Lögberg - 05.09.1918, Síða 6

Lögberg - 05.09.1918, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1918 Engillinn. Eftir H. C. Andersen, “í hvert skifti, sem gott barn deyr, kemur engill frá guði niður á jörðina, tekur hið dauða barn sér í faðm, breiðir út hina stóru hvítu vængi sína, og flýgur á alla þá staði, sembarninu þótti vænt um í lifanda lífi; hann tínir nokkur blóm og ber þau ásamt barninu, upp til guðs, til þess að þau blómgist enn þá fegur en hér á jörðinni. Guð hinn algóði þrýstir öllum blómunum upp að hjarta sínu, en það blómið, sem honum þykir vænst um kyssir hann, og þá fær það rödd, og syngur með í hinni miklu sælu”. Alt þetta var einn af englum guðs að segja dauðu barni, sem liann var að fljúga með upp til himins, og bamið hlustaði á eins og í draumi. Hann flaug með það yfir þá staði á heimili barns- ins þar sem það hafði leikið sér, og hann flaug með það gegnum indislega blómvaxna aldingarða. “Hvaða blóm eigum við nú að taka með okk- ur til að gróðursetja á himnum?” spurði engillinn Og þar stóð hátt og fagurt rósatré, en einhver vond hönd hafi brotið stofn þess, svo að allar grein amar, sem voru fullar af hálfútsprotnum knöpp- um, hengu niður visnar og dauðar. “Yesalings tré!” sagði barnið, “taktu það, svo að það geti blómgast í himninum hjá guði”. Engillinn tók rósatréð, og kysti bamið, en það opnaði augun ofurlítið við kossinn. Engillinn og barnið tóku nú nokkur af liinum litprúðustu skraut blómum, en líka sum af þeim sem eru óásjáleg fyrir manna augum og að engu metin. “Nú höfum við þá fengið okkur blóm”, sagði baraið, og engillinn brosti við, en samt fór hann ekki enn þá með barnið upp til guðs. Þetta var um nótt, og var kyrð yfir öllu; engillinn flaug með barnið inn í þrönga götu í stórri borg; þar voru hrúgur af hálmi, ösku og allskonar rusli, sem ekki var mót von, því þetta var eftir sjálfan búferla daginn, og því láu víðsvegar brotnir diskar, kalk- molar, fataræflar og gamlir hattkúfar; þar var samansafn af allskonar hlutum, sem ekki var sjón- in að sjá. Og engillinn benti barninu á brotinn jurtapott og moldarkökk, sem hafði dottið út úr jurtapottin- um. í moldarkekkinum voru ræturnar af stóru visnuðu skógarblómi, og þær héldu honum saman. Blóminu hafði verið fleygt, því það var. ónýtt. “Þetta blóm skulum við taka með okkur”, sagði engillinn; “eg skal segja þér nokkuð um það á leiðinni”. Síðan flugu þeir, og engillinn sagði: “Þarna, niðri í þröngu götunni, í lágum kjall- ara, átti heima veikur og fátækur drengur. Frá því að hann var kornungur hafði hann þvínær ávalt legið rúmfastur; þegar hann var sem hressastur, gat hann stulast á hækjum til og frá um gólfið í liinni litlu stofu í kjallaranum, þar sem hann átti heima. Fáeina daga um hásumarið náði sólin að skína svo sem hálfa stund niður í kjallarann, og þegar þá vesalings drengurinn sat í kjallaradyr- unum, til þess að njóta sólskinsins, þá var sagt: “í dag hefir hann fengið að koma út”, Um skóg- inn og fegurð náttúrunnar hafði hann enga hug- mynd aðra en þá, sem hann hafði gjört sér af því, að drengur nokkur,, sem stundum heimsótti hann, gaf honum birkiviðarhríslu; henni hélt hann yfir höfði sér, og ímyndaði sér svo, að hann sæti í sól- skininu undir beykitrjánum, og að hann heyrði unaðslegan fuglasöng. Þessi drengur, sem var kunningi hans, kom einn dag með skógarblóm