Lögberg - 29.08.1918, Síða 5

Lögberg - 29.08.1918, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918 5 og leggja hart á sig Ihvenær sem land og þjóð er i vanda og þarfnast lið- veizlu þeirra. Vestur-íslendingum hefir eiginlegá aldrei fyr en nú á þesum síðustu fjór- um árum gefist kostur á því að sýna hvort þeir bera nokkra velvild í brjósti til þessa nýja fósturlands sins, eða ekki, og hvað góðir borgarar þeir eru. I hinni ógurlegu eldraun, sem land- ið okkar og þjóðin okkar hafa gengið í gegn um á síðustu tímum, hafa Vestur-íslendingar gengið undir próf, er ber þeim vitni um það, hvernig von þeirri og ósk hefir farnast, sem fram var borin á fyrstu íslenzku þjóðhátíð- inni, og bergmálaði í hjörtum allra viðstaddra: að það mætti fyrir Vest- ur- Islendingum liggja að verða góðir Ameríkumenn. Og nú kem eg að fagnaðarefninu mesta; að því sem hrósvefðast er i sögu Vestur-íslendinga. Þrátt fyrir illu öflin, þrátt fyrir hina djöfullegu fálmanga prússnesku ófreskjunnar, sem hér hafa verið á ferðinni og, aS því er virðist, lagt fólk v'ort í einelti, þá hafa Vestur-ls- lendingar, sem heild, staðist hið þýð- ingarmikla próf meS heiðri. Siöan yfirstandandi voöa-styrjöld hófst, hafa Vestur-íslendingar betur og betur sýnt það, að þetta land er þeirra land, sem þeir elska; Canada- og Bandaríkjaþjóðirnar þeirra þjóð- ir, sem þeir unna og líta á sem ljúfa og sjálfsagða skyldti sína að líða og striða með og, ef þörf gjörist, leggja lífið í sölurnar fyrir. Fyrir skömmu var birt bréf í Lög- bergi til forseta Jóns Sigurðssonar hjálparfélagsins, frá íslenzkum her- manni á Frakklandi, G. Magnússyni að nafni. I bréfi því standa þessi orð: “Maður grætur yfir óförum vesa- lings Frakklands. Ó, 'hve þakklát við ættum öll aö vera, að slík eyöi- legging ekki á sér stað í okkar eigin kæra landi, Canada. Hver er sá sem ekki vildi gefa sinn siðasta blóð- dropa til þess að varðveita land það, er hann elskar, frá slíkum ó- förum?” Svona hugsar enginn, sem ekki er einlægur og góður borgari, og á yfir- standandi tima er enginn Canadamað- ur góður borgari, sem ekki hugsar eins og þessi islenzki hermaður. Og sami andi kemur fram í bréfum ann- ara íslenzkra hermanna, þar sem þeir standa augliti til auglitis við dauðann á vígvöllunum á Frakklandi, því að út drátturinn, sem eg las úr bréfi G. M., er tekinn af handahófi. Vestur-lslendingar eru í mikilli þakklætisskuld við hermenn sína fyrir það, hv'e dásamlega þeir hafa haldið uppi heiðri vorum siðan striðið byrj- aði; skuld, sem oss ber að lúka af ítrasta megni, þegar þeir hverfa heim aftur. Mörgum, sem heima sitja, ber einn- ig að þakka, og þá fyrst og fremst is- lenzku konunum, sem sívinnandi hafa verið að hermálunum siðastliðin 4 ár, bæði heima fyrir og út á við. Það er ekki verið að auglýsa starf ís- lenzkra kvenna í þarfir hermálanna, með þvi að fylla blöðin með myndum af þeim; en talið þið við íslenzku her- mennina, þegar þeir'koma heim, þá fáið þið vonandi að heyra, að þær ekki hafa verið aðgjörðalausar. Vafalaust hafið þið veitt eftirtekt einum manni öðrum fremur, sem á undan hefir gengið í því að benda Vestur-íslendingum á skyldur þeirra við land og þjóð í sambandi við stríð- ið, sem hefir lagt það í .sölurnar að missa fylgi félags- og flokksbræðra sinna til þess að