Lögberg - 20.06.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.06.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1918 NUMER 25 BREllAND Stríðið kostar Breta $34,240,000 á dag, saimkvæmt yfirlýsingu frá forseta fjármálaréttarins, And- rew Bonar Law, er hann gerði í brezka þinginu á síðastliðinn þriðjudag, um leið og hann fór fram á 500,000,000 sterlingpunda fjárveitingu. Hann kvað þessa fjárhæð duga mundu til stríðs- kostnaðar þar til í ágústmánað- arlok. Mr. Andrew Bonar Law, sagði að með þessari upphæð næmu fjárveitingar til stríðsins til þessa dags 7,642,000,000 sterlingspunda. Fjárhæðir þær er Bretland hið mikla ætti hjá Sambandsþjóðum sínum í stríð- inu, kvað hann nema 1,370,000,- 000 pundum sterlings, á sama tíma og nýlendurnar skulduðu 206,000,000 sterlings pund. Brezku beitiskipi, er “Patia” nefndist, 6,103 smálestir að stærð, hefir nýskeð verið sökt af völdum þýzkra kafbáta, sam- kvæmt yfirlýsingu útgefinni af flotamálaráðaneytinu þann 18. þ. m. Búist er við að 1 foringi og 15 undirmenn hafi týnt lífi. FRAKKLAND BANDARIKIN Fregnir frá Washington segja að stríðskostnaður Bandaríkj- anna yfir maí mánuð síðastlið- inn, að meðtöldum lánum til sam- bandsþjóða þeirra, hafi numið $1,500,000,000. Mrs. Rose Pastor Stokes, hefir verið dæmd til tíu ára fangelsis- vistar í ríkishegningarhúsinu í Missouri, sökum njósnarsam- bands, er hún stóð í við pjóðverja Henry P. Davison, forseti Rauða kross framkvæmdamefnd arinnar í Bandaríkjunum, hefir lýst því yfir, að önnur fjársöfn- unin til Rauða krossins, muni nema í alt $170,000,000. Vörulhús eitt mikið brann til kaldra kola í St. Louis, og eyði- lagðist þar urn $6,000,000 virði af herbúnaði. Austurrískur mað- ur hefir verið tekinn fastur, og grunaður um að hafa verið vald- ur að verkinu. Nýlátinn er fyrrum varaforseti Bandaríkjanna Charles Warren Fairbanks, að heimili sínu Indi- anapolis, Ind. Hann var rúm- lega sextugur að aldri. Von Lear, jafnaðarmaður, sem sótti um borgarstjórastöðuna í Minneapolis, á móti J. E. Meyers beið ósigur í kosningunni með 1,200 atkvæða minni hluta. Kirkjuþingið sett. Hið 34. ársþing Hins. ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, hófst með guðsþjónustu á miðvikudagsmorg- unin kl. 11 þann 19. þ. m., í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, að viðstöddum miklum mannfjölda. Kirkjufélagsforsetinn, Séra Björn B. Jónsson flutti þingsetningarræðuna og lagði út af II. Kron. 29, 5. 11. Dagskrá þingsins: 1. í kveld (miðvikudag) flytur séra Friðrik Hallgrímsson fyrirlestur. • 2. Að kveldi fimtudagsins flytur séra Kristinn K. ólafsson fyrirlestur. 3. Að kveldi föstudagsins verða trúmála-umræður. Efnið sérstaka, sem rætt verður, er sakramentin. Séra Hjörtur J. Leó flytur ítarlegt erindi um það efni og verður erindi það upphaf umræðanna. 4. Eftir hádegi á laugardaginn verður skemtiför farin til Gimli og hátíð haldin í Betel, gamalmenna-heimili kirkj u- félagsins. 5. Á sunnudaginn verða guðsþjónustur á venjulegum tíma og prédika séra Jóhann Bjamason að morgninum, en séra G. Guttormsson að kveldinu. 6. Að kveldi mánudagsinsjkl. 