handa honum, og þar á meðal var eitt með rótum. Það var því tekið og gróðursett í jurtapotti, sem var settur í gluggann, rétt hjá rúmi hans. Og blómið óx og dafnaði vel, og blómgaðist á hverju ári. Hinn sjúki drengur hafði það fyrir aldin- garðinn sinn, og ekkert á jörðinni var honum eins kært og blómið; hann vökvaði það og ól önn fyrir því, og hvem sólargeisla, sem náði að skína niður í gegnum kjallaragluggann, lét hann skína á blóm- ið; blómið dafnaði saman við drauma hans, því það blómgaðist að eins fyrir hann; fyrir hann ilm aði það, og að eins hans augum skemti það; á dauðastund sinni hafði hann augun á blóminu. Nú er hann búinn að vera eitt ár hjá guði, og í eitt ár er blómið búið að standa hirðingarlaust í gluggau - um; þess vegna er það dautt, og þess vegna hefir því verið fleygt í sorpið. Og einmitt það er nú blómið, þetta auðvirðilega og visna blóm, sem eg hef tekið með mér, því þetta blóm hefir glatt meira en hið skrautlegast blóm í aldingarði nokkurrar drotningar”. “En hvernig veistu þetta alt saman?” spurði barnið, sem engillinn var að fljúga með upp til himins. “Eg veit það”, sagði engillinn. “Eg var sjálfur hinn sjúki drengur, sem gekk við hækjur. Blómið mitt þekki eg aftur”. Og barnið opnaði alveg augun sín og loit bros- andi framan í engilinn, og í því voru þeir komir inn í himin guðs, og þar var ekkert að sjá annað en gleði og sæiu. Og guð þrýsti hinu dauða barni upp að hjarta sínu, og þá fékk það vængi eins og eng- illinn, ^em hafði flogið með það til himins, þeir tóku liöndum saman og flugu saman; guð þrýsti öllum blómunum að hjarta sínu, en skógarblómið kysti hann, svo að J>að fékk rödd, og söng með öll- um englunum, sem sveimuðu kringum guð, sumir nála:gt honum, en aðrir lengra í burtu, en allir voru þeir jafn sælir. Og allir sungu þeir, smáir og stórir, barnið og hið auðvirðilega skógarblóm, sem hafði legið visið og dautt innan um sorpið í hinni þröngu götu. Ur heimahögum. Er 10 vikur voru af sumri, rákum við Björn litli frá Hvammi fráfærnalömbin á afrpttina. Við vorum sinn fyrir hvorn bæ og höfðum sinn hund- inn hvor til fylgdar. Leiðin lá yfir blásin lönd. Þurkar höfðu gengið næstu tíð á undan, og þenna dag var sólskin og hiti. Svalandi hafgola bles niðri í bygðinni, hnitaði báruna á vogum og víkum, og beygði stráin hálfa leið til jarðar í döl- unum. En hún náði ekki upp fyrir miðjar hlíðar; því að þar voru henni takmörk sett fyrir löngu. Þegar klaufir lambanna snertu moldina, rauk hún og þyrlaðist yfir gjörvallan hópinn, sló bleik- um lit á mjallhvítan ullarlagðinn, og litaði vatnið mórauðum sora, sem andgufan skildi eftir í vit- unum. Lömbin báru sig mjög mæðilega og rákum við þó löturhægt. Fótaburðurinn var þunglamalegur: þau göptu af mæði og ýrðu froðuhreytingi út um munnvikin. Við vildum ekki hundbeita móður- leysingjana, en bentum rökkunum þegjandi fyrir þau sein drógUst aftur úr. Smali og Fjára vissu líka hvað þau áttu að gera: þau hlupu að þeim með hálfum hraða, ráku trýnið að þeim og gjömmuðu, en glepsuðu þau ekki hið minsta, sem þau voru þó vön að gjöra, þegar fullorðið fé átti í hlut; svo litu þau til okkar, eins og vildu þau spyrja hvort þetta væri ekki nóg. Lömbin hrukku við sem snöggvast er þau urðu hundanna vör, en drógu svo af sér jafn óðum aftur, þegar gjamminu linti. Það hafði vorað vel. Heiðin var algróin