Lögberg - 26.09.1918, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FmTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1918
5
ELDIÐ VIÐ RAFMAGN
ATHUGIÐ hv|ða þýðingu J að hefir fyrirYÐUR
50 prct. sparnaður á eldiviðar-reikningn-
nm og 20 prct. á kjöt-reikningnum, minni
vinna og hreinna eldhús. Kaupið
RAFMAGNS ELDAVJEL
með hægum skilmálum hjá
CITY LIGHT AND POWER DISPLAY.
54 KING STREET, - T.l>. G.,rj 1804
/
Myndarlegur ungíingur fallinn á Frakklandi
Guðmundur Óskar Stefánsson
gékik í herinn 23. marz 1916 þá 17 ára
gatnall. Fyrst innritaöist hann í 226.
herdeildina. en var sí'San færSur yfir
í þá 223., sem flestir íslendingar til-
heyröu. MeS herdeild þeirri fór hann
héSan áleiSis til Frakklands 23. apríl
1917 ásamt föSur sínum, Stefáni Jó-
hannssyni, er þar v'innur viS járn-
brautargjörS sem lance corporal; en
Óskar var sendur til vígstöSvanna
um miSjan nóvember sama ár, og þar
féll hann í orustu 10. ágúsit síSastliS-
inn, viS góSan orS'stýr. Allir jieir,
sem Óskar sál. þektu, ljúka upp einum
munni um þaS, aS hann hafi veriS
tmannsefni mikiS, gott og efnilegt
ungmenni meS afbrigSum, og hvers
manns hugljúfi; enda elskaðnr og mik
ils metinn af öllum, sem hann um-
gengust. Þótti hann bera þess vott,
aS hann væri vel ættaSur, enda var
þaS svo. Kemur saman ætt hans og
og þeirra Magnúsar landshöfSingja
Stephensen og Stefáns sál. Thorar-
ensens. amtmanns.
Óskar var fæddur á Islandi 23. júlí
1898, en flutti vestur um haf meS for-
eldrum sínum tveimur árum síSar.
Þegar hann innritaSist í herþjónustu,
hafSi 'hann lokiS alþýöuskólanámi, og
meS því hann hafSi námsgáfur ágæt-
ar og löngun til aS mentast, var ráS-
gjört aS hann héldi áfram skólanámi.
Foreldrar Óskars sál. eru þau hjón-
in Stefán Jóhannson, ættaSur af Vatns
nesi í Húnavatnssýslu, nú i herþjón-
ustu á Frakklandi eins og áSur‘ var
getiS, og Solveig Ólafsdóttir frá
K i rkj uvogshö fnum í Gullbringusýslu.
ÁriS 1910 komu þau vestur hingaS
frá íslandi og settust aS í Argyle-
bygSinni hér í fylkinu, en bjuggu
lengst af í bœnum Glenboro. Þar inn-
rituSust þeir feSgar í herinn, og
skömmu síðar fluttist Mrs. Jóhanns-
son til Winnipeg meS dóttur sína 9
ara gamla, RáShildi Ólavíu, og býr nú
á Beverley stræti nr. 754.
ESliIega taka foreldrarnir sonar-
missirinn sér nærri, og hafa veriS
særS sári er seint grær. En sá, sem
línur þessar ritar, hefir átt tal viS
móöurina, og fylst aSdáun yfir því
hve inniiega huggun þaS veitir henni,
mitt í sorginni, aö einkasonurinn og
augasteinnino hennar hafi veriö aS
inna af hendi skyldu sína og látiS líf-i
iS í þjónustu lands og þjóSar.
Isafold er beöin aS gjöra svo vel aS
geta um dauösfall þetta.
Bggert Franklín Vatnsdal
er sonur hjónanna Elíasar og GuS-
rúnar Vatnsdal, Mozart, Sask. Hann
er. fæddur Roseau Co., Minn. 7. marz
1896, hann var meö þeim fyrstu hér,
sem gekk í 223. herdeildina, en var
“discharged” fyrir hjartv'eiki. Gekk
aftur í herinn i fyrra haust og er nú
á Englandi. Heillaóskir foreldra og
vandamanna fylgja honum.
Utanáskrift hans er:
Pte. Frank E. Vatnsdal, No. 257851
7. Co’y., C.M.G.D. Seaford,
Sussex, England.
Ólík heimili.
EftirAugust Blance.
Einu sinni þegar illa áraöi fyrir
verzlunarmönnum, hittust tveir kaup-
menn aS kvöldi dags. Fóru þeir aS
ræSa um peningaskortinn, lánstraust-
leysiö og tortrygnina, sem hverv'etna
bryddi á í verzlunarefnum, og annaö
þess háttar. Báör voru þeir vandaS-
ir og áreiSanlegir og höföu ekkert aS
ásaka sig fyrir. En þegar hruniö
kemur í verzlunina yfir höfuS, fer
eins og í eldsvoöa: eldurinn hlífir ekki
fremur stóru og sterkbygöu húsunum
1 heldur en Iitlu og lélegu kofunum.
