Lögberg - 19.09.1918, Side 4
4
LÖGBERG, FEMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1918
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Pre**, Ltd.,,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskrift til bl»8«in«:
TlfE 80LUMBWV PRES8, Itd., Box 3172, Winnipeg, W(an-
Utanáakrilt ritstjórana:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
VERÐ BLAÐSINS: 82.00 um &H8.
■4^-27
luaiiBMiiiiiiiiBuiiyniiJiiiiiiiimHiiuiiíiiiiiiiniiiiHiiHiniiiiHiiiiiiiininiiHiniiHiiimiiiiiiRmiiiiiiiiimffii
Endurfœdd þjóð.
1 sambandi við þjóðminningardag Banda-
ríkjanna, 4. júlí síðastliðinn, gjörðist merki-
legur viðbnrður í frelsis- og framfarasögu
þjóðanna, því þá, í höfuðstað Bandaríkjanna
— borginni Washington — var í fyrsta sinni
dreginn upp hinn jugo-slavneski fáni, og með
því mörkuð vegamót í sögu þeirra stríðandi og
þjökuðu þjóða — Serba, Croata og Slavona —
þjóðanna, sem nú mynda hina nýju jugo-slav-
nesku þjóð.
Fúni þessi hinn nýi, sem í eru ofin skjald-
armerki Serbíu, Croatíu og Slavoníu, bendir til
langrar og þungbærrar raunasögu í liðinni tíð,
eins og hann er fyrirboði hins nýja dags frels-
is og morgunroða.
Þúsundir manna höfðu safnast saman í
búnaðarskólagarðinum í Washington til þess
að sjá athöfnina. Skrúðgangan sjálf hófst frá
New York Ave, og voru í henn mörg hundruð
Jugo-Slavar. 1 broddi fylkingarinnar báru
yngismeyjar nýja fánann; þessar stúlkur voru'
ímynd þeirra fjögra þjóða, sem hér sórust í
fóstbræðralag, til þess að víkja aldrei fyr en
réttlæti og frelsi ætti friðland í heimi, Serbía
Croatía, Slavenía og Ameríka.
Sendiherra Serbíu í Bandaríkjunum dróg
flaggið við hún og mælti á þessa leið:
Þegar feður þessa volduga lýðveldis, á
þessum degi fyrir 142 árum síðan, lýstu yfir
ejálfstæði sínu, þá bygðu þeir á sannleiksgrund-
velli svo sterkum, á réttlætistilfinningum svo
hreinum, að þær eiga eftir fyr eða síðar að læsa
sig til yztu endimarka veraldarinnar.
Atriðin um einstaklings og stjórnmálalegt
frelsi eru heiminiun fyrst sýnd Ijóst og skýrt í
frelsisstríði Bandáríkjanna, sem réttilega má
nefna vöggu frelsisins. Frelsisskrá Banda-
ríkjanna er ákvæði um frelsi mannanna í þeirri
göfugustu mynd, sem vér þekkjum það. Með
því hafa Bandaríkin gefið oss freisishugsjónir,
sem í dag eru fyrirmynd allra þjóða.
Þessar frelsishugsjónir fá ekki framrás
sína aðeins í stjórnarfari Bandaríkjanna, held-
ur og öllu fremur í heilbrigðu uppeldi og
frjálsri mentun sona þess og dætra, og þannig
gjört þjóð sína þá upplýstustu í heimi.
Bandaríkin eru nú griðastaður allra þeirra
sem eru þjakaðir og þreyttir — það er hæli
frelsisins. Það er því sízt að furða sig á því,
þótt undirokað fólk vort hafi leitað hælis og
fundið það hjá þesum frelsisumboðsmönnum
tuttugustu aldarinnar.
