Lögberg - 05.09.1918, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1918
7
Iþróttamenn.
RæSa flutt á íþróttavellinum 17. júni
1918.
Þegar stjórn Iþróttasambands
Reykjavíkur baö mig aö mæla hér
nokkur orð í dag, þá staðnæmdist
hugur minn við fyrsta orðiS í nafni
sambandsins — við orðið íþrótt. Mál-
fræðingar segja að þaö sé runniS af
tveim orSum: íð og þrótt. ÍS er sama
ogiðja og of þeirri rót er iðinn. En
þróttur táknar kraft, þrek eSa þol.
Hvers konar list eSa leikni, andleg
og likamleg, hét áSur íþrótt. OrSiS
ber höfundi sínum vitni, aS honum
hefir verið þaS ljóst, aS þróttur elst
af iSju, aS hæfileikarnir glæSast þeg-
ar þerm er kappsaflega beint aS settu
marki. íþrótt er afl lífs og sálar,
þroskaS af iSkun. Máltæki letingj-
ans er, aS sofandi gefi guS sínum.
En eitt gefur guS aldrei slnum sof-
andi og þaS er: íþrótt. Engin íþrótt
fæst nema fyrir vöku og starf. Vér
sjáum þaS fljótt, ef vér ihugum hvaS
þaS er, sem greinir íþróttamenn frá
öSrum mönnum.
Ef vér litum á þá, sem engum dett-
ur í húg aS kalla iþróttamenn, þá er
þaS einkenni þeirra, aS þeim fer ekk-
ert fram, þeir verSa ekki meS hverj-
,um deginum leiknari í list sinni eSa
starfi, unz hámarkinu er náS. ÁstæS-
an er sú, aS þeir eru hættir aS seilast
lengra en þeir ná, hættir aS reyna aS
yfirstíga sjálfa sig, en þaS er fyrsta
skilyrSi v'axandi leikni og þroska,
andlegs og likamlegs. Flestir menn
hafa reynt aS “kyssa kóngsdóttur” og
vita, aS þaS er erfitt, og fæstir geta
sveigt sig svo langt aftur á bak, aS
höfuSiS nemi viS hæla. Eg man hve
hissa eg varS, einu sinni fyrlr mörg-
um árum, aS sjá núvrandi formann
íþróttasambands íslands standa upp
úr sæti sinu inni í stofu og setja höf-
uSiS viS hælana. Mér varS beinlínis
hverft viS, því eg get ekki éinu sinni
“kyst kóngsdóttur”. Eg spurSi hann,
hvernig í ósköpunum hann, sá stóri og
þrekni maSur, gæti þetta. Hann
sagSist hafa iSkaS þaS frá barnæsku.
ViS hin þykjumst flest góS, ef v'iS
göngum sæmilega bein, en þetta má
meS timanum sveigja hrygginn, ef
maSur iSkar þaS nógu lengi og reynir
hvem dag aS teygja sig lengra áftur
en deginum áSur. Og gætum vel aS
þessu, aS hugurinn verSur altaf aS
fara fyrir, ef líkaminn á aS fylgja.
ÞaS teygir sig enginn lengra en hann
ætlar. “ÞaS stekkur enginn lengra
en hann hugsar”, eins og Jóhannes
Jósefsson glímukappi sagSi einu sinni
við mig. Andinn temur líkamann.
Líkaminn á aS vera auSmjúkur þjónn
og v'erkfæri andans, og gjöra möglun-
arlaust þaS sem honum er skipaS. Sé
hann ekki frá öndverSu vaninn á aS
hlýSa, þá verSur liann áSur en varjr
hortugur kenjaklápur, sem svíkst um
og tekur til sinna ráSa. Snemma á
dögum kristninnar var trúarflokkur
uppi, sem haft er eftir, aS “holdiS
verSskuldi enga vægS.” Hann skýrSi
það nú á þá leiS, aS réttast væri aS
ganga sem fyrst fram af þeim bann-
setta skrokk, meS því að gefa fýsn-
um hans lausan tauminn og lofa hon-
um aS ganga ^ig til húSarinnar. ÞaS
var eflaust misskilningur. En ef vér
skiljum setninguna eins og beinast
liggur fyrir, aS líkaminn eigi vægðar-
laust aS hlýSa boSum sálarinnar, og
gjörum. hinsvegar ráS fyrir, aS heil-
brigS sál sé húsbóndinn, þá mætti vel
skrifa þessa setningu á skjöld hvers
íþróttafélags. ÆSsta hugsjón hvers
íþróttamanns er sjálfsvald, þ. e. aS
geta þaS sem hann vill geta. Iþrótta-
maSur er sá, sem setur sér hæsta mark
í sinni grein og nær því meS elju og
áreynslu. Þess vegna fer hverjum
sönnum íþróttamanni altaf fram, þvi
aS hugurinn ber hann hálfa leiS, unz
þroskaskeiSiS er á enda og ellin tekur
í taumana. Hann gjörir sér aS orS-
taki visu Longfellows:
Hvorki lán né hrygSar-hagur
heitir takmark lífs um skeiS.
heldur þaS, aS hver einn dagur
hríft oss lengra fram á leiS.