hvar- vetna, þar sem nokkur grasvegur var eða væta í rót, svo að geldingaknappur eða víðitág gætu þrif- ist. Gróðrar-ilmurinn angaði upp úr hverri þúfu, eins og hann væri að bjóða vesalings litlu munnana velkomna, sem yl-volgur móðurspeninn var nýslit- inn úr. Og alstaðar þar sem einhver sprunga var í klett eða hilla var í hamri, hafði ljósmóðir vor- gróðans gróðursett einhvern anga og lagt svo fyr- ir, að sólargeislinn ka>mi þar við — einu sinni að minsta kosti á hverjum.degi. Hann átti að hressa nýgræðinginn og verma, og bera honum kæra kveðju ættingjana úr öllum áttum. Nóttin færði þéim svaladrykkinn. Það er komið miðnætti, þegar við námum stað- ar með lömbin. Við vorum orðnir dauðþreyttir að þoka þeim áfram, og urðum því næsta fegnir hvíldinni; en þó munu lömbin hafa verið enn þá þreyttari. Reksturinn var I'angur, og áður en við lögðum af stað með þau, höfðu þau hlaupið um stekk heil- an sólarhring: hlaupið úr sér röddina í leit eftir mæðrurn sínum — eins og lömbin síðastliðið vor og vorið þar áður. Einstöku sinnum hafði komið jarmur úr hópnum á leiðinni, en svo rámur og dimmur, eins og hann kæmi neðan úr jörðu. Lömbin lögðust um leið og við stöðvuðum reksturinn, litu ekki við jörðinni, og voru þau þó orðin kviðdregin og svöng. Það var auðséð að þau voru orðin uppgefin: þau teygðu höfuðið fram, lögðu kjálkana niður á jörðina og feldu saman augnalokin. Forustuær, tvílembd, var í hópnum, og rásaði hún þegar á burt og vildi sýnilega leita gamalla stöðva. Dilkarnir lötruðu á eftir, og þurfti hún að bíða á annari hvori þúfu og jarma eftir þeim. Þeir báru sig þreytulega, eins og hin lömb- in, þótt þeir hefð sinn spenann hvor og móðurgleð- ina — fram yfir hin. “Förum við nú ekki að fara heim?” spurði Björn litli, þegar við höfðum dvalið nokkra stund hjá lömbunum og beitt hestunum, sem við riðum. “Nei, ekki strax. Við verðum að bíða fram á daginn og sjá um, að tófan leggist ekki á lömbin meðan þau eru að hressast og jafna sig. Reyndar ættum við að sitja hjá lömbunum tvo til þrjá daga; þau spekjast á því og renna síður út í buskann. En þó býst eg við að eg nenni því ekki, enda höfum við ekki útbúnað til þess”. “Er tófan hér nálægt?” spurði sveinninn. “Já, heyrðurðu ekki til hennar áðan, þegar hún gaggaði hérna fyrir handan ásinn?” “ Jú, eg heyrði eitthvað; en eg vissi ekki þvað það var”. “Hefurðu ahlrei heyt til tófu fyr? Nei, lík- lega ekki. Þú átt það eftir að kynnast refakyninu — ef þú lifir”. Eg sá að sveinninn fór að geispa, og var sem glýju drægi ó augun. “Þú mátt leggja þig út af greyið mitt. Eg skal gæta að hestunum og lömb- unum”. Þetta lét harrn sér lynda, hallaðist niður milli þúfna og sofnaði þegar. Himininn var heiður og blæja logn. Miðnæt- ur sólin var gengin í mitt haf, og sýndist hún nema hafflötinn lítið eitt. Sinn er siður í landi hverju, og verður hver sem ferðast að beygja sig fyrir þeim sið, sem gild- ir á hverjum stað. Þetta veit sólin og hagar sér samkvaunt því. Hún er öðnlvísi búin þegar hún er í norðurátt heldur en þegar hún er á ferðinni í hin- um áttunum. Nú var hún líka rúmnm helmingi stærri en þegar hún skreytir sig fyrir deginum, og rauð sem blóðlifur á að líta. Heiðinni hallaði ýmislega, og var hún með mörgum hæðum og lágum. Það var fögur sjón að sjá suður til hæðanna, sem sólin skein á. Það var því líkast sem rósrauðar silkislæður