Lögberg - 12.09.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.09.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGT5ERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1918 Söngmeistarinn frá Nuremberg. Klukkan á Sankti Katrínar kirkjunni, sem stendur í hinum afskekta bæ Nuremberg, var að enda við að slá fimm. Hinir alkunnu og þýðu tónar útgöngusálmsins bárust út úr kirkjunni og út í vorblæinn, svro þeir, sem stóðu aðgjörðalaus- ir á torginu úti, vissu að guðsþjónustunni var þegar lokið. Það var .Tónsmessukvöld, kvöldið .fyrir miðsumar, og kirkjan var troðfull af fólki, því fólkið í Nuremberg var einlægt í hverju sem þíið gjörði, hvort heldur það var að ganga til tíða, eða til leikja, þegar því var að skifta. Á meðal þurfamanna, er sátu nálægt dyrum kirkj- unnar, stóð ungur og fríður maður. Hann hafði græna húfu á höfði með Arnarfjöður í, sem var fest með silfurnælu; en niður undan húfunni sást á hrokkið, ljósgult hár. Hann var hóflega klæddur, í ódýr grænleit föt, en yzt fata var hann í skykkju, sem náði niður undir knésbætur; og þó að hann bærist ekki mikið á í klæðaburði, þá leyndi það sér ekki að hann var af göfugum ættum, og varð mörgu af kirkjufólkinu starsýnt á hann, þeg- ar það gekk út úr kirkjunni. Eftir að þessi ungi maður hafði staðið þarna nokkra stund, og veitt kirkjufólkinu nákvæma eft- irtekt, brá gleðibrosi ýfir andlitið á honum — hann hafði augsjáanlega komið auga á þá, sem hann var að bíða eftir. “Gjörðu það fyrir mig að staldra við í eina mínútu, Eva, eg þarf endilega ða tala við þig eitt orð,” hvíslaði hann í eyra á fagurri yngismey, sem ásamt þjónustustúlku sinni, sem var lítið eldri heldur en hún sjálf, kom út úr kirkjunni. Mærin sneri sér skyndilega að þjónustustúlkunni og mælti: “Lena, eg hefi týnt vasaklútnum mínum, viltu fara til baka inn í kirkjuna og þangað sem ' við sátum; eg hefi víst gleymt honum þar. ’ ’ “Svona er þitt hugsunarleysi æfinlega,” mælti Lena; “eg þarf altaf að vera sí leitandi að einhverju, sem þú hefir týnt.” Um leið sneri hún sér við og gekk inn í kirkjuna. “Eva,” mælti ungi maðurinn í hálfum hljóð- um, “fyrirgefðu ef þér finst eg vera of djarfur; en svaraðu mér einni spurningu: Ertu trúlof- uð?” En áður en Eva fék ráðrúm til þess að svara, kom Lena til baka með vasaklútinn í liendinni. ‘ ‘ Eg er búin að týna hálsnálinni minni — hvar skyldi hún vera — eg er hrædd um að hún hafi hlotið að detta af mér í kirkjubekknum, þar sem eg sat.” Lena rendi efablöndnu augnaráði til' unga mannsins, sem stóð við hlið Evu, og tautaði í hálfum hljóðum, eins og við sjálfa sig: “Certes Sir Walter von Stolzing, hvað á þetta að þýða?” og gekk aftur inn í kirkjuna. Undireins og hún var farin, mælti ungi mað- urinn: “Segðu aðeins eitt orð til þess að gjöra enda á þessari óvissu minni. Er það satt að þú sért heitbundin?” En áður en Evu vanst tóiíi til þess að svara, var Lena komin til baka með brjóstnæluna; og um leið og hún fékk Evu hana mælti hún: “Herra riddari, það er óvæntur heiður sem þér sýnið oss. Viljið þér gjöra svo vel