Lögberg - 18.07.1918, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLf 1918
Jöjbcrg
Gefið út hvem Fimtudag af Th« C»l-
umbia Pren, Ltd.,|Cor. William Ave. &
te Sherbrook Str., Winnipeg, Mam.
TAL.SIMI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Yopni, Business Manager
Utan&skri(t til blaðsins:
THE OOLUMBIH PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipsg, M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipog, M»n.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
-^»•27
*
A glapstigum.
Það hefir verið stefna Lögbergs, að troða
ekki illsakar við nienn að fyrra bragði, að minsta
kosti síðan hinn núverandi ritstjóri tók við því.
Eru til þess tvennar ástæður, fyrst og fremst
sú, að vér höfum aldrei séð nokkurt mál svo rætt
í opinberum blöðum, að það hafi ekki beðið
stór tjón við það, þegar illdeilur komust inn í
það, en ekkert gagn unnið. 1 öðru lagi er svo
undur ógeðslegt að eiga í deilum við suma menn,
þeir eru svo óráðvandir að hugsun sinni og orð-
um, og sú hlið hins andlega forðabúrs þeirra,
sem þá snýr að manni, daunill og andstyggileg.
Þessari reglu höfum vér haldið að því er
snertir Voraldarritstjórann, sem áður var rit-
stjóri Lögbergs, þó að hann þráfaldlega hafi
kastað að oss hnútum, sem sjálfum honum hefði
átt að vera ljóst að voru óverðskuldaðar frá
vorri hendi.
En í sfðasta blaði sínu “Voröld”, ritar
hann alllanga grein, sem hann nefnir “Undir
fölsku flaggi” og á að vera athugasemd við
grein eina, er vér rituðum í Lögbergi 27. júní
þ. á., með fyrirsögninni “Islenzkan á kirkju-
þinginu”.
Þessi grein Voraldar ritstjórans er í mesta
máta ógeðsleg, því það sem lang mest ber á í
henni er ljótleikinn — hreinum og beinum ó-
sannindum og blekkingartilraunum.
Fyrst byrjar hann á því að taka málstað
Ottawastjórnarinnar, og hann gjörir það, eftir
því sem hann sjálfur segir, af því að vér höfum
átt að gefa í skyn í þessari áminstu grein, “að
eitthvað sé athugavert stríðsins vegna, og lík-
lega stjórnarinnar, að vinna að viðhaldi tungu
vorrar”. Vitaskuld eru þessar getgátur upp-
spuni einn hjá ritstjóra Voraldar. Vér höfum
aldrei sagt neitt í þessa átt — ekki einu sinni
dottið neitt svipað þessu í hug. Sannleikurinn
var s;'t, að í huga vorum, þegar vér rituðum
þessa grein, voru hvorki stjórnar né heldur
stríðsvöld, lieldur það sem ritstjóri Voraldar á
svo erfitt með að nefna, og hvorki heyrist tala
né heldur skrifa um: Skyldur hinna einstöku
borgara þessa lands við ríkið.
Vér vorum að hugsa um Vestur-lslendinga
sem heild, sem ^stadda í hinni mestu eldraun,
sem nokkrir menn geta staðið í. Vér vorum að
hugsa um hinn stóra hóp íslenzkra hermanna,
sem skyldan hafði kallað til að berjast, og
leggja lífið í sölurnar fyrir gott og göfugt mál-
el'ni. Og vér vortim að hugsa um hina föllnu,
og þá, sem hér eftir munu falla til þess að lifa.
Og oss fanst að málið, sem menn vorir eru að
berjast fyrir, ætti að eiga okkur öll, og óskift.
Vér vorum að hugsa um oss, sem heima er-
um — maiðurnar íslenzku og feðurna, og þá
nðra, sem hafa sent frá sér sína nánustu til víg-
vallanna, og sem með hjartans kvíða bíða og
þreyja á meðan stríðið stendur yfir. Og vér
spnrðum sjálfa oss: Eigum vér að fara að
leiða fólk vort í þessu ástandi út í þjóðernislegt
þref ? Mundum vér með því geta unnið fólki
voru — Vestur-Islendingum að nokkru gagn?
Mundi það vera nokkur styrkur hermönnum
vorum á vígvellinum ?