En það er ekki aðeins hæli og vernd, sem
þeir hafa veitt oss; þeir hafa tekið að sér vörn
í vorn stað. 1 dag eru á vígvöllunum í Evrópu
miljón af þesum fulltrúum frelsisins, og áður
en langt um líður verður þar miljón á miljón
ofan, og þeir halda áfram að fara, þar til sam-
ansafn óþjóðalýðs þess, sem þar hefir safnast
saman með það áform eitt, að leggja undir sig
og skafa út sjálfstæði og frelsi hins mentaða
heims, Þjóðverjar, Magyar, Tyrkir og Búlgar-
ar, hafa verið unnir og eyðilagðir.
Hin svokallaða Pan-Germanism er hættu-
leg samtök. Þegar vér vorum að vinna að frið-
samlegri framþróun flokks vors og friðsamlegri
framþróun mannkynsins yfir höfuð, þá voru
þessir yfirgangsseggir að búa sig út til þes9
að þrengja yfirráðum sínum, hugsunarhætti og
stjórn upp á allan heiminn með ofstopafullu
valdi. Þegar að Þjóðverjum tókst að ná Aust-
urríki, Búlgaríu og Tyrkland, sögðu þeir heims-
menningunni stríð á hendur. Vér Evrópumenn
vörðumst þeim í þrjú ár, og þá sá þessi þjóð,
að frelsishugsjónir heimsins voru í voða stadd-
ar. Þá revndist hún trú þeim grundvallarregl-
um frelsis og drengskapar, sem feður hennar
höfðu lifað og dáið fyrir, og kom oss til hjálpar
Hjartapunktur þessa Pan-Germanism er
Austurríki og Ungverjaland, og tilverumögu-
leiki þess byggist á harðstjórn þess og undirok-
un ósamstæðra og ólíkra þjóðflokka. Aust-
urríki og Ungverjalandi var gefið það hlutverk,
að ryðja þessum Pan-Germanism (alheims-
drotnunarfyrirætlun) braut austur á við, <. g
hefði það tekist, ef að vér Slavar hefðum ekki
stemt stigu fyrir þeim. Og þegar að mótstaða
vor virtist ætla að gjöra Þjóðverjum ókleyft að
ná þessu takmarki, sagði Austurríki og Ung-
verjaland Serbum stríð á hendur, sem var
hjartapunkturinn í þessari mótspyrnu. Þetta
alheimsstríð byrjaði ekki af neinni tilviljun á
milli Austurríkis og Ungverjalands annarsveg-
ar og Serbíu hinsvegar, því undir úrslitum
þeirrar viðureignar var það komið, hvort al-
heimsdrotnunarhugmynd Þjóðverja átti að
tapa eða vinna sigur. Hið frjálsa lýðveldi
Serbía var fyrirmynd þess, sem við Jugo-Slav-
ar þráðum fyrir land vort. En ef hún hefði
ræzt, þá hefði hún þýtt eyðileggingu Austur-
ríkis og Ungverjalands.
Þjóðverjar tóku því að sér að bjarga Aust-
urríki og Ungverjalandi, með því að eyðileggja
þann eina frjálsa blett í heiminum, þar sem
Jugo-Slavar höfðust við á, Serbíu. — En fjand-
menn vorir misreiknuðu sig. — Þeir hafa að
vísu skafið burtu landamerkjalínur Serbíu —
en þeir hafa sameinað þjóð vora — sameinað
Serba, Croata og Slavena í stríðinu á móti
fjandmönnum frelsisins — hlekkir fjandmann-
anna hafa sameinað oss. — Sönnun fyrir þeirri
sameiningu er þessi fáni vor — sambands- og
frelsisfáni, er vér nú drögum á stöng. Látum
oss öll sverja þess dýran eið, að vera tilbúin að
deyja fyrir hann, nær sem þörf gjörist!