I Eftir aö báöir kaupmennirnir höföu
j sagt hvor öörum, hvaö illá liti út fyrir
! sér framvegis, skildust þeir og fóru
I hvor heim til sín.
Þegar annar þeirra kom inn heima
hjá sér, mætir hann konu sinni, sem á-
varpar hann þannig:
“ÞaS er ósköp aS sjá þig, hvaS þú
ert ólundarlegur í kivöld! HvaS hef-
ir nú viljaS til í dag?”
Maöurinn svaraöi engu, en slengdi
sér niöur í stól.
“Hann Axel hefir verö þokkalegur
í dag”, segir hún, “hann hefir verið
flengdur í skólanum og þaS kemur
hver kæran á fætur annari ....; en
þú segir ekkert. Þár finst alt vera
gott, sem hann gerir.”
KaupmaSurinn stundi. v'iö og leit
upp í loftiö. Dóttir þeirra, fimtán
ára gömul, kom inn í stofuna meS
seöil í hendinni. þar sem á voru rit-
aöar bækur, landabréf og sönghefti,
er hún tjáöist þurfa aö eignast og
hafa meS sér daginn eftir i skólann.
“ÞaS veröur aö bíöa þangaö siö-
ar,” mælti faöir hennar og lagöi frá
sér seöilinn.
“Þá verS eg sú eina í skólanum,
sem hef þaS ekki,” mælti dóttirin og
settist út í horn meö ólundarsvip.
“Aumingja Lína,” mælti móöir
hennar og gekk þangaö sem hún sat
til þess aS hugga hana, og klappaði
henni á kinnina. “En þaö er undar-
legt, þaS verS eg aö segja,” bætti hún
viö og sneri sér að manni sínum aft-
ur, “annan daginn viltu aö börnin
læri hamingjan veit hvaö, en hinn
daginn lætur ]>ú þau ekki fá allra
nauðsynlegustu áhöld til þess .....
Aumingja litla telpan mín!”
Kaupmaður leit örvæntingaraugum
á konu sína. Líklega hefir vakaö fyr-
ir honum, aö þaö væri þó raunar hann
sjálfur, sem þyrfti huggunar og hug-
hreystingar við, en þá hugmynd höföu
því miður ekki aSrir á heimilinu en
hann.
“Þú fórst svo snemma aö heiman i
dag,” tók kona hans aftur til máls
eftir litla þögn, “aö eg gat ekki sagt
þér aö mjöliS er búiS.”
“Núna undir eins?” spuröi kaup-
maður.
“Núna undir eins!” át konan eftir
honum og hnykti á. “Hefi eg kanske
etið þaö ? — EldiviSurinn er líka bú-
inn,” bætti hún viö jafn-óhlífin.
“ÞaS voru þó fullir tuttugu faömar
at brenni, sem eg keypti í haust,”
mælti kaupmaðurinn, “og faömurinn
kostaði ekki minna en þrjátíu og tvær
krónur. þaö veit eg.”
“Jæja, og j)ó hann hefði kostaö
hundraS krónur, þá er hann búinn
eins fyrir þv'í, þaS veit eg,” svaraSi
húsmóöirin.
Kaupmaðurinn stóð upp og gekk
niðurlútur inn i svefnherbergiö sitt.
“Nú, ætlarðu ekkert aö jeta áöur
en þú ferö aS sofa?” var kallaö á eft-
tr honum meS sama þjósti og áöur.
“Maturinn Ihefir staÖiS að minsta.
kosti í heila stund á borðinu og beöiS
eftir þér.”
KaupmaSurinn lét aftur huröina.
Hann var búinn aö fá nægju sína, og
fram yfir þaö. Hann lagSist út af,
en var órótt t svefni, dreymdi um
skjöl og landabréf, eldiviö og nótna-
hefti, og sá jafnvel konu sína í
draurni; honum sýndst hún fljúga,
en ekki með engilvængjum samt.
Snemma morguns lagöi hann af staö
heiman frá sér ennþá daprari t huga
og mæddari en kvöldið fyrir. O-
skemtilegt var aS koma á kaupmanna-
samkunduna, en þó var enn óskemti-
legra heima hjá honurn. Hann átti
ómögulegt meS að láta sér detta nokk-
urt bjargráð í hug; engin hugsun
um gleðilegt heimilislíf gat fjörgaö
hann, og honum fanst yfir höfuð, aS
hann heföi ekkert aS berjast og þreyja
fyrir, og sökti sér því dýpra niSur í
hugleysi og þunglyndi, þangað til
hann var oröinn algjörlega féþrota.
