Lögberg - 12.09.1918, Page 1

Lögberg - 12.09.1918, Page 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAI TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 417 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1918 NUMER 37 BANDARIKIN Fimm embættismenn einnar af efnafræSisstofum og meöalaverk- smibjum Bandaríkjanna, sem fyrir stríðiS var eign ÞjóSv'erja, hafa verit5 teknir fastir og eru kærSir um a8 hafa verið búnir atS búa svo um, at5 stór hluti af ágóSa félagsins gangi til ÞjótSverja, og einnig um þat5 af5 hafa búið svo um hnútana, at5 þessi i?5nat5- ur verbi í höndum Þjó'ðverja eftir stríöiC. Nefndin, sem Senat Bandaríkjanna setti til þess aö rannsaka gjöröir manna þeirra, sem höfðu með höndum loftskipasmíöar fyrir stjórnina, hefir komist aö þeirri niðurstöðu, aö ágóði þeirra hafi verið óhæfilega mikill,, skilnngsleysi ,um að færa sér í nyt reynslu Evrópuþjóðanna í þeirri grein og að framleiðslan hafi lent í hönd- um bifreiðafélaganna, sem enga sér- þekkingu hafi haft á verkinu. Senator Lodge, í fyrstu ræðu sinni sem leiðtogi Republicana í Senatinu, krefst þess að friðarsamningar, þegar gjörðir verða, byggist á algjörðum sigri. Hæst réttur New Ýork ríkis hefir komist að þeirri niðurstöðu, að Lusi- tania, þegar að henni var sökt 9. maí 1915, hafi ekki haft nein hervarnar- gögn — verið alveg varnarlaus, og hljóti því að álítast sem vöru- og fólksílutningaskip aöeins, og að verknaður sá, sem Þjóðverjar hafi þar framiö, hafi verið sá allra sví- virðilegasti sem hugsast geti, og sé algjört brot á alþjóða-siglingalögum. Henry Ford, sá sem Ford-bifreið- arnar eru kendar við, hefir boðið sig fram til senators, bæði fyrir Repu- blicana-flokkinn og fyrir Demokrata- flokkinn í Miohigan-fylkinu. Hann fékk Demokrata útnefnnguna, en tap- aði Republicana útnefningunni á móti Truman H. Newberry, fyrver- and hermálaritara. Umsjónarnefnd eldsneytis í Banda- rikjunum hefir skorað á fólk austan Missisippi, aö hætta að brúka bif- reiðar, bifhjól og lystibáta á sunnu- dögum, til þess að spara gasoliu. Einn liðsforingi og frá 10—20 ó- breyttir liðsmenn féllu í upphlaupi á milli Mexico og Bandaríkjamanna við bæinn Nogales í Arizona. Sagt er að um 100 Mexicomenn hafi fallið. Frá Washington kemur sú fregn, að Walter Hines Page, sendiherra Ameríkumanna á Bretlandi, hafi sagt af sér sökum heilsubrest. Frá Kaupmannahöfn kemur sú frétt, að sendiherra Bandarikjanna hafi beðið utanriksráðherra Svía um leyfi til þess að höföa meiðyrðamál fyrir hönd Wilson forseta, á móti Aftonblatt, fyrir það að segja að Wilson forseti væri Presbyterianskur stríðsguð auðvaldsskríls Demokrata. Og i þessari sömu grein stendur líka, að sambandsþjóðirnar hefðu bæði fyrirlitið og hræðst Bandarikn. Ut- anríkisráðherran hefir látið hann fá þá ósk sína, að málið yrði höfðað. Á tundursnekkju frá Bandaríkjun- um, meö 26 sjóliðsforingjum og sjó- mönnum, var skotið nýlega af vöru- flutningaskipi nálægt Eldeyjum. Skip- ið, sem heitir Telix Taussig, hélt að það væri þýzkur neðansjávarbátur. Haldið er að 16 af skpshöfninni hafi farist. FRAKKLAND Síðan aö blað vort kom út siöast, hafa samherjar haldið áfratn stöðug- um sigurvinningum á vsturvígstöðv- unum. Sérstaklega á hinu svonefnda Picardy-svæði frá Rheims til Ypres, um 200' mílur á lengd; og svo mjög hafa samherjar sótt fram, að á ýms- um stöðum hefir her Þjóðverja riðl- ast með öllu og forðað sér á flótta