Lögberg - 18.07.1918, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1918
7
Enthirminningar frá
Miklagarði.
Eftir
Henry Morgenthau
fyrv. sendiherra Bandaríkjanna
(Framhald). ,
VI.
(Framhald).
Enginn vafi er á því, að Grikk-
ir voru skjótir að snúa á Tyrki,
að því er þetta mál snerti. Tyrk-
ir höfðu verið heldur fljótir á sér
að auglýsa tilgang sinn í því, að
ráðast á Grikki jafnskjótt og
hefðu fengið hryndrekana.
Bæði skipin, sem Grikkir voru
að semja um að kaupa, voru í
góðu ástandi, og ^lveg reiðubúin
fyrir orustu! Bandaríkin gátu
vel verið án “Idabo” og “Missi-
sippi”, þau voru hvort sem var
eigi nógu rambyggileg til þess að
beita þeim í flota Bandaríkjanna
en aftur á móti fyllilega traust
til þess að sópa tyrkneska flot-
anum úr Ægea hafinu. Alveg
lá það í augum uppi að Grikkjum
mundi eigi til hugar koma, að
fresta því að ráðast gegn Tyrkj-
um, þangað til hinir síðamefndu
hefðu hin nýlega keyptu skip
sín fullgjör; nei, þeir ætluðu sér
beinlínis að ráðast á þá undir
eins og þeir fengju þessi tvö skip
frá Ameríku. Lagahliðin á máli
þessu, eins og Djemal hafði hald-
ið henni fram, studdist vitanlega
ekki við nokkurn skapaðan hlut,
hve mjög sem henni þó var á
lofti haldið.
Friður var enn á, að minsta
kosti á yfirborðinu, milli Tyrkja
og Grikkja. Og það lá í augum
uppi að Grikkir hlutu að hafa
jafnmikinn rétt til þess, að kaupa
herskip í Bandaríkjunum, eins
og Tyrkir t. d. í Brazilíu og á
Englandi.
En Djemal var ekki eini
stjómmálamaðurinn, sem reyndi
að koma í veg fyrir söluna.
Sendiherrann þýzki, lét sig og
mál þetta nokkm skifta. Fáein-
um dögum eftir heimsókn Dje-
mals, ókum við von Wangenheim
saman í bifreið, eftir hæðunum
norðan við Miklagarð; Wangen-
heim vakti máls á Grikkjum, og
kom skjótt í ljós að hann bar til
þeirra hinn mesta óvildarhug, og
kvaðst vera hræddur um að þeir
mundu innan skamms verða or-
sök til ófriðar. Hann mintist
einnig all-ítarlega á hina fyrir-
huguðu sölu Bandaríkjanna á
tveimur herskipum til grísku
stjómarinnar og þuldi upp úr
sér langa mótmælarunu gegn
sölunni. Mótbárur hans voru
undantekningarlaust þær sömu
og Djemal hafði haldið fram, og
vakti það hjá mér grun um að
eiginlega mundi Wangenheim
hafa lagt Djemal orð í munn, og
notað hann sem hvert annað tól
til þess að hafa áhrif á mig í
sambandi við þetta mál.
“Hugsið yður að eins hve
hættulegt fordæmi slík sala
mundi skapa”, sagði Wangen-
heim; “það er heldur eigi alls-
endis óhugsandi að Bandaríkin
,gætu komist í hin sömu spor, er
Tyrkland nú stendur í. Húgsið
yður ef svo væri ástatt, að þjóð
yðar væri rétt á takmörkunum
með að lenda í stríð við Japan, og
að England gæti selt Jöpönum
heila flota af bryndrekum,
hvemig haldið þér að Bandaríkj-
unum mundi þá lítast á blik-
una ?”
En svo kom hann mér að 6-
vömm með skýringuna, sem eig-
inlega var hin sanna orsök allra
hans mótmæla. Eg hefi hugsað
um þann atburð iðule&a síðan og
aldrei getað gleymt honum —
hann hafði brent sig í vitund
mína. — Við fórum afarhægt;
hinn alvarlegi, fámáli Belgrade
skógur þandist umhverfis oss, og
í fjarlægð glitraði á Svarta hafið
laugað i geislum kveldsólarinnar
Wangenheim varð alt í einu
hugsi og mjög alvarlegur ásýnd-
um. Svo hvesti hann á mig aug-
un og mælti: “Eg trúi því tæp-
lega að Bandaríkjunum sé vel
ljóst hve afar-hættulegt mál
þetta er. Skipasala þessi gæti
auðveldlega leitt alla Norðurálf-
una út í blóðugt stríð”.
