Lögberg - 05.09.1918, Page 5

Lögberg - 05.09.1918, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN ð. SEPTEMBER 1913 5 fram til undralandsins,- fyrirheitna landsins, landsins, þar sem vinir og landar biíSa eftir manni, óþreyjufullir eftir aS bjóða mann velkominn, faSma mann, kyssa mann; Iandsins, þar sem auSurinn og ánæjan, og gæfan og frelsiö og v'irSingin bíöa manns, og hlaupa svo upp í fangið á manni óöar en mann ber að garði. Landsins, sem embættismennirnir heima sögðu að væri helviti, og útflutninga-agentarn- ir sögðu að væri paradís.” Nú eru mörg ár liðin frá því að hvæsandi eimreiðin bar okkur yfir sléttur og skóglönd að höfuðstað vesturfylkjanna, Winnipeg. Vonir hvers okkar um sig hafa nú ræzt eða fölnað, eftir því hvort gæfan hefir brosað við eða snúið að okkur bak- inu; og aðrar vonir hafá glæðst og þroskast í brjóstum okkar, því nýtt land, nýir siðir, og nýir staðhættir mættu okkur öllum hér, sem beindu huga okk’ar á nýjar brautir, og hönd- um okkar að ýmsum störfum, sem áð- ur voru óþekt. Er við nú horfum aft- ur til liðinna ára, hljótum við einnig að finna glögt til þeirra stakkaskifta, sem sveitir og héruð þessa lands hafa tekð í seinni tíð — sveitir og héruð, sem ekki alls fyrir löngu voru veg- lausar eyðisléttur og Iþéttir skógar, sem engan vott báru um framfarir og starf mannsandans. Mér detta í hug orð skáldsins: “En í framtið, framtiðy. raðast fólksrík héraðslönd. Vélar stynja, stíflur hlaðast, stál slær bergsins rönd. Auðvald bænda af oss heggur eyðidrungans bönd. Sveig af rækt um landið leggur, lífgar dauðans strönd.” Það má með sanni segja að þau umskifti hafa nú víða orðið hér,' sem nefnd eru í þessu erindi — umskifti, sem bera þess glöggan vott, i hve ríkulegum mæli ágætir kostir þessa lands hafa endurgoldið það starf, er hefir verið lagt fram til að byggja það og rækta. Að þesu leyti hafa því vonir okkar getað ræzt, að þó ekki drjúpi hér smjör af hverju strái'feins og einu sinni var komist að orðiý, þá samt eru landkostir hér svo góðir og miklir, að tæpast gátum við betra vænst; og má víst segja að hafi nokk- ur okkar farið tímanlegrar velgengni á mis, er öðru um að kenna en því, að gæði þessa lands hafi brugðist. Það þarf ekki að eyða fleiri orðum um það, sem við öll vitum, að fram- leiðsla hér í Vestur-Canada er svo gífurleg og margbreytt í samanburði við fólksfjölda, að hún er óvíða meiri, jafnvel í elztu og frjósömustu lönd- um Norðurálfunnar. Við höfum því í fylzta máta ástæðu til þess að bera hlýjan hug til þeirrar nýju fóstru, sem hefir alið svo dyggi- lega önn fyrir okkur á liðnum árum — til nýja landsins okkar, Canada. Oft hefir verið gumað af gæðum þessa lands; og afarmklu fé er varið til þess árlega að leiða fram þau auð- æfi, sem hér eru fólgin í jörð. Geysi- mikil landflæmi, sem áður voru eyði- leg slétta, eru nú bleikir akrar, sem veita miljónr dala þeim sem landið eiga, og mettar þúsundir manna. Griparækt, fiskiveiðar, námugröftur, skógarhögg og iðnáður allskonar eru nú rekin í stórum stíl, og til eflingar þessara hluta varið ógrynni fjár. En þó hefir enn ekki verið nefndur sá fjársjóður, sem við eigum beztan og dýrmætastan, en sem því miður er svo oft gleymt. Það var einu sinni rómv'ersk kona, sem hét Cornelía, nafnkunn um alt land fyrir gáfur og viturleik. Ara- bisk drotning nokkur, sem heyrt hafði getið um viturð og frægð þessarar konu, tókst ferð á