8:30) verður samkoma (con- cert) í kirkjunni. pingfundir byrja kl. 9 f. h. alla daga nema fyrsta daginn Randver Sigurðsson. Bræður þessir eru synir Sigurðar SiglirSssonar og konu hans, Ragnh. ÞórSardóttur aS 712 Lipton St., Wiúnipeg. Randver er fæddur 18. febr. 1889, aS ^Svignaskarði t Borgarhrepp t Mýrasýslu á íslandi, og fluttist til Canada ásamt foreldrtim sinum árið 1901 og hefir lengst um dvaliS t Winnipeg, og stundaSi múrhleðslu atvinnu. Hann innritaStst i herinn 5. janúar 1918: fór héSan 12. febrúar s. á., austur til Halifax og aS líkind- um nú kominn til Englands. Jón SigurSsson. Jón er fæddur 30. júli 1892, á sama staS og Rrandver bróSir hans, og fluttist hingaS til lands á sama tima. Hann innritaSist i 200. herdeildina, og fór til Englands 9. aprtl 1917, og var þar fluttur yfir í 107. deildina, Frakklands. Hann stundaSi búskap, sem nú er fyrir löngu komin til aS Lundar, Man., áSur ett hann gekk i herþjónustu. BræSur þessir eru hinir mestu efn- is og myndarmenn, sem þeir eiga kyn til, og fylgja þeim hugheilustu árnaS- ar óskir hinna mörgtt vina og vattda- manna. , Síðustu vikuna hefir mátt heita þáttarhlé á vestur-vígstöðv unum; að eins smáskærur verið háðar öðru hvoru og hafa pjóð- verjar jafnan msjtt sín miður. Enda síðustu álhlaupin orðið þeim svo kostnaðarsöm, að það hlýtur að valda þeim mikillar fyrirhafnar, að búast um að nýju Alira síðustu opinberar fregnir frá París telja að í hinni síðustu atrennu á milli Monttidier og Noyon íhafi óvígar af hálfu þjóð- verja orðið um áttatíu þúsundir rnanna, fallnir særðir, eða teknir til fanga. Clemenceau forsætisráðgjafi Frakka, er nýkominn úr eftirlits- ferð frá orustusvæðunum og kveðst vera ánægður með útli^ið í heild sinni. Frakkar hafa nýlega hafið gagnsókn á virki pjóðverja, norð vestur af Montidier, og hrakið ó- óvinina þó nokkuð aftur á bak á stóru svæði, tekið margt þýzkra fanga og skotið niður á fjórum dögum um fimtíu þýzk loftför. Pjóðverjar gerðu ítrekaðar til- raunir aðfaranótt þriðjudagsins, að komast yfir um ána Marne, en Bandaríkjamenn tóku á þeim ómjúkum höndum, tvístruðu liði þeirra hið skjótasta, svo þýzkar- ar urðu frá að hverfa. ITALIA Um þessar mundir stendur yfir stórkostleg orusta milli Austur- ríkis og ítalíumanna. Austurríkj hefir að sögn fulla miljón vígra manna á svæðinu meðfram Piave fljótinu að vest- anverðu og hafið þar aðsókn all- grimma. Var lilgangurinn sá, að brjóta3t yfir ána og þaðan inn á Venetíu slótturnar. Á f jórtán stöðum tókst þeim að skjóta yfir um bjálkabrúm og flytja þannig nokkrar þúsundir her- manna, en í all-flestum tilfellum hepnaðist ftölum að eyðileggja brýrnar og stöðva þannig að- drætti óvinanna og takist Aust- urríkismönnum eigi að halda opnum samgöngum yfir fljótið, má telja víst að allir menn þeirra er yfir voru komnir verði teknir til fanga af ítalíumönnum. Frakkar og Bretar hafa tekið þátt í bardaga þessum með ftöl- um og sýnt fræklega framgöngu. f fjallahéruðinu kringum Mon- tello hófu óvinirnir snarpa at- lögu, voru þar fyrir til vamar brezkar hersveitir einvörðungu. Tóku Bretar þar svo vasklega á móti, að lið óvinanna lagði á flótta. Vann brezki herinn þar stóran sigur og tók mörg hundr- uð fanga og f jölda af stórbyssum og öðru herfangi. Síðustu fregnir skýra frá því að ítalir og samherjar þeirra, hafi til samans tekið um fimm þúsundir Austurríkismanna til fanga í orustum þessum og hnekt frekari framgangl óvin- anna að ftillu. Er nýi • S* tarinn ynrum Trooper Eggert M. Eggerson No. 2147727 Fort Garry Horse. 