Þegar litiS er á þaS, sem nú er oft-
ast taliS til íþrótta, sem sé allskonar
kappleikar, þá má vera aS sumum
finnist einkennilegt aS leggja svo
mikla stund á slíkt og hafa þaS t
heiSri. En aSsókn áhorfentja aS slik-
um leikum sýnir, aS þeir slá á strengi
í flestra brjósti. Og þaS, sem dreg-
ur menn aS þeim, mun fyrst og fremst
vera þaS, aS menn vilja sjá hvaS i-
þróttamennirnir geta. Menn viSur-
kenna þannig, aS íþróttamennirnir eru
mælikvarSi þess, hvaS takast má í
indsor
Daíry
I Madfftn
VCanada
tme canadian salt CO, LtMITEO,
þeim greinum, er þeir stunda. Iþrótta-
menn eru forustumenn á sviSi hæfi-
leikanna. Þeir fara á- undan og sýna
meS dæmi sínu, aS þangaS, sem þeir
hafa náS, má ná. En hiS fegursta í
fari íþróttamannsins er þaS, aS hann
sækist eftir fullkomnun sjálfrar henn-
ar vegna. ÞaS er hans, eins og
barnsins:
kaupiS hæsta aS heimta t
hverju verki: aS orka því.
GleSin yfir aS geta eru æSstu laun
hans. En eins og stundum endra nær,
þá fer svo hér, aS meS því aS sækja
aS réttu marki fær maSur annaS og
meira en maSur hefir beinlínis sózt
eftir. Um leiS og íþróttamaSurinn
temur sér list sína, verSur líkami hans
æ hlýSnara og þolnara v'erkfæri sál-
arinnar og fær á sig þann tignarsvip,
sem fylgir fullkomnu samstarfi sálar
og líkama. SendiS þiS tvo menn af
stað í gönguför eSa til aflrauna, ann-
an, sem aldrei hreyfir sig nema þegar
hann þarf húsa á milli, en hinn úr hóp
okkar ,ungu íþróttamanna. ÞiS vitiS
fyrirfram hvor betur reynist. Þá
sést, aS ungu mennimir, sem virtust
vera aS eySa kröftum sinum í éþörf
hlaup og spark, stökk og stimpingar
hér útí á íþróttavelli, þeÍT hafa veriS
aS safna sér orkuforSa, sem þerr eiga
tiltækan hvenær sem þörfin kallar.
Náttúran er stórgjöful viS þá, sem
sjálfir gefa báSum höndum, en naum
viS ntrfilinn, sem ekkl þorir -aS taka
á því, sem hann hefír.
Þess vegna heilsa eg okkar ungu i-
þróttamönnum og tjái þelm þökk fyr-
ir þáS, sem þeir leggja á sig til aS
verSa sem fullkomnastir hver í sinni
íþrótt. Þeir gjöra þaS, sem við öll
ættum aS gjöra, hver á smu sviSi, aS
leita fullkomnunarinnar sjálfrar henn
ar vegna og öðlast þar meS TieilbrigS-
ustu gleSina, þá aS "rinna Tiitann í
sjálfum sér og sjálfs stns kraft til aS
stánda mót”, gleSina af aS vaxa og
v'erSa hæfari til þess, sem af manni á
aS he'imta. — Eg vildí óska aS hugs-
unarháttur íþróttamannsins yr&i sem
fyrst almennur á öllum sviSum Iífsins,
aS hvert starf, sem stundaS er, yrSi
aS íþrótt sem kept væri um aS verSa
fremstur í og komast þangaS, sem
enginn komst áður. YrSi þaS aS á-
hrínsorSum, þá mundi þjóS vor bráS-
um. verSa ein merkasta þjóS heimsins,
því hún hefSi tekiS í þá taugína, sem
IeiSir upp á hæstu hæSir. SkáldiS
kveSur um Jón SigurSsson, sem þessi
dagur er helgaSur:
Bratta vanur, brekkusækinn.
Brjóst hann gjörSist fyrir þjóS.
íþróttamaSurinn er hrekkusœkinn.
Hann leitar jafnan í þá áttina, sem
örSugust er. Á því vex honum
brekkumegin, þoriS og þrekiS.