hendur til Róma- borgar, til að ná fundi hennar. Og drotningin sýndi Cornelíu alt sitt gull, alt sitt skart, og alla sína gimsteina, og mælti svo: “Hvar eru nú þínir gimsteinar ?” Þá lét Cornelia leiða fram tvo unga syni sína, litla drengi með rósrauðar kinnar og hrokkna lokka, bendir til þeirra og segir með tigulegum svip: "Þetta eru mínir gimsteinar.” Siðar meir komust þessir litlu drengir til æðstu valda i Rómaborg og létu báðir lífið í þarfir einhvers þess fyrsta lýð- veldis, sem sögur fara af. Mér datt þessi saga í hug hérna um daginn. Eg var á ferð með kunn- ingja mínum hér vestur í landi. Við gengum frá járnbrautinni eftir ó- glöggum, grýttum stig, sem lá um keldur og foræði, en hálfbrunninn, þéttur skógur var umhverfis á alla yegu. Eftir all-langa göngu komum við að litlu húsi, ef hús skyldi kalla. Strá- þak, sem einu sinni hafði verið, var að mestu fokið; gaflarnir að ofan galopnir, og kalkið hrunið úr veggj- unum, svo skein í bera trjástofnana. En þó þetta hús væri ófagurt að ut- anverðunni, þá samt var fátæktin og óhreinindin og vanrækslan og vesöldin innan þessara veggja langtum hryggi- legri. Eyrst eldhúsið: lítil kolryðg- uð eldavél, gömul skilvinda, fáeinir pottar og pönnur, alt óhreint og ó- verkað, liggjandi hér og þar. Gaml- ar, grútskítugar fatatuskur í hrúgum um gólfið, —i innan um kalkið úr veggjunum, gamalt járnarusl og alt annað hugsanlegt rusl. Svo baðstof- an — inn af eldhúsinu: Dyrnar skæld- ar og stórar rifur með hurðinni, hjör- in ryðguð og ískrandi, og ódaunninn, gjósandi að vitum manns, eins og í versta fjósi. Gólfið og veggirnir eins og i eldhúsinu. Tveir gluggar —1 báðir negldir aftur. Hæna á ungum , að hurðarbaki, hundur í öðru horni, ! og kötturinn í druslubyng i því þriðja. j Hálfullir grjónapokar, óhreinir fata- j garmar og allskonar óþverri um alt | gólfið. Tveir stólaræflar og litið I borð, alt af sér gengið og óþvegið um j langan aldur. Þrjú rúmstæði — eitt! tómt, hin nærri tóm. Konan í öðru jeirra — v'eik, með hárið flakandi og klístrað af storknu blóði; hendur og andlit flumbrað og blóðrisa, og hand- leggi og fætur bláa og marða. Innan um ruslið í eldhúsinu og bað- stofunni 9 börn. Það elzta 12 ára. Öll óþvegin og ógreidd, öll í rifnum, óhreinum fatagörmum, flest hálfnak- in. Þau stærri með hin minstu í fanginu, og þau í miðið i felum inn- an um ruslið á gólfinu. Á þessum ömurlega stað, sem nú hefir verið frá sagt, á Canada 9 gim- steina, sem eru graínir i saur og vol- æði og vanþekkingu; og það eru þús- undir af samskonar gimsteinum víðs- vegar um þetta land, lítilsvirtir og vanræktir á ýmsan hátt. Fegurstu og beztu og dýrðlegustu auðæfi sem hér eru til; það sem við ættum að láta okkur annast um af öllu; það, sem er mest virði af öllum fjársjóðum þessa lands — eru hundr- uð þúsunda af litlum, fallegum, bjart- eygum, saklausum^piltum og stúlkum, sem á komandi timum verða góð eða vond, kunnandi eða fáfróð, öðrum til gleði eða sorgar —. eftir því hvort við, sem nú erum fullveðja borgarar þessa lands, látum þá alast upp í fátækt og vankunnáttu og hirðuleysi — eða ekkit Þvi ekki að lita snögvast í vprn eig- inn barm og gæta þess, hvort við ís- lendingar sem eitt brot af þeirri þjóð, sem hér er að myndast, erum að leggja til okkar skerf til þess að það þjóðfélag verði mentað og sjálfstætt lýðveldi — til þess að sú þjóð, sem í þessu landi býr, nái því marki, sem