23. ára gamall, fór til Englands 15. júní 1918. Móðir hans og systkyni eru til heimilis 1 Suite 16 Gordon Apt., og ein systir íans er gift í Winnipegósis. — Móðir hans og systur óska hon- um allrar lukku og blessunar og að hann megi koma heim aftur leill á (húfi. Mannfagnaður. Kominn heim aftur Magnús G. S. Hermannson. Magnús Guðni Sigurjón er fæddur í sem kallað var Bræðra- borg í suður Víðines-bygð í Nýja íslahdi, 23. febr. 1888; foreldrar hans eru Hermann Hermannson og kona hans Guðrún Snjólaug Jónsdóttir, Eiríkssonar. Hann ólzt upp hjá foreldrum sínum, naut nokkrar alþýðuskóla ment- unar í uppvexti. Um tvítugt fór hann að læra trésmíði og stund- aði þá iðn að mestu, þar til hann innritaðist í 223. herdeildina 7. marz 1916, fór með henni til Eng- CANADA »__ Hon. W. E. Knowles fylkisrit- ari í Saskatchewan, hlaut kosn- ingu í Moose Jaw hinn 12. þ. m. Hann fékk 446 atkvæði fram yfir þingmannefni verkamanna W. G. Baker; ekki var nú munur- inn meiri en það. Mælt er að T. R. Deacon, eldi- viðarstjóri í Manitobafylki, sé í þann veginn að segja af sér starfa þeim. Hver við kann að taka af honum, er enn á huldu, en umskiftin geta tæpast orðið til hins verra. Charles J. N. Humpherson, veitingaþjónn á Arlington gisti- húsinu í Winnipeg, hefir nýlega verið sektaður um $500.00 fyrir brot á vínbannslögunum. Innkaupanefnd sambandsþjóð- anna, er að koma á fót skrif- stofu í Montreal. Hlutverk nefndar þessarar er að sjá um innkaup á matvöru og hergögn- um í Canada, og annast um flutn inga á vörum austur il Evröpu. Mr. J. D. McGregor, vistaistjóri í Manitoba telur hvorki ákjósan- legt né nauðsynlegt að takmarka vista úthlutun til almennings í landinu, enn sem komið er. Hann gaf út þessa yfirlýsingu í gær. sökum orðasveims, sem gengið hafði um að slík tilhögun stæði fyrir dyrum. Einhver sú stórkostlegasta haglhríð skall á í bænum Saska- toon að kveldi hins 18. þ. m. Braut feiknin öll af gluggum og strætisljóskerum, en gerði líti önnur spell. Voðalegur eldur kom upp í fyrra kveld í Pemhrooke, Ontario og mestur verzlunarhluti brann til kaldra kola. Tjónið metið full miljón dala. Bóndi einn í Quebec fylkinu, Elie Gagne að nafni, var dæmd- ur nýlega til þess að borga $8,000 skaðabætur, fyrir að hafa verið orsök í stórkostlegum skógareldi. Rússland. pýzkir og Austurrískir her- menn, sem nú eru í Rússlandi, eru taldir að vera um þrjú hundr uð þúsundir; hefir her þessi alt af verið að leggja undir sig meira og meii*a af landinu og er nú að eins tæpar 90 mílur vestur af Pétursborg. Her pjóðverja í Finnlandi er, sagður að vera á milli fimtíu og hundrað þúsundir, en her Finna sjálfra “White Guard” mun vera fullar fimtíu þús. Er sagt að þeir séu í aðsígi með að ráðast á á járnbrautina Murmansk, skamt frá Kim. pjóðverjar og Finnar í sam- ! einingu eru að leggja járnbraut frá Tamea