styðja að því, að Vestur-lslendingar áynnu sér viður- kenningu þá, er þeir nú hafa fengið, sem þjóðhollir og góðir borgarar. Ef ttl vill verður manni þessum aldrei þakkað sem skyldi; en samt ætla eg að spá því, að áður langir timar líða átti menn sig á því og viðurkenni, að haijn hafi á þesum tíma reynst nýt- asti maður þjóðflokks sins. Sérhver sá okkar á meðal, sem hins- vegar hefir reynt að draga úr þjóð- hollustu Vestur-íslendinga á einn eð- ur annan hátt á siðustu tímum og þannig verið, vitandi eða óafvitandi, verkfæri í höndum óvinanna, verð- skuldar óþökk allra góðra manna; enda sannast það á sínum tima, að frammistaða slíkra manna mun þeim í koll koma. Þegar stríðinu lýkur og friður er fenginn, sem við öll óskum og biðjum að bráðum verði, þá verða svo sem að sjálfsögðu mörg auð sæti á vestur- íslenzku heimilunum, og margur Vest- ur-lslendingur verður lemstraður og bæklaður. En okkur er kent það, að blessun fylgi böli hverju og að það sé geisli í hverju tári. Og eg hefi þá trú, að Vestur-íslendingar græði í vissum skilningi á striðinu, þótt óneit- anlega verði gróði sá dýrkeyptur; að þeir komi út úr hinni ægilegu eld- raun betri Canada- og Bandaríkja- borgarar, óeigingjarnari og fórnfús- ar menn, meiri og betri menn. Eg trúi þvi, að yfirstandandi hörmunga- ástand hafi kent okkur að tileinka okkur þessi orð, sem George Was- hington eru eignuð: “Let us raise a standard, to which the wise and the honest can rapair. The event is in the hand of God”. Svo langar mig til að biðja um þre- falt húrra fyrir islenzka Ameríku- mertn. Avarp Flutt í samsœti er Isl. héldu Einari Jónssyni frá Galtafelli og konu hans í Tjaldbúðarkirkju 23. ág. Eftir séra Rögnvald Pétursson. Kæru heiðursgestir! Herra forseti og heiðraða samkoma: Það á ekki við að flytja langa ræðu hér í kveld. Maður sá, sem vér erum að fagna og bjóða velkominn hingað á þessar slóðir, hefir ekki vakið eftir- tekt þjóðarinnar á sér fyrir orðgnótt og mærð, heldur fyrir þá undursarrr- legustu gáfu, sein nokkrum dauðlcgum manni er veitt, — sjónina glöggu og skíru, á tigninni, sannleikanum og fegurðinni í andans heimi. Þessar sýnir, í algengum skilningi hafa augu eigi séð. Hann hefir höndl- að þær, búið þær í fastan búning, greypt þær í grjót og málm og gefið oss þær til að horfa á, skoða og undr- ast yfir. Fyrir þetta hefir hann orð- ið þjóðkunnur og viðfrægur, fyrir þetta elskar þjóðin hans hann og nefn ir nafnið hans þegar hún lyftir hlið- inu fyrir listasafni sinnar 1000 ára sögu. Með mælsku hefir hann ekki hrifið hlifstir hennar og huga, en með dýrmætum gjöfum og óséðum dýr- gripum unnið hjarta hennar og öndu, svo að hann á hana alla, unga og aldna, eins og hún ein á hann heilann og óskiftan, vöggu hans, vaxtarár, anda og starf. 1 ósýnlega ríkið mikla, sem umlyk- ur þenna heim og þetta mannlíf, sem fjölskrúðugra og auðugra er en svo, að það hafi nokkur kannað, hið mikla ríki virkilegleikans, þar sem mannlifs- myndirnar eru geymdar í sinni réttu mynd, og mjög svo frábrugðnar þvi, pem oss virðast þær vera hér, þar sem geymdur er hin-n æðri skilningur á frelsi, réttlæti og kærleika, er einhvern tíma verður leiddur í Ijós, til þessa lands sótti hann þessa kjörgripi, — því hann er listamaður, og færði þá þjóðinni og fyrir það þakkar hún og fyrir