ViStökurnar, sem hinn kaupmuöur-
inn fékk, voru alt ööruvísi, er hann
kom inn fyrir þrepskjöldinn heima hjá
sér, þó að hann væri alveg eins hnugg-
inn og örvæntingarfullur eins og fé-
lagi hans. Kona hans kom þegar á
móti honum. Sá hún þegar hvaö í
efni var; en í staS þess aö láta hann
skilja, aö hún heföi orðö þess áskynjh
kallaöi hún með glaöværum rómi og
lcit inn í herbergiö fyrir innan sig:
“Pabbi kemur I”
“Pabbi kemur, pabbi kemur!” kváöu
tvær raddir viö innar frá t nokkuö
veikari róm, og kom brátt í ljós, aS
hljóöin voru frá tveim dálitlum, fríö-.
,um telpum, sem korriu hlaupandi meS
meö köllum og háreisti á móti fööur
sínum.
“Nú skuliS þiS vera stiltar og
hjalpa honum pabba að komast úr
kápunni,” kallaði ntóSirin til telpn-
anna, “og síðan kemttr þú, Stína litla,
meö morgunskóna hans pabba þíns,
en þú, Emma, sæktu stóru pípuna hans
pabba þíns. . Svona nú !”
Þannig stjönuSu þær allar þrjár viö
húsföðurinn og hættu ekki fyr en hann
var seztur í hægndastólinn sinn.
“Nú verðurðu aS sitja þarna kyr,
góöi minn, þangaö til eg er búin aS
breiöa á borðið,” mælti húsntóöirin;
“eg hefi látið elda þér nokkuö, sem eg
veit aö þér líkar; en þú færö ekki aö
vita hvaS þaS er, fyr en þú ferö aS
borða. Svona nú, telpur mínar, setj-
ist þiS sitt á hvort hnéö á honum
pabba, og sleppið honurn ekki fyr en
eg kem aftur.”
Ekki leiö á löngu áður en hún kæmi
aftur, og þá var þunglyndissvipurinn
alveg horfinn af enni manns hennar.
ESa hvernig átti hann aö geta VeriS
aS binda hugann viS hvaö hinar ytri
ástæður voru bágbornar — verið aS
hugsa um hina voSalegu skuld í höf-
uSbókinni, er hann sá, hvað mikiS
hann átti inni af hamingju og ánægju
hjá konu sinni og í hinum ljómandi
augum barna sinna. Hann fór meS
þeim fram í borðstofuna; maturinn
var ágætur og matarlystin eins, og
dagurinn endaöi meö gleði og ánægju.
“Á eg aö segja þér nokkuð, góSi
minn?” sagði konan viö mann sinn,
er þau voru orðin ein. “Eg hefi oft
veriS aS hugsa um, aS viS ættum aS
fara úr þessu stóra og skrautlega húsi
i annaS, sem væri minna og notalegra,
einkum ef þaS væri á dálítið afvikn-
um staö, þar sem við gætum náð í svo-
lítinn garö, þvi þaö væri svo holt fyr-
ir börnin, aS létta sér upp, og enda
okkur líka. Viö gætum þá ef til v'ill
jafnvel hætt aö ferðast á sumrin, sem
á aö vera til skemtunar, en er ekki
nenta til þreytu og kostnaðar. ÞaS má
hver lofa hefðarmannalífiö sem vill,
en ekki fylgja þvi meiri þægind!, frið-
ur né ánægja en hinu.”
Kauptnaöur faðmaöi konu sina aö
sér hrærður í huga. Þau höfðu skil-
iS hvort annað, án þess að þau heföu
minst einu oröi á aöalorsökina til ]>ess
að þau yröu aö spara við sig; þau
vissu, að á meðan þau lteföu hvort ann
•aö, mundi þau ekkert skorta og ekkert
skyldi skyggja á ánægju þeirra. Kaup-
maöur fór glaöari og hughraustari
heiman að morguninn eftir. Honum
var í fersku ntinni, hve blítt og inni-
Iega 'konan hans hafði tekið í hönd
hans, er hann kvaddi hana. Sá; sem
hefir slíka hönd ’aö taka í, er ekki tóm-
hentur í lífinu. Hann átti þaö, sem
var ómaksvert að berjast og þreyja
fyrir, og hann vissi, að það endurgalt
fyrirhöfnina, og þaö meö margföld-
um vöxtum.
Hann tók til starfa hughraustur og
ókvíðinn. Þegar hjartaS er í sam-
vinnu viS höfuöiö, líSur sjaldan á
löngu, að eitthv'að rætist úr, og skýin
veröa aldrei svo þungbúin, aö geislar
sólarinnar fái þau eigi rofiS. Hann
komst úr öllum kröggum. Honum
hugkvæmdust ný úrræði'og hepnuðust
þau. Vandræöin, sem út leit fyrir aö
mundu kollvarpa öllu fyrir honum,
kendu honum að meta betur kjörgrip-
ina, er hann átti heirna hjá sér. Og
þó hann sæi fjáreign sína ganga nokk-
uö sainan, taldi hantt sig samt sem
áSur auöugri eti hann haföi veriö
nokkurntíma áSur.