að segja okkur, hvort herra Pogner sendi yður til þess að fylgja okkur heim?” “Langt frá,” mælti Sir Walter, “eg vildi bara að eg hefði aldrei séð hann né hemili hans.” “Hvað áttu við með því að segja þetta, Sir Walter,” mælti Lena með þykkju nokkurri. Eg hefi altaf haldið, að það hafi verið herra Pogner, sem rétti þér hjálparhönd, þegar þú komst alls- laus til Nuremberg og þektir þar engann mann. Það var hann, sem hýsti þig og fæddi þá.” ‘Hafðu þig hæga, Lena,” mælti Eva. “Þú misskilur það, sem Sir Walter sagði. Hann bað mig að svara spurningu, en eg veit ekki hvað eg á að segja. Það er viðvíkjandi trúlofun minni, Lena. Hann vill fá að vita hvort eg er lofuð eða ekki.” “Hafðu ekki svona liátt,” mæld Lena. “Það væri dáfallegt ef að fólkið heyrði Til þín og sæi þig og Sir Walter saman hérna. Komdu undireins heim með mér.” “Nei,” greip Sir Walter fram í, “svaraðu mér fyrst. Segðu bara eitt orð, þá skal eg fara og ónáða þig ekki framar.” ‘Ó! Ijena, svaraðu fyrir mig!” mælti Eva í hálfgjörðu fáti. ‘Skyldi nokkur maður vera eins áleitinn og frekur, sem þessi maður,” mælti Lena, með tals- vert mikilli þykkju í röddinni. “Þessari spurn- ingu er ekki eins auðsvarað og þú hyggur, herra riddari. Ef satt skal segja, þá er húsmóðir mín trúlofuð.” ‘En það hefir enginn séð kærastan minn enn- þá,” greip Eva fram í. “Eg hélt að þú hefðir beðið mig að svara fyr- ir þig,” hreytti Lena fram úr sér. Henni var far- ið að finnast nóg til um samtalið milli Evu og fá- tæka aðalsmannsins. “Það fær enginn að vita hver kærasti Evu er, fyr en annað kvöld, Sir Walt- er,” mælti Lena. Þá ætla allir söngmennirnir í Nuremberg að reyna sig, og sá sem ber sigur úr býtum í þeirri samkepni, hann á að fá Evu að laun- um. ” ‘Og eg sjálf á að setja sveig sigurvegarans á höfuð honum,” mælti Eva. “Bezti söngmaðurinn, ” mælti Sir Walter, ut- an við sig af undrun. “Getur þú ekki sungið?” spurði Eva með eft- irvæntingu. “Sungið frammi fyrir dómurum,” mælti Sir Walter eins og í draumi, “til þess að fá hönd þína og hjarta að verðlaunum.,, “Já, og þú verður að gjöra það, einmitt þú,” mælti Eva. “Eg vil ekki að nokkur annar en þú vinni þann prís.” ‘ ‘ Eva, Eva! Ertu gengin af vitinu! ’ ’ hrópaði Lena. “Hugsaðu um það sem þú ert að segja. Þú sást Sir Walter fyrst í gærdag, og nú ertu að óska eftir því að hann verði maðurinn þinn. ’ ’ “Kæra Lena, vertu ekki reið,” mælti Eva; “og ef þér þykir nokkuð vænt um mig, þá hjálpaðu mér til þess að njóta elskhuga míns. Ást mín til hans hefir verið bráðþroska, fyrir þá sök, að eg hefi haft myndina af Sir Walter fyrir augum mín- um síðan eg man fyrst eftir mér. Lena, er hann ekki líkur honum Davíð?” “Davíð?” át Lena eftir henni, og hélt að hún ætti við ungan mann, lítinn vexti, með freknótt andlit, sem þar í bænum var að læra handiðn, og sem Lena þekti og þótti vænt um. “Ertu frá þér Eva, ’ ’ mælti hún. “Nei, Nei, Lena,”sagði Eva brosandi. “Það var ekki hann Davíð þinn, sem eg átti við, heldur unglingurinn göfugi, sem stendur með hörpu við hlið sér, en með stein í hendi, til