Lifi brekkusæknin. Lifi og blómg-
íst allar íþróttir á Islandi.
Guðm. Finnbogason.
(Þróttur.)
Endurminningar frá
Miklagarði.
Eftir
Henry Morgenthau
fyrv. sendiherra Bandaríkjanna
Framh.
lijóðvcrjar múta tyrkncskum blöðum.
“Ef þaS er rétt,” spurSi Sir Louis
Mallet, “aS skip þesi séu í raun og
veru tyrknesk, hvernig í ósköpunum
stendur þá á því, aS hiiíir þýzku for-
ingjar skuli ekki vera látnir leggja
niður umráS þeirra?” — Stórvezírinn
sagSi eitthvaS á þá IeiS, aS skipshöfn-
in, sem fariS hafSi til Englands til
þess aS sækja bryndrekana, er Tyrkir
hefSu átt von á aS fá frá Englending-
um, ætti aS taka viS stjórn á Goeben
og Breslau, undireins og skip þau
kæmu til MiklagarSs. En svo HSu
dagar og vikur — skipshöfn þessi
kom, en samt sem áSu héldu ÞjóS-
verjar áfram aS hafa á hendi umsjón
og yfirráS þessara áSur nefndu skipa.
Ekki er þaS nokkrum vafa bundiS aS
hin langa og ólöglega dvöl Goeben og
Breslau í tyrkneskri höfn, var meira
en nóg ástæSa til stríSs. En sendi-
herrar sambandsþjóðanna fylgdu þvi
ekki fast fram, aS þeim tafarlaust
yrSi skipaS á brott, einungis vegna
þess aS þeim var ljóst, aS slíkt mundi
flýta fyrir ófriSi, en þaS var einmitt
þaS, sem þeir vildu í lengstu lög reyna
aS afstýra, en vildu þó auSvitaS helzt
af öllu koma gjörsamlega í veg fyrir
aS Tyrkir yrSu samherjar ÞjóSverja.
En þaS sem þó var undalegast af öllu
var það, aS þótt sambandsmenn hétu
Tyrklandi fullri tryggingu þess, aS
þeir skyldu eigi áreittir verSa af nein-
um, ef þeir gæfu sig eigi ÞjóSverjum
á hönd, þá virtust Tyrkir samt sem
á'ður hvergi nærri ánægðir meS þau
boS, heldur jafnvel þaS gagnstæSa.
“Þessu lofuðu þeir okkur líka eftir
BalkanstríSin, en hvaS skeði. Hvern-
ig var fariS meS hin tyknesku lönd
i Evrópu?” sagSi Talaat. — Wangen-
heim lék einnig ávalt á sama streng-
inn: “Þér getiS aldrei treyst þeim,”
bætti hann viS. “Gengu þeir ekki
á bak orSa sinna einn fyrir alla og all-
ir fyrir einn, fyrir nokkrum árum, eða
hvaS?” Og þannig hélt hann áfrain
í sífellu; honum veittist einkar létt
aS gjöra sér gott af veikleika Tyrkj-
ans — hann þekti þá orðið svö undur
vel. —
Tyrkir eru einn sá allra undarleg-
asti þjóðflokkur, er eg hefi nokkru
sinni kynst. Þeir hvorki elska né
hata, og virðast aldrei vera hrifnir
af einu ufmram annaS. Og auðvitaS
stjórnast breytni þeirra gagnvart
þjóðum og einstaklingum af eigin-
leikum þeim, er mest ber á i lífi þeirra
og sögu.
“Miklir heimskingjar getiS þiS ver-
iS,” sagði Wangenheim viS Talaat og
Enver, er þeir voru að skeggræða um
álit og afstöðu Englendinga. “Getið
þiS eigi séS hversvegna Englending-
um er ant um aS halda yður og þjóS
yðar frá ófriSi. ÞaS er einungis at
þeirri einu ástæSu, að þeir eru logandi
hræddir við ySur. HafiS þér ekki
enn gjört yður það Ijóst, aS meS aS-
stoS vor ÞjóSverja, eruS þér orSnir
aS sterku og ósigrandi herveldi? Finst
yður þaS enn óskiljanlegt, hversvegna
Englendíngar leggja svona mikiS
kapp á aS fá ySur til þess a.S sitja hji
og hafast ekki aS?” Hann hélt á-
fram án afláts aS berja þessum kenn-
ingum inn t þá, svo þeir á endanum
virtust trúa öllu saman ; enda skýrðu
þessar fullyrðingar ergi aðeins Af-
stöðu Englndinga, heldur kitlu&u
einnig næsta mjög hina takmarka-
lausu hégómadýrS Tyrkja sjálfra.
