Lögberg - 20.06.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.06.1918, Blaðsíða 7
i .OGBEKG, FIMTU DAGINN 20. JÚNÍ 1918 7 Þáttur af Gnðbrandi Jónssyni sœgarpi og Þorsteini syni hans. Eftir Guðbrand Sturlaugsson. (Niðuriag). 8. kap. Guðbrandur kemur út og finnur þá feðga og Brok- eyjar-Gvend. Svo er sagt að gamall maður einn í Khöfn, er kallaður var fjöl- fróður, kyntist Guðbrandi um veturinn, og réð honum frá því að fara á því skipi heim til ís- lands, er hann hefði á farið utan. Guðbrandur kvaðst sæta mundu fyrstu ferð, hvert sem skipið væri. Segja menn, að Búðaskip yrði fyrst búið, en Jón á Gríms- stöðum segir í annál sínum, að Guðbrandur kæmi út á ólafsvík- urskipi, og mun það réttara. Guðbrandur fékk sér hest, og reið sem leið liggur til Helgafells og kom þar sjálfan hvítasunnu- dag. Var margt fólk við kirkju. par voru þeir feðgar, Bjarni og Jón. Hnykti þeim við er þeir sáu Guðbrand; >ví allir héldu skip >að týnt, er hann fór á utan pað er sögn manna, að áður en fólk færi frá kirkju gengi Guð- brandur að >eim feðgum og sló með hnefa sínum á nasir >einl báðum, svo blóð féll af vitum þeirra og mælti um leið: “Ekki skuluð þið oftar reyna að fyrir- koma mér; því er öllu hlíft, sem drottinn hlífir”. Er þess eigi getið að þeir glettust við hann síðan. Var það og gömul trú, að þannig skyldi afstýra glettingum galdramanna við sig, að blóðga þá; fengju þeir þá engu áorkað, ef svo einarðlega væri aðgengið. pað er sagt að þenna vetur, er Guðbrandur var utan, að Mar- grét kona hans fékk mjöltunnu hjá Guðmundi ríka í Brokey. Hafði hún eigi peninga að borga með; tók þá Guðmundur sængina úr rúmi þeirra hjóna, því honum þótti hún eigulegust af því sem til var. Sagði Margrét þetta manni sínum er hann var út kom- inn. Fór hann þá til Guðmund- ar og heimti af honum sængina. Er þá sagt að Gvendi sýndist ráðlegast að láta hana af hendi og ætla menn að Guðbrandur krefðist hennar all-einarðlega, og þætti hún fégjamlega tekin hafa verið, en borgaði mjöltunnuna fullu verði. Guðmundur var auð maður miþill, en ærið sinkur og okurgjam. Hann var son por- leifs lögmanns Kortssonar á pingeyrum, er flest lét brenna galdramanna. Ekki er að sjá að Gvendur lærði annað í æsku en fédrátt. Hann átti Helgu hina yngri, dóttur Eggerts ríka sýslu- manns á Skarði, Bjömssonar. Eigi er neitt manna frá þeim komið, því böm þeirra Helgu dóu í stórubólu 1707 bamlaus. Sögu þessa um Brokeyjar-Gvend sagði mér porvaldur umboðs- maður í Hrappsey Sigurðarson. 9. kap. Guðbrandur flytur á ping- velli og annað. Guðbrandur fluttist árið 1718 búferium að pingvöllum, kirkju- jörð í Helgafellssveit. Bjó hann þar síðan til dánardægurs. Hann ól upp af fátækt Gísla Magnús- son, afa þeirra Búa prófasts á Prestbakka, Guðmundar hrepp- stjóra á Hnúki og þeirra systk- ina. Hefir Gísli sá margt sagt frá Guðbrandi, og að hátt kæm- ist hann á níunda' tug vetrar. 10. kap. Drenglyndi Guðbrandar og fiskiróður í elli hans. pað er sögn Gísla, fóstursonar Guðbrandar, er fyr var nefndur, að Jón Bjamason, sá er áður var hafnsögumaður með föður sín- um og glezt hafði við Guðbrand, varð mjög gamall og komst í fá- tækt mikla og á vergang; kom hann þá eitt sinn til pingvalla og bað Guðbrand gistingar, og lét hann það uppi. Átti Gísli að sofa hjá honum, en sveinninn var hræddur við hann fyrir fjöl- kyngi sakir. Guðbrandur mælti: “Vertu óhræddur drengur minn, hann er hættur því öllu saman”. Og