það þökkum vér. Það hefði sjálfsagt átt bezt við, á samkvæmi eins og þessu, ef vér hefð- um verið þess umkomnir, er ávarpa eigum þenna kærkomna gest vorn, að lýsa þýðingu og gildi listamanns köll- unarinnar fyrir menningu þjóðarinn- ar, skoðana blæinn, sem hvílir yfir iverkum þeirra og auðkennir þá einn frá öðrum —því þeir eru líka skiftir í skoðunum, á tilgangi og eðli lifslns, eins og sumir aðrir góði menn, — þeim boðskap, sem þeir bera, en fyrir sjálfa oss getum vér sagt það, að til þess erum vér eigi færir og munum þv'í eigi reyna það. En hitt fáum vér skilið, það sama og öllum er ljóst hve mikla þýðingu það hefir fyrir almenna framför í vanalegum skilningi að eign ast slíka menn, slík verk, að efla slíkt samband við hugsjónaríkið mikla. Myndirnar sem listamaðurinn greyp ir í grjót eða málm, eru að vísu kald- ar og dauðar, en sál þeirra andi og líf tekur sér bústað í þjóðarsálinni, i þjóðarandanum, í þjóðlífinu, og það- an þaðan veita út frá sér þeim áhrif- um, sem megna að lyfta þjóðinni upp, göfga hana og glæða hjá henni sanna virðingu, fegurðarsmekk, sjálfstraust, sannleiksþrá, lotningu fyrir dásemi og undrakrafti og miklleika, ómælileika alls lífsins. Þetta er sú almenna þýð- ing sem listastarfið hefir í sér fólgið fyrir þjóðminninguna. það er þvl þýðingarmesta starfið sem nokkrum er fengið að gjöra og krefur meiri á- reynzlu andans, sálarraun, en nokkurt annað starf, og hvað þann áhærir sem til þess er kallaður, oftast unnið fyrir gýg, en ber þó þúsundfaldan á- vöxt fyrir sameiginlegu heildina. Afleiðingarnar, ávextirnir, koma ekki alt í einu i ljós, heldur hægt og seint. Stig af stigi rís þjóðin að göfgi, að sjálfsvirðingu, öðlast dýpri lotning fyrir dásemd lífsins, voldugri frelsis- þrá, hreinni fegurðarsmekk, helgari ^annleikslöngun. En þessu fer svo hægt, að oftast löngu áður en kornist er alla leið upp á sjónarhæðina, er torfan orðin græn og grasivaxin niðri í dalnum, á leiði sjáandans, er sjálfur gekk fyrstur upp á hæðina og kom svo aftur til að fylgja hinum, sem neðar biðu. Þessvegna — þó unnið fyrir gýg, er það marglaunað, marg- blessað með fullvissunni, sem I fyrir- heiti starfsins sjálfs býr, að “af því skuli allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta”. Eins og nú er statt meðal þjóðar vorrar ölum vér þá von í brjósti, að henni varð eigi eins seinfarið upp á sjónarhæðina nú og oft hefir áður komið fyrir i sögu þjóðanna. Hún er búin til ferðarinnar. Hún hefir nógu mikla trú á sannleiksgildi hugsjóna- lífsns til þess að hana skorti eigi á- ræðið. — Sú trú hefir aldrei yfirgefið hana, og var hennar vöggpigjöf. — Að hún komist upp á hæðina með leið- sögumanninum, svO að þegar sú stund kemur að torfan grænkar og grasið grær, að þá verði það upp á efstu brúninni, og að morgni, við upprenn- andi sól, að fegurri, víðsýnni, heiðari og bjartari degi, en hún hefir nokkru sinni lifað. Og enn fremur að vér, sem hér megin hafsins búum, séum þar þá einnig með, lútandi höfðum með hljóðu þakklæti, sem bræður og systur, sem synir og dætur sömu þjóð- ar, er ekkert hefir megnað að skilja oss frá, engin heimska, engln sjálfs- dýrð, engin fagurmæli; sameiginlega fagnandi komu hins nýja dags, með einu hugarfari og einni tungu. Vonin, um að þjóðinni verði eigi of seinfarið upp á