Þaö eru ekki æ+íö hinar ytri ástæS-
ur, sem koma oss á kaldan klaka eða
láta oss rétta viS aftur. Lán og ólán
er oftast komiö undir sjálfum oss eöa
peim, sem oss eru nánastir.
Sögusafn ísafoldar).
Ferð um Skaftafells-
sýslu 1918
Eftir G. Hjaltason.
12. Fólkið.
Þaö er vandi fyrir ferðanianninn
að lýsa fólki svo rétt veröi. Gests-
augað er ógleggra en ætlaö er. Því
missýnist oft. Varúöarvert að dæma
eftir fyrstu viStökunum, þvi gestur-
inn getur liitt vel eöa miöur á. Og
margt getur gjört heimilið daufara
cða þá kátara í eitt skifti en annaS.
Fyrst þegar maður hefir komið oft á
sama bæinn og helzt gist oft á sama
stað, getur rnaSur fengiö nokurnveg-
inn rétta hugmynd um heimilið. —
Eg nefni því niest þau heimili og þá
menn, sem eg þekki bezt. VerS orð-
færri um þaö, sem eg þekki minna og
sleppi þvi, sem eg þekki lítið eitt.
Byrja á prestunum. — Síra Þorvarö-
ur í Vik er mentavinur. — Síra Bjarni
einhver meö skírmæltustu prestum.
Heyrnardaufir meta skírmælskuna'
rnanna bezt. Hún er líka höfuökost-
ur allrar mælskulistar. — Síra Sig-
urönr í Skaftártungu er fjölfróSur,
læröi líka í París. Erfitt er presta-
kall hans. Þessar vitlausu brauBa-
samsteypur flænta burt eSa drepa alla
skyldurækni presta. — Síra Magnús á
Prestsbakka er höföingi og bindindis-
frömuöur. — Síra Pétur á Kálfafells-
staS er margfróður i menningarsögu
landsins og heintili hans eitt af beztu
prestaheimilum landsins. — Síra
ÞórSur er unggr efnisprestur. — Síra
Jón á Stafafelli er sagnfræöingur
læröur vel, leitinn og gætinn; stórt
heimili, spakt fólk þar líka, þótt fólks-
ekla sé. N Fáumst ekki um hana —
fólki fjölgar, og vistir fyllast fyr en
varir. AmerikuferÖir hætta, kaup-
staöir okkar geta ekki lengi bætt viö
sig fólki svo nokkru nemi. —Og ætli
nýbýlin verði ekki heldur fá handa
okkur lausafólkinu ? — Sýslumenn
Sktftfellinga þekki eg tvo, hygg þá
góöa drengi. Bezt þekki eg Sigur-
jón, og er hann cinn af þeim, sem
vel metur fræðslustörfin. — Lækna
þá, sem þar eru nú, þekki eg lítiö, en
einkum er Helgi Skúlason vel látinn.
— Langkunnastur er eg tveim merkis-
bændabæjuin, Pétursey í Mýrdal og
Fagurhólsmýri i öræfum. ÞaS eru
söm og jöfn alúðarheimili, alt fólkiö
altaf eins. Bezta ungmennafélags-
fólk, áhugasamt og mannað. En líkt
mun nú viSar, sé vel leitað. A Eystn-
Sólheimum er fáment alúðarheimili.
í Mýrdalsvík hjá Halldóri kaupmanni
j er höfðinglegt heimili meö mikilli
blómarækt. Á Hemru i Skaftártungu
er og einn af þessum mörgu greiða-.
bæjum. Þar býr Jón hreppstjóri, er
hefir haft svo mörg opinber trúnaÖ-
arstörf á hebdi. Strönd á MeSal-
landi er og merkur bær. Á Kirkju-
bæjarklaustri er Lárus, stórbóndi og
kaupfélagsstjóri; þar er fagur foss.
Á BreiSabólsstaS er Jóhann búfræS-
ingur og ungmennafélagav'inur. Þar
eins og svo víöa um landið, sér maS-
ur, að bæði búnaðar- og gagnfræða-
skólar, eins og annars allir skólar
okkar, hafa haft meiri góSmenningar-
áhrif en margur hugði og hyggur
enn. — Góðir eru og bæir á Efri-
Steinsmýri og Króki í MeSallandi,
austast, rétt viö Ska ftárhnaunbrún-
ina. Þar eru, einkum á seinni bæn-
um, miklar jarðabætur. — Þá er
Þykkvibær í Landbroti. Þar bjó hinn
mikli framfarabóndi Ilelgi Þórarins-
son, nýlega dáinn. Heimili hans var,
og er enn, nijög höfðinglegt. Lækur
í túninu ljómar upp húsin og eldar.
Svo er Kálfafell á Síðu; hefi oft ver-
iö þar, einkum á efri bænum; sóma-
bæir. Þá Skaftafel 1 og Svinafell,
líka góöir bæir, meS tnjög gróSur-
fögru • umhverfi og tignar-útsýni.