mannúðin og réttlætið bendir á. Þeir, sem stórt líta á sig, hættir oft til þess að þykjast jafnt af því, sem hjá þeim er ábótavant, og hinu, sem hróssvert er i fari þeirra. Islending- ar eru einmitt með þessu marki brend- ir. Þeir þykjast af þvl til dæmis -— margir að minsta kosti—að þeir skuli eiga jafn marga og góða skóla og hjá þeim eru; af því hve námsfólk þeirra sé ötult og kappsamt; og af því yfir- leitt hve Islendingar hér séu á háu mentastigi, bæði í andlegum og verk- legum cfnum. Það dr fjarri sanni að þetta sé rétt skoðað. Það er satt, að íslendingum er inargt vel gefið; og margir þeirra hafa notað hæfileika sína vel. En það er langt frá því að svo sé um allan fjöldann. Eg ‘hef kynst nokkuð mörgum al- þýðuskólum hér, og í sumum þeirra, sem búnir ebu að vera starfandi svo tugum ára skiftir, hefir aldrei nokk- ur unglingur tekið fullnaðarpróf. I flestum þeirra aðeins örfáir. Eg er- ast stórlega um að meira en 5 af 100 af öllum íslenzkum unglingum í Mani- toba nái þessu mentastigi. Og það, sem verra er, fjöldamargir vel gefnir og ástundunarsamir unglingar, sem sækja skólana af kappi þangað til þeir eru 15, 16 og jafnvel 17 ára, komast heldur ekki alla leið. Það er því ekki æfinlega unglinganna sök að svo er, sem sagt þefir verð. Ofan á alt þetta bætist svo það, að fyrirkomulag mentamála hér er svo> að hver einasti hærri skóli í fylkinu, sem kostaður er af opinberu fé, að búnaðarskólanum undanteknum, er lokaður fyrir öllum þeim, sem ekki hafa tekið fullnaðarpróf í barnaskól- um. Þessutan einnig margar menta- stofnanir og margar atvinnugreinar. Og allur fjöldi unglinganna gjörir sér enga grein fyrir þessum hlutum, fyr en það er orðið of seint, og það er alt, alt of sjaldan að aðrir gjöri það fyrir þá. Það má segja að mentamála- stjórnm hérna höggvi enn í sama farið og hún var í fyrir 10 árum síð- an. Námsfólki okkar íslendinga fer óðum fækkandi við æðri mentastofn- anir landsins. Og skólanefndirnar halda áfram að 'veita skóla sina lœgstbjóðanda, eins og sveitarómaga heima á íslandi (sé Gimli undan tek- inn, þá er eg illa svikinný. En á meðan streyma efnilegustu og fær- ustu kennararnir úr fylkinu svo tug- um skiftir á hverju ári; aðrir gefast upp og fara að stunda aðraf atvinnu- greinir. Eg veit að það er innileg von og ósk allra, sem hér eru, að allir þeir þjóðflokkar og allar þær stéttir, sem í þessu landi búa, geti sameinast svo að hér verði öflugt og traust lýðveldi; þar sem réttur hvers um sig, riks eða fátæks, verði jafnhár, þar sem hver borgari geti notað krafta sína og hæfileika til fulls, þar sem öll alþýða verði svo upplýst að ljós þekkingar- innar geti skinið á hverju heimili, allir sVo óháðir að fátæktin þjaki ekki kosti nokkurs manns. Ósérhlífni og dugnaður góðra manna á enn lang og erfítt strið fyrir höndum, áður en þessu takmarki get- ur orðið náð. — En allir ættum við að taka höndum saman og starfa í öt- ulleik og ósérplægni, því vanþekking- in, gróðafýknin, hégómagirnin og sjálfselskan ráða enn víða lögum og lofum, jafnvel hér í okkar eigin Iandi. Um þetta sagði frægur bandarískur mentamður fyrr skömmu siðan: “Þetta stríð er hundrað ára stríð, sem mun halda áfram eftir að dunur fallbyssanna hafa dáið niður. En eins og lýðveldin hljóta að verða ein- valdsstjórnunum yfirsterkari, frá stjórnarfarslegu sjónarmiði, þannig hlýtur alt ofbeldi að lúta í valinn fyrir mentalegum qg trúarlegum