um morgunin, þegar karl fór af stað, gaf Guðbrandur honum smjörfjórðung og hálfa vætt fiska. pegar Guðbrandur var kominn á níræðisaldur, var það einn góð- an veðurdag um sumarið, að hann kvað sig fýsa að róa í flyðrulegu fram á Breiðasund. og kvaddi til róðurs með sér Gísla fósturson sinn. Reru þeir tveir á Iitlum bát fram á sundið, fyrir framan pingvallatanga. Guðbrandur rendi færi og dró litlu síðar flyðru og síðan aðra. “Nú rounum við heim hverfa”, mælti hann; “pví hér er ekki meira að fá, og eru þetta hjón”. Reru þeir þá til lands. Rétt hafði karl getið til um kynferði fisk- anna. 11. kap. Getið barna Guðbrand- ar og afsprengis. pað telur Jón á Grímsstöðum í annál sínum, að Guðbrandur dæi all-gamall, hátt á níunda tugi vetra, árið 1749, og þótti verið hafa göfugur maður og hið mesta mikilmenni; var hann grafinn að Helgafelli. Nú verða talin börn hans og Margrétar konu hans porláksdóttur: 1. Por- lákur í Bjamarhöfn, erútti Mar- gréti Guðmundsdóttur, Ásgeirs- sonar, þeirra böm vom Asgeir, er átti Margréti Einarsdóttur og Guðrún er átti Odd Sveinsson í Geirdal; 2. Jón Guðbrandsson í Hrappsey, átti Guðrúnu Eiríks- dóttur, talin bamlaus; 3. Jón Guðbrandsson yngri í Tanga, átti póru Sigurðardóttur; 4. por- steinn á Skarði, er enn verður frá sagt; 5. Margrét Guðbrands- dóttir, átti Odd Amgrímsson að norðan, vom þeirra böm: a. Am- grímur í ólafsey, b. Guðbrandur á pingvöllum, c. Guðný Odds- dóttir, átti porvald Jónsson á Dröngum á Skógarströnd, og var þeirra dóttir Katrín kona Sig- urðar hreppstjóra á Núpi í Haukadal og á Melum og síðast að Fjarðarhorni í Hrútafirði, vom þeirra synir ólafur prófast- ur í Flatey, porvaldur umboðs- maður og lögsagnari í Hrappsey og Matthías hreppstjóri Hrút- firðinga; 6. Margrét yngri Guð- brandsdóttir átti Guðmund Jóns- son úr Elliðaey og var hans fyrri kona.hana skorti vetur á 70, er hún lézt, þeirra son, Guðmundur, var mállaus; 7. pórdís Guð- brandsdóttir, átti Bjama Stein- ólfsson, hún dó 61 árs 1791, sama ár og Margrét yngri systir hennar, þau bjuggu í Skoreyjum ■eitt þeirra bama Steinúlfur í Skoreyjum faðir Bjama í Skor- eyjum 8. Guðrún Guðbrandsdótt- if, átti Brand porkelsson, Tóm- assonar frá Hólum, þeirra dóttir Guðrún, átti Bjama porsteins- son frá Dunkárbakka, þeirra dóttir póra, átti Hallgrím Magn- ússon á Bakka, og Anna, átti Jón Jónsson á Hólmlátri; 9. Rann- veig Guðbrandsdóttir, átti Odda Jónsson, Oddason. S^o hefir porsteinn Guðbrands son lýst vexti og yfirlitum Guð- brandar föður síns, að hann hefði skort 1 þumlung á þrjár álnir að dönsku máli, herðabreiður og miðmjór, handsmár og fótlítill, hárið dökkjarpt og náði á herð- ar niður, en varð snemma sköll- óttur, ennið mikið og hátt, blá- eygur og snareygur, nefið beint en lítið bogið niður að framan, munnlítill og rjóður í kinnum með mikið skegg jarpt, sem náði ofan á bringu, ljósleitur í andliti og að öllu hinn kurteisasti mað- ur.ramur að afli, svo trauðla fundust hans jafningjar; sjó^ garpur svo mikill, að aldrei varð honum ráðafátt," og aflamaður hinn mesti, ör af fé og hjálpsam- ur við snauða menn, en aldrei auðugur; hafði þó jafnan átt gnótt í búi. 12. kap. Frá porsteini Guð- brandssyni. porsteinn Guðbrandsson var hraustmenni með afbrigðum. Hann bjó á Skarði á Skarðs- strönd. Átti hann fyrst Stein- unni Sigmundardóttur, Narfa- sonar er fyr átti Eyjúlfur Sveinsson; þau voru bamlaus. Síðan fékk hann Steinunnar, systur