Vér vitum að ekkert mál er til, sem er oss
jafn viðkvæmt og þjóðernismál vort, og því er
hægara að fá íslendinga til þess að ljá því eyra,
heldur en nokkru öðru máli. En af því að mál-
ið er svo viðkvæmt, þá er líka hættara við hita
og sundrung í því, heldur en nokkru öðru máli.
En með sundruðum kröftum erum vér ónýtir til
framkvaunda í því og öllum öðrum málum, og
þá eins stríðsmálunum, sem nú eru öllum ærleg-
um Canadalmrgurum fyrir öllu öðru. Og að
kveikja slíkan óróa vor á meðal, var og er,
ógætnislegt og ógæfuverk, sem getur haft óend-
anlega miklu verri og hættulegri afleiðingar í
för með sér, heldur en þó að vér héldum vorum
þjóðemislegu máluin í horfinu, eins og verið
hefir, meðan á stríðinu stendur, án þess að fara
að hrinda á stað nýjum hreyfingum í þjóðernis
áttina. Vér litum svo á þá, og lítum svo á enn,
að það va*,ri regluleg Bolshiviki framkoma, að
fara að æsa Vestur-íslendinga upp í þessu rnáli,
eins og nú er ástatt fyrir oss.
En það var þó einmitt það, sem reynt,
var að gjöra á þessu kirkjuþingi, þó það væri
ekki gjört af kirkjuþingsmönnunum sjálfum.
Bréf sem undirskrifað var af Dr. Sig. Júl.
Jóhannessyni og fleirum fór fram á það, að ný
starfsemi væri hafin í okkar þjóðernislegu bar-
áttu. Og svo þegar kirkjufélagið vildi ekki
fallast á þær tillögur, sem að líkindum hafa ver-
ið gjörðar með það fyrir augum að koma ófriði
af stað, þá hellir ritstjóra-garmurinn sér yfir
kirkjufélagið, og af því honum er meinilla við
Lögberg, þá tekur hann það með.
Og að því er Löglærg snertir, þá er þessi
reiðilestur hans um að Lögberg vilji láta Vest-
ur-íslendinga gleyma sjálfum sér nú á meðrn
stríðið stendur yfir, hauga lýgi, og það veit rit
stjóri Voraldar vel. En sannleikur og sann-
girni eru honum einskis virði, ef hann getur að-
eins rægt Lögberg og þá sem að því standa við
Vestur-Islendinga — það er aðal atriðið fyrir
honum. Fagurt hlutverk manns, sem stendur
sí-galandi um sannleik, drengskap og réttlæti.
En það er nú ef til vill satt, að þeir tala mest
um Ólaf konung, sem hvorki hafa heyrt hann
né séð.
Vér mintumst í grein vorri á tvo horn-
steina, sem kirkjufélagið hafi verið bygt á—
feðratrú og feðratungu. Hafa þeir báðir orðið
fleinar í holdi Voraldar ritstjórans. Um þá
kemst hann svo að orði:
“Þvl er haldiS fram, að kirkjufélagiS hafi veriS
bygt á tveimur hornsteinum: annar sé lútersk trú og hin
íslenzk tunga. Svo er sagt aS rífa verSi burt og kasta
öSrum þessara steina meSan stríSiS stendur yfir en láta
kirkjufélagiS hvíla á einum hornsteini aSeins—lútersku
trúnni. Ef félagiS er bygt á hornsteini sem kasta verSur
þegar í nauSir rekur, þá hefSi sá steinn betur aldrei veriS
þar og tæpast getur islenzkan talist hornsteinn kirkjunn-
ar, eftir aS hann er fordæmdur og honum kastaS á þeim
tíma þegar mest á ríSur.”
