Lögberg - 20.06.1918, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1918
íslenzk æska
Fyrirlestur fluttur af
Rúnólfi Marteinssyni.
"Æflkan friSa! barm þlnn bliða
breiddu fegurð liísins mót,
flug-hröð tiða föllin líða,
frjáls án trega vors þins njót."
]7annig hugsar íslenzkt skáld
um æskuna. pannig er eðlilegt
að allir hugsi um æskuna. Hún
er eins og vorið sem er að leys-
ast úr læðingi vetrarins, eins og
blómið sem er að springa út úr
knapp sínum, eins og lambið sem
leikur sér í haga.
Hvað er það, sem vekur unað
í öllu þessu ? Hver getur svarað
því ? Skyldi þar ekki fremur
koma tilfinningar til greina, en
vísindi? Að vísu gjörir sálarfræð
ingurinn tilraun til að liða sund-
ur öfl mannlegrar sálar og gjöra
skynsamlega grein fyrir hinum
ýmsu áhrifum er hún verður
fyrir og satt er >að að ekki er
minst göfgi þeirrar greinar vís-
indanna er leitast við að skilja
hin æðstu öfl mannsins sjálfs, en
sá sem bezt getur túlkað áhrif
náttúruaflanna inn í mannlega
sál er þó líklega fremur skáldið
en vísindamaðurinn.
Nú er eg hvorki skáld né vis-
indamaður, og má því búast við
að mér takist lélega að lýsa þeim
unaði, sem æskan vekur; en
menn segja stundum, “hver seg-
ir fyrir sig”, og undir vemdar-
væng þess færi eg mig og bregð
því upp myndum af æskunni eins
og hún hefir komið mér fyrir
sjónir.
Vorið hrífur mig vegna hins
mikla mismunar á vetri og sumri
sem það bendir á. Vorið er líf-
gjafi, ekki einungis jurtanna,
sem þá fæðast, heldur líka minn,
því það hressir mig og endur-
fæðir, eða eins og skáldið segir:
“Hvort lífs míns kjör eru létt eða
þung
þú lífgar mig”.
Endurminningar annara sumra
rísa þá upp í huga mínum og
renna saman í eina mynd af því,
sem eg hugsa mér, að orðið geti
á sumrinu, sem í hönd fer. öll
sú mynd leiðir mig inn í heim,
þar sem lífið streymir til mín
með endumýjuðum krafti, og sú
hugsun verður að sterkri tilfinn-
ingu í sál minni, að á vorin sé
alt líf á jörðunni, og þá að sjálf-
sögðu líf mannanna, að losast úr
böndum og að þá ‘‘gangi hver
frjáls og glaður til guðs á helgri
stund”. Með aðdáun fyrir lífinu
og þeim, sem lífið gaf, segi eg:
“AJt sem ylgeislar bifa,
vill nú elska og lifa,
snerta hjörtu vor sól!
Syngið aldnir með ungum;
öllum hljómi frá tungum
vegsemd honum sem vorið ól”.
pegar sólin sendir oss verm-
andi vorgeislana sína, þegar
snjórinn fer að bráðna, þegar
klakaböndin eru leyst af lækjum,
vötnum og ám, þegar fyrsti far-
fuglinn kemur úr suðri, og um
fram alt þegar fyrsta blómið
opnar fögru blöðin sín, kemur
hressandi andi til sérhvers
manns, sem ekki hefir lokað sál
sinni fyrir tónum lífsins. Honum
verður eðlilegt að segja:
“vors með fuglum vildi eg syngja
vorsins blómum blómgast með”
Frá dauðanum til lífsins—það
er boðskapur vorsins.
pegar eg virði blómið fyrir
mér sérstaklega, kemur í ljós
þessi sami munur dauða og lífs.
Með litskrúð þess og angandi
fegurð fyrir framan mig, sé eg
í anda frækomið, þar sem þetta
fagra líf var einu sinni innilokað
og fjötrað og eg sé enn fremur
knappinn sjálfan, sem fyrir
skömmu var fangelsi blómsins,
og eg ber dýrðina nú saman við
dapurleikann, sem áður var. Hvi-
líkur munur. Sannarlega er líf-
andi blóm mynd af frelsi, vexti,
lífi, breyting til fegurðar og
framfara. — pað er eins og í-
þróttamaður, sem nú er frjáls að
renna sitt skeið. úr fangelsi dauð
ans til frelsis lífsins. pað er boð-
skapur blómsins.