Samtal þetta átti sér stað 13.
júní, eða hér um bil sex vikum
áður en ófriðarlogamir brutust
út. Wangenheim vissi glögg-
lega að þjóðverjar voru í óða
Every lOc
Packet of
WILSON’S
FLY PADS
WILL KILL MORE FLIES THAN
V$8°-°W0RTH OF ANY
x STICKY FLY CATCHER
Hrein í meðferð. Seld í hverri
lyfinbúð og í matvörubúðum.
önn að búa sig undir þenna stór-
kostlega ófrið, hann vissi einnig
að undirbúningúrinn var eigi al-
veg fullkomnaður. Eins og allir
aðrir sendiherrar pjóðverja, þá
hafði Wangenheim einnig fengið
strangar fyrirskipanir um, að
reyna að koma í veg fyrir allan
ófriðarvanda, fyr en undirbún-
ingnum væri gersamlega lokið.
Hann hafði ekkert á móti nauð-
ungarburtflutningi Grikkja, held
ur mun hann miklu fremur hafa
skoðað það atriði, sem einn hlekk
í undirbúningskeðju þjóðverja.
En honum var á hina hliðina
meinilla við að Grikkjum yrði
veitt tækifæri til þess að vopn-
ast betur og kaupa ný herskip.
Ástandið á Balkanskaganum um
þetta leyti,. var engu iíkara en
eldfjalli, þar sem umbrotin eru
stöðugt að gerast háværari og
heitari, og gosið getur skollið á
nær sem vera skal.
Tvö Balkanstríð voru fyrir
tiltölulega skömmu um garð
gengin, án þess þó að verka langt
út frá sér, en Wangenheim vissi
greinilega að þriðja stríðið
mundi hleypa allri Norðurálf-
unni í bál og brand. Hann vissi
að það var einungis tímaspurs-
nál hvenær ófriðurinn brytist út,
en hann vildi ekki með nokkru
móti fá stríðið undir eins, og
hann var beinlínis að reyna að
hafa áhrif á mig persónulega, til
þess að pjóðverjum gætl unnlst
enn nokkur tími til undirbúnings
Hann gekk svo langt að fára
þess á leit við mig, að eg skyldi
senda hraðskeyti þegar í stað til
forseta Bandaríkjanna, og skýra
fyrir honum hve stórhættulegt
ástandið væri að verða, og leiða
p.thygli hans að símskeytum til
ríkisritara-deildarinnar I sam-
bandi við skipasöluna.
Mér þóttu uppástungur hans
beinlínis ósvífnar og þvemeitaði
að vinna á þeim grunvelli. Eg
sagði Djemal og'ýmsum öðrum
tyrkneskum stjómmálamönnum
er sífelt vora á hælunum á mér
í þessum sömu erindum, að eina
ráðið fyrir þá, sem líklegt gæti
orðið til þess að koma að haldi
væri það, að þeir létu sendiherra
sinn í Washington taka málið
upp við forsetann. peir fóru eft-
ir þessum ráðum undir eins. En
Grikkir urðu á undan þeim.
Klukkan tvö hinn 22. Júní hafði
sendiherra Grikkja og yfirher-
foringi Tsouklas fengið áheyrn
forsetans, og gert út um skipa-
kaupin. pegar þeir voru að fara
út frá forsetanum, kom tyrk-
neski sendiherrann, en hann varð
fimmtán mínútum of seinn.
pað er skoðun mín að Wilson
forseti muni hafa samþykt söl-
una, með því að hann vissi að
Tyrkir voru í undirbúningi með
að ráðast á Grikki, og hann hafi
haldið að skip eins og “Idabo” og
“Missisippi” í höndum Grikkja
mundu koma í veg fyrir nýtt
Balkanstríð. Stjómin seldi síð-
an skipin formlega 8. júlí 1914,
að fengnu samþykki þingsins, 'til
Fred. J. Gauntlett, fyrir $12,535-
276.98.. pingið ákvað einnig
samstundis, að verja andvirði
þessara skipa, til þess að byggja
fyrir bryndrekann “Califoraía”,
af allra nýjustu og fullkomnustu
gerð.