væru breiddar á þær svo langt sem augað eygði. Litbrigði heiðarinnar töfruðu sjónina. En út- sýnin tij hafsins var þó jafn fögur eða fegri. Sjór- inn var drifhvítur sem hafþök væru úti fyrir landi, beggja megin þeirrar leiðar, sem geislamir lögðu inn yfir hafflötinn. Hvergi var golurák að sjá, og sólin ekki bjartari en svo, að eg þoldi að rýna gegn henni, án þess að mér vöknaði um augu. Það var bæði kynlegt og fagurt að horfa á hana og sjá gull- rauða geislaprjónana, sem hún teygði lárétta að auganu, og sindraði af þeim gjörvöllum eins og glóandi járnteini. Undir þeim var sjórinn rósrauð- ur og hafsbrúnin öll eins og glóð umhverfis Ijós- móður vornæturinnar, sem vaggaði austur hafs- brúninni og prjónaði rósrauðar húfur handa hæð- um og jöklum. Svo hóf sólin sig yfir sjónhringinn — beygði fyrir krókinn milli norðuráttar og austurvegs og tók á rás suður á bóginn. Litbrigði næturinnar hurfu fyrir hvítglóandi geislum morgunsólarinn- ar, og vindsvali kom innan yfir landið, sem jöklar og óbygðir höfðu alið og annast. Lömbin risu nú á fætur, dreifðu sér um hag- lendið og tóku að seðja sig á ilmandi krásum af- réttarins. Efnin vom mikil og fjölskrúðug, enda var höfðinglega á borð borið og snyrtilega. Þegar lömbin höfðu beitt sér um stund, ýtti eg við Birni litla, og sagði honum að fótaferðar- tími væri kominn; en snáði var örðugur og vildi njóta værðarinar lengur. “Láttu mig vera, Gunna” mælti hann og klóraði sér í höfðinu. Hann hefir víst hugsað að systir sín væri að vekja sig til smala menskunnar. “ Viltu ekki sjá Kollu þína og tófuna leika sér saman?” spurði eg. Þetta hreif. Hann stökk á fætur eins og hann hefði verið stunginn og áttaði sig þegar. “Guð hjálpi mér! Er tófan komin?” spurði hann og leit ótta sleginn kring um sig. “Nei, ekki enn þá. Eg sagði það að gamni mínu. En nú er komið fram á dag og bráðum för- um við að halda heim. Fyrst þurfum við að ganga kringum lömbin og víkja þeim í áttina, svo að þau renni ekki eiphverja vitleysu á goluna. Hvað dreymdi þig annars ? ’ ’ “Ekki ncitt. — Jú, inig dreymdi að mamma var að renna trogunum, og bað eg hana um gafl til þess að sleikja”. “Hvernig tók kerling því?*’ “Vel. Eg var svo sem hálfhaður með hann þegar þú vaktir mig”. “Þú verður að ganga eftir afganginum þegar þú kemur heim”. Björn litli neri stýrurnar úr augunum og leit framan í mig. “Mér varð svo ilt við þegar bú sagðir að tófan væri hjá kollu minni. Heyrðurðu til tófunnar í nótt?” “ Já; eg heyrði tíl hennar og jafnvel tveggja, Þær eiga greni hér í afréttinni, sem enginn getur fundið. Það hafa líklega verið hjón að kallast á til skiftis um búskainnn og barnauppeldið. — Það var fagurt veður í nótt: sólskin og logn- Eg horfði hugfanginn á dásemdir og dýrð miðnætursólarinn- ar á láði og legi; en svo lirökk eg við, þegar þessi meinkvikindi rufu þögpiina. — Það er trúlegt, að höggormurinn hafi búið í Paradís, þegar refkeilan skuli vera hér”. ‘ ‘ Skyldi tófan vera óhræddari við kollótt lömb en hornótt?” spurði sveinninn og leit stúrnum augum á mig. “Ekki held eg það. Hún leggur jafnvel í hrúta og gamla forustusauði. Hefurðu ekki heyrt söguna af honum Bleiksmýrar-Surt, sem gekk úti þrjá vetur og kom svo í leitirnar í þrem reifum með þrjár tófubeinagrindur í lagðinum. Þær héngu á tönnunum, og hefir hann líklega svelt þær á sér til bana; þær hafa stokkið á hann