Slíkt hið sama má segja um
lambið, eða sérhvert annað ung-
viði. pað á sammerkt við vorið
og blómið, sem er að skríða úr
hýði sínu, að því leyti alt þetta
bendir áfram. pað felur alt í sér
spádóm um fagra framtíð. pað
geymir í sér möguleika sem elga
eftir að koma í Ijós.
Og æskan er lík þessu.
Vanalegast er talað um æsk-
una sem gleðitíð mannsæfinnar:
“Á meðan fjör er ungt í æðum
og vorsól skín á vonarhæðum,
vér kyrjum gleði glóríá
og gullna strengi leikum á,
og svásrar æsku syngjum minni,
svo þrífist engin sorg í sinni,
því æskan er svo lyndislétt
og langar oft að fara á sprett.
í unaðsværum æsku draumi
vér berumst fram með gleði
straumi.”
Og satt er það að gleði er eðli-
■legur förunautur heilbrigðrar
æsku, en fremur er það vegna
þess að lífsbyrðin hefir þá ekki
lagst á með sínum varanlega
þunga, en að engin hrygðarefni
hafi komið. Æskan verður svo
fljótt afþreytt þó hún vinni, hún
þurkar svo fljótt af sér tárin
þótt þau hrynji, hún skapar svo
fljótt nýjar vonir, þótt vonbrigði
dynji á, eða eins og skáldið segir:
‘,Æskuhrygð er eins og mjöll á
apríl degi;
á augabragði einu hún hjaðnar
óðar en fyrir sólu glaðnar”.
Enda minnast margir æsku-
sorga sinna, margra að minsta
kosti, með þakklæti, ekki síður
en skáldið, sem kvað um tárið:
“Man eg það áður, um æskunn-
ar tíð,
ofan um kinn streymdi báran
þín fríð.
Hún var svo beisk, en svo him-
nesk og tær
huggaði mig og hún var mér svo
kær.
Gjörðu mig aftur, sem áður eg
var
alvaldi guð meðan æskan mig bar
Gefðu mér aftur hin gulllegu tár
Gefðu að það verði ekki hagl eða
snjár.
En hvað sem sorg og gleði æsk
unnar líður, er það víst að hún á
það sammerkt við alt hið unga,
að hún er spádómur um framtíð-
ina. Möguleikar hinnar komandi
tíðar, sorgir hennar og gleði,
framsóknaröfl hennar og íhalds-
semi, heilabrot hennar og rann-
sóknir, ást hennar og fómfýsi,
lotning hennar og lofsöngur,
grimd hennar og styrjaldir, alt
þetta er falið í æskunni.
Erfitt mun vera oft og tíðum
að sjá þau öfl, sem æskan hylur
eins og það er venjulegast erfitt
að lesa framtíðina, jafnvel að
skilja spáómana um hana áður
en þeir rætast; þótt margt í fari
æskunnar sé á hinn bóglnn aug-
Ijós merki um framtíðar lán eða
tjón.
En réttast mun vera að minn-
ast þess að æskan bendir fram,
að hún geymir oft meira en hún
sýnir. pess vegna verður sá,
sem á að Ieiðbeina henni, að vera
að minsta kosti stautfær í því að
lesa framtíðartákn hennar. Hann
verður að leiðbeina henni frem-
ur frá því sjónarmiði, sem hún á
að verða og getur orðið, heldur
en því, sem hún er.
Að minnast þess að æskan er
spádómur um framtíðina er
grundvallaratriðið í allri með-
ferð æskunnar.
Sá, sem gengur fram hjá rifn-
um, óhreinum, freknóttum dreng
athugar líklega ekki að í honum
geti búið mesti valdhafi landsins.
Engum datt í hug að stóri lura-
legi skógarhöggsmaðurinn, sem
vann baki brotnu fyrir föður
sinn í nýbygðinni í Illinois-ríki,
Abraham Lincoln, yrði forseti
Bandaríkjanna.