En hv'aS svo sem leiS skoSun og
stjórnmálastefnn Enver og Tataals,
þá er hitt þó víst, aS á meðal állra
hinna tyrknesku slþýSuflokka voru
Frakkar og Englendingar stórum vin-
sælli heldur en Þ jóSverjar. — SoSdán-
inn sjálfnr var beinlínis anávígur
stríSi, og rikiserfinginn Toussouff
Izzadin var álevéSinn fylgismáSur
sambandsþjóSanna. — Stórvezírinn
Said Halim var langtum hlyntari Eng-
lendingum en ÞjóSverjum, og Dje-
mal, einn af þrímenningsveldinu. var
alment talinn standa Frakka megin
/neS skoðanir sínar — • hann var
skömrnu kominn frá Paris, hafSi feng-
iS hinar ágætustu viðtökur og var
mjög upp meS sér af því öllu saman.
Þannig var þá méirihluti ráðuneyt-
isins réglulega antlstæður Þýzkalandi
og áhrifum þess, og hinn tyrkneski
lýSur skoðaSi Englendinga sem sina
tryggustu og beztu vini. ÞaS voru því
engir smáræðis örðugleikar, sem
Wangenheim þurfti að yfirstíga til
þess aS koma áætlun sinni í fram-
kvæmr. Hann var heldur ekki aS-
gjörðalaus; dag og nótt var hann önn-
um kafinn viS aS útrbeiða erindi
ÞjóSverja í srnáu og stóru, og lét sér
ekkert tækifærí úr greipum ganga.
ASalútbreiSslustarfsemi hans var
fólgin í rógi um Englendinga, Rússa
og Frakka.
Eg hefi áSur lýst meS nokkrunt orS-
um tilfinningum Tyrkja gagnvart
Englendingum eftir aS þeír mistu
skipin, sem þeir höfSu látiS smiSa í
Englandi. — Nú gjörði Wangenheim
sér eins mikinn mat úr þv'í og fram-
ast var auSiS. BæSi hann sjálfur og
skósveinar hans fyltu dálka tyrknesku
blaSanna meS ósvífnum árásum á
Englendinga út úr þessum skipurn,
Enda var þess ])á eigi lcngi aS biða,
aS öll helztu blöSin lentu undir þýzk
yfirráS. Wangenheim keypti sjálf-
ur allra sterkasta blaSiS, Ikadam, er
tók samstundis aS syngja ÞjóSverj-
uni lof og dýrS, enn bannfæra sam-
bandsþjóðirnar.
BlaS éitt, sem heitir Osmanischer
Lloyd, og gefiS var út bæði á þýzku
og frönsku, varð hér eftir einkamál-
gagn sendiherrans þýzka. Og þótt
stjórnarskrá Tyrkja fyrirskipaði full-
komi'ð rit- og prentfrelsi í landinu, þá
var þó sett á fót skrfstofa til þess aS
hafa strangt eftirlit meS því, sem í
blöSunum stæði, meS þaS eitt fyfir
augum aS hlynna aS hagsmunum
ÞjóSverja. öllum tyrkneskum rit-
stjórum var skipaS aS setja ekkcrt
annaS i blöSin en þaS, sem víeri mál-
staS ÞjóSverja til stuSnings — og
þeir hlýddu fyrirstöðulaust, eins og
auðsveipnir þrælar. BlaSiS Jeune
Turc, sem prentað var á franska
tungu og þar af leiðandi studdi mál-
staS samherja, var gjört upptækt.
Hin tyrknesku blöS ýktu stórkostlega
sigurvinninga ÞjóSverja, og beinlin-
is lugu frá rótum, þar sem þess þótti
viS þurfa. Og ávalt fluttu sneplar
þessir feitar fyrirsagnir um tap sam-
herja, og þaS jafnvel frá þeim stöS-
um, þar sem engin orusta hafSi átt
sér staS!
Ekki var þaS ótítt, aS Wangenheim
og Pallavicini heimsæktu mig á kvöld-
in og sýndu mér nýjustu opinberu
símfregnirnar frá orustustöSvunum,
og svo þegar eg leit á morgunblöðin
daginn eftir, er fluttu þessi sömu
hraðskeyti, þá voru þau öll úr lagi
færS, eða þá blátt áfram fölsuS, til
þess aS fegra málstaS ÞjóSverja.