áhrifum. Það verður aldrei framar barist með eldi og stáli. • Vér berjumst fyrir því að mannúð og réttindi fái fulla viðurkenningu, ekki einungis í Norðurálfunni, heldur og hér í Bandarikjunum og Canada og um allan heim. Því það úir og grúir af einveldi og ofbeldi í stórum og smáum stíl hér í okkar eigin landi, sem ekki á hótinu meiri siðferðisleg- an rétt á sér en keisarastjórnin í Þýzkalandi”. Við verðum að játa það að mörgu er ábótavant hér hjá okkur. En við höfum lika margs að minnast, sem er hróssvert — margs þess, scm cctti að gefa okkur þor til þess að setja mark- ið hátt, og halda svo áfram með þeirri trú að við getum samt náð því. II. I hæðunum við St. Julien austur á Frakklandi eru í dag margar þúsund- ir af litlum, lágum krossum, sem bera þögulan vott ,ug hugprýði og sjálfs- fórn Canadamannanna, sem fyrstir lögðu lífið í sölurnar í þessu hryggi- lega stríði. Hersveitir Þjóðverja,, eins vel æfðar og hugvit hershöfð- ingjanna gat framast gjört þær, með nógar birgðir af nákvæmustu skot- vopnum í höndum sér og að baki sé>-. og svo vel úr garði gjörðar að öllu ! leyti, sem frekast var unt, biðu þar einn sinn fyrsta ósigur. Það var þar líka, sem hinir heimsfrægu “Prussian Guards”, sem aldrei höfðu beðið ó- sigur í orustu síðan á dögum Frið- riks mikla Prússakonungs, hrukku frá eftir ítrekuð áhlaup, og fylkingar þeirra riðluðust fyrir harðfengi og karlmensku sjálfboðaliðanna frá unga landinu, Canada. En frá þeirri stund hafa allar heimsins þjóðir horft með aðdáun og lotningu á hreysti\erk drengjanna handan um hafið. — Bandarískur hershöfðingi segir svo frá, að margir amerískir liðsforingj- ar hafi að orðtaki, er þeir vilja eggja menn sína til stórræða: “Munið eftr hvað Canadamenn hafa gjört. Gjörið þið jafttvel, þá gjörið þið skyldu ykkar.” Það er sárt að sjá á bak svo mörg- um góðum drengjum. Það er sárt, að enn skuli ágirnd og rangsleitni einstakra manna ráða lögum og lof- um um heil lönd —. að steyttur hnefi slarkarans skuli enn geta kvalið og svívirt saklausar konur og börn — að réttur lítilmagnans skuli enn vera undr fótum troðinn. En við þökkum guði fyrir þá náð að drengirnir okkar -hafa sýnt það tvímælalaust, að, þei hafa skap og djöfung til að berjast fyrir mannúð- ina og frelsið. Það sem þeir hafa lagt í sölurnar fyrir það málefni, sem við öll trúum að sé göfugt og rétt; sú ósérhlífni, sem hjá þeim virðir meira velgengni meðbræðra sinna en þeirra eigin; það þrek, sem leiðir þá ótrauða gegn erf- iðleikum og hrakningi heragans; og ekki sízt — þá hugprýði, sem þeir berjast með gegn rangsleitni og of- beldi, — alls þes munum við minnast lengi, og fyrir það er skylt að vér heðrum og elskum minningu þeirra. Það skal hvetja og styðja okkur til þess að bera æfinlega og alstaðar hátt og djarflega merki þeirra hugsjóna, sem svo margir þeirra hafa dáið fyrir. BANDARIKIN Wilson forseti hefir gefið út skip- un um að allir menn í Bandaríkjun- um, sem hafa náð 21 aldursári síðan 5. júuí s. 1., og þeir, sem að náðu þeim aldri fyrir 24. ágúst s. 1., skuli skrá- setjast tafarlaust. Búist er við að á þann hátt muni herinn aukast um 150,000. Verkamannaleiðtoginn Samuel Gom- fers hefir ákveðið að fara til Eng- lands, til þess að mæta á þingi hand- verksmanna fTrades Union), sem haldast á þar í september. Aðaler- indi hans er talið að vera, að brýna fyrir mönnum þörfin á að halda sam- an, og vinna stríðið, og vinna móti hlutleysingja, eða Bolseviki- stefnu. Hershöfðingi March hefir gefið út tilkynningu um það að Yanks, en ekki Sammis, sé hið rétta nafn Bandaríkja- hermannanna i Frakklandi. 