Samt er það alls ekki eingöngu
með tiiliti til þess að æskumað-
urinn geti á sínum tíma eignast
mikil völd, að vér þurfum að búa
æskuna undir framtíðina, heldur
í tilefni af því að allar stöður
framtíðarinnar hvíla á æskunni
og allar stöður þarf að rækja með
jafnri trúmensku. f öllum stöð-
um er þess kostur að sýna at-
orku, fyrirhyggju, kærleika og
drengskap. Líf sérhvers manns
hvort sem hann er hátt settur
eða lágt, getur verið elns og ang-
andi, undrafagur og ávaxtaríkur
aldingarður.
Já, hrein æska er sannarlega
unaðsrík. í þessum heimi getur
tæpast fegurri sjón en fallegt
drengs andlit, nema ef það væri
fagurt stúlku andlit, en um það
fæst eg ekki við neinn, bezt að
hver haldi þar sínum smekk óá-
reittum. En fallegt drengs and-
lit er fyrir mig töfrandi, og ef
satt skal segja, hrífur andlit lit-
illar stúlku mig engu minna.
Sakleysið, einlægnin, dýrðin frá
himni, sem speglar sig í bams-
andlitinu, og svo hin mikla þörf
barnsins á stuðningi og leiðbein-
ingu hlýtur að snerta strengi
sem óma í hverri góðri sál.
í viðbót við alt þetta er það ó-
vissan sem hvílir yfir æskunni,
sem vekur umhugsun og er einn
þátturinn í því aðdráttarafli.sem
hún hefir. Æskan er ávalt að
einhverju leyti í þoku; þess
vegna kemst ímynunaraflið í
hreyfingu, við það að vírða hana
fyrir sér. Hvað býr í þessum
dreng? Hvaða öfl felast þar,
sum þegar vakin til lífs, sum í
árdagsmóki, sum í algjörðum
svefni? Sum þessi öfl eiga ef
til vill eftir að heyja skelfilegt
stríð. Undir mörgu getur verið
komið hvort aflið, hið góða eða
hið illa, ber sigur úr býtum.
Enginn getur reiknað út með
neinni vissu hvemig fara muni.
Drengurinn getur orðið eins og
vatnsáll, sem veitt er úr fjalla-
vatni, er breytir óbyggilegri
eyðimörk í ávaxtaríkan aldin-
garð eða eins og “ólgandi pverá
sem veltur yfir sand” og flytur
tortíming eina í fari sínu. Skyldi
Jrt
þessi fallegi drengur, sem eg
horfi á, verða guðfræðingur eins
og Ágústínus, þjóðhetja eins og
Jón Sigurðsson, viturmenni eins
og Njáll porgeirsson, trúboði
eins og Páll postuli, ljóðasvanur
eins og Jónas Hallgrímsson, lista
maður eins og Albert Thorvald-
sen eða þá glæpamaður innan
fangelsisveggja. Hver getur sagt
Margt býr í þokunni og ekki
nema sumt ilt, en hvað sem þess-
um huldu óflum líður, er það víst,
að þau hafa öll yfirskriftina, “á-
fram”. Æskumaðurinn breiðir
faðm sinn móti lífinu. Hin huldu
öfl rísa meir og meir úr djúpi
sálarinnar. Hann finnur smátt
og smátt til þeirra afla sem í
honum búa. Hann þenur út
brjóstið móti storminum og þráir
að fara á sprett, eða hann brýst
upp hinn erfiða, bratta fjall-
veg, til að sjá hvað er hinu meg-
in. Hann er eins og ungur öm
sem finnur til vængjanna og
fagnar í hverri taug líkama síns
að þeir geta borið hann æ hærra.
pú stendur og horfir á dreng
með rjóðar kinnar, gáfuleg augu
og hreinan svip. Er það víst að
þú sjáir alt þetta í honum? Má
vera ekki, en hvað er því til
hindrunar?