sjónarhæðina byggir á forni trú, — trúnni á giftu hennar og feðra hennar. Sú trú hefir eigp enn brugðist. Þrátt fyrir fámennið, er það undursamlegt hve mörg eru stór- mennin, þrátt fyrir fátæktina hve mikill er auðurinn. Og það er giftan meiri en að orð fái lýst. Eigi hefir liðið sú öld að eigi hafi hún átt ein- hverja heimsfræga menn. Og hver er þjóðarauður meiri en sá? Hinn rétti mælikvarði á mikilleik þjóðanna er hinn andlegi aúður, tala afreksmann- anna. Að réttum hlutföllum bæri oss að líkindum enginn frá því ísland bygð- ist. Tala þeirra er eigi fleiri en svo í heiminum, að það sé einn fyrir hverj ar 10 miljónir, er lifað hafa, frá því sögur höfust. En nú hafa áreiðanlega eigi fleiri en 2,000,000 lifað á landi voru frá því það bygðist og til þessa dags. Það má gjöra ráð fyrir að liðn ir séu 25 mannsaldrar frá Islands bygging og jafnaðartala ibúa hafi v'erið 80,000 ár hvert, og verður þá Jieildartalan að eins 2 miljónir. Og allir þessir menn hafa og jafn- framt undirbúið tilkomu þessa bjart- ari og heiðari dags. Og aðstoðar við það undirbúningsstarf hafa þeir notið frá sögunni, “Góðasystir”, eins og Dr. Gr. Thomsen nefnir hana, “setn að aldrei heiman gekk”,—fræðinni, sýn- unum, eilífleikamyndunum, sem hún hefir í ietur fært og geymt. Með þær sýnir fyrir hugskotssjónum var léttara að eygja aðrar og nýrri. En eftir þvi sem þeim fjölgar, birtir betur og dreg- ur nær sólarupprás. Fyrir þau verk, er frægð verða meðan heimur varir, verður aldrei nógsamlega þakkað, og arfur sá aldrei of dýru verði seldur. ‘Þaðan er leom- in” listamönnum vorum, “meginkyngi og myndagnótt”, og eigi sízt þessum gesti vorum, sem hjá oss er staddur á þessu kveldi. Sýnirnar allar, sem hann hefir holdi klæddar, gefið bún- ing, eru sýnir, sem sagan hefir vísað til. Og flest allar eru það sýnir er saga íslands hefir vísað til. “Ingólfur”, “Útilegumaðurinn”, “Þor- finnur karlsefni”, “Jón Sigurðsson” eru myndir úr íslandssögu. Og þá eigi síður “Fátæktin”, sem hallær- in hafa tilbúið, og siðan eftir þeirri fyrirmynd allra fyrirmynda volæðis og eymdar, mannfélagsástandið, stór- þjóðanna og stórborganna. Jafnvel “Drengur á bæn”, minnir á fornan sið, að engin smádrengur hallaði svo höfði til svefns, að hann eigi fyrst læsi bæn, sem faðir eða móðir hafði kent. Það er næstum eins og manni heyrist hann vera að lesa: “Vertu guð faðir faðir minn!”. Þau virðingarmerki, sem þjóð vor hefir viljað sýna þessum syni sínurn, styrkir og enn fremur þá v'on, að hon- um auðnist að lyfta henni til sín upp á sjónarhæðina, og að henni auðnist að sjá það sem hann sér og auðga svo anda sinn og auka fegurðarnæmi sitt. Og í starfi því árnum vér honum öll, allra heilla. Að verkið er örðugt dylst engum. að brautin sem farin er, hefir verið ervið og við fæstra hæfi játa og allir. En eins og Eiríkur viðförli heit- strengdi að fara um heim allann og leita að Ódáinsakri, svo hefir og þessi síðari Eiríkur víðförli og efnt þá heitstrengingu. Með innsigli konungs- ins i Miklagarði hefir honum auðnast að ganga í drekagynið, ganga stein- bogann og litast um í landinu þar sem grösin voru hirt sem purpuri við sæt- ,um ilm. Þar sem sólskin var svo að (ajdrei var þar myrkt ok aldrei bar þar skugga á, þar sem logn var í lofti, en lítill vindur á jörðu, til þess að