Mr. Gauntlett færði skipin yfir
í nafn Grikklandsstjórnar; þau
voru síðan skírð upp og nefnd
“Kilkis” og “Lemnos”, og voru
vitanlega stærsu og sterkustu
skipin í flota Grikkja. pví verð-
ur tæpast með orðum lýst, hvé
mjög Grikkir fögnuðu kaupun-
um — þeir kunnu sér tæpast læti.
VII.
Um þessar mundir höfðum vér
flutt úr sendiherrabústaðnum og
til • sumarbústaða vorra við
Bosphorus. Allir sumarbústaðir
sendiherrasveitanna láu á þeim
stöðvum og var útsýnið þar hið
fegursta.
Hús vort var þrílypt bygging
í Ventíu stýl, að baki reis all-hár
klettur, og hékk þrunginn vafn-
ingsviður niður úr klifunum.
Byggingin stóð örskamt frá
sundinu, og var sérlega fagurt
yfir að líta í tunglskini, og þegar
hvast var og mikill öldugangur,
fanst oss engu líkara en vér vær-
um á fleygiferð um hafið. Bos-
phorus var á þessum stað eigi
nema míla á breidd, og við dags-
birtuna var unun að horfa á hin-
ar skrautlegu og marglitu skemti
snekkjur iðandi til og frá um
sundið. pað var eins og alt væri
þrungið af iðandi og spriklandi
lífi. Eg minnist lengi þessarar
töfrandi æfintýrafegurðar, og
hún verður skýrari í huga min-
um, þegar eg ber saman mót-
etninguna, sem komst í ljós eftir
að Tyrkir fóru í stríðið og sund-
unum varð lokað.
Hinn látlausi straumur rúss-
neskra stórskipa dag eftir 'dag,
á leiðinni frá hafnarstöðunum
við Svantahafið, til Smyma, Al-
exandría og annara borga, sýndi
glögglega þýðingu þessa örmjóa
sunds, og gerði mönnum ljósar
orsakirnar til þúsund ára stríðs
og baráttu, sem Norðurálfu þjóð-
irnar höfðu háð um yfirráðin á
þessum saklausa vatnsdregli.
Sumarmánuðir þessir vora
vanir að líða í friði og ró, hér
voru sendiherramir og f jölskyld-
ur þeirra vanir að hafa dagleg
mök, eta og drekka við sama borð
og stundum leiðast hlið við hlið
um trjágöngin og lystigarðana,
þaraa var það daglegt brauð, að
sendiherra einhverrar þjóðar
leiddi til borðs með mestu við-
höfn og kurteysi frú annars full-
trúa, á sama tíma og hann ef til
vill var að brugga vélráð gegn
þjóð þeirra fjölskyldu.
Gestimir skiftust svo venju-
lega eftir máltíðiraar ósjálfrátt
í smá hópa, til þess að spjalla
saman og skemta sér. Stórvez-
írinn hélt oft það, sem kallað er
óundirbúið heimboð, í einu hom-
inu; ráðgjafamir kvískraðust á
sín á milli; sendiherramir stungu
saman nefjum um ástandið á
Grikklandi, en Tyrkneskir her-
foringjar og aðrir embættismenn
pískruðu á sína eigin tungu um
hitt og þetta, en gerðu það oftast
svo lágt, að, örðugt var að kom-
ast að efninu. Rússneski sendi-
herrann var einnig vanur að ná
sér í einhverja til þess að skegg-
ræða við, og hélt sig þá alla-jafn-
an helzt á afviknum stað. En á
meðan að eldra fólkið var oft og
einatt að skeggræða og úthugsa
alvarleg mál, skemti hið yngra
sér við dans og söng, og synir og
dætur sjálfra þjóðfulltrúanna,
héldu beinlínis að sendiherraem-
bættin hefðu eiginlega engan
annan, né þýðingarmeiri tilgang
en skemtana algleyming og
nautnalíf. En það gerði sumum
þó skiljanlegt, að eithvað alvar-
legt væri á seiði, og hvorki stór-
vezírinn, né nokkur hinna æðri
stjórnarvaida, fóru eitt einasta
fet án þess að hafa um sig öfl-