Sigurðar spítalahaldara Guðmundssonar frá S tó r a - Hrauni í Kolbeinsstaðahrepp, og úlfrúnar Magnúsdóttur úr Rauð- eyjuim, bróður Guðbrandar á pingvöllum. porsteinn var rausn armaður mikill, hógvær í skapi sem faðir hans, en kallaður ekki jafnvitur honum. Er það talið tifl marks um örleik hans eður gestrisni, að þegar messað var á Skarði og ilt var veður, gekk porsteinn í kirkjudyr áður fólk gengi út, og mælti: “Enginn þarf að fara á stað í þessu veðri; nógur matur á Skarði”. pað er mælt að porsteinn hafi heitið að vinna þrjú verk á Skarði, sem ekki hefðu verið áð ur gjörð: að reisa bæ á ólafseyj- um, að ná steininum úr Tónavör, sem kölski átti að hafa látið þar til meins við ólaf yngra Tóna Geirmundarson frá Hvoli í Saur- bæ, er síðast bjó á Rauðamel; og og að ná kistum Geirmundar heljarskinns úr Andakeldu. Hann kom fyrst upp bænum í ólafseyj- um. Síðan náði hann steininum úr vörinni með þeim hætti, að hann batt við hann margar tunnur um fjöru, sem hann fékk flestum viðkomið, reri svo alt um stórflóð fram á Stöðvarsund, og hleypti þar niður steininum. 13. kap. porsteinn freistar að ná kistum Geirmundar. Bjöm hét launsonur porleifs lögmanns Pálssonar á Skarði. Var Páll prestur faðir porleifs veginn á Öndverðareyri af Eiríki Ábótasyni. Bjöm vann víg á Skarði, á Jóni Eyvindarsyni eða Sæmundarsyni, stakk hann með tálguhnífi í knésbótna, er hann stóð í skörunum og talaði ógeð- felt við Steinunni húsfreyju por- leifs lögmanns, stjúpu Bjöms. Lézt Jón af því sári eftir 3 næt- ur. Bjöm fór utan eitt sinn eða oftar. Hann hafði verið fyrirliði að því að ná upp kistum eða kistu Geirmundar úr Andakeldu. peir höfðu náð í hringinn, en hann slitnaði úr ok skall kistan niður aftur. Sýndist þeim þá alt leika loga, fjær og nær, hræddust þeir þá og hættu við. Eftir það vann Bjöm vígið og fór utan. porleifur lögmaður gaf Birni 24 hundraða jörð, sem öðrum laun- sonum sínum. Staðfestist Björn syðra og varð tví kvæntur. Kat- rín hét síðari kona hans, og er fólk frá þeim komið. Nú er að segja frá porsteini, að hann hugði fast á að ná kist- um Geirmundar. Hann fékk sér stöng afar-langa, sumir segja 9 álna, og óð út í kelduna og kann- aði hana með stönginni. Kvaðst hann hafa fundið gjörla fyrir kistunum. Hann ætlaði að skera fram kelduna og moka sem mest úr henni bleytuna, en Magnús sýslumaður Ketilsson, er þá bjó í Búðardal, taldi hann fastlega af því; kvað honum - mundi verða það að mesta slysi, því allröm væri fomeskjan. Áræddi por- steinn þá eigi að halda áfram, og þótti sumum hann hafa orðið heizt til talhlýðinn. 14. kap. Frá pórði sterka Eras- mussyni. pórður hét maður og var Eras- musson. Hann bjó í Rifi undir Jökli. Hann var bróðir Jóns Erasmussonar, formanns þar í Rifinu, föður Jóns, sveins þess, er Jón Halldórsson stakk með þeim hætti að sveinninn gægðist um öxl honum að hnýsast í bréf það er Jón var að skrifa, þótt hann bannaði sveininum það; hafði þó jafnan verið honum eft- irlátur að sagt er. Varð Jóni það fyrir, að hann greip pennahníf sinn og stakk upp fyrir síg; varð það sveinsins bani. Síðan var Jón dæmdur frá lífi. Er mælt að ritað væri út fyrir hann og honum beðið lífs, en aft- ur væri spurt, hversu hníf þeim væri háttað er hann veitti með sárið, og er það yrði .bert, að hann væri oddbrotinn, fékst eigi lífgjöfin. Jón var góður smiður, og er sagt að hann smíð- aði sjálfur öxi þá, er hann var höggvinn með. pórður Erasmusson