Lögberg - 30.05.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.05.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 417 * 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 30. MAl 1918 NUMER 22 Lieut. Magnús A. S. Breiðfjörð vinnur Military Cross. Samningar komnir á. Magnús er sonur Sigurðar Mkgnússonar Breiðf jörð og Krist bjargar Guðbrandsdóttur, sem búa skamt frá Churchbridge, Sask. Hann fór með fyrsta Canadiska sjálfboðáliðinu 1914, en er til Englands kom fékk hann stöðu sem Lieutinant í enska hernum og hefir verið með )?eim her síðan. Hann hefir verið í mörgum bardögum þessa stríðs, bæði við Hellusund, Afriku og á Frakklandi. Á Frakkiandi hefir hann verið síðan í marz 1917. Magnús var 3 vikur stöðugt í stóra slagnum í vor á Frakklandi og þá var það að hann vann sér inn Military Cross. Hann er í Machine Gun deildinni. BANDARIKIN Guðjón Abrahamson Valdimar Briem Abrahamson Foreldrar þeirra eru Friðrik Abrahamson frá Hlíðarhaga í Eyjafirði og Sigríður Árnadóttir frá Espihóli í sama héraði. pau fluttu til Canada árið 1887 og voru fyrst í Nýja íslandi, en fluttu þaðan til Pipestone-bygð- ar 1892 og hafa átt þar heima síðan. peir bræður eru hinir mestu at- gerfisanenn til sálar og líkama, 1 sem þeir eiga kyn til. Báðir eru bræður þessir fædd- ir í Pipestone-bygð og hafa átt þar heima að mestu leyti þangað til þeir innrituðust í Canada herinn. Guðjón, sá eldri, innritaðist í febrúar 1916 í 100 Grenadiers. Hann hefir vegna heilsulasleika ekki farið til vígstöðvanna á Frakklandi, en starfar á Eng- landi. Valdimar innritaðist í desem- ber 1917, fór til Englands í janú- ar og var þar um hríð, en er nú kominn til Fnakklands fyrir nokkrum vikum. — Allir hinir mörgu kunningjar og vinir þeirra bræðra óska þeim blessunar í hinum þýðingarmiklu störfum þeirra, og vænta þess innilega að sjá þá koma sigrandi af hólmi og heila á húfi að stríð- inu loknu. FRAKKLAND V estur-vígstöðvarnar Á mánudaginn hófu pjóðverj- ar ákafa árás á varnarvirki sam- bandsmanna í Frakklandi, eink- um þó á það svæði, er liggur með fram Aisne ánni, en á milli Vailly og Berry-Au-Bac, um tuttugu mílur á breidd. pjóðverjar voru miklu mannfleiri á þessum stöðv um og sóttu að Bretum og Frökkum af hinni mestu grimd og spöruðu lítt lið sitt. — “Free Press” segir í gærmorgun, að pjóðverjar þykist hafa tekið 15,000 fanga af liði samherja og all-marga bæi og smáþorp í á- hlaupi þessu. pessu mótmæla siðari fregnir, en viðurkenna að Pjóðverjar hafi unnið nokkuð á hér og þar, en hafi jafnframt orðið að fóma afskaplega miklu, fyrir svo að segja hvem þuml- ung lands, er þeir hafi fengið umráð yfir. Austur við Vailly, er sagt að pjóðverjar hafi komist lengst á- leiðis; telja sum blöðin, að á því svæði hafi þeir þokað áfram liði sínu, sem nemi átta mílum. í kringum Ypres og Montdider er einnig barist af kappi miklu, eiga pjóðverjar þar afli að etja við Ameríkumenn; fóru svo leik- ar þar, að þýzkarar urðu frá að hverfa með sinn hlut óbættan, en skildu eftir í höndum Amer- íkumanná yfir fjögur hundruð fanga og all-mikið af vopnaforða