka sig í vakt, áður en þeir era orðnir of seinir. Mundi ekki vera yit í því fyrir oss íslend- inga, að mynda fiskifélag, til þess að stunda fiskiveiðar við Hudsons flóann, og vera þar til- búnir, þegar að flutningar með Hudsons Bay brautinni nýju byrja, og líka námafélag, sem legði sinn skerf til þess að framleiða gullið úr grjótinu í norður Manitoba? Stríðið og afleiðingar þess. Svo heitir bók ein nýkomin, eftir Sir Oliver Lodge, forseta Birmingham háskólans á Eng- landi. Þar er komist svo að orði, meðal ann- ars: “Heimspekin þýzka fyrri á áram, með Kant sem leiðtoga, stefndi að takmarki full- komnunar og fagurra hugsjóna. En hún hefir gjörsamlega breytt stefnu ^inni og snúið sér í efnishyggju áttina. Og hefir ekki þjóðin að eins gjört uppreist á þennan hátt á móti heim- spskis kenningunum, heldur og á móti kristin- dóminum. Stríð þetta er stríð á milli tveggja stefna. Á milli tveggja stjórnarfarslegra hugsjóna. Hugsjón Breta, alþjóðasamband og samtök —þeirra sterku jafnt sem hinna veiku, þar sem þeir í sameiningu og hver út af fyrir sig, leggja sinn skerf til framþróunar og fullkomnunar heildinni. Hins vegar hin Prússneska stjórnar- farslega hugsjón um eitt voldugt ríki, sem öll- um hinum sé meira og sterkara—ríki svo sterkt, að það geti með valdi gjört öll hin sér skatt- skyld, og neytt alla aðra til þess að lúta mentun sinni og menning. Sterkt og ákveðið einveldi, sem réði allri Evrópu, ekki með vilja og sam- þykki fólksins, heldur þrátt \ fyrir mótspyrnu þess. Stjórn sem væri svo sterk, að hún gæti troðið undir fótum sér, og sundur marið alla mótspyrnu og eyðilagt alt frelsi, nema frelsið til þess að gjöra eins og þér er sagt—setja vald- boðið í stað frelsisins”. Bók þessi var rituð 1915. En í þessari nýju amerísku útgáfu minnist hann á þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu, og kallar hana einn af merkilegustu viðburðum mannkynssögunnar. — “Vinar höndin yfir hafið”, “byrjun á sam- vinnu og samtökum á milli hinna enskumælandi þ jóða ’ ’. TJm hugsunarhátt miðveldanna segir hann: “Prússar hafa orðið þýzkurum yfirsterk- ari, vegna þess, að heimshyggjan hefir komist þar á hærra stig, en hjá nokkurri annari þjóð. Frakkar og Englendingar hafa að sjálfsögðu verið veraldlega sinnaðir, en vér höfum aldrei gengið svo langt að gleyma því að guð væri til. Það hafa Prússar gert, eða ef þeir hafa hugsað um annan heim, þá hefir hann verið nákvæm- lega sá sami og heimur sá, er þeir nú lifa í. Nema hvað hann mundi vera miklu vinveittari Prússum heldur en sá hinn harðsnúni, sem þeir nú eiga í höggi við”. Um hina þýzku menningu (kulture), segir Sir Oliver: ‘ ‘ Orðið kulture getur þýtt alt milli himins og jarðar nema menning (culture), því sanna meining þess orðs virða Prússar að vettugi. Þeir fyrirlíta hana, en það sem henni er mótstætt, sem er hroki og yfirgangsfullur ófriður, það er þeim ekki einasta velþóknanlegt, heldur líka fullkomnunar hugsjón þeirra.” Svo heldur höfundurinn áfram á þessa leið: “Hervaldið prússneska verður að yfirbug- ast. Yfirráð Prússa á Þýzkalandi og prúss- neski hugsunarhátturinn, eins og hann hefir hertekið Austurríki og Rússland og læst sig út á maðal annara þjóða, verður að deyja. Heimurinn hefir of lengi liðið fyrir hroka og stærilæti þessarar þjóðar. Prússar hafa verið Þjóðverjum hættulegir og til bölvunar, eins og þeir eru nú öllum heimi. Sambandið á milli prússa og Þýzkara hefir verið meira í orði en á borði, þar til nú, að hið raunalega