Þýzkur ferðalangur einn, er nefndi
sig barón Oppenheim, fór náttfari og
dagfari landshornanna á milli, i þeim
tilgangi aS æsa hugi tyrknesks al-
mennings gegn Englendingum og
Frökkum. Hann þóttist vera jarS-
fræ'ðingur, og hefir sjálfsagt veriS
þaS einnig— en skrifstofur setti hann
um alt hiS tyrkneska veldi til þess aS
útbreiSa óhróður og ósannindi um
sambandsþjóSirnar. Stór landabréf
voru límd upp á strætum og gatna-
mótum, er sýndu öll þau hin mikln
Iandflæmi, sem Tyrkir hefðu látiS af
hendi á síðustu hundraS árum. Rúss-
um var aSalIega um þetta kent, og
þeir kallaðir ræningjar og óbótamenn.
Og þessum lýsingum til stuönings v'ar
þvi bætt viS, aS nú hef'ðu Rússar þó
bitið höfuSi'ð af allri skömm, meS a'ð
ganga í samsæri með Englendingum
gegn Tyrklandi. Þá voru og sýndar
myndir, hvar sem því varS viS komiS,
þar sem samherjum var lýst eins og
sviksamlegum stigamönnum, er sætu
á svikráðum viS vesalings Tyrkland,
févana og varnarlaust.
Enver pasha var lýst eins og frægri
söguhetju og framúrskarandi föður-
landsvini, er nú hefSi frelsaS Adria-
nople aftur Tyrklandi til handa.
ÞjóSverjar áttu aS vera reiðubúnir,
hvenær sem vera skyldi, til þess aB
veita Tyrkjum aS málum og verja þá
yfirgangi Englendinga, Rússa og
Frakka, og jafnvel keisarinn var nú
alment kallaður “Hadji Wilhelm”,
hinn mikli verndari Islam, og svo var
gengiS langt, aS prentaSir voru ótal
bæklingar, er skýrSu frá því, aS hinn
voldugi Þýzkalandskeisari væri snú-
inn til Múhamedstrúar. Einnig var
því mjög á lofti haldið, aS Múhameds-
trúarmenn í Indía og Egyptalandi
væru í þann veginn aS hefja stjórn-
arbyltingu og varpa af sér oki hins
enska “harSstjóra”. T^rkjum var
kent aS hrópa á strætunum í Mikla-
garði: “Gott strafe England” —
GuS refsi Englandi! Og öll þessi
svívirðilega útbreiSsIustarfsemi var
kostuS af þýzku fé, og ekkert til
sparaS.
En ÞjóSverjar létu sér ekki nægja
meS aS eitra og sýkja hugarfar
Tyrkja, hddur var aSalmarkmiS
þeirra aS ná hermálum þjóSarinnar
í sínar hendur að fullu og öllu. Eg
hefi áSur lýst því aS nokkru hvernig
keisarinn þýzki í janúarmánuði 1914,
hafSi 'gjört sér tyrkneska herinn und-
irgefínn á alíar lundir og tekiS a®
láta búa hann undir NorSurálfustríS.
Og nú, þegar hér var komið sögunni,
byrjaSi hann á þvi áS gjöra hiS same
viS flotann. Og eg man þaS enn
glögt, hve mjög Wangenheim hældlst
um þaS í ágústmánuSi, aS nú hefðu
Þjóðverjar bæSi landher og flota
Tyrkja á valdi sinu. Um þaS leyti
sem Goeben og Breslau komu til
MiklagarSs, var brezk sendinefnd,
mndir forustu Limpus aðmíráls, aS
reyna aS koma skipulagi á flota
Tvrkja. Ein fáum dögum seinna hvarf
sendinefndin snögglega heimleiðis, án
þess að henní væru sýnd hin minstu
kurteisistákn að skilnaSÍ. Hinir
ensku sjóliSsforingjar lögSu af staS
mjög IdjóSlega frá Miklagarði og
heim til Englands, en aSmirállinn
varð eftir um hríS. sökum sjúkleika
dóttur hans.
hjóðvcrjar víggirða Hcllusund.
Nótt eftir nótt streymdu hlaSnar
eimlestir til MiklagarSs, beina leiS
frá Berlin, meS fjölda þýzkra far-
þega. AIls komu i einni stryklotu
3800 tnenn, er undantekningarlítiS
voru sendir til styrktar tyrkneska
flotanum, e'ða þá til þess aS vinna aS
tilbúnngi skotfæra. UppvöSsIugestir
þessir fyltu alla gildaskála á kvöldin
og gengu í skrúöfylkingu um stræti
borgarinnar á morgnana og sungu
fullum hálsi: Deutschland úber alles.
Margir af þeim voru útlærðir véla-
meistarar og þaulæfSir smiðir, er tóku
til starfa tafarlaust viS aS endurbæta
bílaðar tundursnekkjur og önnur
stærri skip, og gjöra nothæf til striðs.