Frakkar og Bretar hófu gagn- sókn á öllum þeim svæðum, þar sem pjóðverjar höfðu unnið eitt- hvað á, og tóku aftur flestar landspildumar, er þeir urðu að láta af hendi í hinni fyrri árás Pjóðverja. Allra síðustu fregnir segja að sambandsþjóða herinn, standi eins og órjúfandi klettur, á öll- um bardagasvæðunum bæði í Frakklandi og Belgíu, og að fram gangi pjóðverja hafi hnekt verið að fullu í þetta sinn. Á aðfaranótt miðvikudagsins reyndu pjóðverjar að gera loft- flota árás á París, en komust lít- ið meira en hálfa leið, því Frakk- ar tóku karlmannlega á móti. — Mistu pjóðverjar í þeirri viður- eign 18 kxftför. CANADA Skipið “Hito” með 6,500 tonn af sykri frá Hawaiin eyjum er komið til Vancouver, er það part- ur af 25,000 tonnum, sem samið hefir verið um að Canada fái þaðan. pinginu slitið. Dominion þinginu var slitið kl. 2.30 á föstudagsmorguninn var (þann 24. þ. m.). ping þetta var talsvert afkastamikið og að sumu leyti einkennilegt og verð- ur minst á hinar helztu fram- kvæmdir þess í næsta blaði. Verkfall í Fort William. Yfir 300 menn er vinna við að afferma kolavagna í Fort Willi- am gerðu verkfall á mánudags- morguninn sökum óánægju með vinnulaun sín. Menn 'þessir fara fram á tíu centa hækkun um klukkustundina. Kolakaupmenn og járnbrautarfélögin í bænum, hafa setið á ráðstefnu til þess að reyna að jafna þessi mál, og er gengið út frá því, sem visu, að verkamenn fái kröfum sínum framgengt. Talað er um að Ottawa stjóm- in muni með lögum ákveða hvað árlegur gróði mylnufélaganna í Canada megi vera mikill, er það gert sökum þess hve feikimikið þessi félög hafa rakað saman af peningum, þrátt fyrir stríðs- skattinn sem á þau hefir verið lagður. Stjórnin hefir gert ráð fyrir að beinn hagnaður þessara félaga megi ekki fara fram úr 11% á innstæðufé þeirra, en að alt sem þar er yfir gangi til stjórnarinnar. Hreinn ágóði sumra þessara félaga síðastliðið ár var 25%. Innfluttir ávextir frá Banda- ríkjunum eru líklegir til þess að hækka að mun í verði, þó að þeir hafi sannarlega verið nógu dýrir áður. Ástæðan fyrir því er aðal- lega sú, að vöruflutningsgjald með jámbrautum Bandaríkjanna hefir verið hækkað um 25%. Samþykt hefir verið af um- sjónarmönnum járnbrauta í Bandaríkjunum, að hækka kaup allra verkamanna, sem við þær vinna og nemur sú hækkun frá 1—43%. Laun þeirra manna sem lægst eru verða hækkuð um 43% og svo niður í 1%. Alls nemur þessi launaviðbót verkamanna $300,000,000. Félag eitt í New York, sem heitir Lieder Korz og hefir 900 meðlimi, hefir nýlega samþykt þjóðhollustu y f i r 1 ý s i n g u til Bandaríkjanna, einnig var sam- þykt að breyta nafni félagsins og velja því amerískt nafn, og að hver sá maður, sem í orði eða verki sýnir sig óvinveittur hem- aðarstefnu Bandaríkjanna skyldi tafarlaust vera rekinn úr félag- inu. Hermálaritari Bandaríkjanna, Baker, hefir lýst því yfir að spá sín í síðastliðnum janúar, um það að Bandaríkin mundu hafa 500,000 hermenn á Frakklandi um þetta leyti, hafi ræzt, segir að þeir hafi ekki einasta þessa upphæð hermanna á Frakklandi heldur að mun fleiri. Herméla