Líka talaði Don Niko Grskovitoh, forseti
Croatafélagsins í Bandaríkjunum, á þessa leið:
Vér lútum þér fyrst, stjörnusetti fáni frels-
isins, þvi þú ert fremstur í röð þeirra, sem berj-
ast fyrir sannleik og réttlæti, en á móti afli
heiftar og mannvonsku. Vort fyrsta þakklæti
til þín, veglynda Ameríka, sem breiddir móður-
arma á móti okkur, þegar hið kaldlynda Aust-
urríki dróg oss nakin, hungruð og aðframkomin
frá heimilum okkar. Til þín, flugdjarfi Col-
umbia-örn, stígur himinborið hjartans þakklæti
vort í dag, fyrir að safna undir vængi þína
þróttlitlum, en þó sundruðum vopnum hinnar
stríðandi þjóðar vorrar, vorn flekklausa fána,
drifinn blóði óteljandi píslarvotta. Þú fyllir
hjarta okkar fögnuði, styrkir sál vora og gefur
okkur þrek og festu til þess að berjast ótrauðir
þar til þessi fáni blaktir yfir landi voru frjálsu.
Látum oss í dag, með upplyftum höndum,
vinna þessum sambandsfána dýran eið, að vér
séum til þess búnir að leggja alt í sölurnar, og
líf vort með, til þess að hann megi verða verð-
ugur afkomandi og félagsbróðir stjörnusetta
fánans, sem þeir af oss, er sv^rið hafa honum
hollustueið, skulu ætíð reynast trúir, — og
sem þjóð vor nýtur trausts og verndar undir.
Látum oss á þessari stundu sverja við
brjóts mæðra vorra, við trygð eiginkvenna
vorra, trúfesti ástmeyja vorra, við blóð bama
vorra, við sjón augna vórra — við alt sem vér
elskum, að vér skulum ávalt reynast trúir borg-
arar og þakklátir gestir Bandaríkjanna.
Látum oss vinna eið við grafir píslarvætt-
ishetja vorra — við Pétur Mountain og Kosovo
— að undir vemd fána frelsisins, og með sam-
bandsfána vorn í broddi fylkingar, skulum vér
með hjálp hins réttláta guðs, hefna fyrir blóð
Péturs Svashitoh, sem saklaust rann, og hinna
níu Jugo-Slava frá Lemder og Adamitch.
Og látum oss hér vinna eið við djúp Adria-
hafsins, við Durmitor-hæðirnar og við hina
snævi þöktu Triglov-tinda, að vér skulum verja
þennan sambandsfána vorn með heila vorum,
hjarta og hönd — elska hapn og halda honum
hreinum, albúnum til þesg að draga hann á
stöng yfir rústum Belgrads, yfir hinni fögra
Zagreb og hinni hvítu Ljubljana, og megi hver
sem svíkur þennan sambandsfána, dæmast af
guði feðra vorra, og hefnt verða af hefndarhug
hinnar líðandi þjóðar vorrar. Og ósk vor er, að
jafn frálst og fáni vor blaktir nú í öldum Banda-
ríkjaloftsins, eins frjálslega megi hann blakta
yfir hinni sjálfstæðu og frjálsu Jugo-Slaviu.
Rússland svikið.
Frá ómunatíð hafa föðurlandssvik verið
talin höfuðglæpur mannanna og það að mak-
leg leikum. y Að svíkja sjálfan sig er ljótt og
skaðlegt, því þá grefur maður sjálfum sér þá
gröf er maður fellur í fyr eða síðar, — eyðilegg-
ur ávöxt þann sem einstaklings lífið getur borið
og á að bera.
Að svíkja félagsbræður sína og samferða-
menn er ekki að eins ljótt heldur hlýtur og að
hafa slæmar afleiðingar fyrir þá sem fyrir svik-
unum verða, eins og fyrir þann sem svíkur. En
það er tiltölulega fáir menn undir flestum kring-
umstæðum, sem ógæfa sú nær til — aðeins lítill
hópur af þjóðfélagsheildinni, sem ranglætið og
afleiðingar þess ná til.