þess búinn að ráða niðurlögum risans Golíat. Eg hygg að hann, sem söng fyrir Sál konung, liafi verið fyrsti söngmeist- ari heimsins. Mér finst að eg sjái Sir Walter í hvert skifti, sem eg lít á myndina af honum.” “Davíð, — Davíð konung,” gall í Lenu, scm enn var ekki búin að ná jafnvæginu. “Eva, komdu undireins heim; hann faðir þinn fer að undrast um þig,” mælti Lena og tók undir handlegginn á húsmóður sinni, og hélt af stað með hana í áttina til húss föður hennar. Þegar að þær voru að ganga í burt frá kirkj- unni, þar sefti samtal þetta hafði farið fram, mætfu þær Davíð, unnusta Lenu. Hann hafði mælistiku við belti sér, en í hendi hafði hann mælismlru og var krít bundin í annan endann. “Hvað ertu að gjöra hérna, Davíð?” mælti Lena. “Eg er í mikilsvarðandi erindum,” mælti pilt- urinn. “Eg er á leiðinni til þess að afraarka svæðið, þar sem söngmenuirnir eiga að reyna sig.” “ Söngsvæðið, ” endurtók Eva. “Á þetta að verða kappsöngur?” “Já,” svaraði Davíð. “Kappsöngurinn á milli söngnámsmanna bæjarins fer fram í kvöld; og sá, sem ber sigur úr bítum, fær söngmeistara- nafnbót. ” “Þá hefir Sir Walter komið á hentugum tíma,” sagði Lena; sneri sér að Sir Walter og mælti: “Nú gefst yður tækifæri; eg er búin að segja yður, að engum nema þessum söngmeistara getur Eva gifst. Nú er yður bezt að fara með Davíð og sýna, að þér séuð fær um að vinna þá nafnbót.” “En segðu mér, hvað á eg að gjöra?” mælti Sir Walter. “Davíð getur sýnt þér reglurnar,” sagði Lena og bætti við: “og ef að þú berð sigur úr bítum á morgun. þá skulum við verða fyrstar til þess að fagna sigurvegaranum.” Sneri hún sér síðan að Evu, og mælt^: “Komdu undireins heim, Eva; eg bíð ekki mínútu lengur. Elskendurnir kvöddust. En Lena tók ekki eftir því, að um leið og Sir Walter kvaddi Evu, laut hann að henni og hvíslaði í eyra hennar: “í kvöld undir linditrjánum, þegar tunglið kemur upp,” og svaraði Eva því með “ Já-ii”, sem enginn heyrði nema Sir Walter.. Síðan héldu þeir Sir Walter og Davíð til skál- ans, þar sem söngkepnin átti fram að fara. Hvert einasta félag, sem til var í Nuremberg, hafði fest fána sinn upp í þeim parti salsins, er þeir höfðu valið sér sæti í. Þar var bakarafélagið, vefarafé- lagið, silkikaupmannafélagið og mörg fleiri. En allra þeirra var skósmiðafélagið fjölmennast — var stærsta og sterkasta félagið í Nuremberg, og orðstýr bæjarins fyrir það, hvað góða skó félagið byggi til, fór víða um lönd; og að vera líkt við Hans Sachs, var sama og segja að maður væri sá bezti skósmiður í heimi — en svo hét formaður skósmiðafélagsins í Nuremberg. “Davíð, segðu mér eitthvað um þessa söng- samkepni og hvað eg þarf að gjöra til þess að verða söngmeistari,” mælti. Sir Walter þar sem hann stóð og horfði á Davíð gjöra stóra og smáa hringi með krítinni, sem hann hafði með sér. “Þú verður að syngja,” svaraði Davíð, “og ef þú fylgir öllum reglum nákvæmlega, og ef að prófdómendunum líkar hvernig þú svngur, þá / verður þú tekinn í söngmeistarafélagið, og þú verður að byrja þegar sérfræðingurinn skipar.” “Sérfræðingurinn,” mælti