þá kendi hinn sæta ilm”. Leiðin þangað “lá til myrkva héraða þar sem jafn- glögt sá til stjörnu um daga sem nætur”. En eftir að sigrast hefir verið á þessum torfærum, er leiðin létt og greið til baka. Eiríkur var spurður að hv'ort hann vildi vera þar eftir á Ódáinsakri eða hverfa aftur til sinna áttjarða. Svaraði hann þá, “aftur vil ek hverfa”; en engillinn mælti; “hví viltu þat?” Eiríkur seg- ir; “því ek vil segja frá slrkum dýrð- arverkum”. Engillinn mælti: “Þá gef ek þér leyfi til aftur at fara ok til at segja þínum vinum frá því sem þú sátt og heyrðir. En ver hér sex daga ok tak síðan leiðarnesti ok far norður aftur síðan”. En Eiríkur gjörði alla hluti sem engillinn hafði boðið honum I kveðjuljóði, sem skáldið Jónas Hallgrímsson orti til Alberts Thor- valdsens haustið 1838 er Thorvaldsen kom öðru sinn frá Róm til Kaup- mannahafnar, standa þessi orð: “Hver hefir dýrra, af Drottni þegið annar og unnið, erindi þér? Veitti þér fulla, fegurð skoða himna höfundur, heimi veittir þú”. Kveðjuorð þessi viljum vér Islend- ingar enn bera listamanni vorum, nú að liðnum 80 árum, þeim mesta og góðfrægasta sem vær eigum, en venda þar við einu orði, og flytja þau sem innilegustu ósk og bæn. “Veitti þér fulla fegurð skoða, himna höfundur, heimi veiti þú”. Veit heimi að skoða þá fegurð sem saga vor, sem hugsjónaheimur vor, sem þúsund árin hafa leitt í ljós; sem þúsund árin hafa varðveitt og geymt frá horfnum þúsundum árum; svo að hún verði hvatning til ævarandi fram- sóknar á menningarbrautinni. Veit heimi að skoða þær fegurðarmyndir, sem þú hefir séð i ódáinsakri og þú hefir haft með þér utan. Ferð um Skaftafells- sýslu 1918 Eftir G. Hjaltason. 8.. .Fögur fjöll og hlíðar. — Éitt hið fegursta og merkilegasta fjall á landinu þykir mér Lómgnúpur. Hann er rétt vestan við Núpsvötnin. Hann sést svo vel um alla Vestur- sýsluna nema úr Mýrdalsbygðinni. Hann er nú að vísu ekki mjög hár (2500 fet yfir sjó). En hann er nær stallalaust um 1800 feta hátt stand- berg að sunnan og vestan með brekk- um og skriðum undir, og er því hæsta standbergið á landinu, og þó viðar sé leitað; hvergi í Noregi man eg eft- ir jafnháu stallalausu standbergi. Vestan í honum og innan til sá eg í vor 4 háa smáfossa, alla með mjög fögrum regnbogaböndum sem ljóm- uðu langt tilsýndar; hefi eg aldrei séð fegri fossa-regnboga. — Þá eru Síðu- fjöllin fögur, einkum þau neðstu, bæði hjá Kirkjubæjarklaustri, Keldugnúpi og Fossi. Sléttir og snarbrattir hamr- ar, grænar brekkur undir, og fagrir fossar í hamraskörðunum. Fannhvít og auð Klettafrú utan í hömrunum, blágresi í brekkunum, slétt tún og engjar undir, og svo grashraun, slétt- ur og ár nokkuð fjær, og alstaðar endalaus hafsbrún í suðri, og jökla- keisarinn í austri, ýmist skýkrýndur, eða albjartur við heiðbláan himlnn, eða rósfagur af kvöldroðanum. — Þá er Landbrotið. Þar eru einlægir af- langir, en oftar þó toppmyndaöir hól- ar með lautum í kolli, líkt og á sumum höttum, eða þá eins og trekt; eru þeir því líkir smá-eldfjöllum útkólnuðum og algrónum. Þetta er fallegas*a fjallaland í smámynd. öræfajökull keisari og Lómagnúpur konungur fjallanna blasa þaðan í einna falleg- astri mynd. Þá eru fagrir grasbrekku- dalir við sjóinn í Vík, við á í Kerl- ingardal og v'ið stöðuvatn hjá Heiði i Mýrdal. — Þá