ugan lífvörð, það vai; engu líkara
en þeir annað hvort ættu von á
morðtilraunum, eða þá reglulegu
stríði. Eg var fyrir löngu búinn
að finna það á mér, að eitthvað
alvarlegt mundi vera í aðsígi, er
hleypa mundi heiminum í ófrið-
arbál. pað var eins og stríð væri
orðið öllum hugþekkasta umtals-
efnið. — Og svo þegar fyrstu ó-
friðarskýin voru að koma í ljós,
leit helzt út fyrir að allir hefðu
búist við þessu; það var helzt
enga undrun að sjá á nokkrum
manni. — Hinn 29. júní barst
oss fregnin um morð hertoga-
hjónanna austurísku. Fregninni
tóku menn alment með stillingu,
þótt auðséð væri á öllu, að búast
mætti við alvarlegum afleiðing-
um. Tveimur eða þremur dög-
um eftir að morðfregnin barst
út, átti eg langt tal við Talaat
um hin og þessi milliríkjamál-
efni, en hann mintist ekki einu
orði á hinn hryllilega glæp; get-
ur skéð að þögn sú er alment
virtist ríkja í sambandi við þetta
mál, hafi aðallega stafað af því,
að vér höfum allir staðð of ná-
lægt miðstöð þeirri, þaðan sem
hættunnar var mest von. En eigi
leið á löngu þar til losnaði um
tunguhaftið, og fóru þá allir að
tala um stríð — ekkert nema
stríð. pegar eg skömmu seinna
hitti von Mutius og Weitz, frétta
ritara “Frankfurter Zeitung”, þá
fóru þeir auðvitað undir eins að
tala um ófriðarhættuna, er sýnd-
ist eins og liggja í loftinu, og
bættu því við hálf glottandi, að
ef til ófriðar kæmi á anað borð,
þá rnundu Bandaríkin að sjálf-
sögðu njóta allra hlunninda, að
því er snerti viðskiftin við Mexí-
co og Suður-Ameríku!
Serbía verður dauðadæmd.
pegar eg heimsótti sendiherra
Austurríkismanna Pollavicini, til
þess að láta í ljósi samhrygð
mína yfir hinni viðurstyggilegu
háttsemi í sambandi við dauða
hertogahjónanna, þá tók hann á
móti mér með hátíðlegum al-
vörublæ. Honum var bersýnilega
ljóst, að hann var fulltrúi keis-
arafjölskyldunnar, því sorgin
virtist honum eins eðlileg, og
hann sjálfur hefði mist ástfólg-
inn son. Eg lét í ljósi andstygð
sjálfs mín og þjóðar minnar á
níðingsverkinu, og vottaði hinum
»
aldna keisara djúpan samhug.
“Ja, ja, es ist sehr schrecklick —
,það er alveg óttalegt” — hvíslaði
hann. í svo iágum tón, að örðugt
var að heyra.
“Serbía verður dauðadæmd
fyrir níðingsverkið, að minsta
kosti verður hún að greiða afar-
háar bætur” ,bætti hann við.
Nokkrum dögum seinna kom
Pallavicini á skrifstofu mína, og
sagði mér frá hinum svokölluðu
þjóðræknisfélögum, sem stjóm
Serba hefði leyft að starfa í
landinu; hann kvaðst einnig vita
að Serbía ætlaði sér að innlima
fylkin Bosniu og Herzegovinu.
Hann sagðist einnig vita fyrir
víst að stjóra sín æltaði að krefj-
ast þess af Serbum að pjóðrækn-
isfélögunum yrði bannað að
starfa, og að vel gæti farið svo,
að stjóra Austurríkis teldi óum-
flýjanlegt að senda dálítið af her-
liði inn í Serbíu, til þess að koma
í veg fyrir að önnur eins níðings-
verk eins og morð hertogahjón-
anna, yrði unnið í framtíðinni.
parna fékk eg fyrstu hugmynd
ina um hina nafnkunnu kosti —
ulimatum, frá 22. degi júlímán.
Hinn 4. júlí var haldin mlnn-
ingar guðsþjónusta í kirkju hinn
ar helgu meyjar, og voru allar
sendiherrasveitiraar viðstaddar.