ástand virðist hafa hert böndin, en það er að eins fyr- irboði þess að þau irnian skamms munu bresta. - Við veginn. Það er ekki ósjaldan, þegar verið er að tala um afkomu þessa eða hins mannsins, að maður heyrir menn segja: ‘ ‘ Hann er á rangri hyllu í lífinu”. Þegar manninum gengur illa að koma sér áfram eða er sérlega óánægður með sitt hlutskifti í lífinu, vill hann oft sjálfur koma fólki til þess að trúa því að hann sé á rangri hyllu, og geti þfess vegna ekki notið sín. Annars er það víst mikill fjöldi fólks, sem líður illa sökum þess, að því finst að það sé á rangri hyllu. En sannleikurinn er sá, að þessi hyllu-hugtaynd hefir ekkert við að styðjast, er að eins síðustu ieífamar af hinni æfa gömlu forlaga trú. Menn era á engri annari hyllu í lífinu en þeirri, er þeir sjálfir skapa sér, með sínum eigin hugsjónum og viljaþreki. En hvemig.8tendur þá á því, að svo margir af samferðamönnunum virðast eiga svo erfitt uppdráttar í lífinu, frá því fyrsta að þeir muna eftir sér og alt til þessa dags, að tækifæri lífs- ins virðast hafa flúið þá? Margoft komu þeir auga á þau, en gátu aldrei fest hönd á þeim. En aftur virðast þau velta upp í höndurnar á öðram. Menn segja að sumir menn séu óhepnir, en aðrir hepnir. Slíkt er villukenning, nema að því leyti, sem böm kunna að taka lesti í arf frá foreldram sínum, og eiga að því leyti erfiðara aðstöðu í lífinu. Það leggja allir menn upp frá sama áfanga- stað, en svo er nú oft minna sameiginlegt með mönnum eftir það; nema, að þeir lenda all- ir saman í sama náttstað. Margur maðurinn leggur úr áfangastað sínum og út á lífsins leið, með fríðu föraneyti,— með peninga, mentun frændur og vini —, en föruneytið varð að engu, frændumir og vinim- ir fóru með því, og hann stóð einn uppi — hann var frækorn, sem hafði fallið í hinn grýtta jarð- veg mannlífsins, og sem var fótum troðið. Ekki af því, að hann hefði verið ver gefinn heldur en aðrir. Ekki af því, að tækifæri lífsins væru ekki eins opin fyrir honum sem öðrum, heldur var það af því, að hann vissi aldrei hvert hann var að fara. Og slíkur maður getur haldið áfram til heimsenda, en hann kemst aldrei að neinu marki. Og hvernig stendur á því, á hinn bóginn, að fátækir og umkomulausir drengir hafa rutt sér braut, til vegs og valda í heiminum, sem þó virtust hafa til þess miklu minni skilyrði heldur en sumir þeirra manna, sem lentu í hópi þeirra, sem fyrri eru taldir. Það stendur svo á því, að þeir vissu hvert þeir fóru. Þeir stefndu frá byrjun á eitthvað — á eitthvert takmark, og beittu öllú sínu viljaþreki til þess að ná því. Ef til vill komust þeir ekki alla leið, en þeir létu ekkert glepja sig frá ætlunarverkinu—frá æfi- starfinu. Með óskiftum kröftum og einlægum \ilja sóttu þeir fram, og á þann hátt einan gátu þeir yfirstigið torfærurnar og rutt sér braut, áleiðis að hinu setta marki—marki karlmensku og manndóms. Þetta eru máttarviðir hvers einasta mann- félags. Án þeirra kæmist alt á ringulreið. Fest- an í hugsunum, áformum og framkvæmdum er sá grundvöllur, sem einn er varanlegur, og án hennar væri lífið andleg lausamenska—vonlaus veröld. Vestur-lslendingar, að því þurfum vér al- varlega að gá, að lenda ekki út á þá glapstigu. Burt, burt með þá. Frá hafi til hafs, yfir þvert og endilangt þetta land, hafa leiðandi menn þessarar þjóðar skorað á menn hinnar canadisku þjóðar að verja sóma og heiður íbúa landsins, og er það rétt og drengilegt af þeim, og skylda hinna. Frá vígstöðvunum koma sögurnar