Til er ofurlítil þjóðsaga eða
dæmisaga um akarn, sem féll
frá stórri eik og akamið er látið
segja: Eg verð tekin og sett
niður í frjóa mold. par brýt eg
af mér skelina og vex; eg sendi
niður rætur sem aukast að f jölda
og afli ár frá ári; eg lyfti litlum
stofni upp úr moldinni, sem
stækkar þangað til hann er orð-
in volduga eik, sem stormarnir
hrista og fá ekki unnið á, og
stofninn verður alsettur grein-
um og laufum, sem breiða sig
mót sól himinsins. Mörg hundr-
uð akarna detta niður af mér á
hverju ári til að gefa líf öðram
eikum. Fugkmir syngja af
þeim fögnuði, sem fyllir þá í
greinum mínum ár eftir ár, guði
til dýrðar og mönnunum til gleði
Hundruð og þúsundir manna
dást að tign minni og fegurð.
Má vera að eg standi þar ein 100
ár. En að því kemur að eg verð
höggvin niður í fjölda búta,
smáa og stóra. Sumir viðimir
verða máttarviðir í stórt skip,
sem klýfur öldur hins mikla hafs
og þolir árásir æðandi ofviðra,
svo að menn og eignir bjargast
þó ölduæsir og miðgarðsormur
leggist á eitt með að orsaka tor-
tíming mína, ef kostur væri.
Sumir viðimir ganga til að smíða
fagra og nytsama muni í hús,
stóla sem menn geta setið í og
hvílt sig mann fram af manni,
skrifborð, þar sem skrifa má það
sem orðið getur mörgum til leið-
beiningar og hvöt til góðs.
Getur þú litla akom, gjört alt
petta?
Já, guð og eg.
Guð og 'lítill drengur, guð og
lítil stúlka, hver getur sagt hve
miklu sú samvinna fær afkastað ?
Æskuna má þó ekki skoða ein-
göngu frá sjónarmðii málverks,
sem ætlað sé mönnum til nautn-
ar. Meðferð æskunnar er ætíð
mesta vandamál hverrar þeirrar
kynslóðar, sem þá í það sinn
stendur við stjórnvölinn. “Æsku-
árin eru”, eins og Skovgaard
Peterson hefir sagt í Bók Æsk-
unnar, “hvorttveggja í senn
bjartasti og hættulegasti kafli
mannsæfinnar”. Sérhver kjm-
slóð býr næstu kynslóð undir
hlutverk sitt og á að búa hana
þannig undir að hún færist feti
nær fullkomnun en sú sem ól
hana upp; en það sýnist mér að
helzt verði gjört með því móti
að barakynsióðin nái föstum tök-
um á hinum göfugustu hugsjón-
um foreldrakynslóðarinnar, bæti
við sig nýjum og beri svo hvort-
tveggja áfram til meiri sigurs
en hinni eldri auðnaðist að ná.
Má vera að sumum finnist þetta
svo sjálfsagt að ekki verði móti
mælt. sé því þarflaust að segja
þetta, sem allir hljóta að vera
sammála um. En þetta er alls
ekki tilfellið, að minsta kosti í
reyndinni. Milli menningar for-
eldranna og barnanna or oft
djúp mikið og hættulegt stað-
fest, sérstaklega fyrir fólki,
sem er í sumu sporum statt
og vér Vesur-fslendingar, sem
komum með íslenzka menningu
en tökum við enskri menningu.
Verður þá stundum svo mikill
munur hinnar eldri og hinnar
yngri kynslóðar að þær lifa sín í
hvorum heimi. Með því er hin
yngri slitin úr sambandi við sinn
eigin stofn og hún svift allri
ieiðsögn, sem almáttugur guð,
samkvæmt eðlilegri náttúrulög-
máls tilhögun, ætlaðist til að hún
fengi frá hinni eldri, og hætt er
því við, að hin yngri kynslóð
gangi götu sína að miklu leyti í
blindni, — ani eftir tískunni, en
fótumtroði og fyrirlíti göfugan
feðraarf fyrir heimsku og þekk-
ingarleysi. pessi aðskilnaður
foreldra og barna er einhver hín
mesta hætta, sem yfir oss Vest-
ur-íslendingum vofir og að því
leyti, sem slíkt ástand er til
koma afleiðingamar niður á
Vestur-íslenzkri æsku. Með öðr-
um orðum vér getum ekki búist
við að hún renni sitt skeið í hinu
nýja föðurlandi voru með þeirri
nytsemd og fegurð, sem guð ætl-
ar henni, ef vér ekki höfum vit
og hjarta til að leiðbeina henni
og veita henni það sem vér eig-
um helgast og hreinast.