Enska félagið Armstrong & Vickers
hafði all-lengi átt ágæta skipakvi 5
Miklagarði, en nú tóku ÞjóSverjar
hana i sinar liendur, og notuðu hana
sem aSgjörðarstöS fyrir hinar tyrk-
nesku snekkjur. Og þaS má meS
sanni segja að Þjóðverjar láu ekki á
li'ði sínu, því jafnt nótt sem dag mátti
heyra hamarshöggin og vélaskröltiS.
Um þetta leyti byrjaSi Wangenheim
á nýjum boðskap, sem sé þeim, aS
ÞjóSverjar hefSu nú komist aS þeirri
niðurstöðu, aS allar aSgjörðir Eng-
lendinga á hinum tyknesku skipum
hefðu veriS sviknar, og kendi hann
að sjálfsögöu hinni ensku sendinefnd
um alt sarnan. KvaS hann þetta auS-
vitaS hafa verið samsæri, er Eng-
lendingar hefðu gjört til þess aS
Tyrkir skyldu vera varnarlausir á
sjónum og því eigi geta beitt sér í
neinu. AuSvitað v'oru þetta bein ó-
sannindi, þvi Englendingar, eSa rétt-
jara sagt Limpus aðmiráll fyrir þeirra
hönd, haf'ði leyst verk sitt af hendi
eins samvizkusamlega og hugsast gat.
Allan þann tima hömu%st ÞjóS-
verjar viS aS víggirða Hellusund, og
í októbermánu&i hætti eiginlega Sub-
linre-höfnin aS vera tyrknesk, því
eftir þaS var hafnargæzlan og öll
skipasmið cingöngu undir þýzkri
stjórn. Og innsigliS glöggasta af öllu,
ivar þýzka skipiS “General”, sem á
þöfinni lá; 'þaS var einhverskonar
dulræn millistöS. Og eg minnist þess
glögt, að einmitt þaðan kom oft gest-
ur einn, er eg var farinn aS kannast
viS, beint til sendiherrabústaSar mins
og sagði mér sitt af hverju, er var á
seiöi.
Framh.
Business and Professional Cards
The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín í öllum heibergjum Fæði $2 og $2.50 á dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg
¥ T VAÐ sem þér kynnuð að kaupa I 1 af húsbúnaði, þá er hægt að * semjavið okkur, bvort heldur fyrir PENINGA OT 1 HÖND eða að LÁNl. Vér böfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið
OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Msan St., homi Alexander Ave.
Brown & McNab Selja í ■heildsölu og smásölu myndir, myndaramma. SkrifiS ettir verfti á staiLkuðum myndum 14x29. 175 Catúton St. - Tals. Main 1357
GOFINE & CO. Tals. M. 3208. — 322-332 Kllicc Ave Rorninu á Hí.rgrave. Verzla Kneö og virða brúkaSa hús- nauni, eldstór og ofpa. — Vér kaup- •itm, seljum og skiftum á öllu sem ei Súkkurr virBI.
JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Ileimilis-T!als.: SL John 1844 Skrifstofu-Tals.í Main 7978 Tekur lögtakl bæ8i húsaleiguskuldir veðskoldir, vlxlaskuldir. AfgreiSir alt sem a£ lögum lýtur. Roosn í Corbett Blk. — 615 Main St
The lÉal Plumbing Co.
Harip' Netre Dame og Maryland St. H'a**- Garry 1317 Gera abkonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. [ Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið os«.
Dr. R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons
Bng., útskrlfaCur af Royal Coliege ol
Physlclans, London. SérfræBlngur 1
nrJOst- tauga- og kven-sjúkdómum
—Skrlfst. 306 Kennedy Bldg, Portag'
Ave. (& mötl Eaton’s). Tals. M. 81 <
Helmlll M. 2696. Tlmi tll viStaU
kl. 2—6 og 7—8 e.h.
F réttabréf.
Stony Hill 26. ág. 1918.
Herra ritstjóri Lögbergs!
Eftir því sem Lögberg skýrir frá
í síöasta blaði í íslends fréttum, eftir
Vísir 1. ágúst, er ekki hægt aS sjá
annað en þolanlega líSan og meöal ár-
ferði yfirleitt. En af því aS eg fékk
litiö yfir íslandsfréttir í bréfi frá
| konu heima, til konu hér vestra, svo
! gagn ólíkar blaSafréttunum, þá tek
j eg mér bessaleyfi, í von um aS eigandi
bréfsins taki ekki liart á mér, þó eg
birti fáeinar linur úr bréfi hennat.