Hér fer ritstjórinn með vlísvitandi ósann-
indi, því þótt vér séum enginn svaramaður
kirkjufélagsins í þessu eða öðrum málum, þá er
oss það ljóst, að kirkjufélag Vestur-lslendinga
hefir ekki afsalað sér neinu af hinum þjóðernis-
lega arfi vorum, heldur hefir ætíð verið og er
máttarstoð hans. Þetta veit Sigurður Júlíus
Jóhannesson, og þetta vita allir Islendingar
fjær og nær. En af því að kirkjuþingið síðasta
vildi ekki gleipa fluguna, sem Dr. Jóhannesson
og fleiri sendu inn á þingið, þá á að reyna að
veikja traust manna á félaginu og þjóðernis-
baráttu þess. Og hvers vegna? Hvað ætlar
ritstjóri Voraldar að gefa í staðinn ? Að hverju
vill hann snúa oss ? — Hann kemur með það síð-
ar í þessari grein sinni, þar sem hann segir:
“Hreyfingin hefir hafist, Islendingar verða að
skiftast, ef þeir geta ekki unnið saman”.
Jú, þama kom það, að kljúfa Vestur-ls-
lendinga er aðal atriðið fyrir þessum manni.
Að gjöra þá þróttlausa og þá ómögulega til
framkvæmda virðist vera aðalatriðið. En því
er ritstjórinn að þessu einmitt nú? Vér minn-
umst þess ekki, að hann hafi látið sig þjóðernis-
mál Vestur-lslendinga nokkru varða. Oss vit-
anlega hefir hann aldrei lagt neitt á sig í sam-
bandi við það og ekki lagt til þess grænan eyrir
né heldur ráð, sem því hafa getað verið til
stuðnings, — sem máske er ekki heldur að bú-
ast við, því maðurinn hefir aldrei getað séð sín-
um eigin fótum forróð. Ef til vill tekst honum
samt betur, og verður stórvirkari við að rífa
niður og eyðileggja það, sem aðrir hafa verið
að byggja upp í meir en 30 ár.
Goðgá finst ritstjóra Voraldar það, að vér
sögðum í ámingtri grein vorri, að ef Þjóðverjar
ynnu, þá væri úti með öll okkar sérréttindi og
sérmál og þar með feðratrú vora. En ritstjór-
inn segir að það sé mesta fásinna, því að þeir
séu lúterskir á Þýzkalandi og gefur í skyn að
þess vegna sé ekkert að óttast í því efni, þó að
þeir komi hingað, við gætum þá náttúrlega orð-
ið þýzk-lúterskir. En samt sem áður finst oss
að ritstjóra Voraldar ætti að skiljast það, að
þýzk-lúterska trúin sú, gæti aldrei orðið feðra-
trú okkar Islendinga Svo er það öllum mönn-
um ljóst, bæði fyrir og eins síðan striðið hófst,
að þeim trúarflokkum einum var viðgangs auð-
á Þýzkalandi, sem gjörðu að vilja keisarans,
sem álítur sjálfan sig vera sérstaklega
kjörinn umboðsmann guðs hér á jarðríki.
Þar er því í orðsins réttustu merkingu
keisaratrú, og þótt keisarinn eigi lög-
um samkvæmt að vera verndari (defender)
hinnar lútersku trúar, þá daðrar hann jafnt við
allar kirkjudeildir, sem eru honum nógu eftir-
látar, hvort heldur það er sú lúterska, kaþólska
eða þá Múhameðstrú. En ef einhver þeirra vill
segja honum til syndanna, sem guð veit að eru
margar, þá fær hún óspart að kenna á harð-
neskju hans. Svo engin þeirra þorir að gjöra
það. Hvort mundi Hallgrímur Pétursson, Jón
biskup Vídalín eða Jón Bjarnason kannast við
slíkt sem feðratrú vora? En um slíkt er nátt-
úrlega ekki til neins að tala við ritstjóra Vor-
aldar, því hann hvorki vill né getur skilið slíka
hluti.
Ritstjóri Voraldar ber sig illa yfir því að
vér, með því að bera þessa fjarstæðu upp á
Þjóðverja, séum að veikja “sannleiksgildi blað-
anna og spilla fyrir málefni voru”.