nefnd Bandaríkjanna hefir ákveðið að takmarka skuli innflutning togleðurs til Banda- ríkjanna við 100,000 tons, til þess að hægt sé að nota nokkuð af skipum þeim, er til þeirra flutn- inga hafa verið notuð í þarfir stríðsins. Vanalega hafa Banda- ríkjamenn flutt inn 157,000 tonn af togleðri á ári og samanlagt verð þeirrar framleiðslu í landinu hefir verið $800,000,000 á ári. pegnskyldu skírteini Frederick W. Wursterbarth fyrrum póst- meistara að Lakeview, N. J., hef- ir verið afturkallað af dómstól- um Bandaríkjanna, honum gefið að sök að hann hafi svarið falsk- an eið þegar að hann afsalaði sér þýzkum þegnréttindum, og gjörðist borgari Bandaríkjanna fyrir 35 árum síðan, Wurster- barth, hafði í orði\haldið taum pjóðverja. Senat Bandaríkjanna hefir samþykt að veita Wilson forseta ótakmarkað framkvæmdarvald í öllurfi málum, sem að stríðinu lúta, þetta gjörði ‘Senatið með ölhim atkvæðum gegn tveimur, og sýnir þetta bezt hve mikils trausts Wilson forseti nýtur hjá þjóð sinni. Póstur fluttur með loftförum í fyrsta sinn frá New York til Washington og Philadelphía 15. maí 1918. Fjögur loftför lögðu á stað frá Washington, þrjú þeirra komust alla leið á tiltekn- um tíma. Bréf frá New Ýork eru nú flutt með þessum loftför- um á 3 kl. og 20 mín. Spánn. Landf arsótt afar illkynj uð geysar á Spáni um þetta leyti, svo að til fullra vandræða horfir með iðnað og verzlunarrekstur þjóðarinnar. Er mælt að drep- sóttin hafi fyrst komið upp í sjóhernum og dreifst þaðan út á meðal manna. Alfonso konung- ur kvað hafa sýkst, eftir að hafa tekið á móti nokkrum sjóliðs- forjngjum í höll sinni; liggur konungur þungt haldinn. Enn fremur eru fjármálaráðgjafinn og forseti þingsins alvarlega veikir. ókunnugt er enn, hvers- konar plága þetta getur verið. Verkfallið sem staðið hefir yfir hér í bænum að undanfömu á milli bæjarstjórnarinnar og sumra af verkamönnum hennar, var til lykta leitt á laugardaginn var. Eftirfarandi eru samning- arnir, sem tókust á milli málsað- ilanna. Verkamenn bæjarins, sem verk fall hafa gjört, taki aftur til verka með því skilyrði að tillög- ur þær, sem hin sérstaka nefnd er bæjarstjórnin setti á fundi 13. þ. m. verði samþykt af báðum málsaðilum að undantekinni síð- ustu málsgreininni í tillögum þeirra er svo hljóðar: “pað sé skilningur hlutaðeig- enda aðJiéðan í frá tekur bæjar- stjórnin á móti tilkynningu verkamanna um breyting á kaup- samningum á milli sín og verka- manna sinna, ásamt ástæðum fyrir þeim breytingum, 60 dög- um áður en slíkir samningar falla úr gildi, og ef bæjarstjórnin get- ur ekki fallist á breytingarnar, skal hún og hlutaðeigandi verka- mannafélög kjósa sína þrjá mennina hvor. pessir menn taki svo það sém á milli ber til ítar- legrar athugunar, og komist að niðurstöðu fyrir 15. aríl, ef það ekki tekst, skal nefndin aðvara bæjarskrifarann, en á meðan slík rannsókn stendur yfir og þar til 1. maí 1919, má ekki gjöra verk- fall”. í staðinn fyrir þessa máls- grein, sem feld var í burtu, var sett: Verkamannafélögin framvísi til bæjarins reglugjörð sinni íyrir 1. marz 1919. Og