En þegar föðurlandið er svikið, þá er það
öll þjóðin,sem dregin er á tálar; sjálfsfæðismeð-
vitund og frelsisþrá hennar særð holundar sári,
sem oft tekur mannsaldra til þess að græða;
vonir hennar lamaðar og lífi hennar teflt í voða.
Og landið, sem framtíðarvonir þjóðarinnar
byggist á — landið, sem átti að vera heimkvnni
frjálsra bama þjóðarinnar, öld eftir öld hnept
í fjötra og selt á vald yfirgangsfullra harð-
stjóra.
Hvílík ódæði! Hvílík dagsverk manna, sem
föðurlandið hefir alið á brjóstum sér og treyst.
En þetta er þó það, sem Bolshevikingar hafa
gjört á Rússlandi. — Selt ættland sitt og þjóð í
hendur Þjóðverjum.
Líklega hafa menn ekki vitað, að þegar að
þeir voru að syngja Bolshevikingum á Rúss-
landi lof og dýrð, eftir að þeir voru búnir að
brjótast til valda — búnir að umhverfa þjóð-
skipunarfyrirkomulagi landsins — búnir að
hneppa í fangelsi eða myrða menn þá, sem áður
veittu málum landsins forstöðu — búnir með
fyrirskipanir sínar frá þeim, og með Rínar-
gullið í vösum sínum til þess að sundra og svíkja
þjóðina.
Skyldu blöðin, sem hafa verið að básúna
dýrð Bolshevikinga, hafa vitað, að eitt fyrsta
verk þessara manna var það að gefa þýzku
stjórninni skýrslu um vista- og vopnaforða
þjóðar sinnar, að ryðja úr vegi öllum þeim, sem
líklegir voru til þess að veita fyrirætlunum föð-
urlandssvikaranna mótstöðu, með fangelsisvist
eða bráðum bana.
Skyldu þeir hafa vitað, að Bolshevikistjórn-
in á Rússlandi var í ráðum og í samsæri við
Þjóðverja með það, að taka á móti þýzkum spæj-
urum og senda þá með fölsuðum vegabréfum
gegn um Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna,
Englands og Frakklands. Menn þessir, sem
áttu að ganga undir fölskum nöfnum og áttu að
koma fram sem Bolshevikingar, en að vera laun-
aðir af þýzku stjórninni. En þetta er þó ná-
kvæmlega það, sem Bolshevikingar hafa gjört.
Sýnist mönnum ekki að stjarnan sé fögur, og að
hún verðskuldi að menn veiti henni eftirtekt?
Fjöldamargir menn munu hafa haft það á
tilfinningunni, að alt væri ekki með feldu í sam-
bandi við framkomu Bolshevikileiðtoganna á
Iíússlandi. En nú hafa sannanirnar komið
með blöðum og mönnum frá Rússlandi, og hafa
ensku dagblöðin flutt fréttirnar undanfama
daga. Sannanagögn þessi eru talin óyggjandi,
og sýna ótvíræðilega, að Lenine o gTrotzky voru
keyptir til þess að svíkja Rússland í hendur
Þjóðverja, og halda öllum æsingaseggjum, að
svo miklu leyti sem í þeirra valdi stóð, út úr
Þýzkalandi. Og ennfremur sýna gögn þessi,
að samband átti sér stað á milli Bolsheviki-leið-
toganna rússnesku og þýzku stjórnarinnar rétt
eftir að stríðið hófst eða seint á árinu 1914.
Ný blekkingar tilraun.
Um síðastliðna helgi bárust þær fregnir
liingað til lands, og auðvitað um heim allan, að
Austurríkismenn hefðu sent stjómum allra
stríðsþjóðanna uppkast að friðarskilmálum og
farið fram á það, að fulltrúar stríðsþjóðanna
kæmu saman á ráðstefnu í einhveru hlutlausa
ríkinu til þess að bera saman ráð sín, án þess þó
að nokkuð af því er fram kunni að koma, skyldi
vera bindandi fyrir hlutaðeigandi stjórnarvöld
eða þjóðir þeirra. Þessum fregnum fylgdi eihn-
ig það, að Þjóðverjar hefðu á sama tíma gert
Belgíu friðarkosti.