Hvað á ritstjórinn við er hann segir: “og
spilla fyrir málefni voru?” Vér verðum að játa
að vér eigum bágt með að átta oss á því, hvert
hans málefni er, þegar um stríðsmálin er að
ræða, eins og oss virðist að hann vera að gjöra
í þessu sambandi. Ef maður ætti að dæma af
þessari grein, sem er frá upphafi til enda
þrungin af Bolsheviki hugsjónum þeim, sem
með Rínargulli hafa verið breiddar út um öll
lönd, þar sem þær hafa fengið landgöngu, til
þess að sundra eining og framsókn samherja í
þessu stríði. Eða ef maður á að taka ummæli
þessa sama manns í opinberu blaði áður fyr, eða
orð hans í prívat samtali í sambandi við stríðs-
málin, þá getum vér ekki séð að stríðsafstaða
hans eigi mikinn rétt ó sér innan brezkra vé-
banda. Og þarf hvorki hann né aðrir að von-
ast eftir neinum styrk henni til handa fró oss,
né nokkrum öðrum sönnum Canadaborgara.
Um manngildi ritstjóra Lögbergs, sem
Voraldar ritstjórinn gjörir að umtalsefni í
þessari áminstu grein sinni, verður hér ekki
deilt. Vér leggjum það lítið, sem vér kunnum
að hafa gjört og verið hefir velferðarmálum
Vestur-Islendinga til gagns, undir þeirra dóm
— en látum oss í léttu rúmi liggja hvað Vorald-
ar ritstjórinn segir um það.
Afrek Breta í stríðinu.
1. 1 ágústmánuði árið 1914, þegar stríðið
mikla hófst, þá voru í brezka herflotanum 145
þúsundir manna, en nú eru þar 430,000 menn.
2. I byrjun stríðsins var lestarmál herflot-
ans alls 4 miljónir smál., en nú er það orðið 6
miljónir.
3. 1 upphafi stríðsins áttu Bretar 12 skip,
sem notuð voru til gæzlu og tundurvélaveiða
(Mine-Sweepers and Patrol Boats). Nú eru
þau skip orðin 3,300 að tölu.
4. Síðan að stríðið byrjaði hefir siglinga-
floti Breta með aðstoð herflotans, flutt til hinna
ýmsu hernaðarsvæða 13 miljónir hermanna, og
af þeirri tölu hafa tapast í flutningi af völdum
óvinanna, alls 2,700 manns, eða sem svarar 1
af 4,815 mönnum, er fluttir hafa verið. — Einnig
hafa fluttar verið tvær miljónir hesta og múl-
asna, og hálf miljón vagha af öllum gerðum.
25 milj. smál. af sprengiefni og öðrum slíkum
hernaðamauðsynjum. 51 milj. smál. af olíu og
eldsneyti. Og svo hafa fluttar verið 130 milj.
smál. af matvælum og annari nauðsynjavöru til
hermanna Breta og samherja þeirra á öllum
hersvæðum.
5. Brezki herflotinn hefir rekið öll her-
skip miðveldanna inn á hafnir og haldið þeim
þar innilokuðum. Hann heldur uppi gæzlu —
ekki aðeins á Norðursjónum, sem er 140 þús.
fermílur að ummáli, heldur einnig að meira og
minna leyti á öllum höfum. þar sem gæzla er
þörf.
Geta má þess til dæmis, að öll herskip
Breta skriðu á einum mónuði sjö miljónir mílna
um höfin, og er það 250 sinnum meiri vega-
lengd, en nemur ummáli hnattarins. —
Að gæzlá flotans hafi nokkurn veginn nægi-
leg verið, má meðal annars marka af því, að á
árinu 1915, voru það 256 skip af 1400 skipum,
er komust fram hjá varðskipum Breta. En á
síðastliðnu ári komust aðeins 60 af 3 þúsund
skipum hjá gæzluskipum þeirra. — Að geta
fundið og haft gætur á 98 skipum af hverju
hundraði skipa, er um sjóinn fara, verður að
teljast góð gæzla.
Neðansjávarbátar Breta hafa síðan að
stríðið hófst “séð fyrir” 40 óvinaherskipum og
270 öðrum skipum þeirra.
1 ágústmónuði 1914 var landher Breta, sem
hér segir: Æfðir hermenn, 250 þúsundir. Lítt
æfðir sjálfboðar 200 þús., og í Nýlendunum 250
þúsundir lítt æfðra manna. Alls 700 þúsundir
manna.
Þegar stríðið hófst, sendu Bretar allan
handbæran herafla sinn yfir til Frakklands, og
voru það 160 þúsundir. Þessi smái hópur nægði
til þess, að þoka Þjóðverjum aftur á bak til
ósigurs, í Marne-sennunni miklu, er var fyrsti
verulegi stórbardaginn í yfirstandandi ófriði.