undir eins og félögin hafa framvísað reglugjörðinni skal bæjarstjórn- in í sameiningu við umboðsmenn frá verkamannafélögunum í sam eining yfirfara reglugjörðina, og reyna að komast að samningum um þau efni sem á milli ber. Ef að samningar á milli þeirra hafa ekki tekist fyrir fyrsta apríl 919, skal málið vera lagt í gjörð- ardóm. f þeim dómi, eða nefnd, séu fimm menn, tveir af þeim séu nefndir af verkamannafélög- unum, og tveir af bæjarstjórn- inni, en fimti maðurinn, sem sé forseti nefndarinnar sé valinn, ef hægt er af nefndarmönnum, en ef þeir geta ekki komið sér sam- an um slíkann mann, þá skal hann vera yfirdómari fylkisins, eða sá er hann kann að setja í sinn stað. Bæjarstjómin og verkamanna- félögin skulu tilnefna sína menn fyrsta apríl, en fimti maður- inn, hvort það er yfirdómar- inn sjálfur, eða annar sem hann nefnir 3. apríl. Nefnd þessi rann- saki málið og reyni að jafna sak- irnar. og skal hún hafa lokið verki sínu 29. apríl 1919, en verkfall má ekki gjöra fyrir 1. maí 1919. pessi samningur, eftir að báð- ir málsaðiiar eru honum sam- þykkir skal innritast í reglu- gjörðina ár frá ári. pessi aðferð, sem hér að fram- an er tekin fram, skal ráða í öll- um þeim málum, sem misklíð kann að koma fram í, á milli bæjarstjómarinnar og verka- mannafélaganna, og má ekkert verkfaill gjöra á meðan á rann- sókn þeirra mála stendur, og skal þetta ákvæði einnig innritast í hina árlegu reglugjörð. í viðbót við það, sem að íraman er tekið fram hefir það orðið að áamkomulagi á milli beggja málsaðila, að innihald bréfs Mr. Murray’s til Doctors Paterson formanns gjörðanefnd- arinnar sé álitið að vera einn lið- urinn í þessum samningum, en það bréf hljóðar svo: pað er meining verkamanna- félaganna í Winnipeg, yfirleitt, að slökkviliðsmennimir ættu ekki að gjöra verkfall, eða að vera af þeim krafist að þeir legðu niður verk sitt, nema að sérstaklega brýn nauðsyn sé til þess. Bæjarstjómin krafðist að við þenna samning væri þessu bætt: Embættismenn slökkviliðsins skulu ekki vera meðlimir í neinu verkamannafélagi, og varð það að samningum. ,,The Canadian Lutheran Commission for Soldiers, and Sailors’ Welfare. Skýrt hefir verið frá því í “Sameiningunni, að á síðasta hausti var í Bandaríkjunum stofnað allsherjar bandalag lút- ersku kirkjufélaganna þar í landi til kristilegs líknarstarfs meðal hermanna Bandaríkjanna, heima og erlendis, á sjó og landi. Lítil- lega hefir og í blaðinu verið skýrt frá hinum mikla og dýr- mæta árangri þess starfs, sem lúterska kirkjan í Bandaríkjun- um hefir unnið og hlotið fyrir lof alþjóðar og sérstaka viðurkenn- ingu landstjórnarinnar. Er það til marks um það, hve vinsælt það starf er hjá alþýðu þar syðra, að þegar stjóm Bandalagsins bað lúterskt fólk í Bandaríkjunum, að skjóta saman fé til starfsins að upphæð 750,000 doll., þá kom saman á einni viku nærri hálf önnur miljón dollara. Fyrir milligöngu miðstjómar allsherjar sambandsins í New York, vorú forsetar lúterska kirkjufélaganna allra í Canada boðaðir á fund í Ottawa, 22. maí, með því augnamiði að stofna samskonar bandalag