eftr föngum; þrátt fyir ítarlegar til- raunir, sem þeir hafa gjört til þess að stemma stigu fyrir sambands- hernum, þá hefir það enn orðið á- rangurslaust — hver dagurinn hefir fært samherja áfram í áttina til Cambrai og St. Quentin, þar til nú, aö samlherjar eru komnir svo aö segja að hliðum beggja þessara bæja, og virðist aðeins lítið tímaspursmál að þeir taki báða þessa bæi. Cambrai er gamall bær, mjög víggirtur, 128 mílur N. N. E. frá Paris, en St. Quentin stendur við Somme-ána, 95 mílur N. N. E. frá París, og eru þvi samherjar búnir að reka Þjóðverja 38 mílur til baka á þessu svæði, síðan að þeir hófu sóknina 8. ágúst s. I., og það er rúmlega mánuður síðan að Sir Douglas Haig hóf sókn sina við Amiens. En á þessum mánuði hefir hann tekið nálega alt landið aftur á því svæði, þar sem her hans sækir fram, sem tók Þjóðverja 3 mánuöi til þess að ná i v'or. Og þótt að Þjóð- verjar gjöri nú alt sem í þeirra valdi stendur, eins og að framan er sagt, til þess að stemma stigu fyrir sam- bandshernum, þá virðst það ekki vera nema aðeins lítið timaspursmál, að þeir taki báða þessa bæi, og þá með þeim hina svo kölluðu St. Quentin— La Fére Line, en það eru vígl og vig- girðingar Þjóðverja næst á bak við hina svonefndu Hindenburg Line; og ef að samherjum tekst að varr.a ó- vinunum að ná fótfestu þar, er því haldið fram af mönnum, sem þykjast hafa öðrtim fremur vit á striðsafstöð- unni, að þá muni erfitt fyrlr Þjóð- verja að veita viðnám í Frakklandi, því að flest, ef ekki öll, hin beztu vígi í landinu séu þá úr höndum þeirra gengin. En þó að menn séu að bolla- leggja þetta eða hitt, og að þeir hafi ;meira eða minna til síns máls, ættu menn samt ekki að láta sér detta í hug að þeir séu þá yfirunnir. Vér aðeins fylgjum hermönnum vorum í hugan- um í fullu trausti og fullri von um farsælan sigur. Herfang hafa bandamenn tekið fjarskalega mikið undanfarandi. Can- adamenn einir tóku 20,000 fanga á fjórum dögum auk alls annars her- fangs. Á síðustu fimm dögum er sagt að Bretar hafi tekð 19,000 fanga, og eins hafi Ameríkumenn og Frakk- ar tekið mikið af föngum og öðru herfangi. Á meðal bæja þeirra, sem samherjar hafa tekið í vikunni, eru: Bozoches, Fismes, Muscourt, Ville- veque, Emilie, Raisel, Vaux, Flu- iquieres, Happencourt, Hamel Men- nessis og hinn fornmerkilega bæ Ham, þar sem Louis Napoleon og mærin frá Orleans voru fangar forðum. 1- búatala þess bæjar fyrir striöið var 3200. Or bænum. Ungfrú Hólmfríður Árnadóttir, sem kennir íslenzku og dönsku við Col- umbia University í New York, er hér að ferðast um og kynnast. Hún kom í vikunni sem leið sunnan frá Dakota, dvelur um stund hér í bænum og ferð- ast líklega eitthvað út um bygðir. Húii hefr fengist mikiö við menta- mál og víða verið; kom til New York frá íslandi síðastliðið haust til að stunda nám við Columbia háskólann, en var svo boðið þetta kenslustarf, ,sem hún hefir haft á hendi síðan. Hún fer i næsta mánuði til New York og heldur áfram sama starfi. Hún heldur samkomu í Skjaldborg á föstudaginn í þessari viku, sýnir ein- ar 50 fagrar myndir frá íslandi, flest Iitmyndir, og fræðir menn um landið og fólkið. Santkoman byrjar kl. 8 og inngangseyrir 25 cent. Fólk ætti að fjölmenna, bæði til að njóta góðrar skemtunar og eins til að sýna þessari íslenzku mentakonu sóma, sem hún verðsk.uldar. Það var gantan að koma Inn í Jóns Bjarnasonar skóla, þegar eg kom vest- an úr Saskatchevan