er Hjörleifssöfði og Pétursey, hamra og grasbrekku-eyjar upp úr sandhöfunum, sjást þær langar leiðir. — Þá eru öræfin sjálf, með hinum indælu skóga- og fossahliðum Skaftafells og Svínafells, með lindar- brekku- og stallhamrahlíðunum hjá Hofi, og lágu hamrabeltunum með engjunum undir hjá Fagurhólsmýri, með útsýninu þaðan austur fyrlr Hornafjörð og vestur á Mýrdalsfjöll, út og suður að Ingólfshöfða og upp og_ norður um fannhvítan, glampandi, eða skýklæddan Öræfajökul. — Þá er fagurt á Mýrum. Túnin á klappa- og hamraeyjum upp úr sléttlendinu milli ánna. Og í Nesjum snotrar og grösugar hamrahæðir, líkar fjöll- um og dölum í smástíl, nokkuð Iikt og í Landbrotinu, en gígalaust. Og svo Hornafjarðarfjallahringurinn kring um Mýrar og Nes, samfastir jöklar, er senda 5—6 mikla skriðjökla milli hárra fjallatinda alveg ofan í bygð, og fjallakeisarinn lengst í vestri ‘situr við sjóinn. — Fagurt er og í Lóni, miklir tindar, og langt inn í land að sjá'; verður þess getið síðar, þvi þar kom eg nú í fyrsta sinn. — 9... Grjótið fágæta. Mörg eru móbergsfjöll í sýslunni, og svo blágrýti og annað algengt grjót, einnig líparít, einkum austan til í henni. — En þegar kemur austur fyr- ir Kvísker á Breiðamerkursandi, þá fer mað.ur að sjá grádröfnótta og gljákornótta gabbrósteina. Dólerit eða grágrýti er stundum Iika grá- dröfnótt og gljákornótt, en dröfnur þess og korn eru svo miklu smærri, að það er auðþekt frá gabbrói. Blá- og grágrýtið í sadinum er einlitt að sjá, gabbróhnullungarnir þekkjast vel frá því, af hestbaki, þeir eru oft að sjá alveg eins og ýmisleg egg, dökk- eða ljósdröfnótt, ag gljákornin eru svört, grá, hvít og græn og stundum dökk- fjðlublá; ekkj hefi eg séð Ijósrauð korn í gabbrói, en þau eru það i gran- íti. — Grjót þetta er fastaberg í Mið- felli og Geitafelli í Hornafirði og fleiri fjölum þar; eru þau lægri en hin fjöllin. Líka er það í Hornun- um beggja megin við Lónið. Eg sá það í Mið- og Geitafelli, og er það mjög ólíkt vanalegu íslenzku bergi, stalla— og stuðlalaust og lítið hrufótt, fremur sléttar, hólmyndaðar klappir, er mjög hart, lítið um möl og Iausa- grjót íþví, fremur gróðursælt. — En hvernig ætli það væri nú til bygg- inga? Utanlands er sumt gabbró haft í ker og önnur listasmíði. — Granófýr, sem dr. Þorvaldur kallaði framan af stórkornóttan Iíparit, líkan granít, en seinna hinu nafninu, sá eg þar eystra hingað og þangað, er miklu líkari líparíti en gabbrói. 10. Skógar, fáséðar plöntur, tún og engjar. I Mýrdal er skógarlaust. Lítil kiarrvera í Hafursey. En aftur er mikill skógur í Skaftártungu vestan við fljótið, mest í Hrífunesi, nokkuð í Flögu og Hemru, og í “Giljunum” austan við fljótið. Svo koma skóg- lausar sveitir að heita má, þangað til í Fljótshverfi, þar er Núpsstaðaskóg- ur; þar kom eg ekki, en stórar hríslur sá eg þaðan. 