Bréfið er dagsett í Stykkishólmi 19.
júlí 1918, og hljóSar bréfkaflinn
þannig:
HéSan er ekkert aS frétta nema harS
indi fram úr hófi, óminnileg tíS í vor
og sumar, nema eina viku af apríl og
allur maí ágæt tíS, enn þá var nú aS
eins snjór aS þiðna og síga úr, en
allur júní og þaS sem af er júlí, et
ekki sumar nema aö nafninu, þaS eru
sífeldir kuldar og hafís allstaSar, ekk-
ert gras komiö og lítur ekki út fyrir
nokurn slátt. Kýr er allstaðar að
þorna upp, þeim hefir verið gefið
hey og matur hér á Hólminum til
þessa dags, af öllum sem hafa haft
nokkur ráS meö þaS, samt geldast þær
og fella hold. Svona er um allar sveit-
ir, sem spyrst, ekki bitþagi fyrlr skepn
ur. Einstakamaöur hefir fært frá og
iðrast eftir. Hér var byrjaður mó-
skuröur um miðjan júní, þá var klaki
2 feta þykkur, varS því aS ryðja
fleirum sinnum meS margra daga
millibili, og enn er veriS aS skéra mó
er þó klaki nær fet á þykt.
Kona sú, sem skrifaS hefir þessa
frétt, systur sinni, er mjök skýr og
greinagóö. Þarf ekki aS efa aö þaS
gr eins og hún segir.
Þessu líkt útlit þar, á síSari helm-
ing júli, er eitt meS því lakasta er viS
eldri menn þektum þar eiga sér staÖ,
og þcir, sem þektu veöráttu þar í hat-
ís árum bæöi á SuSur og NorSvestur-
landi vissu vel, aS munur var ótrú-
lega mikill á, hvaö mildara var á suö-
urhelming landsins, bæöi vetur og
sumar.
Þessi fréttakafli gefur mér tilefni
til aö minnast á þaS hve sjaldan viS
fáum aS sjá fréttagrein frá NorSur-
og Vesturlandinú, Dalasýslu svo aS
segja aldrei. ÞaS er líkast því aö
menn álíti það í fylsta máta þýöing-
arlaust aS senda fréttagrein út i geim-
inn, en þaö er langt frá aS svo sé,
þegar alls er gætt. Eg þarf ekki aö
benda á nema sérstaka púnta í þvi
efni. Austur íslendingar munu alla
reiöu hafa séS hve vel sér hefir kom-
iS í núverandi ástandi ætternis og þjóS
ernstengslin, 'þó langt sé í seliS aS
sækja er óskandi aS vegur sá yröi
greiöfær og opinn svo lengi sem þörf
krefur.
MeS vinsemd.
G. Jörundson.
Aths. Þegar eg ritaSi þessa grein
hafSi eg ekki séS Voröld frá 29 ág.,
en þar kveSur viö likann tón, og er
mikiö ógleöiefni. — G. J.
Dr. B. J. BRANDSON
701 Lindsay Building
Tblbphons garry 3SO
OFTic»-TfMAR: a—3
Heimili: 776 VictorSt.
Tei.ephonk oarry 3S1
Winnipeg, Man.
Dagtals. St.J. 474. Nælurt 81.J . »#*•
Kalii sint 4 nótt og <ie«i
DR. B. GER2ABKR.
M.R.C.S. Ír4 Englandi, L.R.C.P. fra
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. trú
Manitoba. Pyrverandi aCsto&arlæknD
18 hospltal I Vinarborg, Pra*. oa
Berlln og fleirl hospltöl.
Skrifstofa I eigin hospltali. 416—41
Pritchard Ave., Wlnnipeg. Man.
Skrlístofutlmi frfi 9—12 f. h.; 3—
jg 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigifí hospítal
416—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
Itnga, sem þjást af brjóstveikl. hjart-
veiki, magasjúkdúmum, Inn.Vflavelki,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdöm-
»m, taugaveiklun.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á af
selja me8öl eftir forskriftum lækna
Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá
eru notu8 elngöngu. pegar þér komlí
me6 forskrlftlna tll vor, megi8 þéi
vera viss um a8 fá rétt þa8 sem
læknirinn tekur tll.
COLCLEUGH A CO.
Votre Dame Ave. og Sherbrooke St
Phones Garry 2690 og 2691
Gtftlngaleyflsbréf seld
Dr. O. BJORS80N
701 Lindsay Building
CZLEPUONEiaAIIIIY Mtt)
Officetímar: 2—3
HKIMILIl
764 Victor aticet
hSUtPHONE, GARRY res
Wiimipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson
401 Beyd Buildins
C0R. P0RT/\CE AVE. «t EDMOJiTOJi *T.