við Bothnia flóann og alla leið til Petohengabade. Noregur. Fjármálaráðaneytið Norska er að selja ríkisskuldarbréf upp á fimtíu miljónir króna. Alls hef- ir stjómin tekið lán til dýrtíðar yáðstafana og matvörukaupa, síð- an að stríðið hófst, sem nemur tvö hundmð miljónum. Fyrir skömmu gerðu andstæðingar stjórnarinnar all-harða árás á hana, og sökuðu hana um bruðl, en stjóminni gekk vel að verja sig, og sýndi fram á að engum eyri hefði varið verið til óþarfa, heldur að eins til að tryggja líf og heilsu almennings. Norska stjórnin, undir forystu Gunnars Knudsen, er skipuð hinu mesta mannvali. Hinn 2. maí síðastliðinn, var opnuð hin fyrsta loftbátasýning í Kristjaníu. ógrynni fólks hafði safnast saman úr öllum bygðum og borgum ríkisins til þess að fagna þessum merkis atburði. Danmörk. Bannlagastefnunni er stöðugt að aukast fylgi í Danmörku. -- Skömmu eftir að ófriðurinn hófst 1914, lagði danska stjórnin all- miklar hömlur á tilbúning á- fengra drykkja, er vera skyldu í gildi þar til stríðið væri á enda. Ekki voru bindindismenn þó 'alls kostar ánægðir með ráðstöfun þessa, og kröfðust þess eindregið að stjórnindéti semja frumvarp til laga um algert vínbann, og skyldi þjóðin sjálf svo látin gera út um málið við almenna at- kvæðagreiðslu. En til þess var stjómin allsendis ófáanleg og tel- ’ur hún sig þó vera frjálslynda. Nú hefir máli þessu þó þannlg skipast, að innanríkisráðgjafinn Ove Rode, hefir lofað bindindis- mönnum því, að leggja málið undir alþjóðaratkvæði við fyrstu hentugleika eftir stríðið, og koma á bannlögum ef bindindismenn vinni sigur við atkvæðagreiðsl- una. Skrásetningin. f öllum hamingju bænum gleymið eigi að láta skrásetja yður. pað liggja við afar-þung- ar refsingar, ef út af er brugðið í þessu. pér getið látið skrásetja yður á hvaða skrásetningarstað, sem þér náið til, hvort heldur í vðar eigin heimajhéraði eða utan þess. Gert er ráð fyrir að túlkar verði á hverjum skrásetnlngar- stað, til leiðbeiningar þeim, sem málsins vegna kynnu að eiga örðugt með að svara hinum fyr- irskipuðu spumingum. Or bænum. All-margir kirkjuþingsmenn, úr hinum ýmsu íslendingabygð- um, hafa litið inn á skrifstofu vora, og munum vér í næsta blaði birta skrá yfir alla þing- mennina í einu lagi- Falleg bók var oss send nýlega eftir Baldur heitinn Jónsson; gefin út af Boga ritstj. Bjarna- syni í Wynyard. Bókarinnar verður nánar getið við fyrstu hentugleika. Mr7 porsteinn Oliver frá Winríipegósis kom til bæjarins á miðvikudagsmorgunin snöggva ferð. Á nTánudagskveldið kl. 8 verð- ur haldin hátíðleg söngsamkoma í sambandi við kirkjuþingið í kirkju Fyrsta lút. safnaðar. Skemtiskráin er sérstaklega f jöl- breytt og vönduð eins og vænta má af söngflokki Fyrsta lút. safnaðar. petta verður lang- bezta íslenzka skemtisamkoman á sumrinu og ættu menn því sannarlega að nota tækifærið. Aðgangur kostar að eins 35 cent. íslendingadagsnefndin vinnur að undirbúningi þjóðhátiðardags ins, af kappi miklu. Hátíðarhald- ið fer fram í sumar í River Park, og er það hinn ákjósanleg- asti staður. Fyrirkomulag dags- ins verður nokkuð frábrugðið í ár, frá því sem áður hefir verið, íþróttum er svo hagað að