II.
Út frá þessu er eðlilegt að
virða fyrir sér íslenzka æsku,
sérstaklega þó hina Vestur-ís-
lenzku. Á íslenzka æsku til foma
vil eg þó með nokkram orðum
minnast, en að eins til að varpa
ljósi, ef unt væri, á hlutverk
þeirrar æsku, sem af íslenzku
bergi er brotin í Vesturheimi.
pegar eg nú bendi á fom-ís-
lenzka æsku, er það alls ekki
gjört í þeim tilgangi að hefja
hana til skýja eða halda henni
fram sem óbrigðulli fyrirmynd,
æskulýð vorum til eftirbreytni.
Hugsunarháttur þeirrar tíðar
var til stórra muna gallaður.
Eftir því sem Jóni Jónssyni
sagnfræðing telst til, í Gullöld,
voru “aðal-ástríður unga fólks-
ins þá vígalöngun og frægðar-
þorsti, aðal-undirbúningur lífs-
ins íþróttir og vopnaburður og
aðalnámsgrein vígfimi”. Meir en
lítið athugavert er við slíkt
mannfélagsástand; þótt vér að
sjálfsögðu dæmum ekki eins hart
um gjörðir einstaklinga þá, eins
og slíkt athæfi nú, að því leyti
sem það brýtur bág við það sið-
ferðislögmál, sem alstaðar er við-
urkent um hinn mentaða heim.
Hitt er annað að rannsóknar-
Iaust væri það viðsjárvert að
kveða upp þann úrskurð, að í
slíku mannfélagi væri ekkert
þess vert að á það sé bent.
Eitt hið fyrsta sem hver mað-
ur hlýtur að veita eftirtekt í
mynd þeirri af æskunni er birt-
ist í fomsögum vor fslendinga er
það, hve bráðþroska unga fólk-
ið er.
f Víga-Glúmssögu er sagt frá
tveimur drengjum, öðrum 6 ára
hinum 4 ára, er voru að leika sér.
Segir þá hinn yngri við leikbróð-
ur sinn og frænda: “Ljá þú mér
messingar hest þinn”. pá svar-
ar hinn eldri með miklum full-
orðins keim: “Ek mun gefa þér
því það er nú fremur þitt leika
en mitt fyrir aldurs sökum”.
Egill Skallagrímsson er sagð-
ur 3 vetra þegar hann reiddist af
því að honum var ekki boðið í
veizlu með hinu fólkinu, fær sér
hest sjálfur og ríður á eftir því
og kemur í veizluna samt, og
yrkir tvær vísur. Sjö vetra gam-
all vóg hann sitt fyrsta víg, og
um hann er sagt þegar hann var
12 vetra gamall: “var hann svo
mikill vexti að fáir menn vora
svo stórir og að afli búnir, að
Egill ynni þá eigi í leikum.”
“Síðan ek var 9 vetra hefir ek
jafnan sjálfráðr verit ferða
minna”, er haft eftir öðrum fom-
manni. pegar Bolli Bollason
hefndi föður síns með því að
vinna á Helga Harbeinssyni var
hann að eins 12 vetra. pegar
njósnarmaður kom eitt sinn að
spyrja eftir Grími Droplaugar-
syni, varð 6 ára gamall sveinn,
sonur hans, fyrir svöram og
mælti: “Eigi veit ek þat, enda
munda ek eigi segja þótt ek
vissa”.
Nákvæmlega í sömu átt era
sögur islenzkra meyja. Má þar
benda á Guðrúnu ósvífursdótt-
ur og Hallgerði dóttur Höskuld-
ar Dalakollssonar og f jölda marg
ar aðrar, sem vora snemiha
þroskaðar og gæddar skörangs-
skap þegar í æsku. Ungar meyj-
ar, engu síður en sveinar sátu
alþingi og önnur mannamót, enda
er það eitt hið göfugasta við
fomöld íslands hve frábær
myndarskapur hvílir yfir kven-
þjóðinni.