i vikunni sem leið. Þar var búið að mála, láta pappír á veggi og ýmislegt annað að gjöra til þess að gjöra ánægjulegt fyrir nemendur að vera þar I vetur. Þökk sé þeim, sem lagt hafa hönd á það verk að láta skólann fara í ný og falleg föt. Vonandi verða nfl marg- ir nemendur til þess að hagnýta sér heimili skólans í vetur. En eitt var til allra hamingju ekki nýtt þar. Sama fólkið, sem hefir litið eftir skólanum, er þar enn og vonandi verður. Aldrei hefir skólnn verið betur passaður en hann hefir verið af þessu fólki. R. M. Syrpa, I. hefti 6. árgangs, er ný- komið út. Innihald: Hverjum stríðið er að kenna, eftir Jacob Gunnlögsson. 1 Rauðardaln- um, saga eftir J. Magnús Bjarnason. Ríkarður Jónsson myndhöggvari, með mynd. Þorgils, þýdd saga eftir Maurice Hewlett. Bútar úr ættarsögu íslendinga á fyrri öldurn, eftir Stein Dofra. íslenzkar sagnir fsaga af Arnesi Pálssyni eftir Sigm. M. Long. Magnús Borgsted eftir E. S. WeumJ. Fjársjóðir á hafsbotni. Lánsbarn. Til rninnis. — Frágangur á þessu hefti er góður, ög það vel eigulegt. Mr. og Mrs. Kristján Hannesson, 852 Banning St. hér í bænum, fengu skeyti á sunnudaginn ttm það, að son- ur þeirra, Kári Oscar Hannesson, hefði særst, fengið skot í hægri fót og handlegg. Mr. Hannesson fór i september 1916 með 44. herdeildinni, og var búinn að vera 19 mánuði t skotgröfunum þegar að Itann særðist. Mr. og Mrs. Hannesson eigi annan son i stríðinu, Hannes. Hann særð- ist síðast í siðastliðnum apríl. Dr. Walton Hubbard, C. S. B., heldur fyrirlestur í Orpheum-leik- húsinu kl. 3,15 á sunnudaginn kemur, um Christian Science. 1 síðasta blaði var skýrsla um út- kornu nemenda Jóns Bjarnasonar skóla við próf síðastliðið vor. Við þá skýrslu verður að bæta einum þremur nöfnum: I 11. bekk stóðst prófið Rósa Johnson, í 9. bekk Rann- veig Gillies og Noma Burton. R. M. Kvennfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir ákveðið að hafa Baazar í sunnu- dagsskóla kirkjunnar í næsta mánuði. Það er vonast ef-tir að allar félags- konur og aðrir vinir félagsins og safn aðarins, sýni félaginu nú eins og áð- ur góðvild sína með því að styrkja þetta fyrirtæki með hentugum gjöfum til Baazarsins og á allan hátt styðja að því að þetta geti lánast sem bezt. \ _____________________ Dr. Jón Stefánsson er nýkominn til bæjarins úr skemtiför vestan frá Kyrrahafi. KVEÐUSAMSÆTI verður Einari Jónssyni og konu hans haldið í Goodtemplarahúsinu, nœst- komandi laugardagskveld, 14. sept. Byrjar kl. 8. — Til skemtana verður söngur, hljóðfœrasláttur, stuttar rœð- ur og kvceði. — Inngangur ókeypis fyrir alla. Til athugunar fyrir alla. Á fundi í stúkunni Skuld no. 34, þ. 4. sept. 1918 var samþykt tillaga um að kjósa nefnd, til að standa fyrir að hafa “pie cocial” og ágætt progranl þ. 25. þ. m., til þess að hafa upp dálitla peningaupphæð, sem varið yrði til þess að kaupa jólaböggla fyrir bræðurna úr St. Skuld, sem eru á stríðsvellin- um. Vinir I Þessi hugmynd er bæði þörf og nytsöm og full af bróðurhug til drengjanna okkar, sem staddir eru í eldrauninni miklu, og eru að tefla skákina voðalegu fyrir lífinu á móti dauðanum, fyrir landið okkar, Can- ada, og sam-bandsþjóðirnar allar. Við vitum að ekki þarf að hvetja bræðurnar og systurnar í St. Skuld til þess að taka saman höndum og gjöra þetta af einlægum huga og sameigin- legum bróðurkærleika, því málefnið mælir með sér sjálft. Sérstaklega vildum v'ið biðja Mr. Arinbj. Bardal að gjöra svo vel að taka út brúna fákinn sinn og færa til lótsins alla presta, lækna og ‘Business’ menn, sem stúkunni tilheyra og eru br. vorir á bræðraheimilinu i St. Skuld. Haldið þið, að honum Arinbirni Bardal væri ekki til trúandi að gjöra gott boð í eitthvað ilmandi “pied”, Jyegar ágóðinn er fyrir hermennina dren-gina frá Canada, ein-s og hann gjörði rausnarboðið mikla í sokkana, sem Dr. B. J. Brandson seldi honum á Íslendingadaginn 2. ág. 1917. 