Einkum er austasti bærinní Svinafelli
minnisstæöur. Alveg sama er aö
segja um Flatey og Holtá á Mýrum í
HornafirSi; vinsamlegt nær, veglegt
fjær. Hoffell er talið höfuöból i
Hornafirði, og meS réttu. Þar eru
ættstórir og fjölgáfaðir framfara-
menn. ,Mun Hjalti atkvæSamestur,
er gáfu- og listamaöur og elnhver
bezti ttngmennafélagafrumherji. —
Þá eru Hólar í Nesjum, heimili Þor-
leifs þingmanns, þægilegt myndar-
heimili, og; fagurt útsýni eins og víða
þar, skinandi jöklar milli dökkra
fjalla. —- í Álftaveri hjá Gi,sla Itrepft-
stjóra er og myndarbær. — Eg hefi
gist á öllum þessum bæjum, oftar en
einu sinni, og á eg margs góös að
minnast frá þem, sínttm stað hvaö.
Eg nefni nú þvi næst bæi þá, sem
eg konr á eða gisti á í fyrsta sinn, og
er eins ýmislegt gott um sérhvem
þeirra aö segja. Þeir eru þesslr:
Stóra-Hvol í Mýrdal; þar býr ment-
aður nterkisbóndi, Eyjólfur. Skamtna-
dalur, Heiði og Kerlingardalur í Mýr-
dal, mennilegt og skemtilegt fólk þar.
Hrífunes, Flaga, Borgarfell, Gröf og
Ásar, einkum skemtilegt í Ásum. Svo
er Bakkakot í Meöallandi, 9 manns á
bænttm, 6 þeirra tingmennafélagar,
alúöar-bær. Þegar jxtkan felur öll
fjöll og SkaftárhrauniS liggur eins og
löng, lág og bláleit brún niSur við
sjónarhringinn t noröri, þá minnir
jtaö tnann á sumar vestur-józku hejð-
arnar. — Foss á Síðu er undir fögr-
unt fossi, blómríkum brekkum og
klettafrúarhömrum. Hörgslandskot er
þar skamt frá, Hruni og Teyginga-
lækur eru á Hverfisfljótshraunbrún
og Brunasandi, alt gæöa bæir. Halli,
Vagnstaöir og Uppsalir í Suöursveit
sömuleiðis. Upsalastallar og Harnra-
gil tninna á æskustöSvar mínar í Staf-
holtstungum og ÞverárhlíS. Brttnn-
hóll og Hólniur á Mýrum, góðir bæir
líka; á Hólmi er gamall, greindur og
trúhneigður bóndi, er Gísli heitir.
Annars eru margir Skaftfellingar trú-
ræknir; viða lesiö, og áhugi með aS
heyra um kristindómsmál. Trúrækni
þeirra fylgir þó furöu ntikil víSsýni
og frjálslyndi. Annars hefi eg fundið
mesta frjálslyndið hjá trúræknuin
mönmtm. Kom aS Stórabólí á Mýr-
um, og Var skemtilegt að sýna' nánt-
fúsutn ungmennafélaga fögru og fá-
gætu plönturnar í snotru hömrunum
þar, 17. apríl; var þó margt grænt.
— í Dilksnesi var eg 4 nætur vegna
símabilunar, veðurs og viötals. Þar er
eitt ágæta heimiliö. Þar er 77 ára
gamall bóndi og tengdasonur hans.
Heitir gamli maðurinn Eymundur
Jónsson,- skáldmæltur, margfróSur,
þjóðhagur og læknir, smtSaSi barna-
tökutangir, hjálpaði mörgum konum
með þeim, misti enga viS þaö, og flest
börnin liföu. Hann var 5 ár í Ame-
ríku og kunni frá mörgu aö segja
þaðan. Loks kom eg snöggvast að
merki'sbænum Botni, sem er í sjálfu
Skaftárhrauninu miöju. Bærinn er
vS hrauná skamt frá stöðuvatni, sem
foss úr hrauninu fellttr í. Enn eru
samt nokkrir bæir ótaldr, sent eg kom
á, bef nefnt suma þeirra í fyrri feröa-
sögunni 1915, m. a. snotra heimilið
Þverá á Síöu. — Oft er eins skemti-
legt og alúðlegt í smákotum eins og
á stórbæjum. Og mér et þvi eins
ljúft aö tala yfir 4—7 hræðttm í þess-
háttar kotum, eins og mörgum tugum
eða hundruðum í fjölmenni.
13. Skólar ungmennafél'óg og önn-
ur menningarteeki.