1 Verksmiðju Rosen Wasser bræðr- anna á Long Island City í New York hafa 3500 handverksmenn gjört verk- fall. Eigendur verksmiðju þeirrar höfðu samning frá Bandaríkjastjórn- inni um að búa til 1,500,000 gas- grímur. Mál á móti 100 meðlimum hins svo nefnda I. W. W., eða Indipentent Workers of the World, hefir staðið yfir í Chicago í undanfarna 3—4 mánuði. Þeir eru sakaðir um að vinna á móti liðssöfnun í Bandaríkj- unum og draga úr áhuga manna í sambandi við stríðið. Hafa verið fundnir sekir. Það hefir verið hálfgjörður stugg- ur, sem mönnum hefir staðið af Mexi- co i sambandi við þetta stríð. Mönn- um hefir fundist, að þeim væri ekki til neins treystandi — og þegar minst varði, mundtt þeir máske verða verk- færi til ills í höndum Þjóðverja. Nú pessi verðskrá á hein:ii yðar, sparar yður marga dollara 4 innkaupum til vetrarins. THE BKSþNEW EATON _ " IS NOW READY TO MAIL QET YOUR COPY ATONC' 1^13 wK EH Notið þetta eins og leiðsagnaranda í öllum yðar innkaupum Úr þessari verðskrá getið þér valið allar yðar nauðsynjar til vetrarins á verði, sem sparar yður stórfé. pér ættuð að hafa þessa verð- skrá á heimilinu, það er eitthvað á hverri blaðsíðu, sem kemur yður vel að vita. Og sannleikurinn er sá að öll bökin er full af Stórkostlegu Verðmæti Karla og kvenna nauðsynj vörur hafa sjaldan verið vel sýndar eins og í þes3- ari vöruskrá. Munið ávalt EATONS á- byrgðina, EATON vörurn- ar fullnægjandi eða peníngunum skilað é 'J >■' á m ■r m aftur ásamt send- ingar kostnafiL SKRIFIÐ eftir Y » A K EINTAKI VG D EATON C0uMITEo WINNIPEG - CANAOA er þessi ótti aö rætast — þaö er aö segja, veriö að reyna aö láta hann rætast. Mexico er námaauðugt larrd, og þar á meðal eru olíunámar; en slíkir námar í Mexico eru allir í eigu manna þar, að undrun sætir, — og Breta eða Bandaríkjamanna. Nú hef- ír Mexicostjórnin lagt svo háan skatt á slíkar eignir Breta og Bandaríkja- láta þeir í veðri vaka, að þeir með þessu ætli að gjöra allar slíkar eignir innlendar. Aðferð þessari hefir ver- ið mótmælt, en ekkert dugað; Mexico stjórnin aðeins sagt, að ef þeir væru óánægðir, gætu þeir leitað til dómstól- anna í Mexico, sem er náttúrlega sama og til stjórnarinnar. Þjóðv'erj- ar, sem að sjálfsögðu eru á bak við þetta, vita, að ef Mexicomenn tækju þetta í sínar hendur sem sina eign, þá væri útséð um að Bandaríkin, eða samherjar þeirra, gætu fengið olíu þaðan, því undir allsherjar lögum er hlutlausri þjóð bannað að selja svo- leiðis vöru til striðsþjóða. En um fram alt þurfa samherjar oliunnar. Það eráætlun að þeir þurfi 430,000,- 000 tunnur af olíu til stríðsþarfa; þar af geta Bandaríkin framleitt 315,000,000 tunnur, en Mexiconám- arnir framleiða 130,000,000 tunnur á ári, og geta þeir því illa komist af án þeirra. Nú síðustu daga hefir Mex- icomönnum og Bandarikjamönnum lent saman við landamærin i'Arizona. Það er ekki gott að segja hvað ilt Rínar-gullið getur gjört í Mexico. BRETLAND Fregnir frá Lundúnum hinn 29. f. m. skýra frá því að afstaða íra til striðsmálanna sé óðum að breytast til batnaðar. Nefnd sú, er nýlega var sett þar i landi til þess að hafa eftir- lit með og annast um liðsöfnun, hefir þegar fengið allmiklu áorkað, og nú talið vist áður en langt um liður muni írar hafa lagt sinn fulla skerf til her- þjónustunnar. Er nú alt með ró og spekt í landinu, og þakka menn það alment hinum ágæta og stórvitra, nýja landsstjóra, Lieut.