1 örfunum eru mestu skógar Skaftafellssýslu: Bæjarstaða- skógur er stórvaxnastur; í honum eru 20—30 feta tré, bein eins og fánasteng ur; er hann um 300 faðma langur og 100 faðma breiður. En austur af A/ Hvað œtlarðu að gera með hjálp? VINNUKRAFTUR til sveita er takmarkaður, en úr því má mikið bæta, með því að nota vélar, sem vinna meira verk á ákveðnum tíma, með minni mannafla. Því ætti bændurnir að binda sig við hesta, sem er dýr og seinn vinnukraftur, þegar allar aðrar atvinnugrein- ar, nota truck og lækka þar með kostnað við alla að • drætti? Mótortruck, vinna því sem næst eins vel, með sæmileg- um þunga, hvort heldur er í sumarhitanum, eða hinu ákafasta vetrarfrosti. Þau þurfa enga hvíld, eins og blessaðir hestarnir, og ekki éta þau fæðu, nema að eins meðan á vinnunni stendur, og þegar dagsverki þínu er lokið, þá truflar þig ekkert eftirlit. Móturtruck kemst fyrir í minna en fjórða hluta þess rúms, er þú þurftir fyrir vagn, hesta og aktýgi. Það er mesti misskilningur, að Trucks, séu einungis nothæfar á steinlímdum brautum. Þú getur notað Ford hvar sem vera vill á bóndabýli, til þess að flytja korn kartölfur, skepnur, mjólk og hvaða framleiðslu, sem vera skal. Hraðinn, tíma- og vinnusparnaðurinn, og hið ótrúlega lága verð, fellur öllum Forð notendum vel í geð. Ef þú þarfnast hjálpar, þá skaltu panta Ford One Ton Truck undireins. Fæst á öllu verBi að viðlögSum striðs Isx, nema truclts og ckassis Ford Motor Company of Canada, Limited Ford - - Ontario d Touring $690 Runabout 660 Chaesis 625 Oonpe — . 875 Sedan 1075 Truck i 750 P. O. B. Fonl. Ont. h honum inn meö fjöllunum er Háls- skógur; hann er smávaxnari, en miklu stærri uin sig og er í vexti. Svo er skógur cnn lengra inn viö jökla, er MiSfellsskógur heitir. Svo þar suSur og austur af kemur Skaftafellsskóg- ur; nær yfir mikið svæöi og liggur eins og skeifa um Skaftafellsfjöllin neðri, og er sumstaöar all-stórvaxlnn. — Talsveröur skógur er og í Svínafelli og stór tré þar í giljum. Talsvert kjarr er og við Kvísker, og þar eru þyrnirósarunnar; er hún óviSa hér- lendis. Var 1901 fundin á þrem stöö- um annarsstaöar. I SuSursveit er nokkur skógur í fjöllunum suövestan 'VÍS KálfafellsstaS, og mig minnir víö- ar þar. — 1 Hornafiröi er smákjarr á einum 3—4 bæjum upp viS jöklana. Og i Lóni á mörgum bæjum. En lit- iíS sá eg alstaöar af víöi og fjalldrapa. Reynitré og hríslur eru hingaö og þangaö í stærri skógunum, oft stór- vaxin. Klettafrú er víöa í hömrum; sá eg hana á SíSu i Fljótshverfi, í öræfum og Mýrum. Er óvíöa ann- arsstaöar á landinu. öngótt blómstr- aöir ljósberi ("MúkahettanJ er i Mýr- dal og öræfum, undir Eyjafjöllum og 1 Fljótshliö og líklega viöar á land- inu. —Er auöþektur frá almennum ljósbera, og öllum íslenzkum blómstr- um, á þvi, aö krónublööin, sem eru 5, fagurrósrauö, eru meö fjórum öngum út úr sér, svo hvert blaö er líkt hendi meö 4 fingrum. —< Stúfa er lika i sýslunni, hefir bláan blómkoll, nokk- uö líkan geldingahnapp eöa fífli i lögun. — En sumar fagrar plöntur v'antar nú þar, eins og annarsstaÖar frá Lóni til BorgarfjarÖar stóra, t. d. þrílitu fjóluna, sem gjörir svo margar norölenzkar brekkur rauöblá- ar, t. d. í Langadal. — Flest tún i Vestursýsluni eru slétt af sjálfu sér. En í Austursýslunni sá eg meira af þýföum túnum, og var talsvert búiö aö slétta af þeim. — Engjar virtust mér víöast hvar vera fremur sléttar, er all-víöa veitt vatni á þær. Vötnin eyöilegja þær sumstaöar, en hafa aft- ur aukiö þær og annaö graslendi sum- staöar, t. d. á Brunasandi; hann er aö gróa upp. Býlum hefir fjölgað þar. Framhald. GJAFIR til Jóns Sigurðssonar félagsins Solveig Bjarnadóttir, Betel 2 pör sokkar, Sigurveig Olafsson, Glenboro 2 pör sokkar. Fyrir þessar sendingar þakkar félagiö hér meö. Gjafir til Betel. Mr. og Mrs. Gillis. 