Handahófslýsing verður lika á því;
leiSrétti þeir, sem betur vita. í
Vestursýsilunni eru 10 eöa 11 skóla-
hús; 1 eða 2 í Auistursýslunni, því þar
er fremur strjálbýlla og heldur fleiri
torfærur á milli bæja, og svo er fólk-
iö mikið færri. Kennara tvo þekki
eg þar mest, Stefán Hannesson og
Þorstein Friöriksson. Stefán er á-
gætur kennari, bjó til úti einskonar
upphleypt landabréf úr rnold, sandi
og möl, og er það ágætt við landfræð-
iskenslu. Sá eg á safni í London
snildarkort af fjallalöndum í ttpp-
hleyptri mynd. Stefán er líka fróSur
og fjörugur fyrirlesari, talar oft og
fólk saekir vel. Þorsteinn er líka af-
bragöskennari, en stundar margt ann-
aö, er t. d. sjómaSur og fomiaöur oft.
Kom eg einnig oft á hiö góöa heintili
hans, Litlu-Hóla. Vel er og látið af
hinum kennurunitm, einkum Valdwriar
í Hemru, Eyjólfi i Botnum, Elíasi á
SíSunni, Jóni Ólafssyni i Vík; Jækki
g |>á nokkuð, en aðra lítiS eöa ekk-
ert. Betur launa Skaftfellingar kenn-
urum sínum — einkum þeir á Síö-
unni — en alment gjörist; þeir eru
ekki þær smásálir, aö v'era altaf aS
líma sig viö lágmörkin. Sýna þeir
drengskap í fleirum menningarmál-
um, eins og senn verður sagt. Lág-
marksvenjan er vorkunnaraðferð þar
sem féö vantar. En smásálarskapur
auð- og efnamanna í mannúSar- og
framfaramálum dugar ekki lengur.
Vaxandi jafnaSarmenska bælir hann
niöur meö illu, ef “góSmenskan gildir
ekki”- Vörum oss því á voöanum.
Ungmennafélögin eru (einis og var
1915) 15 alls, og svo tvö málfundafé-
lög aö auki og mega þau líka heita
menningarfélög — því það eru ung-
mennafélögin, þau bæði vekja, gleðja
og göfga æskulýSinn, hæna ungt fólk
heldur að sveitunum, gjöra sveitaiífið
fjölbreytara og skcmtilegra, kenna
félagsskap, efla samúö ,og samvinnu,
já, venja á stjórnsemi og reglu, gjöra
mörg nytsemdar- og mannúSarverk,
og þaö víöa meira en vænta mætti.
Auk utigmennafélagavina, sem áöur
vöru nefndir? má nefna Helga Bergs-
son i Kálfafelli, bændurna Kristján
í Einholtutn, Steiniþór á Hala og Jón
Gíslason í Veri; eru allir formenn
félaganna. — AUövitaö er nú í þessum
félögum “misjafn sauöur í mörgu fé”.
En þaS er ekki verra en í flestöllum
öðrum félagsskap. Ungmennafélög-
in þurfa ekkert aö sikammast sín fyrir
neinum þeim félögum í landinu, sem
eg þekki riokkuS til.
Einis og áöur er sagt, þá eru Skaft-
fellngar fremiur trfiræknir, þeir sem
eg þekki. AÖ minsía kosti alvöru-
menn í j>eim málum, halda sér viö
barnatrú sína. eru samt ekki strangir
bókstafsmenn, ekki sértrúar eöa
strangtrúarmenn; eins og flestir hall-
ast þeir heldur aö þessari okkar vana-
legu guðfræði, t. d. Pétursbókunum,
en aS þessari sivo nefndu nýju guö-
fræSi. Eitt af þvi, sem nýja guSfræö-
in verSur aö gjöra, ef hún vill marga
áhangendttr vinna, er aS segja skirt
og skorinort, hverju hún haldi, og
hverju hún sleppi, vera fastákve'ðin,
líkt og höfundur 'Helgakvers. —
Maetti eg dæma audlega ástandiö
þarna eystra eftir þvi hvaða umtals-
efni ungir og gamlir kusu helzt, þá
hygg eg aö þaö sé í gÓSu lagi. Þeir
kusu flest af þvi bezta, sem eg hefi
að bjóða, og var þaS þetta: Uppeldis-
mál, til æskulýSsins^ kristindómurinn
og heimsstríöið. Hallgrímur Péturs-
son, Jón Vídailín, andlegt líf íslands
núna (vanalega tveir fyrirlestrar um
jfcuöj. Er þar einkuni talaS um starf-
semi stra FriSriks, heimatrúboSiS,
hjálpræSisherinn, eldri og nýrri guS-
fræöi, “andatrúna”, rit rektors Ag.
Bjarnasonar, og ögn uin guöspeikina,
adventistana, Dr. G. Finnbogason,
Dr. Helga Péturss. Reyni eg aö
vera hlutlaus, og má rtokkuð sjá í
Nýjtt kirkju’blaði 1916 fog líka 1915
og 1914) hvaS eg fer. “Leita góSs
alstaöar, og fá það til aS vinna sam-
an”! — Uin andlegt lif erlendis tala
eg lika, enda renna nú straumar þess
jafnharðan yfir land vort. Einnig tal
aöi eg rnn menningu ÞjóSverja,
F.ngla, Frakka, ítala og Rússa; einn
fyrrl. um þjóö þessa þverja um sig,
og benti auSvitaö mest á kosti þeirra}
en mintist samt einkum á einn höfuð-
ókxxst þeirra: aö þykjast alveg rétt-
látar við a'ðrar þjóðir og þeim í flestu
betri. Þvi þesisi voöalega sjálfsrétt-
læting.er höfuöorsök heiftarinnar og
ósáttgirninnar. RikiS eða þjóöin er
dýrkuö meira en guð og Kristur.