allir geta tekið þátt í þeim, og allar íþróttir bannaðar, meðan að ræður og kvæða flutningur fer fram. Kappsund verður meðal aimars til skemtunar o. s. frv. nánar í næstu blöðum. Mrs. Harry Hunter, dóttir Mr. og Mrs. ólafs Freeman að 711 Pacific A\^. hér í bænum fékk í gær simskeyti frá manni sín- um, sem er nýkominn til Monc- ton, N. B. frá Englandi, eftir að hafa verið í stríðinu nærri því f jögur ár. Hann særðist I síðast- liðnum febrúar og var all-lengi á sjúkrahúsi í Englandi, en er nú orðinn albata sem betur fer. Mrs. Hunter leggur af stað í dag á- samt syni sínum austur þangað til fundar við mann sinn, er dvel- ur þar hjá móður sinni um tíma. Kveðjnorð til J. B. Academy. Eftir Miss Lilju Johnson frá Otto, Man. í sambm^li vif> nppMÍfpi JAns Bjarna sonar skóla. ^ Mér var falið á hendur að segja hér í kvöld nokkur kveðju- orð tiil Jóns Bjamasonar skóla fyrir hönd skólasystkina minna. pó mér sé þetta ljúft verk, þá finn eg að eg er ekki fær um að leysa það eins vel af hendi og eg vildi hafa gjört. Líka erum við öll önnum kafin um þessar mund- ir að lesa fyrir prófin, sem nú eru að nálgast, svo þessi fáu orð verða að eins ómur af því, sem eg vildi hafa sagt. Alt námsfólk verður fegið þegar próf eru afstaðin, og við, nemendur Jóns Bjamasonar skóla erum engin undantekning frá því, en við þessa gleði, yfir að hafa lokið prófunum, er samt blandaður söknuður, söknuður að þurfa að skilja við skólann okkar, og eins og sum af okkur eru að gera fyrir fult og alt. pesi skóli hefir verið okkur kært heimili í þá vetur, sem við höf- um dvalið þar, og okkur hefir æfinlega fundist, þegar við höf- um verið innan veggja hans, að við eiga þar heima. Eg veit að hvort sem lífið ber okkur yfir slétta eða þyrnótta braut, þá munu þeir tímar, sem við dvöld- um á þessum skóla ætíð vera bjartir sólskinsblettir á lífsleið okkar, og þó við höfum kanske ekki tækifæri á að heimsækja hann eins oft og við vildum, þá munum við oft lifa upp aftur í huganum margar þær stundir sem við eyddum þar, og sízt munum við gleyma þeim vináttu böndum sem þar hafa verið bundin meðal nemendanna, og sem aldrei munu slitna. pví þó við skiljum nú, þá verða þau alt af jafn kær, og hvort sem leiðir okkar liggja út um heiminn, þá mun minningin frá skólaárum ætíð í fersku minni. Margir nemendur skólans eru nú horfnir langt í burtu, sumir til fjarlægra landa, já og sumir hvíla þar í f jarlægum gröfum, en minning þeirra mun geymd í hjörtum skólasystkina þeirra. Við þökkum stofnendum skól- ans fyrir að gefa okkur tækifæri á að mentast á íslenzkum skóla, þar sem hefir verið vakin í brjóstum okkar ást og áhuga fyrir móðurmáli okkar og við- haldi þess hér í Ameríku, þar sem við höfum kynst íslenzku námsfólki víðsvegar að og mynd- að þar þá vináttu, sem við mun- um ætíð telja dýran fjársjóð, en sérstaklega viljum vér þakka kennurunum, sem hafa með þol- inmæði kent okkur, og sem hafa leitast við að hjálpa okkur I nám- inu, ekki með því að þrengja okkur til að læra, heldur með því að vekja hjá okkur löngun eftir mentun. Sein munum við gleyma öllum hinum góðu leiðbeiningum skólastjórans, að elska hið góða og göfuga, en hata alt