var spak- menni mikið, ramur að afli; það var eitt sinn á fiskiferð úr Drit- vík, að 4 menn voru á skipi all- stóru, tveir allröskvir á annað bofð, en pórður með ungling á hitt; var honum og oftast ætl- að að róa á við tvo. peir sigldu landsynning úr Dritvík að önd- verðarnesi, en fyrir innan nesið var landnorðanveður. Taka þeir nú að berja fyrir nesið. pá braut pórður árina, og reif hana fram- an úr blaði upp í legg. Tók hann þá ár sveins þess er á borð var með honum, og leið eigi ð löngu áður hún færi á sömu leið. Köll- uðu hásetar þetta óhappaverk mikið og hræddust mjög, er ekki lá annað fyrir en reka í haf. pórður greip þá sigluásinn og reri með honum móti tvelmur. Reri pórður svo rösklega, að þeir lentu í Gufuskálum með heilu, en það sögðu þeir, sem með honum voru, að tekinn væri hann þá heldur að mæðast. pað var eitt sinn í Rifi, að fara skyldi í hákarlalegu. pá var pórður hniginn að aldri. Hann kom þar að, sem verið var að reyna hákarlasila (skráp- sila), er hafa skyldi til að binda f hákarla við skip, sem lengi var siður til. Höfðu þeir bundið ann- an endan við hjallstoð, en 3 menn gengu á og fengu ekki slitið. Leystu þeir silan frá og sögðu við pórð sem í gletni: “Heldur þú að hann sé ekki óbilugur, pórður minn?” Hann svaraði: “Eg veit það ekki. Lofið þið mér að sjá hann”. Steig hann þá fæti á annan endann, en brá hin- um um herðar sér og sleit í sund- í Rifsós. Komu þar margir búð- armenn til skips að kaupa af porsteini. pórður sterki var á sjó, og kom eigi að landi fyr en flest var uppgengið, en porsteinn hafði verið vanur að gefa pórði drykkjartunnu, því þeir voru gamlir vinir. pegar pórður lenti gengur hann til porsteins, þar sem hann var við skipið, heilsar honum og mælti: “Hefur þú munað eftir mér, porsteinn minn”. “Já”, segir porstenn, “þama er tunnukoppurinn þinn” pórður gengur að tunnunni og lætur hana upp á öxl sér. par etóð heilanker, fult af sýru. pórður tekur það upp á lögginni og mælti: “Eg ætla að halda á þessu líka”. porsteinn brosti og mælti um leið og hann leit til manna sinna: “Gerið þið nú þetta, ungu mennirnir”. par lágu 2 sýrutunnur eftir hjá skip- inu. porsteinn tekur aðra og leggur á háan stein, tekur síðan hina og setur á mjöðm sér, og þá sem lá á steininum á aðra mjöðmina, gengur síðan á stað eftir pórði. Ganga þeir þannig upp sandinn og upp að búð pórð- ar. pegar pórður kemur að búð- ardyrunum, setur hann niður kvartilið og leggur með hægð niður tunnuna. porsteinn legg- ur og niður sína byrði, og segir við pórð: “petta gaztu enn þá, karltetur”. pórður fleygir sér þá niður með hljóðum og mælti: Nú held eg að eg leggist i rúm- ið, og ekki veit eg með hverjum ólíkindum þetta hefir orðið”. En eigi er þess getið, að karl hafi verið lasinn á eftir. pegar pórður var orðinn hrum- ur af elli, var það í góðu veðri sumardag, að hann bograðist út úr búð sinni; sáu það ungir menn vaxnir sveinar, er úti voru á hlaðinu, all-glensmiklir. peir sögðu, að gaman væri að glett- ast við karl, og vita hvort*afl væri enn í köglum hans. peir voru 8, að sumir telja, en flestir segja að þeir væru 12. Karl þótt- ist vita af gemsi þeirra og lát- bragði, hvað þeir mundu ætlast fyrir og dregur sig þá að for, er þar var, legst síðan á kné á for- arbakkann, en þeir hyggja gott til að hrinda karli niður og hlaupa allir í senn að honum. Hann tók á móti og fleygði þeim hverjum af öðrum fram af bakk- anum. Séð hefir höf. sögu þessarar fyrir mörgum árum (1844) stein þann‘ er pórður bar neðan frá sjó í Rifi og hafði 'fyrir hjall- stólpa; hann stóð þá IV2 al. upp úr jörðu, en u al. í jörðu, að kunnugra sögn, en fet á hvem veg af fjórum. 