1 minningu um Jón Benjamín GiUies, dá- inn 4. ág. 1918 10.00 Metúsalem Olson, Hensel ,N.D. 8.00 Mrs. Nanna Benson, Wpg...... 2.00 Mrs. Bjarni Martein9on, Hnausa 5.00 Ónefnd kona aö Hólar P. O. .. 5.00 Þorstenn Helgason, Hekla P.O. 1.00 Mr. og Mrs. Jóihann Jónsson, Bólstad .., .............. 20.00 W. H. Olson, Wpg............. 5.00 J. J. Swanson, Wpg...........15.00 Sigríöur Goodman, Baldurshaga fiskinet 20 dala viröi. J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Winnipeg. Orpheum. Eins og aö undanförnu vrröur Orpheum leikhúsiö jafnbeztl skemt- staöurinn í bænum. 1 þetta sinn skift ast á fagrir söngvar, íþróttasýningar skrautdansar o. s. frv. Þá má heldur eigi gleyma hinum vöburöarríku hreyfimyndum, sem ávalt eru sýndar síöast á skemtiskránni og dregiö hafa aö sér almenna hylli aö undanförnu. Walker. Þeir, sem unna sannri list ættu aö nota sér tækifæriö aö sjá hinn undur- fagra leik, “The Wanderer”, sem Walker leikhúsið sýnir um þessar mundir. — EfniÖ þekkja allir og lek- tjöld og allur annar útbúnaöur, er í bezta lagi, sniörð í Austurlanda stýl. Þaö er sannmentandi að horfa á leik eins og þenna. Wonderland. Eins og aö undanförnu veröa mynd- irnar á Wonderland óvenju góöar. Á mánudag og þriöjudag veröur sýndur lekur, sem heitir “Camille”, þar sem Tíheda Barra leikur aöalhlutverkö. En á miðviku- og fimtudag “Come Through, meö George Bronson. — Sýnir leikur sá allskonar pólitÍ9k hrekkjabrögJS og glæpsamlegt athæfi. Föstudags- og laugardagssýning- arnar fjalla aö miklu Ieyti um hryöju- atburöinn mikla, þegar Lusitaniu var sökt. Á verkamannadaginn gefst fólki kostur á aö sjá frægan kvik- myndaleik, er nefnist “The Glorions Adventure”. Sokkalisti. Hér méð kvittast fyrir sokkagjafir til Jóns Sigurðssonar félagsins: Kvennfél. Viljinn, Mozart, Sask., 20 pör. Mrs. Ólafur Hall, Wynyard, Sask., 1 par. Fyrr hönd félagsins þakka eg af hjara fyrir þesar gjafir. Mrs. Gunnl. Johannson, 572 Agnes Str., Winnipeg. 9 Mr. Jón H. Johnson frá Hove kom til bæjarins í fyrri viku. ÁSK0RUN tii Vinnufærra Kvenna Með hinum aukna ekrufjölda, sem sáð hefir verið í, og hinn vanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum, hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum ©rðugleikum í því að útvega KVENN-VINNUKRAFTA. Bænda eða borgahcimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíkum persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum, þar sem vinnukrafturinn er minstur. 1 ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og flutningum, Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn fengnir til aðstoðar bændum, heldur en að undanförnu. 0g slíkur mannf jöldi hlýtur að auka mjög á STÖRF KVENNA sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því bráðnauðsynlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram sjálfviljugar til þess að vinna á búgörðum, um mesta anna tímann. Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og hver vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og hjálpa til. Það fólk, sem ekki hefir enn þá ákveðna staði í hug- anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til THE BUREAU OF LABOR. Department of Agriculture. Regina, Sask.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.