10. sept. 1918. Nefndin. Fáein orð til skilnings- auka. Eftir síra Runólf Martcinsson. Þegar eg var á ferð vestur i Sask- atchewan i sumar, og hafði flutt er- indi, sem snerti Jóns Bjarnasonar skóla, frétti eg eftir sumum sem hlustuðu á að eg hefði spilt fyrir skólamálinu með hreinskilni minni. Mér þótti slæmt að nokkuð frá mínum vörum skyldi spilla fyrir málefni, sem mér er svo kært, en á ihinn bóginn er mér Jjað ekki einksvert að fá viður- kenningu fyrir hreinskilni. Á því hlýtur það að byggjast að orðum manns sé trúað, og traust manna vildi eg gjarna verðskulda. Satt að segja vilcli eg -heldur spilla fyrir skólanum með hreinskilni, en vinna honum gagn með óhreinskilni; en helzt vil eg álita að eg vinni skólanum mest gagn með því að segja satt frá öllu, sem honum viðkemur. En ef þæir skyldu vera nokkiur fleiri en m'ótstöðumennirnir i Saskatchewan, sem hafa hugmynd um hreinskilni í fari mínu, mætti eg þá ekki vonast eftir þvi að þessi fáu orð mín yrðu alment athuguð og þeim trúað ? Til fræðslu um Jóns Bjarnasonar skóla eiga þau að vera, og eg hefi fundið á ferðum mínum að hennar er mikil J>örf, bæði ti-1 að leiðrótta mis- skilning og til að veita nauðsynlega þekkingu. T ilgangur. skólans er bæði kirkjulegur og þjóð- ernislegur. Þegar skólinn var stofn- aður árið 1913, var það tekið fram að lúterskur kristindómur og íslezk tunga og þjóðerni væru tveir hornstelnar, sem hann skyldi hvíla á. Að gefa vestur íslenzkum unglingum mentalegt heimili á þessum grundv'elli var til- gangur vor, og fylgdum vér þar dæmi allra annara lúterskra þjóðflokka, sem til þessa meginlands -hafa komið. Vér höfðum það sterkt á tilfinning- unni að kensla íslenzkrar tungu við aðrar stofnanir, þó vér allir óskum eftir því að hún sé kend sem viðast, fullnægði ekki þörfum vorum, að oss væri -bæði þörf og skylda að leiðbeina unglingum vorum á mentabrautinni, bæði í veraldlegri og trúarlegri fræðsdu, sjálfir, að i raun og veru gæti enginn annar en vér sjálfir' kent unga fólkinu voru til hlítar að nota kristilegan og þjóðernislegan arf vorn í þjónustu kirkju og þjóðar í þessu nýja föðurlandi voru. Þennan skóla vildum vqr gjöra miðpunkt fyrir kirkjulif vort; þaðan kæmu kristnir leikmenn og prestar. Aldrei datt oss það í hug að gjöra skólann svo þröng- an að engir aðrir en kirkjufélagsmenn hefðu hans not. Vér vildum þjóna öllu v'oru vestur-íslenzka fólki eftir því sem það vildi hafa oss. Hversvegna þá að kenna annað en kristindóm og íslenskuT Eitthvað Iíkt þessu spyrja sumir. Svarið liggur beint við: með þvi einu móti getum vér fengið nemendur. Má vera að vér fengjum einn eða tvo nemendur á ári, sem stunduðu nám eingöngu í kristindómi og islenzku; en ekki yrðu þeir margir. Skólinn þauð íslenzkum almenningi kenslu fyrir sunnudagsskóla kennara. Eng- inn gaf sig fram. Un-glingar vorir, sem mentun vilja, eru vanalegast ekki stórauðugir. Þeir eru með skóla- göngu sinni að búa sig undir atvinnu. Vort eina