í Canada. Forsetar og fulltrúar allra deilda lútersku kirkjunnar í Canada mættu á fundinum og auk þeirra tveir menn úr stjóm Bandaríkja bandalagsins, og enn fremur framkvæmdarstjóri þess félags, Rev. J. O. A. Stube, sonur hins góðkunna formanns norsku kirki unnar í Ameríku. á allar herstöðvar í landinu, einkum spítala og stöðvar helm- kominna hermanna, og útvega, í samráði við Bandalagið, á hverjum stað þar búsettan lút- erskan prest til að annast um lúterska hermenn með sérstöku umboði frá stjórninni. Enn frem- ur hefir Bandalagið ákveðið að ráða nú þegar í sína þjónustu tvo menn, annan í Austur-Can- ada en hinn í Vestur-Canada, til þess að gefa sig að öllu leyti við þessu starfi, ferðast um, kynna sér ástand og þarfir og koma skipulagi á starfið. pað verður meðal annars í verkahring Bandalagsins, að safna nákvæmum skýrslum um lúterska menn í Canadahemum og sjá um, að hvar sem því verð- ur viðkomið, hafi þeir aðstoð sinnar eigin kirkju og eftirlit góðra manna. Reynt verður að koma þeim í* kynni við gott fólk og greiða þeim aðgang að góðum heimilum. peir eru víða aðkoimn- ir og öllum þar sem þeir dvelja ókunnugir, og umsetnir af marg- víslegum freistingum og spill- ingaröflum. Sérstaklega verð- ur reynt að ná til allra sjúkra og særðra víðsvegar á spítulum og heilsuhælum, og um fram alt að vekja og glæða í öllum söfnuð- um lúterskrar kirkju í Canada skyldurækni við land og þjóð og knýja fram alla krafta til hjálp- ar og líknar nú á þessari neyðar- tíð. Á fundinum var stofnað og Fundurinn í Ottawa var all- lögbundið Bandalag lúterskra merkilegur. pað er í fyrsta sinn manna í Canada til líknarstarfs i ag málsvarar allra deilda lút- meðal hermanna. Á ensku heitir ersku kirkjunnar í Canada hafa það: The Canadian Lutheran att samfund og samvinnu. pað ( ommission for Soldiers’ and Spáir góðu fyrir framtíð kirkju Sailors’ Welfare. pað stendur í vorrar. Og fyrir þessa samein- nánu sambandi við félagið fyrir ing um þetta mikla velferðamál sunnan og verða félögin í sam- 0g- ötula þátttöku í starfi þessu vinnu'hvort með öðru, þó þau hlýtur vegur lútersku kirkjunn- séu hvort öðru óháð. ar { landinu að vaxa og hún ná Hermálastjórnin í Canada hef-j meiru áliti hjá þjóðinni í heild ir þegar viðurkent hið nýstofn- sinni. aða Bandalag, sem málsvara lút- Einna minst þeirra kirkjufé- erskrar kirkju í Canada og hefir laga, sem áttu fulltrúa á Ottawa- þaf5 í ráðum með sér um þau mál, sem lúta að siðferðislegu og trú- arlegu eftirliti með hermönnum. Stjórnin í Ottawa hefir lofað að skipa nú þegar lúterskan her- prest (Chaplain) og skulu em- bættismenn Bandalagsins til- nefna hann, og eins þá, er síðar kunna að verða skipaðir. Varð það að samkomulagi, að hinn nýi lúterski herprestur skyldi koma fundinum, er íslenzka kirkjufé- lagið lúterska. Var þó forseti þess kosinn formaður allsherjar bandalagsins lúterska í Canada. peirri kosningu tók hann með það eitt fyrir augum, að geta orðið þjóðflokki sínum í þessu landi að liði og verið íslendingum þarfur í aðstöðu iþeirra við hina Canadisku þjóð. —Sameiningin. ITALIA