óréttlæti, að koma æfinlega fram sem sannir menn og sannar konur, og leitast við að hjálpa og gleðja alla sem bágt eiga. Fyrir alt þetta, sem er meira virði en allar hinar fyrirskipuðu greinar skólanna, viljum við þakka honum. Með hlýjum huga kveðjum vér skólann og kennarana. pó við vitum að þeir draumar, sem okk- ur hefir dreymt um bjarta fram- tíð, frægð og frama, muni ekki rætast, þá vonum við samt að við munum einhvemtíma geta sýnt það, að sú hjálp, sem við fengum á þessum skóla hafi ekki verið ti einskis og að við höfum kunnað að nota hana. Að endingu viljum við óska skólanum álls góðs. Við vonum að hann megi vaxa ár frá ári og veita fjölda íslenzkra nemenda þá hjálp sem hann hefir veitt okkur. Megi framtíð hans verða eins björt og fögur eins og við, nemendumir sem nú erum að kveðja hann, óskum og vonum. Silfurbrúðkaup áttu þau hjón- in Mr. og Mrs. Gunnar J. Good- mundsson á laugardaginn var, hinn 15. þ. m. f tilefni afþví, var þeim haldið samsæti í samkomu- sal Unitarakirkjunnar og stjóm- aði Mr. Hannes Pétursson sam- kvæminu, flutti ræðu fyrir minni silfurbrúðhjónanna og afhenti þeim að gjöf vandaðan silfur- borðbúnað. Næstur talaði séra Runólfur Marteinsson. pá tóku einnig til máls Sigfús Anderson. Mrs. F. Swanson, Mrs. J. B. Skaftason, Mrs. Gisli Jónsson, Mrs. M. Magnússon, Mr. og Mrs. Sig. Anderson, Friðrik Swanson og por^steinn Borgfjörð. Silfúrbrúðhjónin þökkuðu gjöf ina og vinahótin, og mæltist Mrs. Goodmundson sérlega vel. Mrs. P. S. Dalman söng Ijóm- andi fallega tvö íslenzk lög: “Draumalandið” og “pá vorsól geislum hreyfir hlýjum”. Bornar voru fram rausnarleg- ar veitingar. Um 90 manns tóku þátt I sam- kvæminu og skemti fólk sér hið bezta.- Dominion. Myndirnar sem sýndar verða á Dominion leikhúsinu þessa viku eru alveg óvið jafnanlega góðar. peir sem á annað borð verja peningum til skemtana, gera varla annað betra en að fara niður á Dominion. Áhrifamesta myndin, sem verið er að sýna heitir “Missing” og hana ættu sem flestir að sjá. lands 23. apríl 1917 og til Frakk- lands í júní sama ár; var 1 skot- gröfum frá því og þar til hann fékk brot af sprengikúlu í gegn um fótlegginn, 7. nóv., og var fluttur á sjúkrahús í Calais 9. s. m. og svo fluttur til Englands 17. s. m. par var hann á ýmsum sjúkrahúsum þar til 7. maí s. 1. að hann var sendur áleiðis til Canada og kom til Winnlpeg 21. maí og hingað heim 26. maí og fór í morgun (10. júní) til frek- ari lækninga í Winnipeg eða þar sem læknunum sýnist bezt. Winnipeg Beach 10. júní 1918. G. S. Hermannson. Island. Bjöm M. Olsen prófessor biðst nú undan endurkosningu í for- setaembætti Bókmentafélagsins vegna vanheilsu. Marglr hafa hug á, að fá í hans stað Jón bisk- up Helgason og væri vel ef menn gætu orðið samtaka um það. stórum stíl næsta sumar fyrir reikning Reykjavíkurbæjar.og á að taka á leigu 50 dagsláttur af landi í Brautarholti í því skyni, en framkvæmdarstjóri er ráðinn Guðm Jóhannsson í Brautarholti Gunnar Gunnarsson skáld ætl- ar að dvelja hér heima í sumar; ráðgerir að fara austur í Vopna- f jörð í næsta mánuði og vera þar hjá föður sínum. —Lögrétta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.