og fest tennurnar í flókanum”. Svo gengum við fyrir lömbin og vikum þeim í þá áttina, sem eg vildi helzt að þau dreifðu sér og dveldu í urii sumarið, fól þau hamingjunni á vald, og bað fyrir þeim, svo vel sem eg gat, að þau þroskuðust vel og yrðu ekki tófunni að bráð. Að því búnu stigum við á bak hestunum og héldum heimleiðis. Búverkareykurinn þyrflaðist upp xir stromp- unum þegar við komum niður að bygðinni. Svo tók golan við honum og tvístraði honum út í busk- ann. Mér þótti sem eg heyrði strokkhljóð frá hverjum bæ; en auðvitað var það tómur hugar- burður. Mig hefir líklega langað í lambatungu og áfir. Að selja sólina fyrir eitt pund sterling. Einusinni var maður á gangi eftir götu í stór- bæ, sá hann þá að pund sterling lá á stéttinni. hann tók peninginn upp og stakk honum í vasa sinn. Eftir það hafði þessi maður augun alt af á jörðinni hvar sem harn sást á gangi. Hann fann aldrei annan pening. En hann misti sjónar á sól- inni. Sumarkvöld. Yfir hlíðum aftanblíða hvílir, sefur í víðirunni rótt rjúpan kvíðalaust og hljótt. Enn þá vakir ein og kvakar lóa, sú hin staka, sæta raust sér að baki felur haust. Bíddu, lóa, berjamóar anga, fyrst er snjó á fjöllin ber frjáls yfir sjóinn lyftu þér! Blessuð, láttu blíða sláttinn hljóma! hveð mig í sátt við eitt og alt áður en nátthrím fellur svalt. Þín eg*leita, því eg veit það, lóa, enginn breytir eins og þú angri’ og þreytu’ í von og trú. Meðan lýðir helgar tíðir halda á þinn blíða aftansöng eg vil hlýða kvöldin löng. Heiðakirkjan hljómar birkitjöldum, hollari styrk þar hjartað fær heldur en myrkum grátum nær. Láttu mónum lyngi grónum yfir líða tóna ljósan stig, leiða róna yfir mig. Daggir falla, dagsól alla kveður, en mig kallar einhver þrá yfir f jallaveldin blá. Lóa smá, er lyfta fráir vængir! Löngun þá til þín eg ber, þú mátt sjá hve djúp hún er. Hulda. Haustnótt. Um svefnhöfg lyngdrög sein í spori hún svífur stilt og hátíðleg, og hlýjan svip af horfnu vori á hlýrum fölvum kenni eg. Hún skartar ekki litum ljósum, — það lykur storknað bros um vör. Og daufan ylm af dánum rósum um dalinn ber við hennar för. Og stjörnu-hlað um hrímga lokka * við hjúpinn dökkva langbezt fer. 0g aldurdaga yndisþokka í öllu fasi gjörla sér. Á brjósti mána-menið glitrar við mjúkt og voðfelt silkið dökt. En hrímtár undir hvarmi titrar, svo liöfugt, skært og angurklökt. Hún réttir lit á vestur voga og varir bærir þögul hönd, þá hverfur yzt við himinboða inn hinsti ljómi’ af dagsins rönd. Hún varpar öndu, höfði hneigir og himinsfortjöld krýpur við, — hún mænir hærra’ en hugur eygir sem himnesk bæn um ljós og frið. Guðm. Guðmundsson. Ljáðu mér vængi. Grgæsamóðir! Ijáðu mér vængi, svo eg geti svifið suður yfir höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja ljósið skuggatröf, ein eg hlýt að eiga töf eftir á köldum ströndum, ein eg stend á auðum sumarströndum Langt í burt eg líða vil, ljá mér samfylgd þína. Enga vængi á eg til utan löngun mína, utan þrá og æskulöngun mína. Lof mér við þitt létta fley lítið far að binda, brimhvít höf eg óttast ei eða stóra vinda. Okkar bíður blómleg ey bak við sund og tinda, bak við sæ og silfurhvíta tinda. Eftir mér hún ekki beið — yst við drangann háa sá eg hvar hún leið og leið langt í geiminn bláa, langt í geiminn vegalausa, bláa. Hulda.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.