Stundar eingöngu augna, eyina. nef
og kverka sjúkdóma. - Er að hitta
frá kl. !0 12 f. h. og 2 5 e. h._
Tal.fmi: Main 3088. Heimili 105
Olivia 5t. TaUími: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Buildlng
Cor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaklega berklasýkl
og aðra lungnasjúkdóma. Er aC
ffnna á skrifstofunr.1 kl. 11_
12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf-
stofu tals. M. 3088. Heimili; 46
Alloway Ave. Talsimi: Sher-
brook 3168
MMÖI JfOTEI.
Viö sölutorgiö og City Hall
SI.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerget Block
Cor. Portage Ave. eg Donald Street
Tals. raain 5302.
The Belginm Tailors
Gera vjð loðföt kvenna og karlmanna.
Föt búin til eftir méli. Hreinsa, pressa
og gera við. Föt sótt heim og afhent.
Alt verk ébyrgst. Verft sanngjaint.
329 William Ave. Tala. G.2449
WINNIPEG
-\
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear og Dominion Tires «ti8
á reiftum höndum: Getum út-
vegaft hvaCa tegund sem
þér þarfnist
Aðgerðum og “Viilcaniziiig’’ sér-
stakur gaumur geflnn.
Battery aðgerftlr og bifrel8ar tll-
búnar tll reynslu, geymdar
og þvegnar.
ATJTO TIRK VHLCANIZING CO.
309 Cumberlaud Ave.
Tals. Garry 2707. Oplð dag og nótt.
Verkstofu Tals.:
Garry 2Í54
Helm. Tals.:
Garry 2949
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagnsfihöld, svo sem
straujám víra, allar tcgundir af
Rliisuin og aflvaka (hatteris).
VERKSTDFA: 676 HOME STREET
J. H. M
CARS0N
Byi til
AUskonar llml fyrlr fatluða menn.
einnig kviðslitsnmbúðlr o. fl.
Talsinii: Sli. 2048.
338 COI.ONY ST. — WINNIPEG.
TH0S. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræOiagar
Skmfstova:— Rcom 8ti McArthnr
Building, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 165ö.
Telefónar: 4303 og 4504. Winnipeg
Tals. M. 3142
G. A. AXF0RD,
Málafœriiumaður
503 PARIS BUILDING
Winnipeg
^
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Horni Toronlo og Notre 1 ame
Pbone Helmlli.
Oarry 2988 Oarrv 8C9
J. J. Swanson & Co.
Verzla meft fasteignir. S;é um
leigu á húsum. Annast lén og
elasábyrgðir o. fl.
6*4 The Kenshigt'tn.Fun.AHmftb
Phone Main 2597 .
A. S. Bardal
84S Sherbrookc St.
Selur lfkkistur og anna.t um útfarir.
Allur útbúnaður sé bezti. Ennfrem-
ur selur hann alskonar minnisvarða
og Iegsteina.
Heimilia Tala • Garry 2161
SkrifRtofu Tala. - Garry 300, 376
Giftinga og 1 1 /
Jarðarfara-
með litlum fyrirvara
Hirch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST. JOHN 2 RING 3
Williams & Lce
Vorið er komið og sumariö f nánd.
Islendingar, sem þurfa a8 fé sér
relðhjól, e{a láta gera vi8 gömul,
snúi sér til okkar fyrst. Vér höf-
um einkas'lu á Brantford Bycycles
og leysum af hendi allskonar
mótor aÖgerCir. Ávalt nægar byrgB-
Ir af “Tires’* og ljðmandl barna-
kerruni.
764 Sherbrook St. Horni Hotre Oame
Viðurkent af öllum
sambandsmöimum.
Allar sambandsþjóÖirnar
hafa viðurkent Triners Ameri-
ean Elixir of Bitter Wine, sem
leiðandi magaveikis meðal fyr-
ir áreiðanleik þess.—Það fékk
hæstu verðlaun — gullmedalíu
og stærstu verölaun í Englandi
(London 1910), í Belgíu (Brus-
sels 1910), í Italíu (Róm 1911),
í Frakklandi (París 1911) og
svo gullmedaííu í San Francis-
co 1915, og hæstu verðlaun í
Panama 1916. Öll þessi verð-
laun voru þau hæstu sem voru
fáanleg. Triners American El-
ixir of Bitter WTine er bezta
meðalið við öllum magasjók-
dómum, harðlífi, meltingar-
leysi, höfuðverk, taugaóstyrk,
af því það hreinsar svo vel inn-
ýflin og hjálpar meltingunni
og byggir upp allan líkamann.
1 lyfjabúðum $1.50. Sömu
hæstu verðlaun eru gefin Trin-
ers Liniment, bið bezta gigtar
meðal sem fáanlegt er í lyfja-
bóðum fyrir 70c. — Josepb
Triner Company, 1333—1343
S. Ashland Ave., Chieaco, 111.