um það, , hvemig Canada hermennirnir hafa hvað eftir annað stemt stigu fyrir f jandmönnunum. Hvert dagblað, sem vér tökum oss í hönd, segir oss frá svo og svo mörgum, sem hafa látið lífið í þess- ari viðureign, — látið lífið, til þess að vér mætt- um vera óhultir og að oss gæti liðið vel. Og í stórum hópum koma þeir nú frá vígstöðvunum limlestir, bæklaðir og þjakaðir á margan hátt — þeir létu ekki lífið fyrir oss, en þeir létu limi sína, höndur sínar og fætur, tækifærin sín öll, til þess að lifa og njóta lífsins á þann hátt, sem vonglaðir og hraustir menn þrá að njóta þess. Munum vér, sem heima erum, nokkurn tíma geta metið til fulls það, sem þessir menn hafa lagt í sölurnar fyrir oss? Munum vér nokkurn tíma geta endurgoldið þeim það, eins og vera ber? Mundi það ekki vera hrópleg synd, að vilja ekki við þá kannast eða nokkuð með þá hafa, er þeir koma til baka? Eftirfylgjandi er tekið úr blaðinu “The Veteran”: “Fólkið í Ottawa var svo hugulsamt, að ákveða við síðustu bæjarstjórnarkosningar, að til síðu skyldi setja $40,000, til þess að kaupa fyrir heimili handa heimkomnum hermönnum þar í höfuðstaðnum. Síðar bað Hermannafé- lagið bæjarstjórnina í Ottawa um að kaupa heimilið. Eftir að hún hafði leitað fyrir sér, komst hún að niðurstöðu um að kaupa eign eina, sem Fauquier eign nefnist, og er hún í þeim stað borgarinnar, sem hið svo kallaða heldra fólk býr. Maðurinn sem þessa eign á, býr í Los Angeles, og þegar hann vissi í hvaða skyni kaupin voru gjörð, sló hann all-mikið af verði eignarinnar og ákvað að ýmsir munir skyldu fyigja- En þegar bæjarstjórnin í Ottawa ætlaði að fara að fullgjöra þessi kaup, risu þeir upp, sem búsettir era á þessu svæði og kváðu slíkt óhæfu, að slíkir menn gjörðust nábúar þeirra. Með því mundi verðmæti eigna þeirra falla, heimasæt- ur og heimilisfólk þeirra yrði ekki óhttlt, síð- ferðislífið í þeim parti bæjarins eyðilagt. Og eiginlega að alt mundi af göflum ganga, ef að þessir menn, sem höfðu lagt líf sitt í sölumar fyrir þá, hugsuðu sér að eignast framtíðar heimili á meðal þeirra. Fyrst virtist, sem bæjarstjómin ætlaði að taka mótbárur þessara manna til greina, en Hermannafélagið lét þá engan bilbug á sér finna og krafðist þess, að eignin væri keypt, og varð það ofan á. Mikil er þjóðræknin mannanna. Ein sönnunin enn. Á öðrum stað hér í blaðinu, er getið um síð- ustu fregniraar frá Finnlandi. Séu fregnirnar sannar, sem því miður mun eigi þurfa að draga í efa, þá era þær ennþá eitt harmsögudæmið upp á það, hvernig fer fyrir þjóðum þeim, er hinar þýzku hervalds klær ná tökum á. — Finnar, þessi gáfaða og harðsnúna þjóð, sem rænd var frelsi sínu af Rússum, og orðið hefir að þola allskon- ar ranglæti og hörmungar, virðist hafa látið ginnast af þýzkum hylliboðum um frelsi og full- veldi, gert við Þjóðverja verzlunar og f jármála- samband um 20 ár, og auk þess heitið þeim 100,000 hermönnum, ef á þyrfti að halda, til vamar gegn Rússum. Þetta tiltæki Finna er auðvitað frá einni plágu til annarar, því vart mun þýzki hnefinn reynast þeim mýkri en sá rússneski. Þjóðverjar þóttust líka hafa samið drengilegan frið við Rúmeniumenn, en sann- leikurinn er sá, að eftir þann samning er Rúmenia ómyndug, eins og Wilson Bandaríkja- forseti komst að orði. Þessar síðustu aðfarir Þjóðverja við Finna, eru eitt dæmið þess enn, að yfirgangur og rang- læti Þýzkarans, þekkir engin takmörk. THE DOMINION BANKl SIR EDMUND B. OSLBR, President. W. D. MATTHBWS, Vice-President. Hagsýni hjálpar tii að vinna stríðið. Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðitóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu..........$ 920,202 President ------ Capt. WM, ROBINSON Vioe-President - - JOllN STOVKIj Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIjF E. F. HCTCÍnNGS, A. McTAVISH CAMPBELL, GEO. FISHER Aliskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlC einstaklinga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittlr. Ávlsarilr seldar tll hvaBa staBar sera er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBsinnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagöar við á hverjum 6 mánuCum. T- E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ Winnipcg, Man. ajs Walters Ljósmyndastofa Yér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsími: Main 4725 Lunduriim heléi* 1 stríðum straumi, starfs og nautna flaumi, tíminn líður hratt sem hugur manns í draumi. En hylji nautna huldar sorgir byggja, harmasjóðir undir steinum liggja; hávaðarnir drekkja angurómi innra böls, í sterkum gleðihljómi. — Bíður, innst í hjartans helgidómi, horfins minning, þar til fer að skyggja. Er húmið hnígur hugur víða flýgur, harmur rís úr djxípi, en svefn á gleði sígur. Bergmál liðins lífs í muna hljóma — léttra daga brothljóð þungan óma; hroki stríðs í friðarbæn sig beygir; brosið frýs á vörum, tungan þegir. Lokast mannaveg^r, andixm eygir eldinn helga að f jallabaki ljóma. Sjá, draumsins helgu, hljóðu vé, sem himins auðlegð létu’ í té þeim ríka sem þeim snanða. Hér blómgast eilíf bjarkatré á bakka hafsins auða, er bjóða skugga, skjól og hlé í skúrum böls og nauða. — Drag skó af fótum, fall á kné við fómarlogann rauða! Þín fórn sé hrein — þitt hjartablóð, hvern hugans dýrsta menjasjóð legg fús á bjarta bálið. Sem andann hreinsar harmsins glóð og hylur sorann, prjálið, við eldinn mótast moluð ljóð — þar meitlast egg í stálið. Legg sál og hjarta í hvern þinn óð svo hljómi feðramálið. Rís upp, og streng við stokkinn heit, að standa fast í þinni sveit um lundinn helga, hljóða. Hver undrasýn, er augað leit, hvað andinn hafði að bjóða, hvað fagurt, göfugt veröld veit — alt vex um lundinn góða. 1 þessum helga, höfga reit er hæli allra þjóða. Bálsins bjarmi blikar yfir hvarmi, varminn alla strengi stillir skálds í barmi. Jafnt bylgjuhvísl sem hafrót harpan geymir, húmsins blæ og storm, í tónaheimi; • við himins dýrð sem jarðarbölið bitra bergmál hjartað gefur, strengir titra. — Þar sig gróðurskúrir söngsins sitra síðast andinn marki sínu gleymir. Sigurður Sigurðsson. Búnaðarrit 32. ár, 1. og 2. hefti. J7að virðist hafa verið nokkuð hljótt um það rit undanfarið. Stundum að vísu getið um það í blöðunum — mjög stuttlega þó. J7að hefir um æfina flutt margar merkilegar ritgerðir og svo gerir það enn. petta hefti flytur fyrst mynd af séra pórhalli er um langt skeið gegndi formannsstörfum Búnað- arfél. ísl. og er þar í fáum orðum lýst starfsemi hans í félagsins þarfir. pá er ritgjörð um slátt eftir Dr. Guðm. Finnbogascn próf, Er þar ýmislegt nefnt er að gagni mætti koma við það verk, og stungið er upp á að iðka slátt sem iþrótt, og að kapp- sláttur væri sýndur á íþrótta- mótum. Gæti það orðið tií hinna mestu ibóta, því sem kunnugt er á .ekki saman nema nafnið hver sláttumaðurinn er. pá ritar Dr. Helgi Jónsson grasafræðingur um sæþörunga. Ikiktorinn hefir sem kunnugt er fengist mikið við grasafræðis-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.