Ekki munu stjórnir sambandsþjóða vorra
eða fólkið í heild sinni hafa gert sér háar vonir
um að með þessu væri að opnast nokkrar að-
gengilegar leiðir, er leitt gætu til viðunandi nið-
urstöðu, — og eftir að þessir Þýzk-Austurísku
kostir voru orðnir heyrin-kunnir í öllum atrið-
um, munu allir vorir menn hafa verið á eitt sátt-
ir um að svarið gæti ekki orðið nema á einn veg:
afdráttarlaust afsvar við öllum slíkum málaleit-
unum eins og sakir standa. Enda var þetta nýja
friðartilboð gert einungis til þess, eins og hinar
fyrri tilraunir Austurríkismanna í þessa átt, að
vekja sundrung og óeining meðal samherja
v orra, dreifa kröftum þeirra. — 1 gegn um þetta
refslega friðartilboð, má þó autfveldlega sjá eitt
sem sé það, að málefnum Austurríkis og þá sjált
sagt Þjóðverja líka, er komið í öngþveiti, þeir
vilja slaka dálítið til, þótt víst sé aftur á hinn
bóginn, að friður á slíkum grundvelli, mundi
verða Miðveldunum því nær eingöngu í vil. —
Þjóðverjar eru nú líklega farair að sjá, að von-
laust er orðið um sigur fyrir þá á vestur-stöðv-
unum, að þeir hafa innan skamms verið reknir
öfugir út úr Frakklandi, og að jafnvel er komið
svo langt að glíman lífs og dauða hefir þokast
inn fyrir þeirra eigin landamæri, og þessvegna
grípa þeir enn einu sinni til sinna auðsveipnu
Austurísku skósveina og láta þá renna á vaðið
með ný blekkingaboð, undir yfirskini friðarins.
Vér skulum líta snöggvast á kostina, sem
Þjóðverjar bjóða Belgíumönnum. Þeir kveðast
vilja gefa Belgíu frið undir eins gegn því að
þessi þrautpínda smáþjóð, heiti því við dreng-
skap sinn að vera hlutlaus — veita engum að
málum, það sem eftir kann að vera ófriðarins
og lofa því enn fremur hátíðlega að beita öllum
sínum áhrifum við sambandsþjóðirnar, að stríð-
inu loknu, til þess að Þjóðverjar fái aftur ný-
lendur sínar allar, er þeir hafa mist í viðureign-
inni við Breta. — Plefir nokkura tíma áður
Leyrst getið um aðra eins ósvífni? Svo þetta
eru þá skaðabæturnar, sem Þýzkaland ætlar sér
að greiða Belgíumönnum fyrir að ráðast á þjóð
þeirra alsaklausa og friðsama, fyrir að svívirða
konur, myrða börn og gamalmenni, brenna og
bræla akra og engi, jafna við jörðu fegurstu
stórhýsi þjóðarinnar, og ræna og eyðileggja
þúsund ára helgustu minjasöfn fólksins. Grát-
lega afvegaleidd sýnist hún að vera orðin, Mið-
velda menningin, að voga sér að draga fram í
dagsljósið önnur eins smánarboð, sem þessi.
Samherjar vorir — talsmenn lýðfrelsishug-
sjónapa í heiminum — talsmenn lítilmagnans,
sætta sig eigi við neina Bolsiheviki friðarkosti
fyrir hönd Belgíu, og Þjóðverjinn fær að komast
að raun um það, áður en lýkur.
Fyrir fáeinum dögum fór fram í Bandaríkj-
unum, skrásetning til herþjónustu, og voru skrá-
settar fjórtán miljónir manna. Ekki er óhugs-
andi að það hafi skotið hergorturunum þýzku,
skelk í bringu að standa augliti til auglitis við
slíka alvöru. — Það er þó ekki mjög langt síðan,
að Þjóðverjar gerðu opinbert gys að Bandaríkja
mönnum, og kváðu sér á sama standa hvoru
megin hryggjar þeir lægju. Ekki er heldur ó-
hugsandi, að þeir líti öðm vísi augum á málin nú
eftir hið dæmafáa þrek, sem Bandaríkjamenn
bafa sýnt á vestur-vígstöðvunum. En Banda-
ríkin og sambandsþjóðimar í heild sinni taka
nú ekki mikið tillit til þess, hvernig Þjóðverjar
kunna að hugsa, þeir vita vel að allsendis ó-
mögulegt er að semja frið við Þjóðverja — frið
við hinn þýzka, sviksama heraaðaranda, fyr en
hervald þeirra hefir verið brotið á bak og þeir
orðið að láta af hendi lönd öll, er þeir með glæp-
samlegum yfirgangi hafa hrifsað undir sig og
svift frelsi. — Bandaríkin voru ekki lengi að
hugsa sig um, þau vísuðu hinum grímuklæddu
friðarkostum Austurríkismanna og Þjóðverja á
dyr og sama gerðu sambandsþjóðirnar allar
Aldrei hefir stefnumunurinn verið skýrari en
nú. — Það er nú enginn lengur í vafa um hvað
verið er að berjast.
Vegurinn tilað spara
Bezta aSferSin aS venja sig á aS spara er aC gera sér aS reglu, aC
leggja vlssa upphæC á sparisjóSs-banka.
í sparisjóSsdeild vorri færðu 3% rentu, sem er bætt viC höfuCstól-
inn tvisvar á ári.
Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—P. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BANK
THE ROYAL BANK 0F CANADA
HöfuCstðll löggiltur $25.000,000 HöfuCstöll greiddur $14.000,000
VarasjóCur............$15,000,000
Forseti - - - - - Sir IIi'liEHT S. HOI.T
Vara-forseti .... E. Ii. PEASE
Aöal-ráðsniaður - - C. E NEHJj
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reiknlnga vlC einatakllnga
eCa félög og sanngjarnlr skllmálar veittlr. Avtsaalr seldar tll hvaCa
■taCar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirJöBsinnlögum,
sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC á hverjum 8 mánuCum.
T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Co Williaa Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Yér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið
þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Taliími: Main 4725
í NORTH-WEST GRfllN COMPANY
íslenzkir hveitikaupmenn
245 Grain Exchanp - WINNIPEG
-----O----
TIL ÍSLENZKRA BÆNDA!
Verð á hveiti hefir verið ákveðið af landsstjórninni í ár, en það
getur verið peningavirði í vasa yðar, að vita, að við sjálfir skoðum
kornið úr hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, og rangindi með teg-
undamismun (gradej getur ekki átt sér stað. Petta er nokkuð, sem
mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna. Það
getur stundum komið fyrir að þeir menn, sem líta eftir flokkaskip-
un (grade) á hveiti fyrir hönd stjórnarinnar, gjöri óviljandi rangt,
og er gott að einhver líti eftir að slíkt sé strax lagfært.
1 sambandi við þær korntegundiir, sem að sam'kepni er hægt að
koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. Þeir sem
vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að
senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirfram-
borgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjamt.
Við erum þeir einu íslendingar^ sem höfum ábyrgðar og stjórnar-
leyfi til að selja korn fyrir bændur á Commission, og vildum mælast
til að íslenzkir bændur gæfu okkur tækifæri. Sendið okkur eitt vagn-
hlass til reynslu, og mun það tryggja framhaldsverzlun, því góður
árangur eykur viðskifti,
Virðingarfylst.
HANNES J. LlNDAL
Ráðsmaður.
Fáein orð til skilnings-
•uka.
Eftir síra Runólf Marteinsson.
(Framhald).
Sjálfstæði.