— Síðan hefir herinn aukist jafnt og þétt, þar
til í janúar síðastl. að stjórnin gaf þær upplýs-
ingar í brezka þinginu, að hið brezka veldi hefði
alls 7y2 miljón vígra manna, á öllum hernaðar-
svæðunum, er væri þannig að komið frá hinum
ýmsu ríkishlutum:
England.............. 4,530,000 menn
Skotland........ 620,000 “
Wales............ .. 280,000 “
Irland.......... 170,000 “
Nýlendurnar..... 900,000 “
Indland og hjá^ndur 1,000,000 “
Alls .. .... .. 7,500,000
1 tölum þessum eru ekki innifaldir allir
þeir menn, sem heyra til verzlunarflota ríkisins,
en þeir eru mörg hundruð þúsundir talsins.
Frá því stríðið hófst og fram til nóvember
loka 1917, höfðu Bretar tekið yfir 176 þús. her-
fanga og yfir 900 fallbyssur og 1,244,000 fer-
mílur af óvinalandi, og auk þess höfðu þeir
hjálpað Frökkum til þess að vinna til baka 1410
fermílur á Frakklandi, sem Þjóðverjar höfðu
tekið og héldu.
I upphafi stríðsins höfðu Bretar 800 menn
og 64 flugvélar, í flugdeild sjóhersins. — Árið
1917 voru í þeirri deild 42 þús. manna, og flug-
vélar svo þúsundum skifti.
1 flugdeildum landhersins voru árið 1914
eitt hundrað menn og 66 flugvélar. En í árslok-
in 1917 voru í þeirri sömu deild, tugir þúsunda
æfðra flugmanna og nokkrar þúsundir flugvéla.
A fyrstu 9 mánuðum órsins 1917, skutu
Bretar niður og eyðilögðu 876 ovina flugvélar
og stórskemdu 759, svo þær urðu að leggja á
flótta. I lækna og hjúkrunardeild brezka hers-
ins voru árið 1914, 3168 yfirmenn og rúmar 16
þúsundir aðstoðarmanna, en árið 1917, var tala
yfirmanna komin upp í 14 þúsundir, en aðstoð-
armenn námu 125 þúsundum.
Árið 1914 voru í hjúkrunardeild þeirri, er
Breta drotning stofnaði, alls 463 konur, en árið
1917 var tala kvenna í deildinni orðin 7711.
Hjúkrunarkonur frá hinum ýmsu hlutum ríkis-
ins, sem undir eins í byrjun stríðsins gáfu sig
íil herþjónustu, töldust þrjár þúsundir, en 1917
nam tala þeirra fixnm þúsundum. Skýrsla sú,
sem framantaldar upplýsingar eru teknar úr,
og sem er gefin út af Hayman, Christy & Lilly,
Ltd. í Lundúnum 1918, hefir einnig inni að
halda langan kafla um aukið magn skotfæra
fraraleiðslunnar. En só kafli skýrslunnar er
svo samandreginn og tölurnar svo óljósar, að
ekki þýðir að setja þær hér. Þó er það Ijóslega
tekið fram í því sambandi, að skotfæra fram-
leiðslan öll, er nú 65 sinnum meiri, en hún var
fyrstu 10 mánuðina eftir að ófriðurinn liófst.
Margt annað í skýrslu þessari, er næsta
fróðlegt, svo sem samanburður á þjóðskuld,
vöruverði, skattaálögum o. fl., árið 1914 um
það leyti, er stríðið byrjaði og því, sem nú á
sér stað á yfirstandandi tíma. En aðalkjarni
skýrslunnar er þó vitánlega sá, að sýna hið ó-
þrotlega þol, starfsþrek og þann mikla fjárhags-
styrkleik, sem Bretaveldi á yfir að ráða, og
sem fyr eða síðar mun tryggja því og samherj-
um þess, fullan sigur í stríði þessu.
THE DOMINION BANK
VIÐBÚNAÐUR
Peningar á banka meinar viSbúnatSur viS áfallandi útgjöldum, j
eSa ef gefa skal 1 þjóSræknissjóSi eSa ef kaupa skal stríSsskuldabréf. j
Vér mælum meS aS hafa sparisjóSsreikning í banka vorum, þar sem
vextir bætast viS höfuSstól tvisvar á ári meS 3% rentu árlega.
Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
'A?/; ;\#/! [&/
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSstóll löggiltur $26.000,000
VarasjóSur.....................
Forseti ...
Vara-forseti
Aðal-ráðgmaður
HöfuSstóll greiddur $14.000,000
...$15,000,000
Sir HCBERT S. HOLT
E. Jj. PEASE
C. E NEILL
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga við einstaklinga
eSa félög og sanngjamir skllm&lar veittlr. Avlsanir seldar tll hvaBa
staSar sem er á lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjóCsinnlögum,
sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagC&r vlC á hverjum 6 m&nuCum.
T- E. THORSTEINSSON, R&Ssmaðnr
Co Williaa* Ave. og Sherbrooko St.,
Winnipeg, Man.
Walters Ljósmyndastofa
Vér skörum fram úr í jþví að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér
$1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Taliími: Main 4725
Eyðilegging Rheims.
Eftir G. H. Perris.
pað var engu líkara en að
báíið sjálft hefði brent sig út.
pjóðverjar höfðu beint að borg-
inni 50,000 sprengikúlum, úr öllu
því ægilegasta eyðileggingarefni
sem nokkru sinni hefir notað ver-
ið, og þeir höfðu hætt skothríð-
inni jafn óskiljanlega snögt, og
hún hafði hafin verið. Og morg-
uninn, sem eg kom inn í borgina,
hvíldi dauðaþögn yfir öllu....
Engin kunn orð, eða orðatil-
tæki, eru nógu sterk til þess að
lýsa ógnum þeim, sem dunið hafa
yfir þessa borg, og er því sízt að
undía að menn, sem unna fom-
um listaverkum, er skapað hafa
sér söguhelgi, setji hljóða og eigi
örðugt með að vðlja hugsunum
sínum og orðum viðeigandi form
er þeir hafa orðið sjónarvottar
að annari eins sorgarsýn og hér
var um að ræða.
Eg var orðinn gagnkunnugur
rústum Rheimsborgar. Frá því
er fyrsta skothríðin hófst, fyrir
meira en þremur og hálfu ári síð-
an, er fjöldi hinna fegurstu lík-
neskja og minnismerkja, jafnað-
ist við jörðu, og fram til þessa
dags hefi eg vandlega fylgst með
þessum djöfullega grimdarleik.
Fyrst framan af var eg, eins og
Bretum er eðlilegt, að þreifa
fyrir mér um það, hvort ekki
væri hugsanlegt að pjóðverjar
kynnu að hafa frá hemaðarlegu
sjónarmiði, einhverja afsökun
fyrir þessu athæfi. En það var
öðru nær. Eg þaulspurði hvem
einasta mann er eg náði til og
sem líklegur var, að hafa ein-
hverja vitneskju um málin, og
öllum bar saman um, að ekki
einu sinni svo mikið sem afsök-
unarskugga væri nokkursstaðar
að finna. Hið eina, sem beinlínis
sannaðist við rannsókn mína var
það, að þessi glæpur, eins og allir
aðrir glæpir pjóðverja, í sam-
bandi við stríðið, hefðu beinlínis
framdir verið af ásettu ráði, og
að þessir glæpir gengu svo langt,
að jafnvel Comanche mannætu-
foringinn í Congo mundi tæplega
hafa haft kjark í sér til þess að
framkvæma önnur eins hermd-
arverk.
Og ef enn kynni á meðal vor
einhver sá að vera, er spyrja vildi
um orsakimar til þess að pjóð-
verjar tóku að skjóta á Rheims,
þá ætla eg að leyfa mér að svara
því þannig, að tilgangurinn hafi
að eins verið sá, að hræða fólk á
líkan hátt og reynt var með
byssunum frægu, er Hindenburg
notaði úr 70 mílna fjarlægð, til
þess að ógna með íbúum París-
arborgar. Ekki var nú hemaðar-
þýðingin meiri en það!
Hin veglega og sögufræga St.