Sir Walter, “hver er hann?” “Veiztu ekki einusinni hver liann er?” mælti Davíð. “Hefirðu aldrei verið við söngkepni áð- ur?” “Nei, aldrei,” mælti Sir Walter. “Kantu annars að syngja nokkurn skapaðan hlut?” spurði Davíð. “Ertu skáld? Þú veizt vænti eg hvað orðin lærður máður og lærdómsmað- urþýða?” * “Eg hefi aldrei heyrt þau fyr,” mælti Sir Walter með áhyggjuróm, og Davíð leit til hans augum, fullum af vorkunnsemi og meðaumkvunar. “Eg hefi aldrei heyrt slíkt áður. Þú þekkir ekki einu sinni undirstöðuatriðin, og þó ætlar þú þér að verða meistari á einni svipstundu.” “En getur þú ekki sagt mér til? Eg get þó vissulega lært,” mælti Sir Walter. Davíð mælti: “Jú, sannarlega get eg það, en ekki samt á einni klukkustund. 1 fimm ár hefi eg verið að læra hjá bezta söngkennaranum í Nur- emberg, honum Hans Sachs, — söngmeistaranum sjálfum. Hann er líka t'ormaður skósraiðafé- lagsins. Og hjá honum er eg að læra skósmíði; eg vinn með honum á hverjum degi, og þegar eg er að berja leðrið í sólana og sauma þá, hefi eg altaf upp fyrir sjálfum mér í hljóði sönghraðann; hann er misjafn, hægur og fljótur, mismunandi áherzl- ur, stuttar og lángar; og eins og eg sníð sólana í skóinn, svo felli eg saman sönghraðan og áherzl- urnar. Og kennarinn minn segir mér til þess, sem aflaga fer við skósmíðið og söngnámið. Það eru ' ótal tónar, sem þú verður að læra, og það tæki þig heilt ár að læra textana.” Sir Walter mælti: “Það er í augum uppi að mér er ómögulegt að ná söngmeistaratakmarkinu á þann hátt, sem þú talar um. En eg ætla að vita hvort mér auðnast ekki að bera sigur úr býtum með því að syngja orðin og músíkina, eins og þau ffrst voru sarnan stefnd, ántillits til nokkurra sér- _ stakra regla. ’ ’ Eftir litla stund tóku söngnemarnir, sem þátt áttu að taka í samkepninni, að drífa að. Hver um sig hafði sönglag það, er hann vonaðist eftir að mundi hrífa dómarana og vinna sér sæti í flokk söngmeistaranna, með sér. Davíð, sem var einn þeirra manna, sem þátt átti að taka í þessari samkepni, var vinsæll mjög á meðal keppinauta sinna; og það var ekkert leynd armál, að ef hann bæri sigur úr bítum, þá átti hann að fá sveinsbréf sitt frá Hans Sachs sem fullnuma skósmiður; og sem fullnuma handverksmaður gat hann gengið að eiga unnustu sína, Lenu; og marg- ar voru óskirnar um það, p,ð hann hrepti kórónuna, sem beið sigurvegarans. Á eftir söngnemunum komu söngmeistararnir. Þeir áttu að dæma á milli keppinautanna, og sátu þeir allir í sérstöku virðingarsæti. Og við hlið- ina á sætum söngmeistaranna var bygður pallur, líkur prédikunarstól. Hann vaír innibirgður með borðum upp að miðju, en að ofa nvoru tjöld dregin fyrir, svo maður sá, sem þar var inni, gat ekki séð eða þekt þá, sem fyrir utan voru. Þarna inni var sá maður, sem til þess var kjörinn að marka niður mistök söngvaranna, og varð sá maður að vera einn úr tölu söngmeistaranna. Maður þessi, sem heyrði hverja einustu nótu, markaði með krít nið- ur á spjald öll mistök söngmannanna, og þegar einhver hafði misboðið sönggyðjunni sjö sinnum, rétti