Ef til vill kemur mörgum í
hug að hér fari eitthvað á milli
mála með aldur, og að sjálfsögðu
getur ekki alt í íslendingasög-
um verið sannleikur, en að þær
séu eintómar þjóðsögur nær ekki
nokkurri átt; til þess era þær
færðar í letur langt um of nálægt
viðburðunum, sem þær segja frá
Skal þess þá getið að Hallur
pórarinsson, sem stofnaði menta-
bólið í Haukadal og varð menta-
legur faðir Ara fróða, sem fyrst-
ur varð sagnriti íslendinga,
mundi eftir því pegar hann,
þriggja ára gamall, var skírður
af pangbrandi presti, skömmu
fyrir árið 1000, en um þau tíma-
riót raða sér langflestir viðburð-
ir sem íslendingasögur geta um.
pað má því segja að ein manns-
æfi tengi söguritunina við við-
burðina sjálfa.
óteljandi atriði í frásögninni
eru ótvíræð merki þess að sögu-
ritarinn sé að leitast við að segja
satt. pó skekkja sé í einstökum
atriðum verður það með engu
móti hrakið að það er samhljóða-
vitnisburður fomsagna vorra að
æskan þá hafi verið bráðþroska.
Og ómótmælanlegt er það, að
lógaldur á íslendi var bundinn
við fullnað 12. ár, sem síðar var
fært upp í 16 ár.
CANADA
ÞÚ VERÐUR AÐ SKRÁSETJA
ÞIG 22. JONl
Vanrœksla í þessu efni, varðar sekt,
fangavist og tap á launum,
föllnum í gjalddaga.
Hinn 22. júní—Skrásetningardaginn, verður þú að fara á ein-
hvem skrásetningarstaðinn, í kjördeild þinni, og svara áreiðanlega og
satt, öllum þeim prentuðu spumingum, sem á spjöldunum, registration
cards, eru. Sérhver íbúi Canada, hvort heldur brezkur þegn eða útlend-
ingur, er náð hefir sextán ára aldri og yfir, verður að láta skrásetja sig.
Falskir framburðir. Ef þú gefur fölsk eða ófullnægjandi svör
við spurningunum, getur þú sætt $500 fjárútlátum og sex mánaða
fangelsi.
Refsing fyrir að vanrækja skrásetningu. Ef þú lætur ekki skrá-
setja þig, varðarð það $100 sekt, ásamt mánaðar fangelsi, að viðbættum
$10 fjárútlátum fyrir dag hvern, er þú heldur áfraan að vera óskrá-
settur.
Skrásetningar skýrteini. Þegar þú hefir skrásettur verið,
verður þér fengið í hendur skýrteini, sem þú mátt til með að hafa með
þér á öllum tímum.
Skrásetningardagurinn er 22. Júní
Skrásetningarstaðir verða opnir frá kl. 7 að morgni til 10 að
kveldi.
Issued by Authority of
Canada Registration Board.
Annað einkenni æskunnar þá,
og sem óefað hefir átt sterkan
þátt í því hve unglingamir voru
að minsta kosti andlega bráð-
þroska, var hin sterka framþrá
þeirra.
Ef leitað er að skýring þess
verða eflaust margar ástæður,
sem koma fram á sjónarsviðið:
en í einu orði sagt tókst þessu
fólki, fomaldar-kynslóðinni það,
sem svo frábærlega virðist erfitt
nú á dögum, að leiða ungu kyn-
slóðina inn á þær brautir, sem
hinni eldri kynslóð sýndust
æskilegar. pað lítur út fyrir að
hún hafi haft lykil að þessu, einu
hinu erfiðasta spursmáli, sem til
er í uppeldis og kenslumálum, og
má vera að lykillínn hafi einmitt
verið í því fólginn að leiða hina
ungu fremur en neyða. Hvort
sem þetta er rétt tekið fram eða
ekki, er það víst að á lifi hinna
fullorðnu var svo mikill glæsi-
bragur, að hann heillaði og her-
tók hug hinna ungu. Hugfangn-
ir hlustuðu þeir á sögur um af-
reksverk og hetjuskap. Fyrir
þeim lá aragrúi af myndum hug-
prúðra manna er höfðu öll þau
einkenni, sem æskunni þá voru
hjartfólgnust. Myndin af Gunn-
ari á Hlíðarenda er óefað raeðal
hins bezta sem til er frá þeim
tíma, en svo svipaðar myndir
voru óteljandi. Myndin er þessi:
“Hann var mikill maður verti,
sterkur og allra manna bezt
vígur. Hann hjó báðum hönd-
um og skaut, ef hann vildi,
og hann vóg svo skjótt með
sverði að þrjú þóttu á lofti að sjá
Hann skaut manna bezt af boga
og hæfði alt það er hann skaut
til. Hann hljóp meira en hæð sína
me8 öllum herklæðum og eigi
skemmra aftur fyrir sig en fram
Hann var syndur sem selur, og
eigi var sá leikur, að nokkur
þyrfti við hann að keppa, og hef-
ir svo verið sagt að engi væri
hans jafningi. Hann var vænn
að yfirliti og ljóslitaður, rétt nef-
ið og hafið upp framanverrt, blá-
eygur og snareygur og rjóður í
kinnum, hárið mikið, gult, og fór
vel, manna var hann kurteisast-
ur, harðger, ráðhollur og góð-
gjarn, mildur og stiltur vel, vin-
fastur og vinavandur”.