Kirkjan er mjög falleg, og stend-
ur á Rue Pera örskamt frá Aust-
urísku sendiherra höllinni. Vér
urðum að ganga niður fjörutíu
tröppur til þess að ná inngangin-
um. Á neðstu tröppunni stóð
sendiherra Austurríkis í fullum
einkenisbúningi, ásamt sveit
sinni og báru allir svart sorgar
band á hinum vinstra handlegg.
Allir sendiherrarnir sátu í þyrp-
ngu í fremstu sætunum, og þetta
var í síðasta skiftið, sem vér
söfnuðumst í einn hóp.
Athöfnin var tilkomumikil og
fögur, og eg minnist hennar leng]
eigi þó hvað síst sökum hinnar
sterku mótsetningar er hún stóð
í, við atriðin sem á eftir komu.
pegar hinir skörulegu og
skrýddu kennimenn höfðu lokið
guðsþjónustunni, fóram vér taf-
arlaust upp í bifreiðar vorar, og
ókum fram með Bosphorus átta
mílur til Ameríska sendiherra
bústaðarins. Dagur þessi hafði
ekki einungis verið merkilegur,
fyrir minningarathöfnina um
hinn myrta ríkiserfingja og konu
hans, nei, það var líka — 4. júlí!
Mér verður lengi minnisstætt,
að sjá þessa sendiherra þyrpingu
ganga niður fjörutíu tröppur til
virðingar við hinn látna stórher-
toga, og horfa á þá eftir lítinn
tima hoppa syngjandi og hlæj-
andi upp að hinum skreytta bú-
stað ameríska sendiherrans, í
heiðursskyni við frelsisdag
Bandaríkja þjóðarinnar. Allar
járnbrautastöðvar og öll skip er-
lendra þjóða, sem á höfninni láu,
vora fagurlega skreytt flöggum,
til heíðurs við ^jóðminningardag
vora, og sendiherramir og ráð-
gjafar allir í glæsilegum ein
kennisbúningum.
Álengdar gast oss kostur á að
sjá staðinn, þar sem Darius, á-
samt sínu persneska liði hafði
farið yfir um frá Asíu, fyrir
meira en 2500 árum; einn af hin-
um mörgu einyeldishöfðingjum
er var svo sterkur að öldunum
hefir enn eigi fyllilega tekist að
þurka út sporin.
Um kveldið vora allir listi
garðamir skrautlýstir með kin
verskum ljóskérum, og allavega
litir flugeldar blikuðu í lofti og
ljómuðu upp hinar myrku hæðir
Bosphoras.
Ekki nema svo sem mflu vegar
Business and Proíessional Cards
The Seymour House
John Baird, Eigandi
Heitt og kalt vaín í öllum herbergjum
Fæði $2 og $2.50 á dag. Americ-
an Plan.
Tals. G. 2242.
Winnipeg
Meiri þörf fyrir
Hraðritara og Bókhaldara
pað er alt of lltið af vel
fseru skrifatofufólki hér í
Winnipeg. — peir sem hafa
útskrifast frá The Success
Business College eru ætlð
l&tnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærsti og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans,
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCESS BUSiNESS CDLLEGE
LIMITED
WINNIPEG, MAN.
Dr. R. L. fflJRST,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrlfaCur af Royal Coliege of
Physiclans, London. SérfrœClngur 1
brJAst- tauga- og kven-sjúkdömum.
—Skrlfst. 306 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (& mötl Eaton’s). Tals. M. 814.
Heimlli M. 2696. Tlml U1 vibtals:
kl. 2—6 og 7—8 e.h.
Dr. B. J. BRANDSON
701 Lindsay Building
Tklkphonr garky 320
OrvicB-TfMAR: a—3
Holmillt 77« Victor 9t.
Tiupion SAUY sai
Winnipeg, Man,
Dagtals. St.J. 474. Næturt. 8CJL: 1«
Kalli sint & nótt og degl.
D R. B. GERZABEE.
M.R.C.S. fr& Englandi, L.R.C.P. frfc
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frfc
Manitoba. Fyrverandi aSstoSarlæknlr
viC hospital 1 Vlnarborg, Prag, og
Berlin og flelri hospitöl.
Skrifstofa I eigin hospitall, 416—417
Pritchard Ave., Winnipeg, Man.
Skrifstofutimi frfc 9—12 f. h.; 3—<
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks elglð hospítal
416—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
llnga, sem þj&st af brjöstveikl, hjart-
veiki, magasjúkdómum, innýflavelkl,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um, taugaveiklun.
Brown & McNab
Selja i heildsölu og smásölu myndir,
myndaramma. Skrifið *eftir verði á
stækkuðum myndum 14x20
175 Carlton St Tals. tyain 1367
JOSEPH tTAYLOR
LÖGTAKSMAÐUR *
lleiniilis-Tals.: St. John 1844
Skrifstof u-Tals.: Main 7978
Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuldir,
veSskuldir, vlxlaskuldir. Afgreióir alt
sem að lögum lýtur.
ltoom 1 Corbett Blk. — 615 Main St.
J. H. M
CARSON
Byr til
Allskonar limi fyrir fatlaða menn,
einnig kviðsUtsumbúðir o. fl.
Talsími: Sh. 2048.
338 COLONY ST. — WINNIPKG.
HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa
af húsbúnaði, þá er hægt að
semja við okkur, hvort heldur
fyrir PENINGA ÚT 1 HÖND eða að
LÁNI. Vér höfum ALT sem til
húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið
OVER-LAND
HOUSE FURNISHING Co. Ltd.
580 Main St., hoini Alexander Ave.
Verkstofu Tals.:
Garry 2154
Heim. Tals.:
Gorry 2949
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem
straujám víra. allar tegundir af
gliisum og aflvaka (batteris).
VERKSTQFt: 676 HUME STREET
The Ideal Plumbing Co.
Horrþ Notre Dame og Maryland 8t.
‘Talsi. Garry 1317
Gera alskonar Plumb-
ing, Gasfitting, Gufu og
Vatns-hitun. Allar við-
gerðir gerðar bæði fljótt
og vel. Reynið os«.
hinu megin við sundið risu Asíu-
hæðimar, alvarlegar og brúna-
þungar, er öldum saman höfðu
verið fæðingarstaður og vermi-
reitur hemaðarlegrar harðstjóm-
ar. — í þetta sinn fanst mér þó
yfir þeim hvíla léttari svipur en
endranær.
pegar eg mintist í huganum
sendiherrahópsins, bæði í kirkj-
unni og eins á bústað mínum um
kveldið, þá komst eg alt í einu að
því, að eg saknaði kunnugs and
lits.
Wangenheim, bandamaður
Austurríkis var fjarverandi. Eg
átti dálítið örðugt með að átta
mig á þessu í augnablikinu, en
seinna fékk eg skýringuna af
vörum Wangenheims sjálfs.
Hann hafði fyrir nokkrum dög-
um farið til Berlínar; keisarinn
hafði stefnt honum þangað á her-
ráðsfund, sem þar var haldinn 5.
júlí, og sem ákva? að hleypa allri
Norðurálfunni í bál og brand.
(Framhald).
Vér leKKjum aérstaka áherxlu á aC selja meCöl eftlr forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fá, eru notuC elngrönru. þegar þér komlC meC forskrlftlna til vor, meglC þér vera viss um aC fá r'éit þaC sem læknlrinn tekur tll. COLCLEUGH A CO. Notre Danie Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 GlftlnKaleyflsbréf seld.
Dr. O. BJ0RN80N 701 Lindsay Building ntLKFHOnBnainv 3ð( Office-tlmar: a—3 HKIMILIt 764 Victor 8t.«et biLKPIIONBi OAKRY T68 Winnipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson 401 Beyd Buildine COR. PORT^CE AfE. \ EDMOflTOfl IT. Stuadar eingöngu augna, eyina. nef og kverka ajúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2-5 e.h,— Talsfmi: Main 30S8. Heimili 105 Olivia St. Talsimi: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Building Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aSra lungnasjúkdóma. Er aC finnp. á skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m-i^ Skrif- stofu tals. M. 3088. Helmlli: 46 : Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3168
]VfARKET ffOTEL
Vi6 sölutorgiö og Cíty Hall $1.00 til $1.50 á dag Ejgandi: P. O’CONNF.1.1..