-Gen. John Krench. Búpeningsfjöldi í Danmörku. Tala búpenings í Danmörku var þessi: Árið Hestar Nautgr. Sauðfé Svin 1914 567240 2462862 514908 2496706 1915 525690 2416471 533034 1980727 1916 515415 2289853 254368 1983255 1917 528395 2452853 267979 1980727 Búfjártalan fór fram i febrúarm. 1914 og 1915, í maí 1916 og i Júli 1917. —• Hestunum fækkaði frá 1914 til 1916, en svo fjölgar þeim aftur ofur- lítið 1917, eða um 4,5%. Fjölgunin liggur í folaldaviðkomunni. Nautgripum fækkaði þar árið 1915, eftir að þá var talið. Olli því óvana- lega mikill útflutningur eða sala á nautgripum til Þýzkalands það ár. En svo hefir nautgripunum aftur fjölgað 1917 um 7%. Um sauðféð er það að segja, að lömbin eru talin með 1914 og 1915. Svinum hefir fækkað frá 1914 til 1917 um 20%. Orpheum. Á mánudaginn hinn 9. þ. m. verða sýndir stórkostlega fagrir skautdanz- ar á Orpheum-Ieikhúsinu. Albertina Kasch er aðaldanshetj an, og hefir hróður hennar borist viða um heim. Þar að auki verða sýndir ótal smá- leikir, flestir dæmalaust spaugilegir; og auk þess sungnir allskonar kými- söngvar. Þessu lík verður skemtiskráin alla vikuna og þaðah af betri. Enda er Orpheum-leikhúsið án efa einn allra fjölbreyttasti skemtistaðurinn í Winni pegborg. KENNARA VANTAR. fyrir Big Point N. D., No. 962, frá 2. sept. 1918 til 30. júní 1919. Verður að hafa Second Class Pro- fessional Certificate. Tilboð, sem til taki kaup og æfingu óskast sem fyrst. Anna Eastman, Sec. Treas. Wild Oak, Man. Við undirrituð biðjum Lögberg að færa öllu því göfuga fólki innilegt þakklæti, sem á einn eða annan hátt hafa gefið eða hjálpað okkur. Rit- stjóra Lögbergs tjáum við okkar beztu þakkir fyrir hans góðu frammistöðu vðvíkjandi brunasjóðnum. Ennfrem- ur þökkum við Mr. Th. Thorsteinsson bankastjóra fyrir alla hans fyrirhöfn; hann hefir nú þegar afhent okkur all- ar þær upphæðir, sem auglýstar hafa verið. Með heillaóskum til ykkar allra er- um við ykkar einlæg Eggert og Guðfinna Johnson. ÁSKORUN i tii j Vinnufærra Kvenna Með hinum aukna ekrufjölda, sem sáð hefir verið í, | og hinn vanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum, | hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum grðugleikum í | því að útvega KVENN-VTNNUKRAFTA. Bænda eða borgaheimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíkum persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum, | þar sem vinnukrafturinn er minstur. 1 ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og flutningum. Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn fengnir til aðstoðar bændum, heldur en að undanförnu. Og slíkur mannf jöldi hlýtur að auka mjög á ÍSTÖRF KVENNA sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því f bráðnauðsynlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram sjálfviljugar til þess að vinna á búgörðum, um mesta anna tímann. Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og hver vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og hjálpa til. Það fólk, sem ekki hefir enn þá ákveðna staði í hug- anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til THE BUREAU OF LABOR. Department of Agriculture. Regina, Sask. |

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.