hann spjaldið út fyrir tjaldð, og var það merki þess að sá maður væri óhæfur til inngöngu í söngmeistarafélagið. Með herra Pogner, föður Evu, sem var ein í tölu söngmeistaranna í Nuremberg kom inn í sal- inn herra Beckmesser. Hann var eini ógifti mað- urinn í söngmeistarafélaginu, að undanteknum gamla Hans Sachs, og hafði hann um langa tíð bor- ið ástarhug í brjósti til Evu. Hann var fremur lítill maður vexti og krangalegur, illa farinn í and- liti og rangeygður, og bauð ekki af sér góðan þokka, enda var hann óvinsæll og varð fátt til vina, einnig hjá þeim, sem mest höfðu saman við hann að sælda, og Eva hafði aldrei veitt lionum veru- lega eftirtekt þar til nú. En Beckmesser var vel að sér í söngfræði, og hann var valinn til þess að marka sönggalla keppi- nautanna við þetta tækifæri. Rétt þegar hann ætl- aði að fara að stíga inn í afkima sinn, tók herra Pogmer eftir Sir Walter, sem stóð rétt hjá honum, og mælti: “Hverju sætir þetta? Ert þú að leita mín hér í söngskálanum ? ’ ’ “Vissulega,” mælti Sir Walter. “Það vay söngþrá mín og orðstýr söngmannanna í Núrem- berg, sem kom mér til þess að yfirgefa land mitt og feðra minna, og hingað er eg kominn til þess að beiðast inntöku í söngfélag yðar, og verða einn af söngmeisturunum í Nuremberg.” Herra Pogner sneri sér að söngmeisturunum, sem allir höfðu tekið sæti sín umhverfis hann í salnum, og mælti: “Ileyrið vinir, hér er á meðal vor göfugur riddari frá Franconía, sem biður um inntöku í félag vort. Eigum vér að veita honum rétt til þess að taka þátt í söngsamkepninni eða ekki?” Beckmesser leit til Sir Walter, þar sem hann stóð hjá herra Pogner, og þegar hann sá, hve tigu- legur ásýndum þessi ungi riddari var, fyltist hann afbrýðissemi, sneri sér að herra Pogner og mælti: “Bíðið eina mínútu, vinur. Má eg spyrja, hvað er það, sem kemur Sir Walter, al-ókunnugum manni, til þess að beiðast inngöngu í félag vort?” ^ “Eg aðeins fer fram á að fá að taka þátt í söngsamkepninni,” svaraði Sir Walter, og furð- aði sig á því, íhver þessi rangeygði maður mundi vera. “Að fá»að reyna að vinna sigursveig þann, sem í boði er í sambandi við þesa samkepni, og verða meðlimur í söngmeistaraíelaginu í Nurem- berg; það er alt, sem eg fer fram á,” bætti hann við. “Sir Walter!”.mælti herra Pogner, “vér verðum að fylgja reglum félags vors; en eg veit ekki af neinu þar, sem bannar að ókunnir menn taki þátt í þessum félagsskap vorum, og eg mælist til þess við félagið, að það leyfi þér að taka þátt í samkepni þessari.” ‘ ‘ Samþykt, samþykt! ’ ’ hrópuðu flestir félags- menn, og Sir Walter tók sér sæti við hliðina á Da- víð, lærisveini Hans Sachs. Framh. Sólarlag. Með slegið gulDiár gengur sól á gleðibeð með dag á armi, og dregur glæstan gullinkjól af glæstum hvelfdum móður barmi, og breiðir hann við rekkjurönd og roðnar er á beð hún stígur, og brosi kveður lög og lönd og ljúft í Ægisfaðm svo hnígur. H. Hafstein. Gjafirnar. Fátækur daglaunamaður átti dálítinn mat- jurtagarð. Eitt haust, er hann var að taka upp úr garðinum, var þar ein gulrófa, , sem