Margir segja að íslenzkukensla
viö' Wesley hefði fullnægt þórf-
um vorum og þessvegna aldrei
verið nein þörf á Jóns Bjarnason
ar skóla. í fyrra man eg eftir
því að eg heyrði einn auðugan
íslending segja að hann vildi
gefa stórfé til Wesley skólans, en
íslenzka skólanum ekkert.
Makalaust er þetta einkennl-
legt.
Segjum að hinir “frjálslyndu”
vildu ekki styðja skóla vom af
því að hann er kirkjuskóli. pað
gæti eg skilið, ef þeir sömu vildu
ekki heldur styðja neina aðra
kirkjuskóla, nema ef það væri
einhverjir kirkjuskólar, sem
héldu fram sömu skoðun og þeir
sjálfir. En þegar þessir menn
þykjast ekkert athugavert finna
við Wesley College, sem þó er
meþódistiskur kirkjuskóli, þá
hætti eg að skilja. Ekki hefir
þó meþódista-kirkjan frjálslynd-
ari skoðun í trúarefnum en lút-
erska kirkjan. Sanngjarnt hefði
verið að ætla að ef ólúterskur ís-
lendingur hefði sent bam sitt á
nokkum kirkjuskóla, hefði hann
sent það á íslenzka skólann, því
sá skóli hlaut þó í öllum skilningi
að vera þjóðlegri en enskur
meþódista skóli.
Nei, trúarbrögðin eru ekki á-
ástæðan. pað er eitthvað annað.
Til er, að sögn, sumt fólk, sem
er ver lynt á heimili sínu en ann-
arstaðar og verra við heimilisfólk
sitt en annað fólk. Illkvitni
sumra íslendinga gagnvart skóla
vorum er af sama tagi spunnin.
Og satt að segja kemur þetta
fram í mörgum öðrum málum.
prátt fyrir alt gumið út af ís-
lendingum og íslenzku þjóðemi
2. ágúst, hættir oss við að sparka
í landa vora, það liggur í meðvit-
undinni að aðrir menn hljóti að
vera meiri en íslendingar, að vér
séum óhæfir til að stjórna oss
sjálfir, að vér séum fæddir til
þess að lúta, hinir séu drotnar
vorir, þessvegna verðum vér að
fá alt að frá öðrum og apa alt
eftir þeim. Svona eldir eftir af
miðaldarkúguninni. Svo ramt
kveður að þessu meðal fólks vora
hér vestra að það er eins og kom-
ið sé með guðlast ef það er nefnt
að fslendingar geti stjómað
mentastofnun. það er svo sem
sjálfsagt að sparka í Iandann.
manni getur ekki annað en dott-
ið í hug vísan ef tir Stelngrím:
“Eggjaði skýin öfund svört,
upprann morgunstjarna;
byrgið hana, hún er of björt
Helvítið að tama’.”
Fjarlægir erum vér í þessu
efni hinum fomu íslendingum..
Ekkert einkendi þ£ fremur en
sjálfstæði. Að vera undirlægjur
annara var þeim ógeðfelt. peir
yfirgáfu óðul sín og héldu sjálf-
stæðinu. peir kunnu ekki annað
en bera höfuðið hátt þó þeir
kæmu til konunga. Hvar sem
þeir voru eða fóru, á sjó eða
landi, voru þeir sjálfs síns herr-
ar. Stjóm og lög og stofnanir
settu þeir af stokkunum og
höfðu þar dómsorðið sjálfir.
Berið þetta svo saman við
væluandann hér vestra, sem seg-
ir: við erum svo fátækir, að vér
getum ekki kostað skóla sjálfir^
við skulum skríða inn í hús-
menskuskjólið hjá annari kirkju-
deild og fá að hýrast þar í hom-
inu með íslenzkuna okkar, má vel
vera að þeir lofi okkur að vera
þar dálítinn tíma og láni okkur
kannské einhverjar spjarlr ofan
á okkur svo að við króknum ekki