tækifæri til að hafa nokkur mentaleg áhrif á }>essa unglinga, er að kenna þeim hið sama og aðrir skólar í landinu og kristindóm og ís- lenzku í viðbót. Og það sem við kennum annað verðum við að kenna á ensku. Nemendur v'orir verða að ganga undir sömu prófin og aðrir; þessvegna verða J>eir að fá samskon- ar tilsögn og auðvitað á sama tungu- máli. Enginn misskilningur ætti að þurfa að vera út úr svo augljósu at- riði. En þá kemur stærsta mótbáran: borgar það sig fyrir svona lítið að viðhalda heilli stofnun? Til svars því mætti benda á að öll- um öðrum þjóðflokkum en Islending- um í þessu landi hefir sýnst það borga sig? Og ennfrmur má benda á það að kirkjudeildum eins og Meþódistum hefir sýnt það borga sig að verja ærnu fé til viðhalds mentastofnunum, sem J>ó ekki hafa neina þjóðernisíega á- stæðu fyrir tilveru sinni, heldur að eins kirkjulega. Umhugsunarefni og bending er þetta að minsta kosti. En það mun vera óaðskiljanlegt frá cðli og tilgangi kirkjunnar að hún sé mentalegt afl í sérhverju landi þar sem hún starfar. Að kasta allri menta byrðinni upp á ríkið og skifta sér ekkert af iþvl, J>ó allir mentastraum- arnir yrðu þar heiðnir, væri lang auð- veldast, en með því væri kirkjan að liggja á liði sínu. Kristilegt mentalegt heimili fyrir hin vestur-íslenzku ungmenni vor er miklu stærra velferðaratriði fyrir oss en fólk vort sýnist renna nokkurn grun í. Starf skólans. Hann hefir starfað í fimm ár. Á þriðja hundrað af vestur-íslenzku ungu fólki hefir sótt þangað. Þess ut- an var allstór hópur af fólki, er naut |>ar uni eitt skeið kvöldskóla tilsagnar t íslenzku og ensktt. Skólinn hefir reynst með beztu skólum í Manitoba fylki við hin opinberu próf. Hann hefir lagt mikla rækt við kristilega lotningu nemendanna og leitast við að gjöra kristindóminn að lífsafii í sálum þeirra. Hann hefir kent íslenzkt mál, sýnt unglingum gullnámu íslenzkra bókm-enta, og leitast við að láta nem- endur skilja gagnsemi íslenzka arfsins og um Ieið að kenna þeim að nota þetta til gagns þjóðinni, sem vér til- heyrunt. Skólinn hefir áunnið sér frá- bærlega sterka virðingu og ást, að minsta kosti margra nemendanna. Ungt fólk úr fjarlægum sveitum í Ameríku hefir safnast saman i skól- anum og þar hafa vinabönd verið knýtt, sem geta leitt mikið gott af sér í framtíðinni. Skólinn getur lagt drjúgan skerf til heillavænlegrar framtíðar fólks vors í Ameríku ef {»ð að eins vill gefa skólanum kost á þvi, með því að senda honum alla sína nemendur og næglegt fé. Skyldugreinir. í þessu efni fann eg menn sem ekki v'oru búnir að vita sannleikann. Eg birti þvi hér J)að sem stendur i gjörð- arbók kirkjuþingins, sem haldið var í Minneota, Minn. 1917 og kemur þessu máli við. Á 44 og 45 bls. stendur: Kristindómur er skyldunámsgrein fyrir lúterska nemendur skólans. Islenska er skyldunámsgrein fyrir íslenska nemendur skólans. Þetta var samþykt af kirkjuþinginu í einu hljóði. Og ekki er nema sanngjarnt að geta þess um leið, að þó að ekki væri svona til orða tekið í reglugjörðum skólans »áður, hafa undanþágur frá íslenzku- námi í skólanum aldrei verið nema sár-fáar og síðastliðin tvö ár alls engar. Framhald. Barði G. Skúlason, lögfræðingur, } innritast í Bandaríkjaherinn. Eftirfylgjandi grein stendur í Grandforks Herald: B. G. Skúlason, hinn vel þekti stjórnmálamaður og lögfræðingur frá Norður-Dakota hefir innritast í her Bandaríkjanna sem óbrotinn liðsmað- ur. Mr. Skúlason, sem er 48 ára gamall, bauð sig fram þegar aldurs- takmark manna, sem til herþjónustu skyldu kvaddir, var íært upp ! 