Eins og frjóangi nærist á fæð-
unni, sem honum er búin í fræ-
korninu, eins lifir sérhver ung
kynslóð, á fyrsta stigi, á því, sem
hún sér fyrir sér og heyrir. Lífið
á íslandi var myndasýning af-
reksverka, sem seiddi æskulýð-
inn að Sér.
Að verða íturmenni eins og
feður þeirra, “að standa uppi í
stafni og stýra dýrum knerri”
til fjarlægra landa, heimsækja
konunga, berjast við skæða óvini
verða svo höfðingi í héraði þegar
heim kom, var þrá sem fylti hug
æskumannsins. Hversu mikill
sori sem er í þessu gulli, er það
þó víst, að framsóknin var þeim
engin uppgerð, að æskuna þurfti
ekki að neyða út í æfintýri, að
hún hefði svo að segja einróma
getað undirskrifað þetta (þó það
sé líklega ekki kveðið af íslend-
ingi):
, “Samra er knám drengjum
að knýja unnir,
randir kljúfa,
ráða málmi,
en í hrjóstuldölum
eða holti lágu
tírarlausir '
lífi una.
Bjöm Bjarnason í bók hans,
“fþróttir fornmanna”, segir:
“Hinn frjálsborai æskulýður leit
hátt út yfir haf og lönd”; og
hann leit það með fögnuði fund-
inna krafta, og hann leit það enn
fremur með þeim ásetningi að
geta sér góðan orðstír, því:
“Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur it sama,
en orðstírr deyr aldregi
hveim sér góðan getur”.
Hið þriðja sem má benda á í
sambandi við æskulýðlnn ís-
lenzka til forna er íþróttir og
leikamót hans. fþróttamót tíðk-
uðustbæði í sambandi við alþing
og héraðsþing. Fjöldi ungra
manna kom þar oft saman og iðk-
uðu aflraunir og leiki. pess ut-
an var stofnað til sérstakra
leikamóta víðsvegar um land, þar
sem menn skemtu sér við ýmsar
íþróttir ef til vill vikutíma.
pegar alt er athugað finst mér
sumt svo aðdáanlegt í fari hins
forn íslenzka æskulýðs að það
væri hinni ungu kynslóð meðal
vor til góðs að hafa hana í þeim
efnum til fyrirmyndar. Og svo
má þá ekki gleyma því, að saga
vor íslendinga er óslitin heild,
að þrátt fyrir “hungurnauð og
svartadauða” hefir aldrei alger-
lega sloknað á íslenzkum ami og
vér erum tengdir við kyn vort
þúsund ár og meir. Svo það er
að minsta kosti að einhverju
leyti rétt sem vestur-íslenzkt
skáld kveður:
“fslenzk sál og arinfunl
eldra fólksins hér,
öndvegisins eru súlur,
æska, handa þér”.
(Framhald).
Góðar tennur
Meinar betri heilsu, minni
sársauka, betra útlit og þar af
leiðandi betri framtíð. Lát
mig skoða tennur yðar og
ráðleggja yður hvað bezt sé
að gera.
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfaerni tannlœknir"
Cor. Logan Ave. og Maín Street, Winnipeé: