Lögberg - 29.08.1918, Page 1

Lögberg - 29.08.1918, Page 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAI TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 41T 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 29. AGÚST 1918 NUMER 35 * Avarp Einars Jónssonar listamanns til Vestur-Islendinga. Eins og mörgum af lesendum vorum er kunnugt, pá hefir lista- maðurinn Einar Jónsson frá Reykjavík verið að gjöra líkneski af porfinni karlsefni, — hinum fyrsta hvíta innflytjanda í Ameríku, og er myndin hér að ofan af þessari myndastyttu Einars. Hún er gjörð að tilhlutun J. Bunford Samuels, verksmiðjueig- anda í Philadelphia, sem hefir látið sér mjög ant um minning þessa fyrsta frumbyggja Ameríku, eða >þó öllu heldur konu hans, Ellen Philips Samuels, sem nú er dáin, sem einnig var mjög vinveitt í garð fslendinga, og þótti mikið koma til bókmenta og sögu þjóðarinnar. f erfðaskrá, sem þessi kona lét eftir sig, tiltók hún all-stóra pen- inga upphæð, er til síðu skyldi leggjast, en vöxtunum af henni var- ið til þess að gjöra imyndastyttur af frumbyggjum Ameríku, er setjast eiga í Fairmount listigarðinn í Philadelphia, og er þessi myndastytta af porfinni karlsefni hin fyrsta þeirra. porfinnur karlsefni var ættaður af Höfðaströnd á íslandi, fædd- ur um 975. Hann ólzt upp þar heima, þar til 'hann var um þrítugt, að hann fór til Grænlands, og var veturinn 1006 hjá Eríki rauða í Bröttuhlíð, þar kyntist hann og kvæntist tengdadóttur Eiríks, — ekkju porsteins Eiríkssonar, Guðríði, ágætis konu. Um vorið 1007 hélt porfinnur ásamt konu sinni, 140 hjúa og allri annari búslóð vestur um haf, til Vínlands, sem þeir Eiríkssynir, Leifur, porvaldur og porsteinn ihöfðu áður komið til, og porvaldur látið líf sitt í. f þrjú ár var porfinnur í Vínlandi og fæddist þeim hjónum, por- finni og konu hans Guðríði, sonur, hið fyrsta ár, sem þau dvöldu þar, eða 1007. Hann var nefndur Snorri og er fyrstur hvítra manna fæddur í Ameríku.—Bftir þriggja ára dvöl gat porfinnur ekki hald ist lengur við í Ameríku sökum ofsókna villimanna, tók hann sig því upp og hélt heim til Grænlands 1009. Litlu siðar fór hann út til íslands, keypti Glaumbæjarland í Skagafirði og bjó þar til dauða- dags. Oft skeður það að okkur vant- ar orð til að lýsa vorum hugmynd um og tilfinningum. Eg þekki þetta, 'því mér finst mig vanta þau alt af. Og þess vegna hefi eg kosið mér annan túlk, sem ekki eingöngu þyrfti orða við, því hann þegir eins og sá steinn sem hann er og þegar eg hef \ alið slíkan túlk, þá getið þið heiðruðu tilheyrendur nærri hversu ó- mögulegar mínar eigin talgáfur eru. En nú hefir þessi túlkur, í eitt skifti fyrir öll, neitað mér um sína aðstoð á öllum tæikifæris- mannfundum og samkomum, — hann er þess vegna fjarverandi í kvöld. Eg mundi annars hafa beðið hann um að túlka löndum mínum hér mitt og konu minnar innileg- asta þakklæti og gleði, fyrir þeirra miklu ástúð og velvild í vorn garð, — og mikið gleður það okkur að vera komin í yðar hóp, 'þótt'illa hafi gengið að komast það. Máske hefir það átt dálitla orsök sína í því, að eg frá bamsárum befi aldrei óskað mér til Ameríku, og vildi aldrei þangað fara. Nú er eg samt hingað kominn og hefir sjaldan liðið eins vel og nú. Eg man það vel frá æsku minni — er fólk tók sig upp og hópum sam an fór vestur yfir haf — þá þótt- urnst við sem heima vorum, þess viss, að fyr mundum við mætast á landinu hins vegar dauðans en í Ameríku, svo löng fanst okkur leiðin þangað. Mér var mjög illa við allar Ameríkuferðir, þó þótti mér, eins og öllum okkur, sólar- lagið unaðslegt, það lítur út fyr- ir að það hafi mjög lokkað vora gömlu forfeður. Eg elska og ber þá dýpstu lotningu fyrir öllu því sem eltir sólina, og svo langt sem sögur vorar ná aftur í tímann, er sú elting eitt af aðal-Iífsein- kennum vorum. Sólarlagið dróg forfeður vora frá Noregi út til sólarlagslandsins, og þeir báðu guðina að setja upp hásæti sitt, þar sem þeim þætti vænst. peir fluttu hásætið þangað sem Heng- illinn blasir við austri, og þaðan sem Esjan er svo fögur að líta. En fegursta djásnið í þeim nýja hásætisstað var kveldsólin, og 1 áttina. til hennar, alt út í sólroð- ann, benti langur fjallskagi með silfurgyltan Snæfellsás yzt á fingrinum. Á þessa töfrasýn varð forfeðrum vorum all-star- sýnt. Loks hlýddu þeir bending unni, og sólroðinn, sem þeir ekki vildu missa, dró þá út, þeir tóku sig upp og fóru að elta sólina, þeir komust yfir ihafið til Furðu- stranda, en urðu þar aftur að hverfa, en að eins um stundar- sakir, þvi eltingarleikur við sól- ina lá þeim á hug og hjarta, og hugsuðu ekki til að gefast upp við svo búið. En sólin sá alt mannkynið vera á hreyfingu að elta sig, alla leið frá austri til vestúrs, og hún var öllum þess- um jafn mild, þótt iþá vantaði krafta til að hlaupa hana uppi. En hún gat ekki annað en brosað til einnar lítillar norrænnar þjóð- ar, er hún sá koma fremst í broddi fylkingar. petta bros festist í sál þessarar þjóðar, og hún geymir það enn, bæði sem sinn helgasta kjörgrip, og sem fastasta loforð, að henni skuli enn verða leyft að verða fremst í kapphlaupinu ef hún ekki sélur sitt sólarfylgi fyrir fánýt fold- argæði. Synir og dætur þess- ara sólmanna gleymdu aldrei þessari heitustu ósk forfeðra sinna, og eftir nokkur hundruð ár taka þeir sig enn upp á ný, að elta sólina, og láta nú engar að slíkt eigi f yrir okkur að liggja í andlegri merkingu, og eg trúi því að svo sé. Eg þykist alla reiðu sjá söðlaða hesta, búna til þeirrar ferðar, á því kapphlaupi skulum við öll byrja, svo fljótt sem við erum ferðbúin, og ekki þreytast þótt komi nótt eftir nótt, þá styttist hún samt smátt og smátt, ef við höfum vilja og þol og ekkí gef umst upp. Eg veit að það er sælublandin tilfinning í því að sjá sig um til baka og oft getur það gefið þrek 'þeim, sem vill fram, að líta til æskudrauma sinna, því þótt sólarlagið sé fag- urt þá eru þó austurfjöllin aldrei fegri, en þegar þau eru upplýst af henni. En vér megum ekki láta slíkt tef ja okkar ferð, takmarkið liggur framundan, þar sem vér fyr eða síðar náum ljósi og frið, þar sem við fyrst verðum þess ví's, að alt tímanlegt hringdansar í beiðni um ljósið, til þess að end- umýjast með krafti þess og lífi. pá sjáum við fyrst að það var alt af kyrt og nærverandi, þrátt fyr- ir vora löngu ferð og fyrirhöfn tii að nálgast það, það er á þess- um vegum, sem vér af ’ hjarta megum óska að öll list og skáld skapur megi skýrast sínu rétta nafni fá sitt sanna eðli, og þetta má ekki skoðast sem gáfur, er við fyrir eiginn ramleik höfum aflað okkur, nema ef skyldi vera sú ráðsmenska á því pundi, sem okkur er trúað fyrir. forfærur hindra sig. Og svo ! En öll getum vér hlaupið ljósið vill nú til, að eg, sem í þess-1 uppi ef okkur ekki brestur kraft um skilningi alt af hef haft ými- og þol, og svo að lokum náð landi gust á slíkum eltingarleik, er nú hins mikla guðs. Enginn braut- hér kominn í kvöld, þrátt fyrir ryðjandi vor á meðal fær leyfi til alt, til þessara landa minna, sem að byrja á sínu verki, fyr en að BANDARIKIN Verzlunarnefnd Bandaríkjanna hef- ir, eftir nákvæma yfirvegun, lagt til að stjórnin taki í sínar hendur allar gripakvíar ('stock yards), frystihús, vörugeymsluhús, frystiáhöld og gripa- vagna innan Bandaríkjanna. Segir að vald það sem hin fimm niðursuðuhús, ^Swift, Armour, Morris, Cudahay og Wilson hafi, hafi verið misbrúkað og sé til fyrirstöðu sanngjarnri og óháðri verzlun. Hermálancfnd Bandaríkjanna hafa tilkynt öllum bifreiðaverksmiðjum, að eftir 1. janúar 1918 verði lítið sem ekkert af efni til bifreiðasmíða, og tilkynnir verksmiðjueigendum að þeir skuli hafa verksmiðjur sínar reiðu- búnar til skotfæragjörðar eftir 1. jan- úar 1918. Af 55,589 regnkápum, sem keyptar hafa verið til iherþarfa, og geymdar hafa verið í New York hafa 28,625 reynst sviknar. Regnkápur þessar hafa verð búnar til af Keneyon félag- inu, og eiga eigendur þess félags að svara fyrir gjörðir sínar 5. septem- ber. FRAKKLAND par hefir alt gengið sam- bandsmönnum í vil síðan að blað vort kom út síðast. peir hafa haldið áfram sigurvinningum sínum á hverjum degi, og pjóð- verjar hafa orðið að láta undan síga alstaðar. í tveimur tilfell- um hafa pjóðverjar gert áhlaup á fylkingar bandamanna, með öllu því afli sem þeir áttu yfir að ráða. Hið fyrra af þessum á- hlaupum pjóðverja gjörðu þeir nálægt Noyon og voru Frakkar þar til varnar. peir tóku ekki einasta vel á móti, heldur hröktu þá til baka með ógurlegu mann- falli, og ráku þá til baka og all- langt umfram stöðvar þær er þeir ihéldust við á, áður en þeir gjörðu atlöguna. Hinn staður- inn er 1 kringum Bapaum, þar sem bardaginn ihefir verið hvað harðastur. par hafa pjóð- verjar dregið saman liðsafla mikinn og gjört hverja atlöguna á fætur annari á fylkingar Bandamanna. Á því svæði áttu þeir Bretum að mæta, sem harðir voru í hom að táka, og ráku þeir pjóðóverja af höndum sér í ihvert skifti sem þeir gjörðu áhlaup. Nú erú Bretar búnir að hafa tekið sér land og fest bú hér í Manitoba, og sem mér hefir verið sagt að þýddi “hinn mikli guð” eða land 'hins mikla guðs. Mun ekki alt hið ytra, alt sem vér sjáum, heyrum og skynjum, jafnt og viðburðir tímans, vera líking hins andlega. Mun það ekki vera lærdómsbók guðs fyrir vora lægri skóla? par sem að við, dýr og alt annað sem vér sjá- um í ríki náttúrunnar séu nokk- urskonar stafir, og tíminn með sínum viðburðum séu orðin. Máske verður þá eltingaleikur vor við sólina fyrirburður þess, kraftar í andansheimum alla reiðu hafa rutt hans braut, sá friður sem er yfir islenzku gam- almennunum hér vestra, og sú blessun yfir því fallega og hrausta ungviði, sem þeir hafa hér fætt og uppalið, sýnir að þeir fyllilega hafa fengið 'þetta leyfi Mætti það verða fyrirboði þess, þess óskum vér öli, að þjóð vor, í andlegri merkingu mætti á ný hefja sína sólgöngu, að hún enn mætti fá kraft til þess að geta ljrft forystu fánanum, sem þeir einu sinni höfðu í fylgd sinni eftir sólinni. reka þá til baka beggja megin við bæinn, sem þó er í höndum pjóðverja, en búist er við að þe“ír verði að sleppa honum þegar minst varir. En Bapaum er vígi ágæitt, og því hafa pjóðverjar lagt sig fram um að halda bæn- um. Norðar á vigstöðvunum, í kring um Arras og suður frá bænum, gjörðu Bretar snarpa atlögu, og var þar eins og víðar að mótstaða pjóðverja er farin að linast og mættu Bretar til- tölulega lítilli mótstöðu og eru á þessu svæði komnir yfir línu þá, sem Hindinburg hélt áður en hann byrjaði atlöguna 21. marz síðastl. Meðfram Vesle ánni hafa Bandaríkjamenn og pjóðverjar átt harða hríð saman. Banda- ríkjamenn byrjuðu leikinn með atlögu mjög harðri, eins og þeim er lagið, við Bazouches, og svör- uðu pjóðverjar með annari er þeir sjálfir gjörðu við Fismette. Síðustu fréttir segja að Banda- ríkjamenn hafi orðið ofan á í báðum stöðunum. pessi síðasta vika hefir sýnt glöggt, að sam- herjar eru orðnir miklu sterkari allstaðar á vesturstöðvunum heldur en pjóðverjar. Ur bœnum. Mr. Sveinbjöm Guðjohnsen, sem dvalið hefir vestur á Kyrra- hafsströnd undanfarandi, er staddur hér í bænum. Hann er á leið iheim til fslands; fer með Gullfoss næst. Þessa höfum vér orðiö varir viö í bænum: Mr. og Mrs. séra J. Bjarnason, Ár- borg. Mr. og Mrs. Thomas Gillis frá Ed- monton. Mrs. Kristján Johnson frá Leslie. Mr. Aöalstein Jobnson bankastjóra \frá Gardar. Prestana síra K. K. Ólafsson, Mountain, N. D. og síra Friörik Hall- grímsson, Baldur, Man. Safnaöarfundur í Tjaldbúðinni veröur haldinn á föstudagskvöldið 30. ágúst kl. 8. Mjög áríðandi. Fjöl- menniö. Alexander Borgfjörð Fæddur 5. október, 1898. Dáinn 9. ágúst, 1918. Hann var sonur þeirra bjóna Guömundar og Þórunnar Borg- fjörtS, er búa í grend við Árborg. Gékk í herdeild 251. sem sjálfboöi i október 1916, þá rétt 18 ára gamall. Snemrna á árinu 1917 var gerö- ur á honum lítilsháttar uppskuröur viö æxli ofurlitlu er fariö var aö vaxa undir vinstri handlegg. Gerði uppskurö þann frægur enskur uppskurðar læknir. Nærri strax eftir þann uppskurö tók meinsemdin sig upp aftur og þá í miklu stærri stíl. Gékk Alexander undir upp- skurö aftur hjá sama lækni voriö 1917, og hugöist læknirinn þá aö ganga svo vel frá því verki aö dygöi. En þaö fór alt á annan veg. Meinsemdin tók sig enn upp og ágerðist meir og meir. Þó fór Alex- ander ekki i rúmiö fyr en snemma í júní síðastliðnum. Lá hann rétt niu vikur rúmfastur. i Bar hann sjúkdóminn meö frábæru jafnaöar- geði og þreki. Var enda sérlega rólegpir í lund, góösamur, dável greindur og hinn skemtilegasti og geðfeldasti piltur. Var hann einn af þeim ungu mönnum sem allir sjá eftir er kynst höföu. Jaröarför hans, óvenju fjölmenn, fór fram frá kirkju Árdalssafnaöar i Ar- borg þann 11. þ. m., jarösunginn af séra Jóhanni Bjarnasyni. — Tveir aðrir synir þeirra hjóna, Magnús og Þorsteinn, eru í hernum, báöir vaskir drengir og vænir piltar. öllum þeim sem hluttekning sýndu hinum látna í þjáningum hans og heiðruðu útför hans með nærveru sinni eru aöstandendur hjartan- lega þakklátir. Til Einars Jónssonar myndhöggvara og konu hans. Vort land stóð sem líkneski öld eftir öld á öræfum tímans — sem skuggi um kvöld — sem húmsvipur útlægs anda. pað þekti ei aflið, sem í því bjó, og umheimur skildi’ ei að hjarta þar sló, sem geymdi sinn helgidóm hvítan sem snjó, úr hörgunum flæddra stranda. En nú hefir ljósið þar litið 1 náð svo land vort sér heimur, en vöknuð dáð ber listina langt yfir höfin. Og ljósmynd vors Fróns, er lífsmynd sú, sem ljómar í bamanna von og trú og fylgir oss hinzt yfir himins brú. sem helgasta tarmféð og eina gjöfin. Og Einar, þess folik, sem bjartast skein, þú bræddir í málm og hjóst í stein, hjá komandi kynslóð að standa. — Með hamrafellum þíns heimaranns, þú hnyklaðir brýmar útlagans. Og dýrðina alla þíns draumalands þú dróst í verk þinna handa. Og hvar sem er litið á listaverk 'þín, þar lifandi ísland í svip þeirra skín og andinn þess ungi og fomi með norræna þróttinn, sem nauðbeygir fátt, með nútíðardrauminn, sem stefnir eins hátt og ljósvakinn sjón myndar loftið blátt og löngunin svífur frá nóttu að morgni. Og gott á það land, sem þig allan á og óbrotgjöm verkin þín geyma má við hjarta sér allar aldir. Og gott áttu líka. pau geymast þar, sem geislan þér fyrst mót auga bar og æskan í för með framkvæmd var mót fegurstu hugsjón, á braut, sem þú valdir. Svo njóti vort land þín sem lengst og bezt, og listin þín eignist þar griðland mest og verðlagið bjartara og beinna. — Vér, brot vorrar þjóðar, vér þökkum þér, og þegar vér fyllum það skarð, sem þar er, og eignumst að fullu þann arf sem oss ber á æfinnar heimleið, vér fögnum.þér seinna. Og velíkomin hjón á Vesturgrund og verði’ ykkur minning um þessa stund við bróður- og systurhug bundin. Með ihlýju vors máls og handabands, vér heilsum þér brúður vors listamanns, sem örvar og styrkir armlegg hans og ylar og birtir ef þreytist lundin. í Fellið að ganga’ eftir frægðardag mót framtíðar blessun og hörpuslag með hollvætta hóp, firtur elli — Að höggvast í svip sín heimaranns, að hrærast í vorgróðri Sólarlands, er sigurinn mesti sérhvers manns, og sælan, er ríkir á Iðavelli. porsteinn p. porsteinsson. Horfir til vandræða. Velkomiö nafni var þér eitt: Víöfrægö mína að hreppa, En hafi mér brauöiö veriö veitt Vil eg því ekki sleppa. Guttormur J. Guttormsson.. Yfirlýsing Meö því vér, menn og konur af ís- lenzku bergi brotin, erum saman kom- in hér í Winnipeg í Canada til þess aö fagna hinum mikils virta landa vor- um, herra Einar Jónsson frá Reykja- vík á íslandi og hans göfugu frú, þá lýsum vér yfir því aö vér viðurkennum og metum mikils yfirburöa hæfileika og frægö herra Einars Jónsonar, sem listamanns. Og þaö er oss gleðiefni mikiö til þess aö vita, aö vor fámenna þjóö hefir lagt heiminum til listamann í fremstu röö meö svo sérstökum frumleik, aö vakiö hefir eftirtekt og aödáun viðurkendra dómara í þeirri grein; og það er vor innileg ósk, aö framhald verði á hinu glæsilega æfi- skeiöi hans og aö ávöxturinn af starfi hans á ókomnum árum veröi í mesta máta happasælt. Vér lýsum einnig yfir því, aö oss dylst ekki, aö íslenzka þjóöin er í mikilli þakklætisskuld viö J. Banford Samuel í Philadelphia, Penn., og hina látnu konu hans, Ellen Samuel, fyr- ir þeirra miklu og óþreytandi ræktar- semi viö hina íslenzku þjóö, og fyrir viöleitni þeirra aö sanna og fá viður- kent, aö íslendingpirinn Þorfinnur karisefni hafi numiö land í Ameríku árið 1007, og verið fyrstur hvítra manna, er reisti bú á þessu megin- landi, og hefir haldiö þeim sögulega viðburði á lofti meö því aö reisa Þor- finni karlsefni minnisvaröa í Fair- mount-listigarðinum í borginni Phila- delphia; og fyrir sóma þann, sem þjóö vorri er sýndur meö iþví að viður- kenna yfirburða gáfur og hæfileika telenzka myndhöggvarans Einars Jóns sonar, og trúa honum fyrir aö leysa af hendi þetta afar vandasama verk; og vér tjáum herra J. Banford Samuel innilegar þakkir vorar, og minning hnnar látnu eiginkonu hans viljum vér ávalt í heiöri hafa. Jón Björasson frá Héðinshöfða dáinn. í gærmorgun lézt að heimili sínu BaJdur, Man. öldung- urinn Jón Björnsson, faðir Thomasar H. Johnson ráðherra og þeirra systkina. Mr. Björnsson var 87 ára gamall, hafði verið lasinn undanfarandi, — orðinn þreyttur eftir langt og mikið lífsstarf. Væntanlega verður hans nánar getið hér í blaðinu.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.