J. G. SNÆDAL, iTANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portag. Ave. eg Donald Stre.t ) Tak. main 5301.
The Bclgiiim Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verli ábyrgst. Verð sanngjarnt. 329 William Ave. Tnle. G.2449 WINNIPEG
BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætið á reiðum höndum: Getum út- vegað hvaöa tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “Vulcanizing” sér- stakur gaumur gefinn. Battery aðgerCir og blfreiðar til- , búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. AUTO TIRE VULCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. OpiC dag og nótt.
Kartöflu Ormar eyðileggjast með þvi að nota „Radium Bug Fumicide“ 50c pd. það er betra en Paris Green. Sérstök vilkjör ef keypt er mikið f einu Rat Paste 35c. baukurinn. Vaggjalúsa útrýmir $2.50 Becl Bug Liquid THE VERMIN DESTROYING Co, 636 Ingersoll St., Winnipeg
THQS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenrkir lógfræBifcgar,
Skmfstofa:— Koom 811 McArthar
Builófng, Portage Avenae
Akitun: P. O. Box 1650,
Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VBRKSTŒBI:
Korni Toronto og Notre Dame
Phone : Ueitailie
•arry 298« Qarry 888
J. J. Swanson & Co.
Venla meS faeteágnir. Sjá um
leiou á húsum. Annaat lán og
•ld’.ábyrgSir o. fl.
584 The Kenatngton,Port.ASmltb
Phone Matn 2597
A. S. Bardal
84S Sherbrookc St.
Selur Ifkkistur og annast um útfarir.
Allur útbúnaÖur sá bezti. Enafrem-
ur selur hann alskonar minnisvarða
og legsteina.
Heimllis Tals - Qarry 3111
Skrifáitofu Tals. - Qarry 300, 37S
Gifting^ og , , ,
Jarðarfara-
om
meÖ litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tal*. 720
ST. JOHN 2 RING 3
Canadian Art Gallary
685 MAÍN 8T. WINNIPEG
Sérstök kjörkaup á myndastækkun
Hver sem lætur taka af sér mynd
hjá OS8, fær sérstaka mynd geflns.
Sá er lætur stækka mynd fær
geflns myndlr af sj&lfum sér.
Margra ára íslenzk vlCsklfU.
Vér ábyrgjumst verkiC.
Komið fyrst til okkar.
CANADA ART GALLERY.
N. Donner, per M. Malitoski.
Williams & Lee
Vorið er komið og sumarið f nánd.
fslendingar, sem þurfa aC fá sér
reitShJól, eCa l&ta gera viC gömul,
snúi sér til okkar fyrst. Vér höf-
um elnkas'lu & Brantford Bycycles
og leysum af hendi allskonar
mótor aCgerCir. Ávalt nægar byrgC-
ir af “Tires" og ljómandl barna-
kerrum.
764 Sherbraok St. Horni Hotre Oame
Meðali sem er vel
tekið.
GOFINE & CO.
Tals. M. 3208. — 322-332 Ellice Avc.
Horninn á Hargrave.
Verzla meC og virCa brúkaCa hús-
muni, eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum á öllu sem er
nokkurs virÓL
Oss hættir við að trassa inn-
vortis hreinlæti, og þó vitandi að
það getur orsakað ýmsa kvilla.
Triners American Elixir of Bet-
ter Wine, lag-ar alt það, og er því
vel tekið af öllum. pað hreinsar
magann og innýflin, rekur í burt
harðlífi, vindgang, höfuðverk og
taugaóstyrk, veitir góða rnatar-
lyst og yfir höfuð byggir líkam-
ann upp. Triners American
Elixir er ekki þorstadrykkur,
það er meðal, sem verður að tak-
ast eftir forskrift, 1—2 mat-
skeiðar á undan máltíðum þrisv-
ar á dag. Lög á móti vínanda og
vínanda bitter, sem hefir áhrif á
þan sem neytir, er ekki hægt að
heimfæra til þessa meðals og
samkvæmt niðurstöðu lögmanns
póstmáladeildarinnar í Washing-
ton, D. G. í september 1917.
“Auglýsingar á Triners Ameri-
can Elixir of Bitter Wine, og sölu
er'því í fullu samræmi við póst-
)ögin til útbýtingar með pósti.
Verð $1.50. — Triners Liniment
við gigt og verkjum, tognun og
bólgu. Verð 70c.—Joseph Triner
Company, Mfg. Chemists, 1333—
1343 S. Ashland Ave., Chisagi,
111.