16. kap. Sögn Gunnars á Helna- bergp. pað sagði mér Gunnar bóndi á Heinabergi á Skarðsströnd, að þegar hann var 14 vetra, væri hann sendur af Gunnari bónda Einarssyni á Tindum út að Skarð. pegar hann kom á hlað- ið heyrði hann mikinn umgang í skála þeim sem stendur í tröð- inni (sem enn er þar) og kallaður var vinnumannaskáli. Gengur Gunnar þangað og sér að por- steinn bóndi er að elta hrosshá í járnbrók, er föst var í stoð í skálanum. Sagðist Gunnar ekki hafa þorað inn að heilsa por- steini; svo hafði skálinn skolfið. Kvaðst hann hafa skoðað skinn- ið, er porsteinn hætti, og hefði verið hlaupið upp á því eins og þegar bezt er elt í sæng. por- steinn ætlaði að hafa skinnið í hnakka, eins og þá var siður til. 17. kap. .Frá porsteini og öðru. Nú var það að Magnús sýslu- maður Ketilsson í Búðardal bygði landsjörðina á Skarði Gunnhildi, ekkju Jóns prests Eggertssonar, Bjarnasonar hins ríka á Skarði, Péturssonar; hafði Jón prestur haldið Holt í önundarfirði um 19 Business and Professional Cards The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín í öllum herbergjum Fœði $2 og $2.50 á dag. Amervc- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér i Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upþlýsingum- SUCCISS BUSINESS CULLEGE 'LIMITED WINNIPEG, MAN. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaSur af Royal College of Physiclans, London. SérfrœClngur 1 brjést- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrlfst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& mðtl Eaton’s). Tals. M. 814. Helmlll '-JS#. 3696. Tlml til viCtals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON 701 Lindsay Building TKLErBONK GA..Y 300 OmcaTbMi: a—3 Halmili: 776 Victor St. TSLSPSOHS SAIKT asi Winnipeg, Man. Dagtals. St.J. 474. Nteturt. IW.: III Kalli sint & nött og degi. I) H. B. GERZABEK. M.R.C.S. fr& Englandi, L.R.C.P. frfc London, M.R.C.P. og M.R.C.S. fr& Manitoba. Fyrverandl aðstoSarlœknlr viS hospltal 1 Vlnarborg, Prag, og Berlin og flelri hospitöl. Skrifstofa 1 eigin hospltall, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutlmi fr& 9—12 f. h.; 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og læknlng valdra sjúk- llnga, sem þj&st af brjöstveiki, hjart- veiki, magasjúkdðmum, lnnýflavelkl, kvensjúkdömum, karlmannasjúkdöm- um, taugaveiklun. Brown & McNab Selja i heildsölu og smásölu* myndir, myndaramma. SkriLið eftir verði & stsekkuðum myndum 14x20 176 Carlton St. Tals. tyain 1367 JOSEPH iTAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heimllls-Tnls.: St. John 1844 Skrif stofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bæði húsaleiguskuldir, veSskuldir, vixlaskuldir. AfgreiSir alt sem að lögum lýtur. Koom 1 Corbett Blk. — 615 Main St. J. H. M CARSON Byr til AUskonar limi fyrlr fatlaða menn, einnig kviðslitsumbúðir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 3C8 COLONY ST. WINNTPEG. HVAÐ aem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hnegt að aemja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA OT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHINGCo. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 ur og mælti: “Hann hefir ver . ,, , , ið fúinn, piltar”. pví aldrei lézt vetur’ en dó >ar snogglega um hann sterkur vera og gerði sem minst úr afli sínu. Hallgrímur Bachmann (1739 —1811) læknir, var bæði mikill vexti og ramur að afli, sem al- mælt er. pað var eitt sinn í kaupstað, að hann tók járnfat og hóf upp á bringu, og bauð öðrum að reyna sig. pórður var við- staddur og þóttist vita, að Bach- mann stefndi að sér, og mælti: “Lint tekið á af svo löngum”. “Gjör þú þá betur er þú lætur svo digurmannlega”. pórður kvaðst freist mundi, tók upp og járnhattaði, sem kallað er, og mælti: “Taktu nú við því aftur af herðunum á mér; ekki er það mikil aflraun”. Eigi er þess get- ið, að Bachmann vildi það gjöra. 15. kap. Aflraunir þeirra por- steins og pórðar. pað var venja porsteins á Skarði að fara snemma á vorin í fiskaferð undir Jökul, og hafði hann þá til sölu bæði fatnað og matvæli, hangið kjöt, smjör, skyr, súrmjólk og sýru. pað var eitt vor sem oftar, að hann lenti 1780; átti Magnús sýslumaður Ragnhildi systur Jóns prests, góðkvendi mikið. Gunnhildur kona Jóns prests var dóttir Há- konar prests á Álftamýri, Snæ- bjarnarsonar, er kallaður var Mála-Snæbjöm, en þessi voru böm Jóns prests og Gunnhildar: 1. Hákon er dó í Búðardal hjá Magnúsi sýslumanni, er tekinn var að læra skólalærdóm; 2. Eggert prestur á Ballará; 3, Ragnheiður kona Jóns Koibeins- sonar í Stykkishólmi; 4, Valgerð ur átti Sigmund í Akureyjum; 5. Guðrún dó ógift. Fluttlst por- steinn frá Skarði þegar Gunn- hildur fór þangað eða um 1784, og fór að búa á Stórutungu á Fellsströnd og bjó þar þangað til hann andaðist um 1790, og var jarðaður að Staðarfelli. pótti hann verið hafa hinn mesti rausnarmaður og bjargvættur við alla er hans leituðu. Börn þeirra porsteins og Steinunnar seinni konu hans, vom: 1. Stein- unn, þriðja kona Jóhanns prests Bergsveinssonar, síðast í Garps- dal, er margt manna er frá kom- ið; 2. porsteinn porstelnsson, G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmacnsAhöld, sto sem straujám víra, allar tegundir af glösum og afivaka (batteris). VERKSTOFI: S7G HOMT STOTTT The Ideal Plumbing Co. Horqi Notra Damc og Maryland St. ’Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. Nýjust taeki GtRA OSS MÖGU- LBGT AÐ FRAM- LEIBA PKENTUN SBM GBRIR VHI- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA . The Columbia Press, Limited BoeJt, and CooMnercUl Printort PhoniGarry^ P-O.Bo»3I72 wmmpca Vér leggjum aérstaka &herzlu & að selja meBöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að f&. eru notuS elngöngu. þegar þér komlB meB forskrifUna tll vor, meglS þér vera viss um aB f& rétt þaB sem lækniriitn tekur til. COLCLEUGH A CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2681 Glftlngaleyfiabréf aeld. Dr. O. BJORNMM 701 Lindsay Building ■kLinmniaaaui 32« Office-tlmar: a—3 HBIMILIl 764 Victor 6t>aet Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildine COR. PORTACI Afl. & [DM0|IT0)i ST. Stuadar eingöngu augna, eyina. ne( og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f.h. eg - 2 —5 e. h.— Talsimi: Main S088. Heinrili 105 Olivia St. Talafmi: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bnildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aBra lungnasjúkdöma. Br aB finna & skrlfstoíunnl kl. 11— 12 f.m. og ki. I—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmill: 46 Alioway Ave. Talsiml: Sher- brook 3158 market ttotel J.T 1. • ——-—VJ’- | | sölutoFgið og City Hall SI.00 tfl $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. The Beléinm Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verh ábyrgst. VerS sanngjarnt. 