Nú stendur yfir svo að segja uppihaldslays sókn af hálfu Ital- íumanna gegn Austurríska hem- um. Á þriðjudaginn réðust ítalir á varnarvirki Austurríkis- manna við Capo Sile, á svæðinu niður með Piave fljótinu og tóku um tvær þúsundir fanga. Frétt- ir frá Vienna, neita því að hafa mist nokkuð verulegt af mönn- um, en viðurkenna að hafa tap- að all-miklu af skotfærum og vistum. IRLAND Rússland. % ----------- Alt annað en álitlegar eru fréttirnar frá Rússlandi um þess ar mundir. Stjómleysið og grimdaræðið svo afskaplegt, að slíks munu fá dæmi í sögunni. Hungur og drepsóttir geysa um landið þvert og endilangt. Svo hafa pjóðverjar látið greipar sópa um kornforðabúr hinnar rússnesku þjóðar, að útlit er fyrir að gersamlega kornlaust muni veðra í landinu löngu áður en til næstu uppskeru kemur, ef hún <þá á annað borð verður nokkur, sökum vanhirðu og nið- umíðslu. Orð leikur á því að í aðsígi muni ein stjórnarbyltingin enn á Iiússlandi, því svo er Bolsheviki Litlar fregnir hafa borist frá irlandi frá því að síðasta blað vort kom út. Réttarhöld yfir mönnum þeim, sem 1 varðhald voru hneptir, hafa eigi enn haldin verið, svo kunnugt sé. Mr. John Dillon, foringi Nationalistanna neitar því harðlega að flokkur sinn hafi á nokkurn hátt gengið í banda- lag við Sinn Feiners óaldarmenn- ina, er teknir hafa verið fastir cg sakaðir um landráð. En Sinn Feiners, eða forvígis- menn þeirra,bera á hinn bóginn eindregið á móti því, að þeir hafi nokkuð saknæmt aðhafst, eða staðið í nokkru leynibralli við Pjóðverja. Sjálfsagt verða mál þeirra rannsökuð áður langt um líður og verða þá tekin af öll tví- mæli. Höfuðsakirnar, sem bomar | hafa verið fram gegn Sinn Feín- ers foringjunum, kváðu vera þær i að uppvíst sé nú orðið að þeir : hafi aðstoðað pjóðverja í því að j sökkva skipum við írlands strend ur, ætlað að hjálpa þeim til þess að skjóta liði á land, og safna þar að auki hálfri miljón her- manna, sjálfsagt í því skyni að berjast með þeim gegn Englend- ingum. Geta má iþví svo sem nærri að Byltingar með Rússum og víðar. Sínum vilja framgengt fengið fólk hefir nú á Rússlandi, illræmd stjórn til grafar gengið, gjörvöll þjóðin ráðandi. Flestir slíkan frelsisroða, fagran hugðu sigurboða. “Vandi fylgir vegsemd hverri”. Veldissprotinn þungur er. III er harðstjóm, en þó verri engin stjóm, það sannast hér; eins og komið er á daginn, ei það batar þjóðarhaginn. Ánauðar er óþjált helsi, — enginn rengir sannleik þann. — ótakmarkað fíflsku-frelsi fólkið líka æra kann, oftast það til öfgða leiðir og hjá réttu marki sneiðir. Fullræði í fjöldans höndum finst ósjaldan hefndargjöf; leyst úr traustum lögmálsbönd- um lendir flest í óráðs gröf; ótal margir í sem falla, er sig lýðsins spámenn kalla. Stofnar þjóðum þrátt í voða þegnlegt rofið bandalag; hver vill annan undirtroða eigin til að bæta hag; holl svo skyldu-böndin bresta, bölvun af sem stafar mesta. Erfitt gengur oft að hemja eigin fýsnir breizkri sál, gráðug ágimd, öfund, gremja, eitrað tendra hatursbál, siðmenning sem ótæpt eyðir, og þær betri hvatir deyðir. Aldrei skyldum óstjórn