Reyni svo aö vara menn við þessari
vitlausu sjálfsdýrkun, sem þvt rniður
fæstir af oss eru lausir við. — Ver-
aldlegt mál: Nýting alls; var líka oft
umtalsefni. Er þar minst á notkun
matjurta, te og meöalajurta, matar,
fata, v'erkfæra og áburöar; einnig
heilsureglur Steingríms og fleiri
lækna. Ýms fleiri efni; en ekki stjórn
ar-.eSa kirkjumáþ ekki. bann eöa and-
bann. Fyrstnefndu efnin, einkum
uppeldismálin, hefi eg verS beðinn
að tala um hvaö eftr annað í sama
félaginu; og hefi eg alls haldiö þetta
5—15 í félagi hverju, og oft utan fé-
laganna. 1 Fljótshverfi alls í báðum
ferSum 20 fyrirlestra. Uppeldismál
i viStækr merkingu er mesta nauS-
synjamálið, nær yfir sál og líf, sam-
búB og atvinnu, trú og dygö, þekking
og list. Þegar fólk svona sækist eft-
ir því niikilvægasta, þá er þaS á góS-
um vegi. — Skaftfellingar og næst
þeini. Baröstrendingar, hafa allra
manna bezt hér á landi sýnt þaö í
verkinu, að þeir meta þetta fræðslu-
starf mitt. Engu siSur bændur og
embættismenn en félögin sjálf. ('Þeim
þykir lrka starfið erfittj. AS vísu
þykir nú bændum yfirleitt nóg um
marga þessa bitlinga til listarnanna og
fræðimanna. En bændum mörgum
víða um land þykir landssjóSsstyrkur
minn lítill í samanburSi viö lands-
sjóð'sstyrk margra annara menta-
ntanna. Ep Skaftfellingar gjöra sitt
til aö laga misfellur þessar. Og gera
]>að meö þeirri alúS og einlægi, aö
hroki og ókurteisi . væri aö hafna
sBku.
14. Ein afskcklasta sveitin, Lónið.
í LóniS kom eg fyrst í vór. ÞaS
er ein af þeim örfáu sveitum landsins,
sem ekkert sézt úr í áðrar sveitir.
í norSri, vestri og útsuðri erú ein-
tóm fjöll, tindótt mjög í útsuðri. En
í austri hafið. — Miösv'eitin, sem er
nteSfram Jökulsá, er breiSust. Þar
eru sandar, grundir, holt og mýrar
upp frá Lóninu sjálfu, og þar eru
aðal-slægjurnar, og þar eru fjöllin
lægst, og þar er mestur skógurinn,
og 7—8 býli eiga högg í honuim. Upp
yfir þessi lægri fell sést Snæfell meö
alhvíta húfuna, sem er næst' hæsta
fjalliS á landinu. — Milli Lóns og
Hornafjaröar er AlmannaskarS, stutt-
ur og skemtilegur fjaMvegur meS
fögru útsýni ausur og vestur. — Eg
gisti í Firði, syösta bæ Lónsins, góð-
ur bær meS steinsteypuhúsi. Svo í
Volaseli, þar býr hreppstjórinn,
greindur, fremur ungur, en reyndur
og marg't hugsandi maður, fylgdi mér
yfir Alntannaskarö. Svo á Stafa-
felli. ÞaS er höfuöból sveitarinnar.
Landntikil, hlunnindamörg, en erfiö
jörS. Þar er mikill skógur, nær heini
í túniö. Eg sá þar stórar, mig minn-
ir 12 feta háar hrislur. Er og mikiö
skóglendi þar inni á afréttinum. Þar
er æðarvarpseyja langt frá landi; hef-
ir sira Jón aukið þaö mikiö. Þar er
og selveiði og fiskafli mikill. Sigurö-
ur, sonur síra Jóns, 'er ræktunarmaö-
ur mikill. Sá þar'tvo plöntunargarSa
eftir hann. f stærri garSinrim var ■
ribs, víðir, reynir og rabarbari í góöu
ástandi. Ribsinn ber oftast góöan á-
vöxt. f minni garöinum var Hka
ribs, víðir of reynir.,í góðu ástandi,
einnig lítiö eplatré, .tvær yel grænar
grcniplöntur og fleira. f dálitlum
reit uppi á túnklöppunum voru þrjár
furur vel lifandi; ein álnarhá, vex
5—6 þuimlunga . árlega; tvær lægri,
v'axa 3 þujnl. árlega, óg svo tvær vél
grænar greniplön.tur. Li'ka sá eg í
fjóröa reitnum 20 ára gamalt, 12 feta
hátt reynitré. — Minti alt þetta mig á
Múlakot í Fljótshííð. Því þar er
langfegursti trjáa-, ávaxtarunna- og
blómagarður, sem eg hefi séS í sveit-
um hér á landi,- og annar er þar hjá
nábúanum, gengur næst .garði GuS-
bjargar of Túbals. Væri mikiö af
svona göröum á landmtt, mundi álit
útlendinga á íslenzkrí menning stór-
vaxa. — Svona heimi'lisgarðar ertt,
að heita má, á hverjum sveitabæ á
NorSurlöndum, og þykja jafnan mestu
ménriingarmerki.