45 ár, og J>ótt hann v'æri kominn yfir þann aldur, var honum veitt móttaka í her- inn. Mr. Skúlason á son í hernum, sem ekki gat beðið eftir þvi að ná hinu lögákveðna aldurstakmarki, heldur sótti um inngöngu í Iierinn. Var sagt að þeir menn, sem væru inn- an hins lögákveðna aldurs, yrðu að fá leyfi foreldra sinna, áður enn þeir gætu innritast; fór hann þá til föður síns, sem fúslega gaf leyfið. Mr. B. G. Skúlason er nú kominn til Fort Lawton Wash. Drepsótt í fiski. 1 norska blaðinu “Tidens Tegn” er sagt frá því í vor, að heilar torfur af dauðum fiski hafi flotð uppi á 12 mílna svæði meðfram Lófótenströnd- um. Það var fiskur af öllum teg- undum, þorskur, ýsa upsi o. s. frv. Enga hugmynd hafa menn um það, hvað valdið hefir dauða fisksins, en getið er þess helzt til, að það liafi verið einhverskonar drepsótt. Sagt er, að fyrir eitthv'að mannsaldri síðan hafi eitthvað líkt komið fyrir, og að menn hafi orðið veikir af þvi að eta J)cnnan sjálfdauða fisk. Bendir það til ])ess, að um eitrun sé að ræða, en nú hefir fiskur þessi verið rannsak- aður og ekkert eiturefni i honum fundist. fVisir.J And&tœður— Samvinna. Samvinna/ sambönd — er heróp satntíðarinnar, og skipið, sem á að fleyta okkur yfir boða og blindsker, út úr andlegum og líkamlegum þreng- ingurn. Fleyta okkur millf andstæð- anna, sem æfinlega og á öllnm tímum hafa ógnað mannkyninu, og þó aldrei jafn alvarlega og nú. Andstæðurnar, sem við þurfum að sigla á milli má telja Jmsundum. Eg skal nefna nokkrar: Guð og djöfull- inn, sál og líkami, afl og efni, skyn- senti og ímyndun, dómgreind og til- finnmg, ljós og myrkur, himinn og jörð, gott og ilt, , náttúra og menning, vilt og tamið, einræði og samheldni, eigingirni og sjálfsafneitun, vinna og hvíld, gaman og alvara, frelsi og ó- frelsi, kenning og breytni, trú og vissa, land og sjór, gamalt og nýtt, sögn og sannindi, ást og hatur, Iíf og dauði. Þarna eru fáeinar, og allar hafa þær það sameiginlegt, að standa and- spænis hver annari sem svarnlr óvln- ir; óvinir, sem engin brú er á milli, og ekkert lífrænt samband. önnur- hvor hefir orðið að þoka eða þynn- ast fyrir hinni til þess að hún geti lifað. Svona hafa menn litið á það. En er það rétt ? Það er ekkert, sem ])ynnist í þeirri merkingu. Engin ein andstæða er sjálfstæð út af fyrir sig, báðar eru jafn nauðsynlegar, byggja hvor aðra uppp, renna saman í eitt æðra veldi; í stuttu máli: á milli þeirra er sam- vinna. Og af þeirri samvinnu myndast I 'ireinn og nýr málmur, sem búið er að brenna úr sorann. Andstæðunum má líkja við tvö fljót, sem renna sitt úr hvorri átt, en sameinast að lokum í hinu mikla úthafi. En vatnið þynn- ist ekki, öldur þeirra mihka ekki né þróttur, en þær vinna saman i haf- inu, hafa meira afl en áður. Eins og raddir í fögru lagi, eiga andstæðurnar að sameinast. — Eða sem tveir elskendur, er fallast í faðma i algleymissælu — en ekki sem svarn- ir féndur, er vilja ræna hvor annan lífi. 1 eðli sinu eru andstæðurnar eitt, en aðeins skoðaðar frá tveimur hlið- um eða sjónarhæðum. Því alt dautt og lífrænt er ein heild, en einungis í ólíkum myndum og á mismunandi stigum. Eins og heimurinn er í hverju smáatriði, þrunginn af guð- legum mætti, eins er hv'er smálíkami ineð sál, jafnvel hið minsta smákorn. Hvað er dauðinn, annað en breyt- ing til nýs lifs? Hvað er myrkur og kuldi, annað en lægra stig af ljósi og hita? Hvað er trú — eg á við trú, sem ekki er hjátrú — annað en lægra stig af vissu, dvalarstaður, þangað til vitundin og vissan nær hærra? Þá tekur við ný trú, með meiri þroska. Og ilt og gott? Hið illa sýnir að- eins verðmæti þess góða i sterkasta ljósi; eykur gildi þess. Alt hefir sinn ákveðna tilgang. Aðalatriðið er að fá réttan skilning á því. Alt ilt, er því ekki annað né meira en það, sem ekk hefir enn náö að verða gott, sak- ir vanþroska staðhátta og tíma. Öll misbrot eru sjúkdómar eða mistök, og samvinnu- og samúðarskorti, samtima og liðins tíma að kenna. Mesta hindrunin er sú, að misskilja lífið og mennina, vantreysta hver öðrum. Mennirnir eru betri en þeir sýnast, og eg vil segja: ætlaðu J>eim gott! Þá v'erða ]>eir góðir. Sýndu þeim manni, sem þú kallar illan, sam- úð og tiltrú, og muntu þá finna að hann hefir margt gott að geyma. Sýndu lygaranum að þú viljir trúa honum, og hann mun breytast. Sýndu að ]>ú metir góðan vilja, þó tötrum sé búinn, og þú munt brátt sanna, að hatin birtist þér í skinandi klæðum- Til er að vísu sú kenning, sem neit- ar því að allr geti breyzt og batnað og fullkomnast. Við erum bara'menn, segir hún. En þetta er hugsunarlaust fleypur. Berum saman frumbyggj- ana í hellunum og mannkynið nú, og hver vill þá halda liinu fram? Þvert á móti finnast þar engin takmörk. En tortryggni, háð, yfirdrepskapur, viljaleysi og fáfræði, sem þó þykist vera þekking, eru verstu torfærurnar á vegi hins sannþroska — eru vor- frost og ís-æri lífsins. Burt með þess- ar torfærur, svo við komumst áfram! Trúin á sjálfa okkur og trúin á aðra, heit og björt lífsskoðun er það, sem við þörfnumst, hið eina, sem flytur okkur hærra, sem hvetur okkur, sam- einar okkur til að leggja fram allan mátt okkar; til að gjöra hið ótrúlega, og að því er virðist, ómögulega, að sannindum. Sú skarpsýni, sem að eins sér skugg- ana, en ekki hina skínandi geisla, hún er einsýn, og horfir á aðra hliðina. Djúpið og dimman er ekki nema ann- ar hluti af heildinni. Eg elska hina dimmu námu, djúpa og málmríka, fulla af tælandi leynd- ardómum. Eg elska líka hið bláa og tæra loft hnattarins með allri dýrð sinni, með eilífum umskiftum dags og nætur, rökkurs og sólar, logns og storma. Fyllum gljúfur og rjúfum glrðing- ar, sameinum og sættum ! Á því þurf- um við að byrja. Höfum það hugfast, að ekkert skil- ur okkur annað en einstaklingseðlið; og í þvl sjálfu er engin óyfirstíganleg hindrun. Við, sem aðeins lifum svo stutt saman á þessum hnetti, og litla hólm- anum okkar í útsænum, við gelum naumast gjört annað óhyggilegra en það, að ganga með hatur í huga og fyrirlitningu hver til annars, og gefa hver öðrum hornauga. Eigum við ekki að kasta burtu titlum og stétta- ríg? Vera öll systkini og samherj- ar? Höfum við nokkurn rétt til að ein- angra og loka okkur inni ? Ganga sem einbúar hver í sinni eyðimörk, og hugsa engöngu um sína eigin heill. Vera brynjaðir gegn tilfinningum annara, og harðlæstir liver í sinni smáskel. Nei, út í sólskinið með það alt sam- an! Berjumst hlið við hlið, störfum saman í sveita vorum, og njótum gleði og leika hvert með öðru. Samvinna, samúð og samhjálp eru einu meðulin. Enginn er svo algjör að engan blett hafi. Enginn svo aum- ur að til einskis dugi, og enginn svo að ekki geti batnað. Séu einstaklingarnir tvístraðir og aðskildir, erfl afrck þeirra í molum; en sameinaðir byggja þeir brúna á- fram, frá undirstöðu liðinnar kyn- slóðar. Sálarlíf einstaklinganna er á mismunandi þroskastigum; þvi hærra, sem þeir standa, þess betur styðja þeir hver annan. Sá, sem er á lægra stigi, verður að umbreytast og ná þvi hærra. Af fórnfýsi og samhug, en ekki eig- ingjörnum hvötum — hefir fjöldi kyn- slóða á ýmsum þroskastigum, látið líf sitt og erfiði til þess að lyfta okkur, sem nú lifum, á það stig, sem við stöndum á. Þessvegna er sú lifs- reynsla staðföst: “við eigum altaf að vera til þess búnir að lifa fyrtr aðra”. Og enginn má hafa rétt til þess að liggja eins og ormur á því gulli, sem rakað er saman með sveita annara. Taktu það, sem er þitt, og ekki meira. Og þitt er alt, sem að gefur anda ]>inum næring og þroska; stækk- ar sjónhringinn, og gjörir þig rikarl, en cngan annan fátœkari. Þvi meira, sem hver og einn eykur auð sinn á þenna hátt, því meira auðgast allir aðrir, sem geta náð i samband við hann; og það er aðdáanlegast. Hitt er lika, að þegar þú hjálpar öðrum, þá hjálpar þú sjálfum þér um leið. Báðir komast á hærra stig. Þegar eg sá samvinnuna í þessu Ijósi, sá eg utn leið að eg hafði tvær skyldur að rækja. Aðra þá, að gjöra sem mest og bezt úr sjálfum mér bæði líkamlega og andlega. Og hina, eft- ir megni að hjálpa öðrum til hins sama. Og eg sá, að þessar tvær skyldur leiða hvor af annari, og lika að þær báðar eru ein og sama skyldan, ef lit- ið er á þær frá báðum hliðum. Og eg veit ennfremur, að hver sem finnur til þessarar frændsemi til alls og allra, sem örlítils hlekks í heildinni og mannfélagsbyggingunni — hann geng- ur 'þess ekki dulinn, að hann starfar fyrir sig þegar hánn vinnur fyrir aðra; og getur eigi heldur unnið neitt fyrir sig, nema hann starfi fyrir aðra um leið. Karl Erik Forsslund. Þýtt úr sænsku. S. B. ('Réttur.) Dánarfregn. Hinn 30. ágúst siðastliðnn lézt að Elfros, Sask., Sigmundur Jóhannsson, sem lengi bjó að Morden-bygð, eftir langvarandi heilsuhilun. Hinn látni var afbragðsmaður að öllu leyti, öll- um velviljaður og eftir ]>vi vandaðttr til orða og verka, og er hans sárt saknað af nánustu ættingptm, sem eru: Ekkja hans Ingibjörg Frið- riksdóttir: 3 börn: Mrs. G. F. Gísla- son, Friðrik og Jóhann Arnór: syst- kini: Jóhann, Indriði og Anna Tltom- son í Langruth, Guðmndina Ingjald- son hér í bænum. Vinur hins látna. Sýnishorn af hermanna-spjöldunum nýju. Herra Þorsteinn Þ. Þorsteins son hefir búið til falleg her- maiina spjöld nýlega, og auglýs- ir hann þau á öðrum stað hér í blaðinu. í kringum spjöldin að ofanverðu er fagur sveigur eins fléttaðui^væri úr “Maple”-lauf- urn og Olíuviðargreinum, tákn Canada og Bandaríkjanna. Þá standa í hægra horninu að ofan stafirnir er tákna nafn Banda- rikjanna, U. S. A., en í hinu vinstra, Canada. Þar næst hvelf ist yfir tveimur stólpum skraut- legur bogi og innan í honum standa þessar setningar: Fight- ing Side by Side. Unitcd zve Stand. Neðan við ]>enna boga er svo annar minni, með flögg þessara tveggja þjóða sitt hvoru megin, og eru letruð á boga J>ann orðin: Two Flags. One Aim. —Á öðrum stólpanum sést skjaldarmerki Ameríku, en á hinum skjaldarmerki Canada og er komið fyrir á því, í einu lagi, merki hinna 9 fylkja. — Hermannaspjold þessi eru reglulega falleg, hugsuð og gerð af íslendingi og ættu því að vera kærkomnir gestir á hverju Islenzku heimili.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.