hylla; elskum göfug friðarmál; vorrar tíðar velferð spilla vondra manna svik og tál, þrátt sem skapa skemd og voða, skynsemina fótum troða. par sem allir ætla að ráða ei fær þrifist mannleg stjóm; vanast kraftar vits og dáða, verður heimsku margt að fóm; framsókn öll að óráðsfálmi; ekkert finst af skýrum málmi. Ef sér lýður á að ráða — eins og réttur heimtar manns, — verður að neyta vits og dáða, varast snörur freistarans, ‘Land skal æ með lögum byggja' er lán og heiður þjóðar tryggja. Alfaðir sem alheim ræður, —aðalráður kærleikans, — vill að allir eins og bræður eigi hlut í ríki hans; sérhver annars hlynni að högum, helgum eftir kærleikslögum. S. J. .Tóhannesson. +++++++ -f-f-M-M-f-f-M-M-M-f frelsis, skorar á alla flokka í landinu, konur sem karla, að taka höndum saman og standa sem einn maður, gegn hinum sameiginlega óvini írlands og alls brezka ríkisins, pjóðverjanum og hervaldskúgun hans. Andrew Bonar Law, forseti f jármálaréttarins og og málsvari Lloyd George’s stjómarinnar í neðri málstofunni, lýsti því yfir á þriðjudaginn, að eins og nú stæðu sakir, yrðu ekki að sinni gefnar út af stjómarinnar hálfu nokkrar opinberar yfirlýsingar, í sambandi við ástandið á írlandi. Finnland selt. Sú frétt kemur frá Kaup- mannahöfn og er höfð eftir “Aftenblad”, að Finnar hafi gjört verzlunarsamning við pjóð verja, sem gilda á í 20 ár, og gef- ur pjóðverjum yfirráðin yfir vei’zlun og fjármálum sínum. pjóðverjar hafa lofast til þess að leggja fram peninga til verk- stjórnin alræmd orðin og illa | pjóðverjar muni hafa lofað fr-j smiðju iðnaðar á Finnlandi, sér- þokkuð, að um trúa stuðnings menn hennar mun varla vera að ræða. peir sem fylgja henni gera það flestir, sakir hræðslu við hegningar og píslir. Sagt er að Bolsheviki hermenn í Ukraine hafi leikið sér að því að kross- festa saklausa menn, og brenna inni börn og gamalmenni líkt og melrakka i greni. pað virðist nú því nokkum veginn full-ljóst, að ekki ætlar það að verða Bolshe- viki flokkurinn, sem bjargað get- ur rússnesku þjóðinni, þótt ýms- ir virtust hafa þá skoðun í fyrstu um fullu frelsi og margvíslegum staklega þó þess iðnaðar sem að launum í framtíðinni, eins og therútbúnaði lýtur, og þess sem þeir hafa heitið Finnum og Pól- Finnar þurfa ekki sjálfir á að lendingum; en efndirnar hefðu halda, og út er flutlur. Finnar óefað orðið hinar aomu, og ef hörmulegt til þess að vita að írar eða þó ekki væri nema dálítill hluti þeirra, skyldi láta blekkj- ast af fagurgala þýzkarans, og gerast sekir um drottinsvik. — hafa að sögn gengist inn á það að leggja pjóðverjum til 100,000 hermenn á meðan að á stríðinu stendur, ef Rússar kynnu að ger- ast herskáir og vilja á þá leita. pýzkir foringjar hafa verið Mrs. Green, dóttir írska þjóð-: gerðir að kennurum við her- skörungsins nýlátna John Red-1 mannaskólana á Finnlandi. mond, hefir fyrir skömmu gefið út ávarp til hinnar írsku þjóðar, þar sem hún i nafni réttlætis og Hershöfðingi Finna, Manner- heim, hefir harðlega mótmælt þessum samning, segir fréttin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.