var svo ó- vanalega stór, að allir, sem sáu hana, furðuðu sig yfir því. “Eg skal gefa húsbónda mínum þessa rófu,” sagði daglaunamaðurinn, “honum þykir vænt um, að við ræktum vel garðana okkar.” Hann fór því næst mcð rófuna til húsbónda síns, og gaf honum hana. Hússbóndinn lofaði hann fyrir hirðusemi og ástundun, og gaf honum þrjá gullpeninga. Skamt þaðan bjó bóndi einn, auðugur og k-% gjarn. Ilann frétti hvað herramaðurinn hafði gefið bóndanum fyrir gulrófuna, og hugsaði sér nú einnig að maka krókinn. “Eg skal gefa herra- manninum kálfinn minn,” sagði hann við sjálfan sig, “ef hann borgar þrjá gullpeninga fyrir eina gulrófu, þá vona eg að liann greiði fyrir sig, ef eg gef honum kálf. ’ ’ Hann teymdi síðan kálfinn upp til herra- mannsins og bað hann að þiggja hann. En herra- inaðurinn vissi í hverjum tilgangi bórdinn færði sér kálfinn, og kvaðst ekki vilja þiggja liann. Bónd inn b^ð liann innilega að sýna lítillæti, og gjöra sig ekki afturreka með þessa litlu gjöf. Loksins sagði herramaðurinn: ‘ ‘ Fyrst að þér er svo ant um það, skal eg þiggja gjöf þína. En þar sem þú ert svo örlátur*við mig, ætti eg að sýna lit á að gefa þér eitthvað í staðinn. Gjörðu svo vel og þigðu af mér þessa gulrófu, hún hefir kostað mig þre- falt við það, sem kálfurinn þinn er verður,” og um leið fékk hann honum gulrófuna, sem daglauna- maðurinn hafði gefið honum. Bóndinn labbaði sneyptur burt með gulrófu sína. Gátur. 1. Smalar tveir hittust með nokkrar kindur. Ól- afur mælti/við Jón: “Láttu mig fá'eina kind, þá á eg helmingi fleiri en þú; það er hæfilegt, fyrst eg er helmingi eldri. “Nei,” mælti Jón, “láttu mig fá eina, þá eigum við jafnmargar; það er hæfilegt, því fyrst við erum smalar, þá erum við jafningjar.” Ilve raargar átti hver þeirra? 2. Kona nokkur seldi grannkonu sinni helming eggja þeirra, er hún átti, og hálft egg betur. Síðan seldi hún annari bolminginn af því, sem hún átti, og hálft egg betur; íþriðja sinn hafði hún enn hina sömu verzlan, og átti þá aðeins þrjú egg. Ekkert egg skar hún í sundur. Hve mörg egg átti hún upphaflega? 3. Ferðamenn tveir voru seztir niður til að mat- ast bar þá að hinn þriðja, er bað þá að selja sér mat. Sigurður átti 5 kökur, en Ásgeir 3, og átu þeir þrír jafnt af þessum átta kökum. Að skilnaði lagði hinn að komni 8 skildinga á stein og bað þá að skifta þeim rétt á milli sín. Sigurður vildi þá taka 5 skildinga, en láta Ás- geir hafa 3, eftir því hve margar kökur hvor átti, en Ásgeir áleit að peningarnir yrðu að skiftast jafnt, af því að allir hefðu etið jafn- mikið. Hinn aðkomandi mælti: “Sigurður á að hafa 7 skildinga, en Ásgeir 1 skilding.” Var ' það rétt? 4. Orðhvatur maður spurði einhverju sinni í veizlu þann er næstur honum sat: “Hve gam- all ert þú, faðir þinn og afi þinn. Þeim, er spurður var, þótti spurningin óþörf og mælti: ‘ ‘ Það er liægt að vita; við feðgarnir erum til samans 54 ára; faðir minn og afi eru 109 ára og við, afi minn og eg, erum 85 ára samtals.” Hve gamall var hverr þeirra?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.