Louis dómkirkja, en enn eigi fall-
in, enda var hún reist af meistara
höndum í fyrstu, þó hefir húsið
skemst all-mjög og það svo að
rignir inn um þakið; margar
myndastyttur hafa skemst, og
sömuleiðis málverk. Bronzlíkn-
eski meyjarinnar af Orleans, þar
sem hún réttir út hendina og lift-
ir upp blikandi sigðínni, hefir
höggið verið sundur í miðju. pað
hefir verið sagt, að eigi mundi
það minna fé kosta, en miljón
dala að gjöra við kirkju þessa,
svo hún komist í samt lag; hún
hefir alment talin verið eitt hið|
fegursta musteri bygt í gotn-
eskum stýl á Frakklandi. En eg
held að lang réttaist mundi vera
að fresta öllum aðgerðum, n,ema
þeim allra nauðsynlegustu, svo
sem að gera þakið regnhelt, og
lappa upp á hurðir og glugga.
Skoðun mín er sú, að þessi helga
og dásamlega bygging, sviðin og
aflöguð eins og hún nú er, ljóm-
uð í sögubjarma fortíðarinnar,
mundi tála skýrar og hærra til
komandí kynslóða, með öll örin
ómáð; mundi tala líkt og skáldið
forðum lét móður sína Fjallkon-
una mæla: “Sjáðu hvað eg er
beina ber” o. s. frv. En urn borg-
ina sjálfa, er nokkuð öðru máli
að gefena. Eg held að vonlaust
muni vera um að bjarga henni,
eða því sem næst. Fyrir til-
tölulega skömmum tíma, var þó
ekki óhugsandi, að mátt hefði
koma henni í viðunanlegt horf,
en nú tel eg alveg fyrir það bygt.
Vér verðum að gera oss það
Ijóst, að Rheims er enginn smá-
bær, eins og t. d. Ypres og Arras,
heldur auðug og skrautleg borg,
sem tekur yfir svæði, er svarar
til hér um bil eins fimta hluta af
ummáli Parísarborgar, og með
120,000 íbúa. Vart mun það hús
vera í borginni, er eigi sé að
meira eða minna leyti aflagað, óg
norður og austur hverfi borgar-
.innar, eru gersamlega í rústum.
Flest stórhýsi, sem reist voni
um eða eftir daga Champagne
greifa, svo sem verksmiðjur og
vörugeymsluhús eru á elnn eða
annan hátt úr lagi gengin, og
getur víða að líta hrunin stór-
hýsi, þar sem stórir logandi
stólpar og bjálkar, mæna upp úr
rústum hinna samanhrundu
steinveggja. — Rað rennur kalt
vatn á milli skinns og hörunds
vegfarandans, sem staðnæmist
við rústir Rheims, og lítur þar
á afreksverk hinnar þýzku menn-
ingar!
Þjóðminningardagur
Frakklands
Canada hefir fyrir skömmu
fagnað, ásamt Bandaríkja þjóð-
inni, frelsisdegi hennar, 4. júlí,
og á sunnudaginn hinn 14. þ. m.
var 129 ára lýðvakningarafmæli
hinnar frönsku þjóðar, og hafa
bænir vorar og góðhugur borist
með blænum austur um haf til
Frakklandis — þjóðarinnar hug-
prúðu, hreinlyndu og staðföstu,
sem enn þá einu sinni á í hinum
skefilegasta ófriði, gegn ofbeld-
isfullum óvinum frelsis og mann-
réttinda. Hinn 14. júlí 1789,
vaknaði franska þjóðin af kúg-
unardrunganum við hina hress-
! andi og lífgandi þjóðfrelsis-
I söngva, skáldahna og riúhöfund-
anna frægu, Rousseau og Vol-
taire, og gaf harðstjómarkerf-
inu fyrsta úrslitalöðrunginn, með
því að jafna við jörðu Bastille
kastalann alræmda — ímynd
harðstjórnarinnar og einveldis-
ins. Árum og öldum Saman, hafði
fólkið verið þjáð og þjakað af
auðvaldi og höfðingjalýð. Fá-
tæklingamir, sem- auðvitað voru
langflestir, urðu að bera þyngstu
byrðamar — fullnægja með svita
dropum sínum, hinum sí-hækk-
andi kröfum yfirgangsseggjanna
Aðallinn, sem áfeti fimta hluta
alls landsins, greiddi engan skatt
f
h