Lónsnienn eiga sér mérkilegt félag.
setn þeir kalla málfundafélag, en á
skilið aö heita menningarfélag. f því
eru 25—30 meðlimir, ,allir fuHorðnir,
mest bœndur. Ætlunarverk þess er
ýmisleg andleg menning sveitarinnar,
þar á meðal dýraverndun. Félagiö^a
fundahús, sem þaö þygöi 1912, og kost
aöi iþá 2500 kr., er steinsteypt og meö
kjallara. Almenningur ,á aögang aö
fræöslufundunum; hélt 'eg þar 3 fyr-
irlestra sama dagirin} áheyrendur yfir
hundraö. — Væri nú t öllum sveitum
eins og Lónir méhningarfélag meÖ
vænu og tnyndarkgu ■ ''húsi, og trjá-
garður meö berjaruftnum og blóma-
reitinn á helztu bæjum sveitanna? þá
myndi menningunni. í •landinu stór-
fleygja fram.
15. Fornmenjar.
Stefán Þorvaldssort , prófastur á
Kálfafelli sagði mér svo; 1915: Stein-
veggur um þrjár álnir á hæS fanst
rúma faömsdýpt niöri í jörö á all-
breiÖri sléttu á Kálfaféflstúni; voru
bein og aska í steinveggstóftinni cg-
stuSlabergssteinn Hjá.: Tóftargólfiö
var þannig tvo faöma niðri í jörðinni.
Engin skriöa hefir myndaö þessi jarð-
löö. Engin merki til. aö siéttan sé út-
flattar bæjarústir. Hveri>ig hefir þessi
3 álna þykki Jarövegur myndast
þarna? Og hvaö langa tima hefir
þurft til þess?
Helgi Bergsson á Efra-KálfafelÍi
fór meö mér þar upp í fjalIiS fyrfr
austan Laxá, austur af Blómsturvalla-
stuðlabergshömrunuTri;' þár var upp-
hlásið land meö melum ■ og gróöur-
lausri • mold. En á því* var þó gras-
gróin eyja, og þár hefir uppblástur-
inn afhjúpaS grjóthköslu um 18 feta
langa, 2 feta háa og vel 1—2 feta
breiöa, og hefir mpld eyjarinnar ver-
iö 4—5 feta þykk ofan á hleöslunni.
Hleðslan er suöaustan viö eyjuna.
Vottar fyrir annari þkSslu vestanvert
i eyjunni, og þar fundtfm viö litiö
brýni og nagla, én hnifsblaö austan-
vert í henni. Viöarkól virtist okkttr
vera þar lika. — .Forrifróðir og jarö-
fróöir ættu nú að 'géta sagt eitthvaö
um þaö. hvernig á þessum fornleif-,
um stendur.
. Lögrétta.
Orpheum.
Miss Eva Tanguay veröur aöal-
leikkonan á Orpheum, sern byrjar meö
eftrmiödagsleiknum á hmriudaginn 30.
september. Hún .éf alveg viðfræg
fyrir sína leiklist. Þettar er í fyrsta
skifti, sem hún veröttr hér í Winni-
peg. t
Helen Gleasa.n .Campany sýnir "The
Submarine Attack”, sem er vel fariS
meS. Sagan ,er af ungum hjónum,
sem eru aö fara yfir Atlantshafiö á
stríSstíma. — Svo margt og margt
fleira„ sem yröi of langt upp aö telja,
en alt mttn falta fólkinu t geö. Mun-
iö aö heimsækja Orpheum.
Wonderland.
Charles Roy og háns fyndni er æf-
intega skemtileg. Sjáfð hann á
Wonderland í “Mtlliáriaire Nogrant”
Á föstudag og laugarrdag skemtir Ella
Hall í leiknum ‘,‘Beautvn Chanis”, aö
viö ekk sleppum Charles Chaplin og
Fatty Arbucker í Rapnders. — Næstu
viktt veröttr Bessie Barni.scule, Madge
Kenndy og Irene Casitle aöal aSdrátt-
arafUS. — BráSum ‘ vérSur sýndur
hinn nafnfrægi tiTyndarétkur “Irzan
of the Apes”.