329 William Ave. Talo. G.2449 WINNIPBG BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætiB á reiðum höndum: Getum út- vegað hvaBa tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “Vulcanizing” sér- stakur gainnur gefinn. Battery aðgerðir og bifreiðar til- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. Al'TO TIRE VULCANIMNG CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. Opið dag og nótt. - Kartöflu Ormar eyðileggjast með þvi að nota „Radium Bug Fumicide“ 50c pd. það er betra en Paris Green. Sérstök vilkjör ef keypt er mikið i einu Rat Paste 35c. bankurinn. Vagfjalúsa útrýmir $2.50 Bed Bug Liquid THE VERMIN DESTROYING Co, 636 IngersoII St., Winnipeg Rifsleiðum í Jökulferð. Ein af dætmm Jóhanns prests og Stein- unnar var pórunn, móðir Guð- brandar í Hvítadal ,er þetta hef- ir ritað. Og lýkur hér að segja frá þeim Guðbrandi sægarp og porsteini syni hans. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslemkir lögfræOiagar, Skmvstofa:— Room 811 McAithnr Bnilding, Portage Avenue Asitun: P. o. Box 1650, Telefönar: 4503 og 4304. Winnipog Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒSI: Horni Toronto og Notre Dame Phone —: irry 3080 Hslmtljs^ O mrry 1 J. J. Swanson & Co. Veixla met (amteignír. Sjá um lemu á húaum. Annaat lán oo eidsAbyrgtKr o. fL 6*4 The K«nslngt4o,PorUMmU) Ptume Maln 8B9T A. S. Bardal 846 Sherbrooke St. Selur likkiatur og annast um útfarir. Allur útbúnaBur sá bezti. Enafrem- ur aelur hann alskonar minniavarða og legsteina. Hoimllls Tala Skrifatofu Tala. - Qarry 2181 Oarry 300, 375 Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN ST. WINNIPEG Sérstök kjörkaup & myndastækkun Hver sem lætur taka af sér mynd hj& oss, fær sérstaka mynd gefins. S& er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sj&lfum sér. Margra ára fslenzk viSskifU. Vér &byrgjumst verk'iC. KomiB fyrst til okkar. CANADA ART GALLERY. N. Donner, per M. Malitoski. Williams & Lee Vorið er komið og sumarið i nánd. fslendingar, sem þurfa aS fá sér reiBhjöl, eBa láta gera víB gömul, snúi sér til okkar fyrst. Vér höf- um einkas'lu & Brantford Bycycles og leysum af hendi allskonar mötor aBgerBir. Ávalt nægar byrgB- ir af "Tires’’ og ljömandi barna- kerrum. 764 Sherbreok St. Homi Notre Dam* Bezta meðalið. GOFINE & CO. Tals. M. 3208. — 322-332 EUlce Ave. Horninu & Hargrave. Verzla með og virBa brúkaða hús- muni, eldstör og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum & öllu sem er nokkurs virði. pað má með sanni segja að “bezta meðalið”, gerir mestu áhrifin í veikindum. Skán á tungu, matarólyst, maga- kveisa, máttleysi, alt þetta er sönnun þess að meðal þarfnast sem heldur magan- um í lagi, og rekur á burt alla veikinda gerla. Triners American Elixir of Bitter Wine, gerir þá skyldu að öllu leyti. — pað hreinsar innýflin algeriega og heldur þeim í reglu og eykur mat- arlystina og byggir mann upp. Verð $1.50 í lyfjabúð- um. Sumarfríið er í vænd- um, Triners Liniment býr mann undir. Tognun, sprung ur, verkir, sárir vöðvar, þreyttar fætur o. fl. hverfa ef Triners Liniment er brúk- að. Verð 70c. Joshep Triner Company, 1333—43 S. Ash- land Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.